Heimskringla - 26.08.1893, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.08.1893, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 26. ÁGÚST 1893. 2 Heimskringla kemr út i Laugardögum. The fleiraskringla Ptg. & Pnbl.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðslns í Canada og Banda- ríkjunum : lámánutSi $2,50 fyrirfram borg. »2,00 ð - »1,50 ---- - g __ »0,80; ---- — $u,ou Á Englandi kostar bl. 8s. 6d.; Á Norörlöndum 7 kr. 50 au.; a íslandi 6 kr. — borgist fyrirfram. Senttil Islands, en borgað hdr, kost S»l,50 fyrirfram (ella »2,00).____ ty Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1 f an. þ. á. purfa eigi að borga nema »2 fyr- r þennan árg., ef þeir borga fyrir 1. .'úlí p. á. (eða síðar á árinu, ef þeir æskjaþess SHk ákvæði sem þessi í 3. og 5. gr. munu ekki til vera í útflutningslttg- um nokkurs lands, varla í Russlandi. Væri ekki réttora að setja eyrna- mttrk á fólkið eins og á fénaðinn, og skoða það sem gripa-stuld að flytja mann úr landi ? Ef frv. vrði að lögum, yrðu allir íslendingar átthaga- bundnir þrælar. Þeir væru þá af- máðir úr tölu frjálsra þjóða. Og þá er bezt að hætta að tala um stjórnfrelsi íslands. Slík ákvæðisem þessi bera eitrað lianasár að líffærum almenns mannfrelsis. Það er hlægilegt, að sami maðr skuli vera að látast berjast fyrir af- námi vistarbandsins, og jafnfrámt að bisa við að innleiða annað helmingi skrlflega). ___________________ Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sending íylgi. Ritstjóriun svarar eng- um brí-fum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bráfum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bokstof- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. _ Uppsögnógiid að lögjm.nemakaup- andi sé alveg skuldlaus við biaWð. Augl{/ningaverð. Prentuð skrá yfir það send iysthafendum. ________ Ritstjóri (Editor); JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst. bl. kl. 9- 12 og 1-6 Rádsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON kl. 9_12 og kl. 1—6 á sknfst. argara þrælsband. Því að allar þcssar ákvarðanir eru ekki nema hræsnis-yfirskin. Inn sainn tilgangr frumvarpsins er að fyrirmuna mönnum frjálsræði til að flytja sig úr einu landi í annað — að lögbanna útflutning manna úr landi. Það og ekkert’annað er tilgangr- inn. Þetta frumvarp — einstakt í allri þingsfigu íslands — mun um aldr og æfi standa sem minningarmark nokk- urra íslenzkra þingmanna í lok 19. aldar. En meira en frumvabp verðr það aldrei. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : EcLitor Heimakringla. Box 535. Winnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er The Heimakringla Prtg. 16 Publ. Go. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or der, Registered Letter eða Express Money Order. P.anka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllUm. 653 McWilliam Str. íslenzkt frjálslyndi. Gefr mönnum ekki á að líta frum- varpið til breytinga á útflutninga- lögunum íslenzku, sem vér birtum í dag á öðrum stað í lúaðinu? Sérstaklega er upphaf 3. gr. í frv. dásamlegt. Enginn maðr innlendr né útlendr má halda ræður í þá átt, að „gera menn óánægða með þetta land“ (ísland), en „gylla fyrir þeiin önnur lönd“. Annars