Heimskringla - 16.06.1887, Qupperneq 1
ALMfflAR FRJETTIR,
Frá I tlonduiu.
ENGLAND. Á stjórnarráðsfundi
Breta í fyrri viku var rætt lengi
bæði um Egyptamálið og Afghana-
málið. í tilliti til egypska málsins
virðist stjórnin óráðin í hvað á að
gera. Hún vill ekki hætta við
samninginn við Tyrki, en sjer að
hím fær ákafa mótspyrnu að minnsta-
kosti frá bæði Frókkum og Rússum.
Hún á víst fylgi ítala og hún treystir
á fylgi Þjóðverja og Austurríkis-
manna svoua óbeinlínis, að minnsta-
kossi telur hún pá ekki beina and-
stæðinga. Salisburry sjálfur kvað
mæla með því, að stjórnin haldi
sinni stefnu hvað svo sem Rússar og
Frakkar segja. En hvert pa* er
svo, eða hvert hann fær ráðið J>ví
einn eróvíst. t>að pykir að minnsta-
kosti benda á reikult ráð, að Sir
Drummond WolfF hefur verið kall-
aður til London frá Constantinopel
til að skýra greinilegar frá málinu.—
Hvað helzt stjórnin hefur afráðið
Afghanamálið áhrærandi veit engin.
En eitthvað þarf hún að gera í J>ví
endilegt bráðlega. Það herðir ein-
lægt að Emír Afghana. Allur hans
liðsafli hrekkur naumast á móti upp-
reistarmönnum. Herat er orðinn svo
^gja vanarlaus og pví auðvelt
fyrir Rússa að taka í kyrpey sprett
og taka borgina, eins og peir hafa
lengi hugsaðsjer.—Persar eru orðnir
lafhræddir við Rússa, tala um J>að
opinberlega, að petta afskiptaleysi
Englendinga sje óskiljanlegt. Þeirra
land er rjett í braut Rússa suður
að hafinu, en J>eir varnarlitlir og
verða að treysta á verndun Breta að
meiru og minnu leyti. Ef Bretar
gera ekki rögg á sig J>ví fyrri, er
búizt við að Persa-keisari leiti á
náðir einhvers annars stórveldisins í
Norðurálfu.
Um siðastl. hálfan mánuð hef-
ur verið unnið kappsamlega að burt-
rekstri leiguliða á írlandi, í hjeraði
er Bodyke heitir. Yfir 600 lögreglu-
þjónar og meðhjálparar hafa verið
að pví verki, og má bezt geta á
mótstöðu Ira þegar J>ess er getið,
að allur þessi lögregluskari gat að
eins lagt 8 hús í eyði á 10 dögum.
Hinn 10. {>. m. átti að setja
nefnd manna til að yfirfara frum-
varpið til hegningarlaga á Irlandi,
sem mest hefur staðið fyrir ping-
mönnum Breta. Nefndin á að vera
búin að verkinu hinn 17. p. m. og
J>á á að sampykkja frumv. 1 peim
búningi sem J>að kemur í frá
nefndinni.
PÝZKALAND. Þjóðverjar eru
ca-ðnir hræddir um Vilhjálm gamla,
eins og J>eir hafa opt orðið áður, og
að ásæðulausu. Karl hafði farið
norður til þorpsins Kiel (við Eystra-
salt) núna fyrir fáum dögum, til
pess að velta hinni fyrstu torfu úr
flagi við byrjun vinnunnar viðskurð-
gröptinn vestur gegn um skagann.
Þetta ferðalag hafði reynzt meira
en karl poldi. Hann fjekk grófasta
kvef og hæsi svo hann hefur legið
rúmfastur siðan hann kom heim
aptur. Auk pessa hefur heilsuleysi
sonar hans hrellt hann svo, að hann
um nokkurn tima hefur veeið ófær
til að gegna nokkrum störfum.
Þetta hvortveggja hefur valdið
svefnleysi, svo upp á síðkastið hafa
húslæknar hans neyðst til að gefa
honum Morphia til þess hann gæti
sofið. En peir óttast afleiðingarnar,
þar sem maðurinn er svo gamall og
líkaminn svo veill.
