Heimskringla - 22.11.1888, Page 2

Heimskringla - 22.11.1888, Page 2
An Icelandic Newapaper. PUBLISHED e\eiy Ttiursday, by The Heimskringi.a Pbinting Co. AT 35 Lombard St........Winnipeg, Man. Subscription (postage prepaid) One year........................$2,00 6 months........................ 1,25 3 months.......................... 75 Payable in advance. Samplé copies mailed free to any address, on application. Kemur út (að forfallalausu)á hverj- um fimmtudegi. Skrifstofa og prentsmiðja: 35 Lombard St.....Winnipeg, Man. BlaðitS kostar : einn árgangur $2,00; hálfur árgangur $1.25; og um 3 mánutvi 75 cents. Borgist fyrirfram. Athnga! Utan ' á öll viðskiptabrjef til blaðsins eru menn framvegis beðnir að rita pannig: The Hcimskringla, Printing Co. 35 Lombard Street, Winnipeg, Man. J5U: Allar ávísanir, hvert heldur á banka, pósthús eða Mxpre&s-fjelög, eru viðskiptamenn blaðsins vinsam- lega beðnir að rita pannig: uPay to Heimskringla”. Uessi áritun er hentugust fyrir útgefendurna og engu ópægilegri fyrir viðskipta- mennina. Um leið og vjer tökumst á hendurútgáfu uHeimskringlú” vild- um vjer vinsamlega minna kaup- endur blaðsins á, að nú eru eptir ó- útkomin af pessum árgangi að eins ö blöð, en óinnheimt er enn meira en helmingur af andvirði pessa ár- gangs. Frá pessum tíma og pangað til eptir nýár er hentugastur tími fyrir bændur að borga, og yfir höfnð fyr- ir alla, par sem sumar- og haust- störfunum er um pað bil lokið, svo allir hafa meiri og minni peninga í höndum sjer. Og einmitt pess vegna, að peningar koma í hendur fæstra verkamanna og bænda fyrr en á haustin hafa útgefendur blaðs- ins hlífzt við að ganga hart eptir peningum. Yjer vonum pví að peir, sem enn hafa ekki borgað, láti pað ekki dragast hjer eptir að borga, og láti ekki útgefendurna gjalda pess, að peir hafa verið vorkunn- samir. ’ * Hjer í bænum eru margir kaup- endur uHeimskringlu”, sem enn hafa ekki borgað fyrir pennan árgang blaðsins, og sem ýmsra kringum- stæða vegna ekki hafa hentugleika á að koma með peningana á skrif- stofu blaðsins. Þessuni mönnum til pægðarauka skulum vjer geta pess að peir Egjólfar Egjólfsson, verzlunarm., Cor. Young & Notre Dame St. W. °g Th. Einney, ver/.lunarm., 173 lloss Street veita móttöku öllum innborgunum til blaðsíns, og taka einnig á móti nöfnum peirra, er kynnu að vilja gerast kaupendur pess framvegis. Útg. Eiga íslendingar að liafa hönd í bagga með bæjarstjórninni hjerna í Winnipeg? Þessu spursmáli hefur aldrei verið hreift fyrr en nú. Það hafa að vísu einstöku menn endur og sinnum látið pað í ljósi, í heimulegu samtali við kunningja sína, að ís- lendingar ættu að eiga mann af sínum flokki í bæjarráðinu. og í fyrra haust var pað álit látið í ljósi í Hkr. í svo mörgum orðum. E>á er upptalið. Nú í haust hefur petta mál komizt lengzt. L>að hefur komi/.t svo langt, að talað hefur verið um 2—3 menn, sem gerlegt væri að ýta út sem umsækjendum bæjar- ráðs-fulltrúaembættis. En skal pá par staðar nema? Ekki ætti pað að vera, að menn ljetu sjer nægja umtalið eitt. Islendingar voru í fyrra haust —og eru sjálfsagt enn, hinn fjórði fjölmennasti pjóðflokkur í bænum. Þeir hafa alizt upp með bænum, og pað er venjuléga aðal-áherzlusögn umsækjenda pessara embætta, að peir sje búnir að búa svo lengi í bænum. Þessi bær hefur verið als- herjar heimili íslendinga nærri að segja frá pvi hann varð til. Þeir hafa búið hjer