Heimskringla - 12.08.1893, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.08.1893, Blaðsíða 4
L HEIMSKRINGLA 12. AGUST 1893. Winnipeg. — f Þriðjud. 8. þ. iu. kl. 11 and- aðist hér í bænum eftir langan og þungbæran sjúkdóm Mrs. Þórdís Finney, eiginkona kaupmanns J. W. Finney. Hún liafði verið veik af tæringu í mörg fyrirfarandi ár. Mrs. Finney var dóttir Ksistjáns Kjærne- steds í Nýja Islandi, af inni nafnkendu Kjærnesteds-ætt; hefir sá ættbálkr um fieirl ætiiði verið nafnkendr fyrir drengskap, mannkosti og gáfur. „Kalt er á Fróni, Kjærnested" kvað þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson eftir látinn vin sinn. Mrs. Þórdís var fædd 15. Nóv. 1852. Foreldrar hennar vóni: Kristján Kjæmested, Jónsson- ar Kjærnested, Þorlákssonar merkis- bóndans alkunna á Skriðu. Móðir hennar, fyrsta kona Kristjáns, var Þorbjörg Pálsdóttir prests, síðast að Bægisá, Arnasonar byskups Þónirins- sonar. Móðir Þorbjargar var Þórdís Stefánsdóttir Schevings, Lárussonar sýslumanns og konu hans Steinunnar Steinsdóttur biskups. Mrs. Þórdís Finney var góð og gáf- uð kona, fúlát og fúskiftin og lét lítið yfir sér, en nmnnkostir hennar áunnu henni innilega velvild þeirra allra, sem þektu hana, og þótti þeim iillum mest um liana vert, sem bezt kyntust henni. Þau hjón áttu 4 böm alls, 2 stúlk- ur fyrst, er dánar em báðar, en 2 synir lifa, 8 og lO ára. Þau hjón vóru skyld, Jón Vilmann Friðflnnr Jóhannesson (Mr. Finney) er sonr Jóhanncsar, Ásmundssonar, Ámasonar, Ólafssonar bryta á Hói- um. Móðir iians var Sigríðr Páls- dóttir, Árnasonar byskups. Þau fóm saman af íslandi 1876 og vóra gefln saman í hjónaband 19. Júní 1877 í Nýja Islandi. Mrs. Finey var ein af eigendum þessa blaðs og um eitt tímabil forseti f stjórnarnefnd þess. — Mrs. J. E. Peterson flytr ræðu f 'Únítara-húsinu annaðkveld kl. 7. — Séra Matth. Jochumsson flutti ræðu vestr í Argyle-nýlendu sunnu- daginn, sem hann var þarkyrtádög- unum. Hann hafði yfir 600 tilheyr- endr, sem komu að hlýða á vantníar- prestinn, sem ,Sameiningin‘ segir um að „hann verði kyrkjunni til tjóns og skapraunar meðan hún beitir honum fyrir kerru sína“ og að alt sem hann tíilar í óbundnu máli sé „bull og vað- all“. Argyle-söfnuðr heflr gerzt furðu djarfr, að hleypa séra M. .1. í kyrkju sína, og er vonandi að „séra Bókabé- us“ gefl þeim þungar skriftir fyrir. — Mr. Lister, sem er góðkunnr mörgum löndum vorum og heflr dvalið í vetr hér í Winnipeg, fer á mánudaginn vestr til Baldr og ætlar að dvelja þar í bygðinni um tíma. Hann kennir tungumál og dráttlist, dregr upp letr og mvndir til að sauma eftir og mun vilja sæta færi að fullkomna þekkingsínaá íslenzku jafnframt. — Vestrfarahóprinn næsti frá ís- landi (500 talsins) var væntanlegr í gær til Montreal. Ætti eftir því að koma hingað á mánudagsmorgun. — Enn er ókomið það sem oss vantar í íslenzka letrið frú Toronto Type foundry; er það dæmalaust prettvísis og óreiðu-hús við að skifta. Umboðsmaðr þcss lofaði oss öllu letr- inu innan 14 daga, er vér pöntuðum það í maí í vor. — Aðsendingar og in langa ræða séra Hafst. Pétrssonar taka svo mikið