Heimskringla - 28.10.1886, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.10.1886, Blaðsíða 3
meiri magur, hreinni magur, betri magur. Og fari almenningur illa meg hann, kemur f>ai5 í raun og veru eigi niSur íi neinum, nema almenningi sjálfum, f>vl hann varnar manninum frá ag gera f>aS gagn, sem hann annars hefði getaS gert. Ef nokkur nú heldur, aS jeg meS f>essum orSum, sem jeghef sagt, eigi nokkuS viS ástandiS hjer í Win- nipeg, eins og f>aS nú er megal vor, f>á er f>ag alveg rangt skiliS- ÞaS er ómögulegt, aS jeg hefsi getaS átt neitt viS okkur hjer. Vegna livers? Af f>ví hjer hef- ur enginn lent neitt í bága vis almenninns-álitis meS skoSanir sínar. Af f>ví hjer eru engar skoSanirsjáan- legar, og naumast nokkurt almenn- ings-álit. ÞaS er vislíka fastákveSiS, eins og skoSanir fx;irra, sem mættu bóndanum, og f>aS yrSi viglíka mikiS vit í f>ví, eins og kom fram hjá honum, aS ætla aS laga sig nokkuS eptir pví. ÞaS rifrildi, sem er hjer meSal vor íslendinga í Winnipeg, hefur aldrei, eptir pví sem jeg bezt get sjeS, veriS um skoSanir, heldur um persónur, og paS kemur ekkert pessu máli viS- Enn eru menn hjer eigi vaxnir upp í neinar skoSanir, aS minnsta kosti eru peir eigi vaxnir upp í paS, aS láta pær í ljósi. En jeg hef pá trú á íslendingum hjer, aS peir erviSi sig áfram—og paS enda langt áfram—eins and- lega eins og líkamlega, aS peir rySji sjer braut út úr pessum persónu- legu illindaurSum, sem peir eru villtir inn í. Og pegar peir eru hættir aö hugsa um sitt persónulega rifrildi, pá fara peir aS hugsa eins og menn ; og pá getur eigi hjá pví faris aö margbreytilegar og algerlega ólíkar skoSanir komi fram, og pá myndast, vitaskuld, eitthvert fastákveSið al- mennings-álit. Þess vegna sný jeg aS lokuin máli mínu til ykkar, mínir herrar og frúr, sem búizt vis aS verSa í Win- nipeg um paS leyti, sem |peir góSu dagar koma. FariS piS vel aS peiin mönnum, sem verða á öSrum skoS- unum en piS sjálfir. VeriS piS mótstöSumenn peirra, ef sam- vizka ykkar býSur svo, en veris piS ekki ó v i n i r peirra, og fariS piS aldrei aS peim ódrengilega. Ekki peirra sjálfra vegna, pví ef peir eru sannarlega sjálfstæSir menn, pá purfa peir eigi ykkar viS, heldur ykkar sjálfra vegna. Ef paS eru nýtir menn, geta peir æfinlega orSiS aS gagni. Og meS pví aS venjast vis aS umbera aSrar skoSanir, hverj- ar sem pær svo eru, verSiS piS sjálfir meiri menn, betri menn og vitrari menn. KANNTU AÐ LESA ? (Eptir The Nation). Hæflleikinn til aS lesa bækur—þaS er aS segja, til aS halda huganum föstum viS einhverja vissa röksemdaleiSslu eSa frásögn í lengri eSa skemmri tima liefur á sí'Sari tímum veriS langt um almennari en hæfileikinn til aS hlusta á, og þaS kemur af því, a* vjer höfum allir fengið vora fyrstu andlegu menntun af bókum. MeSan svo stóS á, aS bækur voru sú eina skemmtun, sem menn áttu kost á, og fjöldi af meira eða minna menntuSum -mönnum bjó upp 1 sveit, og engin frjetta- blöS voru til eSa tímarit, og lítiS um skemmtanir, og ferSalag sjaldgæft og dýrt, á meSan hjelzt sá srSur vi'S að lesa. En það er mikil ástæða til að óttast, að