Heimskringla - 26.08.1893, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.08.1893, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 26. ÁGÚST 1883. Winnipeg. — Mrs. J. E. Peterson talar á sunnud. kveld í Únít. kyrkjunni. — N. Pacific járnbr. fi*l. er gjald- þrota, nú í höndum umsjónarmanna. — Seha Jón Bjarnason er nú með heilsulxízta móti; fór í vikunni vestr í Argyle-nýlendu. — Fóein eint.ök eru til af Ljóðm J. Ól.; þau kosta í bandi $1,25. Að- eins öRFá eru til. — Íslenzkt kvennfólk, sem vill komast í enskar vistir, getr snúið sér til ritstj. Hkr. — Miss Ingirjörg Jóhannesson er komin heim aftr úr kynnisför sinni til N. Dak. — UTANásKRiFT til Ólafs læknis Stephensen er P. 0. Box 535, Winni- peg- — í Frakklandi fóru svo kosning- ar, að einveldismenn cru nær hoifnir af þingi. — Miss Sigrídr Brynjólfsson frá Mountain, N. D., dvelr hér um tíma 1 kynnisferð hjá Mr. S. J. Jóhannes- son. — Rev. B. Pótrsson kom í fyrra- dag yfir á skrifstofu vora. Það er ið fyrsta sinn cffcir skurðínn að hann kemr í annað liús. — I Bæringsiiafsmálinu er fallinn gerðardómr; féll í öllum atriðum andstætt Bandaríkjunum, en En - landi (Canada) í vil. — I fyrradag mikill eldsvoði í Suðr-Chicago. Brann yfir $1,000,000 virði; 250 bús bmnnu ; 7000 manns húsviltir. — Enn er ekki búið að setja fast- an „liquidator" fyrir Commercial- bankann, en Mr. Fcrguson fékk meir en helming allra atkvæða á fundin- um. — Utsölumenn, sem kynnu að hafa eitthvað óselt af Ijóðmælum Jóns Ólafssonar, cra beðnir að gera s o vel að endrsenda honum það undir eins. — Ungr liðlegr íslendingr, sem er góðr að taka pantanir og talar Iiæði málin, getr fengið góða atvinnu. Winnipeg Portrait Co., Higgins Block, 620| Main Str., Winnipeg. — Menn, sem fóra suðr til N. D. til að leita þar vinnu um uppskeru- tímann, era smám saman að koma norðr aftr. Kaup þar lágt: frá $1,25 til $1,50 á dag, og fleiri vinnumenn í boði en þörf er á. — Rinai Hjörieifsson ritstjóri í Winni- peg sótti í sumar um „skáldlaun" til Al- þingis, liklega í líking viðTorfhildiHolm. En fjárlaganefnd neðri deildar var ein- huga á móti þeirri veitingu, og er oss ritað að „engin útsjón“ sé til þess að Einar fái hæn sina veitta. — Einnver hrekkjalimr hefir ætl- að að gera séra Matth. Joch. að tví- mælismanni með því að setja undir hans nafni grein í Lögb., sem lýsir ranghennd þau orð, er séra Matth. aftr og aftr talaði hér á skrifst. Hkr. — Þingmannskosning (til fylkis- þings) fer fram í Brandon 8. sept. (tilnefning 1. þ. m.). Af hendi and- stæðingaflokks Greenway-stjórnar- innar er í kjöri Mr. Macdonald, for- vígismaðr andstæðingaiiokksins ásíð- asta þingi, einn inn færasti og bezti þingmaðr. — Áhrif loftslagssins sýkja menn ekki ef menn halda hreinu blóðinu með Ayer’s Sarsaparilla. Dálítil varúð í þessu efni getr fyrirbygt sjúkdóma um þetta leyti. Ayer’s Sarsaparilla er bezta lyf, sem til er, árið um kring. — Ekkert á betr við þurra og laslega lifr en Ayer’s Pills. í þeim er ekkert calomel né steinetni, en þær erú gervar af beztu et'num Sgætustu læknisjurta; það bregzt ekki að þeim sjúklingi batni, sem brúkar