Heimskringla - 16.09.1893, Side 4
4
HEIMSKRINGLA 16. SEPTEMBER 1803.
Winnipeg.
— Rev. Björn Pétrsson er sífelt
mjög lasinn.
— Utanáskrift Mr. St. Schevings
verðr fyrst um sinn til West Sel-
kirk.
— Court fsafold af I. 0. F. heldi
síðari mánaðarfund sinn á þriðjud.
kl. 71. Mjög áríðandi að a 11 i r mæti.
— Hveiti heldr að stíga í Banda-
ríkjunum; hefir stigið örsmátt, en
heldr jafnt síðustu viku. .
— Mrs. J. E. Peterson heldr fyrir.
lestr í Únítara-húsinu á morgun kl
7| e. h. Mr. Oddson stýrir söngnum.
— Mr. Jón Ólafsson ritstjóri
kom aftr frá Brandon aðfaranótt
sunnudagsins.
— Mr. E. Gíslason verðr næstu
viku á sk rifstofu Ileimskringlu frá
kl. 7—9 á kveldin til þæginda fvrir
bæjarmenn, sem eru í vinnu á dag-
inn, en vilja borga blaðið að kveldi.
— AÐ EINS ÖRFÁ eintök eru til
af ,,Ejó3mæIum Jóns Ólafssonar“.
Kosta heft $1,00, en bundin $1,25.
Verða ófáanleg þegar líðr fram á
haustið.
— Af „Drgsbrún“ höfum vér með-
tekið Júli-númerið, en síðan ekkert.
— IIr. Ólafi Stephensen þykir
takast mætavel með lækningar hér.
Utanbæjarmenn, sem vilja leita ráða
hans, skrifi til
Ó. Stephensen, 31. D.
Box 535, Winnipeg.
— Til ekkju ’T’ryggva Jónassonar
er þessa viku innkoinið á skrifstofu
Heimskr. :
Frá Úrsaley Gísladóttur. .$0.50
— Ónefndri................ 0.75
Ásamt áðr meðt......... 2.00
Samtals... .$3.25
— Á miðvikudag eða fimtudag í
næstu A’iku er oss nú loksins fastlofað
að hingað skuli komið það sem oss
vantar af letri, Ef það verðr efnt,
sem vér höfum nú nokkra ástæðu til
að vona, þá verðr þegar byrjað á að
setja „Öldina“.
— Vér viljum vekja athygli að
auglýsing Mr. Gerrie’s á þessari bls.
um steinolíu. Það er nýnæmi fyrir
W'innipag-búa að fá gallónuna af
beztu olíu fyrir 25 cts. Hann segist
og hafa aðra tegund á 20 cts.
ekki haldið daglaunamenn í nokkra
daga, hvað þá í heilt ár. Einstöku
efnabóndi hefir verið svo heppinn, að
ná i hálfuppgefna karla sem matvinn-
unga. Ég veit vel, að verzlunarmenn-
irnir halda menn fyrir kaup, en ég
kalla þá ekki bændr; líka hafa sum
börn þá rækt til foreldra sinna, að
þau eru hjá þeim eftir að þau geta
farið að vinna.
Um Argyle nýlenduna gat ég ekki
af því að þar munu nú ekki vera nein
heimilisréttarlönd ónumin, enn samt
mun mönnum líða þar heldr vel með
öllu þeirra skuldabra.sk i. Vatnsdals ný-
lendan er ung og li tlar sögur hafa um
hana gengið; það helzta sem nýléga hefr
verið um hana sagt, er eftir séra Björn
og erþað alltgott. Albertanýlendan hefir
aldrei komizt í verulegt álit meðal al-
mennings, enda hefir ýmislegt misjafnt
verið sagt um hana. Samt mun þar vera
fremr gott gripa og fjarland og vetrinn
oftast styttri, en í Manitoba. In upp-
runalega Álftavatns nýlenda mun nú
vera orðin fremr mannfá. Þar sem Jón
Olafsson segir að það væri rítt af mér
að benda á þær nýlendur þar, sem menn
fái ekkert fyrir lönd sín þá, hefir hann
sjálfr bent á tvær, nefnilega Þingvalla
og Lögbergs-nýlendurnar, enda sagði ég
sama. Jóni Ólafssyni og fleirum mun
vera kunnugt um það, af útflutninga-
skýrslum annara landa, að annara þjöða
menn flytji eins mikið til annara landa
eins og Canada, þar sem eru eins góðir
la'ndkostir. Því skyldi íslendingum
ekki vera það eins gott sem öðrum, eða
mun þeim að eins vera markaðr bús í
Canada ?
