Heimskringla - 06.09.1888, Blaðsíða 1
Nr. 36
ð. IXi*
'Winnlpeg’, Man. 6. September 1888.
ALMENMB FRJETTIB.
FRÍÚTLÖNDUM.
ÞÝZKALAND. Ekkert er enn
augljóst af gerðum þeirra þremenn-
inganna áfundinum um daginn. Þð
er fullyrt að ekki þurfi Frakkar að
öttast afleiðingarnar í tilliti til ítaliu.
í vikunni er leið heimsótti Vil-
hjálmur keisari Saxa konung í
Dresden og sat iijíi honuin daglangt.
—Seinnihluta m&naðarins fer hann
af stað til Italíu og er r&ðgert að
hann sitji 8 daga um kyrrt í Róma-
borg.—Bismarek gamli er mjög
heilsulasinn og hefur verið nó um
mánaðartima.
Nýlega liafa verið gerð opinher
brjefaskipti keisarans og Von Moltke.
Sjezt par að gamalmennið æskti eptir
lausn frá herstjórninni og bar það
fyrir, að hann vseri nú orðinn of
hrumur til að sitja á liestitaki og
þola reið, væri þvi löglega afsakað-
ur. Eptir æðilangan umhugsunar-
tima gaf keisarinn honum lausn með
því skilyrði að hann hlyti þá samt
að gefa kost á sjer sem forseti land-
varnarnefndarinnar, svo hann og
þjóðin væru sjer þess meðvitandi að
hann væri enn þá starfandi fyrir
föðurlandið.
FRAKKLAND. Það helzt enn
þá við töluverður spenningur 1
mönnum á Frakklandi útaf ferð
Crispis frá Ítalíu til Þýzkalands.
Sum blöðin eru svo æst að þau
skora á gamla Bisinark að koma út
og reyna sig, ef hann álíti að Þjóð-
verjar hafi bæði löngun og tíma til
að berjast við Frakka einusinni enn.
Þeim er og illa við heræfingar ítala,
sem fara fram bæði í land og sjóher
þeirra þessa dagana. Segja ótæpt
að Crispi sje að framfylgja skipun-
unum, er herra hans og húsbóndi í
Berlín setti honum fyrir um daginn.
Boulanger er ekki ánægður
með að komast á þing sem rjettur
og sljettur fulltrúi í neðrideildinni.
Nú innan skamms ætlar hann að
sækja um kosningu í einu ráðherra-
kjördæminu. Þessi sigur hans um
daginn hefur þá haft þau áhrif að
Þjóðverjar eru farnir að tala um
hann og geta á hvers megi vænta,
ef hann nái forustu stjórnarinnar,
sem þeim þykir ekki ómögulegt.
Það álit verður allajafna ofan á, að
hann verði Þjóðverjum ekki korn
hættulegri en hvaða helzt annar
stjórnarformaður sem er, að Frakkar
sje um þessar mundir í þvf skapi,
að Þjóðverjar hljóti að vera viðbúnir
á allar síður.
Um miðjan þ. m. verður í
I oulon il Frakklandi hleypt af
stokkunum nýgerðu stríðsskipi, sem
eiginlega er gert til að berjast
undir vatni. Það flytur sprengi-
vjelar, er það festir á neðanverðar
síður herskipa fjandmannanna, en
frá þeiin bggja rafurmagnsþræðir
um borð á köfunarskipið og þegar
það er i nógri fjarlægð hleypir það
vjelunum af stað, og á þá bryndrek-
inn að fara í lopt upp i ótal molum.
AFRÍKA. Frá Góðrarvonarhöfða
koma fregnir um ákaflegt stórveður
°g stórkostlegt skipa og manntjón
á iiöfnum við suðurströnd landsins
hinn 80. f. m
Hmbmnnr { E-orópu hafa valdið
fjártjóni svo nemur milj í síðastl.
viku. í Hamiiorg a Þýzkalandi
brunnu vöruhús og l'ryggjur við
Elba-fljótið og nam skaði nn 81 "J
milj. og i bæ i Gallieiu í Austurriki
lirunnu hús og eignir síðastl. föstu-
dag, er námu að verðhæð 82-J inilj.
