Heimskringla - 10.01.1889, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.01.1889, Blaðsíða 2
„ HeifflsirinEla,” Ax Icelandic Newspaper. Pciílished eveiy 'l íiursday, by The Heimskkikot.a Pkintino Co. AT 85 Lombard 8t......VVin ni peg, Man. Subscription (postage prepaid) One year......................f2,00 6 months...................... 1,25 3 months...................... 15 Payable in advance. Sample copies mailed pkhe to any address, on appiication. Kemur dt (að forfallalausu) á hverj- um fimmtudegi. Skrifstofa og prentsmiöja: 35 Lombard St.........Winnipeg, Man. Blaðit! kostar : einn árgangur f 2,00; hálfur árgangur $1.25; og um 3 mánutii ’Tö’ccnts. Borgist fyrirfram. L')islýsingar um verð á auglýsingum í „Heimskringlu” fá menn á skrifstofu blaðsins, en luín er opin á hverjum virk um degi frá kl. 9 f. in. til hádegis og frá kl. 1,30 til (i e. m. Ltan á öll brjef til blaðsins skyldi skrifa: Tht: Heimnkringla Trintuig Co., 35 Lontbard Street, Winnvpeg, Man Utan á hrjef til blaðsins máog skrifa ! ntað strætisins: P. O. l!o\ »05. Fjrir eínn einasta DOLLAR jrota /'tt i.ipeiulur ^Heimskringlu” lijer í landi fengið aukaárgang af blaðinu til að senda vinutn og ætt- ingjum á íslandi. Vjer senduin blaðið til íslands sjálfir fyrir þetta verð, og setjum pá skilmála einung- is, að árgangurinn sje ad fu/lu horg afiur ft/rirfrmrt. Uetta biðjum vjer vora lieiðr- uðu viðskiptamenn að takatil greina Vjer höfum fengið [>ann fjölda af spurningum um petta íirj’-msum átt um, að oss vinnst ekki timi til að svara hverjum einum prívatlega. Fyrir 4 KROHUR geta og allir, sem búsettir eru á ís- tandi, fengið blaðið lieiin til sín frá upphafi pessa árgangs, tfn nofrkurn Mukakontnaðar. Með pví að kaupa uHeims- kringlu” tryggja peir sjer grehti- legri og tfreiðanlegri fregnir af löndum sínum hjer í landi og af pví sem gerist í pessu landi yfir höfuð, iieldur en peir fá í nokkru öðru frjettablaði. Og um verðið, ei.nar 4 krtinur, dregur ósköp fáa. Kaupið pví uHeimskring!u”, hið trjcttafroðanta og orðjfenta blað, sem út kemur á íslenzkri tungu. Sendið fáeiriar línur á póstspjaldi beint á sknfstofu vora, og pjer fáið blaðið með næsta pósti. Utauáskrjft in er ekki vönd, að eins pessi: //cirnx/riitgfa, Wiuuipeg, Mau. (’anutfa. UANDNÁMSSAGA ÍSLENI)- INGA í VKSTURHETMI. Uin pað, að sú saga væri nauð- synleg, og að tími væri tilkominn að hugsa uin pað málefui, gátum vjer stuttlega í 7>2. nr. 2. 'árg. uHkr.” í 2. dlk. í pessubl. kemur fram sams konar skoðun á pessu máli t frjetta- brjefi frá Minnesota-nýlendu íslend inga. I>ar hefur rekið svo langt að á petta inál liefur verið vikið á op- inbenim fundi. Það sýnir ljóslega, að petta er áríðandi mál, að pað er nauðsynlegt að pví verði gefinn gaumur fiið fyrsta. Það er líka ef- laust að fyrr eða síðar verður pað almennt áhugamál, en hvenær, pað er eptir að vita. Að pað komist sem fyrst í pað horf er óskandi. I>að er máske ekki að búast við framkvæmdum t pessu máli eins og nú stendur, par sem pjóðflokkurinn í verslegum efnum er eins og höf- uðlaus lier. ()g pað er naumast að vænta ejitir svo miklum kjarki hjá einstaklingnum, að hann einn takist svo mikið verk í fang. I>að er eimnitt fyrir fjelag að vinna annaö eins verk og petta. En pegar litið er á fjelagsskap vorn hjer í Winnipeg, pá er Jiað strax augljóst, að pað er allt of mikið að ætlast til svo mikiHa framkvæmda af hálfu peirra fjelaga sem til eru. uíslendingafjelagið í Manitoba” virðist vera hætt að vera til nema að nafninu einu. Hin löglega til- vera, er pað fjekk fyrir I.( ári síð- an, virðist hafa verið pyngri byrði en svo, að pað gæti risið undir henni, pví frá peim degi hefur pað veríð visin 02 ávaxtarlaus urein á vorum vaxandi pjóðlíkama. Enda pó pað hefði verið starfandi, pá er nú verkahringur pess orðinn sá, að pað er ekki að ætlast til að pað færi að safna sögu landnema og gefa út bækur. Það getur ekki sam- rýmst vel við innflutningsmálabrall, fjársöfnum til styrktar purfamönn- um o. s. frv., sem nú er orðin aðal stefna pess fjelags. I>að er óefað heppilegast, ef nokkuð á að ganga, að hvert eitt fjelag út af fyrir sig hafa einhverja fastákveðna stefnu, en káki ekki við allt í einu. Stefna uíslendingafjelagsins í Manitoba” er pví gegnstríðandi pví, að pað takist petta verk á hendur, svo pað er ekki um pað að tala. uÞjóðmenningarfjelagið” er i líkum kring’uinstæðuin og íslend- ingafjelagið. l>að barðist heilmikið um á sínum fyrstu tilverustundum. En á pví hefur pað líklega oftekið sig, svo að afleiðingarnar urðu pær, að srná dró af pví, pangað til pað öldungis eins og uíslendingafjelag- ið í Manitoba” hallaði höfðinu á að- gerðaleysis-koddann og fjell í svefn. Og pað sefur enn svo sætt og svo rótt, að pað sýnist illmanniegt, ef farið væri aðvekja pað, sjerstaklega á meðan pað hefur ekki fengið að sofa líkt pví eins lengi og íslend- ingafjelagið. Ef pað hefði verið starfamli, pá var pað pó nær stefnu pess að safna sögunni og gefa út, pó pað alls ekki sje í pess ákveðna verkahring. En pað sem sagt er ekki um pað að tala fremur en íslendingafjelagið, af peirri ástæðu að pað sefur svo vært, ef til vill, svefninum langa. Það einnig er pví löglega forfallað. uMenningarfjelagið” í Dakota er líklega til. Þó fara ekki miklar sögur af pví á seinni tíð, og er pví ekki ólíklegt að pað einnig, aðdæmi fjelagauna í Winnipeg, hafi hallað sjer á eyrað um stund. Stefna pess eins og oss hefur verið sagt frá hetini, og sem er nokkuð á aniian hátt en frá var sagt í uSameining- uiini” síðastl. vor, hefði leyft pví að takazt petta verk í fang, jafnvel pó pað eiigan vegin sje í pess ákveðna verkahring. Hinsvegar er ekki að búast við að fjelag, samanstandandi af mönnum búandi á víð og dreif út urn nýlendurnar, geti staðið fyrir öðru eins verki og petta er. Fje- lag, sem Jiað hefur á hendi, j>arf að hafa aðalstöðsína í bæ, Jiarsem með limir J>ess geta sjer að meirilitlu komið saman á hvaða tíma dags sem er. í pessu tilliti er pví ekki um uMenningarfjelagið” að tala, fremur en [>au í Winnipeg. Og hið sama mun óhætt að segja um öll önnur fjelög íslendinga í nýlendunum, í hverri peirra sem er. Þeim mun öllum einhverra hluta vegna vera ofvaxið að takast annað eins verk og petta í fang. En hvað er [>á til ráða? l>að sýnist að um tvo kosti sje enn að velja, að minnsta kosti eru [>eir reynandi. Hinn fyrri er, að vita hvort ekki væri fáanlegt að stofnuð yrði lijer í landi sjerstök og að nokkru leyti sjálfráð deild af Uhinu íslenzka bókmenntafjelagi”. Vjer erum lög um pess ókunnugir, en sýnist ekki óhugsandi að deild af pví gæti kom ist upp og prifizt hjer vestra. Eins og kunnugt er hefur pað fjelag ver ið og er enn í 2 deilduin, önnur í Iíeykjavík, en hin í Kaupmanna- höfn. Ef nú deild af pvl getur ver- ið í Danmörku, pví pá ekki í hvaða helzt öðru landi sem vill, pó sú deild stæði ekki undir verndarvæng danskra laga. K'jer getum ekki sjeð neitt pví til fyrirstöðu. Ef einhver greiti í grundvallarlögum pess fyrirbyggði [>að, pá er æfin- lega hægt að breyta