Heimskringla


Heimskringla - 22.04.1893, Qupperneq 2

Heimskringla - 22.04.1893, Qupperneq 2
SZEIZCÆSZKZIRIIISrO-Il.^ WINNIPEG, 22. APEIL. 1803 lleimsknngla kemr út á Laugardögum. útgefendr. [Publishers.] yerð tyaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánuSi #2,50; fyrirfram borg. #2,00 6 ------ #1,50; ------- - £É°° 3 ------ #0,80; ------- — $°.50 Á Bnglandi kostar bl. 8s. 6d.; A NA’ðrlöudum 7 kr. 50 au.; á lslandi 6 kr. — borgist fyrirfram. Senttillslands, en borgað hér, kost $1,50 fyrirfram (ella $2,00).______ Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1. Jan. p.á. purfa eigi að borga nema #2 fyr- lr þennan árg., ef þeir borga fyrir 1. ,’úlí p. á. (eða síðar á árinu, ef þeir œskjaþess skriflega).__________________________ Kaupandi, sem skiftir um bústað, verflr a* geta um yamla pósthús sitt dnamt nýju utanáskriftinni.______ Ititstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þœr eigi nema Iríraerki fyrir endr- sending fylgi. Uitstjóriun svarar eng- um bréfum .itstjórn viðkomandi, nema 1 blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gauinr gefiun. Eu ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bokstof um, ef höf. tiltekr siikt merki. vort flestum betr, enda elskaði hann það og alla þess fjársjóðu forna og nýja í sórhverri mynd. Hann var sórkennilega þjóðlegr í anda og lær- Tlwleimskringlal’tg.&Pabl.Co. “ð ^11', h" en að guðfræðin væri kjörfræði hans. Hann var með inum hleypidóma- lausustu mönnum og fann vel „hvað feitt var á stykkinu“ eins í því, sem hneykslun mátti valda að sumu leyti eins og í hinu, er lýtalaus- ara var. Góðr maðr var hann og vandaðr, vinfastr og skemtinn maðr þeim, sem honum þótti skemtandi sór með. En fálátr var hann og dulr við ókunnuga. Frú Guðrún Gísladóttir læknis Hjálmarssonar, eiginkona séra Eiiíks Briems prestaskólakennara er og lát- in. Hún var af einhverjum inum beztu ættum á austfjöiðum, dóttur- dóttir Guttoims prófasts Pálssonar í Yallanesi, en dóttir ins ástsæla, gáfaða og ötula læknis Gísla Hjálm- arssonar. Hún hafði aðdáanlega sameinaðft ina beztu kosti beggja ættanna, röggsemi og ráðdeild úr móðurætt, skarpleik, fegrðarsmekk og brennandi þjóðrækni föður síns, og drengskapinn úr báðum ættum. Frú Guðrún var einhver merkasta kona, er vór þektum til vera á Islandi. Ul'psögnójiild aé lögam,nema kaup- andi sé alvea skuldlans við blaflið.___ Auglý»ingaverð. Prentuð skrá yfir það seud lysthafendum. ___ Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFS80N venjnl. á skrifst. hl. kl. 9- 12 og 1-6 Káðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍiáK GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heimskringla. Box 535. Winnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The IIeim»kringla_Pi tg. & Puhl. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P-O. Money Or- der Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra þanka, en í Winnipeg, eru að eins téknar með afföllum. Office : 146 l’rincess Sfr. Bróf og blöð úr íslands-pósti fóru að koma hingað á laugardags-kveldið. Afblöðumkom ísafuld, Þjóðólfr og NorðrJjóaið úr Reykjavík, Fjallkon- an lom pL H til bl. hér.oger það bagi hve illa útgefandi hennar hirðir út sending hennar; það er svo þráfald lega að húu kemr ekki hingað um leið og önnurReykjavíkr-blöð. Norðr Ijótið kemr nú út