Heimskringla


Heimskringla - 16.09.1893, Qupperneq 1

Heimskringla - 16.09.1893, Qupperneq 1
VII. AR. NR. 50. Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 16. SEPTEMBER 1893. EFTIIIMÆLI. ÓLAFR INGIMUNDSSON. In'i komst hingað ungur, með áhug og þor, Þar auðfundna gcefu vðr höldum, Þar samkepnin fossar sem fjall-á um voi Und fj irplógsins málmrifjum köldum; Þvi lagðir þar fram í, en flughált er spor, Og frostkalt er nið’rí þeim öldum. Þó grunaði’ ei svelg þaiin, er sveif þig í kring Með sogi á hjflnum þeim dökkva, Að höndin þín weri svo vösk og svo slyng Að við mætti’ hann trauðlega hrökkva, Né hitti’ hann svo einbeittan íslending, Sem örðugt í kaf var að sökkva. Þó sjálfum þór verði oft straumur að strönd, Ei stóð á að hjartað þitt gegndi Að rétta þeim bróður-þels bjargandi hönd Sem harst á og lífshættan þrengdi, Að styrkja þau framfara’ og félags-hönd Sem fámennið íslenzka tengdi. Þtt tókst ekki’ að orðskvið þá amlóða- spá, Ið örðuga’ að myndi’ ekki vinnast. Og kring um þá fylgni og framkvæmd þér hjá Sú framfara-von hefir tvinnazt, Sem lætur þig sálaðan sveitunga á Með söknuð og virðingu minnast. Ei gafstu’ upp að óreyndu’ — en svi kom um síð, er sviplega varð þór að grandi, hún Ri:» Dbeu, in fjallborna, frostköld og stríð með flúðum og straumiðu-bandi, því hún varð þér þróttmeiri’ á þrek- rauna-tíð — en þá var samt örskammt að landi. Enn framstreymir din um aldræna braut frá ísköldu jöklanna riði, hún gröf sina dýpkar í dalanna skáut; með diinrnum og stynjandi niAi hún syngur um tálmun, um þrekvirki’ og þraut — en þú býrð í eilífum friði. Stephan G. Stephansson. FRÉTTIR. CLEVELAND FORSETI kom í fyrri viku til Washington aftr eftir all-langa heimahvíld. skáldið oliver w. holmes varð fyrra þriðjudag 84 ára gamall. Hann er hraustr og heilsugóðr. NICARAGUA-FÉLAGIÐ, sem ætlaði að grafa skurð gegn um tangann, sem tengir norðrhlut og suðrhlut álfii þessarar saman, er orð- ið gjaldþrota.* Síigt að ófarir Pan- amafélagsins hafi stutt að því að ilýta fyrir ófiirum þessa félags ; en talið víst að það hefði farið á liöfuðið fyr eða síðar hvort sem var. AYBB’S «• SARSAPARILLA yðíir bezta lyf við heiniakomu, kvefi, gigt og kirtlaveiki ; liðagigt, augnarensli, bólgu, þrota, óhcilinda-sárum, skyrhjúg, vondum vessum, kláða, vindþembu, meltmgarleysi, nöbbum, ígerð 0g blóðkýlum, roformi, útslætti óhreinu blóði, deyfð, vatnssýki, lifrarveiki. Alt læknast með ayers Tilbúið af Dr. J. C. Ayer & Co., Lowell, Mass. Sold í hverri lyfjabúð. Verð íl. > 8ex flöskur $5. LÆKNar ADRA; LÆKNAR ÞIG. í FRAKKLANDI hafa nú farið fram endrkosningar í þeiin kjördæmum, þar sem enginn af þingmannaefnum iiafði áðr fengið nægan atkvæðafjölda. Aðalkosn- ingarnar veittu þjóðvaldssinnunr svo ákaflega mikla yflrburSi á þingi, að heita mátti að einvaldssinnar væri alveg upprættir og horfnir úr sög- unni. Að því leyti var lítið undir endrkosningunum komið, þar sem þær gátu enga verulega breytingu gert. En úrslit þeirra eru merkileg samt fyrir það, að ýmsir stórmerkir menn hafa beðið þar ósigr og ná því eigi þingsetu nú; þar á meðal er Paul Cassagnac, Floquet og Clcmenceau. Að tveim inum síðastnefndu er in mesta eftirsjá, einkum að Clemenceau einna merkasta manninum að undan- fornu á þingi. KÓLERAN, í Ágústmftnuði dóu 80 menn úr kóleru í Grímsby. 