lienni, ef tæki- færi gefzt að útvíkka verksvið fje- lagsins. Og ef nauðsynlegt pætti að fá liina amerikönsku deild pess lögbundna, pá er [>að æfinlega liægt á sambandspingi Canada og á pjóð- pingi Bandáríkja. Stofnun deildar- innar hefði vitaskuld töluverðan kostnað í för með sjer, ef hún peg- ar í byrjun yrði lögbundin. Prívat frumvörp komast naumast í gegn á sambandspingi fyrir minna, að öllu samlögðu, en $300, og pað mun ó- hætt að segja kostnaðinn jafnmikinn á pjóðpingi Bandaríkja. En pað er encrinn efi á, að með tímanum yrði pað bæði arðsamt og gagnlegt fyrir fjelagið að eiga deild hjer í landi. Og [>að yrði sjálfsagt gagn- legt, ef ekki fjármunalegur ávinn- ingur fyrir menn hjer að eiga upp komna deild í jafn stóru og sterku og nytsömu fjelagi og er uhið ís- lenzka bókmenntafjelag”. En sleppi menn nú pessari hugsun frá sjer, eða ef fjelagið ein- hverrahluta vegna vill ekki eða get ur ekki átt við að stofna deild hjer í landi, pá má enn gera sjer veg, er fyrr eða síðar leiðir að sama tak- tnarki. l>jið má mynda eitt f jelagið enn : hið restrwna nugufjefag fxtend- inga. Það fjelag pyrfti að samanstanda af deildum í hinurn ýmsu íslenzku nýlendum. A pann hátt gætu bú- endur í nýlendunum orðið fjelaginu jafn-gagnlegir og peir, sem í bæj- urn búa. Aðal-stöð fjelagsins yrði pá í Winnipeg, og par yrði fram- kvænidarstjórn pess, 1 einu orði, verkið yrði unnið par, en ályktanir allar kæmu frá deildunum, og störf pess á ári hverju yrðu einnig tak- mörkuð af peiin, eða rjettara sagt, af fulltrúum deildanna, samankomn- uin á ársfundi. Fyrirkomulag ]>ess yrði vitan- lega eins og hvers annars samein- aðs fjelags, er í mörgum deildum vinnur að einu og sama verki. Og peir, sem kunna að vera ókunnugir peim fjelagsskap, geta af kirkjufje- laoi voru fengið ljósa hugmynd um hvernig pað fyrírkomulag er. Stefna pess yrði eða ætti að vera hjer um bil hin sama og stefna íslenzka bók menntafjelagsins. Hún yrði fyrst og fremst að safna og varðveita sögu pjóðflokks vors í pessu landi, oa sögu hinnar íslenzku pjóðar í heild sinni frá upphafi. í öðru lagi, að gefa út allskonar fræðandi og vís indaleg rit. Að öðru en pessu ætti f jelagið ekki að vinna. Reynslau er búin að sýna, að ef fjelag er að káka við alla upphugsanlega hluti í senn, verður pað óbeinlínis stefnu- laust otr aðgerðalítið, ef ekki að- gerðalaust, vegna máttprota, sem og er eðlileg afleiðing af að steypa sainan peiin málefnum og verkefn- um, sem ómögulega eiga saman. Það ætti ekki að vera óvinnandi verk að koma upp slíku fjelagi, ef menn einungis vildu. I>að er parf- laust að berja pví við, að fjelögin sjeu orðin svo mörg að ekki sje á- bætandi. l>au eru vitanlega nokk- uð mörg að tölunni til, en áhrif peirra flestra eru sáralítil. Það er óparft að óttast pau, enda yrði stefna pessa f jelags svo ólík stefnu hinna, að pað pyrfti ekkert að draga frá peim, nje heldur pau frá pvl. Það gæti hvert um sig setið að sínu og unnið sitt ákvarðaða verk, án pess nokkurn tíma í Dokkru efni að verða prepskjöldur á vegi liins. Ivirkjufjelagið er hinn ljósasti vottur pess, að sameinað fjelag get- ur prifizt lijer hjá oss, og ekki ein- ungis prifist, heldur [>rifist langtum betur en hin fjelögin, sem full af úlfúðog andvíg hvert öðru, eru— pá sjaldan pau rumskast svo að pau viti nokkuð í pennan heim, allt af að nudda og nöldra, hvert í sínu litla hreiðri. Sögufjelagið er að sinu leyti imgu síður nytsamlegt en kirkju- fjelagið. Vjer efumst heldur ekki um, að ef menn gerðu rögg á sig