Heimskringla - 28.07.1887, Page 2
„HBifflslrinila”
kemur út (að forfallalausu) á hrerjum
timmtudegi.
Skrifstofa og prentsmiSja:
16 James St. W.........Winnipeg, Man.
Útgefendur: Prentfjelag Heimskringlu.
BlaðiS kostar : einn árgangur f2,00;
hálfur árgang r $1.25; og um 3 ménuði
75 cents. Borgist fyrirfram.
Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 pl.
um 1 mánuð $2,00, um 3 mánuðl $5,00,
um 6 mánuði $9,00, um 12 mánuði
$15,00.
Þakkarávörp, grafminningar ogeptir-
m*li kosta 10 cents smáleturslínan.
Auglýsingar, sem standa í blaðinu
skemmri tíma en mánuð, kosta: lOcents
línan í fyrsta skipti, og 5 cents í annað
og priðja skipti,
Auglýsingar standa í blaðinu, pang-
að til skipað er að taka pœr burtu,
nema samið sje um vissan tíma fyrir
fram.
Allar auglýsingar, sem birtast eiga
í nœsta blaði, verða að vera komnar til
ritstjómarinnar fyrir kl. 4 e. ra. á laugar-
dögum.
Skrifstofa blaðsins verður opin alla
virka daga frá kl. 11 til kl. 12 f. h. og
frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku-
dögum.
Aðsendum, nafnlausum ritgerðum
verður enginn gaumur geíinn.
LAGAÁKVABÐANIIÍ VIÐVÍKJANDI
PIUETTABLÖÐUM.
1. Hver maður, sem tekur reglulega
móti blaði frá pósthúsinu, stendur í á-
byrgð fyrir borguninni. hvort sem hans
nafn eða annars er skrifað utan á blaðið,
og hvort sem hann er áskrifandi eða
ekki.
2. Kf eiuhver segir blaðinu upp,
verður hann að borga allt, sem hann
skuldar fyrir það; annars getur útgef-
andinn haldið áfram að senda honum
blaðið, þangað til hann hefur borgað
allt, og útgefandinn á lieimting á borg-
un fyrir allt, sem hann hefur sent, livort
sem hinn hefur tekið blöðin af pósthús-
inu eða ekki.
3. Þegar mál koma upp út af blaða-
kaupum, má liöfða málið á þeim stað,
sem blaðið er gefið út á, hvað langt
burtu sem heiinili áskrifandans er.
4. Dómstólamir hafa úrskurðað, að
það að neita að taka móti frjettablöðum
eða tíinaritum frá pósthúsinu, eða flytja
burt og spyrja ekki eptir þeim, meðan
þau eru óborguð, sje tilraun til svika
(prima facie of intentinnal fraud).
Á. öðrum stað í hlaðiiui er
ptentuð áskorun um hjálp hinu
nauðstaihia fólki á Norður-fslandi
til handa, sem eptir ölkim horfum
níi á ekki annað sýnna fyrir hönd-
um en falla úr harðrjetti, ef ekki
kemur hjálp úreinhverri átt og pað
áður en langt líður.
Þó einhverjir kynnu að finnast
sem ætla að ástandið sje í raun og
veru ekki eins hágt nje útlitið eins
‘skyggilegt eins og af greininni
undirritaðri af 3 merkum mönn-
um—-er að sjá, kynnu að ætla að
þessir menn hafi skoðað neyðina
gegn um stækkunargler ímyndun-
arinnar, pegar peir voru að stíga
um borð á gufuskip til hurtflutn-
ings af íslandi í aðra heimsálfu.
Dó einhverjir kynnu nú að vera, er
hugsuðu pannig, pá ættu þeir ekki
að purfa annað en líta á fregnirnar
í fslenzku hlöðunum um sama efni,
til pess að sannfærast um, að í grein
inni eru engar y'kjur. Taki menn
t. d. V'indhælishrepp í Húnavatns-
sýslu. 4 Dar, segir Þjóðólfur: eru
Ö30 fhúar......... en eptir-lifandi
peningur er þar: 100 nautgripir,
2,031 sauðkind og 213 hross”. Dar
eru pá rúmlega 3 mwSkindur á mann
I nautgripur á njötta hvern mann
og i Jhsose á />riðja hvern mann.
