Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1891næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Heimskringla - 22.04.1891, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.04.1891, Blaðsíða 1
V. f ar. W r. 17. IVlnnipeg, llan., C'anada, 22. april 1891. ÁLMENMR FBJETTIR FRÁ ÚTLÖNDUM. Þýzkaland. Nú er sagt að Þjóðverjar hafi ákvarðað að gera verzlunareining við Belgi S\Tissara og ítali I líka átt og verzlunarsamn- inginn rnilli Þýzkalands og Austur- ríkis. Er petta álitið að vera gert í J>eim tilgangi, að Jrýzka stjórnin ætli sjer að koma á sterku bandalagi milli pessara ríkja gangvart Fra.kk- landi. jBixmarck gamli vill ekki að Mc Kinley-tolllógin hafi svo sterk og il! áhrif á Þjóðverja, að peir ekki taki pátt í hinni miklu allsherjar- sýningu i Chicago. Segir hann að spursinálslaust sje, að Þjóðverjar taki jafnan f>átt við aðrar J>jóðir í sýningu J>eirri, J>ar er Bandaríkja- menn og Þjóðverjar hafi aldrei stað- ið andstæðir hvorir öðrum, hvorki í stjórnmálum nje viðskiptum og hljóti óhjákvæmilega að taka hlut deild hvor í annars almennu málum framvegis. England. Landfarsótt geyser nú í norðurhluta Englands og er ærið matinskæð. Influenza-veikin gerði fyrst vart við sig í pessum hjeruðum árið 1889 og liefur par verið kranksamt síðan. Er veikin hvað verst í Yorkshire og í Sheffield hafa inargir dáið úr veikinni. Víða hafa orðið verkfóll sökum henn- ar. í Biriningham er veikin ekki eins skæð og fáir iiafa dáið, en fjöldi fólks er lasinn. Stðustu frjettir frá Indíum segja, að Quinton, umboðsmaðurEnglend- inga, hafi verið handtekinn ásamt öðruin fleiri í upphlaupinu sem varð i Manipur, og brvtjaður i stykki; allir hinir fangarnir voru drepnirog líkamir þeirra hræðilega útleiknir og knstað slðan á vlðavang.— Stór- f je hefur verið lagt til höfuðs höfð- ingja peirra, er stóð fyrir þessum illverkum. Snemma I þessum mánuði áttu Bretar allskæða orustn við Miran- sias-þjóðflokkinn I Samana-hæíunum nálægt Indus. Eptir mikið mann- fall lögðu Miransiar á flótta og flúðu til fjalla. Bretar misstu þar nokkra menn. Miransiarnir hafa síðan gert Bretum áiilaup öðru hvoru, en ekki orðið stórbardagar. Með auknum herafla, er talið sjálfsagt, að Bretar beri þessa þjóð ofurliði og reki hana af stöðvum sínum. Englandsstjórn hefur nýlega hafið mál á hendur Venezuela-inönnum fyrir að hafa drepið brezkan þegn, Williain Campbell að nafni, sem lögreglan I Venezuela tók höndum fyrir lögbrot og skaut hann, af því hann hlýddi ekki skipunum hennar. Englendingar hafa lengi setið um að krækja I gullnámu sem þar hef- ur fundÍ7t og beitt til J>ess ýmsum brögðum. En vegna þess að held- ur hefur verið kalt milli Englend- inga og Venezuelu-manna, brúka nú Englendingar þetta tilfelli sem ástæðu, til að koma ár sinni vel fyr- ir borð. Chili. Bardaga háði her stjórn- arinnar við uppreistarherinn fyrir skömmu, en varð að leggja á flótta eptir skæða orustu og mikið mann- tjón. Her uppreistarmanna eykst daglega og allar llkur til, að innan skamins ráðist þeir á Santiago De Chili og jafnvel Valparaizo. Sagt erað Elnglendingar og Þjóð- verjar ætli I samlögum að hlutast til um að leiða til lykta uppreistina í Chili o<r koma öl!u aptur I friðvæn- legt horf. TJppreist þessi hefur gert allmikið tjón á verzlunarviðskiptum Encrlendinga, Frakka og Þjóðverja á vesturströnd Suður-Ameríku. Georg Grikkja konungur er sagt að muni ætla að leggja niður völdin innan skaintns, en