Heimskringla - 05.08.1893, Qupperneq 2
2
HEIMSKRINGLA 5. ÁGTJST 1893.
Það eru
minn,
„Ég elska þig ba?ði sexn
annað, cðli minnar ættjarðarástar,
þeirrar ættjarðarástar, sem ég vildi
að væri vor allra, og ég vona að ein-
mitt hún sé vor allra.
þessiorð eftir fjarlægan vin
skáldið Hannes Hafstein:
móður og
mey
sem möyur og íslenzkur drengur“
Einmitt svona elska ég ísland:
sem sonr elskar móðr, og jafnframt
eins og yngissveinn fríða og æsku-
rjóða unnustu.
Veit ég það, að þjóðin er talin, og
er óneitanlega í mörgu á oftir tíman
um, stendr 1 sumu á baki annara
þjóða í samtíð vorri. En livers er
von eftir margra alda frelsisrán og
miðaldamyrkrs hörmungar? Því er
haldið fram af sumum, að ísland sé
alt af „að i)lása upp“, bæði líkam-
lega og andlega, bæði dauða náttúr-
an og þjóðlífið. Ég minnist þessa
ekki í ámælis-skyni við þann eða þá
sem þessu halda frain ; það er þcirra
sannfæring, þeirra sjón á samtíðinni,
án efa sprottin af ást til sinnar þjóðar,
þeirri ást, sem lætr þeim sáma svo
mjög og vaxa í augum það, sem að
cr.
En þessi sjón er missjón; um það
er ég sannfærðr.
Blindr væri sá að vísu, sem neitaði
landsins uppblæstri. En reynslan og
þek-king vor á öfluin nátturunnftr
kenna oss og, að hún liefir líka sjálf
græðandi eðli, seni með tímans töfra'
krafti græðir nýtt líf og nýjan gróðr
upp af uppblasnum urðum og flög-
um. Náttóran leysir upp harða
klettana og gerir efni þeirra að jarð-
vegi á ný, jarðvegi nýs gróðrs. Og
þannig breytir samvinna mannsins
og náttúrunnar í bókstaflegum skiln-
ingi að lokum steinum í brauð.
En hitt segi ég sé missjón á sam-
tíðar þjóðlífi vom, að segjaað ísland
sé að blásíi upp í andlegu tilliti. Við
höfum sætt sömu forlögum sem aðrar
fleiri þjóðir, sem hafa átt klassíska
fornöld, að vér höfum glatað frelsinu
fyrst og svo mentuninni og veltst
niðr í ómensku og myrkr miðalda-
tímabils. Slíkum þjóðum fer svo, að
það verðr langsöm endrreisnin.
Sjáið Grikki! Sj iið ítali! Eru þeir
ekki sem þjóðir að mörgu leyti eins
aftarlega. enn í dag eins og vér ís-
lendingar, þrátt fyrir það að þeir
bvggja ein með iæztu löndum heims-
ins, en vér byggum iiróstugan út-
skaga afskorinn samgöngustraumi
heimsins að miklu leyti? Eru þeir
ekki aftar en vér enn í dag í eigi
allfáum atriðum? Er ekki munrinn
milli innar glæsilegu gullaldar for-
tíðarinnar og samtíðar-ástandsins
margfalt, margfalt stærri hjá þessum
þjóðum en hjá oss ?
Það sem vér stöndum nú tiltölulega
aftast í nú í dag í samanburði við
aðrar þjóðir, eru þess kyns fyrirtæki,
sem þurfa auðmagn til framkvæmda.
Fátæktin er vor þyngsti hlekkr, en
þjóðarinnar synd er það ekki, þótt
land vort sé hart og hrjóstugt. Þó
að vér hefðum gotað gert margt betr,
en vér höfum enn gert, þá höfum vér
gert eins mikið að tiltölu, ef rétt er
litið á allar ástæður, eins aðrar þjóðir
yflr höfuð, sem sanngimi er í að bera
saman við oss.
En lftum vér til andans mentunar,
þá þurfum vér ekki að bera kinnroða
fyrir neinni þjóð, og ekki heldr þurf-
um vér að bera kinnroða af saman-
burði við sjálfa oss fyrri á tímum.
