Heimskringla - 04.12.1890, Qupperneq 1
MENMR FRJETTIR
FRÁ ÚTLÖNDUM.
Vill verða ríkur. Um undanfar-
andi 2—3 íir og allt fram á þennan
dag, hefur Tyrkja soldán ekki hugs-
að eins alvariega uin neití eins og
f>að, að klófesta fasteignir í Asíu-
löndum sínum. Á hann nú orðið
búgarð við búgarð á stórum fiákum
°g heil þorp á ýmsum stöðum, eink-
um í grend við Bagdad, Alpho,
Ueyrut, Damaskus og Jerúsalem.
Og nú rjett nýlega keypti hann
mikínn íiáka af landi í Jórdanar-
dalnum á milli Dauðahafs og Tiber-
ius-vatnsins. Auk pessara fasteigna
#llra, sem meginlega eru akuryrkju
land, á hann einn nærri pví allar
námur sem nokkuð er unnið við 1
Tyrkjaveldi. Yfir pessu eru Tyrk-
•r yfir höfuð reiðir; segja peir, að
undir eins og landið hækki í verði
fyrir bygging járnbrauta á hverju
som vænt er eptir, selji hann
pað og kaupi erlend ríkisskulda-
brjef og á pann há<t búi sig undir
burtför sína úr Tyrklaiidi. í sam-
bindi við petta sagði einn hátt-
standandi maður í stjórn Tyrkja, að
eyðilegging veldisins væn nálæg;
Þ*ð gseti undir engum kringum-
stæðum enzt lengur en 30 ár, ef til
vill —sem líklegra er—ekki nema
10 ár lengur.
iíeðin að hafa á höfðinu. Þjóð-
verjar og Austurríkismenn hafa
kunngert stjórn Grikkja, að lienni
verði heppilegast að hafasem minnst
um sig og hætta alveg að stríða
l’yrkjum með hótunum um að taka
frá peim pi nnan eða hinn landskik-
#nn. Þetta bann kemur nú af pví,
#ð stjórnarformaður Grikkja byrj-
aði á ný á æsingum í pessa átt,
undir eins og kosningarnar voru af-
staðnar um daginn. Hann er grimm-
ur fjandmaður Tyrkja og svíður
f>að, að í peirra ríki í Evrópu skuli
vera 3^ milj. manna af grískuin ætt-
um, auk 400,000 á eynni Krít. í
pennan hóp vill hann ná og er pví
jafnt og stöðugt að heimta pennan
°g hinn 'andflákann til viðbóta við
gríska ríkið. Grikkir í Grikklandi
eru rúmlega 2 milj., en Grikkir 1
Tyrklandi eru nær 6 milj og allir
að heita má rjettlausir í pví ríki.
Og þú llka Brútus. Staða Parn-
er sem stendur ekki eptirsókn-
arverð. Eins og getið hefur verið
Um áður var Þjóðfjelagið á írlandi,
eða inargar deildir pess, búið að á-
kveða að halda fast við Parnell og
á Englandi voru pað ekki svo fáir
menn, sem vildu draga úr siðferðis-
broti Parnells. En allt petta breytt-
ist eptir að úrskurður Gladsiones
var opinberaður. Karl skýrði á-
stæður BÍnar svo rækilega, að allir
fjellust á hans uppástungu, og síð-
an standa nú járn á Parnell úr öll-
um áttum. Laboucher hjelt fyrst
lengi hlifiskildi fyrir honum í blaði
sínu uTruth”, og hugðu allir að
hann mundi ætla að standa eða falla
með honum. En nú er einnig hann
orðinn liðhlaupi, orðinn annar Brút-
us. Heimtar liann pað ótvíræðis-
lega í uTruth”, að Parnell segi af
sjer nú pegar, og í brjefi til Par-
nells herðir liann enn meir á bönd-
unum; segir honutn, að haldi hann
áfram, pýði pað áframhaldandi ráðs-
mennsku Balfours á írlandi í næstu
6 ár, en víki Parnell, pýði pað, að
Irlands ping verði stofnað í Dublin
innan 2 ára. Mörg fjelög á írlandi
hafa nú látið til sín heyra og heimta
að Parnell \lki undir eins. Á Eng-
landi er nú naumast eptir fjelag
tilheyrandi flokki Gladstones, sem
ekki hefur heimtað hið sama. Nú
koma og pær fregnir frá írlandi, að
allt kirkjuvaldið kapólska hafi lagzt
á pá sveifína og hóti safnaðarlim-
unum alls konar hörmungum, ef
peir ekki afsegi Parnell á augna-
blikinu. Að f etta stæði til heyrðist