— Hon. T. M. Daly innanríkisráð-
gjafi kom hingað til bæjar vestan frá
Brandon á föstud. kveld. Næsta dag
lagði hann af st:ið héðan til Chicago;
og ætlar svo þaðan austr.
Hr. Sveinn Brynjólfsson agent
Domin.-línunnar, hefir legið rúmfastr
mest af sfðan hann kom í sumar, í
innvortís meinsemd. Hann er enn
all-sjúkr.
— Þeir sem þjást af meltingarleysi,
mega sjálfum sér um kenna ef þeir
reyna ekki inn mikla lækniskraft
Ayer’s Sarsaparilla . Lyf það hreins-
ar blóðið, styrkir sérhvert líffæri lík-
amans, og jafnvel inn sýktasti magi
yerðr von bráðar heill.
— Enginn maðr ætti að vera á
ferð án þess að liafa með sér öskju
af Ayer’s Pills. Örugt og fljótverk-
andi lyf við allri teppu og óreglu í
maga eða innyflum. Það er ekkert
lvf, sem við þær jafnast; það er sykr-
húð á þeim, svo a ær era Ijúffeng-
ar; þær halda sér lengi.
— Uppskera hér í fylki í lélegra
lagi, Hkl. að reyndin verði sú, að
ekki verði yfir 12—15 bush. af ekru
til jafnaðar, en gott er kornið heldr
og Ihvervetna ófrosið. Vlða verðr
uppskeran minni en élla fyrir það, að
stormr liefir skekið stengmar svo, að
£ hveitisins hefir fallið úr ú ökr-
um.
— Ég vil vinsamlega biðja þá
landa mína, sem skulda mér fyrir
rakstij að Ixirga það sem fyrst til
Mr. p. Gíslasonar, ráðsmanns Hkr.
S. J. Scheving.
(Framh. frá 1. bls.)
geta um það. En flest það, sem í
bréfunum er, hefi <% bæði séð og reynt.
Ef náunginn finnr nokkuð í bréfunum,
sem ekki geti átt sór stað, og vill
leiðrétta það, þá bið ég hann að gera
það með hægð, en ekki með ónotum,
því að það getr haft verri afleiðing-
ar heldr en að ætlazt er til með ísa-
foldarbréfunum.
Mér finst að menn hér vestra geri
sér of lítið far um að minna menn
heima á Islandi alvarlega á það, að
hugsa sig vel um, hvað þeir eiginlega
eru að gera, þegar þeir selja þar alt,
sem þeir eiga, máske sumir álitleg bií,
fyrir lítið sem ekkert verð, að eins til
þess að komast til Ameríku, félausir
og auðvitað mállausir, en hafa að eins
glæsilegar sögur eftir þeim mönnum,
sem að útflutningunum stj ðja, án þess
að þeir sjálfir liafi rétta hugmynd um,
hvernig hér er.
Múlasýslu sauðakjöts-bóndinn í
Nýja-Isl. mun ekki hafa borðað mik-
ið af því sauðakjötinu fyrstu árin hér.
Enda ekki ólíklegt, að hann ætti eins
margt fé þótt hann væri heima. Hann
mun setja á vetr 50—60 kindr, enda
er hann úlitinn einn með beztu bænd-
um nýlendunnar ; hann mun eiga tvo
efnilega uppkomna syni, og *r búinn
að vera hér um 20 ár, enda þekki ég
hér duglega menn, sem búnir eru að
vera hér jafn lengi og eiga full örð-
ugt. Það er ekki þakkandi, þó menn,
sem búnir eru að vera hér 10—20 ár
innanum stórvaxinn skóg, séu búnir
að koma upp sæmilegum húsum; en
alt um það, þegar maðr ferðast um
þjóðveg nýlendunnar á vetrum, þá má
sjá þar hús, sem menn lifa í, sem
eru klínd með mykju; og það hafa
enda sézt hús til skams tíma á Gimli,
sem varla hafa þekzt frá mykjuhaug.
