Heimskringla - 15.04.1893, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.04.1893, Blaðsíða 3
f HIEII^ÆS-KZIRHISrGrIj-A-, W mSmsriIEPlEd- lö. A P~R,TT, 1893. X X OldChum CUT PLUG. OLDCHUfl PLUG. Engin tóbnkstegund hefir selzt jafnfljótt og fengið eins mikla almennings hylli & jafn stuttum tíma, sem pessi tegund af Cut Plug og Plug Tóbaki. MONTREALi. X X Don-t dú&y butgitNoy a bottlu, of "yeKryjDAvis' TþoXn *§(\ ller * % a>tic^ be. Vcady to attadlf an3 Cl/Kf ony |=or JHE[slEW 0BíG25iBOTTLE’, Bækur á ensku og íslenzku; íslenzk- ar sálmabækur. Rit áhöld ódýrust borginni. Fatasnlð á öllum stærðum. Fergnson &Ce. IOH Main St. ffiiipei, • •. • Ha sjúkragæzlukona við Medical and Surgical Sanatorium í Battle Creek, og útvegaði honum líka vinnu þar. Hann var jafnan með allan hug í afla- fræðinni, einkum var honum mjög hngðnæmt alt, er rafmagn og segul- magn snertir. Innan skamms komst hann sem lærisveinn á skólann í Battle Creek og lagði stund á náttúruvísindi undir leiðbeining próf. Kelly’s. Raf- magnsfræðin varð uppáhalds-námsgrein hans. Og nú fór að verða ljósari og ljósari fyrir honum hugmyndin um ina nýju vél, sem lengi hafði vakað fyrir honum. Það er nú ár síðan að hann ritaði Chicago ilachinist SupplyCo. til að fá hjá því efni til fyrstu til- raunar sinnar með vél. Hann varði heilu missiri eingöngu til að fullgera vélina í smáum stýl. Segulstálið, sem hann notadi, var ekki nema 10 þuml. langt. En honum tókst að smíða smávél eftir hugmynd sinni, og hún gekk svo vel, að hann var ánægðr með tilraunina. En eitt er það, að búa til sýnis- horn í smáum stýl af vél, en annað er hitt, að fá fé í hendr til að geta komið uppfundning sinni á framfæri í lífinu. Egenes var ungr og hafði allan vonarstyrk og trúartraust æsku- mannsins. Hann skrifaði brét í allar áttir til manna, sem hann hugsaði að auðið væri að hugðnema hugsjón sinni. Hann skrifaði til Noregs vinum og kunningjum, sem hann þekti, og mörg- um, seiu hann ekkert þekti, þar á meðal Oscar konungi; hann skrifaði líka frakknesku stjórninni. En alt varð til ónýtis. Enginn vildi hjálpa, fæstir svo mikið sem svara. Svo sárnaði honum. Hann braut sundr vél sína í bræði og örvæntingu. Hann hafði snöggvast komið til Chi- cago, og nú þráði hann þangað aftr. Fyrir fjörum mánuðum fór hann aftr til Chicago og nú alfarinn frá Battle Creek. Honum kom það vel, að hann hafði lagt sig talsvert eftir trésmíði; því að við það fékk hann vinnu. í Chicago helir hann fundið menn, sem hafa sint máli hans nokkuð. Og nú gerir hann sér von um að geta látið smíða vél sína í fullri stærð, og ef til vill orðið svo snemma til, að liann geti sýnt hana á sýningunni í sum- ar, og sýnt þannig ftlhvm heimi, að vél hans er ekkert leikfang né draum- órar, heldr getr náð að öllu tilgangi sínum. Slík vél verðr fjarska dýr. En Egenes heldr að hann hafi þá „backing", sem dugi. Faðir hans er óðalsbóndi í Noregi, og á jörðunni er laxá. Lá- varðr nokkr enskr leigir ána og býr sumar hvert hjá föður hans. Þessi lávarðr hefir fengið mætr á Egenes og leggr