Heimskringla - 31.03.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.03.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR NR. 13. Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 31. MARZ 1894. Hj á nnnustunni. Ei stjarnan hug minn heillar þótt henijar tindri rún, um kveld þín brásól blíða mér bjartar skín en hún. Og ei fær rós í runna, þótt rauð sé, alt mitt hrós. því kinn þín, elskan unga, á yndislegri rós. Nú sinni’ ég ei um söngfugl þótt syngi’ hann dægur löng, því ástar þinnar óður mér ómar blítt í söng. Nú kýs ég ei að una njá engla björtum her, — í unun æsku þinnar þú engill lífs ert mér. J. R. 15. Marz 1894. FRÉTTIR. DAGBÓK. íLaugaudao, 24. Marz. Itáðanoyti sambandsstjórnarinnar hefir gefið út lög um fiskiveiðar í Winnipeg-vatni, er segja, að eftir næst- komandi sumar (1894) verði fiskifélög- um ekki leyft að viðhafa önnur net en dráttarnet. Þeir, sem búandaleyfi kaupa, eru, að því er séð verðr, und- anskildir. Dr. Nettleship, augnlæknir í Lund- unaborg, kveðst vonast eftir að geta svo bætt sjón gamla Gladstones, að hann’geti lesið á bók vandræðalaust. Tilraun er verið að gera til að út- vega nýjan markað fyrir hvítfisk. A. AV. Ross, sambandsþingm. fyrir Lisgar, Man., er að útbýta fiskinum gefins í Ottawa, þar sem hann er óþektr, eins og hvervetna í austrfylkjunum. Yænta menn góðs af því fyrirtæki. Bóluveiki kom upp meðal Kínverja í Vancouwer, B. C., nýkomnum yfir hafið. Bæjarstjórnin vonar að hindra útbreiðslu veikinnar, Edwartl Blake fær ákúrur hjá írsku blaði fyrir afskifti hans af fjármálum flokksins, sérstaklega að því er snertir fjársamskot í Canada flokknum til hjálpar. Manudag, 26. Makz. Péturskyrkjan (kaþólsk) í Montre- aí var vígð á páskadaginn. Er hún rett eftirlíking Péturskyrkjunnar i Pómaborg, en réttum g minni. Smíð bennar hefir staðið yfir síðan 1870. I Montreal er verið að gera til- raun til að sameina í eitt félag öll látúns og kopar-verkstæðisfélög í Can- ada. í Norör-Dakota er talað um að fá bændr í félag til þess að leggja járn- braut frá Rauðá vestr að Turtle Moun- tains, skamt fyrir sunnan Manitoba- landamærin. Porgöngumennirnir gera sér góðar vonir um að þetta gangi. — Brazilíu-fréttir segja, að upp- reistarmcnn hafi nýlega höndlað stjórn- arlierskipið “Yday” fermt vistum og v°pnum. Samdægurs koma þaðan fregnir í þá átt, að Peixoto forseti hafi UPP úr þurru haft herforingja skifti og nð ástæðulausu. Enn fremur er sagt, 'ð Peixoto hafi skipað að taka uppreist- *rmenn af lifi og mælist það illa fyrir. —Kjósendur Gladstones neita að viðrkenna bréf hans til flokkstjórans í idlothian sem kveðju. Halda því fram, aðirauninni sé ilann stjórnar- formaður enn, að öðru en nafninu, og vonast eftir aQ ilann komi fram a or- ustuvöllinn næsta sumar í kosninga- sennu, eftir að sjónleysi hans hefir ver- ið hjálpað. Sjóflotastjóri Bandaríkja, Hilary A. Herbert, sýnir fram é pað í löngu bréfi, að samningar Carnegies, Phipps & Co. við fyrverandi stjórn um bryn- smíð o. þ. h. sé ein hin 8tærsta svika. milla er þekkist í sjóflotaSögu Banda- ríkja. Á sunnudaginn 25. fanst lik manns er hafði orðið úti á sléttunum ná- lægt Portage La Prairie, Manitoba, í bilnum mikla a Föstudagskveldið 23 þ. m. Átti heima í P. L. Prairie. Þriðjudag, 27. Marz. Sambandsþingið í Ottawa, Canada, tekr til starfa aftr, í dag. Stór hópr Ontario-bænda leggr af stað frá Toronto í dag. Eru að flytja búferlum til Manitoba og N. W. landsins. ,Sósíalistar í Belgíu samþykkja á- skorun um að konungr þeirra leggi niðr völdin og að lýðveldi sé stofnað. Bandaríkja Senators af Ivyrra- hafsströndinni kvað allir vera- ein- huga í að berjast gegn fyrirhuguðum samningi Bandaríkjastjórnar við Kín- verja. Itepublikan Senators úr vestur- fylkjunum lofa þeim að sýna ein- dregnu fylgi í þeirri baráttu. Evrópu-fregn