Heimskringla - 07.07.1887, Blaðsíða 2
*
kemur <ít (að forfallalauau) á hverjum
Ummtudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja:
16 James 8t. W.........Winnipeg, Man.
Ötgefendur: I’rentfjelag Heimskringlu.
Blaði-S kostar: einn árgangur $2,00;
hálfur árgangur $1.25; og um 3 mánuSi
75 centa. Borgist fyrirfram.
Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 pl.
um 1 mánuð $2,00, um 8 mánuðl $5,00,
um 6 mánuði $9,00, um 12 mánuði
$15,00.
Þakkarávörp, grafminningar og eptir-
mæli kosta 10 cents sináleturslínan.
Augiýsingar, sem ' standa í blaðinu
skemmri tíma en mánuð, kosta: 10 cents
linan í fyrsta skipti, og 5 cents í annað
og priðja skipti,
Auglýsingar stamda í blaðinu, pang-
aS til skipað er að taka pœr burtu,
nema sainiS sje um visSan tíma fyrir
fram.
Allar auglýsingar, sem birtast eiga
í nœsta blaði, verða að vera komnar til
ritstjórnarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar-
dögum.
Skrifstofa blaðsins verður opin alla
virka daga frá kl. 11 tH kl. 12 f. h. og
frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku-
dögum.
Aðsendum, nafnlausum ritgerðum
verður enginn gaumur gefinn.
LAGAÁKVARÐANIR VIÐVÍKJANDI
FRJETTABLÖÐUM.
1. Ilver maður, sem tekur reglulega
móti blaði frá pósthúsinu, stendur i á-
byrgð fyrir borguninni. hvort sem hans
nafn eða annars er skrifað utan á blaðið,
«g hvort sem hann er áskrifandi eða
ekki.
2. Ef einhver segir blaðinu upp,
verður haun að borga allt, sem hann
skuldar fyrir það; ánnars getur útgef-
andinn haldið áfram að senda honum
blaðið, þangað til hann liefur borgað
gllt, og útgefandinn á heimting á borg-
un fyrir allt, sem hann hefur sent, hvort
sem hinn hefur tekið blöðin af pósthús-
inu eða ekki.
3. pegar mál koma upp út af blaða-
kaupum, má höfða málið á þeim stað,
sem blaðið er gefið út á, hvað langt
burtu sem heimili áskrifandans er.
4. Dómstólarnir hafa úrskurðað, að
hað að neita að taka móti frjettablöðum
eða tímaritum frá pósthúsinu, eða flytja
burt og spyrja ekki eptir þeim, meðan
þau eru óborguð, sje tilraun til svika
(primÆ facie of intentional fraud).
í.öðrum dálki blaðsins er grein
meS fyrirsögninni uVísbendinjr”,
sem rituð er gegn orein vorri um
Lánfektir og akurgrkju.
Það er dálítill misskilningur á
orein vorri, sem auðsjáanleoa hefur
verið orsökiri til f>ess, að vísiiend-
ingargreinin var rituð.
Fyrsta atriðiö áhrærandi, f>á var
f>að alls ekki meining vor, að menn
skyldu hætta við akuryrkju að öllu
leyti. t>að var meiningin, eins og
lika er skírt fram tekið í greininni,
að bændur hættu að treysta á akur-
yrkju eina.
Hinn heiðraði höfundur virðist
hafa f>á skoðun, að bóndinn geti
verið sjáifstæður, fx> hann sje I
skuldum. Dannig getum vjer ómögu
lega litið á |>að. Allt svo lengi að
bóndinn, eða hver annar sem er,
þarf að biðja þennan uin peninga til
að borga hinum, er hann ekki sjálf-
stæður. Hann er hjálparmanni sín-
um skuldbundinn og undirgefin sem
svarar upphæðinni, er liann skuldar.
í)g meðan svo er, er hann ekki
sjálfstæður, ekki frjáls.
