Heimskringla - 01.07.1891, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.07.1891, Blaðsíða 1
V. * ar. Nr. 27. Wliinipeg, 31aii., Canada, 1. jnli 1891. Tolubl. 285. 350DOLL-A.ES I PREMIU I AGÆTIS TÆTTTTTTTÆ- „Heiraskringla” veitir þeim næstu 800 kaupendum, semborgaað fullu Hkr. til ársloka p. á. (þar í taldir einnig þeir, sera þegar eru búnir að borga), færi á að vertSa hluttakandi á drœtti um neðangreinda ágsetismuni: 1. OEGEL 2. lE^TÆIEIISriISr-G-TTIjXj-TTIR 3. BEDEOOM SET - 4. MERSKTTMS pípu-etui 5. -RT~RT.T A_ með fjölda mörgum myndum eptir heimsins frægustu Biblíu-máiara 8250 40 30 15 12.50 350,50. Nöfn þeirra, sem borga, vería auglýstí blaðinu fyrir hverja viku og bók verð- ur haldin yfir öll nöfnin og númer þeirra. Sjera Jón Bjarnason hefur valið eitt hvert sjerstakt númer handa hverjum af þessam 5 gripum úrnúmerunum 1--800. Þessi gripa númer hefur hann lagt í umslag, innsiglað og er það geymt á banka hjeríbænum. Þat! verður fyrst opnat! við dráttinn. All númerin verða dregin upp, til þess að allir gripirnir gangi út. Jjyir astkrifondnr frá 1. maí þ. á. til ársloka, sem greiða fyrir fram $1.50, vería einnig þatttakendur í ofangreindum drætti á mununum. Bandarikja-peuingar teknir fullu verði nema ávisanir á banka annarsstaðar en Winnipeg. HINN MIKLI SASKATCHEWAN- DALUR. Met! því að jarnbrautir hafa nú þegar verif! byggðar, bæði fi'á Calgary ■og Kegina. þá hafa hin ágætustu búlönd í hinum ordlagila Saskatchewan-dal nú loksins verið gerð möguíeg til ábúðar fyrir innflytjendur. Landit! þar hefur inni að halda besr.ta jardvrg, noejjd af timbri og kol- uin, stöðuvötn og ar ineð tseru vatui, enn fremur ágætt loptslaji;. Canada Kyrruhnfs fjelagiti liefur riú sett lönd sín á þessu svæði til sölu fyrir mjög svo LÁGT VERD með ágætum borgunar-skilmálum. FR| HEIMILISRJÉTTARLOND fást mets lrain áMirgreindum brautuin. Stjórnin liefur oimað SKRIFSTOFU n* Reil lleer, nálægt ísl. nýlendunni, til að leidbeina innflytjendiiin, sem koma til nýlendunnar. Þeir sem vijja fá nákvæmari UPPLYSÍNGAR skrifi til aðal-landumbi)ðsmanns Otnada Kyrra- hafsfjelagsins í Winnipeg. Fjelagið hefur til sölu lönd hiagað og þangað í hinum bey.t byjjsjda hluta Manitobafylkis og gefur hverjum manni atlar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar ■eru, viðvikjandi verði ogafstöðu, kostnaðarlaust, með því menn snúi sjer til L. A. HAMILTON, C. P. R. Land Cominissioner, WINNIPEG. CANADA. Sifeurtollurinn afnuminn. Þá fyrirætlan stjórnarittnar auglýsti fjármálastjóri Foster í ársskýrslu sinni, er hann flutti á þingi 20. f. m. Að vísu er hreinsað sykur ekki toll-frítt, en par sem ein 5% af pví sykri, sem brúkað er í Canada á árinu, er aðflutt hreinsað, J>á gætir þess lítið. Nauðsynjavörurnar: kaflfi, te og sykur, eru nú algerlega toll- fríar í Canada.