Heimskringla - 15.10.1892, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.10.1892, Blaðsíða 3
BZET'TVrg'^'RTTsrf^t-T. A OGr OX.3I)I3Sr 'WI3ST3STI^>EGI-; 15. OKTBE 1892 OldChum CUT PLUG. OLDÍHUM PLUG. Engin tóbnkstegund liefir selzt jafnfljótt og fengið eins mikla almennings hylli á jafn stuttum tíma, sem f>essi tegund af Cut Plug og Plug Tóbaki. HOKTREAL Cat Plug, lOc. I tb Plug, lOc. i lb Plug, 20c. [1] X x Hefurðu reynt CABL EEXTRA” VINDLA? TENDEKS FOR A LICENSE TO CUT TIMBER ON DOMINION LANDS IN TIIE PROVINCE OF MANITOBA. LOKUÐUM TILBOÐUM um leyfi til að höggra við í Tp. 14 R. 9 og 10 austr af 1. hádegisbaug í áðrnefndufylki send undirskrifuðum og merkt: „Tender for Permit te cut Timber, to be opeued on Oct. 24th 1892“ verðr veitt móttaka á pessari skrifstofu pangatS til kl. 12 á há- degi hinn 24 Okt. næstk. Reglugjörðir viðvíkjandi leyfinn fást á þessari skrifstofu og á Crown Timber Office í Winnipeg. Sérhverju tilboði verðr að fylgja viðr- kendr vixill á löggiltan banka. Stýlaðr til, the Deputy of the Minister of the Interior fyrir þeirri upphæð sem um- sækjandi er reiðubúinn að borga fyrir leyfið. Sá sem sendir það tilboð sem viðtekið verðr ætti að ná leyfisbréfinu innan 60 daga frá því að tilboð hans er viðtekið og borga 20 prct af þeirri upphæð sem honum bar ati gjalda samkvæmt áminstu leyfi, að öðrum kosti verSr leyfið tekið til baka. Eingin tilboð með telegraplx verða tekin til greina. Deputy of the Interior. Ottawa 24th Sept. 1892. JOHN R. HALL. skrifari. Sögur Yaleygs lögreglu-spæjara. 2. Saga. P eninga-falsararnir. Framhald. „Róttu mér brennivínsflöskuna f>arna, strákur. Fljótt nú! Ég verð að fá mér góðan sopa núna og svo tek ég afganginn með mór“. Mór varð dálítið bilt við inn skip- andi tón, sem pessi orð vóru sögð í, og sem gaf til kynua, að sá sem talaði pau, póttist hafa vald til að krefjast hlýðm, hvað svo sem hann færi fram á. Samt sem áðr hleypti ég móð í mig og svaraði eins rólega og hiklaust eins og mér var unt: „Ef f>ig langar í brennivín, pá hefðirðu átt að biðja lögreglupjón- inn, sem er nýfarinn, um pað. Ég pori ekki að gefa....“. „Fari liann i logandi, lögreglu- pjónninn!“ greip Thurston fram í í grimmlegum rórr. „Fáðu mór flöskuna undir eins, pú hefir lykil- inn að töskunni í vasanum. ‘Og meira að segja, pú skalt hjálpa mór til að flýja, ekki reyndar með verk- legri liðveizlu, heldr með pví að gera ekki neitt. Pú hefir áðr veitt lið glæpamanninum, sem var langt um sekari í laganna augum, heldr en ég er. Og taktu nú vel eftir, ungi maðr“, hólt hann áfram með mestu ákefð. „Ég tók nákvæmlega eftir öllu, sem ykkar .Watson fór á milli um borð í ,Washington‘; ég sá f>ig skrifa nokkur orð á pappírs- rriiða, sem f>ú svo laumaðir í lófa Watsons. Og ég tók eftir öllu sem skeði f>ar á eftir, hve laglega f>ú lékst á félaga pína. Og óg dáð- ist að f>ér. Og J>ú ert svo vel gef- inn, að pú getr með tímanum borið frægðarorð af öðrum eins mönnum og stjúpa pínum og fólaga hans, pótt peir legðu saman alt sitt vit. Og taktu nú eftir. Ef J>ú gerir eins ocr óg segi J>ér, pá skal óg pegja yfir pessu og aldrei láta pað uppi, pótt ég gæti unnið mér pað til llfs. Ef pú neitar pví, ef pú verðr svo bí- ræfinn að hii.'dra flótta minn, pá máttu eiga pað víst, að margir dag- ar verða ekki liðnir hér frá áðr en pú liggr f jörtaðr í diiomu fangelsi ákærðr fyrir pann voðaglæp að hafa hjálpað landráðamanni til að komast undan, manni sem stjórnin hefir látið sér sérstaklega ant um að taka fastan. Og pað ert pú, einn af lögreglumönnunum, sem hefir aðhafzt annað eins! In allravægasta hegning, sem pú getrbúizt við, er æfilangt fangelsi, en eins líklegt er, að pú verðir af lífi tekinn. Jæja, viltu nú rétta mér brennivfnið?