Heimskringla - 30.09.1893, Page 4
4
HEIMSKRINGLA 30. SEPTEMBER 1803.
Winnipeg.
— Mrs. Peterson talar ekki í Únit-
ara-kyrkjunni á morgun; er syðra við
jarðarför manns síns.
— Isleifr Guðjónsson úr Alftavatns-
nýl. heilsaði upp á oss i fyrradag. Hann
lætr vel af líðun manna þar; heyskapr í
síðasta lagi sakir óþurka, og grös farin
að sölna, upp á síðkastið, en nýting að
öðru leyti allgóð.
— Jón Guðmundsson (Goodman)
frá Gilsfjarðarbrekku er Ixsðinn að láta
annaðhvort Mrs. Eldon, 18th Ave.
South, Winnipeg, eða ritstj. Heimskr.
vita utanáskrift til sín nú, svo að
honum verði sent bréf frá Islandi, sem
hann á geymt.
— Ymsir, sem hafa reynt stein-
olíuna frá Mr. Gerrie, hafa talað við
oss, og segja það sé alveg sama olía,
sem hann selr á 25cts., og alment
er seld hér á 40cts. Olíusala hans er
nú 174 Princess Str., 2. dyr frá Je-
mima Str.
— Frá 27. Júli 1892 til 15. Sept. 1893
hafa 3005 sjúklingar leitað til Dr. Móritz
Halldórssonar í Park River ; þar af hafa
alls dáið 11. 72 hefir hann ,,operorað‘-
og þar af hafa dáið að eins 3.—Yfir 10000
meðalaforskriftir hefir hann gefið á
þessu tímabili.
— Kvennfélagið íslenzka er að
undirbúa samkomu, sein á að haldast
um miðja aðra viku Oktobers. Detta
er einna framkvæmdarsamasta og
þarfasta félag íslendinga hér i bæ;
ver ávalt tekjum sínum til gagnsemd-
ar og sóma, og á því skilið að sam-
komur þess sé sóttar.
— Kjörfundr ins íslenzka bygginga-
mannafélags í Winnipeg verðr liald-
inn föstudaginn 6, October næstkom-
andi á Trades Hall, 494 Main Str.
Meðlimir ofan nefnds félags eru vin-
samlega beðnir að sækja fund þennan
og koma í tíma. Fundrinn byrjar
kl. 8. e. m.
Winnipeg, 27. Sept. 1893.
Gunnl. Sölvason, ritari.
— Mvndir til sölu af ýmsri stærð af
séra Matthíasi Jochumssyni. Menn
snúi sér til
G. E. Dalman’s
317 Main Str.
— Hver sem vill . eignast Saumavél,
skifta á gamlli saumavél fyrir nýja o. s.
frv., geri svo vel að gera undirskrifuð-
um aðvart um það. Þægilegir borgun-
arskilmálar.
Umboðsm. fyrir Singer Mfg. Co.
G. E. Dahnan
317 Main Str.
Fjárbóndi einn í Platt Valley, í sam-
tali um ið afskekta líf sitt mælti: „O,
þú sérð, kunningi, loftslagið er hér
heiDusamlegt, og eftir nokkurn tíma,
vona eg mér hafi græðst talsvert fé.
Heimilisfólk mitt er heilsugott, að und-
anskyldum börnur.um á sumarin, og fá
þau þá stundum krampa, uppþembu og
niðrgang af óhollum ávöxtum. En ég
rek allan slíkan linkuskap oðara á burt
með Perry Davú Pain Killer. Ég segi
þér satt, það er ekkert því líkt til við
allskonar magaveiki; og þ'ið er enginn
fjárbóndi í Platt Valley, sem eigi hefir
liálfa tvlft af Pain Killer-flöskum stöð-
ugt á h»imilinu til augnabliks brúkunar
ef þörf gerist.
VÖXTR WINNIPEG.
Þeir Gordon & Suckling fasteigna-
salar hafa samið skýrslu um húsa-
byggingar hér í borginni þetta ár
fram að þessum tíma.