strax og málið \ar útkljáð milli
peirra O’Shea-hjónanna, og koin sú
fregn frá Rómaborg. Nú pykir
sönnun fyrir pví, að páfinn hafi tek-
ið í strenginn, pví annars inundu
prestarnir ekki almennt hefja máls
jafn-örugglega og peir gera nú.—
Flokksmenn Parnells á pingi hafa
haldið marga fundi til að ræða um
petta mál, en er síðast frjettist var
ekkert orðið endilegt. Flokkurinn
skiptist í tvo nærri jafn-mannmarga
flokka. Vildi annar að Parnell færi
og pað tafarlaust, en hinn, að hann
sæti sem fastast, enda pótt pað
tefði fyrir sjálfsforræði íra.—Á pingi
hefur Parnell setið á hverjum degi,
en ekki tekið pátt í málum og dreg-
ið sig í hlje, ef á hann hefur verið
yrt utan pingsalsins.—Um eptir-
mann Parnells er nú mikið talað,
par sjálfsagt er talið að hann segi
af sjer á hverri stundu. Standa
peir að sögn næstir O.’Brien og Dil-
lon, sem nú eru í Aineríku. Fleiri
virðast hafa meira álit á Dillon, en
aðal-gallinn á honum er, að hann
mundi aldrei geta náð hylli fjöld-
ans á Englandi fyrir frekjumæli sín
á undan förnum árum. í pví efni
stendur O’Brien betur að vigi. Hann
hefur verið mikið gætnari í öllum
sínúm ræðum og leitast við að fylgja
sem mest í fótspor fyrirliðans, hvað
lempni snertir, nema stundum í
Ameríku-ferðum sínum. Það stend-
ur og að vissu leyti í vegi fyrir
hvorum pessara manna sem er, að
peir samkvæmt dómsúrskurðinum á
írlandi gegn peim, verða að sitja 6
mánuði í fangelsi á írlandi, undir
eins eptir að peir eru pangað komn-
ir aptur úr pessari Ameríku-ferð
sinni. En að líkindum parf flokk-
urinn leiðtoga með á pinginu, ekki
síður en utanpings.
Síðan hið ofanritaða var fært t
stíl hefur komið út ávarp til íra frá
Parnell, er allir hafa vonast eptir
undanfarna viku. En eptir allt
saman er pað ávarp allt öðruvísi en
inenn vonuðust eptir. Það var vænt
eptir að pá kæmi fram vörn og
greinileg skýring á hans hlið í pessu
kvennamáli hans, en pað varð ekk’.
Hann minnist ekki á pað með einu
orði, talar að eins um pólitisku málin
og aðgerðið sínar par að lútandi.
Hann kveðst vera neyddur til að á-
varpa alpýðu á írlandi pannig og
heimta að hún úrskurði hvert hann
eigi að víkja eða ekki, af pví að
Gladstone hafi úrskurðað að Liberal-
flokkurinn á Euglandi heiinti nýjan
foringja fyrir íra. Svo til færir hann
ýmsar viðræður sínar við Gladstone
og Morley um undanfarinn ttma og
heldur pví fram, að Gladstone sje
ekki viðbúinn að veita Iruin sjálfs-
forræði á pví stigi er peir heiinti
og par af leiðandi vilji hafa sig
burtu. Hann ber pað og fram, að
peir Gladstone og Morley vilji
svipta flokk sinn sjálfstæði í írlands-
málum og tilfærir pað sem sönnun,
að í fyrra hafi Morley spurt sig að,
hvort hann vildi verða írlands ráð-
gjafi eða taka eitthvert annað em-
bætti, ef G'adstones-sinnar yrðu
yfirsterkari við næstu kosuingar.
Yfir höfuð pykir ávarpið vera pýð
ingarlítið, par pað gengur t allt
aðra átt en allir bjuggust við.
Gladstone hefur nú svarað ávarpi
Parnells og ber par af sjer allar
kærur hans.—Er pess nú til getið í
frjettuin frá Englandi, að út- af
pessu muni Gladstone hætta, segja
af sjer pingmennsku og aldrei fram
ar snerta við opinberum málum.
Hann hafði búizt við sigri að pví
er sjáifsstjórn íra snerti, en nú sjer
hann pá von sína kollvarpaða fyrir
aðgerðir Parnells. Hefur pað allt
fengið mjög á hann og er hann nú
sagður allt annar maður en pegar
hann kom heim eptir ferðina um
Skotland.
