Heimskringla - 05.08.1893, Page 1
Heimskringla.
yil. AR. WINNIPEG, MAN., 5. AGUST 1893. NR. 44.
Carley Bro’s.
45S IVIAIIV STR.
[Beixt a móti posthusinu.]
---®----
BÚÐ VOR ER NAFNKUNN FYRIR AÐ HAFA ÞÆKMESTU. ÓDÝR-
USTU OG BEZTU BIRGÐIR AF KARLMANNA FATNAÐI OG
OLLU ÞAR TIL HEYRANDI, SEM TlL ERU FYRIR VESTAN
LAKE SUPERIOR.
Það er án efa mikill kostr, er þeir verða aðnjótandi, sem verzla við
oss, að við búum til vor vor eigin fot, þar af leiðandi getum vór selt yðr
eins ódýrt og sumir verzlunarmenn kaupa vörurnar fyrir. Annar kostr
er það, að vér ábyrgjumst öll föt keypt hjá oss og ef þér eruð ekki ánægðir
með þau, þá getið þér skilað þeim aftr og fengið yðar pcninga. Vér get-
um selt yðr föt fyrú- $5, og upp til $30, sem mundi kosta yðr helmingi
meira hjá skraddara.
Og svo höfuiu vór Mr. J. Skaptason, sem er vel þekktr á meðal fs-
lendinga fvrir ráðvendni og lipurð í viðskiftum, og getr talað við yðr
á yðar eigin hljómfagra máli. Vér seljum allt, sem karlmenn brúka til
fatnaðar, nema skó.
Carley Bro’s.
Auka-fundr
hluthafa í prcntfélagi Heimskringlu
(The Heimskringla Prtg. & Publ. Co.)
verðr haldinn kl. 8 síðd. föstudaginn
18. þ. m. í llcimskringlu-húsinti, 053
McWilliam Str., í Winnipeg; mun
stjómamefndin þar leggja fram ýms-
ar þýðingarmiklar skýrslur og tillög-
ur, og er því æskilegt og áríðandi að
sem flestir hluthafar mæti eða mæta
l.íti.
Winnipeg, 1. Ágúst 1803.
The Heimskringla Prtg. & Puhl. Co.,
JÓN ÓUAFSSON
President.
1
Island.
Ijig : Þú bldfjalla geimur.
Nú andi vor lyftir sjer austur um geim
að æskunnar dým stöðvum sínum.
Vjer hugsum svo margsinnis, móðir,
til þín heirn.
Nú meðtak hjartans óð frá börnum
þínum.
Er hverfur í vestrinu himinsins bál
og hljóðleikinn signir kveldin fögur,
þá stígur þú upp fyrir okkarri sál
með æskuleik og móðurbros og sögur.
Og göngum vér fagnaðar fund nokk-
úm á
og festum þau heit, sem kappar duga,
þá rís þú upp sólbjört með reynslu-
svip á brá
og rausn og tign og dýrð í voram
huga.
Já, því er svo varið, þú átt okkur enn,
og ekkert mun hjörtun frá þér skilja.
Þú átt þessa brottfömu íslenzku menn
ineð ást og von og þor og trú og vilja.
Sit hcil með þinn fslenzka hátíða-fald
og hugdirfsku syng í brjóstin ungu.
Sit heil með þitt fjölbreytta fornrúna
. spjald
og fagran óð og vora dýru tungu.
Er Zefýrinn flýgur um lirðina inn,
lmnn frelsisins öldum velti þungum.
Og þegar hann leikur þér kátur um
kinn,
þig kyssi’ hann frá oss, gömlum bæði’
og ungiun.
Eixar IIjörleifsson.
Canada.
Lag : Norður við heimskaut.
Canada, hafvíða, heimkunna veldi,
holt er þér baðið í nútímans laug;
glóir af framsóknar umbrota-eldi
upptendrað lífsmagn í sérhverri taug.