rúm í blaðiuu í dag, að Islands-frétt- ir og ýmsar ritstjómargreinir verða að liggja yfir til næsta blaðs. — Vér höfum meðtekið Ljóðabók Hannesar Hafsteins og munum geta hennar í næsta blaði. Séð höfum vér sýnisörk af Ijóðmælum Einars Hjör- leifssonar, sem verið er að prenta heima. í ár er verið að prenta 2. útgáfu af ljóðmælum Steingríms Thorsteinssonar. — Mr. Helgi Hallson frá Dakota, er dvalið heflr liér síðan í vor, fór í gær suðr til Glasston. — Mr. Jónas Jónsson (frá Siglu- vík) kom í vikunni hingað sunnan frá Dakota; hann dvelr hér nokkra daga og ætlar að verða samferða séra Matthíasi heim til Islands, alfarinn þangað. — Séra Matthías fór suðr til þeirra klerkanna séra Jóns og séra Friðriks Bergmanns ú miðvikudíiginn. Einar Hjörleifsson tróð samferð sinni upp á hann nauðugan, svo að hann varð að breyta ferða-áætlun sinni um Dakota fyrir bragðið. — Mrs. Guðrún Stephanson (hús- freyja Mr. Kristins Stephansonar) fór á mánudaginn vestr til Baldur, ætlar að dvelja þar um hríð sér til skemt- unar. — Mrs. Auðr Grímsdóttir frá Dakota heilsaði upp á oss í vikunni; hún dvaldi hér á íslendingadaginn. — Rev. Birni Pétrssyni finst hann vera heldr betri nú síðustu dagana. — Aflraun á kaðli, sem átti að vera á fimmtudagskveldið var, fer fram á mánudagskveldið kemr, á sama stað og áðr var tiltekið. — í „Fjallkonunni11 18. f. m. stendr svo látandi fregn : ,,Einar Hjörleifsson. Sagt er, að rit- stjöri Lögbergs, hr. Einar Hjörleifsson, sé nú orðinn svo heimfús, að hann vilji fyrir hvern mun komast hingað. Hefir það einnig flogið fyrir, að leitað liatí verið samskota hér í bænum, annaðhvort til farareyris, eða til glaðn- ingar þegar heim kemr“. Minneota, Minn., 1 Ágúst 1893. (Frá fréttaritara Ilkr.) Tíðarfar er ið úkjósanlegasta, nú um stundir er veðrútt norðlæg, þur og fremr köld. Verziun er hér nú fremr dauf, sem orsakast af inu lága hveiti verði. Byggingar. í ár, er hér mikið minna um húsabyggingar, en var hór síðastliðið ár. Þó eru nú Minneota búar að láta byggja barnaskóla-hús, bygt úr múrsteini. Þass mun ég frekar geta síðar. Mannalát og slistarir. I sumar hafa hér dáið þeir feðgar, Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Þorsteinsson úr Eyðaþinghá. Sigrgeir Loptsson og annar drengr, voru að handleika skammbyssu með skoti í, enn af vangá h 1 jpp skotið úr og í fingrinn á drengnum svo íiögiaði hún með fram kjálkanum á Sigrgeivi Loptsyni og Og niðrundir kjálkabarðið og gróf sig þar nndir skinnið, læknir kvaðst mundi geta tekið hana skaðlaust i burtu. Fundahöld. Fyrir þrem vikum síðan var safnaðarfundr í Norðrhyggð, á þeim fundi varsöfnuðrinn ’ögleiddr. Á þeim fundi vrr hvorki Sveinn eða Askdal. Engi og akrar. Engi er hér mjög vel vaxið, akrar heldr lakar en í meðallagi. Heyannir hafa hér geng- ið mjög greiðlega: uppskera er nú að byrja. Ferðamenn. Guðra. Ögmundsson og fjölskylda hans komu í síðustu viku hingað. — Sem háráburðr og til að fyrir- byggja hármissi á Ayer’s Hair Vigor engan sinn líka að kostum og gæðum. Hann hreinsar flys ur hári, gerir húrsvörðinn rakan og mjúkan, hrein- an og hraustan, gefr