Heimskringla - 30.09.1893, Page 2

Heimskringla - 30.09.1893, Page 2
2 HEIMSKRINOLA 30. SEPTEMBER 1899. Heimskringla kemr út i L*ug*rdöf?um. Of? þetta safn mundi æ þykja því merkilefpra, sem lengr liðu timar fram. Eftir öld liðna mundi það þykja sem næst ómetanlegt. Tke Hciraskringla Ptg. & Publ.Co. útgefendr. [Publi.hers.] Vtrð bl.Otim í Ctntda og Benda- lím'án°*T«J,»0 t,rlrfr>m W- {*•“ — VS; — 7 »»>, kr0*nttí!>í»l>>«>. S|l,50 fyrirfram (ella $2,00). BTKaupendr, tem vóru skuldlausirl Jan. p. á. Þurfa eigi að borga nema $2 fyr- lr hennan árg., ef peir borga fyrir l.. ú p. i.(eöa aiðar á árinu, ef peir œskjapess ikriflega). Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og hir eiiri nema fnmerki fyrir .endlng fylgi- Ritstjórinn svarar um brégfum rltstjórn viðkomandl, i blaðlnu. Nafnlausum •nginn gaumr geflnn. En r:t^!' öf_ ar höfundl undir merki eða bókstof nm, ef höf.tiltekr slíkt merki endr- eng nema Því fyrri sem slíkt er byrjað, þvi betr. Elzta bók í heimi. í inu merka enska tímariti Know- ledoe befir prófessor J. H. Mitchier nýlega gefið fróðlega skýrslu um elztu bókina í heimi. Sumir kunnu að ætla, að það sé Biblían, sem átt er við. En aldrei hefir jafnvel inum aUra-rétt- trúuðustu mönnum komið til hugar að eigna henni það, að elztu bækr hennar væru eldri en brottför gyðinga úr Egiptalandi (á 16. öld f. Kr.). Það eru til Sanskrítar-handrit eldri en elztu rit Biblíunnar. En þetta hand- rit, sem hér er um að tala, er ritað að minsta kosti 1500 árum fyrir Mó- sesar tíð, og því mörgum árum fyrir Uppsögnóglld að lögum, nema kaup andi só alveg skuldlaus vlð bialiið Auglj/iingaverð. Prentuð skrá yfir pað send lysthafendum. Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAF880N vanjul. á skrifst.bl. kl. 9—12 og 1 1 6 Ráðsmaðr (Busin. Manager); EIRÍKR GÍ8LA80N kl. 9—12 og kl. 1—6 á sknfet. TJtanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heirmkringla,. Box 535. Winmpeg. TJtaná skrift til afgreíðslusto funnarer The Heimskringla Prtg. & PM. Co. Box 305 Winmpeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eda Express Money Order. Banka-ávísanir a adra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 McWilliam Str. Enska kyrkjan í Canada. Enska kyrkjan (the Church of Eng- land) hér i Canada hefir i ár stigið þýðingarmikið stig, þar sem hún hefir nú sameinazt í eitt kyrkjufélag ; en slikt skipulag var ekki til áðr. Það er víðlent umdæmi þessa kyrkjufé- lags — víðlent og strjálbygt — og hlýtr það án efa að valda nokkrum örð- ugleikum í framkvæmdarstjórn félags- ins. En, eins og The Week rétti- lega tekr fram, hefir þettsf atvik þýð- ing langt út fyrir takmörk kyrkjufé- lags þess, sem hér á í hlut. Allar slikar tilraunir til heildar-sameiningar á félags-starf semdum, hvort heldr kyrkjulegum eða öðrum allar shkar myndanir allsherjar félagsskapar, sem nær yfir alt Canada-veldi (Dominion of Canada) eru sterkir stuðningslið' ir til að mynda og festa sjálfstætt þjóðerni og þjóðernistilfinning í landi eoru. Alt slíkt styrkir þau bönd, er tengja saman fylkin, og eykr kunn- ingsskap og samhug meðal . manna víðsvegar um Canada. Án sh'kra and- legra tengsla verðr alt póhtiskt sam- band stopult. Slíkr félagsskapr styrk- ir því ið pólitíska samband landshlut- anna í Canada. Fornmenja-siifn. Það hefir komið fram tillaga, og blaðið Tokonto Mail hefir stutt hana mjög rækilega, úm það, að i sam- bandi við iðnaðarsýningarhúsin (í Tor- onto ?) verði reist hús fyrir fast forn- menja og þjóðgripa safn, og að þar verði