krónpririzinn son- ur hans taki við ríkisstjórninni. Grunsamt er mönnum um að ekki muni friðuririn I Norðurálfu hyggð ur á eins sterkum grundvelli . og látið eryfir. Hinn ægilegi her- mannagrúi, sem daglega er fluttur af Rússum á landamæri Þýzkalands og Austurríkis þykir fyrirboði |>esc, að eitthvað stórkostlegt sje I vændum. Og llestra skoðun er, að ógurlegt stríð hljóti að brjótast út í Norður- álfunni áður langt líður. frÁ ameuiku. BANDARÍKIN. Fregn frá Chicago til blaðsir.s uNew York World” segir frá merki- legri sögu. Sagan er viðvíkjandi biblíu, sem nýlega hefur fundist I gröf konu nokkurar. En fundur hennar leiðir I ljós eigendur eða rjetta erfingja að $6,000,000. Mað- ur að nafni Isaae Philip, fæddur 2. maí 1761 I Easton, Mass., ferðaðist til suðurríkjanna árið 1813 til að taka þátt I þrælaverzlun og græddi þar auð fjár, er hann lagði á Man- hatlan bankann í New York. Maður þessi dó 1834 og hafði kona hans ogbörndáiðá undan honum. Árið 1871 fóru erfingjar hans að grennsl- ast eptir um arfahluta slna og sanna erfingjarjett sinn og hófu mál gegn ofangreindum banka, sem ekki vildi láta af hendi peningana, nema sann- að yrði hvar og hvenær Philip hefði dáið. Málið fjell þannig niður um langan tíma, þar dómnefndin úr- skurðaði bankanuin I vil. Slðan var reynt að komast eptir fæðingardegi Isaks, er um síðir heppnaðist. Fjölskyldu-biblia föður hans hafði gengiðí arf til bróður hans og ver ið grafin með dóttur hans 4. júní 1866 I Washington-kirkjugarðinum að Eiston. Leyfi var síðan fengið til að opna gröfina og fannst biblí- an þar að mestu óskemmd og hafði hún inni að lialda hin nauðsynlegu skýrteini sem til þess þurftu, að arfurinn yrði greiddur. Þessar 6 millíónir skiptast á milli 3 systkyna og er það álítleg eigna viðbót. Hinn 15. J>. m. dóu I New-York 203 menn á 24 klukkustundum, þar af 31 úr La Grippe. í síðastliðnum marzmánuði var flutt burt úr Bandaríkjunum £3,400, 130 virði af jarðollum. Nýlega liafa fundizt beinagrindur af 50 mönnum nálægt Corpus Chris- tie í Texas. Þessi fundur hefur vak- ið allmikla eptirtekt meðal ærið margra og eptirspurnir og brjefa- skipti hafa orðið mikil viðvíkjandi því, þó lítils hafi menn orðið vísari þar til nú nýlega, að maður einn að nafni William Payne, forstöðumað- ur Farmers Alliance fjelagsins í Whitewright I Texas, virðist að hafa komið fram með einhverjar líkur þvf viðvíkjandi. Hann segir, að litlu áður en stríðinu lauk, hafi 80 her- menn úr sfnum flokki lagt af stað frá Hunt Co. til Mexico, og hafi síð- an ekki hevrzt af þeim, og telur Mr. Payne þvf mjög líklegt, að þeir hafi verið eltir, náðst og teknir af llfi allir f einu. Bændur I Dakota eru all-flestir langtkomnir aðsá, og ef veður verð- ur hlýtt og þurrviðri haldast, t,r sagt að sáning verði að mestu lokið þessa viku. Stjórn Minneota hefur nýlega gef- ið Dul.uth & Winnipeg járnbrautar- fjelaginu land sem nemur lOSection- um fyrir hverja mllu af brautinni. Leiðni fjel. utn, að þetta yrði gert, hofur Iegið fyrir þinginu lengi und- anfarftndi, og nCj loksins fengið framgang. Kosilingar til bæjarstjóra I Chica- go hefur nú gengið um garð. Wash- burn, republican, hlautkosningu með 369 atkv. yfir mótsækjanda. P. T. Barnum, sýningamaðurinn mikli, er nú dáinn. Hann andaðist í Bridgeport Can. hinn 7. [>. m. rúm- lega áttræður. Jarðarför hans fór fram hinn 10. í mörgþúsund n.anna viðurvist. Kringum 2,500 menn eru árlega dómfelldir I Bandaríkjum fyrir