Þegar vcr allslausir reistum bú fyr-
ir 18—19 árum, þá var það almenn
trú þeirra, sem þangað tilhöfðu
stjómað oss,að vérværum börn, ófærir
til að fara með efni vor. Af því fé,
sem vér áttum í höndum Danastjóm-
ar þá, fáum vér aðeins lftinn hlut
vaxta, og því var ekki einu sinni
slept við oss til frjálsra umráða, heldr
gerði stjómin sig að ævarandi fjár-
haldsmanni vomm að því er það
snerti. Spá hennar, og spá inna
vantrúuðu uppblástrsmanna af vorum
eigin þjóðflokki var sú, að vér mund-
um „fara á hausinn“ á fám ámm. Nú
emm vér eina landið í heimi, sem
engir ríkisskuldir hefir, og höfum
lagt upp á aðra miljón króna, jafn-
framt því sem vór hiifum margfaldað
útgjöhl landsins og lagt ógrynni fjár
til lfkamlegra og andlcgra framfara-
fyrirtækja.
Þíið er ekki réttlátt að blína ein-
göngu á, hvað mikið vér eigum ógert;
vér höfum líka rétt til að benda á,
hvar vér stóðum fyrir nokkru síðan,
og hvað vér höfum unnið og afrekað
in síðari ár. Vorir nýju og endrbættu
skólar, vor miklu árlegu framliig til
mentamála, vor nýja læknaskipun,
vegabætr þær inar miklu og brúa-
gerðir, sem árlega er verið að vinna
að, gufuskipaferðir umhverfis landið
framlag til atvinnubóta til sjós
og lands, búnaðarskólar og sjómanna-
skólar, bindindisstarfið, endrbætt lög-
gjöf í nærfolt öllum greinum í betri,
mannúðlegri og réttvísari átt — alt
þetta cru afreksverk, sem læra vott
um alt annað en andlegan uppblástr.
Á engri öld síðan ísland bygðist
hefir mentun almennings staðið jafn-
hátt sem nú; aldrei hefir sviplíkt gei4
verið sem nú til að efla fróðleik og
mentun; aldrei höfum vér á einni öld
átt jafnmarga ágætismenn að lærdómi,
aldrei jafn-góð og mörg skáld sem á
þessari öld. Aldrei hefir siðfei'ði
þjóðarinnar, þegar á alt er litið, vei'ið
jafngott.
Aldrei síðan í fomöld hefir jafn-
bjart verið yfir anda og framtíð vorr-
ar þjóðar.
Engin þjóð í heimi — ég dirfist að
segja það, og segi það hátt og stolt—
engin þjóð í heimi getr sýnt jafn-
marga ágæta menn að andans atgerfi
í samanburði við fólkstölu sína, cins
og vér íslendingar getum í dag.
Fyrir þ e 11 a ann ég minni þjóð :
„Fjðgurra alda frelsis glæstar brautir,
—þá frægðar-tíð ei sagan gleymast læt-
ur —
sex hundruð ára þrældóm, smán og
þrautir,
svo þrek og dáð til aftr að rísa’ á fætr
—mín ættlands-þjóð, fyrst þín er saga
slík,
ó þrátt fyrir landsins fátækt ert þú rík“.
Það er þessi endrfæðingar lífsþróttr
minnar þjóðar, sem veldr því, að ég
elska ættjörð mína og þjóð sem unga
og fagra og vel gefna heimasætu;
þótt hún sé fátæk, þá er það þetta
fegrðarinnar síunga manndómsafl,
sem jafnan hefir gefið mér trú á fram-
tíð hennar. Ég trúi á skáldsins orð :
„Fagur er dalur og fyllist skógi,
og frjálsir menn, þegar aldir renna;
skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa; en þessu trúið !“
Án þessarar bjargfostu trúar, sem
óg vona að aldrei verði frámér tekin,
væri ættjarðaríst mín sorgarinnar en
ekki gleðinnar ást. En guði sá lof,
mín ást á landi mínu og þjóð er ekki
meðaumkvunar-ást barnsins, sem
stendr yfir banasæng deyjandi móð-
ur. Nei, hún er unnustans ást þegar
hann lítr vonaraugum áungaogfríða
unnustu sína.