safnað öllum menjum frá land- námstíð þessa lands og fram til vorra daga. Breytingin, sem er að verða á starfsháttum, lifnaði og siðum manna hér, er svo hraðfara, að uppvaxandi sveinar og meyjar nú munu eiga örð- ugt með að gera sér hugmynd um, hvernig hversdags-tæki, húsbúnaðr, klæðnaðr og fi. því um líkt leit út hjá öfum þeirra og langöfum, ömm- um og langömmum. Það mundi bæði hugðnæm og fróðleg sjón, að geta séð nú, hvernig herbergi leit út hjá for- feðrum voruin í 2. eða 3, lið, seð hus- búnað þeirra, búsgögn og eldhúsgögn, klæðnað, aktygi, vélar, smíða-tól — í stuttu máh, fengið sem Ijósasta hug- mynd um hversdagshf feðranna. Og, eins og The Week bendir a, þá yrðu það eigi niðjar vorir að eins, sem mundu njóta fróðleiks og ánægju af shku safni, heldr mundi það og vekja bernskuminningar margra mið- aldra manna. En gamalt fólk mundi þar sjá þá sjón, er því fyndist flytja sig mannsaldra aftr í tímann. Nóa-flóð. Það er frakkneskr maðr að nafni Prisse, sem fann handrit þetta í Thebais (Suðr-Egiftalandi) og hefir hann gefið það þjóðbókasafninu (Bibhotheque Nationale) í París. Það fanst í graf- reit ásamt smurðu hki eins af Entew- unum af elleftu (fyrstu Thebai-sku) konungsættinni; og sýnir það, að hand- ritið er að minsta kosti ritað meira en 2600 árum fyrir Kr. b. En svo ber innihald bókarinnar með ser merki um aldr hennar, og eru í henni ut- drættir úr miklu eldra riti. Bók þessi er saman tekin af Ptah-hoteb jarli á stjórnarárum Assa konungs. En þessi konungr var inn næst siðasti í fimtu konungsættinni (dynasty), svo að bókin hlýtr að vera samin um 3350 árum fyrir Kr. b., eða fyrir talsvert meira en 5000 árum. í bókinni eru lögmálsboðorð eða reglur Ptah-hotebs, og þvi nafni er hún nefnd. En á undan aðal-ritinu eru fyrst ritaðir nokkrir kaflar ur eldra riti, er samið var af Kakimna, jarh Seneferu konungs, en Seneferu var af þriðju konungsættinni, og sat að völdum áðr en Pýramidarnir vóru reistir, eða um 3760 árum fyrir Kr. Væri það rit enn við hði, væri það nú 5560 ára gamalt. Handritið er skrifað á papyrus og með helgirúnum (myndletri, hieroglýfum). Hefir því þegar verið snúið á frakknesku af M. Virey og á ensku af próf. Osgood. Aðalgildi sitt hefir rit þetta eigi að eins sem bókmentalegt fágæti, heldr og fyrir það að það sýnir oss, hve ótrúlegu stigi mannkynið hafði nað í fróðleik og mentun svona feikna- snemma á öldum. Höfundr bókar þessarar Ptah-hoteb var jarl; en það var mikil tignar- staða á stjórnarárum inna fornu Egipta- konunga. Jarlinn gekk að valdi og tign næst konunginum sjálfum; það var þessi staða, sem Jósef Jakobsson hafði á efri árum, eins og frá er sagt í Bibhunni. Jarlinn var og eins konar Pooh-Bah eða ríkisféhirðir; hann var og æðsti ráðgjafi konungs og forseti í hæsta dómstól rikisins. Það má því taka mark á boðum rits þessa og hta á þau sem lög, það sem þau ná. Bók þessi kollvarpar ýmsum skoð- unum, . er menn hafa áðr haft um ýmis heimspekileg efni. Þvi að hér má finna í frumlegum einfaldleik og án alls yngra skrúðs, þúsundum ára áðr en Grikkir komu til Egiptalands, margt það, sem menn hafa viljað eigna þeim upprunann að. Kenningar rits- ins eru háleitar og fagrar, eigi að eins tiltölulega eftir tíma þeim sem það er samið á, en mundu verða taldar svo þó að þær væru ritaðar af siðfræðis- höfundi á 19. öld. Efnið er bæði um einstaklings-hegðunina, og um ríkis- stjórn. Fyrir mönnum, sem hafa em- bættis sýslun á hendi, er brýnt ,,að starfa jafnan sem sannir heiðrsmenn, svo að eigi verði þeir með