í Rvík, og er rit stjóri þess Hjálraar Sigurðsson, góðr maðr og greindr, en hann hefir fundið upjp á því nýnæmi til að gera blað sitt útgengilegt, að gera það að sér stöku kristindóms-málgagni eða hálf- gerðu hugvekju-blaði. Að norðan kom Stefnir nýja blaðið af Akreyri, lítiðog liðlegt blað. Rit- stjóri þess er Páll Jónsson, sá er fyrst stofnaði Norðrljósið, en fleiri góðir menn standa þar að, svo sem séra Matthías; séra Jónas á Hrafnagli, Stefán Stefánsson kennaii og Klem enz bæjarfógeti Jónsson. Þjóðviljinn ungi kom af Isafirði, og er Skúli Thoroddson ritstjóri hans. Eins Og Þjóðv. fór mjög fram að ytra búningi við að fá nýtt letr og ný á- höld öll, svo að hann er nú prýðilega prentaðr, svo hefir hon im farið fram < andlegu tilliti við það, að Skúli tók aðsér ritstjórnina sem nafngreindr ritstjóii. Að vísu mun hann hafa haft hana á hendi áðr, en oss viiðist hún fara betr úr hendi nú. Eftir því sem oss er ritað af þeim, er nákunnugastir munu vera þvi efni, munu það vera um 800 til 1000 manns, sem fastráðið hafa að flytja í ár af íslandi til Yestrheims. Þegar þetta er ritað oss af íslandi, vissu menn þar ekkert af ferðalagi Sig- tryggs Jónassonar. Það verðr fróð- legt að sjá á sinni tíð, hvort hann eykr miklu við þann fjölda. Ekki fyrir það—þetta er nógu margt. Og 200 — 300 manns á ári, eins og verið hefir fyrirfarandi ár, hyggjum vér ærið nóg, bæði fyrir Island að missa og fynr landa hór að taka við, sór að bagalausu. Austri kom og frá Seyðisfirði, og nú á þriðjudagsmorgun kom nýtt blað af honum (dagr. 23 Mstz) og kom það Kaupmannahafuar-leið frá Noregi. Fréttirnar almennu, tíðarfar, horf- ur, mannalát o. s. frv., sjást á Is- lands-fréttum í öðrum stað í blað- inu, sem eru teknar all-ýtarlegu upp. Af látum merkra manna eru þrjú hermd að þessu sinni, sem mikið kveðr að : Þorsteinn kanselíráð Jórisson var einkennilegr maðr í mörgu, gáfumaðr, réttvís og góðr embættismaðr, og inn tryggasti vinr vina sinna og bezti drengr. Breyzk- leika hafði hann þann, er kunnug ir munu við kannast, en „hjartað það var gott“. Sóra Eggert Brím hafði inn sama breyzkleika til brunns að bera, of mikla tilhneiging til vínnautnar. En gáfumaðr var hann í bezta lagi; sérvitr var hann kallaðr og var það að sumu leyti; en einkennilega góð- ar og allfjölhæfar vóru gáfur hans. Sórlega var honum sýnt um íslenzka tungu og kunni hann móðurmál Hr. B. L. Baldwinson var í Liver- pool nú fyrir tveim vikum, og var að reyna að fá fjárkaupamenn upp það- an til íslands til að kaupa fónað (hesta og sauðfé) af Islendingum, er vestr vilja fara. Hann ætlaði upp aftr til Islands með næsta póstskipi. Mr. Beldwinson mun hafa farið för þessa á sjálfs síns kostnað. Islenzku blöðin eru full af vestr- fara-greinum, er allar lýsa dauðans ótta um landauðn og svo miklum æsingi gegn vestrfara-agentunum að alveg gegnir furðu. Æstast er hálf-andlega blaðið Norðrljósið. En alveg er dæmalaus sú einfeldni sem lýsir sér yfir höfuð í því, að hugsa, að menn stöðvi útflutninga- straum með því að skammyrða ein- staka menn, og það saklausa og heiðarlega menn, og að það muni duga að ætla að byrla allri alþýðu á Islandi það inn, að menn þ.ir heima, sem ekkert þekkja til ástands hér í landi, muni geta, þótt þeir vildu, sagt sannara um hagi manna og ástand hér vestra, heldr en menn héðan að vestan. Halda