Heimskringla - 29.11.1888, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.11.1888, Blaðsíða 2
„HeiBistriiila," An Icelandic Newspaper. PUBLISHKD eveiy '1 hursday, by The Heimskkinola Printing Co. AT 35 Lombard St. ....... Winnipeg, Man. Subscription (postage prepaid) One year.......................$2,00 6 months....................... 1,25 3 months....................... 75 Payable in advance. Sample copies mailed free to any address, on application. Kemur út (a<5 forfallalausu) á hver]’- um flmmtudegi. Skrifstofa og prentsmiðja: 35 Lombard St.....Winnipeg, Man. BlaöitS kostar: einn árgangur $2,00; háifur árgangur $1.25; og um 3 mánuhi 75 cents. Borgist fyrirfram. Athnga! Utan á iill viðskiptabrjef til blaðsins eru menn framvegis beðnir að rita pannig: The Heiimkringla Printing Co. 35 Tjombard Street, Winnipeg, Man. Allar ávísanir, hvert heldur á banka, pósthús eða Express-fjelög, eru viðskiptamenn blaðsins vinsam- lega beðnir að rita þannig: „Pay to Heimskringlá". t>essi áritun er hentugust fyrir útgefendurna og engu óþægilegri fyrir viðskipta- mennina. Um leið og vjer tökumst á hendurútgáfu uHeiniskringlu" vild- um vjer vinsamlega minna kaup- endur blaðsins á, að nú eru eptir ó- útkoinin af þessum árgangi að eins 5 blöð, en óinnheimt er enn meira en helmingur af andvirði þessa ár- gangs. Frá þessum tíma og þangað til eptir nýár ‘er hentugastur tími fyrir bændur að borga, og yfir höfnð fyr- ir alla, J>ar sem sumar- og haust- störfunum er um [>að bil lokið, svo allir hafa meiri og minni peninga í höndum sjer. ()g einmitt þess vegna, að peningar koma í hendur fæstra verkamanna og bænda fyrr en á haustin hafa útgefendur lilaðs- ins lilíf/t við að ganga iiart eptir peningum. Vjer vonura Jiví að þeir, sem enn hafa ekki borgað, láti f>að ekki dragast hjer eptir að borga, og láti ekki útgefendurna gjalda J>ess, að J>eir hafa verið vorkunn— gamir. * " * Hjer í bænum eru margir kaup- endur uHeimskringlu”, sem enn hafa ekki borgað fyrir Jiennan árgang blaðsins, og sem ýmsra kringum- stæða vegna ekki hafa hentugleika á að koma með peningana á skrif- stofu blaðsins. Þessum mönnum til þægðarauka skulum vjer geta J>ess að J>eir Egjólfnr Eyjólfs&on, verzlunarrn., Cor. Young & Notre Dame St. W. °K Th. Eiuney, verzlunarm., 173 Iíoss Street veita móttöku öllum iunborgunum til )>laðs'ns, og taka einnig á móti ttöfnum peirra, er kynnu að vilja |. "ra8t kaupendur pess framvegis. Fvrst iiiii siim *j kemur Heimxkringla ekki út á á— kvörðuðum <legi (fimtudegi). Á- stæðan er sú, að fyrir skömmu varð viku uppihald á útgáfu blaðsins, og vildum vjer reyna að jafna J>að með pví að gefa út einu Vilaði fleira en ella hefði orðið, frá J>essuin tíma til næstk. jóla. Vjer vonum pvf að viðskiptamerin vorir misvirði ekki pennan rugling á útkomudeginum. Útg. Til íaofenda „Heimskriacln”. Til pess að koma í veg fyrir allan misskilning viljum vjer nú pegar láta pess getið, að pað er engin von til að ltHeimsknngla” verði af oss feld í verði um helm- ing á næsta ári. Hún fæst, ekki fyrir $1,00 um árið, þó (lLögberg” sje boðið fyrir pað verð. tlHeimskringla-” mun ekki hafa færri kaupendur en ((Lögberg”; pað eru ekki fleiri menn, sem vinna að henni en að pví, nje heldur eru peir að jafnaði kauphærri, að ætlan vorri. Samt scm áður sjáum vjer alveg engan möguleik á að gefa hana út fyrir $1,00 um árið. En af pví svo tregt hefur gengið að und- anförnu að