Landkaupalaga frumvarp Bal-
fours er nú komið- fyrir pingið, en
eitthvað lítillega breytt frá pví í
fyrra. Er par farið nær pví, er
Parnell vildi á síðasta pingi, enda
eru nú horfur áað Parnell mælimeð
frumvarpinu og hið sama má segja
um ineginhluta írsku pingmannanna.
Um undanfarna daga hefur pví
verið fleygt, að sökum pessara vand-
ræða Gladstones, sje nú liugmynd
Salisbury’s að fá uppleyst pingið og
stofna til nýrra kosninga. En nú
hefur Salisbury sjálfur neitað að
svo sje; kveðst ekki Játa uppleysa
pað fyrr en sampykkt sjeu ýms lög
áhrærandi írlandsmál.
Hið eina blað á írlandi er ein-
dregið heldur taum Parnells er
Freeman's Journal í Dublin. Það
lætur sjer ekki verða að flytja eina
einustu frjettagrein, nema hún sje
Parnell pægileg.
Skaðaveður bg manntjón. Stór-
inikill illviðagarður gekk yfir meg-
inhluta Evrópu í vikunni er leið,
grimmt frost, ofsaveður og snjó-
gatigur. Á Kristjaniu-firðinum er
sagt að farizt hafi 40 skip 28. f. m.
og um 120 mamis týnt lífi. Fregnir
uin stór skaða koma og frá strönd-
unum við Eystrasalt, á Svarta haf-
inu og viðar.—Snjópyngsli svo mik-
il á Rússlandi og i Austurríki norð-
anverðu, að járnbrautarlestir hafa
tepzt. í Paris á Frakklandi fjell
7 pumlunga djúpur snjór 28. f. m.
Og á Englandi var snjófallið svo
niikið sumstaðar, að umferð varð ill
á járnbrautum.-—Frá Berlin er sagt,
að í Saalár-dalnuin á Þýzkalandi
hafi 20 manns týnt lífi í veðragarði
pessum; hafi bæði frosið og soltið til
dauðs.
FRA ameriku.
BANDARÍKIN.
Á síðastl. fjárhagsári Bandaríkja
fóru 36 lögregluskip stjórnarinnar
alls 288,112 sjóinílur aptur og fram,
segir formaður pess flota í ársskýrslu
sinni. Á árinu stöðvaði hann 23,
161 skip og skoðaði varning peirra.
Af peim hóp voru 915 skipstjórar
kærðir fyrir brot á lögum Bandaríkja
og dæmdir til fjárútláta, er að sam-
lagðri verðhæð námu I 396,616, en
viðhalds kostnaður lögregluflotans
var samtals $ 937,036. Á árinu
bjargaði flotiun 80 skipum í sjávar-
háska og 43 mönnum var bjargaðúr
sjó. Formaðurinn segir að fleiri
skip sjeu nauðsynleg.
Um undanfariiui h'ilfsmánaðar-
tíma hefurmikið gengið á með fregn-
ir af væntanlegu lndi mastríði í Da-
kota. Hefur pað einla verið sagt
að lent Inifi í orustun) tvisvar eða
prisvar sinnum, eu uú er sagt að
petta sje allt meginlega ósannindi.
Er pað spur.nið af pví svo rnargir
af Indiánuin eru hálf-trylltir orðnir
af Messíasar-hugmyndinni. Þeir
sem sje trúa pví að Messías komi í
heiminn á næsta vori og að pá byrji
1,000 ára ríkið.—Út úr pesau æði
haf Indíánar látið sv > ófriðlega, að
Bandaríkjastjórn hefur sent fjölda af
hermönnum á stöðvar Indíána og
eru peir nú að biigglast við að sundra
samkomnm peirra, sem peir hafa á
hverju kviildi og dansa pað sem peir
kalla , draugadans”.
Talað er um að koma með Leland
Stanford ríka í California fram á
leiksviðið og láta hann sækja um
forseta-embættið ræst, undir merkj-
uin repúblíka. Californiu-menn hóta
flokknutn öllu illu, ef peir ekki fá
að sei-da mann úr pví ríki til að
reyna sig.
Yfir-offiserari.ir á herskipaflotan-
um frá Brasilíu, sem nú er á New
York liöfn, heimsóttu Harrison for-
seta í vikunni er lejð; voru peir 25
saman. Var peim mikillega fagnað
í Washington.