að staðaldri, eins fjölmennir að tiltölu og pann dag i dag, frá pví 1876—77, en aldrei náð í nokkur embætti, ekki svo mikið um að peir hafi fengið dag- launavinnu við að skafa aur og leðju af götunum, nema einstöku fátæklingur stund og stund nú á siðustu 3—4 árum. Hverju er um að kenna? Því, og engu öðru, að peir bera sig ekki eptir pví. Rjettur vor til að eiga fulltrúa í bæjarráðinu verður ekki hrakinn, pegar litið er til tölumergðar ís- lendinga i bænum í samanburði við aðrapjóðflokka. Það er svo greini- legt, að engum sanngjörnum manni myndi koma til hugar að hafa á móti pví. Og að vjer höfum nóg af mönnum, sem sjeu fullkomlega vaxnir pví að gegna bæjarráðs- störfum, um pað mun heldur enginn geta efast. Það er alveg víst, að vjer getum komið fram með marga menn íslenzka, sem jafnsnjallir eru hvað gáfur snertir, peim sem nú og fyrr hafa skipað bæjarráðið. i>að út heimtir hvorki sjerstakar gáfur eða sjerstakan lærdóm að standa vel í peirri stöðu. Aðal-skilyrðið er, að maðurinn hafi gott búvit, sje fram- sýnn og drífandi starfsmaður. I>eg- ar eitthvert vandamál parf að útkljá vísar lögsögumaður bæjarins veg- inn. Nokkrir bera kvíðboga fyrir, að íslendingar geti ekki málsins vegna leyst bæjarráðsstörf af hendi svo vel sje, nema pá einstöku inaður. Ef menn líta á allan pann mikla skara franskra manna, sem ýms em— bætti hafa á hendi, en sem naumast geta komið út úr sjer einu óbjög- uðu einsatkvæðisorði á enskri tungu pá hljóta menn að sjá að sú ástæða er einskis virði. Auðvitað kunna pessir frönsku menn bókmálið enska par peir hafa gengið gegn um enska skóla. Þar i standa peir bet- ur að vígi en flestir íslendingar. En pá er pað aptur, að bæjarráðsmenn purfa sjaldan að brúka jiennann að mun. Bæjarskrifarinn tekur pað ó- mak af peim, og par að auki eru hinir ýmsu nefndarskrifarar, er rita allt sem rita parf á nefndarfundum. Málsins vegna purfa íslendingar ekki að standa eins fjarri og peir gera enn. En hversu færir sem íslending- ar eru nú til að gegna pessum störf um, purfa peir ekki að búast við pví fyrst lengi fram eptir, að hjer- lendir menn biðji pá að gefa sig fram. !>eir verða sjálfir að brjóta Ssinn, sjálfir að gera rögg á sig og sýna að peir treysti sjer til að nota og ætli sjer að nota pegnrjettinn. Og pað er kominn tími til að sýna pað, eptir 12 ára bústað í bænum. í hinu 4. kjördæmi bæjarins (Ward 4), par sem íslenzk atkvæði eru flest, eru pau samt óvenju fá í samanburði við hjerlendu atkvæðin. En pau ern nógu mörg til pess að ráða kosningaúrslitum, einungis ef kjósendurnir eru samtaka. Það sem pess vegna ríður á, er, að ekki verði 2 eða fleiri íslen/.kir umsækjendur, pví pá er allt úti. Og ef satt er sagt, pá verða pað nú einmitt mestu vandræðin, stæsti pröskuldurinn á veginum, ef dæmt er ejitir flokka- drættinum sem fram hefur komið í hverju einu að undanförnu, og sem enn stendur oss fyrir prifum að mörgu leyti. Það sem parf að gera er, að kalla saman allsherjarfund ís- len/.kra kjósenda í 4. kjördæmi til að ræða petta mál. Á peim fundi parf að tilnefna 2 eða fleiri rnenn til að sækja um embættið, er jafnframt og peir gefa kost á sjer sem sækj- endur, purfa að lofa pví, að verði peirekki kosnir til að sækja um em- bættið skuli peir samt gjöra sitt ýtrasta til pess að ká, sem kjörinn verður, nái embættinu, og ekki ganga frá fyrr en hið síðasta atkvæði hefur greitt verið á kosningadegi. Eptir