Heimskringla - 26.11.1892, Blaðsíða 1
SATURDA Y b,
OGr
O L D I N.
AN ICELANDIC SEMI-WEEKLY NEWSPAPER PUBLISHED ON WEDNESDAYS AND
VI. AR. JVR 87.
WINNIPEG, MAN., 2fí. NOVEMBER, 1892.
TÖLTJBL. 317
Carley Brís
458 Main Sti'.
Hér um 5il gegnt pósthúsinu.
Hin alf>ekta og íigæta klæðasölubúð.
Lesendr Heimskringlu hljóta að
þekkja nafn vort gegn um auglýs-
ingar í blaðinu, einnig ætti þeim að
vera kunnugt að vér auglýsum ætíð
það sem vér meinum.
Ein ástæðan fyrir því að vér mæl-
umst til að þér verzlið við oss er sú,
að vér búum sjálfir til öll þau föt
sem vér seljum, og getum þess vegna
selt þau ódýrri en ella, og um leið
ábyrgst að þau séu vönduð.
1 haust erum vér vel byrgir aí
fatnaði. Vér getum látið yðr fá al-
fatnaði af öllum tegundum með alls
konar gerð og verði. Nærfót af ýmsu
tagi og verði. Loðhúfur og loðkápur
og í stuttu' máli alls konar grávöru.
Hanzkar og vetlingar, fóðraðir og
ófóðraðir.
Vér búumst Einnig við að þér
verzlið við oss af því vér erum þeir
eina í borginni sem höfum íslenzkan
búðarmann: Mr. Josep Skaftason.
Nér ábyrgjumsi að^ öll vara sem
vér seljum só góð, en reynist það ekki
skilum vér peningum til baka.
Carley Bro’s.
458 iHain Str.
Heimilisástæðurnar.
Heimilislífsins er helzta böl
hörgull á efnum, gnægt af kvöl.
Umhverfis liúsið er órudd braut-,
alt vex þar, blóm og þyrnir,í graut.
Og húsið er, eins og allflest hús
amerísk, fult af veggjalús.
Og eins er nú vatnið ei sem bezt,—
að eins það sem í jarðveginn sezt.
Og læknirinn segir, það só ei holt
um sumartímann er það er volgt.
Og sagt er ég stundum sjáist þar
sem þeir á ensku nefnu ,,Bar“.
En til þess liggja þau atvik ein
að engin fæst hér svölun hrein.
Jón Runólfsson.
Haustnótt.
E>egar á hausti hjarta mitt
hrygt og eitt og tregt og snautt
lítur yflr limið sitt,
laufið er fallið, bleikt og dautt.
Von um líf og von um sól,
vængþyts gegnum kulda-súg
haustkyljanna’ á hrimgum kjól
lirein og ylsæl brosir þú.
Dimmt er lifsins daga skraut
þá daggröðull ei á það skín;
mór er líka þungbær þraut
þegar rnegnið gjörvalt dvín.
Dimm er haustsins dauðanótt,
drjúpa sviðaþrungin tár.
Antristinni’ er ekki rótt
n
að ýfa’ upp hjartans blóðug sár.
En dimmviðri með degi þver,
depurð myrkra hverfur öll—
það er að segja : þegar mér
þungbrýnn dauði haslar völl.
Jón Runólfsson.
F R E T T I R.
UTLOND.
—Franskci þingið heflr nú loks
sett nefnd til að rannsaka atferli
forstöðumanna Panamaskurðarfélags-
ins. Glæparnáls-stefnur hafa þegar
verið birtar Feril. Lesseps greifa,
inum mikla verkfræðingi, er stóð
fyrir grefti Zuez-skurðarins og síð-
ar fyrir Panama sknrðarfélaginu, M.
Eiffel, er reisti inn nafnfræga Eif-
felet-turn í Paris, því að ha.nn var
einn af helztu forstöðumönnum Pa-
namaskurðarins líka, og ýmsum fleiri
nafnkendum mönnum. Sakargiftirn-
ar eru stórþjófnaðr af hlutafónu,
naumlega fjórðungi þess varið til
verka, en hinu til múta og beint
stolið af forstöðumönnunum; svo og
lognar skýrslur gegn betri vitund
til að gylla fyrirtækið. Lesseps
hefir 7 um áttrætt, og er hruinr
mjög. En sagt er, að hér muni
engum verða hlíft.
BANDARÍKIN.