Landveldinu viðvíkjandi skul-
um vjer taka eitt township (36 fer-
hyrningsmílur) tildæmis. Geri mað-
ur, að bújörð hvers bónda sje 160
ekrur, þá innibindur pað 144 bænd
ur. Setjum nú svo, að auðinaður
eða fjelag eigi J bújarðanna, sína
bújörð 4 hverri ferhyrningsmílu;
eða ef till, má gera eign fjelagsins
minni, segjum 32 jarðir 4 móti 112
(pað er rjett hlutfall við leiguliða-
tal gagnvart sjálfseignarbændum í
Bandaríkjum samkvæmt síðustu
fólkstöluskýrslum). Dað eru engar
skj'rslur til, er sýni, hvaS margir af
bændum hafa veðsett jarðir sínaj.
En pess er tilgetið, eptir öllum lík-
um að ráða, að þeir sjeu ekki fyr-
ir innan einn | sjálfseignarbænda.
Setji maður þá svo, að sama fjelag,
sem á 32 jarðirnar í townshipinu—■
eða eitthvert annað, allt kemur í
sama stað niður—haldi nú veðbrjef-
um 37 bænda af þeim 112, sem
sjálfstæðir eru taldir. Hverjir hafa
þá í raun og veru meiri völd, hin-
ir eiginlega sjálfstæðu bændúr 75
talsins eð einstaklingurinn, sem að
meira og minna leyti ræður yfir hin
um 69. Dað er auðskilið, að ein-
staklingurinn hefur meiri áhrif ein-
mitt vegna þess að afl hans er sam-
einað í einni heild, þar sem afl
hinna 75 er svo dreift, og í mörg-
um tilfellum alveg ómögulegt að
fá það sameinað. Og þó nú áhrif
einstaklingsins væru ekki út afeins
mikil og allra hinna, þá er vald
hans engu að siður ægilegt. En
hvað færir honuin þetta vald út
meðal bænda? Ekkert annað en
landeignin. Dess vegna er það
landveldi sein hann hefur, þó ekki
sje í þeim skilningi, að hann eigi
einhvern samanhangandi fláka, sem
hann getur gerzt konungur eða
keisari yfir. Fyr má nú gagn gera.
Dað er vitaskuld,að gjaldfrest-
urinn fæst venjulega endurnýjaður.
Dó er það einkum í hinum eldri
byggðum og þá ekki manngæzku
einni að þakka, heldur því, að
fjöldi peningalánsfjelaganna er þar
svo mikill að harðstjórn í því efni
verður ekki komið eins vel við.
Ef það er ekki í þeim tilgangi
að ná meir og minna af landinu
undir sig, í hvaða tilgangi er það
þá, að auðmenn, hvar sem er, eru
ekki einungis fúsir til að lána bænd-
um peninga, heldur einnig kosta
kapps um að innbyrla þeim, að þeir
sjeu heimskingjar, ef þeir ekki vilji
taka lán? Og eru nokkurdæini til,
að þessir menn hafi slegið hendinni
4 móti landinu, þegar peningar
fengust ekki? Mannkynið verður
að breytast töluvert til batnaðar
frá því sem nú er, áður en svo er
komið. Það hefur til þessa verið
mark og mið allra auðkýfinga að
auka afl sitt og vald með hvaða helzt
ráði sem býðzt, þó þeir um leið
—að minnsta kosti óbeinlínis—,
þrengi kjörum fátæklingsins. Og
það er með engu móti jafn-auðvelt
fyrir auðmennina að auka afl sitt og
vald eins og með því að svæla und-
ir sig landið, þar til meiri og minni
hluti fólks er ekki frjáls, jafnvel að
standa eða sitja á jörðunni, nema
á þjóðbrautunum.
Radflir almenainp.
[Ititsljómin át>yrgút ekki meiningar
pær, er fram koma i (lröddum almenn-
ings”.]
VÍSBENDING.
Með leyfi ritstjórans langar
mig til að gjöra nokkra athuga-
semd viðvíkjandi ritgjörðinni, sem
stendur í uHeimskringlu” nr. 23-24
með fyrirsögn: Lántektir og akur-
yrkja.