að pessi loforð eru fengin kýs fundurinn sækjandaun, og peim sem pá hreppir meginhluta atkvæða, hijóta allir að fylgja til víga, hvort sem peim pykir ljúft eða leitt. Ef nokkuð á að ganga hlýtur allur smá flokkadráttur vor á meðal að hverfa, að minnsta kosti meðan á pessu stendur, á meðan hinn íslenzki pjóð flokkur stendur í fylkingu á vígvell- inum gagnvart sjer miklu mann— fleiri fylkingu hjerlendra manna. I>að getur í sumum tilfellum pótt hart aðgöngu petta, að fylgja peim manni að vígum, sem maður máske álítur mikið ver fallin til að gegna embættinu en einhvern annan. En pað er pó einmitt sá reynsluskóli, sem íslendingar hjer í landi verða allir að ganga í gegnum, ef peir nokk- urn tíma vilja ná pólitiskum völd- um, 1 hvaða mynd sem er. Tíminu er orðinn naumur. Að 20 dögum hjer frá fara bæjarráðs- kosningarnar fram. Ef íslendingar hugsa til að eiga fulltrúa í bæjar- stjórninni á næsta ári, pá er nú mál að taka til verka. Það má ekki seinna vera. Það parf ekki einung- is að fá loforð íslenzkra kjósenda, heldur, og miklu fremur, parf að safna loforðum peirra hjerlendu. Er petta ekki reynandi? Til- raunin skaðar-ekki, og pað er eng- in sneypuför sem menn færu, pó peir yrðu pá bornir ofurliði við kosningarnar, sem engin sjerstök á- stæða er til að óttast. Það fer miklu fremur að verða sneypa, ef íslendingar, jafnmannmargir og peir eru í bænum, reyna ekki til að poka sjer dálítið upp á við í pessu sem öðru. KVENNAFRÆÐAIIINN. Svo heitir bók ein í 2 heptum (hið fyrra nýprentað) eptir Elini Briern. Innihald fyrra hejitisins er mestmegnis um matbúning og er niðurskipunin mjög lík og í mat- reiðslubókum, sem algengar eru hjer i latidi. Aptasti kaflinn í bókinni er um næringarefnin í hinum ýmsu fæðistegundum, fram settur á lipru Og alpýðlegu máli, svo að hverju barni er skiljanlegt. Yfir höfuð er bókin vel rituð og matbúnings fyrir- sagnirnar svo ljóslega framsettar, að hverri konu er gefið að matbúa eptir peim. í hinu öðru heptinu, sem út á að koma á næsta vori, verða meðal annars ritgerðir um andrúmsloptið og um hirðingu herbergja og innan- hússmuna. í hvortveggja pessu efni, hús- geymslu og matreiðslu, er islenzku kvennfólki yfir höfuð að tala ábóta- vant. Jafn pýðingarmikið atriði og hvortveggja er, hefur lítil stund verið lögð á að útbreiða pesskonar pekkingu meðal almúgakvenna á landinu. Auðvitað er pað mikið að lagast nú á seinni árum. Kvenna- skólarnir hafa gert stórmikið að vcrkum í pá áttina, en peir ná til allt of fárra. Það verður fyrst um sinn ekki nema lítill hluti hinnar ís- lenzku kvennpjóðar, sem peirrar tilsagnar getur orðið aðnjótandi, er á skólunum býðsti, Allur fjöldinn lærir ekki nema á lilaujium og á ó- fullkominn hátt hvernig á að mat- búa og hirða hús, svo siðuðu fólki sje sæmandi. Og fyrir pann flokk kvenr.a er pessi handbók matreiðsl- unnar dýrmæt eign. Þó bókin sje vitanlega rituð fyrir húsmæður á íslandi, pá er hún mjög svo gagnleg fyrir íslenzkar konur, sem til pessa lands eru fluttar. Þær geta lært af henrii ýmsan matartilbúning, sem pær pekktu ekki áður og sem pær geta trauð- lega lært pó hingað sje komnar, nema pær kunni ensku og kaupi hjerlendar matreiðslubækur. Að prentun og pappír er bókin einnig sæmilega vel úr garði gerð, og pegar stærð hennar (fyrra hejitið 212 bls.) er tekin til greina, pá er hún mjögódýrákr. 