— Nú er loksins búið að telja
embættislega atkvæðin í Ohio, sem
greidd voru 8. Okt. Varð sá árangr-
inn af upptalningunni, að Harrison
fær öll atkvæði þess ríkis nema, eitt,
sem Cleveland fær. Verða Cleve-
lands atkv. þannig, eftir því sem
næst verðr komizt, um 268. Þó er
eigi ólíklegt að þau geti enn orðið
nokkru fleiri, með því að sumir af
þeim kjörmönnum, erbændaflokkrinn
kaus, er talið víst að muni greiða
Cleveland atkvæði, er til keinr.
— 1 Washington-ríkinu, áKyrra-
hafsströndinni, hafa gengið ákafar
rigningar, er valdið hafa vatnavöxt-
um og skriðuhlaupum, svo ákafleg
tjón hafaaf hlotizt. Allar járnbrauta
samgöngur stöðvuðust urn tíma.
þykist sjá, að þangað stefni hugir
manna hér nyrðra, einkum sfðan
kosningarnar í Bandaríkjunum um
daginn.
— Sá kvittr gaus upp í vikunni
í blaðinu Star í Montreal, og var
mjög á loft haldið af blaðinu Tri-
bune hér í bænuai, að Canada-stjórn
hefði á sambandsráðsfundi aftrkall-
að (!) ið aukna sjálfssforræðis vald,
er Norðvestr-fylkjunum var veitt
fyrir tveim árum. Það fylgdi þar'
með, að fjárveitingavald alt hefði
verið tekið af fylkjaþinginu, og hefði
Ottawastjórnin tek.ð sór í hendr alt
vald til að veita fé til stjórnarvalda
og skóla. Átti þetta að vera afleið
ing af ágreiníngi þeim, sem verið
hefir milli þings og landstjóra, og
eins konar hefnd fyrir síðustu þing-
mannskosninguna.— Auðvitað trúðu
slíku engir nema flón. Allirvitaað
slíkar einveldistiltektir mundu ekki
þegnar nó þolaðar í þessu
landi. Slíkt mundi valda uppreisn
samstundis. Það kom og brátt
í ljós, að öll þessi reyfarasaga
stóð á þeim litla flugufæti, að um
nokkra hríð hafa allar ávísanir til
útborgunar úr fjárhirzlu fylkjanna
verið undirskrifaðar og út gefnar af
Ottawa-stjórninni, en ekki fylkja-
stjórninni. En til þe3S bar það, að
ekkert fjárveitingafrumvarp hefir
náð fram að ganga á fylkjaþinginu
næst undan farið sakir þess að báð-
ir flokkar höfðu jöfn atkvæði.
Fylkjastjórnin gat því engar ávís-
anir út gefið með lagaheimild, en
þegar svo á stendr, á Ottawa-stjórn-
in eftir stjórnskrár-fyrirmælum að
gefa út ávísanirnar þangað til lög-
legar fjárveitingar komast aftr á.
Þetta var því alveg lögleg aðferð
og lögboðin skylda stjórnarinnar.
En reyfara-histórían hefir spunnizt
út af þessu hjá einhverjum, sem
ekki þektu lögin.
CANADA'
— C. P. R.-félagið hafði 1496,
OOOtekjur vikuna, sem endaði 21.þ.
m. Tekjur sömu viku í fyrra $485
000. ’ |
— Það er nú fullyrt af fregnrita
blaðsins Globe (Tor.), að Chapleau
ráðgjafi verði fylkisstjóri I Quebeo,
eftirmaðr Angers.
— Lítils jarðskjálfta hefir orðið
vart í Quebec, en ekkert tjón varð
af.
— C. P. R.-fétagið er mælt að
hafi keypt the Lake Street Elevated
Railway, er liggr inn í bæ í Chi-
cago, og hefir þannig fengið ágæt-
an aðgang að inni miklu hjarts borg
innanlandsviðskiftanna í Bandaríkj-
unum. ^
— Mr. George Robinson, formaðr
verzlunarsamkundunnar í St. John,
var á þriðjudaginn kosinn þingmaðr
til Ottawaþings. Hann var þing-
mannsefni Dominionstjórnar-flokks
ins. Mr. Robinson heldr því af-
dráttarlaust frnm, að Canada eigi að
hverfa inn í Bandaríkin. Þeim virð-
ist fara sí-fjölgandi af báðuin flokk-
um, er þessa skoðun þora að láta í
ljósi.