þeir að það sé auðið að koma því inn í sat eftir þar til lögregluþjónar vóru sóttir til að reka hann út; hafði skríll- þá skemt húsið áðr, eins og hann þættist ekki búinn áðr uð gera sér nóg til skammar. Meinleysi agent- anna er oss óskiljanlegt, að þeirskuli ekki hafa lögsótt neina af forsprökk- um skrílsins. Þeir B. og S. Chr. höfðu leigt húsið; þeir höfðu auglýst þar fyrirlestr og boðið mönnum ó- keypis að koma og hlýða á hann\ til annars hafði enginn leyfi til að koma inn í húsið. Þeir sem komu inn til að hindra húsráðendr (B. B. og S. Chr.) í að halda fyrirlestrinn, vóru þar inni í heimildarleysi og sem of beldismenn. Hugleysi það, sem jafnan ein- kennir jafn-lítilsigldan skríl, aftraði því, að skríllinn sýndi húsráðend- unum ofbeldi, eins og þó var ver- ið að ögra með. Eins og „Lögberg,f tekr alveg réttilega fiam, er hætt við að eftirköstin hefðu orðið óþægi- leg bæði fyrir ofbefdismennina og landsjóð íslands, ef til hefði komið ; því að Breta-stjórn lætr ekki mis- þirma saklausnm þegnum sínum að ósekju, allra sízt sendimönnum stjórnanna, hvort heldr sendimanni fylkisstjórnar eins og Sig. Chr. er, eða föstum embættismanni Canada- 8tjórnar, sem B. B. er. Það kynjar oss mest af öllu, ef það skyldi vera satt, sem Fjall- konan hermir (vór höfum getað drif- ið upp eintak af henni til láns!), að hr. Hjálmar Sigurðsson, ritstjóri guðræknisblaðsins „Norðrljósið“, hafi verið einn forsprakki að skríls- hætti þessum. En undarlega mont- ið er Norðrljósið yfir ósómanum. Hitt blandast oss ekki hugr um, að slíkar aðfatir hljóta að auka að mun tiltrú til þeirra agentanna. Fólk hlýtr eðlilega að álykta, að sannleika hljóti þeir með að fara, úr því að enginn treystist til að mæla móti þeim, og úr því að í röksemdaþrotum skuli tekið til þeirra óyndis-úrræða, að varna þeim máls. Slík aðferð hefir ávalt og atstaðar þessi áhrif. „ísafold" og „Fjall- konan“ skammast sín auðsjáar.lega fyrir hönd Reykvíkinga. Það er undarlegt að „Þjóðólfr“ skuli ekki sýna merki ins sama, jafn-hygginn og róttsýnn maðr sem vór hyggj- um ritstjóri hans só. í bæ gagnvart agentunum til þess, að rugla siðferðishugmyndir manna og útbreiða skrílshátt og hnefaréttar- lögmál, og er vel ef þeir, sem slíkar öldur vekja, verða aldrei sjálfir undir þeim. Bréf frá Mr. B. L. Baldwinson. fólk, að ættingjar og vinir, sem rita mönnum heim héðan, muni all- ir vera orðnir óheiðarlegir lygarar síðan þeir fóru hingað vestrí Þeir Baldwinson og Sig. Christo- pherson hafa haldið fyrirlestraáýms- um stöðum heima, og má sjá af „Stefni", að þeim fyrirlestrum hefir víða verið vel tekið, t. d. á Akreyri. Þar tók t. d. Klemenz bæjarfógeti til máls í tilefni af fyrirlestrinum Baldwins (en til hans þótti eðlilega meira koma en Sigurðar) og urðu af skyns imiegar umræður. Þelta er auð- vitað rétti vegriun. En í Reykjvík fór á annan veg, er þeir Baldw. og Sig. boðuðu þar til fyrirlestrar. Þar fyltist húsið (G Templ.