Ekkert á skylt við þig tálið ogtjónið,
traust er þitt lifandi ráðsnildar-orð;
undrandi stara’ á þig örninn og ljónið,
alblómguð, sólföðmuð vestræna storð!
Æskunnai' fjör °S þinn armur er
sterkur,
eirðarlaus starfsbreyting vermir þitt
blóð;
syug.jandi ðmar um iðgrænar merkur
eiipvéla-Hugig þfn bezt kveðnu ljóð.
Margt vilt þ^ útlcnduin einstæðing
kenna,
ei er Þín kor|sluhók sjálfbirgings hól,
en hún er rituð með úrst.íða penna,
andinn og lífið er himinsins sól.
Saga þín skrifast 0i sverðseggjum
rauðuni,
sæind þín ei styðst við neinn morð.
v°pna-fans,
faðnnnn þú breiðir mót fátæka mans
nauðuny
frá Ur ei hrindirðu lífsvonuni ilans
Brúaðu geigvæna, geysandi strauma,
greiddu þess braut, scm að afturför
dróst,
sveifln burt liúmmyndum hjartveikra
drauma;
heilnainia sjálfsþróun lcgg oss í brjóst.
Kristixn Stefansson
l/esfur- / sSendingar.
Lag: Gnoð úr h.rji skrautleg skrcið.
Vestur yfir ver ég fór,
vandi er mér á höndum stór,
hér að setja Frosta far
fermt á bak við slíéa i mar,
fermt á yðar fósturstorð,
fermt með dýr og guðleg orð,
fermt af yðar móðurmund,
menn og fljóð, á vonar stund.
Súð mín skreið við svalan vind,
sólin skein á Snjófells tind,
söng í lofti sálar þor,
sá jeg aldrei fegra vor.
Heyr nú, vaska Vesturþjóð,
vak og nem mfn hjartaljóð,—
Ijóð við liinstu lands þíns sýn
land og saga kvað til þín :
„Vestur leiði byrinn beinn,
Braga gamli kertasveinn !
bind þú hátt við húna tröf,
henndu snjallt fyrir vestan höf:
Ileyr, þú vaska Vesturþjóð,
vak og nem mín hjartaljóð ;
eyjan þín fyrir austan ver
ástarkveðju sendir þér.
„Farðu vel, þó firrist mig,
föstum armi spenni’ eg þig,
þó að mæði mein og sær
móðurástin til þín nær.
Er ég kölluð örm og snauð ?
áttu land með gullinn auð ?
Það er sama, þér ég gef
það sem dýrast til ég hef.
Fyrst og seinast frjálsa sál,
frægðarorð og guðlegt mál,
trúar-óð og ástar-bál,
orku-járn og vilja-stál.
Tak þú við í anda óðs
erfidropum þess manns blóðs,
einfættur sem akra lót,
auðnir bvggði’, og þó ei grét.
„Heimalningsins hornungs-mál
hata ég með lífi’ og sál ;
Koinið, farið frjálsa slóð,
fari’ um leið mitt dauðablóð !
Far, ef vilt, og findu nægð ;
far, ef vilt, en mína frægð,
sólar-ljóð og sögufull
seldú ei þó bjóðist gull!
„Geym minn sóma, ver mín von,
Vesturheimsins frónski son;
Vínlands fóstra, milda mey,
móður þinni gleymdú ei;
furðustranda fagra barn
fljetta krans um Islands hjarn ;
send mér þegar særinn frýs
sólarbros frá Paradís!“
Kæra, frjálsa, frónska þjóð,
fósturjörðin kvað þau ljóð!
nemið, nemið orð mín ör ;
upp með líf og sálar-fjör!
Blcssi drottinn Braga-þjóð,
blessi drottinn menn og fljóð.
Bindi eining, andi, sál
alt, sem talar snælenzkt mál!
Matth*. Jochumssn.
Bandaríkin.