liggja við alt að 2000 króna sektir. Menn taki vel eftir því, að þetta er breyting á áðr gildandi lögum. Eft- ir þeim var að eins saknæmt að teela menn með ósönnum fortölum. Nú er það úr lögum numið. Nú er ekkert tillit tekið til þess, hvort menn segja satt eða ljúga. Nú á það að verða saknæmt efltir þessu frv., að segja sannleikann, ef sá sannleikr er fólg- inn í því að fræða menn um það, að önnur lönd sé betri til í heimi en ísland. Þvf að afieiðingin af, að segja þann sannleik með rökum og réttorðri lýsing og sainanburði, getr auðveldlega orðið sú, að einhverjir verði óámegðir með ísland og að sannleikrinni gylli fyrir þeim önnur lðnd. Það er líka einkennilegt, að hér á að refsa mönnum, ekki fyrir það, sem þeir segja, heldr fyrir afleiðingar þær, sem orð þeirra kunna að hafa á aðra. Efslíkum lögum er hlutdrægnis- laust beitt, þá getr hver samvizku- samr kennari í landafræði átt á hættu að verða dæmdr í 2000 kr. sektir hvað ofan í annað. Svo höfundar þesssi frumvarps ættu jafnframt að bera fram annað frumvarp um að lögbanna að kenna þá fræðigrein, að minsta kosti öllum almenningi. Og þetta er í lok 19. aldar og það eru íslenzkir þjóðkjömir þíngmenn, sem koma fram með þcssa háðung. Þótt sumir af höfunduin þess sé persónulegir vinir vorir, þá getum vér þó ekki látið vera að birta nöfn þeirra: séra Einar Jónsson, Dr. Jón Þorkelsson (Kmh.), Jón Jónsson (frá Slcðbrjót), Ólafr Iíriem. Það er sorglegt að sjá svo marga góða drengi setja sjálfa sig/ í gapa- stokkinn. Þá er 5. gr. frumvarpsins svo lög- uð, að verði hún að lögum, getr eng- inn maðr verið útflutningastjóri. ílvemig á nokkur maðr að geta haft vissu fyrir því, að annar maðr kunni ekki að skulda nokkrar krónur áhinu eða þessu landshominu ? Sortu-litr. Þeim löndum heima, sem illa er við vestrfarir, mun þykja hnífr sinn hafi komið í feitt, er þeir hafa fengið að lesa tvö bréf frá einhverjum Ný- íslendingi í Árnesbygð, sem Ísafold birtir 2. Ágúst. Yér höfum tekið þessi bréf upp, því að óefað munu þau sæta athvgli hér vestra, og vafa- laust munu Ný-íslendingar einhverjir skora á þennan" sveitunga' sinn, að gera kunnugt nafn sitt. -; Það hefði hann ogjj átt að gera ótilkvaddr í byrjun — ekki til þess að sveitungar hans skeyti skapi sínu á honum; til þess er engin ástæða; því að þótt frá- sögn hans sé öll mjög einhliða, og gefl því ekki rétta hugmynd, þá er engin ástæða til að illskast við höf- undinn fyrir það, svo framarlegasem ætla má að hann fari ekki með ósatt mál af <ísetningi og það dettr ossekki í hug að ætla. En hann, og allir þeir sem eru að skrifa heim til leið- beiningar mönnum heima, ættu að rita undir fullu nafni, af því að eng- in trygging er annars fyrir því, að bréfln sé ekki tilbúningr, sem óvinir vostrferða láta setja saman fyrir sig, og svo er það alt af drengilegra að ganga viðgþví, sem maðr segir og ritar. Það er ef til vill ekki svo margt í þessum bréfum, sem ekki megi finna einhvem stað, þó að sum atriði sé að ætlun vorri ekki rétt^hermd. Engu að síðr álítumjvér brófln ranglát við land þetta yfir höfuð og villandijfí ýmsu, mest fvrir það, að ummæli þeirra, sem eiga að eins við lítinn fíTiTtlj vcstrfaraj ogjj við ástand í sjr- stöku landplássi, verða án efa