Detta er pá allur kvikfjenaðurinn f
heilli sveit, og þeir sem muna eptir
*
afrakstrinuin af hverri einni skepnu
á íslandi geta af pessu ímyndað sjer
hvernig viðurværi fóJks muni verða
pegar húið er að jeta út verð fjár-
ins er fjell. En af afrakstri pess-
ara fáu skepna verður fólkið að lifa
eingöngu, að undanteknu pví, að
pað ef til vill fær öðru hvoru afla-
reyting úr sjó. Um aðra atvinnu
er ekki að gera. Auðvitað er sagt,
að petta sje bágstaddasti hreppur-
inn í Húnavatnssýslu. Fyr er nú
líka neyð en heil, stór sýsla, væri
öll jafn-rúin af kvikfjenaíii—hinum
eina atvinnuvegi—eins og pessi
hreppur er.
Líklegast er ástandið í Húnav. og
Skagafjarðar sýsluin hágast, en eitt-
hvað er nú ástandið aumt lengra vest-
ur, í Strandasýslu og ísafjarðarsýslu.
Fjallkonan segir, að í Aðalvík (ísa-
fjarðarsýslu) liafi í einu etaðið uppi
20 lik og talið víst, að sá mann-
dauði hafi etafað af bjargarskorti.
Darna er sannarlega fullkominn vott
ur um hungurog neyð á hæsta stigi.
Dað er ekkert undarlegt, pó
svona sje komið. Það parf engan
sjerstakan skarpleik til að ímynda
sjer—pó ekki væri áreiðanlegar
fregnir í blöðum og hrjefum við að
styðjast—, hvernig ástand alþýðu
muni vera nú, eptir allar þær hörm-
unga-hríðir, sem látlaust hafa dunið
yfir vesalings ísland um undanfarin
6-7 ár. Og þegar nú ofan á allt
undangengið hættist skaðaveörið 1
vor og par af leiðandi voðalegt fjár-
tjón, svo að í tveiinur sýslum fórust
um 22,000 sauðfjár, yfir 600 hross og
140-150 nautgripir—beint peninga
tap, er nemur nær pví ef ekki alveg
^ milj. kr., pá er ekki nema eðli-
leg afleiðing, að hungurdauði bíði
fbúanna. Dað getur þess vegna eng
um dulizt, að pað er pörf á hjálp.
En hvað geta íslendingar hjer
1 landi gert til pess að lina prautir
bræðra sinna á íslandi? Sjálfir
megna peir ekki að hjálpa. Fyrst
og fremst er fámennið, svo og hitt,
að peir eru enn ekki það sem heitið
getur sjálfstæðir menn, nema ein-
stöku maður í liverju byggðarlagi.
Deir eru flestir sjálfhjarga og purfa
ekki að kvíða hungri eða nekt með-
an heilsan bilar ekki, og engin stór
óhöpp koma fyrir. En lengra eru
þeir heldur ekki komnir enn í efna-
legu tilliti, |>egar talað er utn pá i
einni heild. Dað er pví auðsætt að
peirra eigin efnahagur leyfir peim
ekki að hjálpa nauðstöddum löndum
sínum heima, svo nokkru muni,
hversu fegnir sem peir vildu gera
pað.
Eigi að síður ættum vjer samt
að geta gert eitthvað. Vjer búum
hjer meðal pjóðar, sem bæði erhöfð-
inglynd og hefur lfka efni á að sýna
drenglyndi sitt. Og ef vjer höfum
vilja og framtakssemi til að leita
eptir hjálj) hjerlendra manna, ættum
vjer pó æfinlega að geta verið verk-
færi í peirra höndum, til pess að
minnsta kosti að afstýra ntannfelli á
íslandi, sem á þessari öld væri sann-
arleg alþjóðaskömm.
ÍSLANDS-FRJETTIR.