Bæjarstjórnin í Brooklyn hefur
látið telja íbúa bæjarins og fær hún
45,000 fleiri en Washington-stjórn-
in. Hjá bæjarstjórninni er íbúatal-
ið 855,945, en hjá Washington-stjórn
er pað 808,000.
Gufubátur á Mississippi-fljótinu
sunnarlega brann til kaldra kola og
allur farmurinn, hinn 27. f. m. Af
skipverjum fórust 5 í eldinum, 4
karlmenn og ein kona, allt svert-
ingjar.
Manntalsstjóri Bandaríkjanna,
Porter, hefur nú fullgert manntals-
skýrslurnar, að pví er fólksfjöld-
ann snertir, og breytir peim ekki
framar. Segir hann að íbúarnir
rjett taldir sjeu 62,622,250. í
skýrslunni skiptir hann Bandaríkj-
unum í 5 aðal-deildir: Norður-
Atlanzdeildina og eru í henni ríkin
Maine, New Hampshire, Vermont,
Massaehusetts, Rliode Island, Con-
necticut, New York, New Jersey,
Pennsylvania. í pessari deild búa
samtals 17,401,545 manns; suður-
Atlanzhafsdeildina og eru í henni
ríkin. Deleware, Marylard, District
of Columbia, Virginia, North Caro-
lina, South Carolina, Ghorgia.
Florida. í pessari deild búa 8,857,
920; norður-miðrikjadeildina og
eru í henni ríkin Ohio, Indiana,
Illinois, Michigan, Wisconsin, Min
nesota, Iowa, Missouri,North-Dakota,
South-Dakota, Nebraska, Kaiisas.
í pessari deild er íbúatalið 22,362,
279; suður-miðrlkjadeildina og eru
í henni ríkin Kentucky, Tennessee,
Alabama Mississippi, Louisiana,
Texas, Indian Torritory, Oklahoma,
Arkansas. íbúatalið í pessari deild
10,972,803; vestur-rikjadeildina og
eru 1 henni pessi ríki og Territory:
California, Montana, Wyoming,
Colorado, New Mexico, Arizoua,
Utah, Nevada, Idaho, Washington,
Oregon, Alaska. í pessari deild er
íbúatalið samtals 3,027,613. — í 5
deildunum samtals 62,622,250.
Fyrir skötnmu vildi pað slys
til í Detroit, Michigan, að lítil
póllenzk stúlka, Matthildur Obfesch
að nafni, er vann par á verkstæði,
flækti hár sitt I einni vjelinni. Aður
en henni varð hjálpað hafði vjelin
svipt burtu ekki að eins hárinu öllu,
heldur einnig nálega allri húðinni af
höfðinu og niður á háls. Var fyrst
ætlað að hún mundi deyja, en lækn-
arnir gáfu von um líf, en voru ráða-
lausir með að rækta skinn á nakinni
höfuðkúpunni. Sögðu pað reynandi
ef einhver fengist til að láta fjötra
sig við sjúklinginn, flá sig á bletti
og bletti 1 senn, festa svo skinn-
pjötlurnar á höfuð Matthildar og á
pann hátt með sameinuðu lífsafli
beggja að reyna að mynda nýtt
skinn á höfðinu. Til pessa varð
EtnmalOára gömul systir Matthildar.
Var flegin burtu 5 puml. löng og
4 puml. breið pjatla af skinni
undir hægri hendi hennar, en látin
vera áföst við líkamann upp í
handkrikanum. Svo var Matt-
hildur lögð við hlið hennar. pær
fjötraðar saman, svo að hvorog get-
ur hreift sig, og svo var hin ný-
flegna skinnbjatla fest á höfuð henn-
ar framanvert. Síðan eru nú liðnar
uin pað tvær vikur og fullkomin
sönnun fengin fyrir pví að tilraun
pessi ætlar að takast.
Fyrir skömmu var í Baltiinore
hleypt af stokkunum ny'ju herskipi,
sem Bandaríkjastjórn er að láta
siníða. Er pað brynskip og er liið
langstærstaherskip Bandaríkjastjórn-
ar. Það var skýrt: ifcTatne”.
Bændurf Norður-Dakota, eink-
um í suður og vesturhluta ríkisins,
eru farnir að leggja stund á sauð-
fjárrækt fremur öðrum atvinnu-
greinnm. Eitt fjelag í Fargo hefur
á rúmum mánuði selt peim yfir
20,000 sauðfjár og kveðst mundi geta
selt 100,000 í haust, ef fjeð væri að
fá. Formaður pessa fjelags, banka-
stjóri í Fargo, segir og, að frá-
dregnum Rauðárdalnum, sje sauð-
fjárræktin eina atvinnugreinin er
bændurnir geti treyst á.
