Heimskringla - 02.08.1888, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.08.1888, Blaðsíða 1
ALMEMAR FRJETTIK. F R Á ÚTLÖNDUM. ENGLAND. Þingsetu Breta verður freetað frá 11. Jj. m. Jvangað til í nóvember í haust. En til Jiess ]]. verður líklega um fAtt rastt meira en Parnells málið, sem nú er komið ] hendurnar á þar til kjörinni nefnd, J>ö enn pá sje ekki böið að fast á- kveða verkahring hennar, er Salis- bury sinnar virðast æskja að verði talsvert takmarkaður. A móti (>ví er ParneD og hefur hann i f>ví fengið liðvei/lu Gladstones og fleiri hluta hans fylgismanna. Það er mælt að kvenumáður sje aðal-vopnið í hönd- unum á Times og mun eiga að dylja hver hún er, svo hdn verði *kki kölluð til að bera vitni fyrir nefndinni, enda máske ekki heppi- !egt fyrir hana að koma fram. Nú hafa þó Parnellsmenn von um að hún komi fram, af því grein var bætt inn í fmmvarpið áhrærandi rannsókn málsins, er tiltekur að allir sem komi fram fyrir nefndinni og V>eri vitni í málinu megi vera óhrædd- ir um afleiðingar af framburði þeirra fyrir nefndinni. Lessari grein var að sögn bætt inn í frumvarpið sjer- staklega þessarar konu vegna. í þeim tilgangi að húfl með því móti fengist til að koma fram úr fylgsnum sinum. Komi hún ekki fram verður það álitin sönnun fyrir að hún liafi búið til brjefin, sem Parnell eru eignuð, án þess að hafa nokkuð við að styðjast, og að brjefin þess vegna sje fölsuð frá upphafi til enda. Htnn 28. f. m. kom dómneftnlin, 5 Mandeville rannsóknarmálinu, með það álit sitt, að hann hafi beðið bana i fangelsinu fyrir illa meðferð og að sú meðferð verði á engan hátt rjett- lætt. Nefndin fann og harðíega að því, að tnenn sem settir eru í fang- elsi fyrir pólitisk brot skuli sæta sömu tneðferð og almennir glæpa- menn. uCoj)eland”, gufuskip Slimons, er í sumar áttiað ganga til Reykjavíkur aðrahverja'viku, fórst25. f. m. á Pent- landfirði, eða sundi, er liggur tnilli Skotlands og Orkneyja. Mönnum öllutn' varð bjargað með hörkubrögð- um. Meðal farþegja var H. Rider Haggard, söguskáldið, er kom frá íslandi. Sagt er ogaðáskipinu hi.it verið 200 isl. vesturfarar, og stendur talan heima við seinasta hóp Allan- bnunnar í sttmar, Nofðlendingahóp- inn? AUSTURRÍKI. Stjórnfræðing- arnir þar eru ekki meir en ánægðir yfir för Vilhjálms keisara til Rúss- tands. byrst og fremst þykir þeim að hinn ungi keisari hefði átt að fintta sathvinnumenn sína fvrr en fjandmennina, og svo er þeitn for- vittii á að vita til hvers hann fór til Pjetttrsborgar og hvað það var sem þeim keisuritnum fór á milli. Upp á þær spurningsr fá þeir enn ekki neitt greinilegt svar. l>eir hafa náttúrlega eins og aðrir heyrt það «agt að uZarinn” ltatí lofað Vil- hjálmi að vinna að viðhaldi friðarins í Kvrópu og að ltann jafnvel hafi viljað ábyrgjast framhaldattili frið að 'ninnsta kosti áriangt. En nteð til- iib til Búlgarítt efast þeir utn að það loforö verði W1,t_ Ástæðurnar þar eru sem sje þeSsar: Rússar vilja fá Búlgarlu á satiia stigið og rikið var á fyrir ujtphlaupig j Philipptjpolis um árið, þegar eystri Uún.elia var sarn- einuð Búlgarlu, sv„ að peir hafi allt í sinni hendi eins og þA yeti eíit ríki sitt í þááttina Uessu þverneita Búlgarar, vilja \era sjálfstæðir eins og þeir nú ertt, að nafuiim til. I>að viija Austurrikismeun líka, ekki máske eitts tnikið af ást á sjálf- P !