Reykjavík, 20. júní 1887.
Embætti. 9. f. m. var Stefán Gísla-
son. læknaskólakandidat, settur auka-
læknir í Dyrhólahreppi og Eyjafjalla-
hreppum með 1000 kr. styrk úr lands-
sjófSi.
Páll Briem, sýslumaður í Dalasýslu,
hefur fengið lausn frá embætti 25. f.
m. frá 1. júlí þ. á., og er settur inála-
flutningsmafSur vitS landsyfirrjettinn frá
sama tíma.
Oveitt prestaköll eru: Helgastaðir
(20. maí) (736). -Hítarnesping (2. inai)
(1200).—Þykkvabæjarklaustur (9. júní)
(637).
Lagasynjun. itáðgjafi íslands hef-
ur í brjefi tii landshöfðingja 18. apríl
p. á. skýrt frá pví, af hvaða ástætSum
lög alpingis 1885 um fiskiveiðar í land-
helgi hafa eigi náð staðfesting kon-
ungs. í pesstim lögum var svo kveðií
á, að fiskveiðar í landhelgi megi ein-
ungis reka peir menn, sem eru búsettir
í landinu og innlend hlutafjelög. Með
pessum lögum átti því ats reisa skorð-
ur við yfirgangi útlendra fiskimanna
hjer við Iand, sem lengi hefur við-
gengizt og ekki sízt síðan útlendingar
tóku að stunda bátaveiðar inn á fjörS-
um.—Stjórninni dönsku þykir þetta vera
ærin meinbægni af ísiendingum, þar
seni danskir þegnar eiga lilut atS máli,
og álítur atS met! pessum lögum sje
raskað „jafnrjetti ríkisþeguanna til at-
vinnu ”. Ráðgjafinn getur pess einnig,
að foringinn á danska gæzluskipinu,
er lijer var í fyrra, liafi skýrt frá, ats
fiskmergðin við ísland sje svo mikil á
miðunum kringum ísland, að þats geri
ekkert til, þótt danskir þegnar bætist
við að stunda þá vei'Si. Loks getur
ráðherran þess, að amtmaður Færeyj-
inga hafi áður sent öflugar bænarskrán
til stjórnarinnar um að lög alþingis
1883, er lutu að sama, yrðu ekki stað-
fest, og þetta virðist hafa orðið þyngra
á metum hjá rátSgjafanum en vilji þings
og þjóðar á íslandi.
Salaá kirkjujörð. Hálf jörðin
Þórólfsdalur i Lóni er seld frá Stafa-
fellskirkju Sveini bústjóra Bjarnasyni í
Volaseli.
Hallærisfje. Sýslunefndin í
Strandasýslu hefur sótt til landshöfð-
ingja um gjafafje hrn la sý'slubúum til
að afstýra hungri og mannfelli, en
ekkert fengits, með því að slíkt fje er
nú gersamlega þrotið.
Póstar (norðan og vestan) komu
17. þ. m. Norðanpóstur tafðist í 4
daga vitS Ilvítá og síðan 5 daga í
Norðrárdal í norðanliretinu í f. m.,
enda var ófært atS halda áfram í því
veðri, af því að hvergi var björg að fá
handa liestum. Segir póstur pessa norð-
urferð hina verstu og óskemtilegustu, er
hann hefur farið, þó menn gerðu lion-
um allan greiða, sem þeir gátu; víðast
hafi verið að kalla bjargarlaust bæði fyr-
ir menn og skepnur. 6 hestar póstsins
gáfust upp á norffurlei'iS, enn lifðu þó af.
Tíðafar ernú alstaðar um land liitS
æskilega.sta.
A f 1 a b ö g ð eru allgóð bæði syðra
og vestra; bezti afli við f sfjariSardjúp og
allgóður undir Jökli. Þorskafli og
síldarafii á Eyjafirði. Þar náðist og
talsvert af höfrungum.
H val i þrjá rak nyiðra ; tvo á Tjörn-
nesi og einn á Böggvjesstaðasandi við
Eyjafjörð.