Mjer virðist það vera augna-
mið höfundarins, að leiða mönnum
fyrir sjónir, hvílíkt háskaspil það
sje, að taka peninga til láns gegn
veði í fasteignum, og að efnið til
úrræða sje kvikfjárrækt.
Jeg er höfundinum sammála,
að svo miklu leyti sem ritgjörðin
gengur út á það, að hvetja til sjálf-
stæðni og aptra skuldum. Eins gef
jeg það eptir, að kvikfjárræktin
kunni að vera affarasælli en akur-
yrkja, að minnsta kósti svo lengi
sem hún er ekki almennt tekin fyr-
ir, en akuryrkju alveg slept; en á-
liti okkar ber hreint ekki sainan um
afleiðing lántektanna, nje tilefni
landvelda.
Það er skoðun mín og sann-
færing, að hver sá bóndi sem einu-
sinni hefur tekið peningalán, gegn
veði í landi sínu, fái að hafa höfuð-
stólinn svo lengi sem hann vill og
borgar renturriar skilvísléga. Veð-
brjefið er að sönnu ekki stílað til
lengri tíma en fimm ára; en þar eð
það er aðal-atvinnuvegur vissra auð-
manna, að lána peninga gegn veði
í fasteignum, munu þeir eðlilega
kappkosta að hafa hvern dollar, sem
stöðugast á rentu, og vera þá uin
leið kærast að láta peningana standa
sem lengzt hjá hinum sömu lántak-
öndum, með því aðendurnýja hancl-
skriptirnar og veðbrjefin.—Dað frí-
ar þá við að sitja undir arðlausum pen
ingum eða leita upp nýja lántakend-
ur. Bóndanum er þvi engin hætta bú-
in, svo lengi sem hann stendur skil
af rentunum. Fari svo, að lánar-
drottinn kalli eptir höfuðstólnum á
gjalddegi, og að lántakandi hafi þá
ekki peninga við hendina. þá getur
hinn síðarnefndi tekið nýtt lán til
að borga það gamla! Sleppi hann
landinu við lánardrottinn siiin, í
stað þess að hagnýta sjer eitt af
hinum niörgu tækifærum, sem eru
því til varnar, og, standa honum til
boða, gjörir hann það ófyrirsinju.
Dað er ekki heldur tilgangur
lánardrottna þessara, að komast yfir
löndin eða mynda nokkurt uland-
veldi”, enda fengju þeir þvi ekki
viðkomið—það eru of miklir pen-
ingar 4 boðstólum i landinu til þess.
Dað gefur líka einnig að skilja, að
þau fáu lönd, sem eru yfirgefin af
lántakanda, ellegar fyrir vanskil á
rentum, falla í hendur lánardrottna,
hljóta eptir tilviljun—að liggja
strjált, of strjált til þess að myniia
veldi, Enginn einstaklingur, eða
fjelag, getur myndað veldi með því
að komast yfir 160 ekrur, hjer og
þar 4 stangli; strjálar eignir geta
ekki drottnað kjörum og prisúm.
Dað þarf heild og nægilega víðáttu
til að mynda veldi. Þess vegna
hefur aldrei nokkurt landveldi mynd-
ast í landitiu með þeim hætti sem
höfundurinn bendir til. Og lán-
tektir gegn veði í fasteignum geta
því ekki, af undanfarandi ástæðum,
haft þær afleiðingar, sem hann legg-
ur svo mikla áherzlu á.
F. R. Johneon.
Til Heru.
Ó, Hera ! pó pú fögur sjert að sjá,
Þá sýnist mjer pú vera veikur reir.
Þú býrð í Heimsku, 4Húmbúgs’-stræti á,
Þín höll er búin til af svörtum leir.
Jeg veit pú hefur söguríka sál,
Af suinuin ertu kölluð fljóða-val.
Ef pað er satt, pá hlusta mitt á mál,
Og my rkum komdu fram úr leynisal.
Þú hefur loksins raskað minni ró,
og reynt af mætti að fella mig um koll.
En til þess verður afl pitt aldrei nóg, .