Ég trúi því og treysti, að ísland
eigi enn mikla og fagra framtíð fyrii’
höndum; að synir þess eigi enn í sér
manndómsþrótttil að halda hátt merk-
inu,og að þeir muni enn geta staðið
framarla jafnfætis þeim fremstu og
bestu sonum annara þjóða.
Þannig skulum vér minnast Islands
í dag og biðja því hamingju og heilla.
Lifi framtíðarinnar Island—Island
eins og það nú lifir í ást vorri og
framtíðar von og trú.
Lengi lifi gamla Island!
Canada.
(Ræða eftir Eixar Hjörleifsson).
Mér hefir hlotnazt það hlutverk
að eiga að biðja ykkr að hrópa húrra
fyrir Canada, fyrir landinu með fiski-
sælu stórvötnin, fyrir landinu með ó-
mælilegu skógana, fyrir landinu með
óþrjótandi nnmaauðinn, fyrir landinu
með feitasta jarðveg heimsins, fyrir
landinu sem að líkindum verðr aðal-
kornhlaða veraldarinnar, fyrir landinu
með slétturnar miklu, gróðrsælar, berg-
málslausar, friðsælar eins og hafið,
þegar það hvílir sig, fyrir landinu með
fjöilin, sem að tíguleik og yndisleik
jafnast við það, sem tígulegast er og
yndislegast í fjalllendum veraldarinnar,
fyrir landinu, sem hlustar á drunur
þi iggja meginhafa við fætr sér, fyrir
landinu mikla, unga, dýrðlega, sem
við lifum í.
Og ég veit, að það verðr tekið
undir það húrra af einlægum hug af
ykkr. Ég veit, að það eru margir
okkar farnir að elska Canada, vita-
skuld ekki á sama hátt og eldra fólk-
ið elskar Island, því að það er ómögu-
legt. Það getr enginn elskað neitt
annað land á sama hátt, sem hann
elskar það land, sem æskuendrminn-
Lngar hans eru bundnar við, alveg
eins og það getr enginn elskað nokkra
konu á sama hátt eins og hann elsk-
ar móðr sína. En margir okkar eru
farnir að elska Canada að sínu leyti
eins og góð börn elska góða stjúp-
móðr, sem vill alt fyrir þau gera.
Því að Canada gerir mikið fyrir okkr
og fer vel með okkr. Það væri synd
og skömm að neita því. Það munu
flestir okkar verða að kannast við það,
ef við viljum vera hreinskilnir, að eft-
ir að við höfum verið hér hæfilega
langan tíma í landinu og lært að
bjarga okkr, þá hafi það verið sjálfum
okkr að kenna, ef okkr hefir ekki tek-
izt pð lifa eins og frjálsum mönnum
sæmir. Og við höfum séð, að Canada
hefir farið vel með aðra í kring um
okkr. Bendið mér á þann mann. sem
er fær um að bjarga sér og þarf að
svelta. Bendið mér á þann heiðarleg-
an mann, sem ekki er fær um að
bjarga sér, og er látinn svelta. Það
verðr örðugt að benda á slíkt. Og
bendið mér á það land í heiminum,
sem ið sama verðr sagt um. Það verðr
ekki auðveldara.
•
Ég nefndi Canada áðan landið
unga, og það er einkum æska lands-
ins, sem nú vakir fyrir mér. Canada
’er í því efni nokkuð öðruvísi varið
en flestum öðrum siðuðum löndum.
Þau geta miklazt af sinni sögu eða
sínum nútíðar-afreksverkum. Canada
getr hvorugt. Hún er svo ung, að
hún er ekki fyrir fult og alt komin
út í heiminn. Hún er eins og ung
brúður, sem enn hefir ekki fengið á
sig konusvipinn, reynslusvipinn, og
roðnar við hver blíðmælin, sem brúð-
guminn hvíslar að henni. Það sé
fjarri mér að gera lítið úr rosknum
konum. Þær eru vitanlega orðnar að
mörgu leyti meiri manneskjur og vitr-
ari en þegar þær gengu út í lijúskap-
inn. En ég vona, að þær telji það
ekki ruddaskap af mér, þó að ég geti
þess til, að piltunum hafi orðið enn
starsýnna á þær meðan þær voru á
giptingaraldrinum.
Mér detta í hug nokkrar af þji>ð-
sögunum okkar. Þær segja frá Jcarli
og kerlingu í koti sínu. sem ittu sér
þrjár dætur, Ásu, Signý og Helgu.