—Tekjuhallinn fyrir þetta toll-afnám nemur £8^ milljón. Afgangur af tekjunum eptir árið er vænt eptir að verði um 2 milj., en tollurá áfengum drykkjum og tó- baki verður aukjnn svo að þar fæst saman $1^ milj. á ári (tollurinn á ;Óbaki nemur 5 cents á hverju pundi). __í sama skiptið færir stjórnin nið- ur um rjettan heltning tollinn á jalti. Beinflokkaskipting við atkvæða- crreiðslu á sambandsþingi siðan hinn nýji stjórnarformaður, Abbott, tók við, kom fyrst fyrir 22. f. m., er Laurier formaður reform sinna tjáði stjórnina hafa fyrirgert allri tiltrú ilþýðu. Varð sú raun á, að stjórn- in hafði .20 atkvæðum fleira en and- stæðingarnir og þj'kir það góð byrjun. Hudson Bay-j árnbrautarmá liö hefur góðati byr á sambandsþingi. Allir þingmennirnir að vestan (úr vestur-Canada) mæla með henni og mdmælendur eystra eru með fæsta nóti. Á morgun (2. júlí) verður rumvarpið yfirfarið í annað skipti >g koma þá fram skæðustu deilurn- .r. Annars má telja víst, að Suth- irland fái vilja sínum í þessu efni ramgengt og samkvæmt hans marg trekuðu ummælum getur hann þvf sumar útvegað þá peniuga er þarf il að byggja brautina norður að laskatchewan að minnsta kosti.— Sutherland er nú á leiðinni til Eng- lands. Bindindismáiið á sambandsþingi er nú svo komið, að samþykkt hefur verið, að setja nefnd manna til þess að rannsaka ítarlega öll möguleg atriði þess máls, til þess þingið geti talað um það greinilega síðar. ' Oll brjef og liraðskeyti f vörzlum sambandsstjórnarinnar áhrærandi til- raunir til nánari verzlunarsamninga við Bandaríkin voru lögð fyrir þing- ið fyrir rúmri viku sfðan. Er þar ljóslega sýnt, að“ sambandsstjórnin hefur gert sitt ýtrasta til að fá samn- ingum komið á. Brjef þessi sj'na og, að 12. okt. næstkomandi verður hafður fundurkjörinna umboðsmanna beggja rfkjanna f Washington til að yfirvega málið. Sekursýnist Sir Hector Langevin vera, eptir því sem frain koma fleiri vitni í kærumáli Tarte’s, sýnist það koina betur og betur í ljós. að hann hafi verið f vitorði með McGrevy og öðrum. Einn af mönnunum f fje- laginu, er hafði á hendi bygging ýmsra stórvirkja í Quebec og skipa kvíanna í Esquimalt, B. C., segir af- dráttarlaust, að McGrevy hafi feng- ið i<35,000 fyrirað hafa útvegað fje- laginu umsamið verk, en það hefði hann gert með því, að útvega því boð annara fjelaga. þegar þau áttu að vera læst í skjalaskáp Sir Hec- tors. Hað er líka talið víst, að Sir Hector yfirgetí opinber störf að þingi loknu. Ekkert verður gert á yfirstand- andi þingi áhrærandi mál Norðvest- ur-hjeraðanna, er vilja, en treysta sjer þó ekki að ganga í sambandið sem fylki. En sagt er að Abbott, stjórnarformaður, muni innan skamms leggja fyrir þingið frumvarp, er gefi hjeraða-þinginu meira vald og sömuleiðis fjármálaráði hjeraðanna —hvorttveggja að eius til bráða- byrgða. Yerzlun Canada við útlönd í siðastl. mafmán. nam samtals $15 187.000. Er það £373,700 meira en í sama tnán. í fyrra.—Auknirg viðskiptanna er nálega öll í útfiutt um vörum. Eitt franska blaðið f Montrea', (uLa Presse) gefur óbeinlínis í skyn að Sir John Tho-npson verði stjórn arformaður áður en langt líður. Það blað talar venjulega eins og J. A. Cdapleau segir. Einn af hermönnunum frönsku, er var með Napoieou mikla í Water- loo stríðiuu, Aubin að nafni, Ijezt f Quebec 24. f. m., 93 áru gamall. Á meðal undirforingja f liði Breta í Burmah sj-ndi canadiskur maður, Lieut. R. Dobell, sjerlega fræga framgöngu. Á einni sekúndu flaug hraðskeyti frá Montreal til írlands ocr til Mont O real aptur, tvisvor hvað eptir annað, er það var reynt nú nýlega. Jubil-ár verður næsta ár (1892) í Canada í fyllsta