veiku, upplit- uðu og gráu hári líf og lit. Engin hársmyrsl era í meira afhaldi. — Maðr eða kona, sem vantar heilsu eða þrótt til algengra starfa, er eins og stýrislaust skip. Þegar matarlyst- in bregzt, þegar veiklun og óregla kemst á magann, lifrina, nýrun og innyflin, þú taktu Ayer’s Sarsapariila. DÁNARFREGN. Föstudaginn 14. Júlí kl. 5. árdegis andaðistaðheimili sínuað Hallson P. O., N. D., Augutt Audreat Ilannon, tæpra 37 ára gamall. .larðarför hans fór fram 17. s. m. að viðstöddum merkisprestin- um séra Friðrik J. Bergmann, er flutti andríka áminnandi og hjartnæma ræðu. August sál. var fæddr á Ár- bakka á Skagaströnd, í Húnavatnssýslu 12 nóv. 1856. — Misti föð sinn ungr_ En ólstupp með móðr sinni, þar til hann, sjálfr gat hjargað sér, sem varð von framar snemma. Fyrir tæpum 5 árum, fluttist liann frá Korná, í sömu sýslu, til Ameríku til heimilis móður sinnar. Hann, eftirlætr konu og eitt barn, móðir og bróðir sem sárt sirgjandi ástvini, auk margra fleiri, er sakna hans sem ráðdeildar og atgjörvis-manns. Skylduræks, ástríks og friðelskandi prnðmennia. Svo minnist látins vinar Jacob Benedictsnn. YFIRLÝSIXG. Ég undirritaðr framtók í 52. nr. Lögb. þ. á. um herraþá.er bezt höfðu hjálpað mér í lærbroti mínu í vetr. En mér láðist að geta þess manns, sem jafuframt inum áðr áminstu herrum studdi að bata mínum. Það var herra homöopati Benedikt Sigurðsson. Ég bið nefndan Bonedikt Sigurðsson vel- virðingar á gleymsku minui, og tjái honum mitt bezta þakklæti fyrirgóða aðstoð hans. Icel. River 19. Júlí 1893. Pétur Árnason. “Clcar Ilavana Cigars”. „La Cadena“ og „La Flora“. Biddu ætíð um þessar tegundir. Tapast hafa úr girðingu hjá undirskrif- uðum 4 kálfar 2 svartflekkóttir 1 svartr 1 grábrondóttr, hver sem getr upplýst um þessa k. lf.i getr átt von á góðri borg- un hjá S. Thorvaldsson Akra, Pembina Co. N. D. Til skiftavina okkar Eins og kunnugt er höfum við sem aðrir hér í kring sem við verzlun sýsla sökura hinnar megnu deifðar í öllum viðskiftum, orðið um næstliðinu tíma að takmarka að miklum mun öll iun- kaup á vörum og þar af leiðandi oft ekki haft vörur þær sem um hefr vetið beðið. Okkr er nú stór ánægja að geta tilkinnt skiftavinum okkar að eftir 15 þ. m. munum við hafa stöðugtallar nauðsynja vörur og selja þær fyrir eins lágt verð eins og noltkr annar £ nærliggjandi búðum > Yðar með vinsemd . T. Thorvaldsson & Co. Akra, N. D. 1 Ágúst 1893. Lágt fargjald með Northern Pacific brautinni. Frá 12 Ágúst til 12 næsta mánaðar verða tickets seld með eftirfylgjandi verði: frá öllum vagnstöðvum í Mani- toba til Chicago og til baka frá Brandon 830.05, Wawanesa $30.05, Baldur $29.75, Miami $27.65, PortageLa Prairie $28.10, Morris $26.05, Winnipeg $27.70, gildir á öllum lestum. Frekari upplýsingar fást hjá farbréfa- sölum. In versta tegund. Herra: Fyrir hér um bil 3 árum síðan, var ég mjög þjáðr af inum allra verstu tegund af maga- veiki; hverki rnatr né meðal helst niðri í mér stundu lengr, og kvalirnar voru stöðugar. Að síðustu fékk ég eitt glas af B.B B. og eina öskju af Burdock pill- um, og læknaði það alveg lieilsu mína Mrs. S. B. Smith Elmsdale, Ont. Frd kóralsströndum Indlands. Herra. — Mér er ánægja að votta að eftir að lu.fa þjást í 15 mán af niðrgangi, er ég fékk eftir bnrnsfæðing (ég halði áðr þjáðst mjög af harðlífi) — fékk ég al- gerða meinabót aftrafDr. Fowlers Ex- tract of Wild 8trawberries. Annie M. Gibson Brilipathan, India. 