Heimskringla - 12.08.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.08.1893, Blaðsíða 1
Aml. B. Olsoa d Heimskrinela — "L...... WINNIPEG, MAN., 12. AGUST 1893. VII. AR. NR. 45. Auka-fundr hluthafa í prentfélagi Heiraskringlu (The Heimskringla Prtg. & Publ. Co.) verðr haldinn kl. 8 síðd. föstudaginn 18. þ. m. í Heiraskringlu-húsinu, f>ö.3 McWilliaui Str., í Winnipeg; raun stjómameftidin þar leggja fram ýms- ar þýðingarmiklar skýrslur og tilh'ig- ur, og er því æskilegt og áríðandi að sem flestir hluthafar mæti eða mæta láti. Winnipeg, 1. Ágúst 1893. The Heimskringla Prtg. & Puhl. Co., Jón Ólafsson President. [Niðrl. frá 2. bls.] heimsbúanna er undir því kominn, að þau taki upp mitt búskaparlag bæði í mentalegu og verklcgu tilliti. Og þó er ég enn þá frumbýlingr. En framtíðin brosir við mér. Sú kemr tíð, að bú mitt verðr helmingi stærra og heimamenn mínir lielmingi fieiri, en þeir nú eru. Sú kemr tíu, að 6g verð viðrkenndr öndvegishöldr heimsbóndanna og þeir allir fara eftir orðum mínum og ráðum. Sú kemr tíð, að ég kem á almennum friði milli allra heimsbúanna og verð sjálfr gjörðarmaðr í deilum þeirra. Sú kemr tiðin, að ég giftist Miss Can- ada og verð foringi allra enskra þjóða, þegíir þær hafa myndað eina þjóðar- deild. Mikið er satt í þessu, mælti ég. En þess verðr nokkuð að bíða, að Miss Canada giftist þér. Enn þá er hugr hennar allfjarri þeim ráða- hag. Hvaða vandræðí, varð Jóuatani að orði. Eg var einmitt að hugsa um að biðja þig að lýsa með okkr Miss Canada. Þú heyrir, að margir eru famir til þess, bæði af mínum heima- mönnum og hennar. Það gjöri ég ekki, mælti ég, nerna hún sjálf biðji mig þess. En það hefr hún enn þá ekki gjört. Og svo er eitt, Jónatan minn! Ég ræð þér til að láta alls ekki lýsa. Ef ykkr skyldi koma saman um að giftast, þá ættuð þið að kaupa leyfis*bróf hjá Jóni Bola og hafa öll in stórveldin fyrir svaramenn. Ég skal íhuga þetta, sagði' Jónatan. Og nú vil ég ekki lengr tefja þig. Þú mátt fara ferða þinna. Berðu Miss Canada kæra kveðju mína. Égvskal vera henni góðr nágranni. Ég er fús á að rífa niðr landamæra garðinn og slíta verðinum, svo að allar saut- göngur milli bæja vorra verði eins greiðar og unnt er. Ég er fús á að taka stíflurnar úr öllum andlegum ám og lækjum, sem renna yfir landa- mæli vor. Öll samvinna milli bæj- anna er mór einkar kær. Berðu henni bróðrkveðju mína. Og full- vissaðu liana um, að ég sé alls ekki:rt reiðr við hana fyrir hryggbrotið- Þetta eru scinustu orð mín að svo stöddu máli. Þú mátt nú fara í friði. Við harðlífi AYER’S PILLS Við ineltingarleysi AYER’S PILLS Við gallsýki AYER’S PILLS Við höfuðverk AYER’S PILLS Við lifrarveiki AYER’S PILLS Við gulu AYER’S PILLS Við lystarleysi AYER’S PILLS Við gigt AYER’S PILLS Við kðldu AYER’S PILLS Við liitasótt. AYER’S PILLS Tilbúið af Dr. J. C. AyerJ& C0- , Lowell, Mass. Selt hjá öllum lyfíölum. 