Einn góðan veðrdag kom voldugr og
fríðr kóngsson í kotið, og ^vildi fá að
sjá heimasæturnar. Karl þóttist ekki
eiga nema tvær dætr, og kom fyrst
með Ásu. Konungi þótti hún allfaíð,
en þegar hann ætlaði að taka í hend-
ina á henni, þá var þarj ekki .nema
vetlingr. Höndina vantaði. Hann vildi
fá að sjá hina, því ekki gæti hann
átt handarlausa konu. Þá'var komið
með Signýu. Hún varjúneð strút upp
að augum. Kóngssyni leizt, *tölu\J;rt
vel á það sem hann sá, en þegar iiann
ætlaði að fara að kyssa hana, þá vant-
aði á hana nefið. Svo ilt sem honum
þótti að eiga handarlausa konu, þótti
honum þó hálfu verra að eiga nef-
lausa konu. Og svo spurði hann karl,
hvort það væri víst, að hann ætti
ekki fleiri dætr. „Ekki get ég tahð
það“, sagði karl, en kom samt með
Helgu. Hún hafði verið út undan
og það sá ekki í hana fyrir ösku
En þegar hún var búin að þvo sér
og hafa fataskifti, þá stóð htin þar
eins fríð og tignarleg eins og in gjörvi-
legasta kóngsdóttir í öllum lieiminum.
Sá sem stýrir hlutanna gangi hér
í heiminum hefir, eftir því sem ald-
irnar hafa liðið, verið smátt og smátt
að sýna inum mentaða heimi löndin.
Það verðr varla sagt, að heimrinn
hafi komið auga á Canada fyrr en
rétt um þessar mundir. Nú er hún
að koma fram á sjónarsviðið, og hún
er ekki klædd neinum óhreinum lörf-
um, eins og Helga, heldr einumj' in-
um dýrlegasta drottningar skrúða,
sem guð almáttugr hefrhjúpað nokk-
urt verk sitt í. Og það mun flestra
sjáandi og sanngjarnra manna mál,
að hún standi ekki á baki inum eldri
systrum sínum. Hér vantar hvorki
höndina né néfið, hvorki auðæfi og
dýrð náttúrunnar né frelsi þjóðarinnar
En það eru margir, sem enn hafa
virt hana lítið fyrir sér. Að minnsta
kosti er svo að sjá, sem sumir höfð-
ingjarnir og blaðamennirnir á ættjörð
vorri hafi enn ekki gert sér ljósa
grein fyrir, að hún sé eitt af dýrð-
legustu löndum heimsins.
Það er jafnan vafasamt, hvort
Canada hefir enn sjálf gert sér grein
fyrir tign sinni og sýnilega dýrðlegu
ákvörðun. Það má að líkindum segja
ið sama um hana nú, eins og Duf-
ferín lávarðr sagði um hana fyrir
rúmum 20 árum, að hún sé eins og
meygyðja í einhverjum fornheimi, gangi
mn gullnu skógana og fram með fljót-
unum, sem enginn viti upptökin á,
sjái aðeins við og við og óglöggt sína
geislandi hátignarmj-nd í vatninu,
hafi þá ekki fulla meðvitund um fríð-
leik sinn og naumast nokkurt hugboð
um þá dýrð, sem bíði hennar á Ólymps-
fjalli þjóðanna.
Hvernig skyldi þessari ungu brúðr
ganga, þegar hún er komin aít í lífið?
Hvernig skyldi hún fara ineð þau
börnin sín, sem örðugra eiga aðstöðu,
þegar fer að þrengjast um þau? Hvern-
ig skyldu bókmentir hennar verða,
þegar hún eignast sjálf nokkrar bók-
mentir, gem vert er um að tala?
Hvernig skyldi þessari gyðju koma
saman við aðrar systr sínar á „01-
ympsfjalli þjóðanna"? Og hvar skyldi
hún velja ser sæti? Það er mörgum
getum um það leitt nú á dögum.
Sumir hugsa sér hana í áframhaldi og
jafnvel nánara sambandi en nú við
móðrlandið. Sumir hugsa sér hana
sem sjálfstætt voldugt ríki. Og aðrir
hugsa sér enn annað. En hvernig sem
um það fer, þá er óhætt að segja,
að eitthvert ólag er með, ef ’henni
farnast ekki vel. Hún er að likind-
um eins vel úr garði gerð eins og
nokkurt annað land heimsins. Hún
er ung og hefir fengið ina dýrkeyptu
reynslu annara þjóða fyrir ekkert.
Og svo nýtr hún þeirra ómetanlegu
hlunninda, að jafnframt því sem hún
er við hliðina á því landi, sem í verk-
legum efnum er mesta framsóknar-
land heimsins, þá hefir ið bezta fyrir-
komulcg þjóðfélagsins, sem fullkomn-
ast er af öllu þjóðfélags-fyrirkomu-
lagi heimsins, náð hjá henni fótfestu
sem frjásu landi, og hennar andlegi
jarðvegr vökvast af þeim lindum, sem
einna tærastar eru og göfugastar af
öllum lindum mannsandans, brezku
bókmentunum. Það er ekki annað
sjáanlegt, en að hún hafi ið ágætasta
tækifæri til að sameina hji sér allt
það sem bezt er og dýrðlegast í karaktér
engilsaxnesku þjóðflokkanna með þeirri
mikislverðu viðbót, sem sá flokkrinn,
sem heima á vestan Atlantshafins,
hefir fengið frá öðrum þjóðum. Og
hver veit. nema það eigi fyrir henni
aö liggja, að verða sá hðr, sem aftr
sameinar á einn eða annan hátt að
meira eða minna leyti þessa göfugu
þjóðflokka.
Já, hver veit ? Hver getr sagt,
hvað fyrir æskumanninum liggr?
Og það er æska Canada, sem í mín-
um augum er eitt ið yndislegast^,
sem liún hefir til að bera. Af því að
hún er svo ung, getum við látið
okkr dreyma um hana alveg eins og
við helst kjósum. Hún gefr ímynd-
uninni lausan tauminn, án þess skyn-
semin þurfi að velta úr vagnsætinu.
Hún er, í fyllra skilningi en nokk-
urt annað land, draumanna land, æsk-
unnar land.
Og eru ekki vonir og draumar
æskunnar fyrsti partrinn af manns-
ævinni, þo aldrei nema þær vonir og
þeir draumar rætist? Og eru ekki
fegurstu blómin á þeim fjöllunum, sem
ver sjáum í mestum fjarska?
Lifi Canada ! Leggið þið hver um
sig j-kkar litla skerf til þess, að hún
geti lifað og blómgazt sjálfri sér tilsóma
og j-kkr og afkomendum j'kkar og öllum
heiminum til farsældar. Og hrópið þið
nú með sannarlegu æskufjöri þrefalt
húrra fyrir þessu æskunuar landi.
r
Yestr-Islendingar.
(Ræða eftir séra Matth. Jochumsson).
Elskulegu vinir og landar, Vestur-
íslendingar! með hjartað fult, en
höfuðið tómt—jeg læri aldrei ræðu-
gjörðir—hefi ég það fagnaðarefni að
sjá í einu þennan fagra fjölda yðar
samankominn þennann árlega minn-
ingardag Islands á glaðri og góðri
stund í höfuðborg þessa mikla tylkis.
Því miðr eruð þér þó ekki nema brot
af þeim mikla fjölda vorra lands-
manna, sem næstl. 20 ár hafa flutzt frá
ættjörðu vorri til Vestrhcims, en þess
óska vil ég að mín blessunarkveðja
til yðar í dag, eða hlýindi hennar’
mætti eins og áhrínsmál óma í sér-
liverju íslenzku eyra hér vestan hafs.