með frjettablöðunum, og skemn.ti- blöðunum, og listasöfnunum og muteun- um, og leikhúsunum, og því færi, sem vjer höfum á að fá aðra menn til að taka pátt i iðjuleysis-og letistundum vorum, muni minnka skyndilega tala þeirra manna, sem geta eða enda vilja lesa nokkra bók-enda skáídsögu, og það enda ljelega skáldsögu. Sannast að segja erum vjer hræddir um, að hver sem færi að skygnast um meðal kunningja sinna, mundi komast að raun 'im, að tala þeirra, sem nokkurn tíma lesa nú alvarlega bók af nokkru tagi, er framúrskarandi lág, að undanteknum prófessórum og þeim mönnum, sem gera ritstörf að lífstarfi sínu, og að þeir eru enda allt af að verða færri og færri, sem lesa skáldsögur. Flestir þeirra, sem ekki íi;ifa haldið við vananum að lesa, sofna, ef satt skal segja, nálega strax, þegar þeir hafa farið að lesa alvarlega bók, og kasta frá sjer skáldsögunni, eptir að þeir hafa lesið fáeinar blaðsíðnr, ef ekki herðist fljótlega að söguhnútnum, eða ef viðburð- irnir eru fáir. pað má næstum því segja, að frjettablöðin sjeu mótið fyrir hið and- lega lif þessarar kynslóðar, og sannast að segja eru þau enda farin að verða of þung fyrir menn, nema ritgerðirnar eða útdrættirnir sjeu því styttri. þnð er allt af að koma meiri og meiri gremja 1 lesarann, ef hann er beðinn um að taka eptir einhverju atriði léngur en fimm mínútnr. í stuttu máli að segja, liver sem telur sjálfum sjer trú um það á starfs- árunum, meðan mikið er að gera, og hann eigi les annað en frjettablöð, að hann muni fara að lesa bækur seinna meir, þegar hann er kominn í meira næði, hann getur verið viss nm að houum skjátlast stórlega. pegar næðið kemur, mun hann komast að raun um það, að idvarlegar bækur þreyta hann og svæfa hann á tíu mínútum, alveg eins og lóð þau, sem menn hafa til að æfa krapta sína, þreyta þá, sem þeim eru óvanir. Til þess að geta lesið samanhang- andi í langan tíma, á hvaða tímabili lífsins sem er, verða menn að æfa sig í því ár eptir ár, með því að gera meira eða minna að því á hverjum degi, eða að minnsta kosti á liverri viku, alveg eins og menn þurfa þess við, til þess að geta róið eða gengið eða riðið langar leiðir. Sá maður, sem finnur að liann skirrist við að lesa bók og langar eptir einhverju blaði, til þess að hvíla sig á, hann getur verið viss um, að hann liefur misst hina andlegu hæfilegleika til að lesa bækur. F'rogrnii* Úr hinum íslenzku nýlendum. Qrund, Rock Lake Co., Man. 10. október 1886. Helztu frjettir hjeðan á þessum tíma árs eru uppskerubrestur og stórskaðar. Vagna dæmafárra þurka í allt sumar varð uppskera mjög rýr; víða að eins 7—10 bush. hveitis af ekrunni, mest 18 bush. Hafra- og bygguppskera tiltölu- lega engu betri. Hinn 4. þ. m. var hjer hvass vindnr af suðvestri, og )>ann dag geysaði hinn voðalegasti sljettueldur irfir alla hina ís- lenzku byggð og allt í kring, er gerði stórskaða, einkum á heyjum, gripum og húsum o. fl. Tveir íslenzkir bændur misstu alla sína uppskeru, þeir Baldvin Benediktsson og Jóhann Strang. En stórkostlegast er tap Skapta Arasonar, sem missti flesta nautgripl > sína (þeir fáu, sem eptir eru, eru stórskemmdlr, og óvíst að þeir lifi), 13 sailðkindur, nýlegan vagn, nýtt fjós, um 35 ton af lieyi o. s. fl. Skaði lians 'er metinn á $850. þetta er því tilfinnanlegra, af því samí maður hefur misst 3 hesta á pessu ári, sem kostuðu hann um $600.