Krónprinzinn kvað vera oríinn
nokkuð frlskur aptur, en sjúkdóm-
ur hans sagður ólœknandi til hlýtar.
Að hann er kominn á flakk aptur
kvað vera hinum enska læknir
Mackenzie að pakka, enda þykir
Vilhjálmi gamla svo mikið 1 hann
varið, að í síðastl. viku ljet hann
kalla hann inn að sæng sinni og
þakkaði honum fyrir lækninguna og
ljet hann jafnframt ráðleggja sjer
sjálfum meðöl.
Eitt kolanámaslysið vildi til í
Vestfalíu á Þýzkalandi hjerna um
daginn ; biðu þar bana nær 60
manns.
FRAKKLAND. Saussier hers-
höfðingi sat ekki lengi í stjórnar-
ráði Frakka. Eptir einn eða tvo
daga mátti hann segja af sjer fyrir
andstæðar skoðanir, er hann hafði á
hermálinu. Hermálastjóri nú sem
stendur er Ferron hershöfðingi. Er
mælt að Grevy forseti muni slíta
fulltrúaþinginu þessa dagana, til
þess að koma í veg fyrir aðra
stjórnarbyltingu undireins um hæl,
en sem annars ertalin sjálfsögð fyrir
lok mánaðarins.
Það er talað að stjórn Frakka
hafi ákveðið að fresta sýningunni,
er ráðgerð var í París 1889, til þess
1890. Ekkert stórveldanna á megin-
landinu vill taka þátt í sýningunni,
ef hún verður haldin það árið, sem
fyrst var ákveðið. Þeim er illa við
töluna 89.
RÚSSLAND. Keisarinn hefur
nýlega látið það boð út ganga, að
framvegis skuli engum erlendum
manni leyft að kaupa land eða koma
upp verkstæðum og verzlunum í
suður og v^stur hluta Rússlands.
Þetta boð er afleiðing þess, að
þýzkir auðmenn fóru að búa sig
undir að koma upp verkstæðum í
Rússlandi undireins og tollurinn á
járni var hækkaður. En Rússar
þykjast sjálfir hafa bæði peninga og
vinnukrapt til að koma upp öllum
þeim verkstæðum er þeir þurfa.
AUSTURRÍKI. Þar ganga stór
flóð ; heilar bygðir eyðilagðar með-
fram Theiss-fljótinu.
INDLAND. Það er sann-frjett
að skemmtiskipið, sem um var getið
um daginn, fórst í fellibylnum með
750 farþegjum, flest kvennfólk, er
var á leið til að taka þátt í Juger-
nawí-hátíðahaldi Hindúa.
Frá Burmah koma fregnir um
hungursneyð um gjörvallt landið;
fólkið lifir einungis á gjafafje frá
Indlandi. Alger uppskerubrestur
er orsökin.
AFRÍKA. Brjef frá Stanley eru
alveg nýkomin dags. um miðjan
maí. Var hann þá nær hálfnaður
upp til Stanley Falls, efst í Congo-
rikinu, og gekk vel ferðin að öllu
leyti*
t t
Fra Ameriku.
Bamlaríkiu.
Hinnl. þ. m. auglýsti sjóflota-
stjóri Bandaríkja að hann tæki á
móti boðum um að smíða 5 herskip
fyrir Bandarikjastjórn til 1. ágúst í
sumar. Þrjú þessi skip eiga að vera
310 feta löng og 49 fet 1| þuml. á
breidd, hvert um sig, rista 18 fet og
9 þuml., og bera 4,083 tons, vjel-
arnar að hafa 10,500 hestaafl, og 5,400
ferhyrningsfet af seglum eiga þau
að þola. öll eiga þau að verastál-
klædd og þriðjungur botnlengdar-
innar tvöfaldur. Hvert þeirra á að
bera 12 fallbyssur ogmargar minni;
eru þær svo gerðar, að má snúa
þeim í hring og senda skot úr öll-
um í senn í sömu áttina. A hverju
þessu skipi verða 300 menn. Hin
2 skipin, eru minni, en byggingar-
lag hið sama og útbúningur. Lengd
hvers þeirra er 230 fet, breidd 36
fet, eiga að rista 14 fet, bera 1700
tons, vjelarnar að hafa 3,300 hesta-
afl, og þau eiga að þola 4,409 fer-
hyrningsfet af seglum. A hvoru
þessu skipi verða 150 menn. Hrað-
skreið eiga þau að vera; er tiltekið
í boðinu, að þau eigi að geta farið
18—20 mílur á kl.stundu. öll verða
skipin lýst með rafurmagnsljósum;
verða alls um 400 lampar á hverju
hinna stærri skipa, enda ekki önnur
Ijós brúkuð.
