Heimskringla - 10.03.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.03.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR. WINNIPEG, MAN., 10. MARZ 1894. NR. 10 FRÉTTIR. CANADA. TOLLMáLIÐ. Fregnriti blaðsins “Nor’-Wester” sendi því í fyrra dag svo látandi rit- þr áðs-orðsending: Ottawa, 8. Marz. — Tollendrskoð- unarnefnd stjórnarinnar hefir því nær lokið starfi sínu. Auðvitað endrskoðar stjórnin í heild sinni frumvarpið áðr en það verðr lagt fyrir þingið. Nefndar- menn verjast og allra sagna um efni frumvarpsins. Alt um það hefir fregnriti yðar áreiðanlega vissu fyrir þvi, að aðalstefna frumvarpsins gangi i þá átt, er Manitoba og Norðvestr-fylkin mega mjög vel við una, að því er snertir toll á akryrkju-verkfærum, bundin-þræði (binder twiné) og stein- olíu. Það er almæli, að akryrkju- verkfæri muni verða ótolluð. BANDARlKIN. WlLSON MNGMAÐR, sem nýja toll-frumvarpið er kent við, liggr dauðvona suðr í Mexico (í Mið- Ameriku); var þar á snöggri ferð, er hann veiktist. Bólan geisar í Chicago, og það svo mjög, að sjúkrahúsið fyrir bólusjúka er troð- fult af sjúklingum, og talað um að hjúkra i heimahúsum þeim sem eftir þetta sýkjast. Fuitmvarp Bi.and’s um að gefa út $ 55,000,000 af seðlum innleysanlegum í silfri, slafraðist loks- ins gegn um neðri deild bandaþings- ins fyrir helgina. Það er enginn háski & að efri deild samþykki það, því síðr að Cleveland staðfesti það, þótt efri deild samþykti. Tollrinn. I fyrra dag kom svo látandi rit- þráðs-fregn frá Wasldngton: Undirnefndin í tollmálinu hefir nú skilað fjármálanefnd efri þingdeildar aftr Wilsons-fro^avarpinu, og eru þess- ar helztu breytingar, sem hún ræðr til: Sykr, ekki yfir 80 stiga, 1 cts. á pundið ; fyrir hvert stig þar yfir ekki yfir 90 stig þó, 1 hundraðasti partr úr eenti á pundið; fyrir hvert stig frá 90 til 9S stigum, 2 hundruðustu partar úr centi ; sykr yfir 96 stig 1 j cts. pundið. Whiskey 81,10 á gallónu. Járn-rauði (óunnið járn) 40 cts. á tonnið. Linkol (bituminous eoal) 40 cts. ton. Smákol (tlack or ciill—mylsna ?) 15 cts. tonnið. Gokes 15 af hundraði eftir verði. ÖNNUR LÖND. Gladstone sagði af sér á laugardaginn. Er það eðlileo.t um mann á hans aldri (fæddr 29- Dec. 1809) ; því fremr sem sjón hans er farin að daprast og heyrn að förla. þó mimll sálarkraftar hans vera óskerðir að öllu. w. E. GLADSTONE. Drotning bauð honum lávarðs-tign; en hann hafnaði því boði sem f.yrri, svo sem við var að búast. The Grand Old Man er það sæmdarnafn, sem sam- tíðin hefir gefið honum, og mun það fyigja honum í veraldarsögunni. Það er meiri sæmdartitill, heldr en nokk- urt lavarðs-nafn. Og það er sannnefni að fleiru en einu leyti, meðal annars sakir þess, að hann hefir æ orðið meira og meira mikilmenni með aldrinum. ROSEBERRY LáVARÐR varð eftirmaðr Gladstones sem stjórnar- forseti Bretlands. Hann er sagðr ein- lægr flokksmaðr og .frjálslyndr mjög. Orð leikr á því, að hann muni vera trú- lofaðr dóttur prinsins af Wales, sem verðr væntanlega áðr langt um liðr konungr ins mikla brezka ríkis.—Jarl- inn af Kimberly verðr ráðgjafi utanrík- ismála í stað Roseberry’s lávarðar. Morley verðr kyrr sem Irlands ráðgjafi, Sir Harcourt heldr áfram að vera for- ingi stjórnflokksins í neðri málstofu. Fluga cin er fullyrt að það sé, sem heyrzt haföi um sameining Chamber- lains-flokksins (ríkiseiningarmanua) og stjórnflokksins. Alt útlit er fyrir, að stefna stjórnarinnar verði óbreytt að öllu. » FRÁ LÖNDUM. Grbrfi úr Nýja Islandi, dags. 1. Marz. — íbúðaihús Guðvarðar bónda Hannessonar í Árnesbygð brann til rústa e. h. 24. f. m.; hafði kviknað í þakinu út frá stópípunum, en enginn karlmaðr heima þá stundina. Innan* húsmunum mestum varð bjargað. Vá- trygging engin á húsinu. Skemtisamkour reka nú hver aðra um þvera og endilanga nýlenduna, og var in síðasta í gærkveldi (28. Febr.) að Lundi við íslendingafljót. Voru þar leiknir “Útilegumennirnir”. Ahorf- endr voru fleiri," en þægilega gátu kom- izt í húsið, og mun þeim flestum hafa þótt góð skemtun og viðunanlega vel leikið, og þá er í rauninni alt fengið, I harðæri, eins og því er nú stendr yfir, er mikið varið í hverja iðnaðar- stofnun i hverju einu bygðarlagi. Ein slík stofnun hér er timbrvinna og sög- unarmylna hra. jGests Oddleifssonar. Að timbrvinnunni (3 mílur norðr frá Geysir P. 0.) hafa í vetr unnið nær 20 manns, 2 hestar og 2—3 uxar, og síðan snemma í Febr, um 30 manns og 8—9 hesta- og uxa-"teams”. Er nú Gestr búinn að draga fram að fljótinu 8—9000 bjálka, og á þó eftir mikið ótekið enn. Undir eins og ís leysir af fljótinu, sein á að fleyta bjálkunum að mylnunni, verðr byrjað að saga, og-við það liafa um 20 manns atvinnu alt næsta sumar. Flestir munu óska að Gesti gangi oins velog hann á skilið fyrir dugnað sinn og framtakssemi. ORÐABELGRINN. Ingersoll í Boston. "Það var fagrt að líta yfir Boston- leikhúsið á fimtudagskveldið var, þegar allr sá flokkr, sem troðfylti það hátt og lágt, stóð upp með fagnaðarópi og heils- aði ofursta R. G. Ingersoll um leið og hann kom fram á ræðupallinn til að flytja sína miklu tölu "Um guðina”. í tvo klukkutíma hlustaði fólkið á ræðu ins mikla snillings og þrumandí fagnað- aróp fylgdu hverri hans mest hrífandi setningu. Að hlýða á ofursta Ingersoll er sá fagnaðr, sem leifir dýrðlega minningu í gegnum alt ið ófarna lif manna. Ef guðirnir eru lifandi, þá hafa þeir heyrt nakinn sannleikann um sjálfa sig næstliðið sunnudagskveld. Vér óskum að allir prestar og ráðs- menn guðanna hefðu getaðverið þar, til að heyra in réttu málverk af drottnum Þeirra, en vér höldum að mjög fáir af þeim hafi komið þangað. Það er eng- inn hlutr, sein prestum mislíkar eins og að heyra sannleikann um guði sína og trúarbrögð. Ofurstinn hafði þá tilheyrendr, sem elskuðu hann og virtu orð hans.Ogþessi mesti meistari mannlegrar orðsnildar varð að sannfærast um það, þegar hann að lokum mátti til að iiörfa upp á ræðu- pallinn aftr til að taka móti peningum, sem streymdu frá þúsundum af hans hjartfólgnu vinum, til viðrkenningar hans fádæma snild og dýrlegu yfir- burðum. Boston Invijstigator. $90 sparnaðr. Hr. ritstjóri, Vegna ýmsra anna hefi ég elcki get- að snúizt við að senda þér þessar línur fyrri. Ég veit reyndar að þér er orðið kunnugt um kosninga-úrsliiin í Víði- nesbygð, en þér þætti máske gaman að frétta af sparnaðar-hugmynd “gamal- dags-inannsins”. Eins og getið var til í Lögb. gaf yfirkjörstjóri, hr. G. Thorsteinsson, Benedikt Arasyni atkvæði sitt, Bene- dikt er því kominn í sveitarráðið. Með því að fylgismenn lians hafa talið hon- um það til gildis, að haun mundi verða spar á almenningsfé ekki síðr en sitt eigið, þótti mönnum framkoma hans á sveitarráðsfundi, er haldinn var 2. Jan. siðastl., í meira lagi afkáralegr. Á þeim fundi þurfti nefndin að ráða skrifara íyrir ið nýbyrjaða ár, Um rit- araembættið sóttu 3 menn. G, Thor- steinssou, bauð sig fram fyrir 8210, G. M. Thompson fvrir $120 og Jóhann P. Sólmundsson fyrir8l20. Geta má þess, að Gestr Oddleifsson gat ekki mætt á þeim fundi. Oddviti St. Sigurðsson bað nefndina að athuga mál þetta vel, áðr en hún kvæði upp eudilegan úr- skurð í því. Jóh. Straumfjörð talaði fyrstr nefndarmanna og vakti athj-gli á því, að munrinn á tilboðunum væri mikill, og búast mætti við að einhverjir myndu verða óánægðir, hver sem úr- skurðr [nefndarinnar yrði. Sagði að nefndin jrrði að hafa ,,samvizkuna” fyr- ir leiðsögumann. Þótti áhej-rendum það vel mælt. S. Sigrbjörnsson talaði næstr ; ;lét í ljósi að G, M. Thompson og Jóh, P. Sólmundarson myndu ekki standa sig við að vinna starfið fyrir svo lág laun. Undarleg samvizkusemi ! Myndu Ný-íslendiagar lasta það, þó sveitarráðið og ritari þess j-nriu verk sín án borgunar, ef kringumstæðr lej’fðu? Umsækjcndr lýstu j-fir því, að þeir gætu tekið að sér ritarastarfið sér að skaðlausu, frrir ina ákveðnu upp- hæð, og færðu fram ástæður fyrir því. B. Arason kvað óvíst að þeir væru fær- ir um að leysa verkið af hendi, af þvi að þeir hefðn ekki gegnt því starfi áðr. —Vel hugsað af "gamaldags-mannin- um” ! —Hvort hann hafi talað það í ein- lægni, komíljós síðar á fundinum, er hann vildi veita þeim báðum það em- bætti að yfirskoða sveitarreikningana; þd vissi hann að þeir skildu nokkuð i reikningi og bókfærslu. Svo er honum víst vel kunnugt um, að þeir eru báðir vel færir í enskri tungu til þess að geta lej-st ritarastarfið af hendi. S. Sigrbjörnsson bar því næst fram uppástungu, studda af B. Arasjmi, að hr. G. Thorsteinsan væri kosinn fyrir skrifara með sömu launum og áðr. Uppástungan samþ. með 2 atkv. Ef tekið er tillit til þess, hvernig Benedikt hefir farizt við Ásmund son sinn, eftir því sem séra Benedikt Krist- jánsson sagði frá í Lögb. forðum, þj-kir nú sýnt, að liann sé ekki oins spar á al- menningsfé eins og sfnu eigin, þar sem hann við fyrsta tækifæri spilar $90 úr vösum Ný-Íslendinga; þar sem þeir herrar Sigurðr og Bened. voru í meiri hluta á fundi þessum, mátti búast við að Guðni fengi ritara-embættið, en það mælist illa fyrir, að þeir skyldu ekki fara fram á það við Guðna, að hann færði kaup sitt eitthvað niðr, því það hafði Griðni sagt litlu áðr, að hann væri fús til að taka að sér ritara-embættið fj-rir $180. En með því að liann vissi að hann liafði enga mótspyrnu, þá var eðlilegt að hann færi fram á sömu laun og hann hafði áðr. X. Melíta-nýlendan. Fj-rir nokkrum dögum fór ég vestr í svo kallaða MeTita-nýlondu., Ferðað- ist ég þar um meðal landa minna, sem líðr furðu vel eftir kringumstæðum. Mér hej-vðist á þeim, að þeir ætl- uðu sér að fara hægt og stilt, en hlaupa ekki af sér hornin, eins og mörgum af löndum okkar hættir viö að gera, þegar þeir hafa bj-rjað að flytja í þessa eða hina nýlenduna, sem einhverjir hafa ævinnlega orðið til að fiyggja háa loftkastala með af fögrum framtíðarhugmj-ndum, svo menn hafa orðið svo hrifnir, að þeir hafa farið langt fram yfir skynsamleg takmörlc þess. sem hefir getað borið sig í því landsplássi. í Lögbergi 6. ár, nr. 10-4, var lít- illega minzt á líðan landa þar vestra, og þess getið, að landar hefðu fengið nær því enga uppskeru síðastliðið sum- ar, sem kom mikið til af illum undir- búningi á jörðum og seinni sáning. En í sambandi við það væri ekki ó- sanngjarnt að benda á, að þó upp- skeran hefði orðið lítil þar, eins og yfir höfuð víðar í Manitoba, þá voru margir af Melitabúum, sem fengu alt að meðaluppskeru, sér í lagi þeir, sem höfðu vel undirbúið jörðina, svo sem þeir, sem vóru búnir að vera þar í 5—8 ár, og dæmi voru til, að menn fengu þar 30 bushel af ekrunni, en svo er þetta líka eitt með inu-m verstu árum hvað uppskeru snertir. Það virðist rnáslce óþarfi fj-rir mig að segja nokkuð um þessa Melita-ný- lendu, þar sem svo margir eru búnir að spreita sig töluvert á því í blöðun- um. Ég hefi tvívegis skoðað þetta land á hentugum árstíma, og hefi marg- sinnis verið spurðr um, livernig mér litist á þetta pláss. En fáum liefir þótt ég gefa þessu landi svo góðan vitn- isburð, að þeim liafi þótt það þess vert að leggja mikið í sölurnar f j-rir að flj-tja þangað. Þeir hafa aldrei getað fengið það hjá mér, að taka þetta land til jafns við Argyle, sem ég mun að sönnu aldrei gera; “en fleira er matr en feitt flesk.” Ég verð að biðja menn að geta þess, að það eru til æði mörg lönd í Argyle, sem ekki eru nein gæða-lönd. í sambandi við þetta vildi ég benda á eina ósamkvæmni, sem mér virðist vera hjá mörgum af þessu^ landlausa fólki, og jafn vel fleirum. Ég vil taka til dæmis, þegar eftir var svo sem } af óteknum heimilisréttarlöndum í Ar- gyle, og þá eðlilega þau lökustu, var aldrei meiri eftirsókn eftir að ná lönd- um þar, en einmitt þá, og það hélzt áfram, þar til ekki var eitt heimilis- réttarland eftir, jafn vel þó meiri hlut- inn af þeim væri ekki nema smávið- arhólar, og mjög úrgangssöm fyrir stórar vatnstjarnir, sem á þeim voru. Hvers vegna þá ekki eins vel og miklu fremr sækjast eftir löndum í Melita- nýlendu ? Þvi engum af þeim, sem far- ið hafa um nýlenduna, hvort heldr meðmælend. eða mótmælendum, mundi blandast hugr um, að Melitanýlendan í heild sinni væri betri en lakasti partrinn í Argyle. Og ekki sízt þegar þess er grott, að mikið er enn úr lðnd- um að velja þar vestra. Þar er Kka stór landfláki vestr af nýlendunni, sem eftir sögn landa þar vestra er engu siðr en þar, sem þeir eru seztir að, og jafnvel meiri engjar og minna grjót. Svo er líka hitt, að þótt búið sé að taka upp beztu löndin í kring um landa, þá er alt útlit fjrir, að sumir hætti við þau, *g ættu landar að reyna að ná í þau áðr en annara þjóða menn næðu þeim. Vegna þess að ég fór að minnast á, að útlit væri fj-rir að sumir hættu við löndin, þá finn ég ástæðu til að fara þar um nokkrum orðum. Það er vitanlegt, að íslendihgar hafa tekið þar fjölda af löndum, og svo engir af þeim gert síðan annað en það, að standa í vegi öðrum, sem kynnu að vilja ná þar bólfestu. Þvi það er eins og við þekkjum, að mörg- um fellr það ver að fara að keppa um að ná þeim löndum, sem aðrir hafa áðr lagt út peninga fj-rir, semlieimil- isréttarlönd. Þessari hKfð álít ég að landar ættu að sleppa, af þeirri ástæðu, að þessi lönd hverfa innan skamms til hérlendra manna, sem ekki munu hika við að tnka réttinn á þessum löndum að nýju. Pað væri mjög æskilegt að þeir land- ar, sem eru ráðnir í að hætta við lönd sín, gæfu öðrum tækifæri með þvi, að láta sem flesta vita. Það er líklegast óþarfi að taka það upp hér. því það ættu allir að vita, að nú er búið að rýraka svo um land- tðkuréttinn, að $ 10 eru nú fyrir flest öll lönd í Manitoba, hvort sem búið er að taka róttinn á þeim eða ekki. Það var fj-rir 4 eða 5 árum síðan, að ég fór í gegn um þetta landspláss í landskoðunarferð minni með öðrum manni vestr fyrir kolanámur. Þar vestr frá var töluvert látið af landkost- um og átti því að ná þar í nýlendusvæði engu síðra, en Argj-le-nýlenduna, eða jafnvel betra. En með því að finna ckki (ótoldð land, sem við álitum að ga-ti staðið neinn samanburð við Ar- gyle, gátum við okki ráðið neinurn til að setjast að þar vestra, með þvi Kka að þá var afarlangt til járnbrautar. Og svo var annað, sem vakti fj-rir okkr, að ýmis önnur pláss, sem menn höfðu l’augastað á, voru þá óskoðuð. Við gáfum lýsingu af landinu í kring um kolanámurnar í blöðunum, því þangaö var feröinni algjörlega heitið af sérstökum ástæðum, og veittum við öðrum plássum síðr eftirtekt. En það var þó þetta pláss, sem nú er kölluð MeKt%-nýlenda, sem við tókum eftir fremr öðrum plássum, sem mig líka minnir að við get.a lítillega. Ég vil ekki fara að lýsa þessu plássi upp á nýtt, því margsiiniis er búið að því, en ég vil gefa lítillega mitt álit um hana og henn- ar viðgang í heild sinni. Orsök til þess að þessari nýlendu er ekki meiri gaumr gefin er sú, að henni var lýst langt fram yfir það, sem hún átti skiliö, svo sem aö taka liana til jafns við Argj-le- nýlendu. Þá urðu menn uppi til handa og fóta, og fóru þangað i stórhópum, með þeim ásetningi að taka þar land, en þegar þangað kom, sýndist mönuum alt annað, svo sumir fóru heim aftr við svo búið, en aðrir tóku að sönnu lönd, en koma þar líklega aldrei framar. Og enn aðrir tóku þar lönd og eru komnir á þau, og eru—að mínu áliti—ánægð- astir hinna allra. Svo eru nokkrir ó- komnir á lönd sín, sem ætla sér að koma, sumir með vorinu. Þeir, sem hefir fundizt, að vonir sínar bregðast, bafa gefið MeKta fremr vondan vitnisburð. En það var líka sú tíð, að Argyle átti ekki upp á há- borðið. En hvernig fór og hvað skeði? Þess var áðr getið hér að framan. Og svo mun fara um þessa Melita-nýlendu, að margr mundi vilja hafa náð þar landi, þegar öll lönd ern upp tekin, og þeir verða þá áð kaupa þau f j-rir hátt verð. Það sem ég var hræddastr um í ný- lendu þessari, var það, að þar mundi heldr lltill heyskapr. En með þessari ferð minni vestr og öðrum upplýsing- um, er ég horfinn frá því. Maðr sló þar með einu uxa-pari 150 tons af heyi: mest 10 tons á dag, Og þeim bar öllum saman um, að ekki hefði slegizt upp heimingr af þeim engjum, sem voru þar í grendinni. Það er furða, hvað Ktið þeir kosta upp á eldivið. Þeir brenna taði og úr- gangi frá nautgripum; samt sækja þeir dálitið af eldivið á haustin, en þeir þurfa að sækja hann 80—50 mílur. Svo er vegr fyrir þá, sem hafa og vilja leggja peninga í, að kaupa linkol fj-rir ton-ið. í fyrra vetr eyddi þar einn ís- lendingr $20 virði af kolum, en sagði mér, að hann sæi það nú, að hann hefði eytt þeim að ófj-rirsynju; sagði, að sér hefði verið nær að brúka þá í aðrar frumbýlingsþarfir,—Svo mun bráðum bætast töluvert úr með að afla sér til húsa og eldiviðar, þegar járnbraut sú, sem er fyrirhuguð gegn um nýlenduna, heldr áfram til Moose Mountains. Þá geta menn á vetrum höggið sinn við sjálfir, og mundi flutningr á járnbraut- inni kosta þá sem næst 1 dollar. Öll líkindi eru til, aðþessijárnbraut verði bj-gð bráðlega. Reston er nú endastöð hennar og rennr þar inn sama járnbrautarlestin annanhvorn dag, sem fer gegnum Glenboro, að öðru leyti en því, að lestaskifti eru höfð i Souris. Verzlun má heita góð í Reston, heldr betri en hér í Argyle, Vel er gef- ið þar fj-rir íslenzkan prjónafatnað og markaðr fyrir hann á allar siður. Re- ston er frá 10—15 mílur í burtu frá löndum, en til járnbrauta, sem liggja fj-rir norðan og sunnan nýlenduna, eru 25 mílur. Sumir landar hafa bj-gt úr borðvið, en aðrir úr strengjum, og virtist mér það beztu húsin, þó þau kostuðu minni peninga. Þau voru þurr og hlý, en hin voru með kðldu saggalofti. Það borgar sig illa f j-rir nafnið að hafa þau timbr- hús, sem eru bæði óhollari og gefa minni þægindi. í eitt strengjahús kom ég hjá hérlendum manni, sencvar sér- staklega vel Ivandað, bæði nð j-tra og innri frágangi, og hafði þó ekki kostað mikla peninga, enda eru nú margir inn- lendir menn, sem bj-ggja þessi torfhús fj-rst í bj-rjun, þó að þeir hatí að Kkind- um ekki séð þau fj-rr. Þess vegna er það blægilegt, þegar löndum mínum þj kir það fyrir neðan sig að búa í torf- húsi um lítinn tíma. Ég vil benda á eitt enn áðr en ég skilst við þetta mál, að með því að taka land í MeKta-nýlendunni og lifa þar á landi sínu í 2 ár, hefir maðr eignazt land, sem hægt er að fá peninga fyrir nær Sem maðr viU, frá $3—500, og mun víst ekki of mikið tiltekið, Og ætti hver heilbrigðr maðr að geta haft það í vasanum, ef hann vill ekki dvelja þar lengr, án þess að skulda nokkuð. Vilji hann halda áfram skuldlaus, getr hann það með útivinnu og smávaxandigripa- rækt. Vilji liann taka lán út á landið (að dæmi góðra bænda), bj-rja svo í stærri stýl með akryrkjn og griparækt, þá getr hann það. Engir ættu að vera svo bráðlátir að hlcypa sór í skuld áðr en þeir eignast landið ; pg þurfa svo að taka lán til að borga lánið með marg- hækkuðum rentum og rentu-rentum, eins og við Argj-le-búar höfum gjört, þvi miðr alt of margir. Munrinn er svo mikill að kaupa fyrir pcninga; f j-rst að kaupa hlutinn, máske fj-rir fjórða- part meira verð upp á lán, svo að borga hærri og hærri rentur með lengdum gjalddaga. Spurningar til prestanna Herra ritstjóri Heimskringlu ! Nafni minn á Garðar, sem sitr rétt hjá úrlausnum heilagrar kj-rkju, framleggr sínar nauðsynlegu trúar- spurningar fj-rir vorn lúterska prests- dóm í 7. bl. Heimskr. þ. á. Ég. á svo langt tildrátta að mér mér ekki unt að nálgast prestlega hjálp jær- sónulega — nema mcð löngum fyrir- vara, og er þar að auki svo fátækr, að ég trreysti mér ckki til að kaupa mína “sáluhjálp” — og víla ég því siðr fj-rir mér aö ómaka “orðabelginn” mcð fáum spurn- iíigum sem ég þarfnast úrlausnar á frá prestunum. Sýni þoir mér þá mannúð að svara þeim svo vel, að ég og aðrir nafnar mínir fái af því andlega fullnægju, er Kklegt að ég sendi þoim fleiri spurnsmál til úrlausn- ar. Hvcrnig er því varið, að það sem höggormrinn sagði við Evu 1. Mósb. 8 kap. 5. v.: “Þið munuð verða eins og guð og þekkja gott og ílt” — fær meðvitni Jehóva |i 22 v. í sama kapitula, þegar hann sagði eftir afiar bölvanirnar : “Sjá, maðrinn er er orð- inn sem einn af oss, svo hann þekk- ir gott og ilt”? Var það þá slj-s til eilífrar glötunar, að verða “sem einn af” Jchóvum, og er liöggormrinn samt scm áðr “lygari” fyrir þetta? Gat maðrinn, eftir að hann var orðinn “sem einn” af Jehóvum — o; með þvi búinn að leiða glötun of dauða inn í