■'»->: eiits o a.l l,"utguti til að stemma st.igu fyrir Rússum á suðurferð þeirra. l>jóðverjar apt- ur á móti kæra ■'sig kollóttan hvern- ig fer um Búlgaríu, svo lengi sent þeir geta haldið stórveldunum í skefjum. Og ef þeir geta náð vin- fengi Rússa, þá hugsa þeir ekki svo mjög um löngun Austurrlkismanna í þessa áttina, þó þeir jafnframt hafi það á bak við eyrað, að ef 1 strið fer milli Rússa og Austurríkis- manna út af Búlgaríumálinu, eru þeir svarnir fjelagsbræður Austur- ríkismanna. Af þessu kæruleysi um framtíð Búlgaríu er það sprottið, að sagt er að Vilhjálmur keisari hafi lofað að vera hjálplegur við að víkja Ferdinand prinz úr sætinu ef Rússar vildu leyfa Búlgurum að vera sjálfstæðum eptir sem áður. En Austurríkismenn meta það fyrirhugaða sjálfstæði þess ríkis litið, þegar óvinir Rússa eru útbolaðir frá stjórninni, en þeirra eigin fylgismenn teknir við. I>eir ntunu því trauðlega samþykkja það fyrirkontulag þó Þjóðverjar kunni að geraþað. Búlgaríumálið er langt frá útkljáð enn. ÞÝZKALÁND. Keisarinn kom heim frá Danmörku hinn 1. þ. m. Þar hafði hann dvalið 2 daga, kom þangað frá Stokkhólmi á sunnudaginn var. Hann hafði farið frá Pjetursborg um miðja vikuna er leið og dvaldi hjá Oskar, konungl Svlft og Norðmanna, þang- að til á laugardag, að ltann fór af stað til Kaupmannahafnar. Meðan hanh d'valdi I Stokkhólinr fjekk hantt þá fregn að sjer væri fæddur sonur, hinn 5.,‘ og hefur nú fengið Oskar konung til að vera einn af sklrttar- vottunum. Keisarinn hefnr fengið boð og að sögn lofað að heimsækja Ítalíu konung í Rómaborg, áður en langt lfður. Ut af því em nú risnar deilur. Páfinn vill ekki þola að stjórn Ítalíu veiti útlendum konungi eða keisara formlega móttöku samhliða páfastólnuni. Það hefur ekki verið gert enn síðan stjórnin hreif borg- ina undan kirkju og klerkavaldinu, og nú þykir páfanum Bismarek ætla að launa sjer illa ýmiskonar lið- veizlu unt undanfarin tíma, ef hann lætur það viðgangast að Dýzkalands keisari verði fyrsti maðurinn til að brjóta svo mjög á móti páfadæminu. ÍTALÍA. Stjórnin þar hefur til- kynnt öllum stórveldunum að hún sje búin að hertaka Massowha og land- spildu þar umhverfis, við Rauðahafið, og að hún haldi því undir sinni verndarhendi framvegis. AFRÍKA, Frá Znlulandinu koma ltálf ófriðlegar fregnir. Dinizula, sonuf Uetewayos, á I sífeldu rifrildi við nágraitna höfðingjana og er það rtú orðið svo yfirfiripsmikfð að allir hermennirnir i Natal eru nú á leið- inni til Zululands til að bæla niður uppreistina. Að nafninu til er þessi ófriður sprottiiín af grípastuldi, en aðal-orsökin er þó sifelt rifrildi slðán Zululantli var skipt I detldir. Mót— stöðumaður Dinizulu er hinn satni er einlægt átti i brösum við Cetewayo gantla, og sem reið honum að fullu um siðir. PERSÍA. T>aðar. kotna fregnir uin altnenaa uppreist undir forustu 2 inatina, og er seinast frjettist Itöfðu hermenn ekki afl setn þurfti til að bæla niður uppreistina. FRA A.