Það er mikið gleðilegt að heyra, að
bændr hér geti goldið árskaup ; ég hefi
he.vrt á tal efuuðustu bænda hér og
hafa þeir kvartað um, að þeir gætu
Gunnlaugr Helgason.
“Clcar Havana Cigars”.
„La Cadena“ og „La Flora“. Biddu
ætið um þessar tegundir.
Nú hraustr og heílsvgóður. Herrar. —
Það er mér ánægja að mæla með B.B.B.
í tvö ár var mér nær ómögulegt að hreyfa
mig fyrir nýrnabólgu. Sex flöskur af
B.B.B. læknuðu mig alger!ega. Ég er
nú hraustr og heilsugóðr, og er mér
ánægja að mæla með B.B.B. sem læknaði
mig er ég var orðinn hér um bil vonlaus
um bata.
Edward Johnson, Abordeen, B. C.
Semnleikr viðvíkjandi „Dyspepsia“.
Óstand á magauum og Iífrinni er oft or-
sök í „dyspepsiu“, sem svo aftr orsnkar
óhreint blóð. Hvorttveggja þessa sjúk-
dóma læknar B.B.B. sem verkar á mag-
ann, lifrina og blóðið, og lagfærir og
styrkir öll innyflin.
„ HEIMSKRINGLA “
til nýjárs næsta fyrir að eins
50cts.
,,Býðr nokkur l>etr?u
Sendið inn 50cts., þér sem hafið
ckki keypt IIkr. áðr.
NtJ ER TÍMINN!
— Ágæt bújörð til sölu: 320 ekr-
ur, þar af 60 yrktar, með góðum hús-
um og brunni, § mílu frá járnbraut-
arstöð, 19 mílur frá Wpg. Ágætt
verð og beztu kjör. Snúi sér til rit-
stjóra þessa blaðs.
Ég bið vinsaml. hér með alla kaup-
endr að ,,Dagsbrún“ hér í Wpg. að láta
ekki bregðast að borga mér þennan
fyrsta árg. blaðsins fyrir þ. 20. þ. m.
(September) að því leyti sem hann er nú
óborgaðr.
Enn fremr bið ég þá af kaup. blaðsins,
er ekki hafa fengið blaðið reglul. til sín
sent, að gera mér aðvart um fyrir 20. þ.
m., hvaða nr. þá vantar af blaðinu, og
hver að er rétt utanáskrift til þeirra.
I umboði útgefendanna
St. B. Johnson.
1892, Rjominn af Ilavana nppskerunni.
„Lh Cadena:1 og „La Flora“ vindlareru
án efa betri að efni og töluvert ódýrari
heldr en nokkrir aðrir vindlar.’ Fordóms-
fullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast
við það en þeir, sem vita hvernig þeireru
tilbúnir, kannast við það. 8. Davis &
Sons, Montreal.
Þe.ss virði að það se lesið. Mr. Wm.
McNee frá St. Ives, Ont., hafði 11 mjög
hættuleg sár, og þar eð allar lækninga
tilraunir höfðu orðið árangurslausar,
bjóst enginn við að hann mundi koma til
heihm aftr. Sex flöskur af Burdock
Blood Bitter læknuðu hann alge legi
Lyfsali Sanderson frá St. Marys, Ont.
hefir gefið vitnisburð þessu viðvíkjandi.
Leit út eins og beinagrind. Herrar. —
Síðasta sumar var baruið mitt svo veikt
af hitaveiki, að það leit út eins og beina-
grind. Ég hafði þá enga trú á Dr.
Fowlers Extract of Wild Strawberries, en
gerði það samt fyrir kunningja minn að
reyna það. Barninu fór þegar að smá-
batna. Ég er sanufærðr um, að það hefir
frelsað líf þess.
Mrs. Harvey Steeves, Hillsborough, N. B.