Því aldrei varstu frændum pínum holi.
Þú hefur myndað lítið sögu-safn,
Er sýnir að pú elakar róg og níS.
En til pess berðu gamalt gjðju nafn,
Að glepja sjónir fyrir heimskum iýð.
Þú hefur sami* lítið ljóða-kver
Af leir og aur. Ó, pvílík skrípa-sjón !
Að liggja í skiimmum leiðist ekki pjer;
pú lætnr verr en ölvað C'ira/s-flón.
Þú flýrð mig nú, en fyrir hvafl er pað?
Því flýrSu pangað, sem atS myrkrið er?
Æ, áttu hvergi öruggari stnlS?
Ætlar pú að skugginn hlífi pjer?
Nei, í myrkri óhult ertu sízt,
pví auga er par, sem sjer pig, fríða mey.
Þú hatar mig, pat! veit jeg fyrir víst,
En vertu sæl, pú sjerð mig framar ei.
,[. Magnús Bjarnason.
DRAUMÓRAR.
Vjer fyrir guðs uáð, malari í
Meiravatni biðjum þá hiua mörgu
er vjer höfum á-hallað í orði og
verki, fyrirgefningar á vorum mörgu
og stóru afbrotum frá hinu rjetta,
þar er vjer erum nú að fram kom-
inn og^sjáum fyrirfótum vorum gýna
hina geigvænu gröf, gjörum vjer á
þessari stundu syndajátning vora,
ef ske mætti, að það kynni að
mýkja. vorn dóm. Dví vjer vituin:
að uEptir lifir mannorð mætt, þó
maður deyi”. Og þess vegna end-
urtökum vjer aptur fyrirgefningar-
bóii vora. Vjer vitum, að brot vor
eru mörg og stór, því þá vjer vor-
um heilir heilsu og ugðum eigi að
oss, vorum vjer í mannlegu fjelagi
sem Loki í fjelagi Ása. Vjer neytt-
um allra bragða til að hlynna að oss
sjálfum. Vjer slepptum engu tæki-
færi til að rægja og ófræg ja náung-
ann, en upphefja oss sjálfa, en sem
optast með svikum, með því spillt-
um vjer ró og friði inargra manna;
á vörum vorum var ætíð rógur,
lastmæli og lýgi, en með því gróf-
um vjer oss sjálfum þá gröf, er vjer
ætluðum öðrum. Dannisr hefur líf
vort verið frá fyrsta orði, er vjer
mæltuin, allt til þessa tíma. Jletra
er seint en aldrei’.
S.
u Brögð eru að þá barnið finnur”
í allstórum bæ ekki alls fyrir
löngu, 4 fögru sumarkvöldi, voru
tvö börn að leika sjer. Þá sagði
annað : uIlvernig stendur á því, að
hún B. systir þln er allt af pð ganga
skemmtigöngur úti á kvöldin í
kolsvörtu myrkri, með einhverjum
óþekktum manni, hvemig sem móðir
hennar biður hana að slá sjer ekki
út? ” u Dað er Ilklegast af því hann’
er i rauðri tréyju ” varsvarið, uhann
gengur líka við prik, ekki ósvipað
islenzkum kvarnarstaut, og með
skygnislausa húfu, og leiðir B. systir
svo undur vel, með smá fettum og
brettum, og kennir henni að ganga ;
hún hallar sjer líka ofur vel og nota-
lega upp að honum, svo þau eru eins
og einn maður á bak og fyrir, þá á
hlið!!” uHeldur þú ekki hún sje
æfinlega ineð þeiin sama; mig mimiir
jeg hafi sjeð hana með fleirum?”
u Jeg veit ekki, húu segir aldrei frá
J>VÍ|>ó mhmbhw K|mrji littitft hvftr
hún hafi verið, svarar hún ekki öðru
en, að hún hafi verið hjá stallsystr-
um SÍnuin. En bíðum við, hvað fer
þarna ! Líttu á! Sjerðu ekki! Ó!
það er B. systir og Rauðr með henni.
