Heimskringla - 19.09.1889, Síða 3
til J>ess að gefa af sjer jafamikin og
góðan ávðxt eins og annarstaðar í
|>essu fylki að J>ví jeg frekast J>ekki.
En J>ar á móti eru hjer fleiri erfið-
leikar við að stríða í skóglandinu,
sjer í lagi hvað kornræktina snertir,
en J>ar sem skóglausu sljetturnar eru,
svo pað á langt í land að hón geti
orðið hjer í stórum stíl. En J>rátt
fyrir erfiðleikana má f>ó mikið gera
í f>ví efni með vaxandi vilja, áhuga
og J>reki, enda mun nú vaknaður al-
mennur áhugi í f>ví efni, J>ar sem
menn sjá að einungis griparæktin
gefur oflitla peninga til pess bútiað-
urinn komist fljótt 1 viðunanlegt
horf. Á sýningunni var vakið at-
hygli mannaá pessu og hvattir sjer-
staklega til að leggja frekar stund á
hveitiræktina en verið hefur, og láta
hin góðu synishorn er menn höfðu
pá fyrir augum vera kröptugt meðal
til pess að vekja hjá sjer kapp og
áhuga í öllu pví, er lýtur að jarð-
rækt og efling búnaðarins yfir höfuð.
Sýningin var talsvert fjölsótt og
munu allir peir er hana sóttu hafa
verið ánægðir yfir gangi hennar, og
farið pví rólegir heim með nýjutn
áhuga fyrir efling búnaðarins svo
næsta sýning fjelagsins verði stærri
og fjölbreyttari en pessi fyrsta.
Hjer er talsverður áhugi meðal
íólks í kristindómsmálum, og sjer í
lagi í pvl er lýtur að störfum kirkju-
fjelagsins i pví efni. Mörgutn pykja
kirkjufjelagslögin allt of ófrjálsleg
og bindandi í sumum greinum, og
-sömuleiðis að nokkrar gerðir hins
■síðasta kirkjupings hafi ekki gengið
í eins frjálslega og rjetta stefnu eins
og farsælt væri til pess metin fái
traust á fjelaginu og haldist í pvi.
Það eru pvi likindi til, að frekari
yfirskoðun fjelagslaganna sje nauð-
synleg ef fjelagið á að hafa nokkra
frjálslega-starfandi tilveru framvegis.
ÚR BRJEFI ÚR DAKOTA
dags. 18. sept.
Hjer er nú uppi fótur og fit á
hverjum manni, allt á tjá og tundri.
Menn eru allir i óðaiinnum, ýmist
við preskivjelar og ýmist við hina
pólitisku maskínu.—Uppskeran er
■eins og við mátti búast eptir petta
óvenjulega purkasumar í lakara
meðallagi. Bændur fá hjer 10—20
bush. af ekrunn:, almennast, eptir
pví sem jeg get næst komist, og
sumir meira, en hveitið er sumstaðar
snert af frosti. Stærri og minni
partar af sáðlöndunum hafa brugðist
alveg, en fáir eru peir, pað jeg til
veit, sem ekkert hveiti hafa fengið.
Lakast tnun vera austurfrá, með
fram Rauðánni að vestan.
Repúblikar og detnókratar eru
nú sem óðast að tilnefna (nominera)
menn í hin tilvonandi ríkisembætti
og til pingmennsku, sínir hvora, eins
og vant er.
Þessum stórflokkum kemur
saman eins og alkunnugt er, viðlíka
og köttum og hundum. t>að, er
peim helzt ber á milli í pólitikinni,
nú sem stendur, er spursmálið um
hvort hafa skuli verndartoll (protective
tariý') eins og nú er, eða toll (á að-
fluttum varningi) sem að eins nægði
til ríkisparfa (tarijf ýor revemce onhj)
til að standast alrtkisgjöld.