skilningi. Hið sameinaða Canada-veldi er þá 25 ára gamalt; þá verða liðin 50 ár frá því Canadamenn fengu sjálfsstjórn í hendur. t>á verða liðin 100 ár frá því fyrsta þing í Efri- og Neðri Ca- nada kom satnan; þá verða liðin 250 ár frá því land var uumið og bæjai- bygging hafin í Montreal; og þá verða liðin 400 ár frá því Columbus fann Ameríku. Timburverzlan er svo dauf f New Brunswick sökum vinnustöðvunar í New York og verzlunurdeyfðar á Englandi, að allir sögunarmylnu- eigendur í grend við St. Johns liafa tilkynnt mönnum sínum að þeir hætti vinnu um stund, nema ef þeir (verk menn) vilji vintia 10 kl. stundir á dag, eins og verkmenn á sögunar- inylr.um í Ný-Englands-ríkjunum ííeri. FR J Fj T T A- KA F JL A K. ÚR BYGGÐUM ÍSLENDINGA. CASH CITY, ALB., 21. maí 1891 t>rír landskoðunarmenn frá Garð- ar, Dakota, Jón Bárdal (County Commissioner), Jónas Hall og Einar Guðmundsson, dvöldu hjer viku í byggð vorri; skoðuðu þeir nj^lend- una og nærliggjandi Tównship, eir.n ig fiskivatn og veiðistöð vora, ou þótti stórum til koma; veiddu þeir að gamni sínu 200 fiska á einni morgunstund. Er nú fullyrt, en ekki áreiðanlegar skýrslur fengnar um, að f vor sje búið að veiða tíu þúsund að tölu í vatninu og lækn- um, eingöngu af íslendingum.—IIL kynjað kvefveiki gengur hjer um byggð vora, en engir dáið. Held ur má heita þurrviðrasamt, að eins 4 úrkomudagar 16., 17.-, 18, og 19. þ. m.;en þó lítið rigndi hvern dag- in, var það samt mikil bót fyrir grasvöxt og sáðtegundir. HVeiti, sem sáð var hjer utn pláss, er kom- ð upp og sumstaðar á vel unnum ökrum lítur það ágætlega vel út á þessum tfma árs. Kappsamlega er nú ttnnið að járnbrautarlagningunni; er nú ver- ð að leggja járnböndin gegnum tBlind manssetlimentið”.—Tölu- vert er ráðgert að byggja af húsum í sumar á næstu járnbrautarstöðv- um: Poplar Grove og Red Deer, en mjög er það í smáum stíl enn sem komið er. Fjórar mílur frá járnbrautarstöðinni upp með Red Deer-ánni, við ána, á að byggja stórt og vandað steinhús, sem brúk- ast á fyrir Indíána skóla, en stjórn- in ber allan kostnaðinn. Búið er nú þegar að taka upp töluvert af steini til byggingarinnar,-—Tveir baendur komu með sauðfjenað og nautgripi frá Dakota síðastliðna viku, er ætla að nema lijer lönd. •Tóhann Björnsson. II. ÞJÓÐHÁ TTÐ VESTUR ISLENDINGA, 18. JUNI 1891. (Framh.) Stðan mælti sjera Fr. J. Berg- mann fyrir Vestur-Tslendingum á þesso leið: Vestur-íslendingar, menn og konur! Hinir heiðruðu ræðumenn, sem á undan mjer hafa talað, hafa beðið um afsökun yðar fyrir það, að kring- umstæðurnar hefðu leitt þá upp á þennan ræðu pall án þess þeir væru eins vel undir búnir og þeir hefðu átt að vera. Sá, seiu talaði svo sköruglega og vel næst á undan mjer, sagðist koma fram hræddur við hengingar-hótanir nefndarinnar, en ekki af sjálfsdáðum. l>að var auðheyrt að þeir höfðu það á til- finningunni, þessir menn, að nú, á þessum þjóðhátíðardegi Vestur-ís- lendinga, mætti enginn bjóða annað en það bezta og fullkomnasta, sem hann ætti til. t>egar jeg heyrði, .hvað þeim tókst samt ljómandi vel, fór jeg heldur en ekki að verða smeikur um sjálfan mig, því hafi nokkur komið hjer fram gegn vilja sínum og fvrirfram-ákvörðun, þá er það vissulega jeg. Ekki vegna