- þrátt fyrir þetta stórtjón er Skapti sjálf- stæður enn, og engin neyð fyrir hendi, ef ný óhöpp koma ekki fyrir. Guðný Aradóttir missti 4 nautgripi og 5 sauðkindur, Olgeír Friðriksson 4 kindur, fjós, mikið af heyi og fl., Jón Ólafsson uxapar. Fleiri íslendingar misstu ekki kvikfjenað. Allur sá kvik- fjenaður, sem lijer er talin upp, var í ein- um lióp og hraktist undan eldinum að læk, en komst ekki yfir, og brann þar til ólitis. TuttugU íslenzkir bændur í þessari byggð urðu fyrir meiri og minni skaða af völd- um eldsins: nákvæm skýrsla um þetta verður bráðum send blaðinu. það mun óhætt mega fullyrða, að yflr 300 ton af heyi hafi brunnið hjá þeim, auk annars, og að allur skaði þeirra sje $3000—4000. Ekki er skaðinn minni hjá innlend- um bændum, sem búa hjer umhverfis ; er sagt að sumir þeirra hafl misst aleigu sína og að eitthvað af fólki sje liúsnæðislaus. B. Jónsson. Minneota, 18. október 1886. “ Loksins eptir langa tíð hofur Cleveland forseti litið i náð sinni til flokksmanna sinna hjer í Lyon Co. 12. þ. m. var Michael Sullivan timbursöiu- manni í Marsliall, veitt þar )>óstaf- greiðslustörfin. Menn búast við, að einnig hjer í Minneota muni breytingar verða í sömu átt, áður langt um líður. ICaupmaður T Hanson hefur verið einn af vonbiðlum póstembættis hjer í M. en almenningur óskar og vonar að það verði eigi hann, sem þann starfa hreppir. Herra N. W. L. Jeger, er um undan- farin ár hefur verið hjer póstafgreiðzlu- maður, hefur áunnið sjer almennings hylli, og munu því fleztir kjósa að hann hjeldi áfram.—Allir kjósa hvítt, en ekki svart. Hveitipris í dag er lijer j_55 'cents. Yeðurátta er fremur að snúast til kulda, frost á hverri nóttu, en þó stillt staðveður. Lottka. (Nóvella eptir Pavl Heyse.) (Framliald). Sebastian hafði kastað sjer í annað hornið á sofanum, eins og honum lægi lífið á, og jeg i hitt hornið, þegar unga stúlkan, sem við höfðum sjeð, kom inn með litla diska og terturnar á þeim. Jeg gat nú virt hana fyrirmjer í makindum, því hún beið við, til þess að kveykja á gasljósi, af því að það var orðið of dimmt til "að lésa.^Hún^var lieldur lág en hitt, en hún var svo vel við sig, [svo þrífleg og þó 'svo beinvaxin, _ að augað fylgdi henni, hvert augnablik, eins og í leiðslu, þrátt .fyrir það, hvað kjóllinn hennar fór lienni illa, og var allt að þvi viðbjóðslegur. Við sáum á henni fæturua, þegar hún tyllti sjer á tá, til þess »ð ná upp i gaslampann, og þeir voru ljóur- andi faliegir og litlir, "eins og á tíu ára gömlu barni, og litlu laglagu, snjóhvítu fingurnir á henni^líktust því, sem fþeir hefðu alla æfi hvllt á silki. Allt það, sem var hvítt af fötum hennar, lítill uppstandandi kragi, úlfliðalín, og svunta, var svo tárhreint, að það var eins og það væri haft svona, til þess að láta sem mest bera á, livað gólftjuldið var óhreint, liiis- búnaðurinn rykugur, og hvað mikið sást allt í kring um mann af því, sem flug- urnar hfifðii eptir sig látið í liundruð sumra. '> Jeg veit jeg ætti að reyna að lýsa eitthvað andlitinu á henui, en jeg treysti mjer ekki tíl þess. Ekki svo að skilja, sem andlitsdrættirnir væru svo óviðjafn- anlega fagrir, að enginn listamaður hefði getað ráðið við )>á með íþrótt sinni. En það sem gerði petta andlit svo einkenni- lega yndislegt, var visst ’andlegt yfir- bragð, sem mjer fannst örðugt að gera mjer sjálfum grein fyrir, blítt þunglyndi, hálf-hræddur, hálf-hótandi svipur, vor- blóm, sem frostið hafði snögglega snert, og sem því ekki iofaði neinu gleðiríku, ávaxtasælu sumri; I stuttu máli, það var andlit, sem hefði truflað og ruglað þrosk- aðri mannþekkjara en jeg var, og )>að gat ekki lijá því farið, að það hefði óvið- ráðanleg áhrif á draumskáld á sextáij ára aldrinum. „llvað lieitið þjer, jómfrú, ef jeg má vera svo djarfur”, sagði jeg, til þess að komast í samræðu við hana ; það leit svo út, sem vinur minn pekkti ekkert I veröldinni, sem væri meir áríðandi, en að koma tertunni ofan í sig. „Lottka”, svaraði stúlkan, án |>ess að lítaá mig, og bjóst til að fara út úr her- berginu. „Lottka! ” kallaði jeg upp. „Ilvern- ig hafið þjer fengið þetta pólska nafn?” „Faðir minn var Póllendingur”. pá livarf hún aptur út í búðina. „Yilduð þjer gera svo vel, jómfrú Lottka, og færa mjer eitt glas af biskupi”, kallaði jeg á eptir henni. „8trax”, svaraði hún. Sebastian sökkti sjer niður í aug- lýsingarnar í „Vossisclie Journal”, eins og hann vonaðist eptir að hitta þar ein- hvern, sem fundið hefði hjartað, sem hann sjálfur hsrfðl misst! Jeg fór að blaða í „Áhorfandanum”. Hvorugur okkar sagði eitt einasta orð. Eptir þrjár mínútur kom liún inn aptur með staup af dimmrauðu víni á fati. Jeg gat ekki iitið af hvítu hönd- unum hennar, og hjartað lamdist um í mjer, meðan jeg var að herða mig upp, til þess að ávarpa hana aptur. „Viljið þjer ekki sitja ofurlitið lijá okkur, jómfrú”, sagði jeg. „Gerið )>jer svo vel, að setjastí sætið mitt í sofanum, og jeg ætla að ná í stól”. \pakk’ yður fyrir, herra”, svaraði hún alveg óreigingslega, en jafnframteins og henni stæði svo algerlega á sama, að það var næstum því ástæða til að reið- ast af því, ,(mitt sæti er í búðinni. Ef pað er nokkuð, sem jeg get gert fyrir j-ður- -”. » „Gerið þjer svo vel að bíða lijerna”, hjelt jeg áfram, og dirfðist að taka utan um aðra höndina á lienni; hún var köld og mjúk, og jeg missti á augabragði tak- ið á henni. „þessi blöð eru svo hræðilega leiðinleg. Lofið þjer okkur að segja j'ð- ur, hvað við heitum. Vinur minn hjer, herra—” í þessu augnabliki var lokið upp búðardyrunum; dálítil stúlka skauzt inn feiinnislega, með tvo kopar-skildinga í litla hnefanum, og vildi fá eitthvað af sætindum fyrir þá. Stúlkan okkar notaði sjer þetta tækifæri til þess að slejipa við okkur, og eptir að hún hafði afgreitt barnið, settist hún aptur niður í glugga- kistu-horninu sínu og tók prjónana sína. þetta fór að verða meir og meir óþolandi fyrir okkur. Tertunum liöfðum við lokið fyrir löngu Mðan, og