Heimskringla - 24.03.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.03.1894, Blaðsíða 2
9 HEIMSKRINGLA 24. MARZ 1894. keinr út á Llugardögura. T ao lleimskri Qgla Ptg. & Publ.Co. útgefendr, [Publishers.] Vrn-ð blaösius í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánu'Si $2,50 fyrirframborg. $3,C0 6 ----- 11,50 ---- - $1,00 3 -----■ 10.90; ------ —. $0,50 Kitstjórinn geymir ekki greinar, sein eigi veröa uppteknar, og endrsendir pær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fyigi. ltitstjórinn svarar eng- uni lirófum ritstjórn viðkoniandi, nema i biaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr geflnn. En ritstj. svar- ar hðfundi undir merki eða bókstöf- __mib pf böf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild aö lögam, nema kaup- andisó alveg skuldlaus við bia«ð. Auglf/»ingaverð. Prentuð skrá yflr __þið send iystlxafendiim. Ráðsmadr (Bnsin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heimskrinr/la. Box 535. _____________Winnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er The líeims/cringla Pitg. <£- Publ.Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. P.anka-ávísanir á aðra banka, en í AVinnipeg, eru að eins teknar með afiölluin. G53 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Hqnest elections. Two incidents have occurred last week which have caused us Icelanders who, Brittisli citizens thongh we are now, are nevertheless born and. bred in a foreign land, to turn our at- tention to our native island for a comparison between Canadian and old country institutions. And, mirabile dictu, the comparison certainly has not turned out favourably to our new adopted country in this respect. The flrst of these two incidents alluded to is the unseating of Mr. Adams, the late M. P. P. for Bran- don, upon his aclcnowledgment, that one of his agents had been guilty of bribery. Of course, Alr. Adams looses his seat, but what about liis agent who was guilty of bi-ibery? He will be an elector at the next election, possibly he will again be the agent of Mr. A., and very likely will again bribe the electors. And what about the electors who took a bribe? They will vote again next time, and in all probability again recieve a bribe from whomever is willing to offer one. This is no party question. It applies with equal force to all part- ies. In our native country Iceland no such thing as bribery at elections has ever been so much as heard of, But our laws have provided for such a case. If it should ever occur there, both the bri- ber and the recipient of the.bribe would go straight to jail and loose their rights as citizens for several years. Such a crime would there in public opinion be considered as dishonourable as theft or perjury. But it has never occurred, perhaps because our laws are just what they are in this respect. The other incident is the oftse of a deputy returning officer falsifying the vote of the people by putting illegal ballots in the ballot box. The papers say, wo note, that the extreme penalty for this is a fine of 8200. In our old country no such thinghas ever happened, and we dare say, could never happen. But, if it were to hap- pen there, the perpetrator of the crime would go to the penitentiary for a term of years and be dishonoured (and poli- tically disabled) for life- We do not claim that we are on the average better or more honest than Canadianborn citizens. If a roturning oflficer in our country did not run any higher risk by falsifying the vote, than at the utmost a fine of a couple of hundred dollars (which the