skilin á íslandi svo, sem hefðu þau miklu almennari þýðingu. Og bréfritinn sjálfr getr ekki kallazt alveg saklaus af að liafa gefið tilefni til þess, af því að hann getr ekkert um hitt, hve fjölda mörgum löndum vorum hafa orðið bústaðaskiftin að góðu, né heldr um það, að mjttg ólíkt hagar til hér í inum ýmsu bygðarlögum, og að það er ekki náttúrunni og landinu að kenna að öllu, eða einu sinni að mestu, hve skamt sumir eru á veg komnir í hans nýlendu; til þess liggja orsakir í sögu þeirrar nýlendu, sem hér yrði of langt að rekja, en flestum þar munu þó nú ljósar. Oss dettr ekki í hug að neita því, að ýmsir fari af íslandi hingað fyrir það, að þeir liafa skakkar hugmynd- ir um lífið og ástandið hér. Þótt þeim blöðunum á íslandi kunni að þykja það hart, þá er það engu að síðr efltir bezta viti voru satt, að þau, einkum „ísafold“ og „Þjóð- ólfr“, eru að mjög miklu leyti orsök í þessu. Þau hafa tekið þá stef'nu, að ofsækja með blindum ofsa allar vestr- farir, flytja fjarstæðasta lyga-þvætt- ing um land þetta, sem sumpart heflr verið hrakinn jafnharðan, og sumpart verið svo úr garði ger, að það hlaut að vera sjálfsætt hverjum manni, að tilgangr þeirra var ekki sá. að fræða menn um Sannleikann, heldr sá, að reyna með öllu móti að hefta vestr- farir með því að dylja menn sann- leikans. Afleiðingin heflr verið sú, að eng- inn maðr að kalla festir mark á orð- þeirra, en þeir sem vestrfaranna hafa verið hvetjandi, hafa eðlilega, til að vega á móti þessu, leiðzt til að halda helzt til einhliða í gagnstæða átt, skýra eingöngu frá því bezta, er þeir gátu með sönnu sagt um landið hér og hag manna, en leggjahittí lágina, sein að er. Því alstaðar er eitthvað að. Þeir vita hvort sem er, að heima-blöðin halda uppi hinni hlið- inni. Ef ísl. blöðin heima fengju sér sannorða áreiðanlega menn, sem rit- uðu þeim með fullu nafni sínu undir fregnpistla héðan af og til, og þau tækju hlutdrægnislaust upp fregnir um líðun manna hér vestra eftir blöð- unuin hér, þá hyrfi þessi einhliða ofstæki á báðar hliðar og menn heima fengju sanna og rétta hugmynd um landið hér og ástandið. Auðvitað yrði það ekki til þess, að menn hættu að flytja vestr af íslandi, en það yrði til að stuðla að því, að þeir færu helzt vestr, sem hingað eiga erindi, en hinir færu hvergi, sem ekki eiga erindi hingað. Og það það ætti þó að vera til- gangr blaðanna, að skýra mönnum svo frá hverju efni, sem er, að þeir fái sem róttasta hugmynd um það. Og vér efum ekki, að þá mundu ýmsir sitja heima kyrrir, sem nú fara vestr, sérstaklega sumir menn, sem lifa góðu lífl heima og hægu og leggja sig ekki sjálfa í þunga vinnu, af því að þeir þurfa þess ekki með. Ef slíkir mcnn fara hingað vestr í þeirri von, að þeir geti lifað á sama hátt hér, látið aðra vinna fyrir sig og haft hægðar-daga, þó að þcir komi ókunnigir atvinnuvegunum hingað og með lítil efni eftir hérlendum mælikvarða, þótt efnaðir heiti heima, þá er eðlilcgt að þeim brcgðist vonir, sum þcir hafa bygt á ókunnugleika sfnum. Hvernig getr mönnum dottið í hug, að þeir geti komið svo allslausir iiingað til lands, eignalausir, matlaUs- ir, mállausir, að þeir eigi ekki örðug- leikum að mæta í fyrstu ? Efagent- ar lofa mönnum að ábyrgjast þeim