morð. Af þeirri upphæð eru teknir af lífi 100. Með afgauginn er farið ýinis- l lega. I í hinum iniklu snjóviðrum, sem gengið hefur nú um undanfarandi tíina, í No Mans Land Ind. Terr., hafa [>úsundir gripa orðið úti og frosið í hel. Skurðurinn milli Huron og Sup- erior vatnanna er nú fullgerður. Hann er gerður svo djúpur að skip, sein risti 19 fet geta siglt I gegnum hann. C a n a tl a . Eins og kunnngt er hefur Canada Kyrrahafs járnbrautarfjelagið gjört mikið til }>ess að draga athygli út- lendra þjóða að Canada, og er sagt að það muni þó ekki eiga að fara minnkandi framvegis. Fjelagið æti- ar I sumr.r að verja mikluin pening- um til að láta taka myndir af ýms- um fallegustu stöðum I landinu, bæði Ontario, Manitoba, Norðvest- urlandinu og British Columbia, þar sem útsýni er tilkomumest. Mynd- ir þessar ætlar fjelagið að senda út um allan heim. Eptir því sem einn af aðal-for- stöðumönnum Duluth & Winnipeg járnbrautarinnar srgði ný'ega, býzt hann við að brautin verði fullgerð að Rauðá I haust komandi áður en snjór fellur. Stjórnin ætlar að láta mæla mik- ið af landi I norðvestuhjeruðunum I sumar, því innflutningur er alltnik- ill. Mikið af landi hefur þegar ver- ið tekið I kringum Prince Albert, [>ví þangað er straumur af innflytj- endum til að setjast þar að. Hinn 16. þ. m. fórhin fyrsta fólks- flutningslest þetta ár eptir Calgary & Edmonton-járnbrautinni. Voru 17 vagnar I lestinni, að mestu fullir af fólki, er flutti til Red Deer-hjer- aðsins.—Það er allt útlit fyrir að hjerað það byggist fljótlega, Því menn eru farnir að haf mikið álit á því sem ágætu búlandi. Send hefnr verið kæra á hendur A. W. Ross, þingmanni fvrir Lis- gar Connty, fvrir mátur við kosn- ingarnar síðustu. Stjórn Manitobafylkis hefur gert samning við Kvrrahafsfjelagið um að byggja áfram Souris-járnbraut- ina til kolanámanna I Sotiris. Vega- lengdin, sem þarf að byggja braut- ina er 120 mílur |og bggur nálægt vesturjaðri Manitobafylkis. Þar næst á Deloraine brautin að fullger- ast til Melete og grein að leggjast þaðan til Souris brautarinnar. Seinni brautin er 25 mflna löng. í viðbót við þetta á að leggja Glenborobraut ina enn 5 mílur, svo að Kyrrahafs- fjel. byggir f allt 150 mllur. Til þess að hjálpa fjelaginu með þetta verk ætlar stjórnin að gefa því $150 000 f peningum, eða sama sem þúsund á míluna. Með þessu hefur fjelagið skuldbundið sig til, að á- byrgjast að kol skuli verða seldi í Winnipeg fyrir að eins $4 tor.nið, sem er $3,50 minna en verið hefur. í S L A N D S - F R J E T T I R. „REIKVIKINCUR”. REYKJAVÍK, 20. marz 1891. Þann 5. jan. þ. á. birtist almenn- ingi nýtt blað, skj;rt Reykvíkingur. Blaðið er stofnað af nokkrum mönn- um hjer I bænum og á eingöngu að gera bæjarmál Reykjavikur að um- talsefni. Þetta 1. tbl. flutti grein um kosningar þær til bæjarstjórnar, er fram áttu að fara satna dag sem blaðið kom út, og var ísafold mjög ámælt í grein þessari fyrir að hafa bent á Indriða Einarsson sem bæj- arfulltrúaefni, en einkum þó fyrir það, að hvetja menn til að endur- kjósa arntmann E. Th. Jónassen, þar sem hann hefði sem bæjarfógeti í Rvfk verið hinn ráðlausasti bú~ höldur, vanrækt að innheimta skuld- ir fyrir bæinn og loks orðið að þ vinga hann með úrskurði t>! að skila | af sjer f je bæjarins, sem þá var enn í vörzlum hans, og sem hann sannar- lega ætlaði aldrei að standa skil á fyr en í fulla hnefana, sjer til ævar- andi óvirðingar” o. s. frv. Blað þetta var prentað í fjelags- prentsmiðjunni og var ábyrgðar- maður þess: Jón Erendsson dóm- kirkjuhringjari. Jón Erlendsson dómkirkjuhritigj- ari? Hann var áður kunnur bæjar- búum, að eins sem vatnsberi og hringjari og vesalings-rolu grey,-og Jón tlboli”. Að hann skyldi nú koma fram sem ábyrgðarmaður að blaði, er velti sjer svo gapalega yfir amtmanninn, yfirboðara hringjarans í Rvík.