>i KJ-tlli U. BANDARÍKIN. ]>á er nú tolllækkunarfrum- varpið, sem lengst hefttr staðið fyrir þinginu I Washiugton, veriö sam- þvkkt itf nnttari pitigde'ltuiuii neðrideildinni— var samþvkkt nteð 162 atkv. gegn 149. Meðal ýmsra breytinga, er gerðar voru við það síðasta daginn, má geta þess að höf- undurinn sjálfnr stakk upp á að framvegis yrði tollinum á tóbaki við- haldið jafn háum og hann er nú, og var það vitanlega samþykkt mOt- mælalaust. Að vlsu voru nbkkrir, er sögðu að sú uppástnnga væri gerð til að tryggja demókrötum atkvæði Kent.uckymanna við komandi forseta- kosningar, en það hindraði þá söntu ekki frá aðsamþykkjauppástunguna. En þó nú frumvarpið sje komið I gegnum neðrideildina, þá er það ekki komiðgegnunt þingiðað heldur. EfrideiJdin tekur nú við því bg þar liklega fær það að hvíla sig fyrst um sinn. Að öDum llkunt fær það þar engu linlegri mótspyrnu en I neðrideildinni. Þó svona mikið hafi gengið á með þetta frumvarp, þá er ekki llkt þvl að það svipti tollinum af megin hluta aðfluttrar vöru. I>að vitanlega afnemur hann á nokkrum nauðsynja- vörum, svo frantarlega sem þær eru fluttar inn í rlkið óunnar í þeim flokkt má telja ull, hör og hamp, Strútsfjaðrir, salt, timbur og pjátur. Yfir höfuð nemttr tolllækkunin, ef frumv. nær lagagildi, einum fimta. Tollurinn var áður að meðaltali rúm- 50 af hundraði, en verður framvegis, eptir frumvarpinu, £42,49 af hverj- um hundrað dollars. Áður var toll- urinn á almennum matyörum £24,33 en frumv. gerir hann £23,33 af hundr- aði, tollur á sykri var 78,15 en verð- ur £62,31 af hverjum £10Ú. Tollur- inn á ull og ullarvarningi var $58,81 en verður £20,00 af hundraði, og kemur sú tnikla lækkutt tii af því að óunnin ull er gerðtollfrí. Oddviti nefndarindar, sem með þetta frumv. hefur höndlað frá því fyrsta, segir að þrætan um þetta mál hafi verið hin markverðasta, er komið hafi fyrir á þjóðþinginu. Til að ræða þetta mál eingöngu, voru haldnir 31 fundir, á þeim voru flutt- ar 151 langar ræður og auk þess svo margar stuttar, þegar engurn var leyft að tala lengur en 5 mínútur í senn, að þær til samans gerðu 120 kl.stundir. Ef frumv. öðlast laga- gildi minnkar það tekjur stjórnar- innar um £70 milj. á ári. Ekkert gengur nje rekur með fiskiveiðamálið enn. Það er rætt um það meira ogminnaí hverri viku, en meginhluti ræðanna er ekki ann- að en ávítamr flokkanna á víxl. Póststjórnin í Washington aug- lýsir, að fyrir nýgerðan samning við póststjórnina I Canada, verði bý- flugnabú framvegis send með pósti frá einu ríkinu til annars. ____________________ Kosning M. W- Fullers til yfir- dómara við hæstarjettinn var af efri- deild samþykkt í vikunni er leið. Við lok slðastl. fjárhagsárs var verð slegins og óslegins gulls I Bandaríkjum £706A miljótt, silfur £3b3-i milj. Á árinu voru búnir til gull og silfursenittgar upp á £60, 370,157. Fjárinálastjórnin hefur sent út aðvörun unt að nýlega sje komnir upp falskir £5 brjefpeningar (silfur- peninga ávísanir). Báðir pening- arnir eru merktir með bókstafnum D”, annar gerður eptir útgáfu pen- inganna 1886, hinn 1888. Attnar er ineð inynd Mörthu N\ ashington, en annar með mynd Grants. Nýlega ltafa Norður-ríkin I fje- lagi lokið kaupum á orustusviðinu við Gettysburg í Pennsylvania, er verður gitt og gert að alinenuum • k\n.u:ti>t.iö. l.in.idiö kostiiöi £65. 