innheimta andvirði ár- gangsins, pá höfnm vjer hugsað oss að láta hvern þann kaupan'la fá af- slátt á verðinu svo neini 12^ af hundraði, sern borgar 3. árganginn að fullu fyrir lok næstkomandi marz mánaðar. Með öðrum orðum: peir, sem borga árganginn að fullu og fyrir lok fyrsta ársfjórðungs, fá blaðið fyrir $1,75 urn árið. Annars megum vjer getapess, að —hvernig sem á pvf stendur—aldrei hefur áskriftum að blaðinu rignt að oss eins pjett eins og á slðastliðn- 5—6 dögum. Á peim tíma hafa, hjer í bænum einungis, bæzt við fullir 2 0 nýir kaupendur að blað- inu. Útg. ((HÁSKALEGT HIRÐULEYSI”. Ofanrituð orð eru fyrirsögn fyr- ir brjefi, sem prófessor George Bryce, forstöðumaður æðri skólans, Manitoba College, skrifar f blöðin Call og Free Press hinn 21. p. m. áhrærandi skólagöngu hins uppvax- andi erlenda lýðs, með sjerstöku til- liti til íslendinga. Til pess menn sjálfir sjái, hvað höfundur brjefsins segir, setjum vjer lijer nokkurn veginn orðrjetta pýðingu pess, en hún er pannig: ((Mörgum af lesendum yðar, sem láta sjer umhugað um ineuntairiál, hvort heldur hjer í bænum eða ann— ars staðar í fylkinu, mun sjálfsagt koma J>að á óvart, að tiltölulega fátt af börnum útlendinga á meðal vor hagnýta sjer vora ágætu skóla. ís- lenzkir búendur hjer í bænum eru taldir að vera yfir 2000. Þeir eru greiridir menn og gagnlegir meðlim- ir í þjóðfjelagi voru, en hin upp- vaxandi kynslóð má gæta sín, ef hún á ekki að standa langt á baki feðra sinna. Oll tala nemenda á al- pýðuskólum bæjarins er rúmlega -3000, en í bænum mui.u vera 4000 til 5000 börn og ungmenni á skóla- aldri. Að öllum líkindum eru ekki færri en 400 íslenzk ungmenni á skólaaldri í bænum, og pykir injer pví sorglegt að segja—og jeg hef vissu í pví efni—, að af þeiin hóp eru að eins 47 innrituð áskólabæk- urnar. Það sem hjer er sagt áhrær andi íslendinga getur ef til vill heimfærst upp á aðra erlenda pjóð- flokka vor á meðal. Hvert heldur sem litiö er á þetta frá auðfræðis- legu, pjóðfræðislegu, stjórnfræðis- legu, siðfræðislegu eða guðfræðis legu sjónarmiði, pá er J>etta ástand hættulegt. Getur vor framkvæmd- arsama skólastjórn ekki ráðið ein- hverja bót á J>essu böli?” Þannig er ]>á petta brjef. Fyrir hirðuleysi sitt í pessu efni sjá nú íslendingar, hvernig komið er. Það er alveg óvist, að petta verði hið eina brjef um |>etta inál, sein fram kfinur í blöðunum. Það er iniklu vísara að það verði ekki, úr pví eiiiusiiini að J>að var tekið fyrir, og er pó leiðinlegt. Það er full-leiðin- legt, að hirðuleysi manna í pes'iu velferðar máli skuli vera svo mikið að um pað purfi að tala í íslenzku blöðunum, en pó tekur út yfir, peg- ar pað fer að verða að hjerlendu blaðamáli. Við öðru er pó ekki að búast. íslendingar eru orðnir svo mannmargir í þessum bæ, að hjer- lendir menn geta ekki annað en veitt peim e[>tirtekt, og þeir, sem nokkuð hugsa um menntainál, hljóta pá fljótlega að sjá, að íslenzk börn á skólunum eru framúrskarandi fá I tiltölu við fólksfjöldann. Og sjái peir það einu^inni, er ekki við öðru að búast en peir hlaupi með |>að í blöðin, eins og líka fram er komið. íslendingar eru af öllum er pekkja pá taldir námfúsir, og staiul- andi framar en margir aðrir pjóð- flokkar í að mennta sig sjálfir, og þeir eiga pann vitnisburð með rjettu. Heima áíslandi virðist það líka ein- mitt hin almennasta allra bæna lýðsins, að ungdómurinn nái að menntast. t>að er viðkvæði ekki svo fárra