8ÉRHVER INNTAKA VERKAR. Jónatan stóð svo upp af stólnum og fórum við út úr húsinu. Hann fylgdi mér á leið. En þegar við komum á þann stað, þar sem hann hafði mætt mér í fyrstu, þá kvaddi hann mig vinsamlega og hvarf svo sjónum mínum. Ég gekk tafarlaust heim til mín. Og næsta dag lagði ég á stað norðr. Ég var ánægðr yfir erindislokunum og hlakkaði til að liitta Miss Canada- En þótt ótrúlegt sé, hcf ég ekki getað skilað af mér erindi mínu. Miss Canada hefir ekki látið mig sjá sig síðan. Ég verð þess vegna að gripa tækifærið í dag til þess að gjöra grein fyrir máli því, er hún fól mér á ltendr. Þið eruð öll vinir hennar og vinkonur. Ég bið yltkr þcss vegna að færa henni þessa ferðasögu mína, ef þið sjáið hana fyr en ég. Af viðkynningu rninni við Jónat- an hef ég fengið mestu virðingu fyrir honum og velvilja til hans. Hann er einka skörulegr maðr og á bezta aldri. Hann er stórauðugr og stór- vitr, mjög vel mentaðr og mjög hygginn maðr. Hann er ágætr verk- stjóri og mesti vinnugarpr. Vegna auðsældar sinnar, atorku og vitsmuna er hann einkar vel til foringja fallinn og sjálfvalinn oddviti heimsbónd- anna. Hann er friðsamr og góðlyndr. Þegar ágreiningr er milli hans og ná- grannanna, þá lætr hann lög og þjóðrétt ráða, en grípr eigi til vopna, eins og hinum heimsbændunum hættir við. Ég hef alls eigi tíma til að telja upp alla mannkosti Jónatans, enda mundi dagr þessi eigi endast mér til þeirrar upptalningar. En ég bið ykkr öll að hrópa þrefalt húrra fyrir honum. Blessist og blómgist bú hans. Lengi lifi Mr. Jónatan. Svar til Lögbergs. Lögberg flytr lesendum sínum langa grein þann 26. Júlí um fyrirlestr þann, sem ég hélt í Winnipeg fyrir skömmu. Ritstj. gerir einkanlega þrjú atriði að umtalsefni: Fyrst, að fyrir- lestrinn var fluttr á ensku ; annað, að röksemdir þær, sem komu fram í hon- um, hafi verið næsta fátæklegar, og í þriðja lagi leitast hann við að gera skóla, sem hann kallar „háskólann í Grand Forks'1 hlægilegan í augum almennings. Meira en þetta ofannefnda gat ég ekki dregið út vir greininni; en þess ber að gæta, að hún er rituð í ekta vestr-lúterskum stýl. Það er almenn- ingi kunnugt, að þegar ið ísl. kyrkju- ff-lag og þess menn mæta einhverri mótspyrnu, þá reyna þeir sjaldan að sýna mótstöðumönnum sínum sann- leikann, of hann nokkur er á þeirra hlið, með rökum og kurteisum orðum, heldr ræðv þá stórbokkaskaprinn sjálfsálitið jafnan mestu, og er þetta oftast við- kvæðið : ,,Þú ert bara montið flón, þegi þú og' láttu okkr hugsa og tala fyrir þig“. Þessi orð og önnur eins höfum vér Dakota-íslendingar heyrt mjög oft frá klerkum innar ísl. lút- ersku kyrkju og öðrum hennar mestu mönnum, og nú viðhefr ritst. Lögh. ina sömu aðferð. „Hver dregr dám af sínum sessunautum“, og hann er nú ekki orðinn aðgætnari eða kurteis- ari í orðum sínum en W. H. Paulson eða séra Fr. Bergmann. En þess hátt- ar röksemdaleiðsla er með öllu hætt að hafa áhrif a oss, sem mótsettir er- um skoðunum þeirra. Mönnum dettr í hug, að þegar slík fyndni er notuð í stað röksemda, þá sé það af því, að röksemdirnar séu ekki til. Vér setjum það bara niðr sem „cheap wit“ og skiftum oss svo ekki meira af því. Slík fyndnisskeyti, sem ritstj. Lögbergs hrúkar í þessari ofannefndu grein, fljúga langt fyrir ofan höfuð allra hugsandi manna. Og nu viðvíkjandi fyrsta atriðinu: að ég talaði á ensku. Það er f.yrir mér með íslenzkuna eins og fyrir ritstjóranum með ensk- una: íslenzka mín er stirð og bjálfa- leg ekki síðr en framburðr enskunn- ar hjá honum, og hrúka ég liana því ekki nema þegar nauðsyn krefur, því mig langar ekki til að afbaka nokkurt mál, og allra sízt mitt móðrmál. Þessi litla mentun, sem ég hefi fengið, er mest komin í gegn um enska tungu, og getr því hver mnðr skilið. að mér