Yfir höfuð eru hús þau, sem í ár
hafa verið reist, segja þeir, betri (stærri
og vandaðri) að meðaltali upp og niðr.
heldr en átt hefir sér stað fyrirfar-
andi ár; og mikið af þeim eru
hús, sem bæjarbúar hér byggja handa
sjálfum sér til ibúðar. En eftir þeim,
sem bygð hafa verið til að leigja þau
út, hefir verið áköf eftirspurn; og
oftast nær hafa þau verið leigð áðr
én þau hafa verið fullger, svo að
leiguliðar hafa beðið eftir þeim. Þau
fáu hús, sem bygð hafa verið til að
selja þau, seljast með vænum ágóða.
í fyrra voru reist um 400 ný hús, i
ár fram þessu um 500, og þó hefir
aldrei verið þrengra um húsnæði en
nú; og bendir það skýrlega á vöxt
bæjarins.
Einkennilegt hefir það verið þetta
ár, hve litið hefir verið reist af verzl-
unarstórhýsum, svo sár þörf og mikil
eftirspurn sem þó er eftir stórbúðum
og fallegum skrifstofum og afgreiðslu-
stofum. Mun verzlunarleyfð ársins eiga
mestan þátt í þvi. En nú má þegar
heyra ráðgerðir um bygging nokkurra
slíkra stórhýsa á næsta ári.
Peningaleysið og verzlunardevfðin
ltetta ár munu og vera orsök þess, að
land og lóðir hafa lítið sem ekki
stigið í verði þetta ár, enda hefír
verið lítið um að utanbæjar-auðmenn
legðu peninga í lóða eða fasteigna
kaup hér í bæ þetta ár. En þetta
breytist án efa aftr bráðlega.
Lagning rafmagns-sporbrauta vestr
um bæinn hefir stutt mjög að þvi,
að lóðir fram með þeim hafa bygzt,
enda vóru þær og eru tiltölulega ó-
dýrar. Það lítr nú út fyrir að Winni-
peg muni senn verða meðal þeirra
borga, sem hafa einna beztar og ó-
dýrastar rafmagns-brautir í heimi, og
mun það án efa liafa áhrif í þá átt,
að auka byggingar fram með þeim.
Nokkur ný og vönduð skólahús
hafa reist verið, ■ og fylkisstjórnin er
að láta reisa nýtt dómhús. Loks
gefa þeir G. & S. skrá yfir öll ný
hús, reist í ár; eru það mest íbúðar-
hús, og virt samtals á 81,884,450.
Ný hús hafa reist verið fyrirfar-
andi ár í Winnipeg fyrir þessar upp-
hæðir:
1890 8 400,000
1891 600,000
1892 900,000
1893 1,884,450
1892, Rjominn af Havana uppskerunni.
„La Cadena:1 og „La Flora“ vindlar eru
án efa betri að efni og töluvert ódýrari
heldr en nokkrir aðrirvindlar. Fordóms-
fullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast
við það en þeir, sem vita hvernig þeir eru
tilbúnir, kannast við það. S. Davig &
Sous, Montreal.
“Clear llavana Cigars”.
„La Cadena“ og „La Flora“. Biddu
ætíð um þessar tegundir.
MINNEOTA, MINN., 18. Sept. 1893.
[Frá fréttaritara Hkr.]
Tíðarfar þurt og vindasamt.
Annir bænda : Þresking stendr nú
sem hæst; nú er hér þreskt fyrir frá
2 og 4 til 3 og 5 cts. bush. af höfr-
um og hveiti; hveitiafrakstr er hér
lítill í ár, meðaltal 12 bush. af ekr-
unni. Menn erja nú sem óðast akra
til næsta árs.
Verzlun er nú heldr með endrlifn-
unarmarki, hveiti komið upp í 53 cts.
Séra N. S. Þorláksson, ásamt konu
og börnum, lagði af stað héðan 11.
þ. m. áleiðis til Noregs og ætlar að
verða þar hjá tengdafólki sínu þar til
í Aprílmán. næstkom.; héðan fór hann
til Chicago að skoða sig um á sýn-
ingarsvæðinu. Um leið og hann bað
söfnuði sína um fararleyfi, sagði hann
þeim, að hann væri búinn að búa svo
um, að séra Björn eða einhver hinna
prestanna kæmi hingað, meðan hann
væri í burtu, og yrði hér um stund
til að þjónusta söfnuðina.
Framfarir: Á þessu ári hafa Minne-
ota-búar stigið mjög þýðingarmikið
framfaraspor, sem eykr heiðr þeirra að
mun í augum annara. Þetta spor er
skólabyggingin, er ég hefi áðr minzt
á lauslega. Húsið er nú fullgert; vegg-
efni þess er, í grunni (sem er 8 fet á
hæð að innan en 4 fet uppyfir jarð-
brún að utan) Casota sandsteinn; en
múrgrjót þar fyrir ofan ; að öllu er
húsið ið vandaðasta að utan og inn-
an.
I húsinu eru 4 kenslustofur, er
hver um sig mun rúma um 60 nem-
endr, svo fylgir hverri stofu skrúð-
herbergi; enn- fremr er þar eitt lestr-
arherbergi; húsið er alt hitað með hit-
unarlofti, er leitt er frá þremr hitun-
arvélum í kjallaranum. Að þessi bygg-
ing komst á fót, mun vera óhætt að
segja að sé Minneota-íslendingum mest
að þakka, og sérstaklega má þakka
það ötulli framgöngu þeirra G. A.
Dalmanns og J. H. Frosts. Af þessu
hlýtr maðr að draga þá ályktun : að
Minneota-Islendingar sjái, hvað mest
til heilla horfir i þessu landi, sem er
gagnfræðileg mentun æskulýðsins.
UM HEKLU.
(Framh frá 1. bls.)
kaupmaðr einn danskr, sem var í
förinni. Þeir réðu það af, að ganga
efst upp á fjallið, en hinir áttu að
bíða á meðan. Þeir héldu nú af stað
upp eftir fjallstindinum og óðu þá
öskuna og vikrið í mjóalegg, og sótt-
ist því ferðin seint. „Þegar við höfðum
gengið hálfa mílu upp eftir fjallinu,
tókum vér eftir því, að jörðin hrist-
ist undir fótum vorum. Við lieyrðum
líka undarlegt skark og bresti niðri i
jörðunni, og benti það okkr á, að hún
væri hol. Við urðum nú mjög hræddir
um að við mundum hleypa í. Jafn-
framt sáum við stórar gjár eða
sprungur allt í kring um okkr og
kom upp úr þeim eldr og svo skark-
ali og fýla af brennu steins-vikri; urðum
við svo hræddir um að jörðin mundi
gleypa okkr. Þegar við vorum komnir
hér um bil 30 skref til baka, þeyttist
öskumökkr út úr fjallinu alt í einu.
Hann lenti beint á okkr svo við gát-
um ekki séð hvor annan. Öskurokið
var svo mikið, að það tók fyrir sól-
skinið. Það sem skelfdi okkr mest, var
að við sáum fjallið þeyta upp nýjum
blossum og öskurokum hvað eftir
annað, og féllu þeir á okkr eins og
hagl. Jafnframt brakaði alt af og brast
i jörðunni undir fótum vorum, eins
og allir herskarar helvítis ætluðu að
ráðast á okkr og eyðileggja okkr.
Við þessi ósköp fórum við að háhljóða,
enda bjuggumst við við því á hverri
stundu að jörðin mundi opnast og
svelgja okkr. Til þess að reyna að
sporna við þessu tókum við til fót-
anna og hlupum niðr fjallið svo hart
sem fætr toguðu, til þess að komast
hjá hættu þeirri, sem dirfska okkar
hafði komið okkr í.“
Þegar þeir komu til félaga sinna
voru þeir lafmóðir og biksvartir í
framan af öskunni; var þá svo af
þeim dregið að þeir hnigu í ómegin,
en röknuðu samt fljótt úr því og fóru
þá að skoða ýmislegt kringum Heklu.
Meðal annars sáu þeir vikrkol, sem
var stærra en svínshaus, og þótti það
mjög merkilegt.
Eins og áðr er minnzt á, hafa
þessar ferðir líklega aldrei átt sér stað,
og að minnsta kosti vita' menn ekki
til þess með vissu, að nokkur maðr
hafi farið upp á Heklu fyr en þeir
Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson að-
faranótt 20. dags Júnímánaðar 1750.
Þeir héldu að Selsundi, næsta bæ
við fjallið, og fengu bóndann þar til
að fylgja sér, en það ætlaði 'ekki að
ganga greitt, því mönnum stóð inn
mesti stuggr af fjallinu, og bóndinn,
sem annars var nákunnugr í kringum
Heklu, hafði aldrei komið að fjalls-
rótunum. Þeim Eggert var sagt að
ómögulegt væri að komast upp á
fjallið fyrir leirpyttum, sein yllu og
syðu af brennisteini, en fýluna legði
upp úr þeim langar leiðir. Upp á
fjallinu áttu að vera hverir, sem þeyttu
upp úr sér sjóðheitu vatni, og stór op,
sem gysu eldi og eimyrju án afláts.
Enn fremr áttu að vera undarlegir
svartir fuglar uppi á fjallinu svipaðir
hröfnum, en með hvössum járnnefjum,
og sögðu menn að þeir réðust á þá,
sem væru svo djarfir að fara upp á
fjallið, og gengju næst lífi þeirra.
En þeir Eggert og Bjarni létu
ekkert af þessu á sig fá og héldu upp
á Heklu. Vegrinn var fremr góðr
fyrst, en versnaði eftir því sem þeir
komu nær f jallinu. Loksins komu þeir
að ófæru hrauni. Þar urðu þeir að
skilja eftir hestana og fara fótgang-
andi það sem eftir var vegarins.
Leiðsögumaðr þeirra sló þvi nú fyrir,
að sér væri illt í höfði og þóttist ó-
mögulega geta fylgt þeim lengra, en
þeir Eggert töldu það trúlegra, að
hann þyrði ekki að fara upp á fjallið
venga undra þeirra, sem þaðan Voru
sögð. Förin yfir hraunið var mjög
erfið. Þeir urðu að skríða á fjórum
fótum, þvi hraunhellunum var hröngl-
að hverri ofan á, aðra, en djúpar hol-
ur á milli þeirra. Aftr batnaði vegr-
inn mjög þegar kom inn fyrir hraun-
garðinn, og var gott að ganga upp
eftir fjallinu. Það þótti þeim skrítið,
að þar sem þeir stigu á kletta, marr-
aði undir fótunum á þeim eins og
þeir gengju á ís. Þeir urðu hálfhræddir
og héldu að þetta kæmi til af því,
að jarðvegrinn væri mjög þunnr ; en
þegar þeir fóru að gæta betr að, sáu
þeir að það kom til af því, að klett-
arnir voru brunnir og ekkert annað
en geysistór vikrkol. Þeim gekk ferðin
furðu vel og miklu betr en þeir höfðu
búizt við. Nýfallinn snjór var á fjall-
inu ofantil. Þeir urðu að vaða hann
í hné og urðu þreyttir mjög, en loks-
ins komu þeir upp á Heklutind kl. 12
um nóttina. Þar var alt kyrrt og
ekkert annað en shjó að sjá, en engar
sprungur eða hveri, og því síðr reyk
eða eld. Fremr var kalt ofantil á
fjaliinu, en annars var veðrið kyrrt
og bjart og höfðu þeir því ið bezta
útsýni af tindinum í allar áttir. Þeir
félagar héldu nú heimleiðis aftr og
veitti þeim miklu hægra að fara ofan
fjallið en upp, einkum af því að nú
var komið hjarn, svo þeir gátu gengið
á snjónum eins og fjalagólfi. Þeir
hittu fylgdarmann sinn með heilu og
höldnu. Hann var orðinn alfriskr og
furðaði sig mjög á, að þeir skyldu vera
komnir aftr lieilir á húfi.