party cv.i bono the crime was perpetrated would pay), we feel pretty sure that such cases would not have been so utterly unheard of amongst us, ás they are now. Is there ndt here a lesson to be learned from the laws and experience of little known old Iceland in this respect ? Heiðvirð blaðamenska. Það var svo sem auðvitað, að ið íslenzka málgagn Greenway-stjórnar- innar þyrfti eitthvað til bragðs að taka, til að reyna að leiða athygli almenn- ings burt frá málefnum þeim, sem húsbændum þess eru óþægileg og ný- lega hafa verið gerð að umtalsefni í Hkr., svo sem fargjaldsmálinu, gæð- ingabitlingunum í fylkisreikningunum o. s. frv. Þetta er ekki nema mannlegt, þeg- ar blaðið getr enga vörn fært í mál- inu. En ætlast hefði mátt til þess af ritstjóra málgagnsins, að hann gætti ofrlítið góðra manna siða og velsæm- is. Finst honum virkilega ekki sjálf- um, að það vera hægt að færa rök með eða móti hverju almennu máli, án þess að vera að reyria að leggjast á æru og mannorð Jóns Ólafssonar ? Ef svo er, þá á hann talsvert eftir að læra sem ritstjóri.' Oss er ekki skilj- anlegt að blað hans græði hvorki út- breiðslu né mannhylli á þeim rithætti; en auðvitað, — hann um það. I síðasta bl. Lögb. er verið. að reyna að sanna það, að Jón Ólafsson ritstjóri sé lyginn maðr, fari með vís- vitandi ósannindi. Og hver er svo sönnunin ? — Sú, að Mánud. 12. Marz stendr í '“Dagbók” Hkr. (fréttum), að forgöngumenn suðaustr-járnbrautar- málsins hafi “farið fram á styrk frá fylkisstjórninni,” og að stjórn sú “hafi neitað um styrkúm.” Vér skulum nú ekki tala um, að hr. ritstj. Lðgb. hafði enga vissu fyrir, hvort J. Ó. 'hefði ritað nokkurn staf í þessum fréttum eða ekki. Þær eru engin ritstjórnargrein, og ritstj, Lögb. veit sjálfr bezt, að það er ekki ávalt að ritstjórar riti sjálfir persónulega hvern staf af fréttum og smælki. Þannig var alveg ástæðulaust fyrir hann að ráðast að J. Ó. persónulega með meiðandi að- dróttun út af slíku efni. En í í þessu tilfelli, eins og reyndar oftast hefirveriðí Hkr., með fáeinum undantekningum, þá hefir J. Ó. ritað allar fréttirnar í þessu blaði. Hann ætlar ekki aðskjóta sér undan því. Og hann er sér ekki þess meðvitandi, að hafa sagt af ásetningi, eða öðruvísi, neitt rangt í Ixiim. Það stendr livergi í tilvitnaðri grein, að stjórnin hafi noitað að veita nokkurn styrk. En þar stendr, að forgöngumennirnir liafi beð- ið um styrk, og það var dkveðinn styrkr. Ogsvo stendr, að stjórnin hafi neitað—ekki um (einhvern) styrk, heldr —“um styrkiim” þ. e. þann umbeðna styrk. Og þetta er rétt. Sjálft stjórn- arblaðið “Froe Press” setti á mánudag- inn með stóru letri í yfirskrift yfir grein sína um þetta efni • “Stjórnin getr ekki sinnt þvi sem félagið fer fram á” (“The Government cannot entertain the Company’s proposals”). Og sama blað getr um sama dag, að aðalmaðrinn í járnbrautar-málinu (Mr. Ross) hafi sagt stjórninni fyrir fram, að slíkt boð, sem hún gerði, væri sama sem ekkert boð ; félagið gæti ekki gengið að þvú Sannleikrinn er þá þessi: Stjórnin noitar um umbeðinn styrk (“um styrk- inn"), en býðr fram til málamyndar annan og miklu minni styrk, sem hún fyrirfram veit.að ekki getr komið félag- inu að neinu haldi. Ukr. sagði í svo stuttorðri grein, sem rúmið þann dag afskamtaði, að félagið hefði beðið um styrk, og stjórn- in neitað um styrkínTi. Og á þessu byggir blað, sem mun vilja láta nefna sig heiðvirt, ásökun gegn ritstjóra IIkr. fyrir, að hann persónulega sé ósannsögull maðr ! Heiðarleg blaðamenska ! Lögb. kallar inn framboðna styrk “stórkostlegan.” Sannleikrinn er, að stjórn þessi hefir aldrei boðið neinu félagi jafn-litilmótlegt! Um hvatir stjórnarinnar til að neita um inn umbeðna styrk (lemvar ekki stórkostlegr, heldr riijög hóflegr) hefir Ilkr. sínar skoðanir og Lögb. sínar. Þar er um líkinda-ályktanir einar að ræða, og er það nýlunda, að lýsa hvern þann mann vísvitandi ósannindamann, sem dregr aðrar á- lyktanir en maðr sjálfr gerir. Utrætt svo af vorri hálfu um það. Vér höfum reynt að sýna við- leítni á, þegar verstu ósköpin í Lög- bergi fóru að leiðast oss og lesend- um blaðanna, að forðast persónuleg illyrði við ritstjóra þess blaðs, hvað sem vér höfum haft um mdlefni að ræða. Þó að Lögb. vilji ekki fylgja dæmi IIkr. í þessu efni, þá vonum vér að enginn misþykki við oss, þótt vér höfum síðastliðið ár reynt að forðast persónulegt skítkast. Grcenway-stj órnin og fargjöldin. “Lögberg,” ið íslenzka málgagn Greenway-stjórnarinnar, er að minnast á fargjaldspeningana f laugardagsbl. síðasta. Jón Ólafsson hefir rætt þetta mál nokkuð í enska blaðinu "The Nor’- Wester,” og sýnt þar fram á þetta: Greenway sagði sjálfr í ræðu sinni á þinginu nm þetta efni, að hann hefði lagt fyrir umboðsmenn sína að taka af vestrförunum alt, sem þeir gætu borgað í fargjöld, en fyrir því, sem þá skorti á, og fyrir þá, sem ekkert gætu borgað, skyldi fylkisstjórnin hér ganga í á- byrgð viö Beaver-línuna. Við enga aðra línu hefir stjórnin sagzt hafa neina samninga gert, eða í neina á- byi'gð gengið. Af þessu, sem hér er sagt, er auðsætt, að það allra-fyrsta, sem gera varð, til að rannsaka skuldbindingar stjórnarinnar í þessu efni, var að fá áreiðanlega vitneskju um, /iverja og hve marga Beaver-línunnar agentar heima bókuðu til vestrfara. Því að fyrir aðra né fleiri gat stjórnin enga á- byrgð borið. Hver sem reynir að gera sér hugmynd um eðli og þýðing þessleiðis reikninga-endrskoðunar, ætti að sjá þetta undir eins; og . það er furða að ritstjóri Lögb. skuli kalla þetta “þýðingarlaust” atriði — þetta, sem er eitt fyrsta undirstöðuatriðið í málinu. J. Ó. fullyrti, og enginn hefir dirfzt að neita því enn, að Beaver-línan hafi að eins bókað til vestrfarar 127 far- þegja (börn og alt meðtalið), en þar að auki tekið að sér flutning á all- mörgum farþegjum, sem aðrar línur höfðu bókað. Enginn þeirra fékk neitt lán, sem fyllcisstjórnin þyrfti að ganga í ábyrgð fyrir. Þeir einu farþegjar’ af þeim sem frá Islandi komu í fyrra, sem fengu lánað fargjald hjá lfnunum, vóru þessir 127 Beaverlínu-menn. Því að það var ekkert lán, þótt pening- arnir fyrir sum fargjöldin væru ekki greiddir út í hönd á Islandi, af þvi að búið var að greiða þá fyrirfram til umboðsmanna línanna hér, sem aftr höfðu lagt þá hér inn á banka. En ef t. d. maðr, sem búið var að borga fargjald fyrir með Dom.-h’nu eða AUan- línu, var síðar fluttr með Beaver-línu skipi, þá var fargjald hans kallað “lán- að” og með því jókst skiljanlega upp- hæð sú, sem stjórnin lézt hafa orðið að “ábyrgjast.” Og innheimtan á því var fólgin í því, að agent hlutaðeig- andi línu hér gekk ofan í Main Street með sparisjóðshók, og tók út pening- ana af bankanum. Ef meginhlutr þess, sem enn er “innheimt” af "lánum”, sem fylkisstjórnin ábyrgðist, er fólginn i slikum innheimtum, þá er ekki að kynja, að inum launuðu innköllunar- agentum fylkisstjórnarinnar. hafi geng- ið vel að innheimta allmikið fyrstu mánuðina. “Lögberg” kemr nú með það spá- nýja atriði, að hr. Sv. Brynjólfsson, umboðsmaðr Dominion-línunnar, hafi bókað vestrfara, “að nafninu til fyrir Dominion-Ununa,” en í rauninni fyrir Beaver-Ununa (sem þá hafði engan löglegan umboðsmann á íslandi og mdtti ekki bóka vestrfara þá, ekki fyrri en miklu síðar). Þetta er nú engin ástæða til að ætla satt að óreyndu; en ástæðu gefr það yfirvöldunum á íslandi, til að rannsaka þetta atferU Beaver-línunnar. Reynist það satt, þá er hætt við, að leyfið til að flytja fflk vestr verði tekið af þeirri línu íramvegis, ef hún verðr sönn að sök að svo stórkostlegri tröðkup allra ís- lenzkra útflutninga-laga. En að þetta sé ósatt, á það bend- ir það atvik meðal annars, að þessir sömu farþegjar sumir eru nú (eftir þvi sem sést á ísl. blöðunum), að reyna að koma fram ábyrgð á hendr Dom- inion-línunni, sem þoir voru bókaðir lijá, fyrir drátt á flutningnum fram yfir það sem þeir segja að sér hafi verið lofað. Varla mundi Dom.-línan fara að gera Beaver-Ununni þann greiða að bóka vestrfara fyrir hana, til þess að hafa það eitt upp úr að verða að borga sektir fyrir. Ið virðul. blað Lögb. segir, að það sé ekki aðalatriðið, hvaða lína hafi bókað vestrfarana, heldr hvort vestr- fararnir hafi fengið þann styrk, sem stjórnin segir þeir hafi fengið. Þetta er rangt. Bæði þessi atriði eru aðalatriði hvort um sig. Ef aðrar Unur en Beaver-línan hefðu bókað menn upp á að lána þeim fargjöld, þá var Manitoba-fylkisstjórn í engri ábyrgð fyrir það, ef trúa má orðum sjálfs stjórnarforsetans Mr. Greenways. Það væru því svik, að telja slíkar skuldir meðal þess, er fylki þetta stæði í ábyrgð fyrir. Sér nú ekki vort heiðr. samtiða- blað, að það er ekki þýðingarlaust, hvaða lina hefir "bókað” vestrfarana? En þetta kemr auðvitað að því leyti ekki til greina, að engum þeirra, sem hinar Unurnar bókuðu, en síðar voru fluttir með skipi Beaver-Ununn- ar, var lánað neitt. Svo kemr hitt atriðið : Vor stak- lega kurteisi blaðbróðir kallar Jón Ól- afsson "glóp,” og segir að honum væri nær (til að þurfa “ekki lengr að standa sem glópr”), að komast fyrir það, hvort nokkrir standa á styrklista stjórnar- innar, sem ekki hafa fengið neinn styrk. Það er stök vangá af vorum kurt- eisa vini, að hafa ckki tekið eftir því, að J. Ól. getr þess í grein sinni síð- ustu í “The N. W.” (á þriðjud. í fyrri viku), að hann hafi skoðað styrklista stjórnarinnar, og seð á þeim lista talda stóra skuld á hendr fylkinu hér fyrir flutning á mönnum, sem sér sé per- sónulega kunnugt um, að hafi borgað fargjald sitt að fullu eins og upp var sett við þá. Það" má bæta því hér við, að J. Ó. tók vitni með sér, er Iiann skoð- aði styrkUstann, svo að það tjáir ekki að hera á móti þessu atriði. Það er sannanlegt. Og meira að segja : æðsti ritari Greenways á skrifstofunni játaði, að mennirnir yrðu aldrei krafðir um þessa skuld (“Tliey <Vill never be caUed upon to pay it” vóru orð lians í votta viðrvist). En fylkið á að borga hana að hann sagði. Hvernig stendr á þessu ? Ið heiðr. málgagn Greenway-stjórn- arinnar ætti að skýra þetta. Það væri meira áríðandi en að fjölyrða svo mjög um “glópsku” Jóns Ólafssonar, sem Lögb. hefir ekki ævinnlega álitið svo mikinn “glóp.” Síðasta LöGB. flytr grein eftir “Thb Insurancb Economist” i New York. í henni er bréf frá útg. N. Y. “Even. Post,” sem bygt er á þeim ósannindum W. H. Paulssonar, að Hku. hafi þózt flytja þýðing á frétta- grein úr því blaði. Hkr. hefir fyrir löngu getið þess, að hún hafi aðeins tekið viðburði eftir því bl., en ekki þýtt frétt þess. Svo að grundvöUrinn undir bréfi Mr. Seymours eru ósann- indi, sem honum hefir verið komið til að trúa. Blaðið Ins. Economist er eign lífs- áb. félagsins Mutual Reserve Fund Ass., og greinin rituð af W. H. Paulson. Þetta er næg upplýsing um, hvert merkisblað og hver merkishöfundr hér eiga hlut að. Borgara-stríð í Colorado. AVaito ríkisstjóri í Colorado vék fyrir skömmu nokkrum lögreglu-mönn- um og slökkviliðsmönnum í Denver frá embætti og setti nýja menn í þoirra stað. Þeir, sem frá var vikið, neituðu heimfid ríkistjóra tfl að víkja sér frá, og neituðu að víkja, en bjugg- ust til að verja stöðu sína oddi og eggju. Lögregluliðið alt og slökkvi- hðið í borginni var þeirra megin, og ríkisstjóri varð að bjóða út herliðl ríkisins til að koma fram vilja sinum. Lítillega hefir báðum flokkum lent saman, en síðast sagt, að ríkisstjóri mundi verða að biðja um Banda- ríkjalið til hjálpar' Lögreglustjóri í Denver hefir gefið út varðhaldsúrskurð og boðið að taka ríkistjóra fastan. Verðr fróðlegt að sjá, hverju fram vindr. Skandinavísk blöð. Allmargir landar spyrja oss ein- att, hvaða skandinavískt blað (hér vestra) sé bezt að halda. Vér höfum skifti við allmörg af þeim, og verð- um vér að segja, að oss likar ekkert þeirra sviplíkt eins vel eins og blaðið "Norden” (i Chicago). Ritstjóri þess er Mr. Storm, náfrændi ins fræga sagn- fræðings G. Storm. prófessors, sem ætti að vera flestum íslendingum að góðu kunnr. Blaðið er demókratískt, vel ritað og fróðlegt. Hver sem vill panta það, fær það fyrir 81 árgang- inn (eða fyrir 85 cents., ef pöntunin er send ritstjóra Jóni Ólafssyni í Wpg.) Um ritdóma og ný kvæði ritar Þorst. V. Gíslason í Marz-blaði “Sunnanfara” þ- á. moð- al annars þannig: “Aldrei, svo ég tU þekki, hefir jafn óblandað og alment lof verið bor- ið á nokkurt skáld fyrir ekki meira eða betra en það, sem Hannes hefir afkastað. Heimsfræg skáld, svo sem þeir Björnson og Ibsen, verða að þola það, að þeim sé óspart sagt til synd- anna af ýmsum, í hvert sinn sem þeir gefa út rit sin, sem þó óðar fljúga í þýðingum út um allan inn mentaða heim. En aUir, sem stungið liafa niðr penna til að minnast á kvæði Hann- esar, ljúka þar upp einum munni: “dírrin-dirrin-dí.” Lofið og smjaðrið hnigur þykt og óblandað, sírópssætt eftir blaðadálkunum. Og út úr öllum ritdómunum má lesa þetta sama: “Kvæðin eru snildarverk, af því að þau eru eftir vin vorn og átrún- aðargoð, Hannes Hafstein.” Kg get bezt ímyndað mér Hannes haldandi um eyrun í öllum þeim gullhamra- slætti, sem dynr hringinn í kring um hann. í öllum ísl. blöðunum austan hafs hefi ég lesið um kvæði Hannes- ar, og kveðr þar alstaðar við sama tón. Heyrt hefi ég og að Lögberg hafi haft ritdóm meðferðis, en ekki hefi ég enn getað náð í Það númer blaðsins. 534 Jafet í íöður-leit LVI. KAPÍTULI. [F.g afræð að byrja lífið á ný, og leita hamingjunnar á þeim braut, sem fyrst verðr fyrir. — Eg kveð alla fornvini]. Gyðingrinn fór út, og ég tók aftr til mat- ar míns. En rétt á eftir var hurðinni lokið upp á ný, og Mr. Emanúel læddist hægt til min : “Misjter Newland ; ich má forláts biðja ; «n vilji tér ekki mér rentuna borga líka ?” Ég stökk upp af stólnum, þreif reyrprikið mitt og sagði: “Snautaðu út undir eins, gamÚ þjófrinn þinn !” Orðin vóru ekki óðara sloppin af vörum mér, en Emanúel gamli var kominn út, og ég sá hann aldrei framar. Ég var ánægðr með sjálfan mig fyrir það, að ég hafði breytt ráð- vandlega við karlinn; og þetta var í fyrsta • sinni í langan tíma sem ég át mat minn með góðri lyst. Þegar ég hafði matazt, tók ég tuttugu punda seðil og lagði niðr í púlt mitt; alt hitt af Jafet i föður-leit. 539 ar mótlæti í heiminum; stundum getum við hlegið og verið glaðir, en svo verðum við að gráta aðra stundina. Ég á þér líf mitt að þakka, og ég skal aldrei gleyma þér, hvar sem ég fer og flækist.” “Nú, ég trúi því,” svaraði Tímóteus: “það er ekki svo hætt við að þú gleymir mér, sem þú hefir