þær. — Mr. Burgess, staðgöngumaðr innanríkisráðgjafans (Deputy Minist- er of the Interior) kom hér á miðku- daginn að vestan á undan ráðgjafan- um, fór austr sama kveld. Vér áttum aíði-stund tal við hann, og lét hann ánægju sína í ljósi yfir innflutning- unum frá íslandi. Hverntg þeir orsaknst. Um hita tím- ann kemr krampi yfir oss eins og þjófr á nóttu og heldr fast við oss þangað til læknirinn kemr eða verkrinn er drifinn í burtu með Perry Hnvis Pain Killer, ið alþekta meðal við öllnm hita sjúkdóm- um. Ekkert heimili ætti að vera án Pain Killer, ef ekki er lyfjabúð í næstu derum. Allir góðir lyfsalar selja það. Að eins 25 cts. stór flaska. Til góðra manna. Fyrir nokkru hvarf liéðan Tryggvi Jónsson, nýkominn að heiman. Það er lítill efi á að maðrinn hafi fyrirfar- ið sér; hvergi hefir til hans spurzt. Hann lét eftir konu, Helgu Jónsdóttr, með bam á öðru ári og langt á leið komna að öðru baminu til. Hún á hér engan að í álfunni, er ófær til vinnu sem stendr, og alveg bjargar- laus fjTÍr sig og bamið. Hún heldr til hjá Guðm. Sigurðssyni á Ross Str. vestarlega. Vildi einhverrétta henni hjálparhönd, er hana þar að hitta. Vilji einhver afhenda nokkra gjöf tij hennar hér á skrifstofuna, skal verða grein gerð fyrir þvf. Að taka af henni bamið, væri án efa mikið góð- verk. Jón Ólafsson. íslands-fréttir. i. (Eftir ísafold]. 10. Júlí. Skúta-mdliö. Sakamálið gegn Skúla sýslumanni Thóroddsen og bæjarfógeta á Isafirði hefir verið dæmt í héraði 10. þ. m. Hefir kærði verið dæmdr frá embætti og til þess að greiða all- an af rannsókninni og málinu gegn honum löglega leiðandi kostnað, fyrir brot gegn þessum greinnm inna alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869: 125. gr. (að beita embættisvaldi sínu til þess að neyða menn á ólöglegan hátt til að gjöra eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógjört), 127. gr. (ef rannsóknardómari í sakamáli beitir ó- löglegri þvíngun til þess að kúga mann til játningar eða sagna), 185. gr. (embættismaðr tilgreinir nokkuð í bók- um þeim, er fylgja hans embætti, er aldrei hefir gjörzt, aða tilgreinir eitt- hvað öðruvísi, en það hefir gjörzt o. o. frv.), 142. gr. (ef embættismaðr í öðrum tilfellum en nefnd eru í grein- unum á undan notar embættisstöðu sína ranglega sér til ávinnings eða til þess að gjöra nokkuð það, er hallar réttindum einstakra manna eða ins opinbera), og 144. gr. (fyrir vanrækslu eða hirðuleysi í embættisrekstri, sem ekki er lögð nein s'rstök hegning við í lögum, — ef nokkrum verðr það oft- ar á, eða ef hann sýnir af sér stór- kostlega vanrækslu eða hirðuleysi), sbr. 63. gr. (um samsteypu brota). Dómrinn hefir verið birtr inum dæmda hér, eftir samkomulagi við hann er hann fékk fararleyfi á þing, og mun honum verða þegar áfrýjað til yfírréttar. 26. júlí. Afnám helgidaga. Neðri deild hefir aðeins samþ. afnám kongsbænadagsins, en ekki hinna 4, er stungið var upp á. Embcettispróf við háskólann í lögum hefir lokið í vor Eggert Briem með 1. eink., og í læknisfræði þessir þrír: Stef- dn Stefdrison með 1. eink., Bjarni Thor- steinsson með 2. eink., og Sigurðr lljör- leifsson með 3. eink. Vestrfaraskip. 