foreldra á íslandi, að þó pau sjálf sjeu orðin lúin og slitin, og vildu helzt sitja kyr, þá ætli pau að brjótast til Ameríku barna sinna vegna; að börnin purfi að uppfræð- ast, að fátæktin hindri pau frá pví par, en að í Ameríku sjeu alþýðu- skólarnir opnir fyrir öllum. t>að er líka satt. Skólarnir eru opnir fyrir öllum, en hvað gagnar pað, ef menn vilja ekki eða hugsa ekki um •að hagnýta sjer þá. Og hvernig ís lendingar hafa hagnýtt þá, sjest á pessu brjefi—og pað parf ekki brjef ið til. t>að er íslendingum ofljóst til pess, enda verið vakið máls á pví optar en einusinni í íslenzku blöð- unum—par sem stendur, að 47 af á að geta 400börnum íslendingagangi 47 á skólana. Það er rneð öðrum orð- um, að heldur minna en áttunda hvert Isle/izkt barn á skólaaldri stundar nám á opinberum skóla. Þegar maður hugsar út í þetta, pá er ekki neitt undarlegt pó höfund- ur brjefsins kalli pað háskalegt hirðuleysi. t>að er pað í fyllsta skilningi. t>að er vitanlega liugs- andi að fleiri en 47 gangi á skólana en—eins og pau gera allt of mörg— gangi undir enskum nöfnum, svo að af bókunuin verði ómögulega sjeð að pau sjeu íslenzk. En pví er miður að pessi tala þeirra er líklega allt af nærri rjett. Ef petta ástand væri eingöngu pess vegna, að allur fjöldi íslenzkra barna væri fyrstu árin eptir að hing- að kemur neyddur til að vinna, til að styðja að viðhaldi lífs síns og for- eldra sinna, [>á væri allt öðru máli að gegna, og pá mætti gera hjer- lendurn mönnum sk'ljanlegtaðsvona klaganir væru órjettlátar. En pví er ekki þannig varið. t>að eru telj- andi þeir íslenzkir unglingar, sem vinna hjá öðrum í þeim tilgangi að draga fje að heimili foreldranna fyrr en J>áað peir eru nær fullorðinsaldri. Sannleikurinn er: að pau eru látin allt of sjálfráð. Ef pau sjálf neita að ganga á skólann, svo er pað látið gott lieita, í allt of mörgum til- fellum. Nokkrir segja pýðingarlaust að senda börn pangað, af pví skólarn- ir sjeu svo ófullkomnir. Um það mætti segja, að ((sá sagði mest af Ólafi konungi, sem hvorki hafði heyrt hann nje sjeð”. I>að má vel vera, að skólarnir lijer—Cornmon- eða al- pj;ðuskólarnir—sjeu ekki sem full- komnastir, og eru sjálfsagt ekki eins fullkomnir og peir ættu að vera. En pó má geta pess, að skólaskip- un hjer er stiiðin eptir skóla .tí/f/ei/i- inu í Ontario. En pað fylki aptur hefur til skamms tima staðið nær fullkomnunar takmarki, hvað fyrir- koinulag alpýðuskóla snertir, eri nokkurt annað lijerað eða fylki í Ameríku. Það er engin ástæða til að ætla að SKÓlakennarar hjer sjeu fáfróðari eða verri menn en skóla- kentiarar í öðrum hlutum landsins. Of ef systerni& er eins og þar sem pað er bezt, J>á hlýtur sú skoðun að byggjast á litluin rökum, að skólakennslan sje einskisvirði og ís- lendingum ekki bjóðandi. Svo er og annað. Alpýða í Norður-Ame- ríku er af öllum viðurkennd að standa frainar í alinennri upplýsing en flestar pjóðir í Evrópu. Og h\ar fær almúgalýðurinn hjer upplýsing sína, ef ekki á alj>ýðuskólunum? t>að er önnur sönnun fyrir, að J>eir sjeu ekki eins ónj;tir og sumir ís- lendingar hafa hugmynd ipn að [>eir sjeu. Ef menn vilja ekki að spá brjef- ritarans rætist, að hin uppvaxandi kynslóð íslendinga standi langt á baki feðranna, J>á verður nú að breyta stefnunni og það tafarlaust. Menn byggja hjer yfir höfuð að tala alla framtíðarvon sína á uppvaxandi kynslóðinni, og nú sjá menn hvaða skoðun hjerlendir menn hafa