Síðan hafa margir menn farið upp
á Heklu, bæði fyr og síðar. Þeim
hefir sótzt ferðin misjafnlega, eftir því,
hvernig veðr hefir verið, og eftir því
á hverjum tíma árs þeir hafa verið á
ferðinni, en enginn þeirra hefir orðið
var við undr þau og ofsjónir, sem
þar áttu að vera, eins og ekki er
heldr við að búast, þvi slíkt hefir
aldrei verið til nema i heilanum á ó-
mentuðum mönnum og hjátrúarfull-
um.
(Eftir ,,ísafold“.)
Þess virði að það se lesið. Mr. Wm.
McNee frá St. Ives, Ont., hafði 11 mjög
liættuleg sár, og þar eð allar Iækninga
tiiraunir höfðu orðið árangurslausar,
bjóst enginn við að hann mundi koma til
heilsu aftr. Sex ílöskur af Burdock
Blood Bitter læknuðu hann algerlega
Lyfsali Sanderson frá St. Marys, Ont.
h^íir gefið vitnisburð pessu viðvíkjandi.
Leit út eins og beinagrind. Herrar, —
Síðasta sumar var barnið mitt svo veikt
af hitaveiki, að það leit út eins og beina-
grind. Ég hafði þá enga trú á Dr.
Fowlers Extract of Wild Strawberries, en
gerði það samt fyrir kunningja minn að
reyna það. Barninu fór þegar að smá-
batna. Ég er sanufærðr um, að það hefir
frelsað líf þess.
Mrs. Harvey ó'teeves, Hillsborough, N. B.
Slœrn magaveiki lœknuð. Herrar. — Ég
var í þrjú ár veikr af óstöðvandi niðr-
gangi, og fékk enga meinabót af öllum
þeim meðulum er ég reyndi. Mér var
ómögulegt að vinna meira en 3—4 daga í
viku. Af tilviljun heyrði ég getið um
Dr. Fowlers Extract of Wild Strawberr-
ies, og byrjaði ég þegar að brúka það.
Ég er nú alheill.
John Stiies, Bracebrldge Ont.
Oefr góóa list. Herrar. — Ég lield að
yðar ágæta meðal eigi ekld siim líka, að
ilæma eftir hve gott það gerði mér. Eftir
að nafa í þrjú ár verið veik af höfuðverk
og lystarleysi fór ég að reyna B.B.B., og
dugði það ágætlega. Mér fór þegar að
smábatna og er nú við beztu heilsu.
Mrs. Matthew Sproul, Dungannon, Ont.
Vantar
fáeina reynda umboðsmenn til að
vera fulltrúar fyrir
The Northwestern Benevolent
Society of Duluth.
Fulltrúar geta unnið sér inn $10
til $15 á dag. Þeir verða að hafa
góða vitnisburði. Vér gefum um-
boðsmiinnum á tilteknu svæði arð-
samt verk. Ritið mér eða talið við
mig.
Benj. F. Anderson,
Qen'l Agent, Duluth, Minn.
Home Office 103 Chambers of Com-
merce Building, P. O. Box 1012.
Ég verð í Hensel, N. D., næstu
2 vikur, og þangað má rita mér þann
tíma.
X X
OI4Chum
(CUT PLUG.)
OLD CHUM
(PLUG.)
Engin önnur tóbakstegund hefir
nokkum tíma átt jafnmiklu
ötbreiðslu-,áni að fagna
á jafnstuttum tíma,
eins og þessi tegund af
„Cut Piug“ og „Plug Tobacco“.
Elztu „Cut Tobacco“ verksmiðja
í Canada.
Hús fyrir $500 til $1000; þiegilegar
afborganir.
Lóðir á Nens og Bonndary strætum
á $50 til 250.
Þér getið gert samninga viðoss um
þsegiiegar, litlar mánaðar afborganir
og einnngis 6 pc. teknir í vöxtu.
Hamilton & Osler,
426 Main Str.
FERGUSON & 00.