1 dag kom hingað gufuskipið Wiltshire, 521 smál., frá New- castle, sent að tillilutan Beaver-linunnar í því skyni að fara kring um land og hafa saman á eina höfn, Seyðisfjörð, alla vestrfara þeirrar línu og jafnvel fleiri, í því skj-ni að þeir verði þar til taks 1. ágúst, en þá á að vera þar komið stórt Atlanzhafsflutningaskip frá sömu línu, 5000 smálesta, er á að flytja allan hópinn beina leið lil Quebec, og er ætlazt til að hann verði þá kominn til Winnipeg 12. ágúst. Þeir Sigtr. Jónasson og Sveinn Brynjólfsson eru báðir með „Wiltshire" og segja svo frá, að orsök þess, að ekki kom skip hingað í öndverðum þessnm mánuði, eftir vestrförum, eins og til stóð og þeir höfðu reitt sig á, hafi verið prettir af hálfu gufuskipafélagsins danska, er hafi átt að senda eitt af sín- um ákipum (Romny) hingað aukaferð í því skyni. Eftir því sem frézt hefir, eru vestr- farar hópum saman búnir að bíða tölu- vert á höfnum fyrir norðan og vestan, og munu eflaust krefjast skaðabóta fyrir eða eru jafnvel farnir til þess. Sé dráttr- inn eingöngu að kenna samningsrofi af hálfu danska gufuskipafélagsins, getr línan auðvitað náð aftr hjá því skaða- bótum þeim, er henni kynni að verða úrskurðað að greiða. Kláýossbrúin. Brúin yfir Hvítá í Borgarfirði hjáKláffossi var fullger laug- ardag 22. þ. m. Er vel af látið bæði brúnni sjálfri og stöplunum undirhenni. Er nú tekið til að leggja veg að henni yfir mýrina fyrir noraðn ána; það er skilyrðið fyrir, að brúin verði almenni- lega notuð. 29. júlí. Ejárlaganefndarálitið. Helztu um- bætr, sem nefndin, í neðri deild, vill hafa í fjárlagafrumvarpinu : aukin fjárveiting útgáfu landhagsskýrslna í Stjórnartíðum 800 kr. á ári; búnað- arskólastyrkr aukinn upp í 14—15,000 kr. á ári (úr 10| þús.), og á Hóla- skóli að fá þar af 6000 og Eiða 3000 ; til laxaklaksí Hjarðai-holti í Dölum veit- ist 200 kr. á ári; neitað um auka- lækni í Eyjahrepp á Breiðafirði, en þar á móti bætt við aukalækni í Jök- ulfjörðum og öðrum í efrihluta Ár- nessýslu; 5000 kr. veitist til brúar á Austr-Héraðsvötnin ; 3000 króna gufu- bátsstyrkr hvort árið veitist Húnvetn- ingum og Skagfirðingum, og sömu- leiðis Eyfirðingum og Þingeyingum, en Múlsýslungum 5000 kr. til að kaupa gufubát, er notaðr sé til flutninga inn um Lagarfljótsós, og Húnvetn- ingum 5000 kr. til bryggjugerðar á Blönduósi; ölmusustyrkr við presta- skólann skal minnkaðr niðr í 200 kr. á ári (nú 600), og við latínuskölann lækkaðr um 500 kr. fyrra árið og 1000 kr. ið síðara; enginn stjTkr veittr fimleikakennaranum til utanfarar ; ölm- usur við Möðruvallaskóla lækkaðar um 100 kr.; laun forstöðumanns stýri- mannaskólans hækkuð upp í 1800 kr. (úr 1500); sveitakennaraþóknun aukin upp í „allt að 60 kr.“ og um 800 kr. alls á ári; stj'rkr til verzlunarskóla í Rvík falli burt; G. Zoega adjunkt veitist 400 kr. hvort árið til þess að ljúka við ensk-íslenzka orðabók ; neit- að um 500 kr. til að gera við sund- laugina hjá Laugarnesi (Rvík); deild Bókmfél. í Khöfn veitist 500 kr. á ári; Náttúrufræðisfélagsstyrkrinn færðr upp í 600 kr. á ári (úr 400); G.