— Foster Dominion-ráðgjafi lagði j
af stað heimleiðis frá Englandi 28. i
þ. m. — Abbott fór til Frakklands
og dvelr þar um hríð. — Almælt af
og til í Ottavva að Abbot hafi sagt''
af sór, en það er borið til baka jafn-
harðan. — Miklar getgátur eru og
um það, að fari Abbott frá, verði
Sir John Thompson gerðr að hæsta-
réttardómstjóra, en SirCharles Tupp-
er taki við stjórnarforstöðunni. Er
þá mælt að einir tveir aðrir af eldri
ráðgjöfunum mundu fara frá, en Sir
Charles kveðja til nieð sér yngri
menn. Það er sagt, að Sir Charles
Tupper mundi eigi ófús til að fara
fram á toll-lækkanir, þar eð hann
IIITT OG ÞETTA.
— Komin til skila . Halastjarna
sú sem kend er við Biela, hafði um-
ferðartima um sól liðug 6 ár, og var
því vön að sjást frá jörðunni 6—7.
hvert ár. Fyrir 40 árum hvarf hún
ocr hefir verið í óskilum einhvers-
staðar út í himingeiminum síðan,
en er nú rótt nýlega komin til skila
otr hefir sózt fyrirfarandi daga,
einna bezt i fyrri nótt. Sumir
héldu hún mundi þá nótt rekast á
jörðiua, en það varð ekkert af því.
Hún hefir mikið lengri hala en
Bileams asna. í góðum algengum
sjónauka tná sjá hana nú, og sýnist
hún mjög stór.
BÆKR
TIL SÖLU IIJÁ HEIMSKRINGLU.
THE RLUE SJORE
MERKI: BLA STJARNA.
$10.000
VIRÐI
$10.000
Af tilbúnum fatnaði og karlbúningsvöru, keypt fyrir
53 cent livert dollars virði.
Þar eð allar vörurnar eru keyptar fyrir 53 cts. dollars
virði hjá CHABOT & CO. Ottawa, get óg boðið
yðr þennan varning fyrir hálfviröi.
KOMIÐ! KOMIÐ! KOMIÐ!
og þér munuð sannfærast um það.
200 buxur $1.75 virði, fyrir $1.00.
200 — $3.50 — — $2.00.
200 — $7.00 — _ $4.50.
100 svartir fatnaðir $13.50 virði, fyrir $8.50.
100 — — $18.50 — — $12.50.
100 — — $25.50 — — $14.00.
100 fatnaðir af ýmsum litum $13.50 virði, fyrir $8.50.
250 barnaföt $4.50 virði fyrir $2.75.
250 barna og drengja yfirhafnir $8.50 virði með húfuin fyrir $5.C0
500 karlmannayfirhafnir ýmislega litar fyrir hálfvirði.
Nærskyrtur, nærbuxur og sokkar með ároóta niðrsettu verði,
KOMIÐ OG SKOðIð !
THt BLUE STORE.
Merki: Blá stjarna.
434 Main Street.
A. CHEVRIER.
’MARKET DRUC STORE”
--BEINT Á MÓTI STÓRA MARKAÐINUM.-
ROYAL CROWN SOAP
---) °g (-
ROYAL CROWN WASHIHC POWDER
eru beztu hlutirnir, sem þú getr
keypt, til fata-þvottar eða hvers helzt
sem þvo þarf. Þettu líka ódýr-
ustu vörur, sem til eru, eftir gæðum
og vigt.
ROYAL SOAP CO.
mwipnu,
Alt af meðaltagi. Pantanir með pðsti og „express“ undireins afgreiddar.
Öllum bréfaviðskiftum haldið heimuglegum.
Reynið Gibson’s Syrup við kvefi hósta og barkabólgu.
Opið á sunnudögum d venjulegum tímum.
C. M. Bddington,
Lyíjatræðingr og efnafræðingr.
Talan sem sett er í sviga fyrir
aftan bókanöfnin sýnir burðagjald
fyrir þá ina sömu bók innau Canada
og Bandaríkjanna; það verðr að
sendast auk bókarverðsins. Þær
bækr, sem engin tala er við, sendast
frítt. Engin bók send fyr en borg-
un er meðtekin.