Lag : Ilvað er svo glatt.
Ó Franklíns þjóð í Leifs ins hepna
landi,
þitt lof skal hljóma’ í dag í vorum óð;
þitt frægðardæmi’ og frjálsi mann-
dóms andi
varð frækorn endurreisnar vorri þjóð;
því hvérri þjóð, er svift var sínu
frelsi,
þín saga mælir snjallmál livatar-orð,
sem veita dáð og dug að brjóta helsi,
úr dróma reka sína feðra-storð.
í menta-listum árs og friðar flestum
þú fremst nú stendur lmetti vorum á.
í ár þú sýnir allra þjóða gestum
þá undra-mynd, sem heimur fyr ei sá.
Já, þú ert einna yngst í töluþjóða,
þig æsku prýðir fjör og svipur hreinn,
Þú meydrotning með vangann rósar-
i’jóða,
þín rennir ásthug til hver hugfrjáls
sveinn.
Þú fagra land með fljóta þunga
strauma,
þú fagra land með jötunheima tröll,
þú fagra land með frumskóganna
draurna,
þú fagra land með risavaxin fjöll,
þú fagra land með foi'sa’ í heimi
stærsta,
þú fagra land með gulls og silfurs auð,
þú fagra land með framtíð vonar-
glæsta,
þú fagra land með livers manns dag-
legt brauð.
Þú fagra lr.nd með fegurst vötn í heimi
þú frjiílsa þjóð með liugfrelsisins þor,
þú bezta þjóð í guðs þeim víða geimi,
til gæfu leiði drottinn livert þitt spor;
þú ber á herðum heimsins framtíð alla,
þú hugumstóra, andans frjálsa þjóð,
þú lætur heimsins fomu afgoð falla,
en frá þér strcymir nýtt um heiminn
blóð.
Já, þú ert ung og ærslasöm, en fögur,
þú unga þjóð með sögufrægan örn ;
þú átt ei fomar fyrri alda sögur;
þín frægðarvcrk eru’ aldar vorrar
bcirn.
Þinn andi glæðist heims í hverju landi,
þinn liróður ómi’ um bygðir manna
geims.
Og lifi frelsi’ og lifi manndóms andi,
og lifi Bandaríki Vesturheims !
Jóx Ólafsson.
r
Islendingadagrinn
rann upp með þungbúnu og skýjuðu
lofti eftir þrurnur og eldingar með
litlu regnsáldri fyrirfarandi nótt.
Jarðvegrinn var þó þurr og hreinn,
þrátt fyrir örlitla skúr aftr um morg-
uninn. Jörðin Var svo þur og gljúp
undir, að þess gætt.i eigi. Aðsóknin
var því fremr clræni fyrstu tvær
klukkustundirnar, en um kl. 11 var
farið að fjölga talsvert, enda skein
þá sólin í alheiði, og það var fyrirsjá-
anlegt, að vér mundum fá inn fegrsta
og veðrblíðasta dag.
Um og eftir hádegið fór fólks-
straumrinn að velta inn í sýningar-
garðinn, þar sem samkóman var, og
liver lestin af rafmagnsvögnuiuim
þusti að á eftir annari allilaðin fólki.
Þegar eittlivað liálft annað þúsund
manna fylti setpallana fram undan
ræðustólnum kl. 2|, þá var það víst
allra manna mál, að hvorki lieima né
hérlendis liefði nokkru sinni sézt jafn
vasklegr, prúðmannlegr og mannvæn-
legr liópr Islendinga saman kominn
í einu.
Ræðumar og kvæðin, sem haldin
voru samkvæmt áðr birtri áætlun,
birtast í blöðunuin Hkr. og Lögb.,
og þarf þvi ekki um það að fjölyrða.
Hoi’nleikaraflokkrinn ,skandínaviski‘
(íslenzki og sænski) undir forustu Mr.
