Heimskringla - 03.11.1887, Síða 2

Heimskringla - 03.11.1887, Síða 2
„Heiistrimtla” kemur út (að forfallalausu) á hverjum fimmtudegi. Skrifsfofa og prentsmiöja: 1« James 8t. W.........Winnipeg, Man. Útgefendur : Prentfjeiag Heimskringlu. Blaðið kostar : einn árgangur |2,00; hálfur árgang r $ 1.25; og um 3 inánuði 75 cents. Borgist fyrirfram. Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 i’l. um 1 mánuð $2,00, um 3 mánuðl $5,00, um 6 mánuði $9,00, um 12 mánuði $15,00. Þakkarávörp, grafminningar og eptir- maeli kosta 10 cents smáleturslinan. Auglýsingar, sem standaí blaðinu skemmri tíma en mánuð, kosta: 10 cents línan i fyrsta skipti, og 5 cents í annað og priðja skipti, Auglýsingar standa í blaðinu, fang- að til skipað er að taka þcer burtu, nema samið sje ura vissan tíma fyrir fram. Allar auglýsingar, sem birtast eiga í noesta blaði, verða að vera komnar til ritstjórnarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar- dögum. Skrifstofa blaðsins verður opin alla virka daga frá kl. 11 til kl. 12 f. h. og frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku- dögum. Aðsendum, nafnlausum ritgerðum verður enginn gaumur gefinn. • LAOAÁKVAKÐANIK VIÐVÍKJANDI FRJETTABLÖÐUM. 1. Hver maður, sem tekur reglulega móti blaði frá pósthúsinu, stendur 5 á- byrgð fyrir borguninni. hvort sem hans nafn eða annars er skrifað utan á blaðið, og hvort sem hann er áskrifandi eða ekki. 2. Ef einhver segir blaðinu upp, verður hann að borga allt, sem liann skuldar fyrir pað; annars getur útgef- andinn haldlð áfram að senda honum blaðið, þangað til hann hefur borgað allt, og útgefandinn á heimting á borg- un fyrir allt, sem hann hefur sent, hvort sem hinn hefur tekið blöðin af pósthús- inu eða ekki. 3. þegar inál koma upp út af blaða- kaupum, má höfða raálið á þeim stað, sem blaðið er gefið út á, hvað langt burtu som heimili áskrifandans er. 4. Dómstólarnir hafa úrskurðað, að t>að að neita að taka móti frjettablöðum eða tímaritum frá pósthúsinu, eða flj’tja burt og spyrja ekki eptir Jieim, meðan J>au eru óborguð, sje tilraun til svika (primu fncie of intentional frnud). Þar eð mörgum kaupendum blaðsins, einkum í Dakota, virðist vera óljóst til hvers þeir eiga að snúa sjer sem móttökmnanns and- virði blaðsins, pá kunngerum vjer peim, að síðartaldir inenn hafa góð- fúslega lofað að veita peningunum móttöku og koma peim til skila : Að Garðar: Herra Ólafur Ólafsson, póstaf- greiðslumaður. Herra Hallgrímur Gíslason. Mountain: Herra Magnús Stefánson, póst- afgreiðslumaður. Herra Brynjólfur Brynjólfsson. Hallson: Herra J. P. Skjöld, póstafgreiðslu- inaður, Herra P. J. Hillman. Cavalier: Herra Björn Skagfjörð og að Hamilton: Herra Samson Bjarnason. Annars er pað fyrirhafnarminst og ákjósanlegast, að hvér og einn sendi sína $2 innlagða í ábyrgðar- brjef beint á skrifstofu blaðsins, og fái svo paðan kvittering, enda er pað almennur siður hjer í landi. Þó er ekki petta svo aðskilja, að vjer sje- um harðir á að menn taki upp J>ann sið svona allt í einu. Vjer vonum fastlega að bænd- ur gleymi nú ekki Hehmkringlu, pegar peir fara að taka inn peninga fyrir hveiti sitt. Útg. LES OG ATHUGA ! Jafnvel pó Heitnskringla hafi nú töluvert Jleiri kaupendur lieldur en nokkurt íslenzkt blað hefur áður liaft hjer í landi, pá eru útgefendur pess samt sein áður ekki ánægðir með töluna, pví (lmikíð vill meira”, enda er hún líka fóðurfrek og parf pví marga 2 doll. seðla. Vjer höfum pví ásett oss að bjóða peim, sem nú vilja gerast áskrifend- ur, að senda peim blað frá pessu númeri endurgjaldslaust til árgangs loka. Með öðrum orðum: peir sem nú gerast áskrifendur fá blaðið frá 3. nóvember 1887 til 1 . jainiíii- 1881) lyrir einungiíi 83,00. Þó er petta boð bundið peim skilmáluin, að helmingur árgangs- ins verður að vera borgaður fyrir 1. tebrúar l vetur, og hinn helmingur- inn fyrir 1. ágúst natsta sumar. Þeir, sem enn pá hafa ekki gerzt áskrifendur, ættu nú að bregða við undir eins og skrifa sig, og með pví innvinna sjer 30 cents eða nærri pví sjötta part árgangsverðs- ins. Sleppið ekki tækifcerinu ! Einkum vildum vjer leiða at- hygli peirra íslendinga að pessu boði, sem koinu af íslandi í sumar er leið. t>eir hljóta allir að viður- kenna, hve leiðinlegtpað er að hafa ekki svo mikið sem fslenzkt blað, til að stytta sjer stundir, meðan peir ekki kunna enskuna að gagni, en eru tvistraðir út meðal innlendra manna og sjá ekki íslending nema endur og sinnum. Ef peir vilja bregða við og senda nöfn sín til Heimskringlu, 16 James St. W., Winnipeg, Man., pá býðst peim nú tækifæri að fá í petta skipti frjetta- blað á íslenzku, senf til sín, hvar sem peir eru um 60 vikna tíma fyr- ir einungis $2. Deir skyldu og athuga um leið og peir athuga verð- ið, sem peim, ef til vill, pykir hátt fyrst í stað í samanburði við blaða- verð á íslandi, ivð petta blae) er pre- falt stœrra en Islands-bltíQin, svo pað er ódýrara en pau, pegar stærð- in er tekin til greina Geta skal pess, að dragi menn að senda nöfn sín inn pangað til á seinasta hálfa mánuði yfirstandandi árs, pá ábyrgjumst vjer alveg ekki að peir fái blaðið frá tilteknum tíma, pví verði upplagið gengið upp, pá svaraT ekki kostnað að endurprenta fáein eintök. Þeir, sem vilja nota sjer petta boð, verða pess vegna að bregða við nndir elns í dag. Útg. DÓMKIRKJUR. 1 tilefni af umtalinu um að byggja dómkirkju í New York, er kosti um eða yfir 10 milj. dollars, kemur blaðið New York Herald með yfirlit yfir nokkrar hinar stærstu dómkirkjur heimins. Á fyrri öldum, pegar dóm- kirkjurnar voru flestar byggðar, var dómkirkjan eiginlega alpýðu- kirkjan. Ilún var byggð af sain- skotum almennings, gagnstætt hin- um kirkjunum, sóknarkirkjunuin, er byggSar voru af kirkjustjórnun- um sjálfutn, og sem fremur voru fyrir herrana en pjónana. Dóm- kirkjan var hlífiskjöldur alinúgans, og stóð undir verndarvæng prest- anna. Á ófriðartímum var hver sá hólpinn, sem komst inn fyrir dyr alpýðukirkjunnar. Þangað treyst- ust fjendumir ekki aðganga; prest- urinn stóð í dyrunum og fyrirbauð jeim að vanhelga hinn helga stað, og pví banni porðu fæstir annað en hlýða. Þessa verndun lærði al- inúginn að meta og virða, hann vann og sveittist og lagði hart á sig til að koma upp stórri og vold- ugri alpýðukirkju, að viðhalda henni ríkri og gaf til pess meira og minna fje við hverja hátíð á árinu, En nú er petta allt breytt. Klerka- valdið knýr almúgann ekki lengur með pessu móti til að koma upp stórkirkjum, par sem hann geti pyrpst saman og skýlt sjer að baki prestsins fyrir ofsóknum fjandmatin- anna í launaskyni fyrir blóðfjaðr- irnar, er hann reytti af sjer til að auðga kirkjuna og auka klerka- valdið. Það er kirkjan nú, sem vinnur fyrir