IJppskera í TSwrópu er nálega
allstaðar minni en í meðalári. Á
Englandi, Frakklandi, Ítalíu og i
öllu suður-Rússlandi er húu frá
fimtungi til fjórðungi minni en i
meðalári. í Þýzkalandi einu er
uppskeran í meðallagi og i einu
austurríska-hjeraðinu er hún meira
en í meðallagi.—í Egyptalandi er
uppskeran fjórðungi til þriðjungi
betri en í meðalári. En afgangur af
korntegundum Egypta segir litið til
ab fullnægja þörfinni i Evrópu.—
Á Indlandi er hveitiuppskeran
minni en i meðalári (og þegar bezt
lætur er hún aldrei meri en 9 bush.
af ekrunni) einkum fvrir óskapa
hita er þar gengu allt vorið út,
fram í júnimánaðarlok, Apturverð-
ur hveitimagn Indverja til útflutn-
inga að líkindum eins mikið og
vant er, þvi útfærsla hveitiakranna
á Indlandi ár frá ári er fjarska mikil.
FRA ameriku.
BANDARÍKTN.
Hinn fyrsta mánudag í nóv-
embermánuði fara forsetakosning-
arnar í Bandaríkjum fram, að því
leyti, að þann dag eru kosnir þeir
401 menn, sem kjósa forsetann.
En þessir kjósendur kasta ekki sin-
um atkvæðum fyrr en 5. desember.
Þá koma kjósendur hvers ríkis sam-
an í þess rikis þinghúsi og greiða
atkvæðin, sem allir vita fyrir fram
hvernig falla. Hinn 6. nóv. verða
fulltrúarnir á þjóðþingi kosnir fyrir
velflest rikin. Svo er og um þing-
menn á hinum ýmsu ríkisþingum og
embættismenn hinna ýmsu ríkja, að
þeir eru kosnir þennan sama dag.
Þennan sama dag kýs og almenn-
ingur í eptirfylgjandi 8 territórium
einn fulltrúa á þjóðþingi hvert:
Arizona, Dakota, Idaho, Montana,
New Mexico, Utah, Washington og
Wyoming.
Fylgjandi skýrsla sýnir: í fyrra
töludálki hve marga menn hvert
ríki sendir til að kjósa forseta og
varaforseta, en í síðaradálki hve
marga þingmenn almenningur í ríkj-
unum kýs til að sitja í fulltrúadeild
á þjóðþingi um næstu 4 ár.
Alabama........................ 10 8
Arkansas........................ 7 5
California...................... 8 6
Colorado........................ 3 1
Connecticut..................... 6 4
Delaware........................ 3 1
Florida....................... 4 2
Georgia........................ 12 10
Illinois....................... 22 20
Indiana........................ 15 13
Iowa........................... 13 11
Kansas.......................... 9 7
Kentucky....................... 13 11
Louisiána....................... 8 6
Maine......................... 5 4
Maryland........................ 8 6
Massachusetts.................. 14 12
Michigan...................... 13 11
Minnesota....................... 7 5
Mississippi..................... 9 7
Missouri....................... 16 14
Nebraska........................ 5 3
Nevada........................ 3 1
New Hampshire................... 4 2
New Jersey...................... 9 7
New York....................... 36 34
North Oarolina................ 11 9
Ohio........................... 28 21
Oregon.......................... 3 1
Pennsylvania................... 30 28
Rhodé Island.................... 4 2
South Carolina.................. 9 7
Tennessee...................... 12 10
Texas.......................... 13 11
Vermont....................... 4 2
Virginia....................... 12 10
West Virginia................... 6 4
Wisconsin...................... 11 9
í 6 ríkjum hafa kosningar farið
fram, að undauteknum fulltrúakosn-
ingum á þjóðþing nema í 2 ríkjum
er fara fram jafn snemma og for-
setakosningarnar, en þessieru ríkin:
(mánaðardagstalið innan sviga sýnir
hvenær kosningarnar fóru fram)
Rhode lsland (4. apríl), Louisiana
(17. apríl), Oregon (4. júní), Alabama
(6. ágúst), Arkansas (3. sept.), og
Vermont (4. sept.) Við þessar
kosninirar máttu demókiatar betur í
Louisiana, Alabama og Arkansas,
en rejiúl'li kar í Rhode Island,
Oregon og Vermont.