heiminn, eins ogkj-rkjai kennir — “Kfað eilíflega” ef han; hefði náð að “éta af lífsins tré”? — og hversvegna var Jehóva það svo mjög á móti skapi að maðrinn gæti náð “eilífu Kfi,” að hann kastar Kerúbum "með loga ins brugðna sverðs til að geyma innganginn að Kfsins tré,” svo að það gæti ekki komið fyrir? sjá 1. Mósb. 8. kap- 23—24 v. Stendr það ekki í sambandi við vopnaburð Kerúbanna á veginum að Kfsins tré — að Jehóvn hirti ekki um að segja Gj-ðingum sínum frá þvi að “annað Kf” sé til og að öll hans fj-rirheit um iðgjöld og hegningar voru — um þúsundir af stjórnarárum hans — bundið að eins við þetta jarð- neska líf þeirra? Eða var það óþarfi á þeim dögum að lokka og hræða mannkj-nið til að greiðn stórfé “fj-rir sína sáluhjálp” eins og nú er gert? Er það ekki Kka i sambandi við varnarskj-ldu Kerúbanna, að heilagr andi "innblés” vorum vitra Salómon það, sem stendr í Prédikara hans 3. kap : “eins og fénaðrinn dej-r, þannig deyr og maðrinn, og alt hefir eins anda; Dg maðrinn hefir enga jrfirburði j-fir fjenaðinn. Því það er alt hjegómi. Það fer alt til sama staðar, þaö er alt saman af dufti og verður að dupti aftr. Hver veit hvert andi mannsins barna fer í hæðirnar, og fjenaðarins andi niðr á við í jörðina? Því sá jeg, að ekkert er manninum betra, en að hann gleðji sig við sín verk, það er hans hlutdeild ; því hver flytr hann þangað, livaðan hann sjái það, som við ber eftir hans andlát”? Annar Agnostic. Hvað þarf ég að gera til að f£ MYNDASAFN HeIMSKRINGLC ? Svar : 1. Til að fá 57 mynda safnið verðr þú að senda oss $ 2, annaðhvort upp í skuld þína við blaðið eða fyrirfram- borgun, eða þá að senda oss $ 2 frá cinum nýjum kaupanda. (Hann fær þá Klca safnið). 2. Til að fá yfir 100 mj-nda safnið, verðr þú að senda oss 84, annað- livort frá þér eða þér og nj-jum kaupanda ; eða þá frá tveim nýjum kaupendum. 3. Til að fá 160 mj-ndasafnið, þarft þú að senda oss 8 6, á sama hátt að sínu lej-ti. 4. Til að fá stærsta safnið (talsv. yfir 200 mj-ndir) verðr þú að senda oss $ 8, annaðhvort frá sjálfum þér (ef þú skuldar það) oða frá þér og nýj- um kaupendum, eða eingöngu frá nýjum kaupendum. í sérhverju tilfelli fá nýju kaup- endrnir 57 mj-nda safn. Við barkabólgu. „Ég hefi aldrei fundið eins til góðr- ar meðala-verkunar, eins og síð- ustu mánuðina, er ég hefi þjáðst af barkabólgu samfara lungnabólgn. Eftir að hafa reynt ýmis lyf árangr- laust, fór ég að nota Ayer’s Cherry Pectoral, og verkunin hefir verið furðu- leg; ein inntnka bætti mér hóstann og veitti mér svefnró.“ T. A. Higgin- botham, Gen. Store, Long Mountain, Va. Kvefsótt „í vor, sem leið, lagðht ég í la Grippe. Ég var alveg frá mcð köflum og mér var svo þungt um andann, eins og andnrdráttarfærin væru lokuð. Eg kej-pti flöslcu af Aver’s Cherry Pectoral, og fór mfr undir cins að batna viö þið. Ég hefði ekki að 6- reyndu trúað svo skjótum umskiít- um.“ W. H. Williani8, Cook Citv, S. Dak. Lungna-veiki „Ég hefi þjáðst af brjóstveiki yfir 25 ár, og fj-lgdi oft svo mikill hósti, að blóðspýju olli; atóðu köstin stund- nm 3—4 stundir. Mér var ráðið að reyna Ayer’s Clierry Pectoral, og varð ég albata eftir fjórar flöskur. Ég get örugt mælt með þessu lyfi.“ Franz Iloirmann, Clay Centro, Kans. Tilbúið af Dr. J. C. Ayer, Lowill, Mass. Selt í ölluni lyfjabúðum. Verð: $1 flaskan, 6 íl. S5.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.