þess, að mjer þyki ekki vænt um íslendingadaginn, heldur vegna hins að mjer þykir of vænt um hann til þess að geta ekki boðið mönnum annað en nokkur óhtigsuð orð, öll á ruglingi. Því um Vestur-íslendinga þykir mjervænnaen alla aðra menn í heiminum, fyrst vegna þess, að meðal þeirra á jeg nú einn g-óðan og gamlan kun'ningja—sjí’lfan mig nefnilega. í>ar næst vegna þess, að meðal þeirra á jeg alla mína beztu og kærustu vini—alla [>á ineiin, er jeg met mest og ber einlægasta virð- ing fyrir. ()g að síðustu vegna þess, að jeg skoða þeirra velferð mína velferð, þeirra sorg tnína sorg og þeirra gleði mír.a gleði. Hjer eru Vestur-íslendingar ná- lega frá öllum helztu byggðarlögum sínum. Hjer eru Isleudingar frá hinui öldumynduðu Argyle-byggð, frá hinu fjarlæga Assiniboia, frá frjdsama sljettlendinu í Suður-Min- nesota, frá vatninu fiskisæla í N\’ja ídandi og frá hinum gnæfandi Pem- bina-fjöllum í Dakota. Hingað eru þeir allir komnir til að heirrsækja landasína hjer í íslenzka höfuðstaðn- utn Winnipeg og halda með þeim þjóðhátíð ísleudinga í Vesturheimi. Yiir þessu er jeg svo hjartanlega glaður. Því hjer sje jeg að allir eru íslendingar og að allir íslend- ingar í þessum nj'ja heimi álíta sig sein eina heild. Og jeg sje annað. Jeg sje að allt þett:. fólk er ekki einungis íslenzktfólk, heldur vestur- íslenzkt fólk. Degar jeg varbeðinn að tala hjer í dag, var jeg beðinn að tala til Vestur-íslendinga. En eius og þjer vitið, eru þeir dreifðir j'fir ógurlega mikið landflæmi hjer í Norður-Ameríku. Jeg liugsa svo. opt um þá í dreifingunni. Nú finnst mjer, að jeg hafa þá hjer fyrir fratn- an mig eins og eina samanvaxna heild, með sömu hlutverkin fyrir framan sig og sama markmiðið fyr- ir öllu sfnu lífi. Og hvað er það, sein hefur safnað þeim ölium sam- an annað en gleðin yfir því að vera Vestur íslendingar, að hafa flutzt langa leið frá fósturjörð sinni, num- ið land í fjarlægð hver við annan hjer í þessu dj'rðlega landi, og samt sem áður liaft kringumstæður til að koma saman úr fjarlægum byggðar- lögum til að halda stórkostlega ís - lendinga liátíð. Það þykir öllum vænt um það í dag, eius'og annars alla daga, að þeir eru Vestur-íslend- ingar. Jeg hugsa opt umþetta land, sem vjer höfum numið—jörðina, sem jeg sje bændurna vera að yrkja allt í kringum mig. Er það ekki til að undrast yfir og til að dáðst að, að þessi frjósama jörð, þessi svarta hveitimold, skuli hafa beðið 5 þús- uodir ára eptir íslendingum, að þeir kæmu alla leið norðan frá heims— skauti til að nema þetta land og gera sjer þessa jörð undirgefna og framleiða úr henni alla þá undra- auðlegð, sem hún hefur í sjerfólgna. Og um leið og jeg er að hugsa um þennan um margar aldir ónumda jarðveg, sem nú loksins undir manns- ins yrkjandi hönd er að framleiða sína auðlegð, kemurmjer í hug ann- ar jarðvegur, ef jeg svo má að orði komast. Það er hinn andlegi jarð- vegur fólks vors hjer. Einnig hann hefur verið að miklu lej'ti ónuminn, óplægður, óherfður og ósáður um margar aldir. Nú er liann hingað kominn undir nj' áhrif. Frelsisins sói skín nú á hann sem aldrei fyr. Geislar hennar eru eins beinir hjer og sólargeislarnir eru um miðbik jarðarinnar. Yjer erum hjer komn- ir inn í þjóðlíf, þar