í Maine verða þingmenn á bæði
ríkis og þjóðþing, svo og allir em-
bættismenn ríkisins kosnir hinn 10.
þ. m. Og í Georgia verða embætt-
ismenn rikisins og þingmenn á rikis-
þingi kosnir hinn 3. október.
Umboðsmenn Washingtonstjórn-
arinnar ætla bráðum að gera aðra
tilraun til að fá Indiánana við
Standing Jtork til að selja land sitt,
samkvæmt fyrirmælum stjórnarinnar.
Þegar stjórr.inni var kunngert hvern-
ig fór í sumar, sendi hún umboðs-
mönnunum boð um að halda áfram
tilraununum og ef á þyrfti að halda,
þreyta við allt sumarið út og allan
komandi vetur.
Oeeonir-1 ín ufjelagi ð hefur náð
í póstflutninginn frá Ameríku til
Ástralíu um einn árstiina enn, til
nóvember-byrjunar 1889, eingöngu
fyrir boð Bandaríkjastjórnar að veita
850,(XX) styrk um árið.
Gulaplágan í Florida er að
magnast aptur, segja fregnir þaðan i
vikunni er leið. E>að var um tíma
ætlað að sóttin væri nærri útdauð,
en allt í einu braust hún út með
margföldum ofsa. Wasliingtonstjóm-
in hefur fengið áskorun um styrk
handa 10,000 manns, sem sagðir eru
allslausir í og umhverfis Jackson-
ville, sem pestarinnar vegna geta
ekkert fengið að vinna. E>að er
mælt að um síðastl. mánaðartíma
hafi 18—20,000 flúið af skaganum
norður um ríki.
Oliver Dalrymple, eigandi Dal-
rymple-búgarðsins stóra í Dakota,
hefur nýlega gegnum blöðin sent
bændum áskorun um að selja ekki
hveiti sitt ofsnemma S haust. Hann
telur sem sje efalaust að það komist
í $1,00 bush. fyrir rj'ra uppskeru
bæði í Bandaríkjum og Evrópu.
Cleveland forseti hefur kjörið
C. F. Templeton fyrir aðstoðar-
dómara við Dakota yfirrjettinn.
Stúlka ein í Cincinnati rjeði
sjer bana í síðastl. viku á brúðkaups-
dag systur sinnar; hún óttaðist að
hún yrði meykerling, af því systir-
in sem giptist var yngri en hún.
Innan skamms ætla þeir Robert
I ngersoll og Henry George að þræta
um það á opinberum fundi I New
York, hvert betra sje fyririr landið
óhindruð verzlun eða verndandi toll-
ur. Ingersoll mælir með tyllinum,
en George náttúrlega með óhindr-
aðri verzlun.
Það er mælt að Guinnis hinn
mikli ölbruggari á Englandi sje að
mynda ölgerðarfjelag í New York
með $8 milj. höfuðstól, er á að búa
til samskonar öl og hann gerir á
Englandi. Yerkstæði fjel. verða í
New York, Boston og Chicago.
Hinn 24. f. m. kom til Duluth
hin fyrsta vagnlest eptir Duluth
South Shore & Atlantic-brautinni,
er liggur til Sault Ste. Marie og sem
Canada Kyrraliafsfjel. keypti fyrir
skömmu. Brautin verður ekki opn-
uð fyrir farþegjaflutning fyrr en um
miðjan október I haust.
Það er fullyrt að Canada Kyrrah,-
fjel. sje búið að kaupa og leiga
járnbrautir alla leið frá Detroit til
Chicago, svo að það innan skamms
geti rennt lestum sínum inn þangað.
Kona Pólverja eins í Duluth
fæddi um daginn fjórbura—2 drengi
og 2 stúlkur—og öll börnin efnileg
og frisk.