-húsið) og vóiu um 400 menn inni, en þó öllu fleiri úti, er eigi komust inn. Meðal þessara manna hefir auð sjáanlega verið á annað hundrað manns af argasta skríl, og er leitt að sjá, að verzlunarstétt Reykjavíkr, s ólapiltar og nokkrir embættismenn skuli hafa verið bendlaðir við það. Þessi skríll hóf pípublástra og óhljóð uudir eins og fundarstjóri (S. Chr.) reyndi að taka til máls og setja fund. Hélt skiíllinn þessu áfram ásamt hótunum um ofbeldi við agentana, sem biðu nærfelt klukkustund á mál- pallinum og reyndu hvað eftir annað að taks til máls. Urðu þeir svo að hætta við fyrirlestrana. En skríllinn Oss er ritað í prívatbréfi að heim- an, að hugsað muni til á þingi í sumar, að banna með lögum um ferðir vestrfara-postula, sem só þegn- ar annars ríkis. A þá að banna mönnum (Islendingum), sem ekki eru dsnskir þegnar, að ferðast á Islandi 1 Eða á að banna slíkum mönnum að tala við fólk 1 A þá ekki líka að gera upptæk prívat- bróf frá íslendingum hór 1 Sjálf- sagt mun verða forboðið þá að flytja inn í landið blöð, sem keypt eru af útlendri stjórn til að lokka fólk vestr. Veslings-Lögberg / Þjóðviljinn ungi er eina blaðið, sora lítr alveg skynsamlega og frjúlslega á .málið. Hann tekr upp oið Jóns Olafssonar (í þjóðnátíðar- ræðunni í fyrra sumar), að vistar- bandið og vinnuhjúalögin sé öflug ustu vestrfara-postularnir. Bendir svo á það, sem vér oft höfum fram tekið, að bezta vörnin móti vestr farar-sýkinni, eina sómasamlega ráð- ið og það eina, sem dugi, sé, að bæta hag manna, réttindi og kjör á Islandi. Illa mælist fyrir í ísafjarðarsýslu (og víðast hvarheima)málarekstrinum gegn Skúla Thoroddsen. Styðr ekki lítið að því staklega ódrengleg fram- korau Giíms barnakennara, fyrrum skrifara Skúla. Lárus Hákonarson Bjarnason (frá Bíldudai), inn setti bæjarfógeti, ætlaði eitt siun rð láta setja Skúla inn í vetr, en varð ekki af; þorði ekki, er til kom, fyrir al- meuningi. Það er hingað ritað, að þeir Giímr og Lárus hafi hvor um sig verið flengdir í vetr af dulbúnum mönnum. Það lítr út fyrir að Lynch dómari só farinn að gera vart við sig heima. Lítill hetjuskapr virðist í því fólginn að ofretíi manna veiti of- beldi einstökum varnarlausum mönn- um, og ekki bót mælandi slíku, þótt vorkuun geti verið, ef enginn löglegr vegr er til að hegna staklegan óþokka- skap á annan hátt. Ekki hafa Reykjavíkr-blöðin víst frótt þessa viðburði, því að annars hefðu sum þoirra án eta lokið lofsorði á þetta engu síðr en óspektir skrílsins í Reykjavík. Og án efa verða ummæli sumra blaðanna um skrílsháttinn þar Herra ritstjöri. Það verða hvorki margar né íagr- ar línurnar, sem ég sendi yðr í þetta sinn. Ég nenni ekki að vera að skrifa langa ferðasögu; lólki voru vestra má veranóg að vita það eitt um mig per- sónulega, að ég komst klakklaust frá Winnipeg til Reykjavíkr a tímabilinu frá 10. Sept. til 13. Okt. í hanst. Það er og sennilegt, að ég hefði jafnvel ekki nú ritað neitt í blað yðar, nema fyrir þið, að fólk víðsvegar um þærsveitir, sem ég hefi farið í vetr, hef- ir fastlega lagt að mér að rita í vestr- blöðin einhveija áminningog upphvatn ing lil Islendinga í Canada um tvö at- riði. 1. Að áminna fólk vort, sem flutt lieflr vestr, um það, að gleyma ekki þeim, sem hér eru eftir, og um, að skrifa þeim af líðan sinni vestra. Foreldrar spyrja eftir börnum sínum, systkin eftir systkinum, frændr eftir frændum og vinir eftir vinum. „Hvern tekr sárt til sinna'*, og fólk hér á íslandi lætr sér ekki standa á sama, hvernig þeím líðr, sem vestr eru flutt- ir. Alstaðar þar sem ég hefi ferðazt hér um, klingir sama umkvörtanin um það, að þeir sem vestr hafi flutt, séu hreint hættir að skrifa, og svo er það jafnan viðkvæðið, að þeim hljóti að líða svo ilia, að þeir fyrirverði sig að l tavita af sér o. s. frv. Eg hefi reynt að telja fðlki trúum, að það sé engan- veginn því um að kenna, að fólki voru vestra líði svo illa, að það fyrir þá sök ekki skrifi ættingjum sínuin og vinum, því ef sú væri ástæðan, þá mundi eng- in skrifa illa afsér í Canada. En nú vita allir, að hréf fólks að vestan eru mjög misjöfn og það er nóg til aðsýna, að skriftir Vestr-íslendinga eru ekki hundnar við neina sérlega vellíðan. 