Sko! sjerðu prikið og hvernig hann
veifar því, nei systir er að detta ”.
u O nei hún er að hlægja. Sjerðu
ekki hvað henni þykir vænt um sig,
en bíddu við, hvað varð af þeim?
Þau liurfu þarnafyrir hornið í myrkr-
ið”. uNúskaljeg segja mömmu,
að maðurinn hafi farið með hana út
í myrkrið, og hún komi kann ske
aldrei aptur. u Þú þarft ekki að
óttast það, hann er að fylgja henni
til skemmtunar vertu yiss ”. u Dað
vildi jeg að litla húsið í garðinum
okkar, væri koinið í rauðan búning,
með skygnislausa húfu, og staut við
hlið, svo hún systir Bþyrfti ekki að
ganga svona langt, til að fá að horfa
á rauða litinn”. uHeldurþúað hún
færi þá að spekjast á kvöldin ? u Já,
vissulega, þar gæti hún Uka hallað
sjer upp að í kvöldkulinu, á þann
hátt, sem hennl þætti bezt, og
amlað að sjer hinu hreina kvöld lopti
án nokkurrar fyrirhafnar.
Hœglátur.
í S L AN DS-F R JE T T1R•
REYKJAVÍK, 13. maí 1887.
Aflabrögð. Á vetrarvertíðinni,
sem nú er á enda, liefur yfir liöfuð ver-
góður afli. í veiðistöðvunuin í Árnes-
sýslu 600-900 hlutir, og í syðri veiðistöð
unum við Faxaflóa er vertíðin með bezta
móti. Á Innnesjum aptur á móti tiltölu-
lega einna rýrastir hlutir.
10. júní 1887.
Póstskipið Laura, er kom 7.
p. m. fór aptur í gær austur fyrir laud
og norður. MeiS pví komu hingað kaup-
mennirnir W. Fischer me tí konu og syni
og H. Th. A. Thomsen, Tryggvi Gunn-
arsson kaupstj., 3 norskir vegagerða-
menn, Thorvald Jensen prentari sem
verkstjóri í prentsmiSju Sigfúsar Ey-
mundsíonar ljósmyndars og SigurSar
Jónssonar járnsmiðs, er keyptu prent-
smiðju Sigmundar Gu'Smundssonar i vor.
Enn freinur kom og, auk annara,
snöggva ferð ísl. maður, Jónas Jóelsson
írá Lundabrekku í Bárðardal, er verið
hefur' 15 ár í Brasilíu, þar af 12 ár við
ölgerð. Hann hefur komizt par allvel
af og sama segir hann um pá fslend
inga, er hann pekkir par til, Hann ætl
ar að flnna ættingja sína,—Þess skal og
getið hjer pessum manni til maklegs
heiðurs, aí iiann færíSi náttúrugripasafni
lærða skólans a'5 gjöf engisprettur og 8
smá-slöngur úr Brasiliu- geymdar í vín-
anda.
Páll Briem, sýslumaður i Dala-
sýsiu hefur slept Dalasýslu, en verifl 25.
f. m. skipatSur málaflutningsmaður við
yfirdóminn frá 1. júlí p. á.
Mannalát. 4. pessa mánaðar and
aSist lijer í bænum frú Elín Thorstein
sen (ekkja Jóns landlæknis Thorsten-
sens d. 1855) dóttir Stefáns amtmanns
Stephensens á JHvitárvöllum, fædd 29.
des. 1800. Börn peirra hjóna á lífi pær
frú Ragnheiðhr, ekkja Kr. amtmanns
Kristjánssonar og frú Guðrún Hjaltalín
á Möðruvöllum. 30. f. m. ljest hjer Sig-
ríður ekkja Markúsdóttir (prests Þórðar
sonar frá Álftamýri), fædd 7. júní 1820,
móðir Markúsar skipst. Bjarnasonar og
peirra systkina.
Þjóðólfur.
REYKJAVÍK, 8. maí 1887.