Repúblikar vilja fyrir hvern mun
við halda verndartollinum, pví annars
mundu peir missa aðstoð og fylgi
allra peirra auðkýfinga, sem safnað
hafa miljónum sínutn fyrir tollinn,
en pá yrðu demókratar ugglaust
ofan á. Demókratar par í mót vilja
afnema allan verndar-toll, sem ligg-
ur svo pungt á alpýðu, sjer í lagi
bændum og verkamönnum, að peir
varla fá undir risið.—Sá er munur-
inn, að repúblikar vilja vernda auð-
menn en demókratar alpj'ðu.
í gær hjeldu demókratar fund í
Cavalier til að nefna pingmanna
efni sín fyrir 2 kjördæmi, 1 i efri
málstofu og 2 í neðri. Yoru til-
nefndir 2 innlendir menn og 1 ís-
lendingur, Skapti B. Brynjólfsson.
Var hann sá eini er kosinn var I einu
hljóði. Má par af marka, hvert álit
hann hefur bæði hjá löndum sinum
og innlendum mönnum. Jeg er
Skapta gagnkunnur, og jeg pori að
segja, að hann á pað fullkomlega
skilið. Hann er allra manna bezt
máli farinn, peirra, er jeg hef til heyrt,
óæfðra. Hann skilur og talar ensku
eins vel, ef ekki betur, en flestir inn-
lendir menn, sem ekki hafa mennt-
ast á æðriskólum. Og hann hefur
lagt kapp á að kynna sjer pólitik,
lög og stjórnaratferli hjerlendra
manna í öll pau 15 ár, sem hann
hefur dvalið hjermegin Atlanzhafs.
Allir, sem nokkuð pekkja Skapta B.
Brvnjólfsson, vita að hann er dreng-
lyndur maður, hreinn og beinn, og
svo frjálslyndur, að hann hatar allan
ójöfnuð og ápján, hverju nafni sem
nefnist og hvaðan sem kemur, eins
og hið versta átumein í mannlegu
fjeiagi.
Það er vonandi, að landar fylgi
Skapta vel við kosningar, pegar til
peirra kemur, pví peim er auðgefið
að sjá, að hann er manna líklegastur
til að verða peim til gagns og pjóð
sinni til sóma á löggjafarpingi
Norður Dakota.
Repúblikar eru enn ekki búnir
að tilnefna pingmanna efni sín, svo
jeg get ekkert um pað sagt.
ÍSLANDS-FRJETTIR.
REYIvJAVÍK, 19. ÁGÚST 1889.
Fjárlaganefnd var kosin í efri
deild 12. p. tn.: Árni Thorsteinsson, L.
E. Sveinbjörnsson, Jón Ólafsson, Arnlj.
Ólafsson og Sighv. Árnason. Gerði liúu
ýmsar breytingar við frumvarpið; vildi
ekki veita frest á afborgun á hallterisláni
Húnavatnss. og vildi færa niðr styrkinn
til búnaðarskólanna; aukning styrksins
til strandfería gufuskipanna vill nefndin
leggja undir úthlutun landshöfðingja;
„Sjálfsfræðarann” vill nefndin styrkja
með 1200 kr., og veita Gesti Pálssyni
1200 kr. til samningar skáldrita.
Stjórnarskrármálið. Þar sem
skýrt er frá uefndaráliti e. d. í stj.skrár-
málinu í síðasta bl. og sagt, að kosning-
unum til e. d. eigi svo ati haga að 3 sje
úr hverjum landsfjórðungi, einn priðj-
ungr kgl. embættismenn, á það að vera
ekki meira enn Jý kgl. embættismenn.—
Við 2. umr. í e. d. tók landshöf'Singi til
má'.s og ljet allvel yflr tillögum nefndar-
innar, að þær gætu orSitS undirstaða til
samkomulags milli þings og stjórnar.