—Það leyndi sjer ekki að hjer voru ein- hver brögð í tafli. Jón Erlendsson er jú alls ekki skrifandi, varla les- andi; það vissi allur lj;ðurhjer. Hann var náttúrlega leppur, skálkaskjól. Það frjettist llka von bráðar, að vesalings Jón hefði með öndinagrát- andi í hálsinum hlaupið upp til amt- manns, svarið og sárt við lagt að hann hafði aldrei gefið leyfi til að setja sitt nafn á svona lagað blað. Allt væru svik og fals. Amtmað- ur inun hafa gefið honum bending um, að ef svo væri, þá bæri honum að tilkynna slíkt bæjarfógeta. Jón er Ijettfættur og ólatur; kom einnig á ritstjórnarstofu ísafoldarog gaf þar f votta viðurvist auglýsingu um, að nafni sínu hafi verið stolið á þetta blað o. s. frv. Þessi auglýs- ing Jóns birtist svo I næsla bl. ísa- foldar. Nú var náttúrlega hafin sakamáls- rannsókn út af þessum nafn-þjófn- aði. Rannsakaðir voru 1. W. O. Breiðfjörð kaupinaður, útsölumaður blaðsins, enda hafi hann feno'ið Jón Erlendsson fyrir ábyrgðarmann blaðs ins; 2. Vald. Ásmundsson ritstj. og Þorl. Jónsson ritstj., báðir eru með- eigendur fjelagsprentsmiðjunnar og hefði hinn fyrnefndi afhent handrit til blaðsins í prentsmiðjuna, en Þorl. er uBuisness Manager” prentsmiðj- unnar. Það kom fram við rjettar- sókn þessa, að nafni Jóns Erlends- sonar hafði alls eigi stolið verið, heldur hafði hann liandsalað nafn sitt í votta viðurvist undir skjal, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ábyrgðarmaður blaðsins. Þetta efni entist blöðunum hjer í fullar 3 vik- ur, ísafold sótti á og vftti aðfar- irnar og leppmennskuna, en Þjóð- ólfur og Fjallkonan vörðu. Leikslok.—Jón Erlendsson hætt- ur ábyrgðarmennskunni og rekinn úr dómkirkjuhringara embættinu. Egill Egilsson orðinn ábyrgðarmað- ur og ritstjóri Reykvíkings. Amtmaður hefur höfðað mál á hendur Jóni Erlendssyni til sekta eður fangelsis fyrir meiðyrði o. s. frv. Það mál stendur nú vfir. X & Y FR J ETTA-K.iFliAR ÚR BYGGÐUM ÍSLENDINGA. MINNEOTA, MINN, 31. marz 1891 u(frá frjettaritara Hkr.”) Eramfarir. Nokkrir bæudur, ís- ’enzkir og norskir, hafa gengið f fjelag með að koma á fót ostagerð- arhúsi á næsta sumri, og er nú þeg- ar byrjað á byggingunni. Hú«ið á að byggja við Yellow Medicine- ána á landi Þórs Tone, er það 8 mílur frá Minneota. í fjelaginu eru 25 bændur, leggur úver þeirra til $25, seir hann fær hlutabrjef fvrir; forseti fjelagsins er Þór Tone. Svo reiknast til, að 3 pd. af osti fáist úr þeim mjólkurmæli, er gefur 1 pund smjörs.— Til að byrja hafa þeir ráð- ið gamlann og vanann ostagerðar- mann. 28. þ. m. rjeði stjórnarnefnd Verzlunarfjelags íslendinga F. R. Johnson til aðgegua verzlunarstjóra- störfuin fjelagsins næsta ár.—Jón Jósepsson hefur leigt land sitt oo- er á förum til Duliith.—Jósep Jóns- son frá Duluth korn hingað í sið- ustu viku.—Chr. G. Schram er kominn til bakafrá Minneapolis; f<ýr hann einmg til Duluth.