misbrest- um á hegðun sinni til að feha rýrð á vald það sem þeim er í hendr fengið fvrir náð innar æðstu veru“. Þar er oft talað um ina æðstu veru, og jafn- an í eintölu; og sannar það enn það, sem fornfræðingar hafa áðr fram haldið, að trú Egipta hafi verið eingyðis-trú, og að það hafi að eins verið fáfróð alþýðustétt, sem dýrkaði fugla, dýr og skurðgoð sem guði — en skurðgoðin hafi þó fyrst verið eiginlega ætluð til þess, að tákna sérstaka eiginleika innar æðstu veru. Móses var eiginlega tig- inborinn prinz i Egiptalandi, var upp- ahnn af prestastéttinni, og hefir honum því veriðfullkunnug eingyðistrú Egipta. En með þvi að hann hefir séð, hve mjög fáfróðu stéttirnar aflöguðu trúna, þá hefir honum verið ant um, að koma gyðingum burt úr landinu, til að forða þeim við að leiðast i villu af illu eftirdæmi. En það er ástæða til að ætla, að á dögum Ptah-hotebs, höfundar rits þessa, sem var uppi 1500, eða ef til vill alt að 2000 árum fyrir Móses, hafi ahs ekkert verið far- ið að brydda á fjölgyðis-stefnu i trú- arbrögðum Egipta. Þess verðr að gæta, að þessi bók hefir ekki verið eins dæmi lærdóms og þekkingar, heldr alveg eðhlegr ávöxtr mentunar, sem að mörgu leyti stóð ná- lega eins hátt eins og mentun heimsins gerði í lok síðustu aldar. Þá vóru þeg- ar til stórfengleg bóksöfn, og „þjóðin (egipska) hámentuð i öhum listum frið- arins; ríkisstjórn skipulega fyrir komið, fámenninga-veldi fast grundvahað, og valdinn nákvæmlega skift og niðr raðað, svo að jafnvel náði til mestu smá- muna; ein ritaðferð alkunn, og papyrus altíðkaðr; í aha staði svo langt á veg komin mentun, að nákvæmar rannsókn- ir að eins geta sýnt frekari framfarir síðar í stöku átt “. Og alt þetta var mörgum öldum áðr en gyðingar komu til Egiptalands. Mr. Luxton og „Free Press“. Á laugardagskveldið kom löng grein í blaðinu Tribune hér í bænum, er skýrði frá þvi, að það væri breyt- ing i býgerð með ritstjórn blaðsins Free Prtu. — Mr. W. F. Luxton, sem stofnaði blaðið fyrir 21 ári og jafnan hefir verið ritstjóri þess síðan og eig- andi, fyrst einn og síðan aðaleigandi, ætti að fara frá, og það ekki að sjálfs vilja. — í September-byrjun 1888 lánaði Sfr Donald Smith Mr. Luxton $26,000 gegn veði i (800?) hlutum í blaðinu. Skyldi Mr. L. endrborga það innan 5 ára; en sá tími var á enda 6. þ. m. Mr Luxton hafði á- drátt um að fá peningalán til að endrgreiða þessa skuld, en sakir pen- ingaeklunnar, sem nú hefir verið hér að undanförnu, varð dráttr á þessu, svo að Mr. L. hafði ekki enn féð til, er að skuldadögum kom; ritaði þvi Sir Donald og bað um frest á greiðslunni örfáar vikur, og mun hafa fengið þær undirtektii, að hann hafði ástæðu til að búast við að þetta fengist. Síðar hafði C. P. R. félagið keypt hluti i blaðinu fyrir $40,000; var það um það leyti er Free Press keypti blaðið Bun og sameinaði það sér, enda var peningum þeim va»ið til þess. Það var þá beium orðum fram tekið af þeim, sem kaup þetta gerðu af félagsins hálfu, að Mr. Luxton skyldi vera alcey óhdðr í ritstjórn sinni með aha stefnu blaðsins; ekkert skilyrði annað sett né tilskilið, en að hann mætti ekki spiha fyrir áliti og bygging landsins. Svo fór þessu fram og fór alt í góðu samlyndi alt þangað til síðast fóru fram sambandskosningar (til bandaþingsins í Ottawa). Þá vildi C. P. R. félagið, eða þeir sem umboð höfðu á hlutum þess í Free Press, að blaðið veitti sambandsstjórninni fylgi. Því neitaði Mr. Luxton hreint og beint, sein von var; hann hefir alla tíð fylgt verzlan-frelsi og barizt gegn