veitir liægra að koma hugsunum mín- um í ljós á því múli en nokkru öðru. En hvað kemr það sjálfu umtalsefn- inu við, á hvaða máli fyrirlestrinn var fluttr ? Tilgangr ritstjórans með þessu er auðsjáanlega ekki annar en sá, að villa sjónir fyrir mönnum og draga athygli þeirra frá aðalmálinu. Eins og ráða má af útdrættinum í Heimskringlu, gekk fyrirlestr þessi út á að sanna tvö atíiði: Að Islend- ingar væru þeim kostum búnir, að þeir hlytu með tímanum að verða einhverjir inir beztú horgarar þessa lands, og í öðru lagi, að íslenzkt þjóð- erni í þessu landi hlyti innan skamms að hverfa. Þetta leitaðist ég við að sanna af sögunni, með því að sýna fram á, fyrst, að Norðmenn, út af hverjum Islendingar eru komnir, hefðu ætíð myndað inn bezta hluta hverrar þjóðar, sem þeir sameinuðust, og í öðru lagi að þeir, fljótara en aðrir þjóðflokk- ar, hefðu lfkzt þeim þjóðum á meðal hverra þeir tóku sér bólfestu, og hvern- ig hefðu vaxið upp ólíkar þjóðir í ýmsum löndum, þó meiri og bezti hluti þeirra væri af sama bergi brot- inn, nefnil. komnir út af Norðmönn- um. Að norðrlandamenn hafi ætíð sýnt sig móttækilegri fyrir áhrifum en flestar aðrar þjóðir, er ekki nýr sannleikr sprottinn iit rir mínum heila. Ritstj. mun þekkja marga okkr báð- um vitrari menn, sem eru á þeirri skoðun og hafa verið það lengi. En það að Norðmenn hafi horfið'eins og dropi í sjó ins franska og enska þjóð- ernis án þess að láta eftir sig nokkrar menjar eða hafa nokkur áhrif á þjóð- lífið í þessum löndum, hefir víst fá- um nema ritstjóranum sjálfum dottið í hug, að minsta kosti hefi ég aldrei hvorki hugsað það né sagt. Þykist hann draga það af orðum Heimskringlu, þá getr hann átt um það við ritstj. hennar; ég hefi aldrei skrifað undir þann útdrátt sem fullkominn í alla staði. Svo að hver enskulesandi maðr geti séð, hver aðferð mín var í þessu máli, set ég hér orðréttar fáeinar lín- ur úr fyrirlestrinúm. Um kosti Norð- rnanna og áhrif á aðrar þjóðir, segir meðal annars þar : „Wherever they went, wherever they took up their hahitation, the Norsemen hrought with them what have always been the chief virtues of their descendants, what has ever been their best contribution to the nations with which they have mingled, and that was a sturdy independence, indomitahle energy and an intense love of personal liberty“. Ekki heldr þetta fram að þeir hafi horfið „umsvifalaust, sporlaust“. Égsagöi margtfleira þessu líkt en skal taka að eins eina aðra setning : „When at last they (Viking- ar) settled down to a more quiet life and mingled with other nations, they invariably formed their bravest-, noblest portion. They hrouglit their language, strong, plain and direct, to strengthen that of the strangers, at the same.time pouring their northern vitality and seaborn courage into the veins of the enervated inhabitants“. Hvað getr verið skýrara eða gagnsfæðara því, sem ritstj. Lögbergs þykist draga út úr Heimskringlu ? Sem sönnun upp á einmitt þetta, benti ég í íyrirlestr- inum á Norðmenn í Normandí og á Englandi. Um þá í Frakklandi sagði ég : „Did not those same Norsemen, wiio came like a whirlwind uprooting and overturning law and order, after- ward become her (Frakklands) best citizens under the softened name of Norpians?'1 Og svo um þá á Englandi : „The very men whose depredations were so fi'equent, that tlie English monks 'always added to their prayers : ,From the fury of the Northmep good Lord deliver us£—dit not they afward become the backbone of the great English nation?“ Fleiri atriði þarf ekki að telja upp til að sýna ljóslega, að inn háttvirti ritstjóri hefir hlaupið hér hrap- arlegt gönuskeið og alt, sem hann seg- ir um mig og fyrirlestr minn, er tal- að út í hött. Ég kom með mitt álit blátt áfram og reyndi að færa rök fyrir mínum skoðunum. Ritstj. Liig- bergs var ekki svo lítillátr að koma og hlusta á mig, ber ’ síðan á mig að ég hafi sag-t það, sem mér alc[rei hefir dottið í hug, dregr þar af sínar álykt- anir og verðr síðan svo hjartanlega glaðr og makarlaust- fyndinn yfir því, sem hann kallar fávizku mína, en sem í raun og veru hefir aldrei verið til nokkurstaðar nema í hans eigin djúp- vitra heila. Og þá kernr nú þriðja atriðið : „háskóhnn í Grand Forks“. Þetta er ekki í fyrsta sinni sem hnjóðað hefir verið í þann skóla, en þar eð þeir, sem til hans hafa lagt, hafa rnest verið þeir herrar Eiríkr Bergmann og W. H. Paulson og þeirra líkar að lærdómi og vitsmunum, þá hefir hingað til engum þótt þörf að taka málstað lians. En nú kemr ritstj. Liigbergs út á leiksviðið og lætr all- ófriðlega, og hver veit nema næst hon- um kunni að koma ið volduga ,,Is- lenzka evangelisk-lúterska kyrkjufélag í Vestrheimi“, sem ætíð hefii' haft liorn í síðu þessa skóla, ef dæma má það eftir lielztu mönnum þess. Reynd- ar veit nú enginn til þess, að nokkur þesjsara manna hafi haft nokkuð ilt af þessari mentastofnun, noma ef það skyldi auka þeim hugarangr, að einn íslénzkr drengr liefir að nokkru leyti mehtazt þar. Nú vil ég, ef mögulegt er.! sefa reiði þessara rniklu manna, því ef kyi-kjufélagið snýst algerlega á móti skólanum, þá er nú víst búið spitið. Norðr-Dakota ríkið mætti þá ví(*t eins vel leggja árar í bát með þá stofnun og hér eftir láta öll sín ung- mejmi híða eins og Paulsons gömlu ,,tm“, þangað til þessi allareiðu heims- fraga íyrirhugaða mentastofnun, ,,ís- lenzk-lúterska academíið11, kæmistáfót. Og nú skal ég í stuttu máli lýsa þessum „Grand Forks háskóla“, sem vel að merkja tilheyrir ekki neinum sérstökum bæ, heldr er hann ríkis- skéi stofnaðr og kostaðr af almanna fé, og er því eign alls Norðr Dakota ríkisins. Fyrst og fremst er hann fyrir löngu orðinn til og hefir það fram yfir Academíið. Hann var stofnaðr af „The Territorial Legislature“ 1880. Byggingar hans—þegar búið er að full- gera þá bygging, sem nú er verið að vinna að, og sem verðr lokið við í sumar—kosta $135,000. (Academíið á kannske að verða eitthvað stórkostleg !) Bókhlaða hans hefir yfir 5000 hundn- ar bækr auk magzines, government documents o. fl. o. fl. Að eins að viðhalda skólanum, borga kostnað sem á fellr hans vegna, kostar ríkið 35 til 50 þús. dollara. (Ekki er furða þótt séra Bergmann hóti að segja af sér). Nemenda tala hefir ver- ið þar á hverju ári frá 200 til 300, í fyrra voru þar 341 nemendr (meira er það en tíu). Kennarar eru [þar um og yfir tuttugu, svo margir ekki eins mikið vegna nemenda fjölda eins og vegna þess, að í skólanum eru svo margar deildir og kensla í þeim öllum svo fullkomin sem fremst má vænta. Kennslutími þar er sjö ár, (hvað æth þau verði mörg í Academíinu?), þrjú undirbúningsár undir College-deildina, og svo in vanalegu fjögr ár í henni. Flestir af kennurunum eru útskrifað- ir úr beztu skólum Bandaríkjanna og Evrópu. (Þeir geta nú auðvitað full- komnað sig á Academíinu þegar það kemr upp, því hvað segja Yale, og Harward eða háskólar Þýzkalands móti því !) Flestir bera þeir nafnbótina „Doctor of Philosophy“ eða „Master of Arts“, margir báðar þessar nafn- bætr. Nokkrir þeirra eru þegar fræg- ir orðnir í sínum greinum og kunnir inum mentaða heimi, svo sem Próf. Macnies fyrir skáldsögur sínar og bók um tölvísi og Dr. Patten fyrir vis- indalegar rannsóknir viðvíkjandi evo- lution-kenningunni og bacteriology. (Til ahrai' ólukku hafa þeir ekki rit- að í Lögberg og veit því ritstj. nátt- urlega ekkert um þá). í stuttu máh: eftir áliti þeirra, sem vit hafa á slík- um lilutum. stendr Grand Forks há- skólinn tæpu ári neðar en beztu skól- ar Bandar., svo sem Harvard og Yale. Enginn maðr þarf að taka orð mín einungis fyrir þessu ofanritaða. Hver sem vih, getr lesið ,,catalogue“ þess- ara mentastofnana, (ritstj. Lögb. getr fengið eitt af „G. F. háskólanum*1 hjá mér), og fengið þar fuhvissu um, hvort verðskuldar meiri virðing, ríkisskóh Norðr-Dakota eðr ísl. lút. academíið. Þetta er aUareiðu orðið langt mál, en þó verð ég að minnast á einn af inum háttvirtu kirkju skólum, sem aUareiðu er nú til. Ég á við Theological Seminary í Cliicago, sem þeir herrar B. B. Jolinson og Jónas Sigurðsson eru nýlega útskrif- aðir frá. Catalogue, þeirrar mentastofn- unar liggr nú fyrir framan mig. Skólinn er tveggja ára gamaU, hefir þrjd, aðeins þrjd, kennara og næstliðið ár voru þar einir 70 stúdentar. Engin kensla er veitt. þar i neinu nema guðfræði fyrir utan ofrlítið í heimspeki í post graduate deildinni. Mælzt er til að þeir sem leita þar eftir ínngöngu fái fyrst háskóla mentun í öðrum greinum, en því er bætt við, að hver sá sem sýnir, að hann sé vel kristinn og hafi löngitn til að efla guðs ríki hér á jörðinni, sé velkominn (jafnvel þó hann kunni varla að lesa enska tungu). Kenslu tími er þar að eins tvö ár. Og svona er það til komið, að mögulegt er fyrir jafnvel andlega busa að stúdera þar i tvö ár, vera siðan dubbaðir cand. theol. af Lögbergi og vígðir til presta yfir Isl. af Rev Berg- mann. „Þettaðerunú þínir kennimenm ísrael“. „Vesahngs íslendingar, hvers vegna fallið þið ekki í stafi yfir slíkum menta stofnunum og slíkum vísinda- mönnum!“ Bahði G. Skulason. Svar til J. St. og fleiri Lögberginga. Frá M. J. Sk. Alt frá tíma þeim, er ég hóf upp- reisn mína gegn inum gömlu rétt- trúnaðarkenningum innar lútersku kirkju fyrir 2 árum þá hefir að vonum hver hvellrinn dunið yfir mig af öðrum, en nú siðan blaðið Dagshrún byrjaði í • vetr hefir þó heldr harðnað i. Séra Jón Bjarnason byrjaði í blaðinu Sameining- unni að marki Febr.1893, því smáslettur tel ég ekki, kaha menn það að hella sér yfir einn svo þótti það rnagnað, og vár hann htlu seinna beðinn að hafa það fyr- ir bænarorð að morgni dags, sjá Heims- kringlu, Marz 93. En við þessa hviðu Séra Jóns varð sú breyting á málefninu, að áðr fyrri voru menn að reyna að lialda sig við málefnið,menn voru að reyna segi ég, þvi andstæðingar mínir komast aldrei lengra út í það, en að koma með innganginn til þess, er þeir ætluðu að segja móti mér,-svo hættu þeir, — en nú með byrjun séra Jóns í Sam. urðu á- hlaupin alveg persónuleg, málefninu var kastað frá sér, en stokkið í persónuna séra Magn. Skaftason. Þar var ekkert um það spurt, hvort það væri satt, sem ég færi með, heldr, hvaða maðr ég væri. Þessu fyrsta áhlaupi séra Jóns hefi ég aldrei svarað, því maðrinn lá þá, er hann hðf áhlaupið, fyrir dauðanum og hefir einlægt legið síðan. Ur því, að þannig var byrjað af forseta kirkjufél- agsins, var ekki að undra, þótt aðriv kæmu á eftir, leiðin var sýnd, hvernig haga skyldi áhlaupunum annaðhvort fyrir það, að þetta er siðr inna geistlegu herra, eða þeir hafa treyst betr þessari aðferð, en málefni sínu. Dagsbrún var líka einlægt að koma út og leit út fyrir, að þrífast vel, og það þurfti að gjöra rögg á sig, til að kyrkja þenna óvin, ef hann átti ekki að sundrmola höfuð rétt- trúnaðarins íslenzka. Það leið heldr ekld á löngu, að annar skehrinn kæmi, en nú var breytt til. Vinir vorir, er áðr höfðu verið, voru nú látnir fara á stað, og það með þeirri hroðaferð, að ölhjm ógnaði; það leit vit fýrir, að alt ætlaði í uppnám, sköllin rétttrúnaðarins námu við himin,rétteinsog þá rómsterkr íslenzkr smalamaðr er að arga niðr nýflevgan álftarunga. Hafa víst margii- húist við, að nú væri úti um mig, sem vonlegt var, því árás þessi mun víst ið svæsnasta persónulegt áhlaup. sem sézt hefir á íslenzka tungu. Það er grein sú er herra Jónas Stefánson á Gimli er skrifaðr undir í Lögbergi 31. Maí 1893, er ég tala um. En álftarunginn hrapaði ekki, hann flaug og flýgi' enn, eftir sem áðr. Margir hafa tekið til máls í mál- efni þessu og hver greinin hefir rekið aðra, en Magn. J. Skaptason hefir þag- að, og hlustað hvernig náunganum segð- ist;flest hefir hannlesið, en er þó orðinn hálfleiðr á öflu saman, sem víst margir fleiri. Mig varðar í rauninni lítið um persónur, en meira um málefni. Mér hefir alt til þessa gengið vel að komast af við þá, sem ég hefi átt saman við að sælda, og það er alt það persónulega, sem ég hirði um; hitt hirði égminna um, hvort menn titla mig fant eða antikrist eða engil, ég læt mig það Utlu skifta. En málefnisins vegna verð ég að svara. I inni umræddu grein át.ti ég að vera „eldkyndill hatrs, flokkadrátt- ar og úlbúðar, svínfullr, hvertsinn er ég næði í vín, léti ekkert ógjört, er gæti veitt mér peninglegan hagnað“ og margt fl.; yfir höfuð lýsti grein- in manni þeim, sem sagt er, að sé djöfuU í mannsmynd, það sýndist svo sem þar væri einhver innblástr inni- hrópuðu upp með háfleygri andgift, „burt! burt! með liann, þennan úlf í sauðargæru!“ rétt eins og [x'gar hróp- að var forðum: „krossfestu hann ! krossfestu hann ! hans blóð komi yfir ossogbörn vor“. Það var sama ópið, sem hvein á kirkjuþingunum á mið- öldunum yfir þeim Jóhann Huss og Hieronymus frá Prag og lét þi lifandi á hál borna fyrir trúarskqðanir sínar. Það var sama ópið, sem svo oft hefir heyrzt, þegar kirkjan hefir verið að bisast með einhverja kreddu sína, en orðið undir og kallað sér til hjálpar fávisku, heift og haröýðgi manna.— En bíðum nú við. Þegítr, er grein þessi var útkomin, kom strax vottorð frá 145 mönnum, sem lielst hefðu átt að vita um þetta, með því að þeir þektu mig dags daglega, og voru þar öll aðalatriðin borin til baka, sem argasta lygi, Þá bregðr undarlegr við. Það er eins og heilt ráðaneyti liafi stað- ið á bakvið alt saman, því nú er farið að fella úr sakargif tunum. Þetta dugar ekki, þið hafið verið of svæsnir, drengir, þið getið ekki haldið honum á þessu, þið spillið fyrir ykkr, með því að láta menn sjá annað eins hatr, það má ekki. Fellið þið úr tvær, þrjár sakargiftirnar og reynið að fella hann á hinum — tvær eða þrjár eru nóg.