1,25. Bæði hept- in til samans, í kájiu, fást fást hjá kostnaðarmanninum, Sigurði Kristj- ánssyni, á 2 krónur. Til Ameríku leggst burðargjald með pósti við framangreinda verðhæð. „LÝÐUR” heitir nj'tt blað sem byrjað er að koma út á Akureyri undir ritstjórn sjera Matthíasar Jochumssonar. Blaðið er í líku sniði og á likri stærð og Fjallkonan, og eiga að koma út af pvi 25 arkir á ári, en ár- gangurinn kostar (hjer í Ameríku) kr. 2,50 eða um 70 cents. Af stefnu pess, sem auglýst er að venju i fyrsta blaði, má sjá, að pað á að verða pað sem hjer er kallað Independent (óháð) blað, ó- bundið hinum andvígu stjórnarflokk- um. Það tekur pað greinilegafram, að pað verði ekki eins einstrengings- legt eins og flest hin blöðin á ís- landi eru, hvort heldur er í póli- tiskum eða öðrum málutn. Segir pað meðal annars að stefna sín verði uað gæta rjettar og sóma allra sem einstakra, hvort heldur par eiga hlut að máli bændur, embættismepn, kaupmenn, innlendir eða útlendir”. Og í pví sambandi segir pað: (lSjer- staklega viljum vjer sýna löndum vorum í Vesturheimi og peirra mál- um meiri sanngirni, en hingað til hefur komið fram í sumum íslenzk- um blöðum”. Þetta fyrirheit er sjálfsagt kær- komið öllum íslendingum hjermegin hafsins, og peir mega líka treysta sjera Matthíasi til að efna petta heit sitt. Hann hefur rýmri skoðun en svo, að hann áliti pá alla ýmist glæpamenn eða ónytjunga, sem flytja af íslandi, enda segir hann í blaðinu á pá leið, að pað sje fremur vottur um dug en dugleysi, pegar allslausir menn sem enga framtíðar- von eiga á íslandi rifa sig burt frá öllum sínum og flytja vestur um haf. Það er engin vanpörf, að á ís- landi sje til blað, sem getur litið á menn hjer vestra eins og ærlega menn og nýta menn. Það sem menn hjer krefjast af löndum sínum heima á íslandi er sanngirni, að peim sje unnað sannmælis. Krafan sýnist ekki ósanngjörn, en svo virð- ist pó, að sumum blaðamönnunuin heima komi hún öðruvísi fyrir sjónir. Mönnum hjer er ekki nein pægð í hrósi fram yfir pað sem peir eiga skylið, en peir vilja ekki lieldur taka með pökkum ástæðulaus atyrði, en sein menn liafa átt að venjast helzt til um of. Þess vegna er pað nokkuð ný- stárlegt að sjá islen/.kt blað gera pað að stefnu sinni, að sýna Arner- íku-föruin sanngirni og gefa peirra málum einhvern gaum. Og ef menn hjer vilja sýna að peir meti að nokkru petta loforð sjera Matth., pá er ekki nema líklegt að peir styðji að viðhaldi uLýðs” með pví að kaujia hann. Nafn ritstjórans er líka nægileg trygging fyrir pví að blaðið verði vel ritað, skemmtandi og að öllu leyti vel úr garði gert. Og verð blaðsins (70 cents) er svo lítið, að engan hjer í landi dregur urn pað. SPURNINGAR OG SVÖR . SPUHNINGAR. 1. Ef maður deyr hjer í landi, semá hvorki konu eða börn, en sem á föður á lífi og bæði alsystkyni og hálfsystkyni, á þá faðirinn eða systkynin arfinn, eða hann og þau í fjelagi? 2. Ef liinn framliðni eptirskilur enga erfðaskrá, geta alsystkynin pá tileinkað sjer allan arfinn, e'Sn eiga hálfgystkynin hlut í honum. íS’. S. S V ö H . 