'Ukki beldr ergleymsku um að kenna; fó lk vort, sem vestr flytr, tapár engu af minni sínu við siglinguna. Það hlýtr að vera einliver önnur ástæða fyrir skriftaleysinu og þessi önnur ástæða held ég að sé hara framtaksleysi. En hver sem ástæðan kann að vera, þá ætti fólk vort vestra að reyna að burt- rýma henni, sem allra fyrst. Mér finst það vera það allra minsta,sem þaðgetr látið af hendi rakna við þá, semeftireru heima, að senda svo sem tvisvar eða þrisvur á ári hréf til ætt- ingja ogvina sinna.—Ég get ekki að því gert, að mér sárnar að sjá aldrað- ar mæðr sitja og gráta í hvert sinn, sem póstr kemr, af því að fá ekkert að frétta um hörn sín og aðra ástvini, sem fluttir eru vestr; og ég trúi ekki öðru, en að landar vorir vestra mundu vikna við sömu sjón. Það hefir oft vérið sagt við mig her á landi, að fyrr mætti nú vera aumt í Canada, en að fólk ekki gæti sparað 20 aura svo sem tvisvar á ári til þess að kaupa frí- merki á hréf til vina sinna heima. Það er eins og menn hvorki geti né vil.i skilja,að það sé annað en fátæktin, sem hindrar Yestr-íslendinga frá því að lofa vinum hér að vita af sér. íslenzkar vinnukonur, sem hafu frá 30—60 kr. og stundum meira kaup um hvern mánuð, ættu þó sannarlega að geta sparað 5 cts. tvisvar á ári undir frímerki á bréf til íslands; sama er að segja um einhleypa menn, sem vinna fyrir S1,75 á dag í 7—8 mánuði af árinu, og sama er að segja um fjöl- skyldufeðr, þótt þeir hali fyrir mörgum að sjá. Ég þekki enga Islendinga vestra, sem ekki geta staðizt þann kostnað, sem slíkar hréfaskriftir hafa í för með sér. Ég vil því leyfa mér að árninna ís- lendinga í Canada mjög alvarlega um það, að gleyma ekki ættingjum og vin- um, sem eftir eru á íslandi, og að mæl- ast til þess að þeirsýni þeim þann vel- vilja og þá virðingu, að lofa þeim að sjá línur frá sér við og við, og ég vona að þér, herra ritstj., leggið yðar með- mæli til þess að fá þessu framgengt. Ég hefi verið beðinn að segja álit mitt um ástandið á íslandi, eins og það nú kemr mér fyrir sjónir, og að minna Vestr-íslendinga á það.að Austr íslendingar eiga hér við þröngan kost að húa í ár. Það fyrsta, sem ég færi því til sönnnnar, að umkvartanir manna í þessu efni síu á rökum hygð- ar, er grasbrestrinn mikli á síðasfliðnu sumri. Að vísu munu úthey hafa ver ið nær meðallagi að [vöxturn í flestum eða að minsta kosti í mörgum sveitum landsins, en töðubrestr var svo mikill að tæpast var meira enn það hálfa af þeirri heytegund hjá hændum við það sem fæst í vanalegu meðalári, svo að bæiulr neyddust til að skera að jafnaði um og sumstaðar yfir 2 nautgripi á bæ hverjum. Þetta er mjög tilfinnanlegt fyrir öllum þeim, sem ekki höfðu áðr stor mjólkrhú; og óhœtt er að fullyrða, að bændr gera sér það ekki að leik að skera af heyjum, þegar annars er nokk- ur kostr. Hér norðrundan, í Þingeyjar og Múlasýslum, er mér sagt að sumir