1892, Rjorainn af Havana uppskerunni. „La Cadeua:1 og „La Flora“ vindlar eru án efa betri að efni og töluvert ódýrari heldr en nokkrlr aðrir vindlar. Fordóms- fullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast við það en þeir, sem vita hveruig þeir eru tilbúnir, lcannast við það. 8. Davis & Sous, Montreal. „The Sambro Lighthouse“ er í Sambro N. S. þaðan skrifar Mr. R. E. Hart eftir fylgjandi: „Það er enginn efi á að Bnr- nock Blood Bitter hefir gert mer mikið gott. Ég var veikr, máttlaus og listar- laus, en B. B. B. gerði mig heilbrigðan sterkan og gaf mér beztu list. Yæri þða uieöal betr pukt muudu inorgu manns- ífi bjargað. In bezta heilsubót. Herra. — Ég var mjög þjáð af máttleysi, lystarleysi og svefnleysi, og reyndist mér B.B.B. ið allra bezta meðal sem ég hefi nokkurn tíma þekt. Miss. Heaslip, 34 Huntley Str., Toronto, Ont. Hvað segja þeir? Vildarmennirnir auknst. Áreiðanleikrinn viðrkendr. Að gæðum ið bezta i einu orði ið bezta með- al við öllum hitasjúkdómum, niðrgangi harðlífi, krampa, kóleru o. fl. er Dr. Fowlers Extract of Wild Strawbr.eies. Allir lyfsalar selja það. Maiðr og fóstrur. Allir, sem börn þurfa að passa ættu að vita að Dr. Fow 1- ers Extract of AVild of Strawborries er áreiðanlegasta lyf til að lækna alla liita- sjúkdóma svo »em niðrgang, harðlífi krgmpa, kóleru lystarleysi máttleysi o. s. fi v. Þriðjud kvcld 15. þ. m. ki. 7), verðr fundr í stúk. „Isafold11. Mjög áríðandi að fundr verði vel sóttr. VIÐ SELJVM HÚSBÚNAÐ MJOG ÓDÝRT. Komið og sjáið svefnherbergisgögn (Bedroom sets) vor, öll á $1600., rúm $3.00, horð $1.50, og $2.25; hægindastóla og sófa á $8.00. Ljómandi fallegar myndir áj$1.00 og yfir. Barnavaguar $8.00. Allir velkomnir og ráðvandlega skift við hvern mann hjá Scott & Leslie, In mikla húsbúnaðarverzlim 276 Main Str. isw M Lilfi ul LOGGILT 1843. J0M A. MCCALL, F0I1SETI. Engir hlutastofns-eigendr (stockholders) til aðsvelgja ágöðann. Félagið er eingöngu innbyrðis-ftlag (mutual) og því sameign allra áliyrgðarhafa (með- I 1 \ r. I* 1. /\*.A„ I \ / \ 1 I* 11 II Ínf 1) 11/1 1 „ll/i A n. A X — 1 v . X .... IX .11 11.. 1*1 /1/1 / smærra en þessi ofanneíndu). N. Y. Life Ins. Co. átti 1893 eignir : 1°7 njillíónir dollara ; varasjóðr 120 millíónir. Inntekt á árinu nær 31 mlllíón. Útborgaðar dánarkröfur nær 8 millíúnir. Arságóði útborgaðr til ábyrgðarhafa á árinu yflr 3 millíönir. Lifs- ábyrgð tekin á árinu yflr yfir 173 millíónir. Lífsábyrgð í gildi um 700 millíónir. Gefr meðlimum fleiri og betri hlunnindi en nokkurt annað lífsábyrgðar- félug í lieimi. Borgar erfingjum, ef er samið, hálfar eða allar arsborganir umfram lífsá- byrgðina. ef maðr deyr .innan eO, 15 eða 20 ára eftir inngöngu í félagiö. Endrborgar við lok tiitekins tíinabils meira en helming