vinnu undireins og þeir koma hingað, þá lofa þeir því, sem þeir ekki ættu að lofa. Auðvitað gerir Canada-stjóm alt sem hún getr, til að útvega fólki vinnu, og oftast má fá einhverja vinnu einhverstaðar; fylkisstjómin hér mun gera ið sama, en hún er auðvitað bundin við þetta fylki. Vinnan verðr fyrir karlmenn upp- skeruvinna út um sveitir, eða jám- brautavinna, og þá að koma fjölskyld- unum fyrir. Þetta er örðugt líf til að byrja með fyrir þá sem hafa verið vanir að vera sjálfs síns húsbændr og stýra öðram til vinnu fremr en vinna sjálfir. En menn eiga að bú- ast við þessu, og agentarnir eiga að setja menn inn í það, hvers þeir eigi að vænta. Só það ekki gert, verðr afleiðingin óánægja og ósanngirni í dómum um landið og lífið hér. Hitt, era engar öfgar að segja, að þótt menn komi hér fátækir og verði að jeggja hart á sig og eiga örðugt í byrjun, þá eiga hraustir, reglusamir og hyggnir menn hér kjarabót og góða framtíð fyrir höndum. Þegar „röddin“ frá Ámesi segir, að í sumum nýlendum sé það algengt, að fá ekkert fyrir lönd sín, ef menn flytja burt, þá væri réttara af höf. að benda á, í hvaða nýlendum það er. Enginn mun segja það um Argyle- bygð, Yatndals-bygð né um Dakota- nýlendumar. Og ekki verðr það al- rnennt með sanni sagt nú orðið um Nýja ísland. Mundi það eiga sér víða stað nema í Þingvalla-nýlend- unni syðri og nyrðri (Lögbergs-nýl.)? Ilöf. hyggr íslendingum hollaraað flytja annað, en til Canada, og að sá flutningr verði íslandi til góðs. Þctta kynjar oss. Er höf. svo kunnr Can- ada ? Eða þekkir hann að eins til í sinni Árnes-bygð ? Heflr hann ekki orðið fljótfœrinn hér? Hvert álítr ísl. betra að fara en til Canada ? Ef hann veit annað betra, því bendir hann þá ekki á það ? Höf. gerir mikið úr því, að Múla- sýslubændr mundu sakna sauðakets og verða að lifa mest á flski í Ný-ísl. Múlasýslubónda þekkjum vt-r norðr þar, sem aldrei fæst við neinn veiði- skap í vatninu og virðist lifa góðu lífl og búa blómabúi. Enganhörgul fundum vér hjá honum í fyrra sumar á sauðaketi og hvers kynsmatvælum. Þar hyggjum vér höf. oftali, er hann segir, að ekki sé einn sá bóndi til í N.-ísl., er geti goldið vinnumanni árskaup. Svo ókunnugir sem vér er- um, þá getum vér nefnt þar bændr, er þetta gætu. Hitt er annað mál, að það er ekki siðr í þessu landi, og borgar sig ékki, að halda vinnufólk að nauðsvnjarlausn. Hjúahald er dýrt hér; því að eins er kaup hér svo hatt. . Höf. veit að eins af þrem nýlend- um, sem ætlazt sé til að ísl. setjist að í: Melíta-nýl., Þingvalla-nýl. og N.- íslandi. Hver ætlast til þess ? Varla mun Manitóba-stjómin ætlast til að koma mönnum í Þingvalla-nýlendu, nó vestr hlut Melíta-nýl., vestr fyrir Manitóba. En því má ekki nefna Álftavatns-nýlenduna ? Svo er nú og síðan komið nýtt nýlendusvæði á vatnsbökkum Manitóba-vatns. Og því á að gleyma Vatnsdals-nýlendu og Alberta-nýlcndu ? Fólk sem kcmr með efni, getr og fengið keypt góð lönd hvar í Manitóba og hvar í Can- ada sem vill. Það var ekki tilgangr vor að at- huga alt það í bréfum þessum, sem athuga mætti. Vér vildum að eins benda á, að frásögnin er einhliða og gefr því ranga hugmynd um. sumt, þó að vér teljum víst að höf. hafi ekki ætlað viljandi að segja neitt ósatt. Það