-T. Reglunni veitist 300 kr. hvort árið „til að stofna nýjar stúkur"; Birni Ólafssyni aukalækni á Akranesi veit- ist 500 kr. launaviðbót, en neitað um 2000 kr. til að setjast að í Rvík; ritstjóra „Þjóðólfs" veitist 1000 kr. fyrra árið til að semja skrá yfir pakka í landsbréfasafninu og endrskoða niðr- röðun skjalanna í þeim; fjárveitingin til séra Matth. Jochumssonar hækk- uð upp í 1000 kr. á ári og nefnist skáldlaun ; Skúla Skúlasyni á Akrejri veitist 700 kr. til að læra mynda- smíði erlendis. Allt að 40.000 kr. lán úr viðlaga- sjáði vill nefndin láta veita sýslufélög um til að koma á fót tóvinnuvélum, gegn ávöxtun og endrborgunar á 25 árum, og eins einstökum mönnum til þilskipakaupa gegn fulltryggu veði og 4000 kr. mest iil hvers skips. Frettaþráðr. Verzlunarnefndin vill láta þingið skora á ráðgjafa Islands að hlutast til um, að það verði borið fram við erlend ríki, hvort og að hve miklu leyti þau kynnu að vilja stj-ðja að því, sérstaklega veðrfræðinnar vegn- a, að lagðr verdi fréttaþráðr (telegraf) til íslands. Islenzk málaferli í Norvegi. Jón Jóns- son, fyrrum kaupmaðr í Borgarnesi, hefir tapað við yfirréttinn í Bergen máli sínu gegn stórkaupm. Joh. Lange þar í bænum. Mannaldt. Inn 16. júní andaðist í Hergilsey á Breiðafirði ekkjan Sig- þrúðr Ólafsdóttir, fædd 18. okt. 1807 í Gautsdal í Geiadal. Inn 11. júní andaðist í Hvallitr- um á Breiðafirdi bóndinn Bergsveinn Jónsson, Eyjólfssonar dbrmanns í Svefn- eyjum, 44 ára gamall. Inn 11. júlí andaðist í Skáleyjum á Breiðafirði bóndinn Guðmundr Jó- hannesson, frábær dugnaðar- og bú- sýslumaðr. Mánudaginn 24. f. m. (júlí) drukkn- aði maðr í Borgarfirði, unglingspiltr, ekki tvítugr, Magnús Hannesson, bónda í Deildartungu, Magnússonar frá Vil- mundarstöðum. 31. júlí andaðist merkismaðrinn Kristinn bóndi Magnússon i Eng- ey- II. Af lögum, sem þingið var búið að samþykkja, viljum vér geta þessara helzt : Lög um sameining Austr-Skafta- fellssýslu við Austrumdæmið. í Aust- rumdæminu eru nú þannig 4 sýslur : Norðr-Þingeyjarsýsla, Norðr-Múlasýsla, Suðr-Múlasýsla og Austr-Skaftafells- sýsla. Lög um 1800 kr. eftirlaun handa Páli Melsted sögukennara. Lög um kjörgengi kvenna, veita ekkjum og ógiftum konum, sem eiga með sig sjálfar, kjörgengi í hrepps- nefndir, sýslunefndir, bæjarstjórn og til safnaðarembætta (sóknarnefnd, safnað- arfulltrúar), ef þær fullnægja annars sömu skiljTðum sem karlmenn. Lög um löggilding verzlunarstaða á Búðum í Fáskrúðsfirði, Hlaðsbót í Arnarfirði og Svalbarðsej-ri við Ej-ja- fjörð. Lög um brúargjörð á Þjórsá, veita 75,000 kr. til járnbrúar nálægt Þjót- anda. Af frumvörpum, sem fyrir þingi lágu, viljum vér sérstaklega geta eins, sem lóndum hér vestra mun þjkja fröðlegt að sjá. Það er : Frumvarp til laga um breyting á útflutningslögunum frá 14. Jan. 1876. Aðalefni þess er svo látandi: 1. gr. Enginn má koma fram sem útflutningastjóri, nema hann hatí feng- ið sérstaklega leyfi til þess. Hver sá maðr verðr álitinn litflutningastjóri, sem tekst á hendr á eigin kostnað eða annara, að annast um flutning útfara í aðrar heimsálfur. Engir aðrir en þeir, sem eru löggiltir útflutningastjórar og umboðsmenn þeirra, mega gera samn- inga við útfara um slíkan flutning. 