—Bændur hjer eru byrjaðir að sá hveiti. SMÁPISTLAR ÚR NÝJA ÍSLANDI. Þó að vjer Ný-lslendingar sje- um nokkuð iangt frá járnbrautuin og samgangi við landa okkar annars staðar hjer I Ameríku, þá getum vjer með ró og ánægju notið margra skemmtana og þæginda lífsins ekki síður en aðrir landar vorir, og er þá stundum glatt á hjalla, þegar sam- komur eru hjá oss, bæði á hluta- veltu-fundum, gleði-samkomum og brúðkaupsveizlum, þó ekki sje vín- ið um of, til að æra frá manni vitið. Þann 18. des. f. á. giptist hr. Stefán Sigurðsson greiðasölumaður á Víði- völlum I Árnesbyggð og var veizla hin bezta; þar var dansað, sungið, haldnar ræður og flutt kvæði; en af því húsið gat ekki rúmað svo marga sem brúðhjónin vildu, þá var önnur veizla lialdin á nýársnótt og fór þar fram allt hið sama og í fyrra skipt- ið. Á nýársdag gipti sig Björn Sigurðsson, - Björnssonar, ættaður úr Reiðarfirði í Suðurmúlasýslu; kona hans er Jóhanna Antoníusar- dóttir frá Fjarðarhorni á Berufjarð- arströnd, en móðir Jóhönnu er Ing- veldurdóttir Jóhannesar Árnasonar Eyjafjarðarskálds Jónssonar (sá Árni dó 1808). Antoníus er með beztu bændunr í Fljótsbyggð Nýja ís- lands, hann býr á Þykkvabæ. Um 60 mans voru að þeirri veizlu og var þar all-skemmtilegt samkvæmi, og fannst oss ánægja og gleði vera. sameinuð hjá öllum hlutaðeigend- um.—Þriðju persónurnar giptust 28. janúar að Nýja-bæ í Breiðuvik; bóndinn heitir Jón Jónsson, ættaður úr Skaptafellssýslu, en kona hans er Guðleif Árnadóttir frá Görðum í Dalakálk við Mjóafjörð; komu þau að heiman næstl. sumar. Þar var á- gæt vuiztla og ekkert sparað að gleðja menn og því rjeðu mest heið- urshjónin, sem þarhafa lengi búið, Sigursteinn og Sigríður kona hans, er að verðugu eru virt og elskuð af öllum sem þekkja þau . Prestur okk- ar sjera Magnús J. Skaptason var þar og kona lians, og kom hann þar fram eins og ætíð vel, og hyggjum vjer að vinsælii og skylduræknari prestur fáist varla en sjera Magnús er; hann er gæddur fágætu líkams og sálar þreki, enda þarf hann á hvorttveggju að halda í jafnerfiðum verkahring og hann hefur, því það er ekki fyrir smá-sálar-presta eða lík- aina-linl«skjur að þjóna Nýja ís- lan>ls söfnuðum og leysa það verk af hendi, eins sómasamlega og hann gerir. Fleiri góðir drengir skemmtu þar og var brúðkaupið hið bezta að öllu leyti. Gunnar Glslason. Jtrjef (Frá Mountain 31. marz). Þá er nú vorið byrjað hjá okkur hjer syðra. Frostunum fór að lina æði mikið um 18. þ. m., svo að sleðafæri var á förum að kvöldi þess 20. En þá dreif aptur niður eins mikla, ef ekki meiri fönn en áð- ur hafði komið á vetrinum. Dag- inn eptir var sólbráð og ágætis-veð- ur, en þann 22. gerði aptur norðan- liríð, sem fylgdi nokkuð meira frost en áður. Seint um kvöldið birti aptur upp með talsverðum frost- stormi, er lijelzt fram yfir hádegi næsta dag; þá fór aptur að þiðna, oor síðan hefur haldizt öndvegistlð, svo að snjórinn er nú óðum að hverfa. Bændur búazt við að geta byrjað að vinna á ökrum sínum, innan tveggja vikna, og gleðibros leikur nú um varir þeim, þegar þeir hugsa til þess, hvað akrarnir þeirra eru vel undir búnir fyrir sáninguna, bæði eptir rigning-arnar s. 1. haust og þennan snjó er sein ast fjell,sem gerthefur miklableytu í jörðinni. Fyrir rúmiim 2 vikum brann fjós, með 13 nautgripuin, 15 kindmn ocr 44 alifuglum hjá fátækum bónda og barnamanni hr. Arna Jónssyni sem býr um 7 inílur suðaustur af Hall- son. Hann misti þar aleigu sína af lifandi búpeningi. En nágrannar hans voru fljótir að rjetta honum TÖlubl. 