Slœm magazeiki lœknuð. Herrar. — Ég
var í þrjú ár veikr af óstöðvandi niðr-
gangi, ogfékk enga meinabót af öllum
þeim meðuium er ég reyndi. Mér var
ómögulegt að vinna meira en 3—4 dagaí
viku. Af tilviljun heyrði ég getið um
Dr. Fowlers Extract og Wild Strawberr-
ies, og byrjHði ég þegor nð brúka það.
Ég er nú alheill.
John Stiles, Bracebridge, Ont.
Vantar
fácina reynda umboðsmenn til að
vera fulltrúar fyrir
The Northwestern Benevolent
Soeiety of Duluth.
Fulltrúar gcta unnið sér inn $10
til $15 á dag. Þeir verða að hafa
góða vitnisburði. Vér gefum um-
boðsmönnum á tilteknu svæði arð-
samt verk. Ritið mér eða talið við
mig.
Benj. F. Anderson,
Gen’l Agent, Duluth, Minn.
Home Office 103 Chambers of Com-
merce Buildixg, P. O. Box 1012.
E3T Ég verð í Henseí, N. D., næstu
2 vikur, og þangað má rita mér þann
tífna.
X x
(CUT PLUG.)
OLD CHUM
(PLUG.)
Engin önnur tJbakstegund hefir
nókkurn tíma átt jafnmiklu
útbreiðslu-,áni að lagna
á jafnstuttum tíma,
ejns og þessi tegund af
„Cut Plug“ og „Plug Tobacco".
STEINOLÍA, 10281
’ sem lnngað
til hcfir kostað 40 cts. gallonan, fæst
nú, frítt flutt á lieimilið til hvers bæj-
armanns, fyrir að eins liö cts.
gallónan.
LJztu „Cut Tobacco" verksmiðja
í Canada.
MOXTRKAL.
C. GERRIE,
275 Market Str.
EDOUARD RICHARD,
356 Main Str.,
hefir til s’ilu stra ferhyrnta björð
240 ekrur á stærð, 4 mílur frá borg-
inni; hæfileg fyrir 2—3 landnema.
Kostar aðeins $1200.00 með góðum
borgunarskilmálum.
AUGLÝSING.
Kennara vantar við Gimli-skóla
fvrir 6 mánuði frá 15. Okt. næstkom.
Umsækjendr snúi sér til undirskrifaðs
fyrir 3. Okt. næstk.
G. M. Thompson, Gimli.
X
til solu.
Húb fyrir $600 til $1000; þægilegar
afborganir.
Lóðir a Nens og Boundary strætum
á $50 til 250.
Þér getið gert samninga við oss um
þægiiegar, litlar mánaðar afborganir
og einnngis 6 pc. teknir í vöxtu.
Hamilton & Osler,
426 Main Str.
FERGUSON & CO.
403 Main Str.
Bækr á ensku og íslenzku; íslenzkar
sálmabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni
Fatasnið af öllum stærðum.
Carley Bro’s.
Qefr góóa list. Herrar. — Ég held að
yðar ágæta meðal eigi ekki sir.n líka, að
dæma eftir hve gott það gerði mér. Eftir
að. nafa 1 þrjú ár verið veik af höíuðverk
og lystarleysi fór ég að reyna B.B.B., og
dugði það ágætlega. Mér fór þegar að
smábatna og er nú við beztu heilsu.
Mrs. Matthew Sproul, Dungaunou, Ont.
458 IVIAIIV STR.
[Beint a móti posthusinu.]
-----®------
BÚÐ VOR ER NAFNKUNN FYRIR AÐ HAFA ÞÆR MESTU, ÓDÝR-
USTUOGBEZTU BIRGÐIR AF KARLMANNA FATNAÐI OG
OLLU ÞAR TIL HEYRANDI, SEM TIL ERU FYRIR VESTAN
LAKE SUPERIOR.
Hröð ferð til að frelsa líf. Georgíu blað
eitt sagði nýlega frá afreksverki tíu ára
gamals drengs nokkurs, John Potter að
nafni, sein reió tólf mílur til Macon til að
sCkja læknir hauda móðr sinni, sem lá
fyrir dauðanum af magadveisu. Ilann
gat ekki fundið neinn læknfr, en lyfsölu-
maðr einn, gaf honnm nieðalaglas, og
sagði honum að flýta sér heim með þnð.