talsverða hugð á uppfundn- ing hans. Lávarðrinn kemr bráðum til Chicago á sýninguna og hefir lof- að honum að styrkja hann þá til að koma uppfundning sinni á framfæri. En á ineðan reynir Egenes til að vekja athygli þeirra manna, er skyn bera á slíka hluti, á uppfundning sinni, og hefir þegar fyrir nokkru sent einka- leyfisskrifstofunni í Washington sýnis- horn af henni f smáum stýl og sótt um einkaleyfi. [Skandinaven.] Yfirborð og ihúatala jarðarinnar. Frakkneski landfræðingrinn Emile Lavasseur hefir ritað um þetta efni í Journal de la Societe de Statistique de Paris, og gefum vér hér ágrip af efni greinar hans: Það mun vaka fyrir almennings- meðvitund, að yfirborð og íbúatala sé stærðar og mergðar hugmýndir, sem stjórnvöldum heimsins sé auðvelt að láta ákveða laukrétt í nákvæmum tölum, og því sé óhætt að trúa öllum embættisskýrslum um þetta efni. Og rithöfundarnir rita flestir svo sem væru þeir sömu trúar og almenningr. Það er altítt, að tölunum í ritum þeirra ber öllum saman, að eins af því, að hver hefir rannsóknarlaust haft upp eftir öðrum. En sannleikr- inn er, að embættisskýrslum í sama ríkinu ber einatt ekki heim hvorum við aðrar. Merkilegasta rit um yfirborð og íbúatölu norðrálfu-ríkja og annara landa hnattarins er IHe BevöVcerung der Erde („Mannfólkið á jörðunni"), sem gefið er út sem viðbætir við Landfræðis-skýrslur {„Ceographische Mittheilungen“), sem Dr. Petermann gefr út á kostnað Justus Perthes land- fræðistofnunar í Gotha. Fj'rsta sinn kom rit þetta („Mannfólkið") út 1872, en í áttunda sinn í Agúst 1891. Jafn- hliða þessu verki má telja Almanach de Qotha (árlega útg.); gefr og Perthes- stofnunin það út; sömuleiðis má nefna Statesmans Yearbook, sem gefin er út á Englandi og er ágæt árbók. Rithöfundum ber meira á milli um landa stærð og mannfjölda í Afríku, Asíu, Oceaniu (eyja-álfunni) og Ame- ríku, heldr en í Evrópu. Þetta er að vonum, þar sem flest norðr. lfu-ríki hafa látið mæla lönd sín og meta stærð þeirra, eða að minsta kosti gera all- góð landabréf yfir löndin, og svo láta stjórnirnar þar taka manntal. í öðrum álfum eru jafnvel landamæri ríkja oft ærið óákveðin og landmælingar ófull- komnar mjög og veldr það því að mik- ið ber á mllli um þuð, hvernig ýmsir menn meta stærð ríkjanna; þannig sérstaklega víða í Suðr-Ameríku. Svo að vér tökum Argentina-þjóðveldið til dæmis, eftir því sem stærð þess hefir verið talin í Almanach de Qotha, er munrinn mjög mikill; 1863 er það talið 1 404 206 ferh. kílometrar, en 1880 er það aftr talið 4 195 510 ferh. kílómetr- ar. Síðari talan er eftir embættisskýrsl- um, en útgefendr Almanaksins telja hana hér um bil 1 millíón ferh.