tollunum ; en tohvemdin qr aðal- trúar-atriði sambandsstjórnar-flokksins. Hins vegar líkaði honum heldr ekki stefna sú, sem mótstöðuflokkrinn þá tók upp — sú stefna, sem inn gamh, reyndi foringi flokksins Blake gat heldr eigi aðhylzt—og því síðr h'kuðu hon- um sum þingmannsefni flokksins hér. Hann fylgdi þvi hvorugum flokknum að málum við kosningarnar. Varð svo ekki neitt frekara að ágreiningsefni i það sinn. SvO var kvatt til fundar í stjórnar- nefnd blaðsins áföstudagskveldiðseint, og þar og þá á fundinum settu meðstjórn- menn Mr. Luxtons hann frá stjórn blaðsins, uppsagnar- og fyrirvara-laust, alveg upp úr þurru ; gera honum þann einn kost, annaðhvort að hætta allri mótspyrnu við fylkisstjórnina hér í Manitoba (Greenway-stjórnina) eða vera frá. Mr. Luxton hefir jafnan verið skæðasti fjandmaðr þeirrar stjórnar, og var því auðvitað að hann neitaði þvi að hætta mótspyrnu við hana. Það var mælt mál, að engin stjórn stæðist til lengdar hér í fylkinu, ef hún hefði Free Press móti sér. Enda er ekki tvímælum að tefla um það, að Mr. W. F. Luxton er og hefir verið inn langfærasti og merkilegasti blaðamaðr í Vestr-Canada. Hann er prýðilega mentaðr, og inn sannasti heiðrsmaðr að eiga nokkuð við að sælda. Hann er maðr, sem án efa hefði hvervetna komizt í fremstu röð, hvar sem hann hefði verið. Hann hafði gert Free Press það, sem hún var nú, er hann fór frá henni: viðrkent bezta og mest metna blað í Vestr-Canada. Hann hefir lagt niðr alt starf allra sinna manndóms- ára nú í samfleytt 21 ár í þetta eina fyrirtæki ; hann hafði gert það að ástfólgnu hfsstarfi sínu. Hans aleiga var það, sem hann átti í blaðinu. Og svo er honum nú, hnignum á efra aldr og biluðum að heilsu fleygt út á götuna allslausum, með ekki 10 cents i vasanum. Það er eitt ið stærsta níðingsverk, sem vér höfum þekt, sem hér hefir verið unnið. Og hvað kemr til ? Hver er valdr að þessu? í hitttiðfyrra var sú kynlega fjár- veiting ger á fylkisþingi liér, að C. P. R. félaginu vóru veittir $160,000 th að fuhgera Souris-brautina, sem félagið var búið að lýsa yfir, að það ætlaði að fullgera hvort sem væri, og var farið að undirbúa það verk f og þessu fé var rutt í félagið án þess að það sækti um það eða beiddist eftir þvi. Upp úr því urðu þeir Heródes og Pílatus (C. P. R. og Greenway- stjórnin) vinir, þótt alt annað hefði áðr verið. Síðan vóru enn sama félagi veittir $10,000 til Pipestone-framlengingarinn- ar ; og nú er verið að semja um fjár- veiting til félagsins úr fylkissjóði til Dauphine-brautar. En það mun óefað hafa verið með í því kaupi, að Green- way-stjórnin áskhdi sér að C. P. R. beitti valdi sínu til að kuga blaðið Free Press til fylgis við þá stjórn. Mr. Luxton ritaði á mánudaginn bréfkorn til Tribune og skýrir þar mál þetta nokkuð ýtarlega. Hann getr þess meðal annars um fjárstjórn sína á Free Press, að árið sem leið hafði blaðið gefið af sér í hreinan ágóða $15,990. 60, "en það er sem næst 9 af hundraði af öllu því fé, sem í blaðinu stendr bæði í hlutabréfum og lánsfé. Þess má geta, að C. P. R. fé- lagið var meðal annars óánægt við Mr. Luxton fyrir það, að hann van- rækti aldrei [að brýna það í blaðinu, hve þungbært flutningsverðið á korni væri fyrir bændr, og að engin sam- kepni ætti sér stað, heldr öhu fremr samtök, mihi C. P. R. og N. P. R. félaganna. Eitt er það, sem komið hefir í Ijós við þetta tækifæri, svo að sann- leikrinn er nú öllum ber. Og það er það, að tvær þær aðalásakanir, sem mt ðhaldsmenn Greenway-stjórnarinnar sífelt báru á Mr. Luxton, vóru