Allt bendir til þess að Cleve-
land forseti verði endurkosinn for-
seti við næstu forsetakosningar. Það
eru ekki svo fáir af repúblikum, er
farnir eru að mæla með honum, þó
fleirihlutinn sje auðvitað grimmir
fjendur hans. Það hafa jafnvel kom-
ið meðmælisraddir með honum frá
Dakota, þar sem repúblikar eru þó
fleiri en demókratar, og þar sem þó
þorri manna er eðlilega reiður
stjórninni fyrir þráa hennar með að
gefa Dakotamönnum sjálfsforræði.
Það er talið efalltið að vesturhluti
landsins svona yfir höfuð fylgji lion
um að vígum fyrir aðgerðir hans í
landmálinu, sem er óefað hið lang-
mest áríðandi mál fyrir menn í vest-
urríkjunum.
Cleveland forseti kom heim apt-
ur frá Adirondack-fjöllunum um
helgina var; var burtu 2 vikur í
staðin fyrir 2 mánuði eins og ráð-
gert var í fyrstu.
Gibbons kardínáli kom heim úr
Rómaborgarferðinni í vikunni sem
leið. Sendimenn frá Yinnuriddara-
fjelaginu fóru þegar á fund hans til
að fregna hvernig mál kaþólskra
meglima þess mundi lykta. En hann
neitaði að skýra þeim frá því, því
hann kvaðst kalla saman biskupa-
stefnu snemma f sumar; á þeim fundi
yrði það málútkljáð og málslok op-
inberuð. En frá samferðamanni
kardínálans fjekzt sú upplýsing, að
kaþólskum mönnum mundi ekki
bannað að standa I Vinnuriddarafje-
laginu, svo framarlega sem þeir eru
ekki knúðir til að hjálpa til að rýra
borgaralegan rjett nokkurs manns,
eða til að koma slnu málefni fram
með hótunum o. s. frv. En ekki
mega gerðir fjelagsins vera svo
leynilegar, að kaþólskir meðlimir
þess ekki megi skýra frá þeim við
skriptastólinn, ef krafist verður.
Gulusóttin kvað vera farin að
gera vart við sig I Florida; hafði
komið upp I bænum Key West.
Vörður hefur verið skipaður bæði á
sjó og landi umhverfis bæinn.
Fregnir frá Arizona segja Indí-
ána þar byrjaða á einni uppreistinni
enn. Miles herstjóri segir þessa
slðustu uppreist hafa orsakast af þvl
2 fjandmannaflokkar hittust, og sátu
saman að drykkjuveizlu, er að síð-
ustu enti með þráttan og algerðri
uppreist. Við þessu segir hann að
megi einlagt búast, meðan stjórnin
ekki fyrirbýður vínflutning þangað.
O’Donovan Rossa, (ldynamite”-
sprengipúkinn I New York, sem
svo lengi hefur ekki verið minnst
neitt á, fjekk nafnlaust brjef síð-
astl. viku með mannstönn innan I,
og innihald brjefsins var þetta:
Rossa! Tólf menn hafa svarið hinn
dýrasta eið við þessa helgu tönn,
sem hjer er lögð innan I, að þú
skulir deyja fyrir lok yfirstandandi
júnlmánaðar. Neðan við brjefið var
dregin mynd af óvandaðri líkkistu
með höfuðkúpu og krosslögðum
handleggjum, ogstóð á nafnið Rossa.