Bjargarskort urinn nyrðra er
votSalegur, einkum í Húnavatns og Skaga-
fjarðar sýslum og á útkjálkum E)"jafjarð-
ar og Þingeyjar sýslna, og kveður svo
ramt að, aiS fólk hefur í sumum sveitum
sýkzt af hungri.
Skar/ajjarSanýslu, 1. júní. u Hjefian
eru að frjetta meiri harSindi enn elztu
menn muna.—Þegar áfelli'is gerði, var
fje víða óvíst, og veit enginn hve margt
hefur fent af fje og liestum. Yíðast
var heylaust, einnig fyrir kýr, og eru
þær nú víða að faila og sumstaðar falln-
ar. Fjeð, sem dautt er hjer í sýslu,
nemur þúsundum; suinir sauðlausir.
Annað eigi sjéanlegt, en nú sje veru-
leg harðindi fyrir höndum og jafnvel
inanndauði, nema sjórinn reynist því
arðsamari, en nú er um enga björg af
lionum að tala, enda lokar ísinn firiSinum
enn og nær svo langt inn á hann, að
engin veiðivon er við Drangey, sem fæðir
árlega fjölda manna”.
Suður-I>ingcyjarsýelu, 6. júní. u Fjen-
aðarhöld eru hjer góð, enda er 8uður-
Þingeyjarsýsla beztl bletturinn, sem jeg
hefi frjettir af noríSan og austan lands".
28. júni 1887.
Sagt er að í Skagafjarðarsýslu hafi
fallið um 11000 fjár og 100 kýr, enda
er sagt að Skagfirðingar ætli að bitSja
um 12000 kr. hallærislán.
í Strandasýslu er ástandið ekki út af
eins hörm,uiegt og í Húnavatns og Skaga-
fjarðar sýslum.
Það eru mikil bágindi í útkjálkum
safjarðarsýslu, einkum í Aðalvík; par
er sagt að 20 lík Iiafi staðið uppi í
einu og er talið víst, að sá manndauði
stafi af bjargarskorti.
Á útkjálkum Þingeyjarsýslu voru í vor
mestu bágindi; á Sljettu var fólk lagzt
í skyrbjúg af illu viðurværi.—Nú er
sigling komin norðanlands og er því
vonandi að mestu bjargarvandræðum
ljetti af í bráðina,- -H a f i s nú farinn.
F'jallkonan.
Reykjavík, 24. júní 1887.
Búpeningsfellir í IIún avatns-
sý slu . Sýslunefndin í Ilúnavatnssýslu
hjelt fund 4. þ. m., til að ráðgast um,
hvað gera skyldi, til að ráða fram úr
bjargarskorti og fleiri vandræðum, sem
leifia af skepnudauða þar í sýslu í vor,
sem geti'S er í síðasta blaði. Eptir
ráðstöfun sýslunefndarinnar átti meðal
annars, að safna skýrsium úr öllum
hreppum sýslunnar tim fallinn búpen-
ing, eptirlifandi pening, fólksfjölda, tölu
þurfamanna og sveitarómaga. 15. þ. m.
voru komnar til sýsiumanns skýrslur úr
öliuni hreppiinum neina Staðarhreppi.