4 ný kóleru-til- felli komu þar fyrir 1- þ. m. 7. þ. m. kom dauðsfall af kóleru fyrir í Hull. 0g það er nú talið víst, að tilfelli af henni iiafl komið fyrir í Lundúnum. Frá Berlín koma fregnir um að kól- eru hafl orðið vart þar. I Galizíu (í Austrríki) heflr talsvert bryttákóler- unni. í Róm, Palermo og Messína heflr hún og gert talsvert vart við sig. Rínfljótið er nú talið citrað orð- ið af kólerusjúkdómsefui, og heflr ver- ið lagt strangt fiann fyrir það að menn böðuðu sig í fljótinu, öllum bað- húsum fram með ánni er lokað (7. þ. m.) að yflrvalds tilhlutun, og harð- bannað að sækja neyzluvatn í fljótið. í rússneska Póllandi er sýkin að réna- I Rússlandi deyja þúsundir enn á mánuði hverjum úr kóleru. 7. þ. m. varð vart við fyrsta kólerutilfelli í Egiptalandi. KOLALEYSI í ENGLANDI. Margt mundu menn búast við að fyrr kæmi fyrir heldr en kolaskortr í Englandi; en svo er þó nú hart um kol þar, að mörg járnbrautafelög verða að fækka lestum á brautum sínum fyrir kolaleysi. Kemr þetta af inu mikla verkfalli kolanemanna þar í landi. — En er síðast fréttist vóru þó allmargir kolancmar að byrja aftr á vinnu upp á giimlu kaup. skilyrðin; en óvíst talið að sá friðr standi nema um stund. VÍNSÖLUBANN í IOWA. Eins og kunnugt er heflr vísölu- bann verið í lögum í Iowa, og komst það þar svo á, að samveldismenn tóku að sér að fylgja fram því máli og keyptu sér með því fylgi vínsölu- banns-manna. En af því að enginn sannr meiri hluti var með því í rík- inu, var bannið auðvitað að miklu leyti dauðr bókstafr, og andstæðingar þcss í samvcldis ftokki fóru margir yflr í ilokk sérveldismanna, sem þannig unnu hvern kosningasigrinn á fætr öðrum í ríkinu. Samveldis- menn urðu þá leiðir á að fylgja mál- inu, og feldu það úr frumskrá flokks síns í ár. Af því stafar nú aftr það> að þeirra lið klofnar á ný og vínsölu- bannsmenn, sem þeim hafa fylgt, ætlanú að mynda sórstakan samveld- isflokk, En afleiðingin líklegast sti, að sérveldismenn sigra vrið kosning- ar. JEROME NAPOLEON BONA- PARTE, sonarsonr Jerome’s bróður Napóleon mikla dó aðfaranótt fyrra sunnudags í Massachuesetts, en átti' annars heima í Baltimore. Afl hans, Jerome, kvæntist í Baltimore 1803 Elizu Patterson. En Napóloon mikli lét ónýta það hjónalmnd og gerði bróðr sinn síðar að konungi í Westphalen. Þessi Jerome Napóleon Bonaparte var kvæntr dótturdóttur Daniel AYebstcrs. PROFESSOR CAMPBELL var dæmdr sekr um trúvillu af pres- býteraþinginu í Montreal 12. þ. m. Hann liafði sjigt: „Ég ætla Biblíuna, jafnvel gamlatestamentið, yftr höfuð að tala mjog áreiðanlega bók, og að villur hennar í tfmatali og sögu sé heldr fáar og ekki mjög þýðingar- miklar. En villur eru í henni. Því verðr ekki neitað“. 