hændr hafi jafnvel skorið sauðfé af hevjum um og eftir nýárið. Ið ann- að atriði, sem umkvartanir hænda styðjast við, er það, að sauðfjársalan brást bændum algerlega í haust. Að vísu sendu in ýmsu pöntunarfélög og einstöku prívatmenn nokkuð afsauð- fé til Englands í haust, en það seld- ist upp til hópa fyrir lítið meira en hálfvirði mótl því sem verið hefir á undanförnum árum, og alment telja menn, sem ég hefi talað við, að það sé í rauninni tap að þurfa að farga fé fyrir það verð, sem það seldist á síðastl. hausti. Það væri nú að sönnu máske ekki svo tilfinnanlegt þítt fjár- salan hrygðist á síðastl. ári, efnokkur von væri fyrir því, að verðið hækk- aði á næsta, öðru eða þriðja ári hér frá. En það er ekki því að fagna, fólk hefir, eftir öllu núverandi útliti, enga von um slíkt, þó það máske kunni að lagast nokkuð. En eins og nú stendr er ekki annað sjáanlegt, en að hér með sé kipt burt inum eina aðalatvinnuvegi landsmanna, og þeirri inntektar von, sem honum er sam- fara. Það má nú auðvitað segja, að fólk geti tekið upp gamla siðinn, að leggja féð inn í verzlanir til kaupmanna og skera meira handa heimilum sínum, en þeir hafa gert í mörg undanfarin ár, og þar með mínka kornkaupin. En þó þetta só nú satt, þá er þess að gæta, að fólk er nokkuð seinfært að hreyta lífernisháttum sínum svona í flughasti, og þó það taki upp gamla siðu, þá er það jafn peningalaust eft- ir sem áðr, því kaupmenn halda mjög fast í þá, og á síðastl. ári veit ég til, að þeir hafa neitað um pen- inga mönnum, sem áttu allstórar upp- hæðir til góða í verzlun þeirra. Al- ment halda bændr því fram, að þeir sjái ekki þeim verði mögulegt að horga in opinheru gjöld í peningum eins og nú standa sakir þeirra. Flest- ir bændr eru skuldum vafðir og geta ekki greitt þær í gjaldaga. Það eru engir peningar i landinu. — Ið þriðia atriði, sem hændr kvarta sárt yfir, er verzlunarástandið. Oll þeirra vara er í ákaflega lágu verði, en útlenda var- an í háu verði. Ég?er nú þessu ekki svo kunnugr, að ég þori neitt um það að segja með vissu, en mjög greinda og gamla menn hefi ég lieyrt lialda því fram, að verzlunin á Islandi muni rní vera í eins hágu ástandi, eins og hún liafi nokkurn tíma verið á þess- ari öld, og er þá langt til leitað. Umkvartanirnar eru þessar: Að land- búnaðrinn og verzlunarástandið sé svo voðalegt hér á landi, að menn sjá hér enga framtíð fyrir höndum. Umskifti þau sem hafa orðið á hög- um manna hér á síðastl. þrem árum, eru í sannleika stórkostleg. Þá höfðu menn gnægð af gulli, nú flnst ekki peningr í landinu, né möguleiki til að afla þeirra. Af þessu leiðir það, að mesti fjöldi fólks vill flytja úr landi, og ég hefi orðið þess áþreifan- lega var, að það er enginn hörgull á lánþiggjendum þegar utn fargjald til Canada er að ræða. AYER’S PILLS eru settar svo saman að þær verði aS al- mennu gngni og eigi við breytileg tilfelli. Þær eru gervar af hreinustu jurta-efnum, Þær eru þaktar þunnri sykrskorpu, sem bráðnar fijött í maganum; varðveitir hún lyfjakraft þeirra, en gerir þær jafnframt ljúffengar inntöku gömlum sem ungum. Sem lyf við harðlífi, meltingarleysi, gall- sýki, höfuðþyngslum og almennum las- laflc í matannm, llfrinni og inn- jnnnum, svo og til að stöðva köldu og hitasóttir, má segja það um Aytr’s Pills, að þær eru beztar. í þvi eru Ayer’s Pills ólíkar