-kílóm. of liáa. Fyrir fám árum lá argentínskr blaðamaðr mér á hálsi fyrir það, að ég liefði í landfræðis-handbók talið fóstr- jörð hans að eins „yfir 3. milj. ferh. kíl- ómetra á stærð, að meðtaldri Patagó- níu og héruðunum, sem væru þrætu- lönd“; hann taldi stærðina 4 200 000 ferh. kílúm. En nú, 1890, hefir Mr. Latzina, forstjóri hagfræðaskrifstofu þjóðveldisins gefið út bók, þar sem hann telr stærð þess 2 893 000 ferh. kílómetra. Eftir því sem ég get næst komizt, er það áætlun mín, að yfirborð allra landa á jörðunni sé 1,362,000,000 ferh. kílómetrar. Enn meira ber rithöfundum á milli um það, hver sé inannfjöldinn alls á jörðunni. En yfir höfuð má það segja um áætlanir þær, sem gerðar hafa verið á siðustu 50 árunum, að þær hafa farið sí-hækkandi. Það mun láta nærri nú, að mannfjöldinn ájörð- unni sé um 1500 milíónir. En engan veginn er þetta nákvæm tala; ber til þess tvent, bæði að sumstaðar er fólkið aldrei talið, svo að menn hafa þar að eins meira eða minna senni- legar ágezkanir eftir að fara, og svo hitt, að í þeim löndum, þar sem fólk- ið er þó talið, fer fólkstalan fram sitt á hverjum tíma í ýmsum löndum. Þeir hlutir jarðarinnar, sem menn eru í mestri óvissu um mannfjöldann í, eru Sínland (Kína) og Afríka. I Sínlandi er eins konar manntal til, sem skattálögur landsins eru bygð- ar á ; en engu að síðr lítr svo út sem enginn viti — að minsta kosti vita norðrálfumenn það ekki — hver mann- fjöldinn sé þar að réttu lagi. Sumir telja nú mannfjöldann í inu eiginlega Sínlandi 350 milíónir {„Bevölkerung der Erde"); en aðrir (skattnefndin 1885) telr 400 milíónir. Hvergi er eins óvíst um mann- fjöldann eins og í Afríku. Flestir landfræðingar hafa in síðustu tíu ár talið mannfjöldann 200 milíónir eða enda yfir það. Eg hefi fært þessa á- ætlun niðr í 153 milj. Eg byggi niðr- færslu mína á því, að ferðamenn, sem kannað hafa landið, hafa lagt leið sina með fljótum fram að mestu levti; en þar mun landið eðlilega vera þétt- bygðast, þar sem samgöngufæri eru þar bezt. En þeir hafa bygt áætlanir sínar um mannfjöldann á þéttbygð héraða þeirra, sem þeir hafa ferðazt um; og er því ástæða til að œtla, að þær sé talsvert of háar. Frá löndum. LÖGBERGP. O., ASSA., 7. Apríl. Heria ritstj.—Síðastl. vikuhefirtíð- arfarið haldið áfram, eða öllu heldr breyzt, svo, að nú er í fyllsta máta alvar- legt útlit hér fyrir almenningi. Allir vóru að vonast eftir bata npp úr páskun- um („mæla börn sem vilja“), en í stað þess skall hér á síðdags á iaagardaginn fyrirpáska stórhrið með fannkomu mik- illi, sem hélzt alla nóttina fram á morg- un, birti þá upp og var allgott á sjálfan hátíðardaginn. Aftr ’á mánudaginn síð- dags sKall hér á af norðri annar hríðar- bylrinn öllu verri en hinn með feyki- legri fahnkomu; stundar upprof næsta morgun. Það sem af er þessum mán- uði, hafa hór verið hríðar með mikilli úrkomu, ýmist af norðri etfa sufSri; stundum með nokkru frosti, stundum frostlaust (krap). Útlitið er orðið ótta- legt mefS skepnur hjá almenningi. Nú er enginn, sem öðrum getr bjargað, sár- fáir sjálfbjarga. Sumir eru búnir að vera heylausir svo lengi og reyta hina, sem betr vóru staddir; nú eru allir orðn- ir eins, að gefa sífSustu tuggurnar. Það bætir líka stórum ofan á fóðrskortinn, að hveitimylnur hafa ekkert unnið fyrlr langan tíma á nærliggjandi stöðum, svo hvergi fæst hér shorts eða bran. Auð- vitað er hér peningaleysi svo mikið, að margir gætu ekki borgað einn shorts- poka, ef hann væri íenginn frá Mani- toba.