21 greidduatkv. fyrir sekt,- en 13 fyrir sýknu. SJALFSTJORN IRA. Eins og við inátti búast felldi lá- varðamúlstofan frumvarp stjómarinn- ar með miklum atkvræðamnn (einir 44 með). Flugufregnir lmfa komið í blöðum hér um það, að drotningin mundi heimta af Gladstone að hann ryfi þing, eða hún mundi víkja hon- um frá völdum ella. Slíkt bull ber að eins vott um, hve lítið höfundar þess skilja í enskum stjórnháttum. Ef Victoría færi að víkja frá emb- ætti ráðaneyti, sem heflr meirihluta- fylgi í fulltrúadeild þingsins, þótt hún hafl til þess löglegan bókstafsrétt, þá má fullyrða það eins víst, eins og að sólin rennr upp í austri, að hennar konungdómr væri með því á enda. Og Gladstone, sem vissi manna bezt fyrirfram forlög frumvarpsins í lá- vrarðadeildinni, mundi sízt \rera það barn að fara að segja af sér nú. LAURIER heflr verið og er að ferðast vlðsvegar um landið og halda pólitíska fundi. Ilann segir að það sé nú stefna „liber- ala“ flokksins, að afnema alla vernd artolla, en halda að eins tollum sem nanðsvnlegir eru til tekja ríkisins. SIR JOHN THOMPSON er nú líka farinn að ferðast um og halda ræður. Hann segir þíið só til- gangr stjórnarinnar, að gera nokkrar talsverðar breytingar á tollinum í niðrfærslu áttina. NYJAR KOSNINGAR er nú í mæli að senn muni fara fram um alla Canada. Er mælt að seta Dominion-þingsins í Nóvember muni verða örstutt, en nýjar almennar kosningar munu fara fram í Janúar. Þíið er óneitanlega margt, sem bendir í þessa átt. STÓR-SVIK þykja nú vera að verða uppvís um fyrverandi stjórnendr North. Pacif. jftmbr. félagsins. Að minsta kosti hafa nokkrir hluthafar höfðað mál gegn Henry Villard og fleiram, til að fá þá dæmda til að greiða aftr til félagsins margar millíónir dollara, er þeir eigi að hafa svikið af því í fast- eigna-kaupum. VILHELM DANA-PRINZ bróðir Kristjáns konungs dó 5. þ. m. BISMARCK er mjög veikr. HAMILTON FISH, ér vrar utanríkisráðherra Grants, og einn inn hclzti utanríkisráðherra er á síðari árum hefir verið í Bandaríkj- unum, er ný-dáinn. EMIN PASCHA þykir nú sannfrétt að loks sé dauðr' ínvrtr af Aröbum í Afríku. í BRAZILÍU er cnn einu sinni uppreisn. Sjóliðið heflr vakið liana og heimtar að forseti þjóðveldisins, Peixotto, scgi af sér. AÐRA DÓTTR hafa þau lijónin eignazt, Cleveland fometi og kona hans. í BANDARÍKJUNUM er nú mjög að batna viðskifta-útlitið síðan neðri þingdeild samþykti frum- varpið um að nema Shermanns-lögin úr gildi, og einsætt er orðið að fTum- vrarpið kemst klakklaust gegn um efri málstofu; en þar er þvrí nú talinn vís öruggr meirihluti. I)ags daglega eru bankar, sem höfðu orðið að hætta störfum, að taka til starfa á