nærri hverja stund fyrir augunum á þér.” “Það er satt, Timm ; en það gæti eitthvað komið fyrir, sem skildi okkr að.” “Ekki get ég hugsað mér hvað það ætti að vera. Og hvað illa sem gengr, get ég aldrei trú- að að það gangi svo illa. Þú átt þó peninga þina og húsið, og ef þú flytr burt úr Lundún- um, þá getr þú aukið tekjur þínar töluvert með því að leigja herbergi þín út með húsbúnaðinum öllum ; svo að aldrei þarf okkr að skorta nauð- synjar okkar ; og við getum lifað glaðir og á- nægðir, flakkað fram og aftr um heiminn og leitað hvers sem við viljum.” “Það skar mig í hjartað að heyra til Tíraóteusar ; því að trygð hans og trúmenska við mig minti mig á, að hann hafði átt því nær sama tilkall til eigna minna og ég sjálfr. Hann hafði verið félagi minn í öllu og jafn- an gefið mér fyrirrúmið. “En það getr komið fyrir, Tímóteus, að við verðum einhvern tima alsnauðir aftr, alveg eins og við vorum þegar við lögðum fyrst út í lífið og byrjuðum á að skifta milli okkar 538 Jafet í föður-leit. máli í raunum sinum, þá bætið þér við einu góðverki enn í minn garð. Yðar þakklátr Jafet Newland.” Ég innsiglaði bréf þetta, og þegar Tímó- teus kom aftr, iiað óg hann að fara með bréf þetta til Mr. Mastertons eftir að óg væri farinn á stað, og þyrfti hann ekki að bíða svars. Það var enn klukkustund, eftir þangað til vagninn átti að fara af stað, og notaði ég þá stund til að tala við Tímóteus. Eg sagði honum að ég væri mjög illa staddr og að ég hefði afráðið að fara burt úr Lundúnum. Tímóteusi líkaði það vel. “Ég hefi séð það á þér upp á síökastið,” sagði hann, “að þú hefir verið í svo þungu skapi, svo örvænting- arfullr, er mér óhætt að segja, að óg hefi hvorki notið svefns né matar. Já, satt aðsegja, Ja- fet; ég hefi legið í rúminu grátandi yfir þer ; því ég hefi ekkerf yndi þegar eitthvað gengr að þér. Farðu hvert á land sem þú vilt; ég er fús að fylgja þér og þjóna þér; og með- an þér líðr vel, þá er mér sama um alt ann- að í heiminum.” Við þessi orð Tímóteusar lá mér við að hætta við ætlan mína og segja honum frá öllu saman. En svo hugsaði ég mig um og hvarf frá þvi aftr. “Tímóteus minn góðr,” sagði ég svo ; “við megum búast við að mæta alls kon- Jafet föður-leit. 535 þessum fimm hundruðum punda, sem eftir vóru, lét ég í vasa minn, því að ég ætlaði nú að reyna spilahamingjuna í síðasta sinni. Stundu siðar kom ég út ur spila-helvítinu með skroll-tóma vasana. Kg hafði verið í ákafri geðshræringu meðan á sp'l>nu stóð ; t*n ég var orðinn að mestu spakr þegar ég kom heim. Það kom einhyer ró yfir niig’ eius konar óyndis-ánægja. Ég vissi nú forlög mín; það var engin spennandi óró eða eft- irvænt-ing lengr. Eg settist niðr til að hugleiða, hvað ég ætti nú að gera. Það lá nú fyrir að hyrja, lífið að nýju—að hverfa aftr óþektr í alþýðu-hafið, í fá- tækt og allsleysi. Og ég var vel énægðr með þetta. Eg hafði slitið þann hlekk, sem batt mig við fortíðina. Ég var öreigi aftr, en ég var ó- háðr öflum, og það ásetti ég mér að verða. Kg talaði hlýlega við Tímóteus og fór svo að hátta. Ég haíði afráðið með sjélfum mcr, hvaðóg skyldi gera, og sofnaði ég því brátt. Ég hefi aldrei sætara sofið eða hressari vaknað. Næsta ínorgun lét ég farangr minn í tösku mína, og tók að eins með mér það sem allra-nauðsynlegagt var; af fatnaði lét ég það eitt niðr í töskuna, sem eigi varð án verið til hreinlætis. Þegar Timóteus lcom inn, sagði ég lionum, að ég ætlaði að bregða mér til lafði De Clare, og var það satt. Veslings Tímóteus varð himinfeginn að sjá mig í betra skapi en að undanförnu, og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.