má haga svo orðum, að eigi sé neinu beinlínis skrökvað, en þó gefln alveg röng hugmynd um hlutina. Það er t. d. satt, að „í N. ísl. er nógr skógr, svo að menn hafa nóg að brenna, geta líka bygt yflr sig kofa úr bj dkum og klest í rifur með jarð- arleir eða mykju“. En ókunnugir menn heima á ísl. munu skilja þetta svo, að lítilfjörleg mjög sé nú húsa- kynni í N. ísl. Og sú hugmynd er alveg röng. Það eru í fúm nýlend- um eins góð húsakynni að jafnaði; og engum manni mundi blandast hugr um, að húsakynni í N. ísl. yfir höfuð taka svo langt fram liúsakynn- um til sveita heima á Islandi, að þar er enginn samjöfnuðr á. RÖDD FRÁ NÝJA-ÍSLANDI.. [Eftir ísafold.] I. Árnbs P. 0., 6. Apr. 1893. Heiðraði ritstj. ísaf. Ég get ekki að mér gert að skrifa þér þetta bréf, því mér þykir úr hófi keyra, hversu mikill ákafi er í stjórn Canada til að fá fólk af íslandi til að flytja hingað. Þess vegna vildi ég spyrja þig að einni spurningu, Og hún er þessi : hvað hugsa leiðandi menn á íslandi, eða geta þeir ekkert gert til að koma í veg fyrir að fólksflutningar aukist frá íslandi ? Oft er þörf en nú er nauðsyn. þar sem í sumar verða þrír til f jórir vestrfarapostular á íslandi til að smala saman sauðunum, sem þeir sækj- ast svo mjög eftir að flæma tir sínum átthögum, flytja þá síðan vestr yfir At- lantzhaf til að dreifa þeim um afrétt Canada, og svo auðvitað góðar vonir að þeim líði ósköp vel þegar þeir eru hingað komnir. En því miðr bregðast þær von- ir of oft, enda er undr, hvað menn eru ákafir að flytja frá íslandi. Mörgum af þeim væri betra að vera kyrrir og eyða kröftum sínum í þarfir föðrlandsins. En þeir vita ekki, hvernig ástseður þeirra verða hér, fyr en þeir eru hér komnir. Þér megið þó vita það, bændr á ís- landi, að þegar hingað er komið, þá eig- ið þér ekki hestana né kindrnar, sem þið selduð áðr en þið fóruð að heiman, og ekki heldr peningana, sem þið fenguð fyrir það. Nei, það íer alt í fargjöldin ; og þó að þér ættuð nokkra peninga, segj- um 1—2 hundruð kr., og aðrir ekki neitt þá vantar mikið á að þið getið keypt alt seui þið þurfið fyrir það. Hlutskifti flestra, þegar hér er kom- ið, er að koma fyrir konu og börnum, fara síðan sjálfir eitthvað í burtu til að reyna að fá eitthvað að gera, sem oft gengr erfitt. Þá vita flestir hverju þeir hafa slept og hvað þeir hafa hrept. Það er betra að mönnum líði illa í sínu eigin landi, heldr en þegar [>eir eru komnir í ókunnugt land ; enda segja margir, þeg- ar þeir eru komnir hingað, peningalaus- ir og matarlausir, með konu og börn : „Nær hefði mér verið að vera kyr, og bíða rólegr við mín litlu efni á gamla landinu. Hver mundi hafa rníað, að ég kæmist í annað eins basl ? Ég seldi alt sem ég átti til þess að koma.st liingað, en sé nú engan veg til að geta alið önn fyr- ir mér og mínum“. Þessi orð heyrast hér alment hjá þeim, sem eru nýkoinnir hingað. Enda er það ekki að furða, þ<'» þeim mönnum bregði við að koma hingað, sem hafa bú- ið heima og haft vinnufólk, en verða ein- ir að þræla hér til aö geta haft ofan ai’ fyrir konu og börnum, enda eiga þeir oft við þröngan kost að búa. Ég gæti skrifað margar arkir um á- stæður manna hér fyTrir vestan haf og þær alt annað en glæsilegar. Sagt er, að