403 Main Str.
Bækr á ensku og íslenzku; íslenzrar
salmabiekr. Ritáhöld ódýrustu í borginni
Fatasnið af öllum stærðam.
STEINOLÍA, bezta tegund,
‘ sem hingað
til hefir kostað 40 cts. gallonan, fæst
nú, frítt flutt á heimilið til hvers bæj-
arinanns, fyrir að eins 35 cts.
gallónan.
C. GERRIE,
174 Princess Str. (2. dyr frá Jemima Str.
EDOUARD RICHARD,
356 Main Str.,
heflr til silu stra ferhyrnta björð
240 ekrur á stærð, 4 mílur frá borg-
inni; hæflleg fyrir 2—3 landnema.
Kostar aðeins $1200.00 með góðum
borgunarskilmálum.
AUGLÝSING.
Kennara vantar við Gimli-skóla
fyrir 6 mánuði frá 15. Okt. næstkom.
Umsækjcndr snúi sér til undirskrifaðs
fyrir 3. Okt. næstk.
G. M. Thompson, Gimli.
317 Jafet í föður-leit.
,.En það er engin önnur aðferð til, sem
dugir, Newland minn. Hvernig yrði maunfé-
laginu liaklið í skeflum ef ekki væru hólm-
göngur? Við yrðum þá allir eins og birnir í
bjarndýragarði. Þer hnfið líklega aldrei verið
sjálfr á hólmi ?“
„Nei, aldrei", svaraði ég; „og ég hefi altaf
vonað, að ég þyrfti aldrei íyrir því að h«fa“.
„Þér megið þá vera lánsamari og geðbetri
maðr en fólk flest, ef þ -r eigið að sleppa svo
til æfiloka, iið þurfa aldrei að vera við hólm-
göntcu riðinn; ég á við sem annar einvígis-
maðrinn, ekki sem hólmgönguvottr. En nú
verð ég að gefa yðr dálitla leiðbeining, góði
vin. um framkomu yðar sem fulltingismaðr
við hólmgöngu; því að ég er mjög smákvæmr
við slík tilfelli, og vildi að alt færi fram eftir
ströngiistu reglum. Það tjúir nú í fyrsta lagi
með engu móti, Newland minn góðr, að þér
látíð sjá yðr með þessu sorgarandliti á hólm-
gönguvellinum. Ég ætlast auðvitað heldr ekki
til að þér. skuluð vera hlægjandi, eða einu
sinni brosandi; — það ætti jafn-illa við. En
þér verðið að láta sjá, að þér séuð alveg ró-
legr og ósmeikr. í allri framkomu yðar gagn-
vart fnlltingismanni óvinar míns verðið þér
að vera einkar-kurteis í smáu sein stóru, en
jafnframt verðið þér að gæta þess að gefa
aldrei minstu ögn eftir í neinu því atriði, er
mér má tii hagsmuna verða. Verid hægfara,
jafnvel í göngulagi, og látið ad öllu eius og
Jafet í föður-leit. 322
„Á vagninn að bíða?“ spurði Tímóteus.
„Já, í öllum bænum“, svaraði ég í hálfúm
hljóðum.
Við komum nú á völlinn, þar sem vant
var að heyja einvígi, og tók majórinn að lit-
ast um mjög rólegr. •
„Takið þér nú eftir, Jafet“, sagði hann;
„ef þér getið komið þvi við að —, nú, þarna
eru þeir pá. Ég skal gefa yðr merkið, sem
ég talaði um“.
Mótstöðumaðr majórsins var Tineholm lá-
varðr, og kom hann nú akandi á hólmgöngu-
staðinn með fulltingismanni sínum, sem hann
kynti mér og nefndi Mr. Osborn. ,,Mr. New-
land“, svaraði majórinn aftr og heilsaði Mr.