Af skipuuuin 4, er í senn lögðu
út frá New York um daginn, varð
Cunard-línuskipið uUmlrria" fyrst
yfir hafið, kom til Queenstown á
írlandi eptir rúmra 7 daga ferð.
jCity of New York" kom ekki
fyrri en á 9. degi, enda hafði hún
tafist 12 kl.stundir að öllu samtöldu
á leiðinni, fyrir stirðleik í ýmsurn
hlutum vjelanna, sem enn eru ekki
orðnar svo brúkaðar að þær vinni
jafnt og rykkjalaust.—Mesta ferð
uUmbria” á sólarhringnum í þessari
ferð var um 450 mílur, eða nálega
19 mílur á kl.stundunni að jafnaði.
Minnsta ferð skipsins á sólarhringn-
um var 346 mílur.
C a n a d a .
Sendimennirnir frá Nyfundna-
landi, sem eiga að tala um inn-
göngu eyjarinnar í canadiska fylkja-
sambandið, koma til Ottawa hinn 19.
þ. m.
Nafnbætur fengu þeir allir um
daginn, sem viðriðnir voru fiski-
veiðasamninginn góða, f vetur er
leið. Sir Charles Tupper var gefinn
barúns titill, Thompson, dómsmála-
stjóri er orðinn uSir", og 2 aðstoðar-
menn hans við samninginn, og West,
ráðherra Breta f Washington, er
orðinn Commander of the Grand
Cross of St.Michael and St. George.
Það þykir nokkuð einkennilegt að
þeir skuli sæmdir heiðurs nafnbót
fyrir að hafa gert samning, sem
kominn er eins og þessi fiskiveiða-
samningur.
Þrír búfræðingar, formenn bú-
fræðisskóla og ritstjórar búfræðis-
blaðanna, uBells Weekly Messenger"
og uMark Lane Express", í London
á Englandi, eru um þessar mundir að
ferðast um Canada til að kynna sjer
hjerlenda búnaðaraðferð og kenns lu -
greinar í búfræðisskóluin o. þvl.
Tekjur Kyrrahafsjárnbr.fjel. f
síðastl. júlfmánuði voru $1,185,355;
þar af lireinn ágóði $401,039.
Nýlega hefur verið höndlaður
og fluttur til Toronto E. S. Cox,
einn þeirra manna, er mest og bezt
unnu að því að koma Central-bank-
anum á höfuðið í vetur er leið.
Hann hafði ímyndað sjer að það
væri óhætt að bregða sjer yfir landa-
mærin á sunnudag og gerði það, en
var samstundis handtekinn.
í síðastl. júlfmánuði nam verzl-
un Canadamanna við útlönd $19^
milj. Tolltekja af þeim varningi
var rúmlega $2 miljónir.
Strandferðaskip á Lawrenceflóa
strandaði f vikunni erleið og drukkn-
uðu þar 15 menn af 17 skipverjum,
er voru á skipinu, meðan skip-
stjórinn fór með farþegja f land.
HveitdS eeð hœkka i verði. í lok
síðastl.mánaðar var No. 1 hard-
hveitið komið upp f $1,12—$1,15 á
hveitimarkaðinum f Montreal og No.
1 WoríAern-hveitið $1,10—$1,12.
í vikunni er leið hafði Laurier,
formaður reform-flokksins, pólitiskan
fund að St. Thomas, Ontario, og
mælti þar máli Clevelands forseta
og sagði það skuld Canadastjórnar
að svona er komið. Fyrir þessa
ræðu sfna hefur hann fengið gróf-
ustu ávftanir, ekki einungis frá
conservative-blöðunum, heldur hvað
mestar frá uGlobe" (sjálfu reform-
forustublaðinu) og uMail" J Toronto.
Skipið uTbingvalla" liggur f
lamasessi f Halifax og verður ekki
ferðafært fyrri en búið er að byggja
ujij) aptur allan framhlut þess alveg
niður að kjöl. Þeir, sem skoðað
hafa skipið skilja ekki hvernig það
komst inn á höfnina eins molbrotið
og það er.
Hin fyrirhugaða löggjöf Banda-
rfkjanna gegn Canada hefur haft
þau álirif á formenn stórbrúarfje-
lagsins i Quebec, að þeir hafa af-
ráðið að láta nú þegar kanna fljóts-
botninn, fastákveða iirúarstæðið og
gera nákvæma áætlun um kostnaðinn.