000 og gáfu hin ýntsu ríki það af opinberu fje. Á vígvellinum á að byggja stórkostlegan minnisvarða og til þess gefa ríkin einnig af opin- beru fje. Til þess er nú búið að safna rúinuin £90,000 Og af þeirri upþhæð gefa suðurríkin £15,000. Mest gefur New York-rlkið: Til lóðarkaupantia £20,000 og til mittn- isvarðans £1,500 fyrir ltverja her- deild sem var I strfðinu frá New York, en þær voru einar 30—40. Upphæðin setn New York gefur til minnisvarðans er ekki talin tneð þvi ofanritaða, Næst New Yórk géfur Ohio til minnisvarðans: $35,000, þá Massachusetts: £13,000. Minnesota gefur $1,000 til lóðarkati]>anna og $500 til minnisvarðans. Nýlátinn er í Cornwall, New York," Edward Payson Roé, presby- terian prestur og skáldsöguritari 50 ára gamall. Hanu var herprestur Norðanmanna I innanrikisstríðinu. Nýlega var -fullgert I Glasgow á Skotlandi gufuskij) sem er það stærsta I heimi næst ^Austra ntikla”. Skip þetta heitir uCity of JVew York”, er eign luman-línunnar og á aðbera fólk ogflutning milli New York og Liverpooi. Dreki þessi er 580feta langur, bg 634 fet á breidd, ber 10,500 lestir og vjelarnar lvafa 16,000 hesta afl. Ihnan skamms verður og fullgert annað jafnstórt skip fyrir sömu línu, er á að heita uCi(y of Paris”. Bæði þessi skip eiga að vera svo úr garði gerð, að þatt geti ómögulega sokkið. Þegar ttNew York” var hleypt af stokk- unum um daginn fór hún 25 ntilur á kl.stund, en það var líka rnesta ferð- in sem hún gat farið. í vikunni er leið var I New York útkljáð mál, sem staðið hefur yfir í 14 ár. Sækjandi heimtaði $30 ntilj. skaðabætur fyrir það að annað fjelag brúkaði einkaleyfi hans. Dómstóllinn úrskurðaði að sækjanda yrðu greidd 6 c e n t s I skaðabætur. .Tárnbrautastrið austur frá Chi- cago helzt enn, þrátt fvrir að skað- inn er fjel. bíða af því er £12—16, 000 á hverjum sólarhring. Síðastl. viku urðu gjaldþrota I Bandaríkjum 199 verzlanir; 37 fleira en sömu viku í fyrra. í lok síðastl. viku voru I Banda- rlkjum og Canada óseld 81 miljón buslt. af hveiti, afgangur frá upp- skerunni í fyrrasumar. Af fyrra árs liveiti voru til þessa tíma send út úr landinu 120 milj. bush. Duluthmenn fullyrða að þessa dagana verðí byrjað á bygging Duluth & Winnipeg-járnbrautarinnar og þvi verki haldið áfram þar til brautin er fullgerð á landamærin. * Frá 1. þ. m. er vöruflutnings- gjald með járnbrautum austur, lækk- aðunt 10 30 af hundraði, frá Fargo, Dakota. C a n a <1 a . Hermálastjórinn tekur vel undir áð fá lögregiuliðið I Norðvestur- lattdinu afmtmið, en að I þess stað komi hermannafiokkar, er myndaðir verði I hinum ýmsu þorynint vestra. Norðvesturbúar sjálfir hafa lengi heiintað þá breytingu og hvað ákaf- ast nú I vor og sumar. Og þar eð viðhald lögregluliðsins vestra kostar eins inikið eða rneira en viðhald allra herdeilda rikisins til samans, þá er ekki nema liklegt að breytingin fáist. . * Verzlun Canada við útlönd I Rtðftstl iútti rrátttið’. natti rjettum $20 miljónum, Af þeirri