Skýrslurnar voru sumar ófullkomnar,
nema att því er snertir fallinn búpen-
ing. Eptir þeim hafa drepist 60 naut-
gri])ir, 10609 sauðkindur (mest ær og
gemlingar) og 337 hross. Þegar fjár-
felli í Staðarhreppi er bætt við, má
fullyrða, að 11000 fjár liafi drepist í
sýslunni. Ef liver kind. að frádregnu
ullarverði, er virt á 9 kr., livert hross
30 kr. og hver nautgripur 40 kr., nemur
allur þessi skaði 111510 kr., en þegar
þess er gætt, að víðast vertSur arður
af e])tirlifandi búpeningi mjög rýr, þá
kemur þar, auk skepnudauðans, fram
stórmikið tjón, sem ómöguiegt er að
meta. Skepnutjón þetta er, auk harðs
vetrar viða hvar, að kenna frámuna
lega slæmum heyjuin e])tir hreta og
og votviðra-sumarið í fyrra, óefaft iljarfri
heyásetning í haust og þar af leiðandi
heyleysi, en því fer betur, að allur
þessi skepnudauði stafar ekki af hor-
og heyleysi, því að í liinu mikla hríð-
arkasti í f. m. fennti fje og lirakti til
bana í ár og vötn, án þess að inenn
gætu að gert, svo að slíkt verður mönn-
um ekki um kennt. Ástandið í sýsl-
unni er þannig mjög ískyggileg ; sumir
búendur liafa flosnað upp og farið á
sveitirnar og sveitarþyngsli pannig stór-
kostleg. I Vindhælishreppi -bágstadd-
asta hreppnuin eru t. a. m. 630 ibúar á
115 heimilum : af þeim eru 15 bjarg-
álna menn, yfir 10 styrkþiggjandi heimili
og um 70 sveitarómagar, en eptirlifandi
peningur er þar 100 nautgripir 2031
sauðkind og 213 liross. Sýslunefudin
sá eigi önnur ráð en að sækja um hall-
ærisián a'5 upphæð 14000 kr. fyrir sýsl-
una; þótt þaft sje neyðarúrræði er ekki
hægt að sjá, hvernig öðruvísi verðui
aðfari'S.
ÍSkagafjarðarsýslu mtinástand-
ið líkt og í Húnavatnssýslu.
H a f í s i n n var að fara af Húnaflóa
rjett fyrir síðustu lielgi, og 17. þ. m.
var ailur ís kominn af Miðfirði og
Hrútafirði ; síðan hefur verið sunnan
og suðvestan átt, svo að ætla má, afi
ísinn sje farinn frá öllu nortSurlandi.
Fiakkneska lierskipið, sem
hingað kom í gærkveldi, hafSi þó um
síðustu heigi hitt fyrir mikinn ís á
Húnaflóa; það fór frá ísafirði í fyrra
dag. Laurii þá ókomin þangað.
Tíðarfar hefur sunnanlands verið
vætusamt mn tíma. Eptir kastið í f.
m. hefur tíð verið góð um land allt ;
góðar horfur með grasvöxt.
A f 1 a b ö g ð. Vorvertíðin, sem nú er
að enda, hefur verið einhver hin bezta,
sem menn muna. Hlutir í veitSistöðum
hjer í kring miinu vera að meðaltali
uin 900, en liæstir 1300—1400.
Þjóðólfar,
I*’’ í’ e g n i r
Úr hinuin íslenzku nýlendum.
GIMLI MAN. 26. júní 1887.
Hjeðan, úr pessum }iarti ný-
lendunnar, er fátt að frjetta.
Veðrið varheldur kalt, og frain-
eptir opt frost á nóttum. Varla irat
heitið að skúr kæmi úr lopti fyrr en
ineð byrjun júnímánaðar, en þá tók
að rigna töluvert öðruhvoru og veð-
ur fyrir alvöru að hlýna. Dó er
grasspretta með lakara inóti í pess-
um hluta nýlendunnar.
Nú er margt farið að færast í
lag hjá okkur. Bændur ertt farnir
að stunda bújarðir sínar betur en að
undanförnu, bæði með pví að girða
pær og útvíkka akra og engi.
Byggðin er stöðugt að aukast. Síð-
an í haust er leið hafa 13 menn
nuinið land vestur frá Giinli, svo að
segja í einum fláka. Detta sýnir að
ekki finnst öllum óbyggilegt í Nýja
íslandi, pó margir hafi ófyrir-
synju og ástæðulaust að öllu leyti
gert pví inargt til ósóma. Eptir
pví sem lengra dregttr frá vatninu
batnar landitS, einkttm til kvikfjár-
ræktar. Og jeg álít að okkur ís-
lendingum verði ekki annar land-
búnaður affarasællí, en einmitt kvik-
fjárræktin, og fiskiveiðar. Sumir
gera auðvitað lítið úr fiskiveiðinni,
en pað er pó ekki svo lítið af pen-
ingum, sem dregist hefur í vasa Ný-
íslendinga á hverju ári fyrir fisk.