Maður einn í Uxbridge, Ont.,
hefur nýlega fullgert uj)j>finding
eina, sem er ómetaulega mikils virði
fyrir járnbrautafjelög. Upj)find-
ingin Siggur í því að stöðva járn-
brautarlest með rafurmagni svo aö
segja á augnabliki á hvað mikilli
ferð sem hún er. Lestina má stöðva
með því að hleyjia rafurmagns-
straumnum áhjólgrijia (/irakes) sem
eru á hverjum vagni og frá liverjum
enda lestarinnar sem er, og það sera
mest er í varið. fyrir ferðamenn er
það, að útbúningurinn er sjerskild-
ur fyrir hvern og einn vagn, svo
þeir stöðvast allir í senn og rekast
því ekki saman eins og menn venj-
ast nú, þegar lest er stöðvuð snögg-
lega. Svo er og þessi útbúningur
úr garði gerður, að þó lestin slitni
sundur, þá veitir manni jafnljett að
stöðva hvem einn út af fyrir sig
eins og alla í senn. Eptir að hafa
fullgert þessa uppfinding fór mað-
urinn með hana til Pennsylvania og
ljet reyna til hlýtar á Lehigh Valley
brautinni, er liggur f fjalllendi og
er víða brött. Lestinni var rent 50
mílur á tfmanum og hún algerlega
stöðvuð á svo að segja augnabliki.
Maðurinn hefur nú lieðið um einka-
leyfi fyrir að brúka þessa uppfinding
bæði í Bandaríkjum, Canada og öll-
um öðrum löndum, og er nú að
mynda fjelag til að búa til hjólgrip-
ai.a og það sem þeim tilheyrir.
Að fá þessa hjólgripa kostar að eins
einn sjöunda f samanburði við þá,
sem nú eru brúkaðir, og eptir að
þeir eru fengnir kosta þeir ekki
nema einn dollar á móti 20 áður,.
af þvf útbúnaður þeirra er bæði
sterkur og óbrotinn og ekki þörf 4
eins mörgum lestamönnum. Upp-
finnarinn gerir og ráð fyrir að láta
rafurmagnstrauminn frá sama forða-
búri vinna tvennt f einu: stöðva lest-
ina og lýsa hana upp að næturlagi.
Sumartíðin leikur ekki við
kaþólskubændurnar umhverfis Mont-
real. Allan miðpart sumarsins var
ákaflegur hiti og þerrir dagsdag-
lega. Svo þegar þeir sáu að jarðar-
gróðinn ætlaði að visna af ofþurki
ljetu þeir flytja messur biðjandi um
regn. Regnið kom um síðir og þá
ljetu þeir flytja þakklætisinessur,
sem auðvitað var. Nú hefur regnið
komið í svo ríkum mæli að þeir
eru farnir að biðja klerkana að flytja
messur og biðja um þurk, að minnsta
kosti um uppstyttu dag og dag f
senn.
Sambandsstjórnin hefur ákveðið
að hleypa Ayers-meðalamálinu fyrir
hæsta rjett, í þeirri von aö fá fjár-
málarjettardóminn ónýttann. Verði
sá dómur staðfestur verður útfallið
að kynjalyf komast inn í ríkið svo
gott sem tollfrí. Aðferð Ayersfjel,
er þessi. E>að sendir meðölin tilbúin
í tunnum til Montreal, en þar er
verkstæði þar sem þau eru sett í
flöskur, þær letraðar þar og verzlun-
armerki fjelagsins sett á. Dómur
fjármálarjettarins er því sá, að með-
ölin meðan þau eru í tunnum, sje
ekki meðöl, að eins meðalaefni, en
að þau verði að meðölum um leið
°g þau eru sett í letraðar flöskur
með innsigli fjelagsins. Detta þykir
stjórninni vitlaus dómur.
Verkamannafjelögin í Montreal
höfðu hvíldar og skemmtidag hinn 3.
þ. m. og hafa hann framvegis hinn
1. september á hverju ári, Á pic-
nic er þau hjeldu voru viðstaddar
40,000 manns.