Inn hugumstóri dreugr, reið þegar í loft-
inu heim, afhenti meðalið, en hné síðan
í ómegin af áreynslu og geðshræring.
Meðalið lreknaði konuna og drengrinn
raknaði bráðum við. Það má geta þess
að þetta ágæta meðal var Perry Davis
Pain Killer, sem aldrei bregst að lækni
allskonar magapínu. Gamla verðið, að
eins 25 cts., fyrir nýtt, stórt glas.
Það cr án efa mikill kostr, er þcir verða aðnjótandi, sem vefzla við
oss, að við búum til vor vor cigin föt, þar af leiðandi getum vér selt yðr
eins ódýrt og sumir vcrzlunarmenn kaupa vörurnar fyrir. Annar kostr
er það, að vér ábyrgjumst öll föt keypt h,já oss og ef þér eruð ekki ánægðir
með þau, þá getið þér skilað þeim aftr og fengið yðar peninga. Vér get-
um selt yðr föt fyrir $5, og upp til $30, sem mundi kosta yðr helmmgi
meira hjá skraddara.
Og svo höfum vór Jlr. J. Skaptason, sem er vel þckktr á meðal ís-
lendinga fyrir ráðvendni og lipurð í viðskiftum, og getr talað við yðr
á yðar eigin hljómfagra máli. Vér scl.jum allt, sem karlmenn brúka til
fatnaðar, ncma skó.
Carley Bro’s.
302 Jafet í föður-leit.
sinnis bandleikið festina og atbugað nákvæm-
lega alla gerð liennar.
Til að vera enn vi.-sari um þetta, fór ég
inn í búðina á eftir benni og stóð fyrir aftan
bana meðan lnin var að skoða dýrindis-borða
nokkra. Ég gekk alveg ur skugga um, að
þessir lokkar og le-tin lieyrðu hvort i'iðru til.
Ég beið þir til frúin stóð upp til að fara,
og spurði þá búð'rmanninn, liver kona [lessi
væri. Haun vissi það ekki; bún var ókend
þar; en bann sagði það gæti verið, að bús-
bóndinn, Mr. H—, þekti hann, og hanu gekk
yfir til lians til að spyrja baun. Mr. H—
var annað að gera, og beið búðarmaðiinn svo
lengi eftir svarinu, að ég heyrði að frúin var
að aka burt í vagni sínum. Ég vildi með
engu móti af henni niissa og tók því til fót-
anna og hljóp út úr búðinni sem fætr toguðu
á eftir lienni.' Á búðnrborðinu lágu hrúgur af
inum dýru skrautborðum, og þegar ég alt í
einu upp úr þurru tók til föta burt frá borð-
inu og út, þá hugsuðu búðarmenn undir eins,
að ég hefði sjálfsagt stolið einhverju; þeir
köiluðu því hátt á eftir mér: „Stöövið þjófinn!"
Og þeir stukku fram yrir búðarborðið og út
og eltu mig, en ég hljóp og elti vagninn,
sem frúin ók í, en vagninn fór all-haxt.
Maðr nokkur á strætinu sá mig lilaup-
andi, og aðra menn berhöfðaða elta niig, og
heyrði þá hiópa að stöðva skyldi þjófinn.
Hann brá því lk-ti fyiir mig, svo að ég féll
Jafet í föður-leit. 307
borðana, í-ein þá vantaði, svo að það hefði
ekkert horfið þar,
Windermear lávarðr vék mér afsíðis með
sér, og sagði ég honum alt sem fyrir liafði
koniið. Hann kannaðist undir eins við Fletu,
sem ég hafði sagt honum af, er ég sagði
lionum ágrip æfisögu minnar; og hann játaði
þegar, að ég liefði gert alveg rétt í því að
reyna að komast eftir, liver konan var.
Dómarinn bað nú velvirðiugar á því, að
hann hefði haidið okkr, en skýrði lávarðin-
um frá, að ég liefði verið tekinn fastr eitt
sinn áðr fyrir áþekka kæru. Ilneigði liann
sig virSulega fyrir oss, er hann kvaddi oss.