— En vottorðin koma inn einlægt frá fleirum og fleirum, sama efnis.—„Nei, þetta dugar ekki, hann sleppr, hann klekkir á ykkr, sleppið þið öllu nema einni, það er nóg, lialdið þið lionum á henni og haldið nú fast. Þegar ég sá þetta, þá bar mér sjón fyrir augu: Eg þóttist staddr úti á víðavangi og sá ég þá hjört einn á harðahlaupi undan miklum hóp, annað hvort af úlfum eða hundum. Þeir voru að elta hann og gjömmuðu í sífellu hver í kapp við annan, grimdin sindraði úr augum þeirra og tungan lafði úr skolti þeirra, það var auðséð, að þeir mundu tæta hjörtinn í sundr ögn fyrir ögn, ef þeir næðu honum. Þeir voru með undarlegu móti: einn stór drattaðist á eftir með mítr á höfði og hallaðist þó skufsan, svo ég hélt hún mundi detta af honum, annar stór var með honum með bagal í skoltinum. Það drundi í þeim eitthvað ámátlega, og var sem hinir æstust þá því meir. Einlægt fjölguðu hundarnir eftir því, sem lengra dróg, og einlægt varð hjörtrinn móðari og móðari. Sumir voru smáir, sumir stórir og margir þeirra voru eitthvað undarlegir. Einn var þar stór, kjömmóttr með stóra pennastöng í gegn u’m eyrað og gjamm- aði hátt og digurt, annar grár loðinn mjög með síð slapandi eyru, blim- skakkandi augunum, með bréf-snepil í skoltinum og þótti mér á því standa stafirnir ,,F. o. r. g.1', annar hljóp við hliðina á honum lítill hvolpr, svart.r, r’óulaus. sílspikaðr, og hékk blekbytta út úr skoltinum öðrumegin, en ein- hverjar „Fororðningar“ hinumegin, var hann þó stundum að glifsa eftir bréf- sneplinum í skoltinum á grúna. K\ n- legr var hann, og það þó’ttist ég vita að ekki mætti hlægja að honum, þvi þá mundi hann stökkva á mann og bíta mann ; enda vissi ég það ætíð, að róulausir liundar firtast, ef Idegið er að þeim. Einlægt þóttu mér þeir verða illilegri og grimmlegri og einlægt heyrðist rödd ein mikil, annaðhvort neðan úr jörðu eða fr.t einhverjum í höpnum, er kallaði: „bítið! bítið!“ Hjörtrinn var nú kominn að niðrfalli og hundarnir á hælum hans, en þá voru þeir komnir að þéttum birki- skógi; st.ókk hjörtrinn inn í skóginn, en þá brá undarlega við, því að bjark- irnar ungar og gamjar fléttuðu sig svo þétt saman, að hvergi var hægt að komast inn, stóðu þeir þar svo gjammandi fyrir utan og glifsuðu hver í annan út af því, að hjörtrinn skyldi sleppa. Viss þóttist ég Um, að þeir liefðu tætt hann í sundr ögn fyrir ögn ef þeir liefðu i hann náð, því blóðið lagaði úr hælum hans, tungan hékk út úr munni hans af mæði, slóðin var öll blóði drifin og þegar féll hann af mæði, er í skóginn kom ; en allir hundarnir kinokuðu sér við, að ráðast á bjarkafléttuna. I þessu heyrðist mér röddin hrópa in mikla og segja: „og svei ykkr nú öllum, seppar“, en við það rankaði ég við mér og mundi, að mig hafði dreymt þetta um nóttina. (Niðrl. í næsta blaði.) fyrir, einhver kirkjufélags-hiti. þeir The only pure Cream of tarter Powder. engin ammonia ekkert Alum. Brúkað af millíónura manna. 40 ára á markaðnúm. 4

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.