Embætti. Mýra og Borgarfjarðar
sýsla er veitt 15. p. m. kand. jur. Sigurði
Þórðarsyni, enn Jóhannesi Olafssyni
sýsium. erfengið hafði veiting fyrir peirri
sýslu, leyft að sitja kyrrum í Skaga-
fjarðarsýslu eptir ósk sýslubúa par.
Hannes Hafsteinn máiflutningsmaður
er settur til a‘8 gegna sýslumannsstörfum
í Kjósar og Gullbringu sýslu í stað Franz
sýslum. Siemsens, er fer utan metS póet-
skipinu til að leita sjer heilsubótar.
Hafís var5 landfastur við Ilorn í
sumarmálarokjnu, og rak pá inn á Húna-
flóa, en ekki hefur frjezt, hvort hann
hefur rekið lengra austur með landi.
Hákarlaskútur er komu inn á Eyjafjörð
rjett fyrir sumarinálin sögku ísinn pá vera
12 mílur undan yztu andnesjum.
Slysfarir. Fjórar hákarlaskútur
eyftrzkar strönduðu í nor8anrokinu eptir
sumarinálin, prjár við Þingeyrasand og
ein í Miðfirði. Me.nn koinust af, nema
formaður á einni.
Tíðarfar. >[eð sumarmálunum
gerði norSankast með ofsaroki og all
miklit frosti um alt land, að pví er til
hefur spurzt. Þetta áfelli hjelzt til 28.
apr.; lægði pá veðrið, ,og hefur tíð síð-
iui farið dag batnímdi.
F j enaðarhöld eru góð sunnnnlands;
í Dalasýslu er nú útiit hörmulegt og tals-
vert fari‘8 a8 falla af fje og hrossum,
enda ví8a lieylaust fyrir kýrnar, on
lítur út fyrir algerðan fjárfelli í sumum
sveitum. Litlu betra útlití Barðastranda-
sýalu, Strandasýslu og í suinum sveitum
í Húnavatnssýslu.
18. maí 1887.
T í ð a r f a r. Fyrstu vikuna af maí var
sunnan átt e8a landsnnnan með úrkomu
og optast hvast. síðan hel'ur heldur kóln-
að í veðri og hefur leikið á ýmsum átt-
um og opt verið talsverS úrkoma: nú
sí8ustu daga snjóaö til fjalJa, Tíðarfar
hefur veri8 enn kaldara nyr8ra og fjen-
aðarliöld eru mjögóvænlegí suinum sveit-
um í Húnavatnssýslu og enda víða 1 Skaga-
fjarSarsýslu.
Hafís. Fyrir rúmri viku e8a 9. p. m.
var haflshroðinn rekinn austur með landi,
og pví enginn ís á Húnaflóa ; enginn ís
heldur á Skagafirði, enn talsverður hroði
á SiglufirSi og áEyjafirði inn fyrir Hrísey.
Aflbrögð liafa veri8 allgóð pessa
vetrarvertí8 á suðurlandi. í Ilöfnum og
Grindavík eru meðalhlutir 5 - 600; í suð-
urveiðistö8unum við Faxaflóa, 3—400; á
Innesjum nálægt 300; hefur par verið
venju framar rýr flsknr, og getur pví afl
inn paí- ekki heitið raikill. Á Eyrarbakka
og í Þorlákshöfn, meðalhlutir taldir 5—
600.
Góðtemplarafjélagið hefur sent.
út prentaða áskorun stílaða til alpingis,
er ætlast er til að undirskriftum verði
safnað á í ýmsum hjeruðum landsins.
Áskorun pessi hljóöar pannig:
u Vjer undirskrifaðir leyfuin oss að
beina til alpingis alvarlegri áskorun um.
að hækka að töluveröum mun toll á á-
fengum drykkjum, og leggja blátt bann
við, að kaupmenn selji áfenga drykki í
smáskömtum, að viðlögðum missi verzl-
unarrjettinda, ef brotið er. Sölúuleiðis
leyfum vjeross, að skora á pingi8, aðtaka
til alvarlegrar íhugunar breytingar á skil-
yrðunum fyrir vínveitingaleyfl gestgjafa
og greiðasölumanna"
\
*