segir stórveldin vilj- ug til samvinnu, er miði til minkandi hérkostnaðar. Vilhjálmr keisari við- förli kvað vera leiðandi andi í þess- ari ráðagerð. Eftir nokkurra daga uppistand afræðr ráðanteytið í Belgíu að sitja að völdum. Að eins 2 menn ganga úr þvi. —Prendergast, banamaður Carter Harrisons borgarstjóra í Chicago, fær nýtt tækifæri til að verja lif sitt. Hef- ir fengið dómara, er vill ránnsaka mál hans á ný, og á nú að sýna og sanna, hvert hann var með fullu viti eða ekki, er hann vann á Harrison. Rannsókn þessi verður hafin í dag. I Hawaii er alt í uppnámi, segir Daves fjárhaldsmaður prinzessunnar, nýkominn til Washington. Er hann þar í þeim erindagerðum að fá skýlaust svar upp á það, livað Bandaríkjastjórn ætlar að gera. Segir að svo búið megi ekki lengur standa, og ósatt að bráða- byrgðarstjórnin ætli að stofna verulegt lýðveldi. Það gæti ekki átt sér stað, þvi atkvæði lýðsins mundu þá undir eins sýna, að konungsstjórn er eyjar- skeggjum kær komnari en lýðstjórn. —Hið endurritaða toll-lagafrum- varp Bandaríkjastjórnarinnar er nú al- tilDúið og verður tekið til umræðu í efri deild þingsins mánudaginn 2. Apríl. — Á páskadaginn var hafin ein- kennileg herganga frá þorpinu Massil- lon í Ohio. I fyrstu var búizt við mörgum hundruðum, ef ekki þúsund- um, í göngunni, en er til kom urðu ekki nema 100 manns í göngunni. Þessi göngumannafiokkur nefnir sig "Eriðarhérinn” og er undir forustu trúarvinguls cins frá New York, er J. S. Coxey heitir. Fyrirætlanin er, að ganga til Washington og heimta, að stjórn. atvinnu fyrir alla og alls konar lagabætur fjwir lýðinn, er losi hann undan oki auðvaldsins. Flestir í íör- inni eru fiækingar og þess konar ó- þjóðalýður, og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir um að taka “hermennina” íasta í.bæjum, sem þeir fara um og fara með þá eins og almenna flakkara. Fyr- irætlan Coxeys er að hafa fund mik- inn á vellinum umhverfis þinghúsið 1. Maí, en þar eru allir fundir og mann- söfnuðir fyrirboðnir með lögum, og er búizt við að gráni leikurinn, ef þeir reyna að troða þau lög undir fótum. Þrátt fyrir auðséna vitleysu þessa, rign- ir peningum daglega til Coxey frá auð- ugum heimskingjum, þessu “góða mál- efni” til styrktar. E;nn slíkur sendi honum um daginn 8300 og lofaði $55 í hverri viku á meðan herferð þessi stend- ur yfir. —Bindindismenn úr öllum áttum Canada komu saman á fundi í Ottawa, til að lieimta algert vínsölubann í Cana- da. Stjórnarform. Sir J. Thompson svaraði ræðum þeirra, og gaf þeim enga von um aðgerðir íþvímáliíár, svo virtist þeim að minsta kosti. —Landafræðisfélag í Quebec biður sambandsstjórnina að senda nefnd manna til jarðfræðisrannsókna um- hverfis Hudson-flóa, og til að athuga aðferð sela- og livalfangara á flóanum. Midvikudag, 28. Marz. Tollbreytinga-frumvarpið var lagt fyrir sambandsþingið á þriðjudags- kveld. Um leið flutti f jármálastjórinn ársskýrslu sína og sýndi áætlaðar tekj- ur og gjöld á næsta fjárhagsári. Alls nemur tolllækkunin $1.250.000. Tollur á akuryrkjuverkfærum er færður nið- ur um 15%, úr 35 í 20% að meðaltali. Á vögnum (hostavögnum bænda o.þ.h.) er tollurinn færður niður i 25% ; var $10 og 20%. Á skrautvögnum er toll- urinn eins og áður, eða líkur — var mismunandi, en or nú 35%. Á járni (í stöngum) er tollurinn færður úr $13 í $10 á tonninu og á járn og stál- plötum af ýmsri tegund er tollurinn lækkaður svo miklu nernur, og er ætl- ast til, að fyrir það megi enn meir lækka verð akuryrkjuverltfæra. Tolli er algerlega svipt af söguðum horðum og öllu timbri, járnbrauta- höndum og tunnustöfum, þakspæni o. s. frv., og er það gert sérstaklega vegna Manitoba-manna. En svo er ákveðið, að leggi stjórn annars ríkis toll á borðvið o. s. frv. innfluttan frá Carada, má Canadastjórn moð aug- lýsing þess efnis