—Það er líka eins og mörgum finn- ist óhugsandi að framfæra skepnur sínar á kornmat. Margir hverjir halda, sem verSa heylausir, aS peir purfi ekki að gefa nema þá og þá vikuna, fara svo til náungans og reyta út úr honum hálft eða kannske heilt æki. Svona líða vikur, máske mánuðir, svo þeir sem vóru upp- haflega sjálfbjarga, verða eins og hinir, 1 stað þess, ef )>eir sem verst eru staddir með heybjörg, snéru sér að þvi í tíma, að fá korn til fóðrléttis handa skepnum sínum, þá mundi betr fara; sam sagt, hér nærliggjandi fékst hvorki shorts né bran; auðvitað mátti panta það frá fjar- liggjandi stöðum, en menn hefðu getað snúið sér að öðru, nefnilega, að kaupa ómalað korn, sem nú er i lágu verði, og hluta það í sundr (almenningr hér veit þó að hlutari (,,Choj>per“) er til hér um bil i miðri bygðinni). Eins og allir vita er þetta gott fóðr handa grip- um; þetta kostaði anðvitað dálítið meira ómak í byrjuninni, en að fara til ná- búa sins og fá hjá honum eitt æki af heyi, en það mundi hafa betri aileið- ingar, og meira vertSa landar heima á Fróni oft að leggja í sölurnar til að bjarga bústofni sínum, fyrir utan að þetta er fóðr ódýrara eftir kornverði sem nú er, heldr en hey, þegar það er stigið upp í $4—5 ton-ið af sinu-heyi, etSa $3 af líttnýtri sinu-haustslægju, sem í flest- um árum mundi ekki álítast að borga fyrirhöfn a« flytja það nokkrar míiur. Yðar með virðing, Jacöb Líndal. ALVEG NÝLEGA höfum við keypt frá vönduðustu skóvarkstæðum Bandaríkjanna mörg hundruð dollars virði af skóm og stígvólum fyrir karia, konur og börn; verð ið lægsta, sérstaklega á móti peningum út í hönd. Akra, N. D., 5. April 1893. S. Thorwaldson. ------Athugið.------------- Pósturinn milli West SelLirk og Icelamlic Rivcr fer frá Selkirk kl. 7 á hverjum þriðjudagsmorgni og kemr til Icelandic River á miðviku- dagskveld. Fer frá Icél. River á leið tii Selkirk kl. 7 hvern fimtudags morgun, og kemr til Selkirk á föstu- dags kveld. Fargjald verðr ið sama og áðr hefir verið. Upplýsingar viðvíkjandi flutningi með póstvagninum frá og til Selkirk fást hjá Geo. Dickinson og Chk. Waterson sem flytr póstinn. FRF.G trip to view the ■ property to 5 acre holders. §40 PliR YEAR guaranteed you, when irrigation begins We plant teh land for you FREE pay the labor and taxes for half what we raise, after you fjct §40. We make state- meut under oath, promptly send your profit after each crop. Will send you the names of 90 persons who last year received from $25 to $500 each on one years purchase. We guarantee a free deed, no taxes, no cost for labor or trees, free ticket to view the propertv and páy you $40 per year, you to lielp pay for ir- rigation, as it is of no value without ir- rigatien. For full details address CALIFORNIA LAND AND WATER EXCHANGE, Dayton, Ohio. STEPNTIIR; nýja blaðið af Akreyri, fæst hjá Aðalsteini Jónssyni, 611 Fifth Ave. North (Ross Str.). (Páll Jónsson ritstj.). JL PME Hefurðu reynt „CABLE EXTKA VINDLA? [»] HIN Alknnna lerkiiig “MUNGO” “KICKER” “CABLE.” Er hvervetna viðrkend að vera í öllu tilliti betri en allrr aðrar tóbakstegundir. In stórkostlega sala þessarar tóbakstegundar sannar betur gæði hennar og álit en nokkuð annað, því þrátt fyrir þafS þótt vér höfum um hundraö tuttugu og fimm keppi- nauta, eykstþó saian stöðugt. Þetta mælir með brúkun þessa tóbaksbetren nokkuð annað. Vár búum ekki til ódýra vindla. S. DAVIS & SONS MONTREAL. Mcsta og bezta Tindlngcrda* hns i Canada. [7] Reina Victoria. [ii] Vjer lifnm a framfara oli. AIGNAHIB VORT ERU UIBÆTUR! Og ckki aftrfor. In nýja merking vor CABLE EXTRA er sérstaklega góð og vér leyf- um oss að mælast til þess, að tóbaksmenn reyni hanasvoþeir geti sannfærst um að framburð- ur vor er sannur. S. DAVIS & SONS. No. 14] 196 Jafet í foður-leit ingarinnar orð : „Hvert sem þú fer, þangað skal ég og fara—þitt fólk skal verða mitt fólk, og þinn guð minn guð“.— Hann gekk síðan burt með henni ; þau Settust nifir skamt hvort frá öðru og ræddu saman i meira en klukkustund. „Jafet“i sagði Melkíor við mig eftir að hann var skilinn við konu sína; „þig mun furða á því sem ég ætla atf segja þér nú. Ég hefi trú- at! þér fyrir öllu því, sem ég þori að trúa nokkr- um manni fyrir. En í hvers manns lífi eru nokkur þau leyndarmál, sem bezt eru geymd hjá sjálfum honum og konu þeirri, sem tengd er honum helgum böndum. Víð verðum nú að skiija. Eftir fáa daga verða tjöld þessi upp tek- in, og flokkr þcssi mun tengjast annari deild af kynþættinum. Mig munt þú aldrei framar sjá. Spurðu mig ekki, hvernig á því stendr, því atS ég get ekki sagt þér það. „Og Nattée?" sjturði ég. „Mun fyleja mér og sæta minum kjörum, hver sem þau verða ; þú sér hana aldrei framar“. „Hvað mig snertir, Melkíor, þá gerir þetta ekkert tll; fyrir mér liggr heimrinn opinn, og ekki vil ég með giftunum dvelja þegar þú ert farinn. En svaraðu mér einni spurningu: hva* verðr um Fletu litlu? Á hún að verða eftir hjá flokknum, sem hún heyrir ekki til, eða á húit að fara með ykkr?“ Melkíor þagði við um stund. „Ég get naum- ast svarat! því. En á hverju getr þér statSið um forlög hermanns-krakka?“ Jafet í föður-leit. 197 „Látum svo vera, að hún sé þats, eins og þú segir, Melkíor; mér er orðilS innilega vel við barnits, og ég pet alls ekki liisið að htín verði hér eftir. En ég er viss um, að þtí hefir ekki sagt mér satt um uppruna barnsins; því að hún hefir sagt mér frá ýmsu, sem hún man eftir frá æsku sinni, og þati er nóg til að sanna, ats hún er ekki af lágum stigum, og að henni hefir verið stolið frá vandamönnum sínum“. „Einmitt það! Er hún svo minnisgóð?“ svaraði Melkíor og beit á jaxlinn. „Hún hefir aldrei látits mig né Nattée skilja þa* á sér“. „Því trúi égvel; en barnitt er stolið, og hér md hún ekki vera“. „Má ekki!“ „Já; md ekki, Melkíor; Pegar þú skilr við flokkinn, þá hefir þú ekkert vald yfir henni lengr, euda getr þér það á engu staðið. Hún skal sjálf kjósa—ef hún vill fara með mér, þá skal ég taka liana; það skal enginn geta varnað mér því; og ég geri pér ekkert rangt til með því né rýf á nokkurn hátt trúnað við þig“. „Hvernig getr þú vitað það? Ég hefi mín- nr ástæður á móti þuí, þótt ég geti ekki látið þær uppi við þig“. ,.Má pér ekki alveg á sama standa um hermanus-krakka, Melkíor?