jeg hafði, sumpart af gremju, sumpart til þess að sýna, að það væri síður en ekki I fyrsta sinni að jeg drykki vín, solgið úr biskups- glasinu í einum teyg, og sat nú brennandi í framan og eins og í leiðslu, og horfði á flugurnar skríða um glasbarminn og drekka sig drukknar í hinum lifrauðu dropum. Sebastian þagði, eins og indverskur munkur, og og það leit svo út sem hann hlustaði með atliygli eptir því, sem gerðist í búðinni, og )>aðan heyrSist rej'ndar alls ekki grand, nema þegar prjónarnir við og við slógust við búðarborðið- „ Kondu, munkurinn þinn ”, sagði jeg loksins, „við skulum borga fyrir okkur, og ná í hreint lopt. það er eins og lungin í mjer hafi verið lögð í sj'kurlög. þetta lopt þola engar skepnur nema flugur ”, „Verið þjer sælar, fagra barn”, sagði jeg við búðarborðið með öllum þeim spekingssvip, sem getur verið á jpi,dlitinu á 16 ára gömlum flagara, sem hefur heima hjá sjer heilt bindi af lyriskum smákvæðum, ortum í Heines stíl, og albúnum undir prentun. „Jeg vona, að við getum kj’nnzt betur ein- livern tíma seinna, þegar þjer eruð betur fyrir kölluð. Au revoir! • Jeg mundi vafaiaust hafa hleypt mjer út í meiri heimsku-pör, hefði hún ekki litið upp á mig svo undar- lega, eins og hún tæki ekkert eptir því, sem jeg sagði, að jeg skammaðist mín allt í einu fyrir ósvífnina, hneigði mig djúpt fyrir lienni, og flýtti mjer út á strætið. Sebastian kom á auga- bragði á eptir mjer; liann hafði varla þorað að lita á hana. „Jæja” sagSi hann, þegar við þut- um áfram eptir liinu þegjandalega stræti, ti hvað segirðu þá?” (iAð biskupinn sje ágætur, en tertumar böifaðar. Jeg skil ekki hvernig þú fórst að því, að neyða ofan í þig þínum skammti og helmingnum af minum. Jeg hef grun um að þessi kryddsali selji ekki nema gamlar kökur, keyptar af öðrum”. (i Ilvað gerir það til! ” sagði iiánil nöldrandi. „Jeg var ekki að spj’rja um þess liáttar. Jeg vil fá að vita, hvernig þjer líst á hana”. (l Góði minn” svaraði jeg i spek- ingslegum og föðurlegum tón. ((Ilvað á maður að segja um stúlku, sem getur dregið andann í öðru eins lopti og því ama. Konan er ávallt gáta, eins og þú veizt sjálfur”. (Ilann beygði höfuðið til sam)>ykkis og andvarpaði. Jeg hafði komið þvi svo fyrir—guð veit hverninn—að hatm skoðaði nú eins og jeg þekkti kvenn- legar sálir út og inn, og mjer þótti gott að koma orðinu ((kona ” að; það hef- ur æfinlega einhvern lejTidardómsfullan yndisleik við sig fyrir æskulý'ðinn á okkar aldri.) ((þessi einsatkvæðis-vera—það er ómögulagt að neita þvi, að hún sje töfrandi, en jeg skal vara þig við henni, Bastel. Trúðu mjer, liún heftir ekkert hjarta.” ((8vo þú heldur það?” tók hann fram í, eins og hann væri óttasleginn, og hann leit ekki á mig. ((það er að segja, annað hvort hefur hún aldrei neitt haft, eða forlögin hafa brej-tt því í stein í brjóstinu á henni. Annars hefði hún ekki snúið sjer við eins kuldalega, þegar jeg yrti á hana. Hún á einhverja fprtíð, kannske ein- hverja nútíð, en enga framtíð." þessi ógurlega setning, sem jeg slengdi út úr mjer i eintómu hugsun- arleysi, liafði óvænt áhrif á fjelaga minn. Hann