1. Faðirinn tekur allar eignir sonar síns, ef hann deyr ókvæntur og á ekki barn. 2. Ef hinn framliðni á hvorki föður nje móður á lífi, lætur ekki eptir sig erfðaskrá og á hvorki konu eða börn, taka systkynin eignirnar að rjettum hlut- föllum. Það gerir engan mun livert það eru alsystkyni eða hálfsystkyni; þau eiga öll jafna upphæð. F r e g n i r Úr hinum íslenzku nýlendum. WASHINGTON HARBOR, WIS. 1. nóvember 1888. Þann 14. október p. á var fyrsti íslendingafundur haldinn á Was- hington-eynMÍ, og var mjer af fund- arniönnum falið á hendur að biðja ritst. Hkr. að ljá linum pessuin rúm í blaðinu. Eptir tilmælum Jóns Gíslason- ar kaupmanns komu saman í lióteli hans 14 íslendingar og var tilgang- ur peirra að tala um samvinnu í fje- lagi til eflingar landbúnaði. Fundur var settur kl, 3 e. m., fundarstjóri kosinn Jón Gíslason, skrifari B. Nikulásson. Fyrst var, eptir ujipástungu Hannesar Jónssonar, talað um að koma á stofn sauðfjárrækt, og lof- uðu fundaimenn $77, sem borgist til fjehirðis fjelagsins—Jóns Gísla- sc^ r1, fyrir 1. júlí 1889; til að sjá um mnkaup á fjárstofnunum voru kosnir Jón Gíslason og Oddur Magn- ússon. Svo var eptir upp&stungu Sigurðar Sigurðssonar rætt um, að ef einhver af íslendingum hjer yrði fyrir tjóni af heilsubresti, liúsbruna eða öðrum óhöppum skyldi kallað til almenns fundar meðal ísl. og á einhvern liátt hjálpað. peim sem purfandi væri. Svo voru ejitir upjiástungu Árna Guðmundssonartekin samskot handa Jóni alpingismanni Olafssyni í Reykjavik—ekki sem purfamanni, heldur sem pakklætisvottur fyrir drenglyndi hans við ísl., sem flutt hafa til Ameríku til að leita sjer fjár að fornum sið. Næsti fundur var ákveðin 13. desember. Fundi slitið. * * * Á Washington-eynni eru alls 110 ísl., börn peirra meðtalin, sem hjer eru fædd; 20 bændur, 6 lausa- meuii. Tala eyjarbúa 900, meiri jiartur Skandinavar.—Jarðrækt er hjer í barndómi meðal landa, pví tondin eru seinunnin vejrna akóg- anna. Allir sem búnir eru að vera hjer ári lengur eiga meira og minna af nautgrijnim og svínum, en skóg- arvinna er aðalatvinnuvegur nj'- byggja. Enginn lsl. hefur hjer kornyrkju svo teljandi sje; pað eru enskir og danskir, sem búnir eru að vera hjer 10—20 ár, sem hafa hreinsað akurlönd, og fá peir góða ujipskeru í flestum árum. í fyrra- suinar var meðalár, og fjekk ríkasti bóndinn 1500 busli., inest hveiti. En í suinar fengust 300 liush. af sama landi, endu Jjekkir enginn hjer pvilíkann uppskerubrest fyrr. Margir fengu ekkert til preskingar að eins lítið eitt til fóðurs, og hefur almenningur keypt fóður af megin- landinu að stórum mun.—Orsökin til pessarar bágu uppskeru var, að vorið var kalt og opt snjóhret. í iniðjum júní byrjuðu purkar, sem hjeldust til 15. ágúst; engisprettur gerðu og stórtjón á öllum jarðar- gróða meir en nokkru siiini fyrr hjer. Kartöflur urðu næstum í mcðallao-i. O —Allt er hjer í háu verði, sem parf að kaupa; hveitimjöl 7| doll. tunn- an, pessa dagana, en vonandi er að pað lækki í verði aptur. Október var vætusamur og nú er stórrigning pessa daga. Ileilsufar hefur verið hjer al- mennt gott, enda er hjer hreint lojitslag og gott vatn.—23. október andaðist á barnssæng dönsk kona, eptir að liafa alið 2 sveinbörn, sem lifa, en hún ljezt áður en 3. barnið fæddist. Nýlega Ijezt hjer enskur bóndi frá mörgum ungum börnum og heilsulítilli konu. 'l'vo börr. ís- lendinga, bæði fædd hjer, hafa dáið í sumar. Síðan fyrst að íslending- ar komu liingað til eyjarinnar hefur enginn dáið fyrr en í sumar, nema ein stúlka, ættuð úr Holtasveit í Rangárvallasýsln. Sveitarstjórnin er að hálfu leyti skipuð ísl., sem kosir, er árlega, og njótum vjer rjettinda sem aðrir pjóð- flokkar hjer, og pekkjum ekki neina pá slæmu lilið um illa meðferð á ís-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.