225. hjálparhönd. Sumir gáfu honum gripi, aðrír kindur og nokkrir pen- inga, og þar að auki bauð bænda- fjelagið (þar í Akra) honum að kaupa uxapar, hvar sem hann vildi, °g ftð þeir skyldu borga fyrir það. Og svro var haldin frl skemmtisam- koma í skólahúsinu þar í grennd- inni 28. þ. m. (þar sem M. B. Hall- dórsson kennir) og tekin samskot til styrktar honum. Yfir höfuð var honum hjálpað svo fljótt, og drengi- lega, að honum er víst um það bil bættur skaðinn. Skólapiltamir, frá Grand Forks, B. G. Skúlason,Kristján Indriðason, og S. Guðmundsson Northfield, komu heim af skólanum rjett fyrir Páskahátíðina. Hinir 2 fyrnefndu fara suður aptur 6. aprtl, og stunda nám þar þangað til skólattminu er úti (í miðjum júní). Á föstudaginn langa, voru fermd 10 ungmenni í kirkjunni á Moun- tain. 7 piltar og 3 stúlkur. Og á annan í Páskum var aptur messað hjer, og tekið fjölda margt fólk til altaris. Hallson-byggðar lestrarfjelagið ((Vestri”, hjelt sketnmtisomkomu t Hallson, að kvöldi þess 20. þ. m. Samkoman varð heldur fámenn, sök- um hrtðarinnar (sem áður er um get- ið). 23. s. m. var aptur haldin skemmtisamkoma í sama stað, undir forstöðu hr. Jóns Dýnussonar. Þar var leikið stutt leikrit, sem sagt var að hefði átt að vera sýnishorn af Indíánastríðinu í Canada, sem hann (J. D.) tók þátt í hjerna um árið.— Að mínu áliti var byrjunin á leikn- um mjög ósmekkleg, og jafnvel fjarstæð því, setn hefði getað átt sjer stað á þeim stöðvum sem upp- reistar var von. Seinni parturinn var allgóður. Á undan og eptir leiknum, var skemmt sjer meö dansi. Ekki bar mikið á drykkjuskap þar en þó mátti sjá, að vln var til á staðnum, enda var þar staddur einn af nafnfrægustu ((smuggler” ný- lendunnar, sem hefur orð á sjer fyr- ir að liafa sýnt mikla viðleitni á því, að hafa til sölu þess háttar hress- ngu á flestum þeim skemmtisam- komum sem haldnar hafa verið að m. k. í norðurhluta nýlendunnar.— Þess væri annars óskandi, að þeir sem stofna til skemmtisamkoma, af hvaða tagi sem eru, reyndu til að koma í veg fyrir, að Bachus vær: þar nálægur, svo að samkomugest- irnir þyrftu ekki að hverfa lieim apt- ur bláir og blóðrisa, eins og optar eti einu sinni hefur átt sjer stað hjer syðra; þvf það er sjáanlegt, aðsvo lengi sem slíkt viðgengst, geta þær ekki haft tilætluð áhrif á fjelagslíf okkar. Bindindisfjelagið, ((Leiðarstjarn- an”, hefur ákvarðað, að halda frfja skemmtisamkomu—í(Box Social”—1 skólahúsinu á Mountain næsta laug- ardag, 4. aprH og hefur fengið sfra Fr. J. Bergmann til að halda þar fyrirlestur. Thorl. Thorfinnsson. Brú P. O. 11. apríl 1891. Heiðraði herra. Hjeðan er fátt að frjetta, utan bærilega lfðan allra og heilsufar all- gott. 1 íðin hefur verið ágæt það sem af er þessum mánuði. Menn fóru hjer almennt að sá kringum þann 6. þ. m.. Þessa viku hafa menn sáð meira og minna á hverj- um degi. Jeg er búinn að sá f 50 ekrur og á eptir að sá f 110 ekrur Það eru töluvert margir sem hafa hátt á annað hundrað elcrur að sá í á þessu vori og yfir það heila tekið munu verða með stærsta móti akrar manna í ár. Björn Sigvaldason. L r Álptavatnsnýl. 15. ajir. Nóttina milli þess 12. o.o- 13. [>. m. brann til kaldra kola íbúðar- hús hr. ilinriks ./ohnsons, póstaf- greiðslumatms, að Lund P. O. hjer í nýl. Allt fólk var í fasta svefnj, þegar eldurinn kviknaði, og varð því með naumindum bjargað. Lftið eitt náðist og af sængurklæðum og póstáhöldum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (22.04.1891)
https://timarit.is/issue/151192

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (22.04.1891)

Aðgerðir: