Heimskringla - 26.10.1892, Page 1
SATURDAYS,
OG
Ö L D I N.
AN ICELANDIC SEMI-WEEKLY NEWSPAPER PUBLISHED ON WEDNESDAYS AND
VI. AR. NR 78. WINNIPEG, MAN., 26. OKTOBER, 1892. TÖLUBL. 338
Haustvísa.
Nú haustar aö, til foldar laufin falla
og fölna grösin, naktar standa eikur,
í heljar örmnm gjörvalt lífiö leikur
og lögum sömu beitt er við oss alla.
Yér beitum móti hreti hörðum skalla
og hart vér stríðum þar til dauðinn
bleikur
oss fangar loksins—flestar bogna eikur;
við foldar barm er hvíldin fyrir alla.
Ég uni því að blikna eins og blóm
og bogna líkt og nakin skógar-rengla
og falla nár í frosið móður skaut;
því alt á jörðu þolir dauða-dóm
og drottin breytir skrokkunum í engla
og bindur þá við nýtt líf — nýja þraut.
S. B. Benedictsson.
FRÉTTIR.
ÚTLÖND.
— I Þýzkalandi er dáinu Próf.
Adolph Seitber, nafnkunnr f>jóð-
meganfræðingr, talinn einna lærðastr
allra samtíðarmanna sinna um alt
J>að, er lýtr að peningaveltu og
peningasláttu.
— Charlotte Edgren, nafnkunn
sænsk skáldkona, er ný dáin í Róm.
Hún var gift ítölskum prins, hertog-
anum af Cajanello.
— Kólerunni má nú heita lint í
Hamborg. í fyrra dag komu að eins
9 ný tilfelli f>ar fyrir, og að eins
tveir menn dóu úr henni þann dag.
Næst undanfarnar nlu vikur hafa
alls veikzt af kóleru 1 Hamborg;
17,989 manns, og af þeim dáið 8,261.
— Aftr á mótier nú kóleran kom-
in til Wien, og er heldr að útbreið-
ast par.
— Á morguti á að verða fundr I
stjórnarráðinu enska. John Morley
kemr handan af írlandi, til að vera
við. Aðal-fundarefnið kvað vera,
að semja frumvarpið til sjálfstjórnar-
laga fyrir írland.
— flú fregn kom frá Englandi á
laugardaginn, að Gladstone hefði f
hyggju að kalla heim alt enskt setu-
lið héðan úr Canada. Pað er sögð
skoðun hans, að lýðlendur með fullu
sjálfsforræði, eins og Canada hefir,
ætju sjálfar að halda uppi landvörn-
um. Það er raun á J>ví orðin, að vér
erum nógu stæltir að standa á rétti
vorum gagnvart öðrum þjóðum, og
eigi neitt ýkja-lempnir til að kom-
ast hjá ágreiningi. Það er álit Glad-
stones, að ef vér be.um sjálfir byrð-
ina við að verja land vort, í stað
þess að láta England taka afleiðing-
arnar af öllum ágreiningi vorum við
aðra, þá munum vór læra að meta
betr friðinn og fara gætilegar I sakir
við aðrar þjóðir, síðr leggja gálaus-
lega út 1 deilur um smámuni, sem
geta leitt af sór friðrof.
bandarikin.
—Blaine hehr aftekið með öllu
að halda nokkrar ræður framar til
að styðja flokk sinn.
—Mrs. Harrison, kona forseta
Bandarikjanna, andaðist í fyrri nótt
eftir langar þjáningar.
—Kosningar eru nýlega afstaðn-
ar í New Brunswiek, og hafði fylk-
isstjórnin sigr (22 þingm. gegn 14,
sem andstæðingaflokkrinn hefir, og
3 „óháðum“ þingm.). Úrslitin eru
mjög lítils varðandi fyrir aðra en
fylkisbúa, með því að flokkskifting-
in var þar í fylki (líkt og hér í
Manitoba gíðast) ekki flokkskifting
milli Conservatives og Liberals,
heldr milli þeirra, sem við völdin
sitja, og þeirra sem komast vildu
að þeim. Forsætisráðherrann sjálfr,
Mr. Blair, náði þó ekki kosningu í
sínu kjördæmi. Verðr því einhver
þingmaðr að segja af sér og reyna
að koma honum að í sínu kjördæmi,
eða hann verðr að fara frá völdum.
—The Irish National League of
America hefir sent út ávarp til
þjóðarinnar, og lýst yfir því, að
ýmsir landar sínir, sem láti mikið
af, að þeir geti ráðið atkvæðum
íra við kosningarnar, sé eigingjarn-
ir, fyrirlitlegir menn og þjóðar-
skömm: þeir segja, að landar sínir
alment selji ekki atkvæði sín, hvorki
samveldis né sérveldis flokknum;
þeir, sem lát.i í veðri vaka, að þeir
geti „selt“ alla landa sína, þeir
svívirði írskt þjóðerni, og vara
flokkana við því, að hver sá flokkr,
sem ætli að kaupa írsku atkvæðin
þannig af þessum „forsprökkuin“,
megi vara sig á því, að slíkt spilli
einmitt fyrir þeim flokki. Þetta er
líklega sérstaklega miðað til Pat
Egans, sem er eins konar Irskr
Sigtryggr, og reynir að maka krók-
inn hjá samveldismönnum með þvl
að segja þeim, að hann ráði Irsku
atkvæðunum; það þurfi ekki nema
að borga sór fyrir þau.
—Fyrsti snjór féll í Neche, N.
D. fyrra miðvikudag. (The Oak
Leaf).
— New York, 22. Oct.: — Mál-
þráðarskeyti frá Frankfort, Ind., til
blaðsins Sun segir svo: Wm. H.
Kelly, kaupmaðr hór I bænum, dó
I nótt af sjúkdómi, sem læknarnir
kölluðu magaveiki. Hann var kruf-
inn eftir ósk ættingja hans, og fanst
þá I maganum á honum skómakara-
alr þumlungs-langr; utan um hann
hafði myndazt krabbakent mein, er
olli dauða mannsins. Á yngri árum
sínum var Mr. Kelly skómakari, og
vildi honum það þá eitt sinn til, að
það hrökk ofan I hann alr; þaÖ eru
nú full 30 ár slðan.
— Þeir halda áfram. Vór höf-
um þegar áðr getið þess, að Gresh-
am hæstaréttardómari og Hon.
Thomas M. Cooley rlkis-hæstarétt
ardómari, og Wayne McVeagh, sem
var ráðgjafi hjá Garfield, hafa allir
yfirgefið samveldisflokkinn og lýst
yfir þvl, að þeir muni greiða at-
kvæði með Cleveland. Á föstudag-
inn var kom fregn um, að O. W.
Doane, fráUnion, Broome Co., N.Y.,
gamall samveldis-hestr, sem áðr hef-
ir farið um land og llutt ræður fyrir
þann flokk, só nú byrjaðr að halda
ræður til að styðja Cleveland. —
Sama dag fréttist og, að Dr. Thyre
Yerk, nafnkunnr samveldismaðr til
þessa, hafi lýst yfir, að hann gengi I
lið með Cleveland. Samveldisflokkr-
inn I North Carolina tilnefndi Yerk
I haust til ríkisstjóra við næstu kosn-
ingar, en hann afþakkaði heiðrinn,
og kvaðst heldr vilja verja kröftum
sínum til að styðja Cleveland. Hann
er ákaflega vel þokkaðr maðr og á-
hrifamikill.
CANADA.
— Hon. Mr. Chapleau hólt ræðu
á laugardaginn I Montreal, og gat
>ar þess meðal annars, að hann ætl-
aði bráðlega að leggja niðr ráðgjafa-
embætti sitt. Chapleau er atkvæða-
mesti maðr Doroinion-stjórnarflokks-
ins I Quebec síðan keppinautr hans
Sir Hector Langevin veltist úr
stjórnarsessi I fyrra.
Það er fullyrt, að Chapleau verði
fylkisstjóri I Quebec-fylki I Des-.
ember næstkomandi. Embættistími
Angers, fylkisstjóra þar nú, er á
enda þessa daga; en sagt hann verði
við þó fram I Desember.
—George Pyke, bókari við Im-
>erial bankann 1 Toronto, hefi.r fals-
að bækr bankans, til að dylja svik-
semi slna; hann hefir dregið undir
sig $10000 af fó bankans, og eytt
öllu, strokið síðan allslaus til Banda-
ríkja, að haldið er. Bankinn bíðr
þó ekkert tjón, þar eð veðfé það,
sem Pyke hafði sett, hrekkr fyrir
skaðanum.
RADDIR ALMENNINGS.
BRÉFKAFLI FRÁ GIMLI,
29. September.
Vegna- þess að það er eins og
það só orðið að ófrávíkjanlegum
vana, að minnast eitthvað á tiðina I
þeim fróttum, sem skrifaðar eru
hóðan, þá finst mér ég vera skyldr
til að fylgja sðmu reglu. Þetta
sumar hefir verið eitthvert ið bezta,
sem komið hefir yfir þetta pláss,
slðan því öðlaðist sú virðing að
kallast Nýja Island. Varla að
nokkrar tafir hafi orðið við heyskap
sökuin úrfella, og kemr það sér ó-
sköp vel hór, þar sem heyskapr
gengr heldr seint, I samanburði við
víða annarsstaðar, er kemr til af
vöntun vinnukrafta og verkfæra, en
ekki af ódugnaði. Af þvl Iitla, sem
sáð hefir verið, hafa menn fengið
góða uppskeru, að undanteknum
jarðeplum, sem sumstaðar hafa illa
sprottið. Heilsufar manna yfir
það heila tekið heldr gott og því
ekki minsta ástæða til fyrir menn,
að vera óánægða við náttúruna eða
hennar algóða höfund.
I>að mun I flestum hafa hoppað
hjartað af fögnuði, þegar byrjað
var á vinnunni í fyrrahaust, þvl þótt
kaupið væri lágt, gerðu sig þó
flestir rólega með það, bæði vegna
þess, að ]>á var vinnunni haganlega
niðrskipað, og svo þóttust. metin
vera vissir um, að nýlendan mundi
innan skamms fá veg, er Kallast
mætti því nafni. Og svo gat heldr
engum dulizt, hvaða hagr það var
fyrir einstaklin'ginn og plá=sið I
heild sinni I peningalegu tilliti, er
svo mikill skortr var á.
Svo mun flesta reka minni til, að
byrjað var á breikkun brautarinnar
I vor og það með nokkuð undar-
legum hætti, er snerti tilfiögun á
vinnunni, þvl frá Landamerkjalæk
og norðr að Drykkjará vóru settir
niðr fjórir flokkarog máttu ekki vera
í hverjum nema einir sjö menn, að
ar hliðarinnar. Þó þessi aðferð,
að minsta kósti I þeirra augum,
væri fjarskalega frjálslyndisleg, þá
þótti sumum hún samt býsna rang-
lát, því allir þóttust hafa jafnan
rétt til hennar, vinnunnar, og ekki
sízt þegar helztu forsprakkar ný-
lendunnar vóru að troða því inn 1
höfuðin á mönnum, að stjórnin gerði
þetta sem annað góðverk á íslend-
ingum, án þess hún væri skyldug
til að leggja fé til vegarins. En
alt fyrir þessi rangindi, er mönnum
fanst vera brúkuð með þessari að-
ferð, urðu menn furðu rólegir, mest
fyrir þá ástæðu, að þetta yfirstand-
andi haust mundi bæta það upp.
Og svo komu nú kosningarnar,
eins og allir muna, og þá var óspart
útbýtt loforðum af „frjálslyndu“
mönnunnm um, að veginum skyldi
viðstöðulaust haldið áfram, svo
lengi sem peningarnir entust, sem
lagðir vóru til hans I vor, en það er
að segja ef Colcleugh kæmist að;
Mr. Baldwinson væri ekki til neins
að kjósa; hans loforðum væri ekk>
til neins að trúa, * hann gæti ekki
neitt framkvæmt, hann tilheyrði aftr-
haldsflokknum og þá væri útsóð um
nýlenduna, ef hann, eða nokkr ann-
ar af þeim flokki, kæmist inn á þing.
En um Colcleugh væri ekkert spurs-
mál, sá maðr, sem alt hefði gert fyr-
ir nýlenduna, sem hægt hefði verið
að gera, hann sem hefði útvegað
þetta fé tii vegarins, og svo væri
hann nú líka af „frjálslynda11 flokkn-
um. Á þennan hátt prédikaði helzti
maðr sveitarinnar fyrir inum fáfróðu.
En hvernig I ósköpunum stendr á,
að sveitarstjórnin vill svipta sig öll-
umheiðrinum,oggefa hani. Colclegh?
Er hún búin að gleyma því, að hún
bjó sig sjálf að heiman hór um vetr-
inn upp til Winnipeg, I þeim erind-
um að fá fé til ve^arins? Og í öll*
um þeiin umsvifum var þessi þeirra
makalausi fulltrúi, Colcleugh, ekki
I nefndr á nafn, heldr en hann væri
ekki til. Annaðhvort hefir sú ferð
sveitarstjórnarinnar haft þann árangr,
að vegrinn er kominn I það horf-
sem hann nú er, þó vesalt só, og
þess vegna ber henni allr heiðrinn,
en alls ekki Colcleugh, eða þá að
öðrum kosti að hún hefir farið þá
ferð 1 eigingjörnum tilgangi, ein-
ungis til að afla sér fata og peninga
með lóttu móti, enda vóru sumir af
þeim fatalithr um það leyti.
Sveitarform. ætti nú að taka rögg
á sig, ef hann vildi sjá sóma sínum
borgið, viðvikjandi loforðum þeim
er hann egndi fyrir menn með, til
þess að Colcleugh kæmist að, og
vinna nú af alefli að þvl, að ekki
yrði langr dráttr á að byrjað yrði á
veginum aftr. Eða þá, ef þess er
ekki kostr, að hann gerði mönnum
það 1 jóst,fyrir hvaða ástæður það ekki
geti orðið. Með því gæti hann bezt
hreinsað frá sínum eigin dyrum, þar
sá orðrómr er lagstr á, að bæði hann
og aðrir Colcleugh’s fylgjendr muni
ekki hafa farið varhluta af vegafénu
um kosningaleitið, og þess vegna
hafi vinnunni ekki orðið haldið áfram.
Údis.
Á skrifstofu Heimskringlu fæst:
íslenxkt
ALÞÝÐUBÓKSAFN 1.
r
Urv als-k y æ ð i
eftir
JÓNAS HÁLLGRÍMSSON.
Verð 25 ctH.
Ljómandi vel um vandað að papp-
ír og prentun, og ákaflega drjúgt
og efnismikið eftir stærð: 44 beztu
kvæði Jónasar — alt það úr kvœða-
bók hans, sem menn eru vanir að
lesa.
Fleiri hefti koma bráðlega með
úrvals-kvæðum og öðrum úrvalsrit-
um Isl. höfunda.
Kaupið undir eins!
Send frítt hverjum sem sendir 25
cent til afgreiðslustofu blaðsins.
Verðið má senda I frímerkjum, ef
vill.
— FARIÐ í —
Bókabúð UGLOW’S Bókabúð
446 Main Str.
eftir bókum, rirföngum, glisvörn og
bai naglingri etc. GangitS ekki fram hjá.
DOMINION-LÍNAN
selr farbrjef frá Islandi til Winni-
peg
fyrir fullorðna (yflr 12 ára) $40
— unglinga (5—12 —) $20
— börn - - (innan 5—) $14
Þeir sem vilja senda fiirsrjöld heim,
geta afhent þau hr. Árna Fiuðkikssyni
kaupm. i Wpg., eða Mr. Jóni Ólafs-
syni ritstj. í Wpj., eða Mr. Fr. Frið-
rikssy»i kaupm í Glenboro, e«a Mr.
Magn. Brynjólfssyni málflutnings-
manni i Cavalier, N. D.—Þeir gefa viðr-
kenning fyrir peningunum, sem lagðir
verða hér á Danka, og útvega kvittun
hjá bankanum, sem sendandi peninganna
veröur að senda mér \heim. Verði
peningarnir eigi notaðir fyrir farbréf, fást
þeir útborgaðir aftr hér.
Winnipeg, 17. September 1892.
Steinn Brynjólftson
umboösmaðr Dominion-línunnar
á íslandi.
Mr. B. L. Baldwinson hefir skipun
Canadastjórnarinnar til að fylgja far-
þegjum þessarar linu.
Hinn ódýrasti og bezti staðr I bænum
til atS kaupa
Stígvél og Skó
er hjá
E. KNIGHT & CO.
444 Main Str.
Þeir sem koma með pessa auglýs-
ing, fá 5 pr.Cts. afslátt.
M. H. MILLER
& co.
CAVALIER, 5í. I)AK.
Verzla með
UR, KLUKKUR, GULLSTÁSS
og SILFURSTXSS,
og ýmislegt sem lýtur að
hljóðfærum.
Aðgerðum fljótt komið í verk.
Niðursett verð á silfurmunum
og úrum.
M. H. MILLER & GO.
Cavalier, X. Dak.
Ef þér eruð að skreyta húsin yðar, þá
komið við í búðinni hans
BANFIELD’S
580 ste.
Þar getið þér fengið alt sem þér þurt-
ið til þess, svo sem :
GÓLFTEPPI, GARDÍNUR
og VEGGFÓÐUR,
á 25 cts. og yfir.
(«olfte]i|ii a 5« til 60 cts.
Olíudúkar á 45 cts. yarðid,
allar breiddir fra J yard til 6 yards.
Hvítar lace gardínur með snúrum 60
parið. Gardínustengur einungis 25 cts
Beztu gluggatjöld einungis 50 cts.
Yfir höfuð höfum vér alt sem þér þurf-
ið, og svo getið þér talað yðar
eigin mál í búðinni.
Látið ekki hjá líða að koma til
BANFIELD’S
nœstu dyr við CHEAPSIDE.
RDYAL CROWN SOAP
---) °g (-
ROYAL GROWN WASHING POWDER
eru beztu hlutirnir, sem þú getr
keypt, til fata-þvottar eða hvers helzt
sem þvo þarf. Þettu líka ódýr-
ustu vörur, sem til eru, eftir gæðum
og vigt.
ROYAL SOAP CO.
WINMPKG,
HÚS OGLÓÐIR.
Snotr cottage með stórri lóð $900, og 1%
hæðar hús með 7 herbergj. á Logan St.
$1000. Bæði nál. C. P. R. verkstæðum,
Góð borgunarkjör.
Snotrcottage áYoung Street $700; autl-
arlóðir teknar í skiftum.
50 ft. lóð á.Iemima St., anstan Nena,
11425, aöeins$50 útborg,— 27Já ft. lóðir
á Ross og Jemima Sts. austan Nena, $250:
dto. rétt vestr af Nena $200. Auðveld
borg. kjör.—Góðar lóðir á Young St. $225.
Einnig ódýrar lóðirá Carey og Broadway
Streets.
Peningar lána'Kir tll bygjfinga meí góð
um kjörum, eftir hentuglelkum lánpegja.
CHAMBRE, GRUNDY & CO.
FASTEIGNA-BRAKÓNAR,
Donaldson Blockp • Wlnnlpeg
— VIÐ SELJUM —
SEDRUS-
sjerstaklega ódýrt.
—Einnig alls konar—
TIMBUR.
—SJERSTÖK SALA Á—
Ameríkanskri þurri
hvit-furu.
WESTERH LUMBER
COMPANY (LIMITED).
Á horninu á
PRINCESS OC LOCAN STRÆTUM
OLE SIMONSON
mælir með sínu nýja
Scandinavian Hotel.
710 Maiij Str.
Fæði $1.00 á dag.
Bækur á ensku og íslenzku; Islenzk-
ar sálmabækur. Rit áhöld ódýrust
borginni. Fatasnið á öllum stærðum.
Fergnson A t'e. 108 Mnin Mt.,
fiiipei • • • Man
Brúkað af milllónum manna. 40 ára & markaðnum
frátöldum veikstjóra; hann var ekki
látinu vera nema einn yfir hverjum
hóp, enda vóru til þess valdir vel
metnir menn nýlendunnar sem
vóru beinharðir flokksmenn stjórn-
C. INDRIÐASON. S. B. BRYNJÓLFSSON.
INDRIDASON & BRYNJOLFSSON,
0-A.nsrTO3sr, isr. pyvTC.
VERZLA MEÐ
Harðvöru, aktýgi, húsbúnað.
Mlklar byrgðir af maskínuolíu. Ágætisvörur, bezta verð.