II. Oddsens skemti vel um daginn.
Mr. Ocldson stýrði og söng söngflokks-
ins, sem skemti þennan dag, og fór
það alt piýðisvel úr hendi.
íþróttir vóru framdar svo sem til
stóð, og er skýrt. á öðrum stað frá á-
rangri þeirra. Aflraun á kaðli varð
að fresta fyrir tímans sakir. Dans
byrjaði um kl. 71 og liélzt til kl. 101
eða liðl. það, að forseti sagði sam-
komunni slitið.
Æðimargir enskir menn komu út
um daginn í garðinn, bæði karlar og
konur (nokkrar), alt háttprútt fólk og
nokkrii- heldri borgarar þará meðal.
Alt fór fram mcð inni mestu siðprýði
þennan dag frá upphafi til enda, og
mun það almanna-rómr, að aldrei
hafi jafn-vel farið alt að öllu samtöldu
á Islendingadaginn, og að þessi hafi
verið sá bezti sem cnn hefir haldinn
verið.
Meðal gesta aðkominna þennan dag
vóru þeir lögfræðingarnir Mr. Brynj-
ólfsson og Mr. D. Laxdal frá N. Dak.
Þcir vóru ’báðir kallaðir fram af á-
heyrendunum eftir að ákveðnu ræð-
unum var lokið. Mæltu þeir báðir
til fólksins stutta i-æðu hvor, báðir á
enslta tungu, og á ið heiðraða blað
Lögberg nú nýtt verkefni fyrir hendi
að svívirða þá herra duglega fyrir
fordild þeirra og fyrirlitning á móðr-
m di sínu (sbr. greinina um Mr. B.
Skúlason í því virðulega|málgagni).
Herra Ámi Friðriksson, forseti
dagsins, stýrði samkomunni með al-
kunnri lipurð sinni og snyrtimensku.
Það má og óhætt segja, að aldrei hafi
annar maðr þarfari verið í forstöðu-
nefnd dagsins að allri fyrirhyggju og
starfsemi.
— Meðal heldri manna, sem boðið
var upp á pallinn til foi-stöðunefndar-
innar, voru þeir lierrar S. Eymunds-
son bóksali og Allanlinu-agent, M.
Brynjólfsson og D. Laxdal, lögfræð-
ingar frá N. D., og fyrv. alþm. Þórðr
Magnússon frá Hattardal.
Island.
(Ágrip af ræðu Jóns Ólafssonar).
Heiðruðu tilheyrendr,
kæru löndur og landar !
Það er gamall siðr sumra ræðu-
manna á íslenzkum sainkomum hér í
Winnipeg, þegar þeir hafa undirbúið
sig lengi undir ræðu, að byrja á að
afsaka sig fyrir, hvað þeir sé óvið-
búnir, og svo að slúðra dálítið út í
geiminn að upphafi ræðunnar til að
eygja tímann.
1
r
Eg hefi alt af verið og er enn tor-
næmr á fyrri siðinn, af því að ég tala
œvinlega óundirbúinn og læt ráðast,
hvað mér kann að detta í hug, ef
mér getr þá nokkuð dottið í hug.
En á hitt er ég auðnæmr, að slúðra
— og það vona ég að fólkið fyrirgefi
mér, og það fyrir þá sölc að ég þykist
eiga það skilið í dag. Því að þó að
því kunni að leiðast hjá mér slúðrið
þá vona ég að það minnist þess, hvað
mikið það á mér sérstaklega að
þakka þennan dag, en það er þetta
blessað góðviðrissólskin, sem nú
gleðr okkr öll þrátt fyrir dynjandi
þrumurnar og eldingarnar og rign-
ingarúðann í nótt og þungbúnu ský-
in, sem héngu svo vofeifleg í lofti yfir
okkr í morgun.
Ykkr þvkir ef til vill undarlegt
að heyra, að það sé mér að þakka.