O’Brien fór af stað til Eng-
lands frá New York fyrra þriðjudag.
Sama dag lagði J. G. Blaine á stað
til Norðurálfu og verður þar fram
undir haust.
Cunardlínu-fjelagið varð fyrir
$1,000 útlátum I New York um dag-
inn fyrir aö hafa flutt til Ameríku
brjálaða konu, og hleypt henni á
land meðal annara innflytjanda.
Eitt hið nýja skip þessarar línu
(Umbria) fór frá Liverpool til New
York rjett nýlega á 6 sólarhringum
og rúmum 3 kl.stundum, er það hin
hraðasta ferð yfir hafið. Etruria
(eign sömu línu) hefur áður verið
hraðskreiðasta skip I förum; fór
þessa sömu leið einusinni á 6 sólar-
hringum, 5 kl.stundum og 44 min-
útum.
Eigendur blaðsins New York Sun
hafa tekist á hendur að safna $125
þús. til minnisvarða yfir Grant hers-
höfðingja. Gera þeir ráð fyrir að
12,500 menn og konur sjeu I New
York, sem bæði vilii oe eeti gefið
10 doll. hvert.
Eitt hið stæsta verzlunareinveldi
hjer í landi myndaðist I New York
um daginn. Fjelagið samanstendur
af öllum teigleðurs (Rubber) verzl-
urum og verkstæðaeigöndum, og er
tilgangur þess að halda þess konar
varningi I þvi verði, er því Ilzt, og
koma í veg fyrir of mikinn innflutn-
ing af teigleðri frá öðrum ríkjum.
Höfuðstóll fjelagsins er 35 milj.
dollars.
Það þykir líklegt að Cleveland
forseti ferðist um öll norövesturrfkin
I sumar og allt til Kyrrahafs. Hann
hefur lofað að koma til St. Louis í
Missouri á tilteknum degi I septem-
ber, og hafa demókratar ráðið hon-
um til að halda þá ferðinni áfram
vestur úr; segja hann geri flokkn-
um mikið gagn með því.
Jarðskjálfta varð vart við I Ne-
vada og norðan til I California I
vikunni sem leið.
Þýzkur prófessor og kona , hans
rjeðu sjer bana I Jersy City I fyrri
viku, þar þau höfðu ekkert til að lifa
af, og áttu því að setjast á fátækra-
hús. Hann var 91 [árs gamall, en
hún 92 ára gömul.
Yfir 100 mllur af St. P. M. &
M.-brautinni eru nú fullgerðar vest-
ur frá Minot, Dak.—Það er fullyrt
að fjel. sje um það að byrja á bygg-
ing brautargreinarinnar norður um
íslenzku nýlenduna frá Park River.
Canada.
Þingmenn á sambandsþingi eru
margir búnir að stinga upp á, að
þar sem I sumar sje haldin 50 ára
júbilhátlð Victoriu drottningar, þá
ætti sambandsþingið að gefa hverjum
þingmanni 500 dollars auk venju-
legra launa!! Frumkvöðlar þessa
betlirlis eru þeir, sem mest klaga
yfir fjáreyðslu stjórnarinnar, en
þarna stinga þeir sjálfir upp á að
yfir 100,000 doll. sje fleygt svo
gott sem I sjóinn. Það væri Victo-
riu gömlu ekki til lítillar dýrðar ef
þessir 215 þingmenn fengju gefins
$500 hver, til þess að vera á fylli-
ríistúr svo sem viku lengur en
annars!!