Það sást bezt síðastl. vetur pegar
allur smáfiskur seldist við verzlun-
ina á Gimli: vil jeg ætia að ágóð-
inn af fiskiverzluninni slagi nokkuð
upp í ágóðann af hveitirækt. Og
eitt er víst, að fiskinum grandar
hvorki hnglstormur eða frost.
Eins og getið hefur verið um í
Hkr. er nú komin á lögbundin stjórn
hjá okkur, er pað mikið að pakka
ötulli framgöngu herra Guðna
Dorsteinssonar.
f liaust er leið byrjuðu verzlun
lijer á Gitnli peir bræður Hannes og
Jóhannes Ifannessynir frá Yztu
Grund í Skagafirði. Verzlun peirra
hefur þrifist vel, náð hylli manna,
og óska flestir að hún standi sem
lengst. Síðan hún byrjaði hefur
mörguin orðið pað verzlunarvara,
sem þeir áður fengu ekkert fyrir,
vegna örðugleika við að koma því
til markaðar. Herra Jóhannes, sem
staðið hefur fyrir verzlaninni, er
lipur verzlunarmaður og sanngjarn í
viðskiptum.
í sumar er von á presti hingað
til nýja íslands, sjera Magnúsi
Skaptasen ; er pað gleði efni fyrir
nýlendubúa.
Raddir alinemiinis.
[Ilitstjórnin áhyrgnt ekki meiningar
þær, er frain koma í „riiddum almeon-
ings”.|
■ f/rað á að gera til að afstýra
hallceris-manndauðaá íslandi ‘i
Þetta er eitt svo stórt spurs-
mál, að hyggnustu menn á Norður-
íslandi álíta, að á yfirstandandi öld
hatí ekki fyr litið út fyrir jafn-voða-
legt ástand sein nú, og pví til
sönnunar viljum vjer tilfæra dæmi
og skýra frá ástandi einnar sýslu í
Norður og Austur amti landsins,
Skagaf j arðarsýsl u.
Eins og kunnugt er var sum-
arið 1886 eitt hið mesta neyðar-
sumar. Að vísu mátti svo heita,
að um siðir yrði pó grasár allt að
pví í meðallagi, en fyrir hina miklu
ópurka urðu heyin bæði lltil og
illa verkuð. Málnytupeningur reynd-
ist illa eins og jafnan er í kuldatíð
og fje mjög rýrt um haustið. Ofan
á allt petta bættist, að gangverð á
sláturfje var svo mikið lægra en að
undanförnu að það nam 1 af verði
pess. Af pessu verður sjeð að
menn voru knúðir til að eyðileggja
meirihluta af skepnum sínum, bæði
vegna skttlda og fóðurleysis. Sjer-
staklega voru pað kýr, sem lógað
var, en þær, sem eptir lifðu, voru,
sökum hins vonda fóðurs, gagns-
lausar yfir veturinn.—Veturinn mátti
víðast hvar heita fremur harður, en
pó ekki svo tilfinnanlega, svo útlit
var fyrir að meirihluti af skepnum
myndi lifa af, nema nokkrar kýr
dóu út frá fóðrinu, ef vorið hefði
ekki rekið á endahnútinn með harð-
ærið. Um sumarmálin kom stórt
áfelli með ákafri harðneskju, en ekki
miklum snjó, og rak þá nokkurn
hafís að landi. Fjellu þá skepnur
einkutn sauðfjenaður. Dar eptir
var. góð tíð til 17. mal, en þá skipti
um og komu ákafar hríðar, sem
hjeldust til 22. s. m; stóðst það á,
að pá var almennur sauðburður.
Nú tóku ske})iiur almennt að falla
hrönnum saman, sauðfje, kýr og
hross, bæði fyrir fóðurskort og svo
fennti nokkuð af fje og hrossum,
og pað jafnvel í snjóljettustu sveit-