stjórn Manitoba ætli að senda einn af trúnaðarmönnum sínum, Sigtrygg Jónasson, til Englands, og kvað hann eiga að gera samning við Englendinga, að þeir kaupi fé af bænd- um á íslandi, það er að segja þeim sem vilja fara til Ameríku, og því miðr munu margir nota það tækifæri, að minsta kosti á norðr og austrlandi, þar sem Sig- urðr hefir farið um í vetr. Og ef Sig- tryggi gengr vel á Englandi, þá á hann að fara með gleðiboðskapinn til íslands. Það er ekki vanþörf að þið blaða- menn á íslandi sýnið nú rögg af ykkr og ritið af alefli á móti fólksflutningum til Aineríku, enda vonast ég til að þið gjör- ið það. Ég vil ráðleggja bændum á íslandi, þeim sem sjá einhver ráð með ivð komast af þar, að þeir eigi heldr kindr sínar sjálfir og gjöri sér gott af, heldr en að láta Sigtrygg selja þær fyrir sig, þó að þeir gætu komizt hingað fyrir pening- ana. Þeir munu komast að raun um, að þeir mega beygja bakið þegar hingað er komiö, En þeir fá ekki aftr peninga sína, þó að þeir vilji kórnast heim. Ég ber hlýjan Iiug til íslands og ís- lendinga, og þess vegna þykir mér mjög hörmulegt, þegar menn koma hingað að heiman, sern hafa komizt þar vel af, en búa hér við skort og óánægju. Um skýrslur Baldwins er það að segja, að í sumum nýlendum íslendinga mundi mönnum þyltja gott aðfáemn dollar fyrir hverja fjóra hjá honum, því það er algengt, þegar menn flytja sig í burt, að þeir fá ekkert fyrir lönd sín, og þó er virðingin oftast mest í þeim, Ég hefi í hyggju að skrifa þír smá- pistla héðan öðru hverju um það, sem heldr mundi aftra íslendingum að flytja sig hingað. Því ég hata alla Ameríku- flutninga, mest vegna þess, að ég hygg að ísland bíði tjón við það, og hér fer alt íslenzkt í hundana. Ég inun sýna fram á það seinna. Þó þú takir eitthvað úr þessu bréfi, ef þú skrifar um fólks- flutninga til Ameríku, þá vil ég ekki að þú getir um nafn mitt. Ég mun gera það sjálfr, ef blöðin hér vestra krefjast þess. Því ég skrifa ekki nema það sem ég veit að er satt. Ég hugsa, að íslendingum væri betra að flytja sig annað en til Canada, ef þeir vildu fara af íslandi, og sá flutningr inúndi v'erðá ísláhHi tTT ills. II. Árnbs P. O., 25. Apr. 1893. Heiðraði ritstj. ísafoldar Nú er Sig- tryggr farinn heim til íslands, og er víst ætlazt til, að hann fari ekki ónýtisferð, þvf nú fyrir stuttu birtist hér í ensku blaði, að stjórn Manitoba væri búin að semja við eina gufuskipalínu að flytja frá íslandi 1500 manns, og þó er búizt við, að nokkuð margt flytjist með Dom- inion og Allan-linunum. Það er aðeins 1500 sem þeir Sigtryggr og Sigurðr eiga að smala saman. Blaðið segir, að þessi 1500 eigi að setjast niðr við Winnipeg- vatn. Þessi orð ,,við Winnipegvatn" benda auðvitað til Nýja-íslands. Ég, sem er Ný-íslendingr, hefi sterk- an grun um, að mörgum bregði við að komv hingað. Líklegt er, að Múlasýslu- fjárbændr horði ekki mikið af sauðakjöti fyrstu árin í Nýja ísl. Því víst eru þaö margir, sem búnir eru að vera hér tíu ár, sem enga kind eiga og lifa mést af fiski og kartöflum. Hér er líka lítið af ónumdum löndum við vatnið, svo að þeir, sem ætla að taka hér lönd, geta ekki fengið þau nema frá hálfri til heillr- ar enskrar mílu frá vatni. Það er að segja þau sem næst eru