2. gr. Engan útfara má á skip taka, fyr en lögreglustjóri á þeim stað, er skipið leggr út frá, hefir gefið skrif- legt leyfi til þess...'...... 3. gr. Ef einhver maðr, hvort sem hann er innlendr eða útlendr, gerist til þess að æsa menn til að flytja af landi burt, með ginnandi fortölum eða með því að halda ræður eða fjrir- lestra í þá átt, að gera menn óánægða með þetta land, en gylla fjrir þeim önnur lönd, þá varðar það sektum frá 20—2000 kr. Sömu sektum varðar það, ef nokkr verðr kunnr að því, að hann hafi sam- ið skriflega eða munnlega við útfara um flutning í aðra heimsálfu á þann hátt, að \itfari skuli vinna af sér far- arej-ri, er þangað kemr, enda er og sá samningr ógildr. Nú lánar einhver hér á landi út- förum, einum eða fleirum, farareyri, og þykir grunsamlegt, að hann gjöri það fyrir hönd erlendrar stjórnar, eða fj-rir hönd þegna eða erindreka ann- ara ríkja, og er þá lögreglustjóri skjddr að rannsaka tafarlaust það mál. Verði maðr sannr að sök, liggja inar sömu sektir við, sem fyr var talið. 4. gr. Sektir þær, er um getr í 3. gr., falla hálfar í landssjóð, en hálf- ar til sögumanns. 5. gr. Utflutningastjóri má engan mann taka til flutnings, né styðja á nokkurn hátt að útför hans, nema hann hafi fengið vissu fjrrir, að hann hafi greitt allar lögmætar skuldir, er hon- um ber að greiða, þar á meðal lög- skyldan framfærslueyri með skj-lduó- mögum þeim, er hann lætr hér eftir, eða útfarinn hafi sett trygging fjrir þessum greiðslum, eftir þvi sem lög- regluttjóri álítr nægja. Taki útflutn- ingastjóri mann til flutnings, án þess að hafa gætt þess, er hér segir, skal hann sjálfr greiða skuldir útfarans, áðr en ár er liðið frá því er hann tók hann til flutnings, svo og aðrar þær fjárgreiðslur, er útfaranum bar skj-ldu til að greiða, þá er hann fór. X x (CUT PLUG.) OLD GHUM (PLUG.) Eng-in önnur tóbakstegund hefir nokkum tíma 4tt jafnmiklu útbreiðslu-,ftni að fagna 4 jafnstuttum tíma, eins og þessi tegund af „Cut I’lug“ og „Plug Tobacco“. E/ztu „Cut Tohacco“ verksmiðja, i Canada. Oikt í hnjánum. Herrar. — Fyrir hér um bil tveim árum síðao fékk ég gikt í hojen, og varð ég svo slæmr, að ég gat varla gengið hjálparlaust upp og ofan stiga. Öll meðul reyndust árangrsiaus, þar til um síðir, að mér var rátilagt að reyna B.B.B. Er ég hafði brúkað tvð glös var ég mikið betri, og eftir þriðja glasið var ég alheill. Amos Becksted, Morrisburg, Ont. Oóðr matreitslu maðr gefr oss aldrel ómeltanlega fæðu. Það er fáir góðir matreiðslumenn, og pví er m< lting manna alment i slæinu lagi. Þú mátt borða hvað sem pú vilt og svo mikið sem þú vilt, pegar pú ert búin að taka inn Burdock Blood Bitter. In bezta meltingar hjálp sem til er. Náma-frettir. Námafræðingar hafa tekið eftir, að kólera gerir aldrei vart við sig í innyflum jarðarinnar. En mentaðar þjóðir finna hve nauðsynlegt er i öllum magasjúkdómum að brúka Dr. Fowlers Extract of Wild Strawberries. Það er áreiðanlegt læknis lyf. EnKanai w.hTf'jgj'-* cr uitu Aojrr,lo„ goga öllum hitasjúkdómum. Ekkert lyf er jafn alþekt og áreiðanlegt við þess konar veikindum elns og Dr. Fowlers Extract of Wild 8trawberries. Hafðu það í hús- inu eins og verndarengll. 1892, RjðtnÍDD af Havana uppskerunni. „La Cadena:1 og „La Flora“ vindlar eru án efa betri að efni og töluvert ódýrarl heldr en nokkrir aðrir vindlar. Fordóms- fullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast við það en þeir, sem vita hvernig þeir eru tilbúnir, kannast við það. S. Davis & Sons, Montreal. Meðal við magaveiki. Magaveiki heflr æfinlega slæm áhrif á bióðið og höfuðið, og lifrina. Burdock Blood Bttter bregst, aldrei í þeim tilfellum ef farið er eftir forskriftum. Þúsundir manna hafa lækn- ast af því. _________ 15 ára sagst. í 15 ár höfum við brúk- að Dr. Fowlers Extract of Wild Straw- berries, til heimilislækninga við al skon- ar hitagjúkdómum, og höfum vlð aldrei haft neitt meðal jafngott. Við gefum því okkar beztu meðmæli. Samuel Webb, Corbett, Ont. “Clear Havana Cigars”. „La Cadena“ og „La Flora“. Biddu ætíð um þessar tegundir. 78 Jafet í föður-leit. að ég ætlaði aldrei að borga honum“. „Jú, en bann hélt þér væruð að spauga“. ,.Það er lians yfirsjón; mér var bláföst alvara. Ég hefði ekki getað komið svona ár minni fyiir bcrð, ef það væri ekki altaiað, að þer séuð ungr maðr, sem hafið 10,000 pund í árstekjur, og ég téíðféfletta j-ðr. Ég segi yðr frá þessu eins og það ei; og nú góða nótt!“ Ég var að velta þessu fyrir mér í huga mínum þegar ég tiáttaði um kveldið — ráðvand- legt var það ekki,— en ég borgaði þ<» þegar ég ti paði, og hiiti aðeins þa peninga, sem ég vann—samt likaði mér þetta ekki ; en svo varð mér litið > bankaseðlana á bordinu, og svo sætti ég mig við þetta. Því er nú miðr að oss gengr einatt hilzttilhtt að friða sam- vizkuna þegar vér ernm í peninga-þröng. Margi e< sá »em blygðast sín við að láta sér svo mikið sem detta i hng nokkra óráðvendni þegar liann liefir alls nægtir, alt leikr honum í lyndi i g ekkert fieistar hm.s, og lætr í ljosi andstygð sína er hann lieyiir getlð um ein- hvern, sem lietir gert sig ^kan í nokkru slíku. En h fi sami niaðrin komizt sjálfr í kró gui, iieíir iiui.n stu dum drýgt alveg sama athæfið, s m l.ann liafði áðr dæmt aðia svo strnnglega tyrir. Ern ekki þær konur býsua maiga , sem iiafa dæmt óvægilega hart þær adrnr koi ur, e fallið i af.., en fallið þó sjálfar á sama liátt þegai jjeria var tn istaö. Ver- Jafet í föður-leit. 283 síðar lögðum við upp. Ég var mjög hugsi — og vildi ég reyna að komast eítir, hver maðrinn í vagninum hefði verið; bað ég Tímó- teus í kyrrþey að reyna að komast eftir því á viðkomu.stöðvur.um síðustu, hvert hann hefði sagt fyrir að halda. Majórinn sá, að ég var ekki upplagðr til að tala, svo að hann mælti fátt á leiðinni; en einu, sem liann sagði, veitti ég sérstaklega eftirtekt. „Ég man það‘', sagði hann „að eitt sinn þegar ég var að hrósa yðr, sagði Windermear lávarðr, að þér væruð ljómandi unglingr, en hefðuð dálitla skrúfu lausa í eina stefnu; nú sé ég að það hefir verið þetta sem hann átti við“. Eg svaraði engu. Það var undarlegt að majórinn skyldi aldrei gruna neitt í þessa átt; en þad eitt er víst, að iiann grunaði mig alls ekki. Við höfðum eitthvað einu sinni