“ Ég var sem steini lostinn, er Thurston hafði lokið við pessaræðu. Hvort sem nú að afleiðingarnar af pví, ef Thurston ijóstaði upp um mig, yrðu nú eins voðalegir eins og hann sagði, eða ekki, pá var pað víst, að ég var í ópægilegri klípu. Mér var ómögulegt að gera nokkra skynsamlega ályktun, en sjálfsvarn- arhvötin, sem er eins og menn vita, ið fyrsta boðorð náttúrunnar, varð yfirsterkari eins og vant er. Éir rétti honum brennivínsflösk- n una; og er hann hafði drukkið tals- vert úr henni, spratt hann upp úr rúminu og var ekki að sjá annað en að hann væri alfrískr. Svo bað hann mig að hneppa kápunni sinni saman að framan, svo handjárnin og og flaskan, sem hann hólt á milli handanna, sæist ekki. Ég gerði pað án pess eiginlega að hafa nokkra hugmynd um, hvað óg væri að gera. „E>að væri betra fyrir pig að leggj- ast fyrir og látast falla í svefn. I>að er mjög svo eðlilegt, að drengr á pínum aldri verði dasaðr og sígi á hann svefnhöfgi, pegar hann hefir kastazt langar leiðir út úr vagni og drukkið brennivín til að hressa sig við. E>að verðr álitið að ég hafi gripið tækifærið til að flýja meðan pú svafst. Vertu sæll! Ég er vel kunnugr um pessar slóðir, og óg er ekkert hræddr um að mér takist ekki að kom&st undan, ef ég að eins get sloppið út óhindraðr. Vertu sæll aftr, drengr minn. Og ef pað stendr nokkru sinni í mínu valdi, að launa mér aftr pennan greiða, pá getrðu reitt pig á, að ég geri pað“. Hann talaði alt af í hálfum hljóðum, en ofrlágt og ódeiglega. Útlitið fyrir honum var pó alt ann-1 að en glæsilegt. Ef einhver hefði sóð hann pegar hann kom út úr dyr- unum* pá var úti um hann, pa:r sem hann gat ekki neytt handanna sér til rarnar. Ég gat ekki losað af honum handjárnin, pví stjúpi minn hafði lyklana að peim. Thurston gat einhvernveginn opn- að dyrnar með höndunum, án pess að missa ílöskuna. Svo læddist hann út hljóðlaust, eins og köttr, og niðr stigann. Ég horfði á úrið mitt og svo liðu tíu míi útur, án pess að nokkur skarkali heyrðist. Hann var sloppin úr höndum lögreglunnar, fyrst um sinn að minsta kosti. Ég sat, lá og reri fram og aftr, alveg eirðarlaus, pangað til ég heyrði til stjúpa míns, pá lagði ég mig út af og hraut hátt, er hann kom inn í lierbergið; hann preif til mín og skók njig heldr ópyrmilega og grenjaði í eyrað á mér: „Hver fjandirin er orðinn af fantinum?“ E>egar hann hafði hrist mig nokkr- um sinnum og argað í mig, stökl* ég upp með andfælum, glápti æðis- lega framan í hann og sagði svo um síðir, að óg vissi ekki neitt um, hvað af honum væri orðið (og var pað heilagr sannleiki); stjúpi minn lét svo dynja yfir mig mikla skammahrSð og sagði meðal annars, að ég væri nautheimskr, sísofandi og kærulaus og skipaði mér að pví búnu að hjálpa til að handsama aftr inn horfna gjaldkera. En leit pesai var ekki sótt af sér- legu kappi. Allir hafa einhvern breyzkleika að dragast með, og var inn alvarlegi stjúpi minn engin undantekning frá peirri almennu reglu, og einn af hans aðalveikleik- um var pað, að hann var ákaflega hræddr við að rerða að athlægi. En hvað petta snerti, pá var ekki nóg með að hann yrði að athlægi, ef pað kæmist á loft, að hann hefði látið Watson sleppa gegnum greip- ar sínar á Washington, heldr hefði pað að líkindum haft enn alvarlegri afleiðingar fyrir hann. Og ef maðr nú loks hefir pað hugfast, að jafn- vel inum fótvissustu mönnum getr skriðnað fótr, ef sleipt er, pá finst manni pað afsakanlegt, pótt stjúpi minn legði sig ekki eins n.ikið I framkróka, eins og hann annars hefði gert til að handtaka pennan orðhvata gjaldkera og flytja hann aftr til Lundúna. Ég fyrir mitt leyti get virt pað til vorkunnar. Og par eð allar eigur Thurstons og oeningar sem fundizt höfðu í vörzl- um hans, höfðu (verið teknir upp í skuld hans, var naumast hægt að krefjast meira með skynsemi og sanngirni. Stjúpi minn mintist ald- rei framar á petta, og pað er sann- færing mín, að pegar hann fór eða lózt fara til að sækja lækninn, hafi hann enn pá verið óráðinn í, hvort hann ætti ekki að gefa fangan- um tækifæri til að flýja. Jæja, hvernig sem pví nú annars var var ið, pá var pað vist að fanginn var sloppinn, og var pað mjög gleðilegt fyrir okkr báða. Þegar við William Thurston sá- umst aftr eftir hór um bil 5 ár, pá fékk ég enn pá meiri ástæðu til að gleðjast yfir pví, að Eclipse-vagn- inn veltist um og opnaði honum með pví greiðan veg til að flýja úr hönd- um lögreglupjónsins. í öll pessi fimm ár hafði ég eng- in áríðandi spæjarastörf með hönd- um, og mátti fremr heita vikapiltr inna æfðu og reyndu lögreglumanna, sem ekki porðu að trúa mór fyrir neinum störfum, er vandi var á. Ég var nú orðinn 21 árs að aldri, og var pví kominn tími til að ieggja öll barnabrek á hylluna og fara að gefa sig við lífsstarfi sínu með ánuga og preki, og sérstaklega par eð ég var nú orðinn einn míns liðs og hafði engan r.ð treysta á nema sjálf- an mig. Stjúpi minn hafði verið særðr til ólífis fyrir 12 mánuðum síðan af inum alræmda innbrots- pjóf Amos Layton; hann óð aleinu inn í hús nokkurt 5 Wych-stræti, par sem Amos hafðist við, til að taka hann fastan fyrir nijög bfræfn- islegt im.brot í Vanstead-House. Ef Mr. I>ayton hefði verið einn sins liðs, eins og inn hugrakki stjúpi minn — pví ekki gat ódeigari og stiltari mann en hann, pegar hætta var á férðum — pá er ég ekki í minsta vafa um að stjúpi minn hefði borið hærra hlut, pótt pjófrinn væri vel búinn að vopnum og skotfær- um. En til allrar óhamingju vóru tveir af meðskálkum hans við hend- ina lil að hjálpa honum. Það var of mikið ofrefli við að etja og eftir harðan bardaga og langan komst stjúpi minn við illann leik út úr húsinu, en hann datt niðr meðvit- undarlaus eftir að hann hafði gengið nokkur skref. Og tveim dögum síðar lét hann lífið. Layton náðist ekki í pað sinni. En ekki löngu par á eftir var hann sendr yfir í eilffðina með peim hætti er hann sjálfr svo oft hafði sagt fyr- ir og stært sig af í hóp fólaga sinna, nefnil. „með skóna á fótunum“. Það er að segja: hann var hengdr árið 1827, ef óg man rétt, fyrir inn- brotspjófnað í húsi Mrs. Peters í Wahvorth; pað var öldruð kona og mjög virðingarverð, og dó hún J skömmu á eftir af hræðslu peirri, er pjófrinn hafði orsakað henni, er hann vakti hana um miðja nótt, með hótunum um að gangaafhenni dauðri nema hún vLaði sér á peningana. E>að var ekki langt liðið frá pví að óg tók að gefa mig við störfum rnfnum með kappi og áhuga, er mér tókst að ávinna mér traust yf- irmanna minna. Og in ótvfræðasta sönnun fyrir pví, að peir höfðu talsvert álit á mér, sem var enn pá ungr að aldri, en furðanlega ramr að afli og glímumaðr inn bezti, var, að peir fólu mór pað vandasama verk á hendr, að komast fyrir um aðalstöðvar yfirgripsmikils og skipu- legs peningafalsara-félags, starfs- háttu peirra og meðulin, sem peir hagnýttu til að koma pvílíkum kynstrum af falspeningum í veltuna. Það varð að fara mjög varlega, til pess að höfuðpaurar pessa félags, sem menn hugðu að væri einhverjir auðmenn á Englandi, er stæðu í sambandi við samskonar félg í Ham- borg,—kæmust ekki á snoðir um að menn hefðu fundið slóð peirra. Leiðbeiningarnar, sem hægt var að láta mér í té, vóru mjög svo létt- vægar. Enginn af öllum peim mann- görmum, sem teknir höfðu verið fast- ir fyrir að hafa falspeninga í vörzl- um sínum, gátu getið inar minstu leiðbeiningar um stöðvar fólagsins, pektu heldr ekki neinn af umboðs- mönnum pess, og paðan af sfðr nokkurn af yfirmönnunum. Mergð falspeninganna manna á meðal óx svo gríðarlega með degi hverjum, að til vandræða horfði- Það var enginn efi á pví, að félagið hafbi sett upp útibú og lagði sig nú sérstaklega eftir að falsa brófpen • inga, en pó meslrnegnis seðla sveita- bankanna, sem í pá d iga vóru að- algjaldeyrir manna úti á landsbygð- inni, og urðu að eins innleystir í London af umboðsmönnum bauk- anna. Sveitabankaseðlar pessir vóru svo óvandaðir að gorð, að hverjum klaufanum var innan hand- ar að falsa pá. En alt öðru máli var að gegna um seðla Etiglands- bankans, sem vóru gerðir af svo mikilli list, að akki nema listamenn af bezta tagi gátu eftirgert pá, og par að auki var vatnsmerkið á pappírnum illr pröskuldr, sem pen- ingafalsararnir áttu örðugt með að yfirstlga; enda höfðu peir enn ekki árætt að falsa pá seðla, en gengu í stað pess svo ósleitilega að útgáfu hinna seðlanna, að á tveim mánuð- um komu meir en tólf hundruð falskir pund- seðlar út á meðal al- mennings, eftir pví sem skýrt var frá í lögregluskrifstofunni. (Framhald). HIIV “MUNGO” “KICKER” “CABLE.” Er hvervetna viðrkend að vera í öllu tilliti betri en allrr aðrar tóbakstegundir. In stórkostlega sala þessarar tóbakstegundar sannar betur gæði hennar og álit en nokkuð annað, þvi þrátt fyrir þatS þótt vér höfum um hundrað tuttugu og fimm keppi- nauta, eykBtþó salan stöðugt. Þetta mælir með brúkun þessa tóbaksbetren nokkuð annað. Yér búum ekki til bdýra vindla. S. DAVIS & SONS MONTREAL. llesta og bexta vindlajjerda- hns i Canada. [7]S ATHLETE m'DERBY SICARETTUR Seljast gæðanna vegna. Allir vita að pær eru hinar beztu Allir reykja pær. Það er ekkert á borð við pær. [3] JL PME” Eio] ÆŒ Reina Victoria. [H] .°00 Er þetta sonr yðar? af góðum stigum, örguðu og siguðu hund- unum á þær. Það var alls ekkert hugsan- legt undanfæri fyrir varnarlaus veslings dýrin. En þeim þótti það göfug sjón, að sjá veslings krnínurnar þeytast hingað ug þangað, augun nærri gengin út úr höfðinu, hjartsláttrinn eins og gang-slög í klukku, þangað til hundarnir loksins gripu þær og bitu sundr í þeim hrygginn, þegar þær vóru áðr hálfdauðar af hræðslu! Trúið þór því. að óg gat ekki að því gert, að þessar ktnínur mintu mig á stúlkur — þær eru á- móta varnarlausar — og veiðihundarnir urðu í mínum augum að karlmönnum, sem vóru að elta þær til að gera út af við þær; þeir eru eins grimmir og miskunnarlausir eins og hundar, og eiga jafn-lítið á hættu sjálfir eins og hundarnir áttu í viðreign þeirra við kanínurnar. Ég held ég þyldi að sjá þá ofsækja ketti eða rottur, eða hverja þá tegund dýra, sem getr varið sig, haft eitthvert útlit til að geta veitt einhverja mótspyrnu; en kanínu- veiðar finst mér að eins geta veitt villi- dýrum gleði, eða þeim einum mönnum, sem sjálfir elta og ofsækja veslings varnarlaus- ar stúlkur, og hafa svo peninga sína, guð- Er þetta sonr yðar? 301 rækni sína og stöðu sína í mannfélaginu sér að hlífiskildi. „Fólagar mínir hentu allir saman gam- an að ístöðuleysi mínu.