allra árgjalda, en gefr samt fría ábyrgð fyrir fullri upphæð, án frekari borgunar, fyrir lífstíð. Lánar peninga upp á líísábyrgðarskjöl, gegn að eins 5 pC. ávöxtum. Eftir 3 árborganir viðheldr félagið ábyrgðinni fyrir fullri upphæð, þótt hætt sé að borga árgjöld. alveg frítt í 3 til 6 ár eftir upphaflegum samningi, eða gefr lífstiðar-abyrgð fyrir alt að helmingi meiri upphæð, en maðr hefir borgað. Leggr engin höft á meðlimina, hvar þeir lifa eða að hver.ju þeir starfa, eðr hvernig þeir deyja. Borgar út ábyrgðina möglunarlaust og refjalaust, ef að eins árstillagið er borgað. Nánari upplýsingar gefa: Westem Canada Branch Office 496| Main Str„ Winnipeg, Man. J. G-. Morgan, MANAGER. nou’t delav butjciíiöw a botTlc of Tfaln ■JAller * % b<L vcöiy to crttddC ön3 CURE any- ASK [=OR JHEISIEV/ 0Big25ÍBottle” ISLENZKR LÆKNIR DR. M. IIALLD0RSS0N, Park River — N. Dak. SUNNANFARI. *£■ Sunnanfara í vestrheimi ern: Chr. Ólafs- son, 575 Main Str., Winnipeg; Sigfús Bergmann, Garðar, N. D.; G. S. Sigurðs- son Minneota, Minn., og G. M. Thomp- son, Gimli Man. Hr. Chr. Ólafsson er aðalútsölumaðr blaðsins í Canada og hefir einn útsölu á því f Winnipeg. Verð 1 dollar. Í D R.woolrs Norway Pine Syrup. Rich la the lungr-healing: virtues ofthe PLne combined with the soothincr and expectorant properties of other pectoral herbs and barks. A PERFECT CURE FOR COUGHS AND COLDS Hoarseness, Asthma, Bronchitis, Sore Throat, Croup and all THROAT, BRONCHIAL and LUNG DISEASES. Obstinate coughswhich resist other remediea yield promptly to thia pleasant piny syrup. -mce 2»o. aho ooo. pen bottu. • OLO SV . LL D.UMI.TI. 262 Jafet í föðr-leit. að gera við alla þessa peninga ?“ spurði ma- jórinn. „Ég er að borga reikninginn minn, majór“. „Borga reikninginn ! Ekki nema það þó. Skoðum nú til — 104 pund sterling. Þetta er bölvað rán. Þér megið ekki borga þétta“. I þessu bili kom veitingamaðrinn inn. „Mr. Wallace !“ sagði majórinn; „eins og þér sjáið var vinr minn Mr. Newland í þann veginn að borga allan þennan reikning yðar. En þér verðið að leyfa mér að athuga, að þar sem Mr. Newland er kær vinr minn og þar sem ég liefi sérstaklega mælt með Piazza-hó- telinu, þá þykir mér reikningr j'ðar nokkuð ósaungjarn. Og ég mun ráða Mr. Newland til að flytja héðan af hótelinu undir eins á morg- un, ef þér sýnið honum ekki meiri sanngirni“. „Ég verð að geta þe-s, majór“, sagði ég, „ad ástæða mín til að senda eftir reikningn- um var sú, að ég vildi borga hann áðr en ég færi upp í sveit, en það geri ég á morgun eða einhvern næsta daginn". „Þá ræð ég Mr. Newland til að koma ekki hingað þegar hann kemr aftr til borgarinnar. Því að eltir að ég hefi pantað svo marga miðdegisverði og snætt þá með sjálfr, þá verð ég að skoða mig eins og particeps cnminis eða samsekan 1 þessu ránsverði, og því verð ég að standa fast á því að þér sláið af þess- um reikningi; annars spillið þér stórlega áliti hótels yðu“. Jafet 1 föðr-leit. 267 XXIV. KAPITULI. [Majórinn kennir mér, hvernig ég •igi að fara að spila Whist, svo að ég tapi aldrei, en það er með því móti, að við séum báðir i