sem frelsi og starfsfjör, ti.anndáð og menning eru aðal-einkenn;n. Vjer höfum enn ekki dvalið hjer nema skammastund. En mjer finnst vor andiegi jarðveg- ur vera líkastur því, sem jarðir bændanna líta út snerama á vorin. Það livflir einhver andans vortíð yfir öllu þjóðlífi Vestur-íslendinga. Enn þá erum vjer ekki annað en frumbj'lingar. Vjer vitum það vel og vjer erum svo hjartans fúsir til að kannast við það. Hj'bj'li vor eru flest enn þá fátækleg, ekki stórt annað en fjórir veggir, með þaki til að skj'la oss fj'rir regni og snjó, hreti og hríð. Dað vantar allt, eða flest að minnsta kosti, sem eykur þæg- indi lífsins og fyllir húsið með feg- urð og skraut. En finnst yður svo mikið til um þetta, Vestur-íslend- ingar? Eruð þjer óánægðir með heimilin yðar? Finnst yður ekki þar vera tneira j't.di og unaður en nokkurs staðar á bj'ggðu bóli? Vissu- lega. Og hvers vegna? Eruð þjer svo smekklausir menn að þjer hafið ekki tilfinning fyrir fegurð og"þæg- indum lífsins og sjeuð þess vegna ánægðir að vera án hvorttveggja? Nei, enginn sem sjer þetta prúð- búnafðlk mun bregða því um smekk- leysi. Eu þjer eruð svo hjartan- lega ánægðir með heimilin yðar, vegna þess, þjer eruðsannfærðir um að eptir nokkurn tíma verða þau eins auðug af fegurð og þægindum og nokkur önnur heimili, sem til eru meðal menntaðra manna. Það verður ekki leiðinlegt að heimsækja Vestur-íslendinginn, þegar hann er búinn að búa um sig eins oor hann ætlar sjer. l>á koina málverk á hvern vegg í húsinu hans og legubekkir og hægindastólar standa í hverju horni. Svo þjer heitið Vestur-íslending- ar? Og jeg sem sjálfur tel það mitt mesta happ að vera Vestur-lslend- ingur, er hjer að tala til Vestur-ís- lendinga á þjóðhátíð okkar Vestur- íslendinga. Hvað þj'ðirþetta nafn? Fyrhjetum vjer einungis Islending- ar. En oss hefur verið gefin nafn- bót og nefndir Vestur-íslendingar. Nafn vort hefur verið lengt. -Vjer heitum meira en vjer hjetum áður. En sá, sem heitir meira, jverður líka að vera eittlivað meira. Við Vest- ur-íslendingar verðum að muna ept- ir því, að vera eitthvað meira en eintómir íslendingar. Nafnið skyld- ar oss til að vera eitthvað meica en bræður vorir fyrir handan hafið. Það er slæmt fyrir lítinn mann að hafa langt nafn. I.átum oss bera nafn vort með rentu og vera að minnsta kosti eins langir og nafnið. Þjer munið víst eptir eir.u af okkar gömlu, góðu æfintj'rum, sem mjer ketnur til hugar. Það er æfin- tju-ið af Velvakanda og bræðrutn hans. Þau eru nokkuð einkennilew r> nöfn:n þeirra bræðranna. Sá fyrsti hjet Velvakandi, annar Velhaldandi, þriðji Velhöggvandi, fjórði Vel- sporrekjandi og fimmti Velbjarg- klifrandi. Það eru falleg nöfn þetta. Jeg vil láta þau vera nöfn Vestur-íslendinga. Velvakandi. l>að þurfum vjer sannarlega að vera. Hvað er það, sein gert hefur þau þjóðfjelög, sem byggja meginland Norður-Ameríku að heimsins vold- ugustu þjóðum? Hvað annað en að þau hafa verið svo dæmalaust velvakandi. Þegar vjer íslending- ar komuin hingað, er það vor fyrsta skylda að vera velvakandi. l>vi vjer höfum verið syfjaðir um svo óra-langan tíma. Hjer eru ótal hlutir, sem vjer þurfum að sjá og læra. Vjer þurfum að vera velvak- andi bæði dag og nótt, þangað til