Hinn 13. f. m. hjeldu Seattle-
búar hátíðlegt hið 39. afmæli bæjar-
ins. Það voru pann dag liðin 39 ár
frá pví fyrstu innflytjendur komu
til Seattle, eða pess staðar par sem
bærinn stendur nú, í pví augna-
n-iði að byggja par verzlunarstað.
í bænum eru nú rjett um 40,000.
Eitt hið stærsta gufuvagn-
smíðisfjelag í heimi varð gjald-
prota í Bandarikjum í vikunni er
leið. Höfuðból pess var í New
York, en verkstæði hafði pað víðs-
vegar um Bandaríkin. Skuldir
pess eru um $4 milj., en meir en
nógar eignir til að mæta peim.
Stærsti atkvæðamunurinn, svo
mönnum sje kunnugt, við síðustu
kosningar í Bandaríkjum, var í
Texas. Þar fjekk ríkisstjóra-efni
demókrata 175,000 atkv. fleira en
mótsækjandi hans.
Járnbrautafjel.: Great North-
ern, Northern Pacific og Union
Pacific, eiga nærri helming allra
peirra járnbrauta, er í sumar er leið
hafa verið byggðar innan Banda-
ríkja.
Nefnd almenna kvennfjelagsins
W. C. T. U. heimsótti Harrison
forseta fyrir skömmu og bað hann að
ljá lið stt til að fá bannaða alla
vínsölu í herbúðum innan Bandaríkja.
Einkennilegri málsókn er ný-
lokið í Pennsylvania. Andatrúar
hjón ein, Philander og Olive Brown
að nafni, höfðu narrað samtaís $3,000
út úr trúgjörnum bónda. Þau
sögðu bóndanum að Jesús Kristur
væri í penitigahraki og hefði falið
peim á hendur að útvega sjer pen-
inga til láns. Svo var og fyrri
kona hans (löngu dauð) í fjárpröng
og klæðlítil og hún purfti peninga
og leitaði sem eðlilegt var til fyrr-
verandi manns síns fyrir milligöngu
andatrúarhjónanna. Eptir nokkurn
tíma fór vinskapurinn út um púfur
og Paul Hill (svo hjet bóndinn)
kærði Brown fyrir að hafa af sjer fje
með svikum. Fyrir rjettinum bar
ió Hill pað fram, að hann og seinni
kona sín tryðu sögum hjónanna all-
optast, ennfremur að hann heyrði
opt söng á himnutn, pyt af járn-
brautarlestum og hvininn í sögunar-
mylnum, er pær ólmuðust að saga
borðvið, sem mikið parf af til
húsagerðar í nýju Jerúsalem. —
Peningarnir voru að sögn Hills
sendir pannig, að Brown ljet pá að
kvöldi dags í biblíu, en að morgni
voru peir farnir.—Hjónin voru
dæmd í fleiri ára fangelsi fyrir að
fjefletta pannig einfeldninga.
Seigt gengur að poka sýningar-
málinu í Chicago áfram. Það var
fyrst hinn 20. p. m. að forstöðu-
nefndin kom sjer saman um livar
byggja skyldi hina ýmsu sjminga-
skála.
Þeir fjelagar O’Brien og Dillon
og prír aðrir pingmenn íra, sem
með peim eru hjer í landi, hafa nú
sent ávarp til írlands áhrærandi Par-
nells-málið og heirnta par ótvfræðis-
lega að Parnelli víki.
Eins og lög gera ráð fvrir kom
Þjóðping Bandaríkja saman 1. p. m.
(fyrsta mánudag í desember) og
stendur yfir til pess æfi pess er út-
runnin--4. marz næstkomandi.
C a n a <1 n .
Skýrslur sambandsstjórnar
viðskipti Canada við útlönd á sfð-
astl. fjárhagsári eru nú fullgerðar
og sýna pær að upphæð viðskipt-
anna á árinu nemur $218,607,390.
Af peirri upphæð var útfluttur varn-
ingur á $ 96,749,149, og er pað
meir en $6| milj. fram yfir verð
hins útflutta varnings á fjárhagsár-
inu er endaði 1889. Tollur gold-
inn af pessum varningi var rúmlega
24 milj.