„Newland minn góðr“, sagði lávaiðrinn;
„ég vona að þér látið yðr þetta að kenningu
verða, svo’ að þér hlaupið ekki framvegis
svoiia ógætilega eftir nefjum og eyrna-hring-
um annara manna; en hvað um það; ég skal
sjálfr hafa góð r gætr á ef þessa eyrnalokka
skyldi bera fyrir mín augu. Góðan daginn,
majór !“
Lávarðrinn kvaddi okkr svo báða með
handabandi; kvað sér skyldu vera ánægja að
sjá mig oftar heldr en nú liefði verið nýlega;
sté svo í vagn sinn og ók a braut.
„Hvern skrattann átti liann við þegar
liann var að tala um eyrnahringana?“ spuiði
majórinn mig.
„Eg sagði lávarðinum frá því“, svaraði ég;
306 Jafet í föður-leit.
Hérna er þá hinn vitorðsmaðr minn Winder-
mear lávarðr".
„Carbonell!“ sagði Windermear lávarðr í
„livað á alt þetta að þýða?“
„Og ekki neitt sérlegt, lávarðr minn,
nema að þeir hafa tekið Mr. Newland fnstan
fyrir stuld i búð, af því að hann hljóp eftir
vagni, sem falleg stúlka var í; og herra dóm-
arinn sakar mig um, að ég sé í vitorði með
honum. Ég hefði nú getað fyrirgefið honum
grunsemd lians gegn Mr. Newland, eins og á
stóð; en að liann skuii taka mig fyrir einn
úr fantalýðnum í Lundúnum, þi ð sýnir sorg-
legan skort á mannþekkingu; það er ekki
ólíklegt að dómari þessi taki yðr líka fastan
lávarðr minn; því aö það er ekki víst að
hann viti að hann hefir ekki rétt til að taka
yðr fastan“.
„Ég get fullvissað yðr um það, lierra
dómari“, sagði nú lávarðrinn með töluverðum
svip, „að þetta er frændi minn Carbonnell
majór. og hinn maðrinn er vinr minn Mr
Newland. Ég geng í ábyrgð fyrir þá með
hverri uppiiæð sein yðr þóknast uð ákveða“.
Dómarinn var alveg hlessa og féll þetta
ekki sem þægilegast, því að í irauninni liufði
liann ekki gert annað en það sein var skylda
lians að gera. En úðr eu hann gat svarað
nokkru, koin inn sendimaðr frú búðinni og
lét dómarann vita, að þeir hefðir fundið þar
Jafet í föður-leit. 303
á gangstéttina; meiddi ég mig svo, að blóðið
fossaði úr nefinu á mér. Ég var bandsamaðr
og hart leikinn og fengiim í hendr lögreglu-
þjónum ; en þeir fóru með mig til dómarans í
Marlborough Street, ins sama sem ég hafði
áðr komið fyrir.
„Hvað er nú ?“ spurði dómarinn.
„Búða-þjófr, lierra dómari“.
„Ég er ekki búða-þjófr, herra“, svaraði ég
„þér kannizt líklega við mig; ég er Mr.
Newlnnd".
, „Mr. Newland 1“ tók dómarinn upp lieldr
tortryggnislega; „þetta er undarlegt; það er í
annað sinn sem þér eruð dreginn fyrir mig
kærðr um þjófnað“.
„Og ég er alveg jaln-saklaús nú sem í fyrra
sinnið, herra dómari“.
„Þér verðið að afsaka, að í þetta sinu
verð ég að hafa grun á yðr. Ilvar eru viw>in ?
Búðarmennirnir komu þá fram og skýrðu
frá, hvað til hafði borið.
„Leitið á honum“, sagði dómarinn.
Það var leitað a mér, en auðvitað fanst
ekkert.
„Eruð þér nú ánægðr?'1 spmði óg.
„Það er ijarri því. Þ»ð er bezt að búð-
armennirnir fari lieim í búð sína 0g ag.
hvort nokkuð vantar þar. A nieðan verð ég
að lialda yð r hér; það er auðvelt að kasta
frá sér slíku smáræði sem borða-reimum þegar
maðr er handsamaðr“. ,