Stjórninni hefur að sögn boð-
ist kaupendur að Inter Colonial
jámbrautinni, með greinum og öllu
tilheyrandi. Bjóðandinn er þýzkur
maður að nafni Kamper, er býður
þetta fyrir hönd auðugs járnnáina-
fjelags á Þýzkalandi. Hugmynd
þess er að kaupa jafnframt bæði
kola og járnnámur I nýja Skotlandi
og setja þar upp jámhreinsunarhús
með sama fyrirkomulagi og þau eru
á Þýzkalandi. HöfuðatSsetustaður
fjelagsins verður 1 Montreal; ætlar
annaStveggja að byggja nýja járn-
braut milli Montreal og Quebec eða
kaupa Norðurstrandarbrautina að
Kyrrahafsfjelaginu, og brúa Lawr-
encefljótið hjá Quebec. En svo
framarlega sem fjelagið ekki fær
vissu fyrir að hinn nýmyndaði inn-
flutningstollur á járnvarningi verði
framhaldandi, verður ekkert af kaup-
unum.—Bygging Inter Colonial-br.
kostaði um 40 milj. doll.—Margir
halda að þetta boð geti ekki átt sjer
stað vegna þess, að stjómin hefur
skaðast á flutningum eptir brautinni
á hverju ári síðan hún var fullgerð.
En það er Ijeleg sönnun fyrir að
/>rluaí-fjelag geti ekki látið br. borga
sig. Bæði fólks og vöruflutnings-
gjald eptir brautinni hefur einlægt
verið sniðiðsvo, aðstjórnin skaðaðist
fremur en græddi, og þessvegna
ekkert að marka þá ráðsmennsku.
Það er og því til sönnunar að boðið
hafi verið gert, að hra. Kamper er í
Ottawa ; kom þangað beinlínis í
þessum erindagerðum.
Síðastl. nokkra daga hefur ver-
ið rifrildi mikið á þingi út af bind-
indismálum. Stjómin hefur sem sje
fengið áskoranir úr ýmsum áttum
um að ónýta Scott-vínsölulögin,
sem eru I gildi í ýmsum Counties
og þorpum I Ontario og víðar eystra.
Lögin þykja ekki einungis ónýt, held-
urverri enónýt, þar þau bersýnilega
margfalda drykkjuskap. Og það
er þrætuefnið á þinginu, hvort eigi
að ónýta þau eða ekki.
Fyrir rúmum hálfum mánuði
mánuði síðan var sett nefnd til að
rannsaka hvað margar fæðistegund-
ir geti þrifist I Manitoba og Norð-
vesturlandinu, hvað margar trjáteg-
undir getivaxið þar o. s. frv. Nefnd
þessi hefur kallað fjölda manna, er
verið hefur hjer vestra til að bera
vitni. í slðastl. viku bar Bedson,
fangavörður að Stony Mountain, það
fram, að væru ekki strangar skorð-
ur reistar bráðlega, yrði hvltfiskur I
Winnipegvatni alveg gjöreyddur á
fáum árum. Prófessor Bell, jarð-
fræðingur, sem verið hefur hjer
vestra tlmum saman, segir nauðsyn-
legt að koma upp fiskiklakstöðvum
fyrir hvltfisk og styrju, annaðhvort
við Manitoba- eða Winnipegvatn,
helzt við þau bæði.
Stjórnin lýkur bráðum nýjum
verzlunarsamningum við Spán, ef
ekkert óvænt kemur I veginn. Und.
ir eins og þeim samningum er lokið
byrjar hún á sams konar samningum
við Frakkland.—Rjett nýlega hefur
hún lokið samningum við franskt
gufuskipafjelag um stofnun nýrrar
línu milli Havre, Montreal og Hali-
fax. Hið fyrsta skip þessarar línu
er ráðgert að komi til Montreal
þessa dagana frá 15.-20. þ. m.
Jilake óvlgur. Heilsuleysi Blakes
er svo mikið, að fylgjendur hans
hafa enga von umað hann nokkum
tlma framar muni geta tekist for-
ustu flokksins á hendur. Læknar
hans að minnsta kosti fyrirbjóða
honum alveg að eiga nokkuð við
þingmál framvegis. Bæði Sir R.
Cartwright og W. Laurier hefur ver-
ið boðin formennska flokksins, en
báðir hafa neitað. Margir vilja held-
ur Laurier, en aptur hafa margir frá
Ontario það á móti honum, að hann
er einn af eptirmælendum Riels.
(Framhald á fjórSu síðu).