Atkvæðagreiðslan fór svo að hinir kon-
ungkjörnu og Friðrik Stefánsson samþ.
að kalla allar brej-tingar nefndarinnar,
enn hinir þjóðkjörnu (og J. Ól. með)
greiddu atkv. á móti.—Málið gengr því
iiklega fram í e. d. í þessari mynd.
Lögafgreidd frá þinginu.
Viðaukalög nð tilsk. um veiði d fslandi
20. júní 18i9.
1. gr. Hver sá, sem drepur æ’Sarfugl
af ásettu ráði, skal auk sekta þeirra, er
getur um í ll.gr. tilskipunar um veiði a
íslandi 20. júní 1849, gjalda í sekt fyrir
hvern fugl 10—100 kr.; sje brotið ítrekað
tvöfaldast sektin.
2. gr. Engir, hvorki varjieigeudur nje
aSrir mega selja nje kaupa æSaregg.
Brjóti nokkur móti þessu, skal hann
gjalda 10—100 kr. sekt; sje brotið itrek-
að tvöfaldast sektin.
3. gr. Enginn má kaupa etia selja,
hirða eða hagnýta nokkurs staðar áls-
landi, dauða ætSarfugla elSa hluti af þeim.
Brjóti nokkur hjer á móti, skal hann
gjalda 10—100 kr. sekt.
4. gr. Sektirþær, sem ákveðnar eru t
1., 2. og 3. gr. renna að bj hluta i sveit-
ar- eða bæjarsjóð, þar sem brotið er
framið, en % til uppljóstrarmanns.
5. gr. Mál þau, er rísa út af broturn
gegn lögum þessum, skal farið mefl sem
opinber lögreglumál.
Lögum stofnun stýrimannaskóla d h-
Idndi. Fjallkonan.
REYK.TAVÍK, 21. ÁGÚST. 1889.
PRESTAKOSNINOIN 1 RVtK.
Prestakosning í Reykjavík fór fram
19. þ. m., eins og til stóð, og varð niður-
staðan sú, að síra Sigurður Stefánsson
alþingismalSur frá Vigur, hlaut 376 atkv.,
síra ísleifur Gíslason í Arnarbæli 34, og
síra Þorvaldur próf. Jónsson á ísafirði 7.
Greidd voru þannig alls 417 atkv.
Á kjörskrá voru 781 kjósandi alls,
þurfti þvi ekki nema 391 atkv. til þess.
að kjörfundur væri lögmætur, og ekki
nema 196 atkv. þar af til þess að ná
kosningu; en síra Sigurður hlaut nálega
tvöfaldan þann atkvæðafjölda.
Kosningarathöfnin stólí yfir frá kl.
11—4.
Mefial þeirra, sem atkvæði greiddu
voru yfir 50 kvennmenn. Má segja, að
kvennþjóíiin hafi rekið af sjer slyðruorð-
ið með þvi a5 nota ekki lakara en þetta
kosningarrjett sinn, og Reykjavíkur-
söfnrrSuryfir höfuð, endahefðiþað ver-
ið söfnuðinum stór minnkun, ef kjör
fundur hevði eigi getað orðið lögmætur
fyrir fámennis sakir. Allt atí einn fimti
safnaðarlima með kosningarrjetti voru
i>ó eigi við heimili sín, heldur í kaupa-
vinnu í sveit eða í ferSalögum, og hefir
því ekki nema rúmleg 4. hver maður af
hinum setið heima, eða látið kosningar-
rjett sinn ónotaðan.
Aflabrögð. Af ísafirði skrifað
17. þ. m.: „Afli á þilskipum góðnr og á
opnum skipum bezti afli, á síld, sííari
hlut júlímán. og framan af þessum mán-
uði, 10—20 króna hlutir á dag.
Hvaiveiíar Norðmanna. í
miðjum þ. m. um 57 hvalir komnir á
land á Langeyri og nálægt því á Flat-
eyri. tsafold.
RAXXSÓKXARFEliÐ
Þoroaldar T/wroddsen 1889.
(Eptir fsnfold).
Herra L orvaldur Thoroddsen er nú
nýkominn heim úr þ. á. rannsóknarferð
sinni, um eitt það svæði landsins, sem
mönnttm liefir verið mjög lítt kunnugt
um áður, leikuin sem lærðum, en tals-
vert vetið umþráttað, enda er það all-
merkilegt.
Það eru ótyggðirnar kringum Fiski-
vötn (hin eystri), sem svo eru kölluð á
Uppdrætti íslands, en byggíamenn þar
nærlendis kalla að sögn aldrei annað en
Yeiðivötn.
Hann skoðaði fyrst nokkuS af Rang-
vellinga-afrjetti, Hrafntinnuhraun (sunn-
an og vestan undir Torfajökli) og upp-
sprettur Markarfljóts. Hrafntinnuhraun
telur hann eitt með merKÍlegustu hraun-
ttm í heimi. Er aðalefnið í því grár líp-
aritsteinn, með 3—4 feta þykkri skán af
hrafntinnu, og ofan á henni eins og vik-
urfroða. Niður í gegnum hraun þetta
heflr Markarfljót graflð sig. Hraunið
segir hann komið undan vesturenda
Torfajökuls.—Síðar í feríinni skoðaði
hann 3 hrafntinnuhraun á Landamanna-
afrjett, áður ’ókunn, Upp komin ekki
langt frá hinu gamla Hrafntinnuhrauni,
nálægt Torfajökli.
Hvít vikurlög í jörðu, og sumstaíar
uppblásin, eru algeng ví«a um Suður-
landsundirlendið; einkum er mikið af
þeirn í Þjórsárdal og kringum Heklu; en
það vissu menn, að úr Heklu gátu þau
eigi verið kominn, með því að þarer
ekkertþess kyis efni. Þa« sást nú, að
uppspretta þeirra er í Torfajökli, eins og
Hrafntinnuhraunanna.
Frá GaltarlæK á Landi hjelt hr. Þ.
Th. upp á Landamannaafrjett og skoðaði
þar fjöll og athugaði ýmislegt. Þar þarf
Uppdráttur íslands töluverðar leiðrjett-
ingar; þar eru fjallgarðar og stöðuvötn,
sem ekki eru á Upddrætti íslands. Eins
er farvegur Tungnaár, sem rennur úr
VatnajiðUi vestur í Þjórsá, mjög skakkt
settur þar, enda hefir Björn Gunnlögsson
ekki getaiS komið vitl að ferðast um þær
slóMr, og þvi orðið að fara eptir sögu-
sögn byggðarmanna.
Þorv. Thor. fór yfir Tungnaá á Króka-
vaði og upp að Veiðivötnum (Fiskivötn-
um). Þangað fara Landamenn stundum
til veiða vor og haust, en annars hafa ör-
æfln þar upp af verið svo að segja ókunn.
Við Veiðivötn er landslag allt öðru
vísi en tíðast er annársstaðar hjer á laudi
þar sem mikið er af vötnum uppi á
heiðum. LandiS er ekki flatt, heldur al-
sett háum fellum og öldum af móbergi,
sem liggja í röíum til landsuðurs, alveg
eins og fellin í kringum Heklu. Fell
þessi og landið milli þeirra ber menjar
stórkostlegustu eldsumbrota, og eru þar
stórvaxnari eldgígir en nokkursstaðar á
landinu annarsstaðar. í þessum gígum
eru nú flest vötnin—, hin eiginlegu
Veiðivötn. Þau hafa sezt eða safnazt í
hina útkulnuðu gígi—skálarnar í eld-
borgunum—eða í jarðföllin í kringum þá.
Hin mikla breyting á landslaginu, þar sem
skiptast á vötn og eldborgir, hraundrang-
ar og móbergstindar og gróður allmikill
umhverfis, gjörir þar mjög einkennilegt
umhorfs og fagurt yflr að líta. Hraun-
botn er í vötnunum; þar eru því beztu
fylgsni fyrir silung, og nóg fæða fyrir
hann, vegna gróíursins og kvikindanna
sem safnast að honum. Hvergi á íslandi
er nándarnærri þvt eins mikið um eld-
gígavötn. Fyrir ofan vötnin upp að
Vatnajökli taka vií eldfjöll, hraun og
vikrar, svo nú er það komið í ljós, a5
það er samföst bogadregin eldað þvert ydr
landið, gegnum Heklu og Ódáðahraun.
Er þaí mjög mikilsvert til að skilja jartS-
fræði íslands. Vissu menn þatf ekki áð-
ur, vegna ókunnugleika um, hvernig til
hagaði við Velðivötnin.
Veiðivötn ná yfir miklu meira svæði
en sýnt er á Uppdr. íslands.
í högunum við Veiðivötnin slógu
þeir Þ. Th. og fylgdarmenu hans hey, og
höfðu metf sjer 1 smá ferðalög út um ör-
æfln þar norður og austur af. Skoðaíi
hann þá meSal annars Þörisvatn, sem er
eins og lítilfjöilegur pollur á Uppdr. ís-
lands, en mun í rauninni vera stcrrsta
vatn d landinu, annað en Þingvallavatn.
ÞaS er mikið um sig ogjbreitt að sunn-
an, en norður og austur úr því ganga 2
stórir flóar og er hálent nes á milli, enda
mikill hluti vatnsins fjöllum luktur.
Gróðurlaust er alit í kringum vatnið,
nema dálitlir hagar í flóabotnunum báð-
um.
Hann heldur, að það sem núerkall-
að Litlisjór, eitt af Veiðivötnunum, hafi
áður vériS nefnt Stórisjór, með þvt að
það vatn er langstæjst af hinutn eigin-
legu Veiðivötnum, enda bendir afstaSa
vatnanna sín á milli á íslandsuppdr. B.G.
á það, en hana hefir hann sett eptir sögu-
sögn Skaptfellinga, og þar eru vötnin lát-
in ná miklu nær Vatnajökli, heldur en á
að vera.
Eptir atf búið var að skoða Veitiivötn
in og öræfin kringum Þórisvatn og upp
með Köldukvísl, fór hann upp með
Tungnaá, til að leita að npptökum henn-
sem áður voru ókunn, og höfðu þeir hey
með sjer handa hestunum, og var frá
Veiðivötnum ttpp í Tungnabotna 8 kl,-
stunda hröð reið, um eintóm grasiaus ör-
æfi, en þar, fast upp við jökulinn, all-
góðir hrossahagar í verum.
Tungnaá kemur í tveimur stórum
kvíslum undt.n geysimiklum skriðjökli,
sem er eins og bogadregin rönd á Vatna-
jökli allt frá Hágöngum og suður uudir
Fljótshverfi. Fjallgarðar margir liggja
á öræfunum upp að skriðjökli þessum
og deila milli vatna, sem frá jöklinum
falla. Tveir af þessum fjallgörðum eru
fyrir sunnan Tungnaárbotna, ganga fram
með henni atf sunnanverðu, og milli
þeirra vikradalir; en fyrir sunnan þá
fjallgarða liggur afarlangt stöðuvatn og
mjótt og nærrí heila dagleið til útsufSurs,
en fyrir sunnan það vatn er aptur hár
fjaligarður, í sömu stefnu og hinir fjall-
garðarnir við Tungnaá, og 5 kverkinni
fyrir sunnan þann fjallgarð kemur
Skaptá upp, en Hverfisfljót undan jökl-
inum töluvert sunnar. Á íslandsuppdr.
eru allar þessar ár látnar koma upp á
sama stað.
Síðan var haldið úr Tungnaárbotnum
niður með Tungnaá ámilli þessara fjall-
garða í 2 dagleiðum og sutiur í Laugár,
nálægt Torfajökli. Skoðaði herra Þ. Th.