til- hæfulausar, enda efaði það enginn, sem þekkir hann persónulega. Önnur var sú, að þá $40,000, sem hann keypti með Sun, hefði hann fengið handa blaði sínu hjá kaþólsk- um mönnnum fyrir að styðja þeirra málstað í skólamálinu. Nú er það komið í ljós, að það var hjá Van Horne, en ekki hjá kaþólskum mönn- um, að hann fékk þessa peninga. Framkoma hans i skólamálinu hvíldi eingöngu á réttlætistilfinning hans og skilningi hans á málinu, hvort sem hann var nú réttr eða ekki. Hin ásökunin var sú, að Free Press væri málgagn C. P. R. félags- ins. Það sýndi sig nú ávalt hverj- um, sem lesa vildi blaðið með opnum augum, að það var það ekki. Og einmitt fyrir það, að Mr. Luxton vildi ekki gefa upp sjálfstæði sitt og gera blaðið að málgagni C. P. R. fé- lagsins — einmitt fyrir það er honum nú kastað út frá blaðinu. Eins og Mr. Luxton sjálfr kemst að orði, er þetta dýrkegpt réttlæting, en hún er líka fullkomin réttlæting. En það sem hér er að orðið, er eigi að eins niðingsverk unnið a merk- ismanni, einum af ahramerkustu rnönn- um fylkisins. Það lieggr nærri að það inegi kalla fuhkomið þjóðar-tjón. Á mánudagsmorguninn var nafnið W. F. Luxton horfið þegjandi af Free Press. Blaðið hefir ekki einu orði getið breytingarinnar við leeendr sína. Ekkert ritstjóranafn er nú á blaðinu. Einn skrifstofuþjónn C. P. R. félagsins er nú rittftjóri þess. SMÆLKI. Dvali skorkvikinda. Fiskar, fuglar og maðkar láta ekki lif sitt, þótt þau frjósi svo, að þau verði gagnfreðin. Þessi dýr eru svo sköpuð, að hffæri h'kamans þola þenslu frostsins án þess að bila. Þegar þau frjósa, falla þau að eins í dvala, en geta lifnað aftr þegar þau þiðna. Andardrattr skordýra. Venjulega anda skorkvikindi um séastakar holur, sem eru hér og hvar á skrokk þeirra. Ef þessum smáhol- um er lokað, þá kafna þau. Það þarf ekki annað en hella ohu á sumar flug- ur og maðka til þess að þau deyi von bráðara. Ef t. d. nokkrum dropum af ohu er helt á bakið á hvespu, þá kafn- ar hún innan skamms. Sjón fugla. Fuglar hafa ‘ágæta sjón—ef til vih bezta sjón allra dýra, og sjónhæfileiki þeirra nær og yfir stærri flöt sjáaldrs heldr en t. d. hjá manninum. Þvi sér fughnn yfir víðara svæði í einu— sér miklu lengra til hliðar heldr en maðr- inn. Dúfa eða rjúpa sér t. d. val miklu fyrri en hann er sýnilegr mannlegu auga. Það sjá menn á þvi, að þessir fuglar sýna skýr hræðslumerki af sér löngu áðr en maðrinn sér valinn. Einn- ig geta fuglar greint smáagnir af æti á. jörðunni þar sem vér sjáum ekkert nema tóm moldkorn. Konur sem skósvertingjar. Hér í álfu og hvervetna í borgum um mentaðan heim er það títt, að ung- ir drengir gera sér það að atvinnu að sverta skó manna, helzt á strætum úti, og stundum á gistihúsum og veit- ingastöðum. Sameina þeir þetta oft annari atvinnu, þeirri að selja blöð. Nú er svo komið að í nokkrum borgum í Frakklandi, einkum í Toulon, hafa ungar stúlkur tekið fyrir þessa atvinnu, að sverta skó á strætum úti. Er vonandi að sá siðr leiðist seint, eða helzt aldrei, hingað til lands. Inar frakknesku stúlkur, sem ger- ast skósvertingjar, ganga snyrtilega til fara og falda sér með hvítu hni; þykir þnð furðu gegna, hvað þær eru ávalt hreinar og þriflegar, ekki hrein- legra starf en það þó er, að sverta skó: sumar af þeim hafa járnglófa á hönd- um meðan þær bursta skóna. Sagt er að þetta sé góð atvinna fyrir stúlkur, arðsamari fyrir þær heldr en drengi, ekki sízt í þeim borgum, þar sem margt er útlendra ferðamanna, einkum Eng- lendinga og Vestrheimsmanna. Kattarhars-sjal. Hertogynjan