lirökk við, eins og snákur hefði bitið hann, sleit sig af mjer og sagði : ((þú heldur þá að hún—að hún sje ekki lengur—i eiuu orði, þú efast um skirlifi hennar?” Jeg sá nú hvað mjer hafði orðið á. ((Vertu rólegur, barn”, sagði jeg, og lagði liandlegginn ofan á herðarnar á honum. (l Kondu, við megum ekki gera neitt hnej’ksli á götunni. Okkur hefur komið saman um, að konan sje gáta: En jeg lief en'ga ástæðu til að lialda ekki, að hún sje heiðarleg stúlka. Jeg ætlaði að eins að segja, að þúv skyldir vara þig á að flækjast inn i nokkur vandræði, þvi hún lítur svo út, sem það sje enginn hægðarleikur að sleppa frá henni fyrir þá, sem hún hefur einu sinni klófest! Ef þú vilt, þá skal jeg líta eptir henni, og jeg lofa þjer því,. að jeg skal veita þjer alla þá hjálp, sem vinur getur veitt vini sinum”. Við vorum nú komnir að dimmu og eyðilegu strætis horni. Allt í einu faðmaði hann mig að sjer, kreisti á mjer höndina, eins og hann ætlaði að bræða hana saman við sína, og hvarf á sama augnabliki upp i næstu hliðargötu. (Framhald siðar). FRJETTIR FRÁ ÍSLANDI. Framhald frá fyrstu sí®u. B r a u ð v e i 11 31, f. m.: Bergstaðir cand. theol. Birni Jónssyni, Goðdalir cand. theol. Hálfdáni Guðjónssyni; Híp cand. theol. Bjarna Pálssyni, sem tekur við brauðinu i næstu fardögum; Tröllatunga cand. theol. Arnóri Árnasyni; Miklaholt cand. theol. Árna þórarinssyni; Fjallaþing cand. tlieol. Hannesi L. þorsteinssjmi; Kirkjubólsþing cand. theol. Páli Stepliensen; 1. þ. m: Mýrdalsþing cand, theol. Ólafi Stephensen. Mannalát. 17. f. m. dó að Hofi í Vatnsdal merkiskonan Sigurbjörg Jónsdóttir, ekkja sjera þorláks Stefánssonar á Undirfelli (dáins 1872). 38. f. m. dó hjpr í bænum alþingis- maður Vestmanneyinga þorsteinn Jónsson. Hanu var fæddur 11. maí 1840 í Splheim- um í Mýrdal; fluttist til Vestmanna- eyja vorið 1861 og giptist um haustið Kristínu Eiuarsdóttur, ekkju eptir cand, theol. Magnús Jónsson Austmann ; þeim varð eigi barna auðið, þorst. sál. var nreppstj. Vestmanneyinga frá )>vi 1865 og fórst honum sá starfi vel úr hendi. Hann hefur setið á þingi frá því árið 1875, sem þingm. Vestmannej’lnga. 29. f. m. dó uppgjafaprestur Geir Jónsson Bacliman á Akranesi. Ilann var fæddur 1804, vígður 1835 að Stað í Grindavík; var þar til 1850, er hann fjekk Iljarðarholt í Dölura; var þar 4 ár ng fjekk 1854 Miklaholt í Snæfells- nesþtófastsdæmi.' Var hann þar )>restur síðan tíi þess, er hann fjekk lausn frá prestskap 22. nóv. 1881 frá fardögum 1882. Veðrátta hefur nú um hálfan mánuð verið úrkomusöm ejer á Suður- landi. í fjTradag var þó góður þurkur, en í gær var aptur óhemjuriguing, einhver sú mesta, sem komið hefur á þessu sumri. 10. sept. 1886. Skriður og heyskaðar. í af- takarigningunni 2. þ. m., sem getið var í síðasta bla'ðí, urðu skaðar miklir af skrið- um og vatnaviixtum einkum á Kjalarnesi og i Kjós. Á Kjidarnesi skemmdu skriður meir og minna bæði tún og engjar á níu jörðum; jarðir þessar eru : Vellir (miklar skemmdir á túni), Kollafjörður (nokkuð af túni og eingjum undir skriðu), Mó-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.