almúgann. Ekki svo að skilja, að vald hennar hafi mink- að. Þvert á móti er pað meira, að pví leyti að verkin, sem hún af- kastar eru mikið meiri og endingar- betri. En vinnustefnan er öfug við pað, sem var. í stað pess að draga saman fje til að koma upp stórum og ríkum alpýðukirkjum á einstöku stað, eltir kirkjan byggð- ina, kemur upp smá kirkjnm, hvar sem nýlenda myndast mitt í Óbygð- unum, ryður sjer veg gegnum van- pekkingar og villumyrkur í hinum heiðnu löndum, og kemur uppkirkj- um samhliða musterum skurðgoða- dýrkandanna. Og nútiðar kirklurn- ar eru ekki byggðar með pessu laginu fyrir hinn ríka, og hin fyrir pann fátæka. Þær eru allar jafnt fyrir keisararann og kotunginn, auð- kífinginn og flakkarann. Þannig er stefnan alveg breytt frá pvl sem var. í stað pess, að mynda stjettir gerir kirkjan sitt ýtrasta að koma pvl inn hjá mönnum, að allir sjeu jafnir, að minnsta kosti meðan peir eru að guðspjónustu. Þess vegna er pað líka margra skoðun, að dómkirkjuöldin sje lið- in, nema í kapólsku kirkjunum, par sem hún er álitin jafn-nauðsynleg og messuskrúðinn fyrir prestinn. Það er pess vegna að aðal-hug- myndin með bygging pessarar fyrir- huguðu risakirkju í New York, að hún sje fremur minnisvarði pjóðar- innar en dómkirkja, sje fyrir Banda ríkin pað, sem Westminster Abbey er fyrir England—hinn síðasti hvílu staður fyrir hina iniklu og góðu menn pjóðarinnar á yfirstar.dandi og ókomnuin tlma. Á bygging Markúsar dómkirkj- unnar í Feneyjum var byrjað árið 906; vígð 1094, en pó ekki full- gerð fyrr en seint á 12. öld. Grunn- ur kirkju peirrarersniðineptirgrísk- um krossi og í grafhvelfingu undir austurarmi hans hvíla bein Markúr- ar guðspjallainanns. Feneyingar sóttu líkamann til Alexandríu á Egyptalandi og urðu að beita ekki svo litlum brögðum til að fá numið hann burtu. En peir Ijetu engar torfærur aptra sjer frá pví að fá líkið flutt til hinnar ungu en fram- faramiklu sjóborgar Feneyja. Mark- ús var peirra átrúnaðarengill frá upp- hafi lýðveldisins. Munnmælasögur sögðu, að hann á ferðum sínuin hefði eitt skipti orðið á skipbroti á Adria flóa, að honum hefði skolað upj> á einn hólmann í Feneyjum, og að nóttina á eptir hefði engill birtzt honum og kunngert, að hjer skyldi verða hans síðasti hvíldarstaður. Þetta vildu Feneyjingar láta rætast og peir ljetu pað rætast. Það var byrjað að safna sjóð til byggingar Duomo-kirkjunnar I Flo- rence árið 1295, var pað gert með pví, að sjerstakur skattur var lagður á hvern atkvæðisbæran inann I hinu unga lýðveldi. Árið 1331 var byrj- að á siníðinu, en ekki var kirkjan fullgerð fyrr en 1884, eptir meir en 500 ár. Yictor Emmanúel, konung- ur Itala, lagði hyrningarstein for-' kirkjunnar árið 1860. Pjeturskirkjan I Róinaborg, meistarastykki Michaels Angelo, er ekki einunaris hin stærsta, heldur einnig I raun og veru hin elzta dómkirkja heiinsins. Hin eigin- lega dómkirkja er auðvitað ekki nema síðan 1506, að .Júlíus páfi 2. ljet byrja á bygging hennar með pví lagi sem nú er á henni. En hið fyrsta hús til guðsdýrkunar á pessuin bletti var byggt árið 90 e. Kr., par sem Pjetur postuli var krossfestur að boði Nerós keisara og á leikvelli hans. Árið 306 Ijet Konstantinus mikli rífa hina gömlu bygging og byggja aptur aðra stóra og skrautlega, er aptur var stækkuð um helming árið 1450. Það hefur pess vegna verið áfram- haldandi