Tilefni komu minnar er yðr kunn-
ugt. Fyrst og fremst er ég hingað
kominn fyrir merkilega framkvæmd
míns gamla skáldvinar og kunningja,
skörangsins herra Jóns Ólafssonar,
sem ég sérstaklega leyfl mór að nefna
í viðrkenningar skyni, og jafnframt
fyrir fáheyrðar undirtektir og skör-
uleg samskot fullra 4500 landa
minna í þessu landi. Þegar ég því
alls að óvæntu meðtók fyrir rúmum
2 mánuðum tilboð yðar og samskota-
fé, kæru landar og vinir, var það
bæði að hjá mér vaknaði mikil gleði
og mikill vandi. En skuldbinding
sú, sem þér lögðuð mér á herðar,
gjörði mér nauðugum-viljugum ein-
sætt að fara. En hafi nokkur lagt að
heiman milli vonar og ótta, þá gjörði
ég það, og nær hafði ég snúið aftr til
hlíðarinnas (eins og Gunnar) — nei,
suðr í „Fjörna“ á Akrevri til konu
minnar og mörgu ungu barna og far-
ið hvergi. En nú er ég hér, heill að
mestu og þó ekki sein lx?zt fallinn eða
fyrir kallaðr til ræðuhalda, nú er ég
hér kominn fyrir guðlega handlciðslu,
kominn til að heilsa yðr öllum eldri
og yngri frá inu elskaða gamla fóstr-
landi. „Þið þekkið fold með blíðri
brá“, o. s. frv.
Vestr-íslendingar, óg heilsa yðr sem
beztu Islendingum! Ekki fer ég í
mannjöfnuð né geri yðr meiri eða
betri mörgum heima, en hitt veit ég,
að við fjarlægðina og missi návistar-
innar verða vinimir kærastir. Þeir
eru beztir Islendingar, sem elska land-
ið mest. Ég veit að í ótal brjóstum
hér brennr óslökkvandi þrá og elska
til ættlandsins og þessi helga og dj úpa
hjartans-sára ástarþrá gjörir yðr æ
sannari og betri fslandsvini.
„Enginn skilr unað þann, sem alla
dregur
heim til blíðra bernsku haga
og brjóstið fyllir alla daga“.
Þér elskið ekki að eins sól og sum-
arblíðu ins foma Fróns, fífilbrekkur
þess og grónu grundir, lieldr þess
brúnir fjalla og björtu jökulskálla.
Ég tek dæmi af sjálfum mér : heim-
fýsi og óyndi hefir líka gripið mig
mitt á ferð minni og flugi yfir aldin-
garða þessa lands. Um daginn var
óg á ferð suðr á „prairíum“ Banda-
ríkjanna; óg sáengan íslending, ekk-
ert, sem minti á átthagana ; en einn
rakka sá ég af hendingu, seiri mér
sýndist sem kynborinn gæti verið á
fslandi. Mér varð að grípa í vasann
og finna gjöf til að gleðja með hund-
inn, en í því hvarf hugsjónin; þetta
var þá prairíuhundr en enginn rakki
og því síðr íslendingr.
Kæru landar! Merkileg er elskan,
hún er sterkari en eigingimin, hún
er sterkari en dauðinn, húngerir vetr
að sumri, hrjóstr að haglendi, hún
gerir hafísinn heitan. Ég sem hefi
enga forstokkaða trú á ýmsar erfða-
kenningar, ég hefi þá hugmynd, að
rendi kærleikans faðir einu sinni á
100 árum sínu náðaraugliti til inna
neðstu bygða, niundi helvíti óðara
verða að himnafíki, og sá gamli
breytast aftr fyrir fult og alt í ljóssins
engil. Enga gjöf liefi ég að færa yðr
nema eina : kveðju elsku og friðar !
Meðtakið hana. Mér er sagt, að deil-
ur sóu á meðal yðar ; því er miðr, að
svo er, enda era þeir til, sem óskuðu
að rg notaði minn litla viðstöðutíma
til að gauga í flokk með öðrum hvor-
um. En ég vil heldr bera ámæli fyr-
ir lítilmensku, og óvild einstakra
manna, ef svo verðr að vera, heldr
en gera nokkram vini mínum liér
hjartasoi'g. Ég set mig fyrir utan
alla flokka, ég áskil mér rétt til þess
sem gestr yðar — ég segi ekki heið-
rsgestr, því mér sýnist þér sýnið mór
alt of mikinn heiðr og sóma, sem ég
bið guð að launa yðr. Aftr segi ég
því frjálslega og í kærleika: ástar-
kveðju að heiman ! Það hefi ég séð
fegrst af samlífi yðar, að þér sem
þjóðflokkr haldið uppi metorðum>
frægð og tign vors gamla lands ; þess
auðr cr vizkan og sómi. Þór eruð
hér allir eitt þegar verja skal
gagn og sóma yðar allras ameiginlega.