*Húspostilla dr. P. Pétrssonar(8) $1.75
*Kveldhugvekjur eítir sama (2) $0.75
*Föstuhugvekjur eftir sama (2) $0.50
*Vorhugvekjur eftir sama (2) $0.50
*I,eiðarvísir til að spyrja hörn (2) $0.40
Dr. .lónassen Lækniugabók (5) $1.00
•Hjálp íviðlögum (2) $0 35
*Sjáltslræðarinn (Jarðfræði)... $0.40
Smásögur dr. P Pétrsson..... $0.30
Hellismanna saga............... $0.15
Nikulásar saga ................ $0.10
*Saga Páls Skálaholtsbiskups .... $0.25
Um Þrenningarlærdöminn eftir
B. Pétrsson................ $0.15
*Agrip af landafrœði............. $0.30
Um harðindi eftir S. Eyjólfsson $0.10
Huld..................... (2) $0-25
Sveitalífið á íslandi.......(2) $0.10
Lítið rit um Svívirðing eyðilegg-
ingar-innar................... $0.25
*Nótnabók Guðjóhnsons (þrírödd.) $0.75
Ræða eftir M. J. Skaftason.... $0.15
Saga af Fastusi og Erminu...... $0.10
Bækr þær sem stjarna (*) er við
eru í bandi.
STORKOSTLEC SALA AF LOOKL/EOUM.
Fatnaði, Ullarnærfötum, VeGingum ig' I iiilin, ,,M(casirs“ o.fl.
DEEGAN’S
CHEAP CLOTHING HOUSE.
Karlmanna og drengja loð-húfur á öílu verði. Karl-
manna loðkápur á $15,00 og þar yfir.
Karlmanna yfirhafnireru óej-rri hjá oss en nokkrum öðrum í
borginni — skoðið þær.
Þessa viku fáum vér mikið af kvenna oy liarna loðfatnaði
sem vér erum neyddir til að selja fyrir hvað sem boðið er.
DEEG-AN’S Cheap Clothing House
547 IVIain t8tr*.
C<>í'iior James Sti’.
UPPBOÐSSALA Á ÞROTA-
BUSVÖRUM.
Þar eð ég l.efi keypt vörubirgðir
Gregor Bro’s með mjög lágu verXi, get
ég boðið mönnum klukkur, úr, brjóítnál-
ar hringi o. fl., mcS mikið lægra verði en
nokkrir aðrir í borainni.
T. J. Adaii-.
485 Mian Str Gegnt City Hall
OLE SIMONSON
mælir með sínu nýja
Scandinavian Hotel.
710 Main Str.
Fæði $1.00 á dag.
HOTEL X 10 U 8
á Main Str. gegnt Cxty Hall
Sérstök herbergi, afbragðs vörur, hlý-
legt viðmót. Restaurant uppi á loftinu
JOPLING <ý ROMANSON
eigendr.
P. BRAULT & CO,
Flytja inn vínföng og vindla
1*. Urnult lít Co,
513 fflain 8t., gegnt CÍty Hall.
Th, Oddson,
SELKIRIv selr alls konar GROCERIES,
og ÁVEXTI; einnig DRY GOODS.
Sannreynt bezta verð í peirrl búð,og alt
af þat! nýj asta, sem bezt hæftr hverriárstíð.
KOMIÐ SJ IlÐ! REYNIÐ
II & CL
Bækur á ensku og íslenzku; i>!euzk-
ar sálmabækur. Rit-áhöld ódýrust
horginni. Fatasnið á öllum stærðum.
Ferguson ACo. 408 Wlain 8t.
Wioiiipei,
Mao.
Eftir skólabókum
0g skóla-éböldum
farið tii ALEX. TAYLOR
472 MAIN STR., WINNIPEG.
DOMINION-LÍNAN
selr farbrjef frá Islandi til IVinni-
Peg
fyrir fullorðna (yfir 12 ára) $40
— unglinga (5—12 —) $20
— börn - - (innan 5—) $14
Þeir sem vilja senda fargjöld lieim,
geta aflient pau hr. Árna Friðrikssyai
kaupm. i Wpg., eða Mr. Jóxi Ólafs-
syni ritstj. í Wpj., eða Mr. Fr. Frið-
rikssyni kaupm í Glenboro, e*a Mr.
Maon. Biiynjólfssyni málflutnings-
manni í Cavalier, N. D.—Þeir gefaviðr
kenning fyrir peningunum, sem lagðir
verða hér á oanka, og útvega kvittun
lijá bankanuin, sein sendandi peuiiiLuinna
verður að sendu mér heim. Verði
peningarnir eigi not iðir fyrir farbréf, fást
þeir útborgaðir aftr hér.
Winnipeg, 17. September 1892.
Sveinn Brgnjólfsson
uraboðsmaðr Dominion-línunnar
á íslandi.
5Ir. B. L. Baldwinsou hefir skipun
Canadastjórnarinnar til að fylgja far-
pegjum þessarar línu.