“ Honum kom þetta auösjáanlega illa. Loks svaraði hann: „Hún er ekki hermanns barn; ég skal játa það, Jafet, að barninu var stolið, 200 Jaíet í föður-leit. hafa um hðnd í sambandi við atvinnu sína. Þvert á móti var hann góðsamr, veglyndr og örlátr, og, hreinn og beinn og prettalaus í öllum við- skiftum fyrir utan atvinnuna; og oft sýndi hann þats, að hann var hjartagóðr. Hann var svo sjálfum sér ósamkvæmr, að skaplyndi hans og eðlisfar varhrein raðgáta. Það var óneitanlegt. í atvinnu sinni sveik hann og laug í hvern mann til fjár; en í öllu öðru var hann sam- vizkusam’ega ráðvandr. Og að undanteknum ó- sannindunum um uppruna Fletu, varð ég aldrei var við að hann segM mér ósatt orð. Ég var að velta þessu öllu fyrir mér pegar Melkíor kom aftr til mín. Hann bað Fletu að ganga afsíðis, en sagðisvovið mig: „Jafet; ég hefi afráðið að láta undan þér með Fletu. En með nokkrum skilyrðum verðr það“. „Hver eru þau ?“ „í fyrsta lagi. Jafet : með þvi að þú hefir jafnan reynzt mér trúr og vandaKr og ódulr gagnvart mér, pá segtiu mér, hvað þú ætlar fyrir þér með hana. Ætlar )>ú að halda áfram atvinnu þeirri, sem þú hefir lært hjá mér, »ða hvað ætlar þú að taka fyrir ?“ „Hreinskilnislega sagt ætla ég ekki að leggja það fyrir mig, nema nauðr kDýi mig til. Ég ætla að fara að leita að föður mínum“. „En ef þú'neyðist til þess að taka þann atvinnuveg fyrir aftr, er það þá tilgangr þinn að láta Fletu hjálpa þér með kunnáttu sinni? Jafet í föður-leit. 193 tæplega kostað okkr 10 s. Við gengum því til kveldverðar með góðri von um næstn daga. Og sú von brást okkr ekki heldr. Við dvöldum fjóra sólarhringa í þessum bæ; héldum svo lengra á- leiðis og gekk okkr ámóta vel víðast hvar. En við Tímóteus máttum oft vaka um nætr til að búa til lyfin og ganga frá peim, og gerðum við l>að alt eftir listarinnar reglum. Melkíor stóð heidr ekki altaf fyrir sölunni; hann sagði áheyrendun- um stundum, að nú yrði hann að fara frá um hríð, því að það væri sent eftir sér tii sjúklinga, en hann fól þá lærisveini sínum að lýsa fyrir þeim sjúkdómunum og lækningakrafti lyfjanna, og lét hnnn mikið yfir þessum lærisveini við fólk- ið. Með því að ég var álitlegr maðr og fríðr synum, þá drógst fólk vel að mér, einkum og sér í lagi kvennfólkið. Og þegar Tímóteus var með mér einum, þá iagði hann sig enn meira í framkióka en ella, svo að við fengum venjuíega meiri tekjur, heldr en þegar Melkíor var sjálfr við. Hann sá það, og liætti siðast að gera meira en rétt at? sýna sig endr og sinnum ; bar hann það fyrir, að hann ætti svo annrikt af aísókn sjúklinga. Fór svo venjulega burt eftir svo sem bálfa stuad og iét okkr reka verzlunina fyrir sig. Eftir sex viknaflakk snérum við aftrtil flokks- ins, er þá hafði tjaldbúðir sínar allskamt frá oss eius og vant var.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.