vjer stöndum bræðrum vorum i þessu landi jafnfætis og neyðum þá til að viðurkenna oss sem jafn- göfuga bræður. Velhaldandi er ekki síður á- ríðandifyrir oss að vera. Vjer þurf- um ekki að e'.ns að iæra góða siði og leggja niður ljóta siði. En vjer þurfum um fram allt að halda því góða og göfuga, sem vjer eig- nm í fari voru, föstu—svo föstu, að enginn fái það frá oss tekið. Hjer í þeirri straumiðu lífsins, sem vjer erum komnir inn í, er það vor brj'n- asta skylda, að halda við allt það, er gerir oss að meiri og betri mönnum. Velhöggvandi hjet þriðji bróð- irinn. Það er mikil og göfug list að vera velhöggvandi. Þaðersann- ariega eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að vjer fáum hjer rutt oss braut. og orðið menn með mönnum lijer í vorum nj'ju heimkynnum. Surnir Vestur-Islendingar hafa numið land inni í þykkum skógum. Frá mororni til kvölds liafa þeir orðið að standa dag eptir dag og viku eptir viku og mánuð eptir mánuð og höggva niður skóginn og fella trjen til að geta komið upp ofur-lítilli akur- mynd. Þá liafa þeir satinarlega komizt að raun um, hversu inikið er í það varið að vera velhöggvandi. En það er fleira, sem höguwa þarf niður en trjen í skóginuni. l>að eru ótal örðugleikar á leið hvers manns, sem hann þarf að höo-gva niður. Það er óteljandi illþýði, sem leggst fyrir hvern mann til að verða honum að tjóni. Og sje hann ekki fær um að höggva það niður, þá heggur það hann niður. Velhöggv- andi þarf liver Vestur-íslendingur um fram allt að vera. Velsporrekjandi er bj'sn.a und- arlegt nafn. En það er lfka dæma- laust fallegt nafn. Það eru mörg spor, sem vjer hjer höfum að rekja. Saga þeirra þjóðfjelaga, er vjerbú- um á meðal, sýnir oss einhver feg- urstu og frægustu spor, sem stiuin hafa verið í heiminum. t>au þurf- um vjer að rekja. Spor atinara eins manna og George Washington's, Abraham Lincon's,James Garfield's og nú seinast Sir Jolin MacDon- aid's liggja fyrir f-aman oss til þess hver af oss, sem vit hefur og hæfileika megi rekja þau og láta líf sitt verða að einhverjum notum þótt í miklu smærri stíl sje. Lærið að sjá sporin allt í kringum yður og lærið að rekja þau með atorku og viljafestu. Velbjargklifrandi hjet fimmti bróðirinn.— Norska skáldið Björn- stjerne Björnson hefur ort eitt af sínum allra fegurstu kvæðum til hinnar norsku þjóðar. Hann segir að landið hafi sett eitt himingnæf- andi fjall fyrir framan þjóðina. Hlíð- ina hafi það fyllt snarbröttum snjó- fönnum og skipað svo drencrjum sínum að renna sjer á skíðum ofan þetta hengiflug. En gengt fjallinu hefur það sett flokk h:nna fegurstu stúlkna f röð, sem fylgi skíðamönn- unum með átakaniegum ástasöno-v- um. l>að er nú hans hue'mvnd. Ilann vill láta alla Norðmenn vera góða á skíðum og aldrei falla á skíða- ferð lífsins, hversu mikill sem bratt- inn er. En til þess að geta rennt sjer ofan eitt fjall, þarf maður ein- hvern tíma að hafa komizt upp á það, svo framarlega maður sje þá ekki fæddur upp á einum fjalls- tindi. Vjer íslendingar erum það nú hreint ekki. Vjer erum miklu fremur fæddir niðri í djúpum dal. Þess vegna þurfum vjer að vera vel bjargklifrandi. Hjer höfum vjer Framh. á 4. sfðu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.