þar hverapláss kringum Torfajökul eg
ýmislegt fleira á Landamanna-afrjett; fór
síðan um nýja hraunið (frá 1878) hjá
Krakatindi náiægt Heklu, gekk upp á
Heklu og skoðaði ýmislegt þar í kring.
Um allt þetta svæði þarf íslands-
uppdrátturinn mikilla leiðrjettinga.
Á heimleiflinni skoðaði hann ýmsa
hveri og laugar í Árnessýslu.
Herta Þ. Th. muu nú vera búinn að
yfirfara svo mikið af þeim hlutum lands-
ins, er mest brast kunnugleika um áður
og helzt þurftu rannsóknar við, að ekki
vantar nema herzlumuninu til þess að
rannsóknum þessum geti orðið lokið.
Það mun ekki vera annað eptir en Snæ-
fellsnesið og Skaptafellssýslurnar, með
nokkru af öræfunum fyrir norðaustan
Vatnajökul. En fyr en því er lokið er
ekki hægt að leiðrjetta til hlítar íslands-
uppdráttinn nje að fá ýtarlega lýsing á
landinu, svo fullkomna og áreiðanlega,
að við megi hlíta. Ilannsóknir þessar
eru undirbúningur til þess, auk þess sem
þær geta verið og eru mikilsvecðar að
öðru leyti; enda er þeim veitt mjög
mikil eptirtekt í öðrum löndum, miklu
meiri en hjer, með því að þar kunna
menn betur að meta slíkt,—meta tnikils-
verðar, vel og kappsamlega framkvæmd-
ar vísindalegar rannsóknir, fram yfir ó-
vísindalegt kák i þess konar efnum. Er
varla svo á ísland minnzt í útlendum
bókum hin síðari árin, að ekki sje þar
mikið hól um hinn unga, ötula jarðfræð-
ing, er sje að rannsaka land sitt, og jafn-
framt um alþingi, er gjöri þjóðinni sóma
með því að styrkja slikt fyrirtæki með
dálitlum fjárframlögum áhverjuári.
VLADIMIR imiILISTI.
Eptir
ALFRED ROCHEFORT.
(Eggert Jóhannsson þýddi).
Þessa grein las Vladimir upphátt
fyrir móður sinni og systur, og spurði
um álit þeirra.
,Jeg gleðst’, svaraði móðir haus, ,að
heyra að einn vinur vor er viðurkenndur
og honum endurgoldið að verðleikum’.
(Eudurgoldið! Með þvi að gegna
stöðu hins þrællynda Ghourkos!’ sagði
þá Vladimir. (Jeg vildi heldur frjetta að
hann væri dauður, eða það sem tekur út
yfir allt, að hann væri sendur í hlekkjum
til Síbertu’!
(Vertu viss, bróðir minn’, sagði
Elízabet, (að prinzinn tekur engri stöðu
sem ekki er heiðarleg, og að hann gerir
ekkert það, sem ekki sæmir heiðurs-
manni, föðurlandsvini og hermanni’! Og
augu hennar tindruðu af ánægju.
(En jeg er hiæddur um, systir mín
góð’, svaraði Vladimir brosandi, og gekk
um gólf, (að þú sjert naumast heppilega
kjörin til að vera óhlutdrægur dómari að
því er snertir Gallitizin prinz’!
(En jeg hef þá trú að jeg sje með
fullu viti enn, bróðir góður’, sagði hún
glaðlega.
(öldungis rjett'! sagði Vladimir apt-
ur. (En jeg þekki hjarta þitt og hugrenn-
ingar og get þess vegna ekki ætlast til að
þú sjáir annað en að allt sje rjettlátt og
gottsem Gallitzin hershöfðingi—við verð-
um að kalla hann það nú—gerir. En þey!
Það er gengið upp stigann’. Og Vladi-
mir gekk að dyrunum og um leið var
klappað á hurðina.