ný; gull streymir inn í landið. Vikuna, sem leið, hyrjuðu 47 stórar verksmiðjiuy sem hætt höfðu störfum, aftr á þeim á ný, en sumar juku maunafla sinn að stórum mun. Auðvitað tekr það tíma að alt færist j samt lag aftr, en kunnugustu manna álit er það, að Bandaríkin muni í þetta sinn ná sér eftir ið voða- lega viðskiftaftfelli, sem þau liafa fengið, á tiltölulega stuttum tíma — miklu styttri, en nokkur hefði áðr vænt. v Cleveland forseta pei-sónulega má þakka mjög, hvre flokksmönnum hans heflr snúizt mörgum hugr í peninga- málinu. TIL LÖGBERGS. „Sannanimar vanta“ er fyrirsögn- in á grein til mín frá ritstjóra Lög- bergs fyrir skömmu. En fyrir hverju vanta sannanirnar ? Ekki fyrir því, að ritstjörinn hafi farið með eintóma endalej su viðvíkjandi því, sem ég sagði um Norðmenn á Frakklandi og Englandi. Fyrir því voru sannanirn- ar svo margar og sterkar í grein minni í Hkk., að hann slepti því máli með öllu að öðru leyti en því, að hann hefir upp á islenzku það, sem ég hafði sagt á ensku í fyrirlestrinum og svo tekið upp ' svarið til ritstjórans, nefni- lega að Norðmenn hefðu ætíð mynd- að heztu parta hverrar þjóðar, sem þeir sameinuðust. I greininni stendr : „They (Norðmenn) always made the bravest, noblest portions of the nat- ions with which they mingled”, eða orð á þá leið; og með því að hafa upp þessi orð, sem hann þó víst heldr að ég hafl aldrei talað, þykist hann hitta naglann á höfuðið”og sýna fá- vizku mina. Sannleikrinn er, eftir því sem mér skilst, að inn háttvirti ritstj. er að berjast við að láta menn trúa því, að okkr, honum og mér, komi ekki saman um það, sem við í raun og veru erum sammála um : Norðmenn sjálfa og éhrif þeirra á aðrar þjóðir. Um það mál geta ekki verið marg- hreyttar skoðanir, og ég er svo marg- oft búinn að sýna, að í fyrirlestrin- um kom fram einmitt það, sem rit- stjórinn sjálfr segir um málið, en sem hann í fyrstu hélt að ég hefði ekki sagt; og nú, þegar hann sér ávirðing sína, vfll hanii ekki knnnast við hana. Ekki lítr því út fyrir, að sannanirn- ar vanti fyrir því, að ritstjórinn hafi orðið sér til mínkunar fjrrir fljótræði og afskiftasemi livað þessu atriði við- víkr. Hann minnist ekki á háskólann í Grand Forks í þessari seinni grein, enda líka mun nú hver maðr sjá, að alt sem sagt hefir verið þeim skóla til niðrunar, er ekki annað en mein- ingarlaust ragl og kyrkjufélagslogt „humbug“. Nægar sannanir hafa kom ið fram fjrrir þvf. Um það, hvort ég þekki mismuninn á guðfræðisskóla og öðrum mentastofnunum, ætla ég ekki að eyða bleki eða tíma; slíkt er ekki þess vert. Enn það er satt, að sannanirnar vantaði í grieninni í Heimskringlu fj-rir því, að þjóðerni Islendinga hljóti að hverfa hér í Amerfku. Mér datt ekki í hug að reyna að sanna það á ný }>fir : meiri partrinn af fyrirlestr- inum gekk einmitt út á að sanna það, og hefði ég því þurft að taka alt það mál upp í