af Norðymbralandi á sjal, sem á sinni tíð var gjöf frá Karkh X. Frakkakonungi og kostaði hálfa millíón franka (=333,000 kr. =$95,000). Það er búið til úr hári af sérstakri persneskri katta tegund. Hárið af þeim köttum er ákaflega smágert, svo að hvert eitt liár fyrir sig verðr varla eygt með beru auga. Mjúkt er það mjög og teyggott. í eitt sjal slíkt sem þetta fer hár af nokkrum þúsundum katta, og er það margra ára verk að spinna það og vefa. Sjal hertogynjunnar af Norð- ymbralandi er 8 yards (12 álnir) á hvorn veg; en svo er það smágert að efni og vofelt, að það mætti, ef á þyrfti að halda, þrýsta því svo sam- an, að það kæmist fyrir í stórum kaífiboha. Merkileg tilviljun. Það voru mörg atvik merkileg við þann atburð, er herskipið mikla enska „Victoria" sökk í sumar, svo sem um hefir verið getið áðr. En eitt ið undarlegasta telr blaðið Pall Mall Gazette það atvik, er nú skal greina. Eftir að skipið var sokkið, fund- ust á floti tveir munir, er verið höfðu i káetu Tryon’s aðmíráls (foringjans á ,,Victoria“); það var sjónpípa hans annað, en hitt skjala-hylki hans. Þetta skjala-hylki var gert eftir sérstökum reglum sjóliðsstjórnarinnar, því að í þvi átti að geyma skrá yfir merki þau, sem foringjar hafa til að gefa mönnum á öðrum skipum visbending eða orðsending. Það er, eins og gefr að skilja, mjög áríðandi, að skrá þessi geti með engu móti fallið í hendr ó- vina, svo að þeir komist ekki að því, hversu merkin á að skflja. Því eru hylki þau, sem skrár þessar eru geymd- ar í, gerð svO, að þau eru fóðruð innan með blýi, og mörg göt á botn- inum; er það gert til þess, að ef hylkinu sé fleygt í sjóinn, þá fyUist það þegar af sjó og sökkvi, svo að óvinirnir nái ekki i það. En hér fór alt á aðra leið en ætlað var. Ið mikla og rammgerva skip, er bygt var eftir öUum reglum visindalegrar þekkingar í þeim tilgangi, að það skyldi ekki geta sokkið, — það sökk eins og steinn. En hylkið, sem fóðrað var með blýi og var með «opnum götum á botni, og að öUu lagið tU þess, að það skyldi sökkva viðstöðulaust — það flaut og er nú geymt í WhitehaU. Það hggr þar sem þögult merki um brigðleik tvens konar mannlegra fyrirætlana. Tveggja ara svefn. Fyrir meira en þrem árum varð Bridget Pendergast geðveik. Var henni fyrst komið á St. Vincents-spítala (í Indiana, U. S.). Hún var þar mjög fálát og fékst varla til að mæla orð við nokkurn mann. í September 1890 var henni svo komið á vitskertra-spít- alann (Central Hospital for the Insane) i Indianopolis. í Febrúar 1R91 f11 1, þar í svefndvala og hefir sofið síðan án afláts þangað til í haust að hún vaknaði loksins. Hún var 26 ára er hún sofnaði. Fyrst eftir að hún kom á þennan spítala virtist henni mundu vera að skána; hún var ekki eins fálát, borðaði með góðri lyst, og tal. aði um að sig langaði til að komast heim til ættingja sinna, er vóru á írlandi. En eftir að hún féll í þetta svefn-dá, varð að mata hana. Dr. Frank Rav gaf henni frá 60 til 90 oz. (ca. 3J—51 pd-.) af mjólk á dag. Hún lá grafkyrr og sviprinn var rólegr mjög, augun aftr, en sjáaldrið horfði upp á við, og hafði ljósið engin áhrif á það, þótt augnalokunum væri lokið upp. Henni var ekki ætlað hf nema fáa daga, er hún vaknaði. Margir læknar skoðuðu hana og gerðu ýmsar tilraunir við hana meðan hún svaf. Golf-straumrinn. Meðalhraði golf-straumsins er sem næst 3 mílur enskar á klukkustund- inni. Þó er það til á köflum, að hann hefir 54 mílna hraða. Milionir seldar arlega.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.