En það er nú svo samt. Þið vitið
öll með hverjum fæðingarhríðum in
fjölmenna nefnd fæddist, sem staðið
hefir fyrir undirbúningi þessa dags.
Hún hafði mildð að gera, og skipaði
allan.þann urmul af undirnefndum,
sem henni gat hugkvæmzt, þangað
til að verkahringarnir vóru orðnir svo
flóknir og fjölbreyttir, að engin nefnd
vissi glögt, hvað hún átti að gera
eða ógjört láta. Og undirnefndirnar
lÞldu ótal fundi og aðalnefndin fund
eftir fund, og svo þegar við gengum
út af síðasta fundi mundi ég fyrst
eftir því, að aðalnefndinni hafði alveg
gleymzt að skipa eina nefnd, og það
þá þýðinganncstu.
Það hafði alveg gle\unzt að skipa
veðr-nefnd. Eg hafði orð á þessu
við forseta þessa dags, eins og ég vei^
hann man, þegar við gengum út af
síðasta nefndarfundi. En það var of
seint.
Eg er ávalt verkviljugr þegar uiii
þennan dag er að ræða, svo að ég
skipaði sjálfan migeinan i veðrnefnd.
Og þegar fór að þruma og rigna í
nótt, vaknaði ég kl. 2r og sofnaði
ekki fyrri en kl. 5 í morgun, og á
þeim tíma fór ég tvisvar upp úr rúm-
inu og út á svalpallinn til að „biðja
um gott veðr“.
0g nú vona ég þið jhafið það til
marks um, hvað góðr maðr ég er, hve
góða bænheyrslu ég hefi fengið, og
hvað dyggilega ég hefi unnið í veðr-
nefndinni. '
' Jæja, kæru landar og löndur. Af
öllum ræðumönnum hér í dag hefi ég
þyngsta og þó ljúfasta verkið, vanda
samasta og þó léttasta, óþakklátasta
og þó þakklátastii verkið.
Ekkert umtíilsefni er jafn útslitið á
íslenzkum hátíðis-samkomum, um
ekkert er jafn-ómögulegt að segja
nokkuð, sem ekki liafi verið sagt þús-
und sinnum áðr, og sjálfsagt sagt þús-
und sinnum betr svo oft og oft áðr.
Og það er aldrei þakklátt verk að
hafa upp í þúsundasta-og-fyrsta sinni
það sama sem heíir hljómað með þús-
und tilbrevtingum í eyrum manna
áðr. Því er það vandaverk, örðugt
og óþakklátt, að mæla fyrir minni
Islands.
En þrátt fyrir þetta, þá er annað
aftr, sem gerir verkið létt, ljúft og
þakklátt. Það er þetta: að svo lengi
að ástin er sönn ást, þá er liún síung
og blind.
Ástríkum syni er jafnljúft að kyssa
hana móðr sína sextugaeins og hon-
um var það þegar hún var um tví-
tugt og liann var kjöltubamið hennar.
Hann sér engin lýti á henni fyrir
lirukkur og hærar eilinnar.
Móðurnafnið er alt af jafn-dýrt;
það slitnar ekki með árunum. Mér
er nær að halda að hljómr þess orðs
verði æ kærri og kærri eftir því sem
það er oftar og lengr um hönd liaft.
Alveg eins með ísland, ættjörðina
okkar, móðr olckar. Gömlu tilfinn-
ingarnar fyrir henni era sífelt nýar í
brjóstum okkar. Þótt því orðin í sjálfu
sér verði dauf hjá mér, þegar ég á að
minnast fóstrjarðarinnar í dag, — þó
að ég nái ekki nema lágum tónum og
algengum og tilbreitingarlitlum, þá
er sú bót í m&li, að þið eigið öll í
brjóst ykkar þann streng, sem berg-
málar tóninn með fegra og tjölbreytt-
ara liljómi; það er ættjarðarástarinn-
ar hjartastrengr, sem titrar svo blítt
og viðkvæmt og þó svo hvelt og skært
í liverju íslenzku brjósti — og aldrei
skærara en í útlegðmni, þar sem íjar-
lægðin leggr yfir hann sinn angr-
blíða saknaðarblæ.