greinina. Það hefði orðið of langt, enda lika ritaði ég hana einungis til að sýna, að ég hafði aldrei talað þau orð, sem ritstj. lagði mér í munn, en ekki tíl þess að vcrja skoðanir þær sem komu frarn í fjrir- lestrinum sjálfum. Þar þóttist ég hafa fært nóg rök fvrir mínu máli, og hofði ritstjórinn komið og hlustað á, þá hefði hann ekki þurft að standa uppi ráðalaus, eins og nú. Það var og meðfram af ásettu ráði að ég ekki færði rök fjrrir málinu í Heimskringlu, því að þá hefði ritstj. kannske fengið eitthvert umtalsefni og ekki þurft að vaða eintömann rej'k lengr eins og hann hefir gjört frá bjrjun þessa máls. Þegar hann bj-rjaði, vissi hann ekkert út á hvað hann var að setja, því hann vissi ekki, hvað ég talaði, og svo þegnr hann finnr að hann liafi farið með vitleysu í einu atriði, þá fer hann að bjrrja á öðru, sem hann veit ekki meira um. Það má enginn taka það sem vöntun á virðingu The only pure Cream of tarter Pojvder. engin amraonia ekkert Alum. Brúkað af milliónuin manna. 40 ára á markaðnúm. Johnson &, Co., MOUNTAIN, - - N. D. 33 £3 SELJA IJT. í 3 33 Af því að vór ætlum að slíta félagsskap, erum vér neyddir til að selja allar birgðir vorar af almennum vrarningi. Þessi sala byrjar 1 5. Septbr. 1 og alt verðr að vera selt fyrir* Sept. 1íhI03. Skuldunautar vrerzlunarinnar eru viðringarfylst lieðnir að greiða skuldir sínar fyrir þennan tíma. KARLMANNA-ALFATNAÐR: áðr §22.50 nú §14.00 “ 22.50 u 13.90 “ 18.50 u 12.00 “ 18.00 il 11.90 “ 13.50 u 9.50 “ 14.50 u 8.50 “ 12.50 u 7.25 “ 8.50 u 5.50 “ 4.50 u 3.50 “ 4.00 u 3.00 JAKKAR OG VESTI: áðr §5.75 nú §3.50 DRENGJA ALFATNAÐIR áðr §8.50 nú §5.50 “ 7.50 u 4.50 “ 5.50 u 3.50 “ 2.50 u 1.50 BUXUR: áðr §7.50 nú §5.50 “ 7.50 u 5.25 “ 6.50 u 4.50 “ 6.00 u 4.40 “ 4.50 u 3.50 “ 2.50 u 1.50 “ 2.50 u 1.40 “ 2.2o 1.25 “ 1.85 u 1.15 “ 1.75 u 1.45 “ 1.65 u 1.40 „OVERALLS’ < . fyrir 35c 45c 65c KVENNSJÖI I áðr §2.00 nú §1.00 KVENNPEYSUR: áðr §1.00 nú §0.50 “ 1.25 u 0.65 “ 1.35 u 0.75 “ 1.50 u 0.85 « 2.25 l < 1.15 “ 2.50 u 1.25 KVENNPILS, ALULL: áðr §1.50 nú §0.95 „QUILTS“ : áðr §1.35 nú §0.95 „ 1.85 „ 1.35 HVÍT RÚMTEPPI: áðr §1.35 nú §0.75 LÍFSTYKKI: áðr §1.25 nú §0.65 ÁLNAVARA: áðr 20 cts. yarðið, nú 14 cts. U 30 « << << 20 << U 50 • < « << 40 « << 40 << « u 22 << << 35 << « u 24 << << 100 « << << 65 « << 90 << « << 60 << Bale of Print 4 “ “ Gingham 6 “ HVÍTT BAÐMULLARKLÆÐI: áðr 15 cts yarðið, nú 11 cts “ i(5 ‘i u u 12 “ DRAPE: áðr 121 cts., nú 9 cts. „DUCK“: áðr 16 cts. nú 12 cts. “ 18 “ “ 14 “ „TICKING“: áðr 23 cts. nú 16 cts. “ 25 “ “ 17 “ BORÐDÚKAR: rauðir, áðr 65 cts. yarðið, nú 40 cts. hvítir, “ 75 “ “ “ 50 “ KJÓLAHNAPPAR : áðr 15 cts. tyltin, nú 8 cts. 2 prjónabréf 5 cts. P. Johnson & Co. fyrír slikri persönn sem Einari Hjör- leyfgsyni — því slika menn heiðra ég — að ég segi, að inn háttvirti ritstjóri, fj-rst og síðast í þessumáli, has been talk- mg through his hat. Og