guðspjónustuhús á grunn- inum, er Pjeturskirkjan stendur á nú í 1797 ár og að eins prisvar byggt að nýju á pessum árafjölda. Dómkirkjan 1 Milan er hin stærsta kirkja með gotnesku bygg- ingarlagi I Evrópu. Á smíði henn- ar var byrjað 1386, en ekki full- gerð fyrr en á pessari öld, og var ekkert átt við hana frá pví seint á 15. öldinni par til 1805, að Napo- leon Bonaparti hvatti menn til nýrr- ar framsóknar I pví efni. í pess- ari kirkju er myndastytta af Bartó- lómeusi postula, pegar hann var húðflettur lifandi. í Amerlku eru einungis 2 róm- verskar dómkirkjur, sem meira eru en nafnið tómt. önnur I Quebec, er byrjað var að byggja árið 1666. Hin er I Montreal, Pjeturskirkjan; er nú I smíðum og verður sjálfsagt ekki fullgerð fyrr en eptir nokkur ár. Hún á að verða eptirmynd peirrar I Rómaborg, en helmingi minni. Innanmál hennar er: lengd 300 fet og breidd 250 fet. Aðal- hvolfturninn verður 250 feta hár, og umhverfis hann 4 aðrir nokkuð lægri og minni um sig. í forkirkj- unni verða líkneski allra postul- anna. Stærð hinna helztu dómkirkna I Norðurálfu er I fetatali sem fylg- ir: lengd breidd hæð Pjeturs ..-f13 450 430 Páls* (London). . ...500 248 404 Duomo ...550 240 375 Notre Dame . ..416 153 295 Cologne . .444 282 450 Toledo 178 298 Rheims .. .480 163 117 Rouen .. 469 146 465 Chartres ...430 150 373 Antwerp 171 402 Strasborg .. .525 195 465 Milan ...477 186 360 Canterborg ...580 154 235 N < >rk ‘261 280 Winchester .. 554 208 265 Durham . .411 170 214 E1J .517 178 284 Salisburg ..473 299 379 SKULDBINDING. Af pví svo fjölda margi r af íslendingum ráða sig til vinnu hjá Canada Kyrrahafs-járnbrautarfjelag- inu, á ýmsum tímum árs, en af pví margir peirra skilja ekki enska tungu, pá setjum vjer hjer pýðing samn- ingsins, er peir skrifa undir pegar peir ráða sig, svo menn purfi ekki að pví leyti að ganga blindandi til vinnunnar. Samningurinn er pessi: Jeg undirritaður sein við Canada Kyrra- hafs-járnbrautarfjelagið, sem fylgir: Þar sem fjelagið lofar að gjalda mjer $.......á dag og par sem pað lofar að flytja mig endurgjaldslaust til vinnunnar og frá henni aptur, pá skuldbind jeg mig til að vinna fyr- ir fjelagið sem...................... hvar sem pað helzt parf með, við járnbrautina, upp á pá skilmála að laun mln sje talin frá peim degi, er jeg fyrst geng til verks. Ef fjelag- ið ekki getur gefið mjer umsamda vinnu, pegar til kemur, pá lofa jeg samt að ganga að hverri peirri vinnu, er pað býður mjer, gegn sötnu launum og pað gefur öðruin inönn- um við samskonar vinnu. Jeg J0fa °g að ganga til verks undir umsjón pess manns, er fjelagið setur yfir mig. Fjelagið má reka mig úr vinnunni án nokkurs fyrirvara, ef jeg vinn ekki verk mitt eins og pví líkar. Ef jeg yfirgef vinnuna áður en hún er búin, eða ef jeg er rekinn úr henni fyrir vöntun á sam— komulagi að einu eða öðru leyti, borga jeg sjálfur fargjald mitt heim aptur. Ef jeg skyldi vilja yfirgefa ▼innuna áður en hún er búin, en eptir að jeg hef unnið að henni I 6 mánuði og fjelaginu liefur líkað vel við mig, pá skal fjelagið selja mjer farbrjef til næstu vagnstöðva við *) Pálskirkjani London er hin stærsta prótestanta kirkja í heimi. heimili mitt fyrir helming venjulegs verðs. Fjelagið má draga frá laun- um mínuin fyrir fæði $........um vikuna, svo og læknagjald eða annan kostnað, er fjelagið kann að taka upp á sig fyrir mína hönd. Undir svona samninga verða allir að skrifa, sem ráða sig í vinnu hjá fjelaginu, hvert heldur peir eru daglaunamenn eða handiðna- menn. ÍSLANDS-FRJETTIR. Reykjavík, 9. sept. 1887. Tíðarfar sunnanlands I sumar eitt- iivert hið bezta sem menn muna. Þótt stöku sinnum, hafi komið óþurkar, síðan sláttur byrjatSi, hafa þeir ekki statSið lengi.