------- „-----Jæja, læknir; hefir yðr enn ekki hugkvæmzt neitt að segja við mig? Ég er nú búinn að tala mig tóman. Ég hefi nú látið dæluua ganga, sjálfsagt einn hálfan tíma eða meira, með að segja yðr þessa fallegu sögu mína sem nákvæmast; en þér virðizt ekki hafa nein orð á reiðum hönd- um, til að óska mór til hamingju. Jæja, óg ætla að koma inn til yðar síðar. Þetta er starfstími yðar. Yerið þór sælir". „Já, mér þætti betra að hugsa þetta mál til morguns, Preston, áðr en óg segi nokkuð frekara um það við yðr. Komið þór til mín aftr um þetta leyti á morgun; ég verð þá einn hór inni“. geri það“, sagði hann og fór út. En hann hefir varla verið kominn fram í úti-dyrnar þegar hann snéri aftr; hann kom inn til mín aftr og tók í hönd mér. „Gerið yðr engar áhyggjur út af mér, læknir“, sagði hann. „Helvíti er fult af mínum líkum, og það munar ekkert um, þó að óg bætist við“. 304 Er þetta sonr yðar ? hennar móttöku og skrifað viðrkenningu fyrir móttökunni; því Mr. Stone hafði ver- ið svo forsjáll að senda það sem ábyrgðar- bréf. „Hvernig fór þér að koma það til hug- ar, pabbi 1“ spurði Maude forviða. Faðir hennar setti liana niðr á kné sér, strauk lirokknu lokkana frá enni hennar og sagði blíðlega : „Ég þóttist þekkja Fred Harmon, dótt- ir mín. Ég bjóst ekki við að hann mundi svara, en hugsaði mér, að það væri bezt að búa svo ura, að þú þyrftir ekki að vera í neinum efa um, hvort hann hefði fengið bréfið. Hórna er pósthús-viðrkenningin fyr- ir móttöku þess“. Og hann dróg upp úr vasa sínum lúinn pappírs-miða og fókk henni. Hún hallaði höfðinu að vanga fóður síns og lagði höndina um háls honum; svona sátu þau um hríð. Svo sagði Maude blíð- lega : „Blessaður gamli pabbi; ég held engin stúlka í heimi hafi nokkru sinni átt fóðr, sem var henni svo vitr og ástríkr vinr“. Mr. Stone strauk kinnina á sér upp og niðr við silkimjúka vangann á dóttur sinni, en sagði ekkert. Það var dimt inni Er þetta sonr yðar ? 297 hann er, einmitt eins og þér hafið nú sagt mér söguna, og að það kynni að vera hyggi- legt að gera það ?“ spurði ég, og reyndi að tala svo blát.t áfram og náttúrlega sem ég gat. „Hvort mór hefir dottið það í hug?“ svaraði hann beizklega, og með þeirri ör- vænting, sem spenti allar taugar á enni hans og hálsi. „Hvort mér hetir komið til hugar næring, þegar ég var hungraðr? En ég þori það ekki! Ég þori það ekki! Sjáið þór ekki, að ég yrði þá að segja frá öllu hans athæfi ? — Ég yrði að segja frá, hvað hann gerði og hvernig þór fóruð að og um lærdóminn, sem þér gáfuð honuin með Allie systr mina — um allan hans ó- lifnað og skálkapör, og hún — hann — hann var henni ávalt góðr. Hann gekk henni í Eöður stað. Hún hafði aldrei af öðrum föð- ur að segja. Hún gæti ekki trúað mór, þótt hún vildi; og hún mundi ekki vilja trúa mér — ekki gagnvart honum. En þó að hún vildi trúa mér, þá, — ja, lítið þér á það, læknir, eins og óg hefi gert þúsund sinnum. Hún trúir á sakleysi hans, eigi einvörðungu fyrir það, að hún elskaði hann, heldr líka af því, að hann gerði alt það,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.