ápeim grundvelli. Og það ætti ékki að purfa hjerlenda menn til að segja mönnum, hve ótraustur hann er. Það ætti að vera hverjum einum fullljóst, aðán fullkomnari pekking- ar verða afkomendurnir engu fjöl- hæfari menn en feðurnir, að undan- teknu því, að þeir kunna að tala hjerlenda rnálið betur. Hættumar eru hjer svo inikið meiri og fleiri en á íslandi, að nái unglingurinn ekki peim mun meiri menntun, J>á verð- ur hann eins og brjefritarinn segir, eptirbátur feðranna í öllu. Iivað annars er orðið af mennta- löngun íslenzkra innflytjenda hing- að? Glata peir henni um leið og útflytjanda skipið sveiflarpeim út yf- ir takmörk danskra laga; um leið og hið umkvartaða ok Dana fellur af herðum peirra? Eða var hún má- ske aldrei til öðruvísi en sem nokk- urs konar bergmál, sem einn tók upp eptir öðrum ósjálfrátt og án pess að skilja? Eða hafa sameinuð áhrif hins ameríkanska fleygings á aðra hönd, en eigin örbyrgð og þrengingar á hina, svæft hana 1 brjósti nýbyggjanna? Líklegast er að síðasta spurningin komist næst pví sanna. Og sje nú svo, þá ætti petta eina brjef að vera nógu hljóm- mikið til pess hin sofandi mennta- löngun vaknaði. F i* e g- n i i- Úr hinum íslenzku nýlendum. ÚR ÁLFTAVATNSNÝLENDU, 16 nóvember 1888. Degar vesturfarar koma að heim- an, sem ætla að taka sjer land hjer í Ameríku, spyrja þeir lamla sína sem fyrir eru, hver nýlendan muni vera bezt, og hverjir kostir og ó- kostir muni eiga sjer stað í hverri fyrir sig. Svona spurði jeg, og svona munu fleiri spyrja. Svörin verða nokkuð mismunandi; fara ept- ir pví, hvert álit og pekkinfru hver hefur fengið á hverri nýlendu fyrir sig. Jeg kom í nýlendu pessa 6. ágúst síðastl., og fyrir pann stutta tfma, sem liðin er síðan, ætla jeg að gefa löndum mínum, sem koma að heiman, stutt yfirlit af henni og fl., sem uýbyggjar vilja fá að vita um. Fyrir hálfu öðru ári síðan, eða vorið 1887, byrjuðu íslendingar fyrst að byggja nýlendu pessa; skiptust peir pá í tvo flokka, byggðu aðrir sunnar, en hinir norðar, og er pví almennt nefnt: SuðurbyggðogNorð- urbyggð. Á milli byggðanna eru hjer um bil 8 mílur enskar, en enginn beinn vegur er enn til á mílli [>eirra, heldur parf að fara langann afveg til að komast á milli J>eirra. í báðum nýlendupörtunum er griparækt aðal-atvinnuvegur, og svo má sjálfsagt hafa sauðfjárrækt, pegar menn hafa efni til að kaupa það, og garðrækt, pegar menn geta fyrir alvöru farið að stunda hana. Suðurbyggðin liggur svo nálægt Manitobavatni, að nýlendubúar par telja sjer atvinnustyrk af að ná til aflans í pví. En hjer úr norður- bygðinni er pað naumast tilvinn- andi vegna fjarlægðar. í suður- bygðinni er purrlendara en í peirri nyrðri; en jeg hygg að ajitur sje grösugra hjer í norðurbyggomni. —Hjer eru víða blautar dokkir, sein kallaðar eru swarnps, og vfða eru minni og stærri tjarnir í niiðjum bleytudrögum, sem auk pess era fullar af háu og miklu fóðurgrasi. Þó er 'gras J>etta víða svo hrika- legt, helzt næst miðjunni á drögun- um, að pað getur varla talist fóður- gras. Þau eru slegin í kring oggef- ur pað góða eptirtekju. Jeg tel pað kost við drög þessi, að naut- gripir vatnasjer í peim sjáltír; lijer er ekkert annað vatn a|J fá, nema neyzluvatn úr brunnum sem grafn- ir eru. í miklum purkasumrum eru drög [>essi víst góð eign, pví aldrei bregzt gras I [>eiin. I>egar úrkom- ur ganga, taka pau á móti regn- vatninu, og sígur pví fljótar af pur- lendinu (pví