Osborn. Við tókum báðir olan hvor fyrir
öðrum, og hneígðum okkr, og gengum svo
þegar ad skylduverki okkar. Ég verð að unna
fulltingismanni mótstöðumanDSÍns þess sann>
mælis, að hann var að öllu leyti eins kurteis
og ég. Hvorugr okkar mintist einu orði á
aftrköllun eða afsökun — smánaryrðin höfðu
verið stærri en svo, og skaplyndi beggja, bæði
lávarðarins og Carbonells majórs, var of al-
kunnugt til þess. Mr. Osborn lagði til að tólf
skref skyldu vera milli hólmgöngumannanna,
og félst ég á það. Við vörpuðum klutkesti um
það, livors skammbyssur skyldi við hafa, og
kom upp hlutr majórsins, og skyldu því báðir
skjóta með hans skammbyssuin. Þá var ekki
annað eftir, en að ákveða, hvar hóimgöngu-
321 Jafet 1 föður-lelt.
þér, herra, sjáið, að ég rita nafn mitt undir
skjal þetta og set innsigli mitt undir það.
Ég geri í því erfðaskrá mína. Ritið nú undir
sem vitundarvottar“.
Þeir gerðu þnð eis og majórinn bað þá.
Svo bað hann Tímóteus að sækja vagn.
„Newland,“ sagði majórinn og stakk um
leið skjalinu og peningunum öllum í vasa
minn; „geymið þetta fyrir mig þangað til við
komum aftr“.
„Vagninn er kominn að dyrunum" sagði
nú Tímóteus; og horfði til mín um leið, eins
cg hann vildi spyrja, hvað alt þetta hcföi að
þýða.
„Þú mátt koma með okkr og horfa á“,
sagði majórinn við hann; hann hafði tekið
eftir forvitnis-svipnum á Tímóteusi; „og láttu
kassann þann arna í vagninn".
Tímóteus þekti að þetta var skammbyssu-
kassi majórsins. og fór bonum nú ekki að
verða um sel; liann stóð enn kyrr eins og
hann biði eftir frekari skipun.
„Kærðu þig kollóttan, Timm; það er ekki
hann húsbóndi þinn, sem á að nota þær“,
sagði majórinn og klappaði honum á öxlina
um leið.
Tímóteusi létti sýnilega við þetta, og
fór hann nú ofan stigann með skammbyss-
urnar í kassanum, og við á eitir honum.
Timm settist upp í sætið framan á hjá ekiln-
um, og við ókum nú út að Chaik Farm.
Jafet í föður-leit. 318
þér væruð inni f stofu, að svo miklu leyti,
sem landslagið á hólmgöngustaðnum leyfir.
Verið aidrei þegjandi; segið heldr eitthvað o-
naerkilegt um hversdags-smámuni, heldr en að
það líti svo út sem þér séuð utan við yðr.
Eitt er það sem mikið rífSr á — ég
á við þegar veija skal hólmstöðvar okkar;
í þ' í efui kynni það að vera gott að ég gæfi
yðr bending nokkra, svo að ekki beri á. Það
væri mikill hagr fyrir mótstöðumann minn,
ef svo bæri til, að eitthvert ákveðið merki,
svo sem tréstoín, staur eða því um líkt væri
beint bak við mig, svo að mig bæri í það.
Jafnvel sterk ljósrak eða dökkr skuggi beint
á bak við mig væri mér mjög í óliag. Ef
þér getið komið því við, þá veljið þér stað-
inn svo, að ijósbrot verði fyrir aftaii mig,
því að það gerið mótstöðuinauni mínum tor-
veldara að miða rétt. En i'g býst ekki við
að þér getið komið þessu fyrir einn, svo að
vel sé; svo að ég held það sé betra að ég
lijálpi yðr þá dálítið. Þegnr ég er kominn á
hólminn og liefi skift sólarbirtunni sanngjarn-
lega milli okkar, þá reika ég um eins og liugs-
unarlaust, og þegar ég fhm blett, sem er lient-
ugr fyrir mig, þá ætla ég að taka mér í nefið
og snýta mér fyrst, og snúa mér þá í
þá átt, sem ég vil helzt að mótstöðu-
maðr minn standi í. Haíið þetta til marks
og reynið með allri ýtrustu kurteisi að lialda
því svo fast íram, sem yðr er unt, að við