öðrum hreiusunar lyfjuin, að þær styrkja líffærin sem þær veaka á og kemr þeim í eðlilegt lag. Lækoar viðhafa þær hvervetna. Þrátt fyrir ákullega i-amkepni h tfa þær jafnan halpið almenningshylli sem heimilis- lyf, og eykst útbreiðsla þeirra sífelt. Þær fást bæði í glerílátum og í öskjum, og hvort heldr til heimillsþarfa e'Ka á ferða- lagi, taka Ayer’s Pills hverju öðru lyfi fram. Hefirðu nokkru sinni reynt þær ? AYER’S PILLS tilbúiiar af Dr.J. C. Ayer & Co., Lowell, Mass. Seldar í hverri lyfjabuð. Hrer inntaka verkar H. CHABOT Importer of Wines, L.iqnora and Cigars. 477 MAIN STR. Bíðr almenningi að heimsækja sig í hinu nýja plássi.og skoða hinar miklu vörubirgðir, og spvrja um prisa sem eru hinir lægstu Bréflegar orders afgreiddar fljótt og skilvíslega. lanr Ferry’s1 Seeds and reap a rich , harveRt. They are alwaye rellable alwayy in demand, always the best _ fFERRY’S SEED ANNUALl For I MH.I Is Invaluahle to every Planter. I His an encyclopedla ot the latest farmlna r iuformatton from the hlahest authoritiea. f ‘ . „ Maiietl Free. ’ .1). M. FERRY/ , fc co. WINDS0R,. _ Ont. PÓSTFLUTNIN GAR Góðverk væri það nú sannarlegt, ef ísl. í Canada, og ég vil segja í Vestrheimi, vildu minn ist vina sinna og ættingja hér heima, og senda þeim fé svo sem þeir mega frekast missa til þess að komast vestr. Oft liefir verið þörf fyrir slíka hjálp, en nú er það sannarleg nauðsyn. Vinnukon- urnar íslenzku vestra, sem af reynsl- unni þekkja mismuninn á vinnu og kaupgjaldi á íslandi og í Canada, þær ættu nú að taka sig til og rétta ælt- ingjum hjálparhönd; -margar þeirra geta það. Einhleypir daglaunamenn, sem hafa næga atvinnu vestra og gott kaop, gætu líka margir hverjir hjálp- að ættingjuBi sínum, sein hér eru, en siirþrá að komast vestr. Spurs- TNNSIGLUÐUM TIUOÐUM, stýlufl- Aum til Postmest r GencTsl, verðr tekið við 5 Ottswa til Uádegis föstudng 12. Mhí uæstn, urn flutuing á póstsendingum Hennar IlátignHr eftir sHinningum fyrir fjögra áratíma, um sérliverja af eftir- fyigjandl leiðum, frá 1. Júlí næsta. Mili Gonor og jnrnbrautarstöflva tvisv- ar í viku, áætluð vegalengd 3% rnílur. PlGEON LAKE Og WlNNIPEG, UIU 8t. Francois Xavier, Headingly, 8t..Charles og 8t. James, tvísvar í viku. Aætluð vegalengd 25 mílur. Sei.kirk og Winnipeg, um Lower Fort Garry, St. Aodrews, Parkdale, Middle Church og Kildonan, þrisvar á viku. Áætluð vegalengd mílur. Prentuð blöð með frekari skýring- um um skilyrMu við þessa fyrirhuguðu samninga má sjá á pósthúsimum á hverri þessari póstleið fyrir sig og hér á skrif- stofunni, og ásömu stöðum má fé eyðu- blöð undir tilboð. Post Ofllce Inspector’s Offlce, > Winnipeg, 31. Marz 1893. ) W. W. MoLeod Post Offlce Impector. Radig*er & Co. Víiifanga og vindla-salar 513 Hiain Str. Allskonar tegnndir af Vindlum með innkaupsverði. - -■ < Mm m ii ii ii«i i j DR. WOOD’S iNorway Pine j Syrup. 2 Rich in the lunjj-healing: virtues ofthe Pine 3 combined with the soothinp and expectorant properties of other pectoral herbs and barks. A PERFECT CURE FQR COUGHS AND CCLDS I Hoarseness, Asthraa. Bronchitis, Sore Throat, | Croup and all THROAT, BRONCHIALand I LUNG DISEASES. Obstinate coughs which resist other remedies yield promptly to this j pleasant piny symp. »*«/OE ^80. ANO 800. RRR BOTTLÆm

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.