—Eptir síðustu frjettum annarstað- ar af landinu hefur einnig verið yfir höfuð hagstæð heyskapartíð, grasvöxt- ur góður og heyskapur því með bezta móti víðast hvar. í gær kólnaði veður; I nótt snjóaði í fjöll og I dag er norðvestan-stormur og kuldi. Fiskafli er hjer góður. Á Eyja- firði mokfiski I sumar. Góður afli á Skagafirfii og Skagaströnd, þegar sein- ast frjettist þaSan. I Strandasýslu innan til aptur á móti fiskilaust i sumar og þar í sýslu svo iilar horfur fyrir menn að bjargast af, að sýslunefhdin hefur samþykkt að bi'Sja um 6000 kr. hallærislán fyrir sýsluna. Reykjavík, 16. sept. 1887. Prestvígsla. Sunnudaginn 11. þ. m. var prestaskólakandidat Einar Frití geirsson vígður sem aðstoðarprestur sjera ÞorkellsBjarnasonar á Reynivöllum í Kjós. í ofsaveðrinu 9. þ. m., sem getið var í síðasta bl., urðu heyskaðar aust- ur 5 Laugardal; á einum bæ fuku t. a. m. um 100 hestar af héyi og þaki'5 af ba'Sstofunni. í sama veSrinu slitnaði tiskiskútan Vonin upp lijer á liöfninni og brotn- aði. Hafís. Skaptfellingar, sem komu liinga'5 í gær, segja, a'5 hafísliroði hafl nýlega verið kominn vestur á móts við Öræfi í Ska]>tafellssýslu. Reykjavík, 23. sept. 1887. Tíðarfar. Framan af þessari viku ákafleg rigniiig hjer sunnanlands, en í gær þurkur og blítt veður,—Að norðan hefur frjezt, að þar hafi komið vot- viðrakatli um Í7 vikur af sumri. en I sláttarlok komið þurkar, svo að hey náðust inn. 9. þ. m. snjókoma mikil nyrðra.—Hafís allur farinn frá norður landi um miðjan þennan mánuð. Heyskaðar urðu víða hjer austur í sýslunum 9. þ- m. í Núpakoti fuku t. a. m. um 300 hestnr af heyi, Lausnfrá prestskap hefur sjera Stefán tíónsson (vígður 1844) á Kol- freyjusta'5 fengið frá næstu fardögum. Lau st brau'5 : Koifreyjustaður I Suðurmúla-pröfastsdæmi, auglýst 20. þ. m. II e i ð u r s g j a f i r af „styrktarsjó'Si Cristians IX.” hafa þetta ár fengið Kirikur Björnsson á Karlskála í Su5ur- múlasýslu og Oddur Eyjálfsson á Sám- stöðum í Fljótshlíð, 140 kr. hvor, fyr- ir framúrskarandi dugnaö I landbúnaði. Mannslát. Nýlega er látinn eptir nokkurra ára heilsuleysí uppgjafa prest- ur Þorvaldur Asgeirsson síðast prestur að Þingeyrum, fæddur 20. maí 1836. Reykjavík, 30. sept 1887. Strandferöaskipið Thyra tafð- ist hjer sakir norðanveðursins; liún á aiS fara lijeðan í dag vestur og norður um land áleiðis tiÞHafnar. Hallærislán hefur landsliöfðingi veitt Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu allt að 10,000 kr. hvorri gegn 4 prc. árleguin vöxtum og endurborgun á 10 árum. „Un jafnframt var amtmanni boðið að hafa strangar gætur á því, að nefnd sýslufjelög taki ekki meira fje að láni en þaö, sem er óuinflýjan- lega nauðsynlegt til a5 afstýra yfirvof- andi manndauða í sýslum þessum”. (stjórnartíð,). Sala á kirkjujörð. Ivirkjujörðin Karlskúli í Reyðarfirði er samkvæmt konungsúrskurði 28. júlí þ. á. seld ábú- andanum þar, Eiríki Björnssyni fyrir 4,500 kr.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.