landið er dálítið öldu- niyndað). Versti—og aðal-ókostur- inn við þau, er sá, að pau eru svo ill yfirferóar, og parf víða að fara langa króka fyrir pau, er verður tilfinnanlegast meðan nýlendubúar geta ekki gefið sjer tíma til að gera vegabætur yfirþau. Kunnug- ir menn segja, að drög pessi porni með tímanum, einkum ef grasið yrði brennt úr J>eim. Á suinurn bújörðum kveður svö mikið að pess- um drögum, að pær eru óbyggileg- ar pess vegna. I>að gengur er.gan veginn vel að fá J>ær jarhir hjer, sem hafa nægilegan heyskap og svo tilsvarandi skóg til húsabygginga. Á þeim jörðum sem heyskap hafa vantar skóginn, en á þeim, sem skóginn hafa, vantar aptur hey skapinn, pað er að segja nægileg- ann. En úr pessu bætist með pví, að allstaðar liggja *oddalotin við hliðina á hinum sem tekin eru, og á peim lctum máfá bæði bygg’nga- skóg og heyskap. Sum þau lot, er tekin hafa verið og mestan heyskap hafa, fóðra kringum 40 gripi á ýms- um aldri, segja búendur hjer, pó svoað gripirnir gangi ekki til muna á engjunum yfir gróðrartfmann, en aptur fóðra sum ((lot” ekki ineira en 15—20 nautgripi. Heyskapurinn gengur hjer held~ ur vel; hafa 2 menn á 5 vikum heyjað nægilegt fóður handa rúm- um 30 gripuin,og höfðu pó á hendi alla gripa-vöktun og nytkun á heim- ili sínu. En bæði höfðu peir sl&ttu og rakstrar-vjel sjer til flýtis. Þetta síðastl. sumar er talið að vera eitt hið úrkomumesta sumar, einkanlega fyrri partur pess. Þó veit jeg ekki betur en að heybirgð- ir búenda hjer sjeu í allgóðu lagi, hvað hirðingu snertir, og hafa þeir safnað að sjer töluverðum fjölda af fóðurpeningi í báðum nýlendupört- um. Allir búendur hjer í norður- partinum reyndu að sá iil kartaflna A. wíðastl. vori nieira og’ minna, en pað varð ekki að neinu teljanlegu gagni, nema hjá 2 búendum, og kenna menn pað bæði kunnáttuleysi og of mikilli hroðvirkni með að undirbúa jörðina. Nokkuð af peim kartöflum sein uxu, höfðu fullkomn- asta vöxt, sern sýnir, að þær geta prifizt hjer. Verstu erfiðleikar f nýlendu pessari eru aðflutningar á nauðsynja vörum frá Winnipeg. Til peirra ferða ganga vanalega 9—10 dagar fyrir 1 inann með eitt uxapar, en uxaparið dregur vanalegast 1600 til 2000 pund. Allir [>rá áframhald á hinni fyrirhuguðu Hudsonflóajárn- braut, sem byrjað var að byggja áður en nýlenda pessi var byrjuð. Allir J>eir, sem hafa ráðið sig til að taka sjer hjer land, purfa að hafa bústofn til að byrja með. Sá sem liefur 5 menn fram að færa, má varla hafa minna í höndum en $300 eða þeirra virði, einkum ef hann er einn síns liðs, ekki í fje- lagi við aðra. Fyrir þessa $300 ætla jeg honum að kaupa uxapar á $70, 3 kýr á $90, 2 ungviði á $30, einn vagn á $60, matreiðslustó á $20, j 'ms nauðsynleg verkfæri $15 og matarforða $15. Þegar 2 leggja saman til að byggja, komast þeir fyrst af með 1 par uxa og vagn til samans, sparar pað tilkostnaðinn um fulla $60. í áætlun þessari er of lftið gert fyrir matarforða og ýmsurn nauðsynleg- ustu verkfærum; en jeg ætla ný- byggjum að vinna sjer pað inn á fyrsta ári auk [>ess að byggja. Efnaástand þeirra, sem búnir eru að taka sjer land hjer, mun vera sein næst pví rjetta á pessa leið: í Suðurbyggðinni hafa 9 familíur tekið land, sem til samans hafa 53 menn fram að færa. Gripaeign þeirra til samans mun vera 24 kýr, 16 uxar og naut, 33 vetrungar og *) Það eru pau stjórnarlöml, sem ekki fást gefins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.