vatninu. En samt þykir það nógu langt að bera fisk- poka þá leið á baki og heim til kofa sinna f gegn um þéttan skóg og vaða bleytuna í hné. Menn heima á íslandi munu segja, að bændr hér láti vinnumenu sína gera þetta ; en satt að segja, þá er hér í N ýja Isl. ekki einn bóndi, sem getr goldið vinnumanni eins árs kaup. Þess vegna verða bóndinn og konan aðgera alt sam- an sem gera þarf. Ilvernig lízt bændum á þetta Jieima á Islandi ? Þeir sem láta aðra vinna fyr- ir sig, mundi þeim ekki bregða við að koma hingaö ? Flugunum hér ætla ég ekki að lýsa. Ég hefi ekki annað orð yfir það, en að þær eru landplága. Ef íslendingar, sem hingaö koma í sumar, sjá, þegar hingað er komið, að þeir hafa verið dregnir á tálar af vinum þeirra hér, eða smölunum sem héðan koma, þá ættu þeir ekki að feta í þeirra fótspor, heldr að segja satt frá ástæðum sínum, eins því vonda eins og inu góða, því það er illa gert að koma þeim mönn- um til að fara að lieiman, sem sjá ein- hver ráð að geta lifað þar ; þeir mega ekki búast við meiru, þegar hingað er ltomið, en að geta dregið fram lifið með mikilli fjTÍrhöfn. Auðvitað er þeim lijálpað af vinum þeirra þegar hér er lcomið, en það er svolítið, því menn liafa nóg með sjálfa sig. Reyndar geta menn hér selt þeim gi’ipi þegar hér er komið, ef þeir hafa peninga, því hér eru menn í peninga- þröng, sem sést bezt á því, að allir' sem geta borgað gjöld sín til sveitar, gera það, því ella or það tekið lögtaki, og það þo menn eigi ekki nema einn grip í eigu sinni, og samt eru nokkur hundrðð doll- arar á ári hverju óborgaðir, sem menn hafa engin ráð með að borga........... Það eru þrjár nýlendur, sem ætlazt er til að íslendingar setjist að í : Melita, Þingvallanýlendan og Nýja ísland. Til Melita munu fáir fýsast að fara, sem nokkuð þekkja þar til, og í Þing- vallanýlendunni eru svo bágar ástæður fólks, að slíkt. mundi þykja stór neyð á íslandi. Allar skepnur í dauða af hey- skorti, sem stafar af of miklum gras- bresti síðastliðið sumar, og fátækt fólks svo mikil, að það getr ekki keypt björg handa sjalfu sér hvað þá fyrir skepnur sínar. Nýja íslander sú bygðin, sem menn sem koma að lieiman, mundu helzt geta dregið fram lífið í, vegna þess að þeir geta! Iirað a fiski uf vatninú, koinið sér upp húsi úr skóginum og ræktað kart- öflur. í Nýja íslandi er nægr skógr, svo að menn hafa nóg að brenna og geta líka bygt yfir sig kofa úr bjálkum og klest í rifur með jarðarleir eða mykju; víða nokkuð gras, í mörgum stöðum ekkert; kartöflur liafa fæstir meira en fyrir sjálfa sig ; einstaka maðr hveiti, þó ekki meira en fyrir nokkur hænsni; verzlun- arvara fiskr, hjá þeim sem geta stundað þá veiði á vetrum; sumir selja 1—2 gripi á ári ogj margir verða að fara langt í burtu í vinnu til að geta keypt vetrar- forða. Flestir liafa of lítið að kaupa fyr* ir, margir skuldugir. Vetrinn er hér harðr og langr. Öllum skepnum verðr að gefa að minsta kosti 7 mánuði af ár- inu, eða frá því seint í Október og þang- að til seint í Maímán., og jafnlcngi liggr ís vanalega á vatninu; en fiskr er veiddr upp um vakir á ísnum. Nú er vika af sumri og þó er ísinn á vatninu um 4 fet á þykt. Athugid myndina.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.