eða tvisvar átt tal um mína hagi; ég hafði leitt haun til að ímynda sér, að foreldrar mínir liefðu bæði dáið meðan ég var í baru- æsku, og að ég ætti mikinn arf í vændum er ég yrði fulltíða; en ég hafði ekki sagt konum neitt slíkt, heldr að eins leitt hann til að gizka á það eða ráða það af tvíræfium orðum mínum. Satt að segja var svo mál með vexti, að majórnum, sem sjálfr var svo leikinn í að draga aðra á tálar með tvíræðni, datt ekki í hug að vo ungr, geðslegr og sakleysislegr unglingr 282 Jafet i föður-leit. „Að mér?“ svaraði ég. „Eg hefi séð hann föðr minn“. • „Föðr yðar, Newland? Þér hljótið'að vera genginn af göflunum. Hann var dáinn áðr en þér munið eftir yðr — eða svo hafið þér sagt mér. Hvernig farið þér þá að þekkja hann aftr, þó að það hefði nú verið’ sviprinn(hans, sem þér sáuð?“ Þessi orð majórsins mintu mig á, hve ó- gætinn ég bafði verið. „Majór“, svaraði ég; „ég held ég sé eitt* hvað geggjaðr; en hann var svo líkr mér og mig hefir svo oft langað eftir föður mínum, þráð að sjá hann augliti til auglitis — að — já, ég er fífl — það er alt og sumt!“ „Þér verðið að bregða yðr til annars heims, góðrinn minn, til að sjá lrann augliti til auglitis; það er einn lilutr vís; en þegar þér íhugið málið betr, vona ég þér afráðið að fresta þeirrl ferð. Ég liefi annars oft lieyrt yðr tala upp úr svefninum um föðr yð.r, og hefir mig kynjað, hví hann væri svo ríkt í huga yðar“. „Eg get ekki að því gert“, mælti ég; „frá því fyrsta er ég man eltir inér, liefi ég sífelt verið að lmgsá um hann“. „Ja, ég get ekki annað sagt, en að fæstir synir bera hálfa rækt á við yðr til minningar í'öður síns. En ijúkið nú við morgunverðiim svo leggjum við af stað til Lundúna“. Ég reyndi að borða eftir fongum, og litlu Jafetí föður-leit. 279 um því mildir í dómum; enginn veit, hvað fyrir sig kann að koma. Og þegar oss finst brot náunga vors vera stórt, þá skulum vér beldr hryggjast yfir honum heldr en ámæla honum, og biðjum svo, að eigi veiðum ver líka í freistni leiddir. Eins og við höfðum aftalað fórum við í klúbbinn næsta kvöld og hittum við spilafé- laga okkar frá kveldinu á undan. Nú kvaðst majórinn ekki viija spila, nema við vsei lim sam- an, ég væri svo heppinn; hinir höfðu ekkert á móti þvi. Við fórum svo að spila og sátum við til klukkan fjögr um morguninn. I fyrstu var heppnin með þeim mótspilurum okkar, og spiluðuin við þó vel; en það skifti skjótt um eftir nokkra slagi, og svo lauk nóttunni, að majór- inn hafði unnið alt, sem liann tapaði fyrra kveldið, og 40 pund um fram; en ég vann þessa nótt 171 pund sterling; höfðum v'ö þannig á tveim nóttum unnið 342 pund. Svona héldum viö áfram í þrjár vikur, spiluðum við ýinsa og lét majórinn vera að borgn þegar honum þótti svo mega vera, °K höfðum við um átta hundrað pund í vöeunum ):egar við fóriun frá Cheltenham; bafði niajórinn borgað alls um 120 pund tii liinna og þessara er í klúbbinn komu; en Þ‘lð v°ru írar, sem ekki var aldæla við aö eiga. Eg stakk upp á því við majórinn að við skyldum borga það sem hann skuldaði ýmsum eftir spilamenskuna ;

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.