Ég vildi óska á þcssari stund, að
ég væri málari—kynni að mála með
orðum, þótt ekki væri neitt vandað
eða íburðarmikið listavcrk—þessþaif
ekki; að eins fáir, einfaldir, óbrotnir
umgjörðardrættir mættu nægja.
Þá Skyldi ég biðja ykkr að fylgja
mér í anda heim í hvamminn í lieið-
inni til smalans, eða út á lognsléttan
sjóinn til fiskibátsins, sem heldr hlað-
inn-heim að landi. Eða ég bæði yðr
að hverfa með mér á fögrum vormorni
upp á fjallbrúnina innan við dalbotn-
inn og lítíi með mér út yttr fjðrðinn;
sjá þokubreiðuna þykka sem liaf, svo
að sjórinn sýnist standa í miðjum
lilíðum í fjöllunum, unz þokunni
smá-lyftir af, og við sjáum út yfir
spegilfagran, víkóttan fjörðinn, sjáum
iðgræn túnin og reykjarstrókana
leggja lóðrétt í loft upp af bayunum.
Þið kannizt við myndina, og fieiri
gæti ég dregið upp líkar. En það
cr eitthvað í hálsinum á mér, sem
gerir mér þungt um málið, en það
fer svo fleirum íslendingrun; ég veit
aðfáirafoss geta óviknandi vakið
UPP fyTÍi’ sér þessar myndir frá ætt-
jörðu okkarri, þar sem hvert holt og
hæð, hver lækr og laut, hver flúð og
fell, hver ás og álfahóll, hver dæld og
hver dvergasteinn á sína þjóðsögu,
sína æskuminning, sína gleði eða
raunaminning, en allar hjartfólgnar
nú; og allir—a 11 i r eigum vér óþrot-
lega fjársjóðu af þessum minningnm.
Að vísu Iiafa sumir af yðr, sem hing-
að hafa komið blásnauðir, ef til vill
á annara kostnað, ef til vill scndir
hingað af sveitarfélögunum heima,—
að vísu hafa sumir af yðr án efa átt
við sorg og basl og bágindi að búa
l'einia, við óblíða náttúru, kaldlyndi
manna og lánleysi. En alt um það :
það þori ég að fullyrða, að enginn er
sá, sem ekki eigi þó innan um minn-
ingar um yndis og ánægju stundir
líka írá gamla landinu, um sólskins-
bletti í heiði hér og þar; en tímans
milda líknarhönd er með þeirri nátt-
úru, að hún vefr vort liðna mótlæti í
f ja rlægðannóðu há 1 fgleymskunnar
yzt við hverfandi brún sjóndeildar-
hringsins á landi minninganna; en á
yndisstundimar varpar hún sínufn
fegrandi sólbjarma.
„Já, ver elskum ísafoldu“, minn-
inganna fóstrland. Vér elskum forn-
öld þess með sínum fögru frægðar-
dæmum og þeirri göf’ugu arfleifð, styn
hún heíir gefið oss. Vér elskum all-
ir niinninganna land, sem skáldin
okkar kveða svo ol't um, En af öllu
því, sem um ísland hefir sagt o<r
kveðið verið, eru það tvö vísuorð ein
eftir eitt af vorum beztu yngri skáld-
um, sem mér renna sérstaklega í hug
nú — ekki fyrir það, að ekki liattaðr-
ir kveðið eins vel eða betr eða fagr-
legar, ef til vill, heldr fyrir það, að
þau lýsa, að mér finst, betr en alt
fíoM Baking
U5J*]powder
The onty pure Cream of tarter Potvder. engin ammonia ekkert Alum.
Brúkað af millíónum mauna. 40 ára á markaðnúm.