og stofnuðu [>aö, kæini fram svo al mennur áliugi fyrir málefninu, að fullvissa fengist pegar í byrjun fvr- ir viðgangi pess, og að pað á stutt- um tíma yrði eitis afimikið og ein- huga og kirkjufjelagið er. ---------1 ^ >-------- ÓSANNAR FREGNIR FRÁ AMERÍKU. Það er undraverð græðgi í uIsafold” í allar pær fregnir úr pessu landi, sem á einn eða annan hátt sýna liina dimmu hliðina á mannlífinu. Um aðrar fregnir kær ir liún sig ekki að jafnaði. Hvar í útlendum blöðuin sem hún nær i illar fregnir hjeðan tekur hún [>ær óðar upj>, og ef nokkuð, munu pær heldur færðar í stílinn, pó pess gerist ekki pörf. Þesskonar fregnir eru vanalega orðnar nokkuð marg- faldaðar að vexti og innilialdi, peg- ar pær eru komnar í Evrópu blöðin jafnvel pau á Englandi. Eina pvílíka grein flytur hún lesendunum í 55. nr. XV. árgangi. Þessi grein á að vera tekin eptir blaðinu uLtverpool Echo”, og má vel vera að svo sje, en pað er Ije- legsönnun fyrir að fregnin sje að öllu leyti sönn. Eptir pessari grein mættu lesendurnir ætla að hallæri sje um pvert og endilangt Dakota Territory, hvað pá í Norðvestur— landinu Canada megin við landa- mærin, sem uísafold” virðist hafa lagt sjerstakan fjandskap á. Vjer könnumst vel við pessa sögu, [>ó hún sje lítt pekkjanleg í peim búningi sem nú er á lienni. Það var getið um hana í 43. nr. 2. ársr. , Hkr.”. Ocr sannleikurinu liana áhrærandi er pessi: Fyrir rúmu ári síðan (sumarið 1887) fluttii nokkrar fjölskyldur (140 manns) allslausra Gyðinga frá Pennsylvania til Ramsey Counties í Dakota og tóku sjer bólfestu í ó- byggðum hluta countiisinti með peim ásetningi, að stofna par sjer- staka nýlendu. Fjelagið, sein sendi Gyðinga pessa pangað, sá peim að nokkru leyti fyrir farareyri, útvegaði peiin fáeina nautgripi, allra einföldustu akuryrkjutól og matvæli til að lifa á fyrsta veturinn og fraineptir sumrinu 1888. T vor er lejð sáðu peir bæði kartöflum', hveiti o. s. frv. í pá bletti, er pe'ir höfðu getað plægt haustið næsta á undan. Eins og öllum, sem nokk- uð pekkja til akuryrkju, er kunn- ugt, er korntegundum, sem sáð hef ur verið í nýplægða jörð, mesta hætta búin, ef næturfrost kemur. ()g í sumar er leið kom næturfrost ýal- veg fyrirvaralaust”(!) eins og uísa- fold” segir, og sem ekki hefur verið reynt að draga neinar dulur á í hjerlendum blöðuin. í pessu frosti skemmilist hveiti meira og minna í stórskellum á meginhluta sljett- lendisins allt suður að lvansas—en minna í Manitoba <>g Norðvestur- landinu, heldur en í Dakota og Minnetota, pó ulsafold” máske pyki [>að ekki trúleg saga. Hjá sutnuin pó tiltölulega fáuni, ónýttist hveit- ið alveg sem verzlunarvara, en á meðal [>eirra fáu voru pessir vesal- ings Gyðingar. Sögnin am sljettueldinn mun að öllu leyti ósönn. Það hafa opt verið mikið meiri lirögð að sljettu- eldum í Dakota heldur en á slðastl. hausti, og um skaða af peim i Ram- sey County var aldrei getið í blöð- unurn. En [>ar sem svo mikið hef— ur verið talað um pað County í flestum ef ekki öllum hjerlendum blöðum vegna hins bága ástands í Gyðinga-nýlendunni, pá er engin á- stæða til að ætla, að yfir pví liefði verið pagað, ef mikil brögð hefðu verið að eldinum. Þetta er nú sannleikurinn i pessari stóru Uhallærissögu úr Ame- ríku”. Ef pessir fáu fátæku nýbyggj- ar hefðu verið búnir að búa parna einungis einu ári lengur hefðu peir að öllu sjálfráðu staðið jafnrjettir, eins og flestir aðrir, pó peir [>annig misstu eins sumars afrakstur af landinu, og hefðu par af leiðandi litla eða enga verzlunarvöru