spilinu og spilum hver upp í hendruar á óðrum]. Daginn eftir fór ég til bankara minna og tók út £ 150, lagði svo af stað til--------úsamt Tímóteusi. Fleta hljóp í fangið á mér þegar ég kom, og grét f 'grum tárum af gleði. Þeg- ar ég svo sngdi henni, að Tímóteus biði úti og langaði til að sjá lnina, þá spurði hún, því hann hefði ekki komið inn líka. Þiið var svo kallsð á hann og kom hann inn í þjónsbún- ingi sínuro; ekki lét Fleta sér bregða hót við að sjá Timrn klæddan sem þjón minn og ekki spuröi hún, hvernig á því stæði; sýndi hún í þvi, hve vön hún Vur við að sjá margt kyn- legt, án þess að forvitnast um það frekara. Forstöðukona skólans lauk miklu lofsoiði á liana fyrir námfýsi heimnr og eftirtektusemi ; gekk hún frairi úr stofunni skömmu síðar. Þá tók Fleta í hönd sér festina »f hálsi sér og sagði mér, að nú myndi hún dálítið meiia um hana; hún kvaðst nú muna þ„d, að konan, sem hún mundi eftir, hefði haft í eyrum langa 266 Jafet í föðr-leit. sjálfr húsið, og leigi alt hitt út af því. Svo að þér verðið laus við húsaleigureikninginn11. „Sætið þér bezta boði, sem þér getið feng- ið, Newland", sagði Harcourt; „Þ'iggið þér boðið, því að þér megið reiða yðr á það, að það verðr yðr sparnaðr á endanum“. „Það er sannarlega íliugunarvert“, svaraði ég. „og ég játa þ ð, að það er líka mikils vert að hafa mnjórinn fyrir sambýlismann. Ef Carbonnell vildi lofu því að vera dálítið sparsamari—“ „Þ ð vil ég gera, kæri vin. Eg skal vera ráðsmaðr yðar, og reyna að láta peninga yðar endnst svo lengi, sem ég get; eg yeri þaö fyr- ir sjdlfs rráns sök ekki síðr en yðar. Eigum við ati láta þetta vera aftalað? Ég liefi nóg rúm fyrir þjóninn yð"r líka; og ef hann vildi hjálpa mér ofrlitið, þá skyldi ég lúta minn þjór, fa'a‘ Eg felst á þ, tta, og varð það að ráði. Jafet í föður-leit. 263 Mr. Wallace svaraði, að hann hefði að eins sett upp sitt algenga vana-verð; en kvadst skyldi líta yfir reikninginn samt aftr, og sjá, hvort hann gæti fært hann nokkuð mðr. „Newland minn góðr“, sagði majórinn; „ég hefi sagt fyrir um réttina fyrir yðr. Leyfið mér nú líka að semja um borgunina. Mr. Wallace; hvað segið þér um að slá af þriðj- ungnum í“ „Þriðjungnum, majór! Ég hefði bláberan skaða þá“. „F.kki er ég nú alveg samdóma yðr um það; en — sjáum nú til — kjósið þér nú hvorn kostinn, sem þér heldr viljið. Þér sláið af £ 20, eða þá að þér missið öll við-kif'ti mín og vina minna. Já eða riei ?“ Eftir nokkurt nöldr gekk veitingamaðr að því að slá £ 20 af reikningnuin. Hann kvittaði reikninginn og skilili eftir £ 20 á borðinu, hneigði sig svo og fór út. „Það var þó heppilegt sð ég skyldi rekast liérna inn rétt í þessu; þnð eru þó flau tuttugu pundin sþöruð. En meðal annars. Ég er heldr í skotsilfrs hraki i dag. Þér hafið ekkert á móti að láta mig fá þe-si punil ? Ég borga yðr þau aldrei aftr, eins og þér vitið“. „Ég veit það, majór, að þer borgið mér aldrei; en þessi puiid hefði ég horgað veit- iugamanninum, ef þér liefðuð ekki komið þar til sögunnar fyrir mig; svo að það er bezt ég úni yðr þau“. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.