Dyrnar voru opnaðar og ungur mað-
ur knálegur í kósakka búningi gekk inn,
setti sig I hermannastellingar og hjelt
hendinni upp að hattinum.
(Kondu sæll, Ruryk!’sagði Vladimir.
(Hvaða- frjettir færirðu okkur frá hús-
bónda þínum, Gallitzin hershöfðingja’?
Ruryk tók ofan hattinn, en hreifði
sig ekki að öðru leyti, og hóf þannigmál:
(Húsbóndi minn bauð mjer að færa frú
RuloS og dóttur hennar kveðju sína og
fullvissu um innilega vináttu. Hann er
þeirra auðsveipur þjónn’.
Hjer hætti hann um stund og gaf
þeim mæðgum tækifæri til að hnegja sig,
og hjelt svo áfram:
(Ruryk! seg þú við professor Ruloff,
son greifafrúarinnar, að jeg æski að finna
hann heima hjá mjer í kvöld klukkan sjö.
Jeg verð einn heima og set á borðið
kvöldverð fyrir tvo’. Þannig mælti hers-
höfðinginn og jeg hef flutt orð hans
rjett’. Að svo mæltu setti Ruryk upp
hatt sinn og var t þann veginn að ganga
út, er Vladimirspurðihann: (Sendihers-
höfðinginn miða'?
(Ekki eina línu!’
.Færðu honum kveðju mína og dótt-
ur minnar’, sagði frú Ruloff. (Og seg að
við óskum honum til hamingju í hans
nýju tignarstöðu’.
(Og, segprinzinum að jeg skuli heim-
sækja hann á rjettum tíma', sagði Vladi-
mir.
Ruryk endurtók orð beggja, eins og
væri hann klöpp er bergmálar orð þau
semtöluðeru í nánd. Snerist svoáhæli
og gekk út, eptir að hafa salúterað
Vladimir.
(Jeg vildi jeg gæti náð tali af Gallitzin’,
sagði frú Iiuloff. (Þar hann umgengst
keisarann svo mjög gæti sseð að hann
gæti útvegað föður þínum náðun, eða
það sem bezt væri nýja rannsókn’.
(Náðun keisarans þýðir sannaða sök’,
sagði Vladimir. (En ný rannsókn sý'QÍr
möguleika á að dómurinn er sendi hann
óyflrheyrðann til Síberíu hefði verið
rangur. Nei móðir, jeg hef enga von.
Það vekti tortryggni og grunsemi ef
Gallitzin hershöfðingi segði þó ekki væri
nema eitt orð fyrir okkar hönd. Við
tnegum ekki biðja hann að fórna sjálfttm
ajer'.
(En væri þa5 ekki rjett fyrir hann að
flytja mál föður okkar’? spurði Elízabet.
(JÚ, systir mín! í innsta eðli sínu.
En hjer i landi er hættuspil að krefjast
þess, sem rjett er að eins í iunsta eðli sínu’.
Jeg skal sjálf finna prinzinn og biðja
hann fyrir föður minn!’' sagði Elízabet.
(Mjer er sama hvaða ástæður eru taldar
því til mótspyrnu. J“g er fús að leggja
mig, já, leggja mig flata í moldina, ef
jeg meí því get frelsað líf föður míns’.
(Og með því stofna í hættulifl manns-
ins.sem þú elskar’! sagði Vladimir, er var
að búa sig til brottferðar.
(Menn stofna ekki líft sinu í hættu at-
hugunarlaust, og Wladislas Gallitzin mun
ekki gera það. Hann verður að yfirvega
málið, og ef hann sjer það fært, að gera
tilrauuina, eitis og hann svo opt hefur
lofa'5 okkur’.
(Ja, þú ert sjálfráð, en jeg verð að
fara, fyrst að vita um skrifstofustöðuna
hjá ameríkananum, og svo afi hitta hers-
höfíingjann’. Og Vladimir kvaddi mó-S-
ursína og systir með kossi og gekk svo út.
(Framh.).