að bjóða. En af pví peir voru alveg nýkomnir og áttu ekkert, pá poldu peir ekki [>etta tjón og urðu svo upp á hjálp annarakomnir í annað skipti, og pá lijálp liafa [>eir líka fengið fyrir löngu síðan. Með pessari viðteknu stefnu sinni í frjetta flutningi frá Yestur- heimi gerir uísafold” ekkert gagn. Húnhindrar ekki einn einasta mann frá útflutningi, pó hún flytji pvílík- ar fregnir hjeðan. Ef hún gæti á- unnið pað, væri henni vorkunn, jafnvel pó aðferðin eigi að síður væri nokkuð annað en drengi- leg. Það sem hún \innur ineð pess um einstrengingsskap er, að hún missir pað góða almennings álit að ineira eða minna leyti, sein hún að rjettu var búin að ávinna sjer sem frjettablað hvervetna meðal íslend- inga. N jer láurn henni ekki, pó hún vilji gjarnan takmarka útflutnings- strauminn af íslandi. Það er skylda hennar að gera pað, svo framarlega sem sýnt verður að fólkinu geti liðið eins vel á íslandi, eins og peiin ís- lendingum að jafnaði líður, sem komnir eru til pessa lands. En hún á að brúka til pess einhver heiðar- legri meðul en pau, að kappkosta að níða pað land, sem eniran veg- inn á [>að skilið. Hún ætti heldur að leggja sig fram til að fá pær umbætur gerðar á íslandi, setn pjóðin krefzt, hvort heldur pær eru í tilliti til stjórnarfyrirkomulags, verzlunar, atvinnu eða landbúnaðar. Það er líka mannlegra, heldur en að sóa æfinni til að smákrukka í pað land, sem pjóðin öll rennir vonar augum til, pegar heilir hó[>ar henn- ar flýja af landi burt sökum óáranar og óstjórnar. Með pví alvarlega að reyna að útvega pjóðinni pessar ýmsu nauðsynlegu umbætur, með pví að stuðla til pess að afnumin verði ópörf embætti-—og pau eru ákaflega mörg ópörf á íslandi—svo að nokkru til muna af landsjóði yrði á ári liverju varið til annars parfara en að ala fáeina embættia- menn í Reykjavík, gerði uísafold” líka mikið meira til að takmarka útflutninginn, hefflur en með öllum upphugsanlegum óhróðurs sögum um Ameríku. Til Jresn mundu og flestir íslendingar, sem liingað til lands eru komnir, fúsir að ljá fylgi sit>. Þeir mundu ótrauðir leggja hönd á plóginn, ef peir sæu almenna og verulega tilraun gerða til að bæta ástand lands og pjóðar. F i* o g n i i’ Úr liinum Islenzku nýlendum. ÞINGYALLA-NÝ LKNDA, N. W.T., 29. des. i 888. Ur pessu byggðarlagt eru eng- in stórtíðindi að frjetta, en allt fer heldur bærilega fram. Síðastliðið sumar varð mönnum yfir höfuð hapjia sælt. Ileyskapur varð fremur góð- ur og eru pví heybyrgðir nokkrar hjá allflesturn. Hveiti og allur garð- ávöxtur spratt sæmilega vel. Frost gerði dálítið vart við sig, en ekki svo að paðeyðilegði algerlega fyrir neinum. Yinna við M. & N. W.— járnbrautina var talsverð, $1,75 á dag, 0g $2 við að leggja járnin á pann partinn sem byggður var að nýju. Það urðu pví talsverðir pen- ingar, er menn í [>essu byggðarlagi innunnu sjer við braut pessa. Innflutningur var hjer talsverð ur, bæði af fólki, er kom beina leið frá íslandi, og svo af nokkrum er fluttu frá Winnipeg eptir lengri eða skemmri bústað par. Alls haía flutt inn frá pví í júlí og til pessa tíma 88 ungir og gamlir. Þar af má reikna til að verfti hjer um bil 20 sem taka land og margir peirra pegar búnir að pví, svo á næst— komandi vori mun láta nærri að verði um 70 landtakendur. Nokkrir af peim er síðastl. sumar fluttu hingað, eru nú pegar farnir að efna til liúsa sinna, og er líklegt að fjöldinn af peim verði búin að koma sjer upp húsum á næstkomandi vori.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.