Ísíðastl. oktober mánuði lagði al-
pýðan í Canada til síðu, í spari-
sjóði, 3^ milj. dollars meir en á
sama mánuði í fyrra. Innl^ggið á
mánuðinum var samtals nærri $36
milj.
Fallbyssan stóra—ein af 4, sem
eru á leiðinni, er um daginn var
flutt til Halifax kostar $ 75,000 og
hver hieðsla hennar kostar $ 200.00.
Það er kostbært barnagull.
í Kingston stal maður einn úri
og peningum frá aldraðri konu.
Hún lá við andlátið og hann kom
inn til hennar til pess að lesa yfir
henni í ritningunni og biðja fyrir
velfarnan heilnar, jafnframt sá liann
gott færi að stela pessu og sleppti
ekki pvf tækifæri.
Talað er um pað eystra að stefna
saman á verzlunarping fulltrúum
frá öllum verzlunarstjórum í bæjum
og sveituin í öllu brezka veldinu.
Tillaga um petta kom fyrst frá
verzlunarstjórninni á Englatidi og
fjekk hún góðar undirtektir bæði 1
Montreal og Toronto.
Hinn 26. f. m. var byrjað að
flytja fólk og varning eptir stjórn-
arbrautinni austur Cape Breton-eyj-
unni og er pannig pessi afskekkti
skagi um síðir tengdur öðrum hlut-
um landsins með járnbraut, enda er
par nú mikið uni dýrðir og lopt-
kastalasmíð byrjuð í stórum stíl: -
í síðastl. oktobermánuði voru
tekjur Canada Kyrrah. fjel. $1.760,
447. Þar af var ágóði $ 826,403.
Harðar ávítur fær Qubec-stjórnin
fyrir hóflausa fjáreyðslu slna, og
jafnvel frá sumum af sínum eigin
fylgjendum. Skuldir sem á fylkinu
hvíla eru nú orðnar yfir $21 milj.
Allt af smá saman gjósa upp fregn-
ir um yfirvofandi sambandspingsrof.
Seinasta fregnin segir, að almennar
kosningar muni fara fram í febrúar
eða marz næstkomandi. Er sú frjett
nú höfð eptir frönskum blöðum í
Montreal, er sögð eru nákunnug
fyrirætlunum stjórnarinnar.
Sambandsstjórnin er að hugsa um
að reyna að útvega innflytjendum
til Manitoba frá Evrópu farbrjef frá
Evrópu fyrir $17—18. Er hún 1
pví efni að leita eptir samvinnu
Canada Kyrrahafsbrautarfjelaganna,
er endastöð hafa í Canada.
Tekjuhallinn hjá Quebec-fylkis-
stjórn var rún.lega $1^ milj. á síð-
astl. fjárhagsári. Tekjurnar voru
$3,588,920, en útgjöldin $5,273,595.
—I Quebec hafa opt verið óhófs-
samir stjórnarformenn, en enginn
peirra hefur koinizt með tærnar
pangað sem Honore Mercier hefur
hælana, hvað pað snertir. Hann er
nú kominn á góðan rekspöl með
að gera fylkið gjaldprota.
Hið seinasta hafskipí ár frá Mont-
real lagði út paðan24. f. m. Fyrsta
hafskipið á árinu kom pangað 24.
apríl. Á pessu 7 mánaða tímabili
komu pangað 746 skip austan yfir
Atlanzhaf.
Sambandsstjórnin hefur fengið
fregnir um, að Bryce-Douglas-fje-
lagið, sem Hartington lávarður er
formaður 1, muni ganga að samn-
ingunum áhrærandi stofnun nýrrar
gufuskipalínu á milli Canada og
Englands. Ilugmynd fjelagsins er,
að stofna jafnsnemma aðra gufu-
skipa-línu á milli Vancouver í Brit-
ish Colutnbia og Ástralíu. Á pað
skip í förum nú á milli Englands
og Ástralíu, en ef af pessum samn-
ingum verður, flytur pað pau vestur
á Kyrrahaf, en lætur pau ekki
ganga til Englands.
Járnbrautafjelögin og gufuskipa-
fjelögin í Canada hafa ákveðið, að
gefa ákveðnutn fjölda af bændum í
Manitoba og Norðvestnrlandinu ó-
keypis farbrjef til Englands og heim
aptur. Þeir eiga svo að vinna að
innflutningi.
Óvanalcga<inikill illviðrisgarður
hefur gengið uni austur-Canada síð-
an um mánaðamót. Sumstaðar 30
stiga frost, ofsi og fanngangur.
y.fir