upphæð var goldið I toll til sambandsstjórnar- innar £1,942.000. Sambandsstjórnin hefur ákveðið að leyfa einstöku mönnum í Norð- vesturhjeruðunum ölsölu, þó því eins að ekki sje meira en fjórir hundruð- ustu ernlsins vínandi. Þeír sem fá meðmæli þinginanna Norðvestur- landsins fá að selja þetta öl, aðrir ekki. Ástæðan til þessa úrskurðar er með fram sú, að menn vestra skolpa í sig allskonaróheilnæmi svo framar- lega sent það gerir þá ölvaða. En aðalástæðan er þó llklega sú, að upp kom kvein um daginn þegar Kyrra- hafsfjelaginu var leyft að selja alls- konar vín á stóra hótelinu sínu í Banff. Indíána-ófriðurinn í norðurparti British Oolumbia er á enda, að sögn. Skipiiper flutti hermennina norður að ánhi er nú komið aptur til Victoria og segir að megin hluti sagnanna um ófriðinn sje alveg ósannar. Indíánar höfðu engan mann drepið, enn voru náttúrlega æstir yfir frá- falli síns manns, er lögregluþjórin- inn skaut. En nú er þeim þó Itægra- því lögregluþjónninn er í haldi og inál hans verður rannsak- að og dæmt þar á staðnum Hermennirnir er norður fóru sitja nálægt ármótunum, en sendu nokkra menn upp til Hazelton til að fregna um ástæðurnar. Ef fregnirnar verða friðlegar fara hermennirnir beint heiin aptur. í lok siðastl. júni mánaðar átti almenningur á vöxtuin á pósthús*-'- sparibönkunum $20,686,032, og á þar enginn einn meira en £300,00. Tala viðskiptamannanna þennan dag var 107,963. Bóndi einn skammt frá Mont- real, fanti um daginn grafna í jörð á landi sínu £4,000 í gull og silfurpen- ir.gum, 100 ára og eldri. Pening- arnir eru franskir, mexikanskir og bandarískir. Bóndinn ætlar að afi sinn liafi grafið þá þegar uppreistin byrjaði 1837. Edward Blake, fyrrum forvígis- maður reformflokksins á sambands- þingi, lagði af stað frá Englandi til Canada I vjkunni er leið, jafn heilsulaus og þegar hann fór. Með- an liann dvaldi á Íialíu var liann dá- litið skárri, en hefur versnað mjög síðan hann kom til Englands. Það, sem einkum þjáir hann er svefnleysi. í vikunni er leið var hlaypt af stokkunum í Nýja Skotlandi timbur- flekanum stóra, setn á að flytja til New York, og er nú sýnt og sannað að hatin er ekki gerður til að ,sigla lionuni eins og skipi, heldur verður að draga harin eins og hvern annaii fleka, þó hann sje gerður eins og skip. Flekii'ui er 598 feta langur. 52 feta breiður um miðjuna og 10 fet við enriana* í horium er 22,000 trjábolir, og liver þeirra að meðal- tali 38 fetá langur og á að geta veg- ar flekinn 1,100 tons. Hann hljóp af stokkunum óskemmdur, Og biður nú við bryggjuna eptir gufúskipum (2), sem eiga að draga hann vestur með ströndinni til New York. Flekinn er í ábyrgð fyrir $30,000. ’l'ekjur Kyrrahafsfjelagsins á fyrra helmingi ársins voru $5,833,3(K). þar af hreinn ágóði $1,113,870. Hraðfrjett frá Ottawa dags 30. f, tn. segir að E. Dewdney liafi verið veitt innanríkisstjóra embættið og John Haggart póststjóraembættiS. Utn 50 menn eru nú byrjaðir að taka út grjöt fyrir verksmiðjur Kyrrahafsfjelagsiris, er upp verða settar I Port. Artbur, að sögn hinar sömu sem nú ern I Wintiipeg. *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.