hann getr auðvitað haldið þvi áfram til enda sinna lífdaga, og má það líka fyrir mér. Hann þarf ekki að liugsa að ég elti hann lengr í alla þá kroka, sem hann fer til þess að hlífa sér fyrir niðrlregingu og til þess að gjöra óðrum smán. Ég ætla mér ekki að taka fram- ar til máls um þetta efni; virði það hver sem hann vifl. Hvernig sem ég lít a framkomuhans iþessu, þá getrmér ekki virzt hún öðru vísi enn ókurteisleg og að öflu ösamboðin mentuðum manni og „gentleman" — enn það er nú maske af því aðég „ber græningja-háttinn svo golgrænan utan á mér“. B. G. Skúlason. IBAFOLDAR-BRÉFIN. ÁRNBS p. o., Man„ Sbi't. 4. ’93. Herra ritstj. Jón Ólafsson. Urn bréf þau, er þú hefir hirt í Hkr. eftir Isafold, er það að segja, að þau voru ekki rituð í neinum iUum tilgangi, heldr voru þau mest skrifuð til þess, að gefa mönnum hugmynd um, hverja örðugleika hér er við <ið stríða fj-rir fátæka innflj-tjendr, sem hingað koma ; því það er kunnugra en frá þurfi að segja, að það hefir ver- ið eitt af því helzta, sem þeir menn hafa kent um, sem liingað hafa kom- ið, hér hafa verið eða héðan hafa far- ið, óánægðir, að þeim hafi ekki verið sagt til þeirra ókosta og örðugleika, sem hér eru, áðr en þeir komu hing- að. Því að þegar þeir eru h«'r komn- ir, og við sem hér erum segjum þeim, hvað nýlendan hafi til síns ágætis, þá segja þeir við okkr: ja, þið þurfið ekki að segja af kostunum, við viss- um þá fullkomlega eins og þeir eru; það var búið að segja okkr frá þeim öllum, áðr en við komum hér ; en það voru ókostirnir og örðugleikarnir hér, sem við vorum lejmdir. Enda mun mikið vera satt í því, að agentar og aðrir haldi kostunum of mikið á lofti, en leyni flestum ókostum, en þetta er ekki rétt og getr haft verri afleiðing- ar, þegar hér er komið, en ætlazt er til; því það er eins og menn sjái alla ókosti hér eins og í gegn um stækkunargler, þegar þeir eru ný- komnir, og mun það mest vera fyrir það, að þessir ókostir koma þeun svo mjög að óvörum, en kostunum veita lieir enga eftirtekt, eða svo er að sjá ; enda liefi ég oft hitt menn utan ný- lendunnar, sem flutt liafa héðan og hafa atyrt okkr fyrir það, að við tín- um alt til, sem hér sé nýtilogt, eu breiðum yfir liitt. Ég vonast eftir, að þeir, sem bréf- in lesa og koma svo hingað hér eftir, þeir komi hingað í þeirri öruggu vou, að j’firstíga alla örðugleika eftir því sem þeim er mögulegt, en ekki með þeirri vitlausu hugsun, að þeim sé alt í höndr lagt hér án mikillar fjrrir- hafnar. Eg býst við, að bréf þessi veki nokkurt umtal hér í nýlend- unni, vegna þess, að það er ekki vani manna, þegar þelr skrifa héðan, að skrifa um annað en framfarir og vellíðan, eða með öðrum orðum um alt það, sem er gott, að undanteknu ósamlvndinu. En ég vil segja, að því sé haldið meira á lofti en hér á sér stað, enda fanst mér minni þarfi að (Framh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.