Jafnvel suðr í Chicago sögðu inn-
bornir menn mér, að þjóðflokkr
vor í þessu landi væri alkunnur orð-
inn fyfir borgaralega yfirburði; þess
frétt bef ég heim, og við hana mun
hitna hjarta ins kalda fósturlands.
Kæru landar; álit yðar heima var í
fyrstunni lítið, og miklu minna hafið
þér að heiman fengið af elskunnar,
viðrkenningarinnar og uppörfunar-
innar orðum, en þér áttuð skilið. Með
ð bezta, þegar áalter litið, lízt mér
hag vðar og háttsemi, framtaksemi
°g felagsskap að ágreiningnum
undanteknum. Mikil cr sú framtíð,
sem s4 vísir spáir, sem sprottin er á
svo stuttum og torveldum tíma.
vað er ekki mögulegt í þvílíku
land.? Þér spyrjið, hversu mér lítist
;l. ,and!ð'_ Svar ins nýkomna hertr
litla þýðmgu, en ég segi: vel, já, í
því mikla og stóra: ágætlega vel!
Þér spyrjið mig Um vestrflutninginn
frá Islandi. Eg svara: ég vil fram-
hald þeirra, en með meiri stilling,
ráðspeki og Iiófi en hingað til. Báðar
þjóðdeildir hafa meiri skaða en hagn-
aði af hóflitlum hingaðflutningum:
svo vil ég og að meiri verði milli-
flutmngar, að ýmsir flytji aftr eða
ferðist heim í stað hinna, sem vestr
lara — líkt og þegar á sár stað hjá
öðrum Skandinöfum. Þegar sumar-
siglm hefst frá Hudsonsflóanum munu
þær samferðir byrja. Flestir ervið-
Icikar láta undan mannsins kappsemi
á vomm dögum, en erflðlcika má til
fð hafa> Því Þcir gera mestu menn-
ma. Hvað skal segja um íslenzkt
þjóðemi hér vestra ? Það vil ég að
varðveitist sem helgidómr ineðan ís-
land byggist af íslendingum, varð-
veitist fyrir vort dýra mál, bókmentir,
samferðir og sérstaklega fyrir yl og
trygðir sjálfs þjóðernisins. Auðvitað
er borgarí þessa lands, einkum inn
innborni, fyrst og síðast Ameríku-
inaðr.
Og nú aftr og að endingu, vil ég
láUi yðr, kæru landar, í Ijósi undrun
mínaog gleði yfir yðar jafna menn-
ingarlega útliti. Hvemig er því
varið, að þér, sem flestir fluttuzt hing-
að fyrir fám árum félitlir eðafélausir,
sýnizt allir að vera sjálfbjarga og
sjálfstæðir menn. Hefir „kóngririn“
dubbað ykkr upp ? hefir ,,drotningin“
sent ykkr þessa hatta? heflr „Rentu-
kammerið ‘‘ rótað í ykkr peninguin ?
Ég horfi á forseta ykkar og sé hvérgi
á honum kross eða band, og hvergi
medalíu á ykkar skáldum og skör-
ungum. Hvaðan kemr þessi endr-
sköpun ? Hún kemr frá sjálfskrafti
mannsins í frálsu og feitu landi. Og
þessi sjálfskraftr er meiri og dýrð-
legi sjón í mínum augum en sjálf
Chicíigo-sýningin. 0g því ber mér
að f'agna. Elskuðu landar og vinir,
guð gefi yðr mikla framtíð í inu
mikla landi—yðr og börnum yðar
um aldr og ævi.
Og að endingu eitt gamalt guðlegt
orð:
Börn, elskið hver annan !
— Á íslendingadaginn barst for-
seta dagsins þctta málþráðarskeyti:
„Park River, N. D. — íslendingar að
Park River P. O. snúa huga til ætt-
jarðarinnar og óska henni meira ljóss
°g meira frelsis. Beztu kveðju til
samkomunnar og mesta skálds þjóð-
ar vorrar.
Dr. Ilalldórsson.
C. Indriðason.
S. Thorlaksson11.
S. Davis & Sons. Búa til meira af vindlum en nokkrir aðrir {
Canada og hafa áunnið sér þann öfundsverða vitnisburði, að búa
til þá' beztu vindla sem til eru í Canada.