Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1963, Side 6

Norðurljósið - 01.12.1963, Side 6
94 NORBURLJÖSIÐ Molar frá borði Meistarans. (Greinir handa lœrisveinum Krists.) Eru gefnir steinar fyrir brauð? „Endalok 25.000 Bandaríkjamanna“ heitir grein, sem birtist 24. maí s.l. í víðlesnu, kristilegu blaði „Christianity Today“. Hún segir frá þeirri sorglegu staðreynd, að í Bandaríkjunum svipta sig lífi 25.000 manns á hverju ári. Dauði Marilyn Monroe dró þetta mál mjög fram í dags- Ijósið og vakti athygli læknanna á því. Athugun leiðir í ljós, að hvítir menn, einir að kalla má, svipta sig lífi. Þeir eru heldur ekki úr hópi fátæklinga, heldur hinna efnaðri manna, og yfirgnæfandi meiri hluti þeirra er úr hópi mótmælenda. Norðurlöndin eru í fyrsta flokki á þessu sviði. leidd af Danmörku, sem hefir heimsmet í sjálfsmorðum. Hveinig ástatt er á Islandi í þessum efnum, draga skýrslur fjöður yfir. Maður er talinn látast t. d. af slysförum, þótt á margra vitorði sé, að hann hafi svipt sig lífi. Hlutfallstala hér á landi ætti að vera um 25 manns á ári, ef miðað er við fólksfjölda hér og í Bandaríkjunum. Þeir geta verið fleirí eða færri, sem enda ævi sína þannig. Guð veit það, þótt ekki sé frá því skýrt. Spurningar vakna hjá fyrrnefndu blaði, hvernig á þessu standi, að einkum mótmælendur svipta sig lífi; hvort skrift- irnar, sem kaþólska kirkjan tíðkar, hjálpi fólki; hvort leið- beiningar skriftaföðurins komi að meira gagni en leið- beiningar klerksins hjá mótmælendum. Spurningum þessum reynir blaðið ekki að svara, en telur þetta rannsóknarefni. Vafalaust er þetta rannsóknarefni, en spyrja má einnig, hvort það tíðkist að nokkru ráði t. d. hér á landi, að fólk komi með vandamál sín til prestsins síns til að leita ráða hjá honum, og ef það kemur, hvort það fái þá þær leiðbeiningar, sem séu þess eðlis, að þær geti ýtt undir fólk að lifa fremur áfram við léleg kjör eða ömurlegt líf en svipta sig lífinu. „Life is sweet.“ (Lífið er unaðslegt.) stóð á spjaldi hjá ungri hjúkrunarkonu. Hún viðurkenndi samt, að stundum langaði sig til að taka spjaldið og fleygja því út í horn. Lífið var eitthvað annað en unaður á stundunum þeim. Þegar slíkar stundir mæta fólki þá hendir margur frá sér lífinu sjálfu og gleymir að hugsa um, hvað taki við eftir dauðann. A þessu sviði bregðast kirkjur mótmælenda hrapallega. í stað þess að flytja fólki hina „heilnæmu kenningu“ Drott- ins Jesú Krists og postula hans, flytja þær oft hreinan heila- spuna fávísra manna eða villukenningar illra anda með fagurgala sínum um þá gæzku Guðs, sem engan láti glat- ast, en taki alla í sinn föðurfaðm. er lífinu lýkur, hve illa, sem því hefir verið lifað eða látið enda. Kirkjan mun naumast játa það lengur eða kenna, að minnsta kosti ekki hér á landi, að nokkur maður glatist. Þetta er þó einhver hin allra skýrasta kenning Drottins Jesú Krists. Hann talaði oftar um glötun heldur en um kærleika Guðs eða fórnardauða sinn fyrir okkur synd- uga menn. Það er sjálfs mín vitnisburður, að Guð not- aði hræðslu mína við eld helvítis til að halda mér við líf- tóruna, þótt mér þætti hún aum, þegar ég var barn og unglingur. Ég var einhvern veginn alveg utan við mitt um- hverfi. Gáfur mínar lágu á öðru sviði en því, sem daglega þurfti að nota við fjárgeymslu og heyvinnu. Bókvit mitt þroskaðist fyrr en verksvitið og sú líkamsorka, sem sveita- piltum er nauðsynleg, þótt ég fengi eitthvað af þessu síðar. Tilveran varð því að óblandaðri kvöl oft og tíðum. Nú má vel vera, að flestir segi, að það hefði þá ekki verið mikill skaði að því, þótt ég hefði kvatt þennan heim fyrir 50 árum eða svo. Getur vel verið, að ég hafi ekki orðið mörgum að liði um dagana. En mér hefði verið það skaði að drepa mig. I fyrsta lagi hefði ég þá dáið án þess að veita frelsara mínum viðtöku. I öðru lagi hefir Guð gefið mér nokkrar sólskinsstundir á ævinni og marga bjarta daga. Sjálfsmorðs-aldan og reynsla mín og sjálfsagt margra annarra sannar, hve satt það er, sem heilög ritning stað- hæfir, að „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ Ótrúir prestar og prédikarar taka frá mönnum Guðs orð um glötunarástand vort syndugra manna. Og um leið hverfur boðskapnum um kærleika Guðs allt raunverulegt gildi. Hve stórkostlegt undur, hve undrunarverð náð, að Guð skyldi svo elska heiminn, glataðan heim, að hann gaf sinn eigin dýrmæta, elskaða son, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Það er alveg eins nauðsynlegt fyrir synduga menn að heyra, hverjar eru þær afleiðingar, sem syndin hefir, og hitt að heyra um dásamlegan kærleik Guðs. Guð vill ekki, að neinir glatist. Hann hefir gefið eigin son sinn til að bjarga okkur frá glötun. Hann hefir engar ráðstafanir gert til þess að láta menn glatast. Hann hefir gert ráðstafanir til að frelsa menn. Hann vill ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi. En prédikararnir bregðast honum allt of margir, einkum meðal kirkna mótmælenda. Þar ríkir vantrú á orð hans, á kenningar Drottins Jesú. Þær eru lagðar til, útþynntar og afvatnaðar, og lygasteinar gefnir í lífsbrauðsins stað. Þeir eru gefnir í góðri trú á gildi þeirra, en gagnslausir og verra en það eru þeir samt. Guð hefir gefið okkur son sinn, Drottin Jesúm Krist. Við eigum að veita honum viðtöku sem frelsara okkar, fela honum okkur sjálf, líf okkar og framtíð. Þá fáum við að reyna, að hann gefur okkur kjark og kraft til að mæta kröfum lífsins. Þetta er reynsla milljóna manna, fyrr og síðar. Þetta er reynsla mín. Trúin á orð Drottins Jesú hélt mér við lífið, og hönd Guðs varðveitti mig frá því stærsta glappaskoti, sem manninn getur hent í æsku. Nú hefir Drottinn Jesús gefið lífinu gildi fyrir mig, með því að láta mig lifa því fyrir sig. Sérhver maður getur lifað lífi sínu fyrir Krist, hvaða heiðarlega atvinnu, sem hann stundar. En það verður að byrja með því, að hann taki á móti Kristi sem frelsara sín- um og afhendi honum líf sitt og alla framtíð. Hefir þú gert þetta? Ef ekki, hvers vegna ættir þu nokkuð að vera að draga það? Gef þig Drottni Jesú. Gerðu það NÚ. S. G. J.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.