leggja toll á óunna bjálka höggna í Canada en flutta til sögunar í önnur ríki. Á steinoliu er engin breyting ger, en tollurinn á olíu- tunnunni er færður niður um helming, úr 40 í 20 cts. Náma-vélar allar, sem ekki eru enn smíðaðar í Canada, eru tollfríar til 1. Maí 1896. — Tollur á hveiti-bandi stendur í stað, er 12J%. Á girðinga-vír (gadda-vír) er tollurinn lækkaður um helming, úr 1J í |%. Á nöglum af öllum tegundum er toll- urinn ákveðinn 30%, er það talsverð lækkun í heild sinni, var áður mis- munandi. Á húsbúnaði öllum úr tré, járni o. s. frv., er tollurinn 32J%, var áður 85% og mismunandi eftir því, hvaða hlut var um að gera. Á lif- andi peningi (öðrum en svínum) er toll- urinn lækkaður úr 30 í 20%. Á lifandi svínum er tollurinn 25% ; áður 2 cts. pd. Á nýju sauðaketi er tollurinn færður úr 3 í 2 cts. pundið; á svinaketi er tollur- inn 25%, var áður lj til 3 cts. pundið; á höfrum er tollurinn óbreyttur—10 cts. bush.; sama er um bygg og mais, að tollurinn er óbreyttur (á byggi 15 og á mais 7| cts. bush.), en svo er ákveðið að undir eins og annara ríkja stjórn tekur toll af byggi og mais frá Canada verði þessi tollur afnuminn. Á sauma- vélum er tollurinn færður niður í 80% var áður $3,00 af hverri einni og 20%. Á hljóðfærum er tollurinn 30%, hvaöa hljóðfæri sem um er að gera: áður var hann 25% minst, en mikluhærra á sum- um. Á léreptum er tollbreytingin mik- il og niðurfærsla tollsins töluverð, en þó ekki eins mikil eins og breytingin er margvísleg. Á’ silkivarningi stendur tollurinn í stað; hæst 30%. á ullarvarn- ingi og ullarbandi er tollurinn færður nokkuðniður og honum breytt í ein- faldari búning; er nú 271 til 30%, en var áður 10 cts. pundið og 20%. Tollur er numin af öllu htarefni í hvaða mynd sem er. Á mókolum (eða linkolum) er tollurinn ólireyttur—60 cents tonnið, en numin er hann af þeim kolum, sem búið er að taka alt gasefni úr, þ. e “Coke’i; var áður 50 eents á tonuinv. Á áfengisdrykkjum er tollurinn eins og áður, en á malti er hann lækltaður um J. Á bókum er tollurinn ákveðinn 6 cts. á hverju pundi bókarinnar, í stað 15% er áður var. Á enskum bókum er aukatollur, er nemur 12i% eitt ár enn, til 27. Marz 1895, en rennur í sjóð liöf- unda bókanna. I ræðunni gatFoster þess, að næsta haust yrði canadiski skipaskurðurinn milli Huron og Superior-vatna fullgerð- ur, en þá væri samt eftir að vinna $10 millióna virði af umbótum á Lawrence fljótinu, áður en stórskip gætu farið eftir þvi óg vestur um stórvötnin til Port Arthur. Sú ályktun var dregin af ræðunni, að ekki verði langt að bíða alinennra kosninga. —Lík Lúðvígs Kossuths var fært á járnbrautarstöð í Turin á Italíu og það- an áleiðis til Buda Pesth í Ungverja- landi. Öll 'stræti borgarinnar á leið þeirri er farin var að vagnstöðinni voru þétt sett af áhorfendum. Ungverslcir stúdentar í þjóðbúningi sinum mynd- uðu heiðursvörð umliverfis líkbörurnar. Pjöldi mesti af erlendum mönnum og flestum þjóðflokkum voru viðstaddir til að heiðra útför þjóðskörungsins. Borg- arstjórinn flutti lofræðu mikla um Kossuth á járnbrautarstöðinni. —Kosninga-óknyttir eru uppkomn- ir i Newfoundland. Utlit þykir að allir í ráðaneytinu séu sekir i mútugjöfum, og líkindi til að þeir verði sviftir kjör- gengi. — Gladstones-sinnar unnu tvær kosningar, er fram fóru á Skotlandi i gær. —Fregnbréf frá Englandi segir í vændum, að Peol þingforseti segi af sér, sömuleiðis Justin McCarty og fleiri af Parnell-ita andstæðingum. —Samkvæmt skýrslum frá toll- búðum í Quebec hafa 8,400 fjölskyldur flutt inn í fýlkið frá Bandaríkjunum síðastl. ár—alt fransk-canadiskir menn, horfnir heim aftur. AUs er tala þessa afturkomna fólks sögð 42,000. — Sambandsstjórnar-skýrslur sýna, að við síðustu áramót voru í Canada fullgerðar 15,320 mílur af járnbrautum auk 2,012 mílna i liliðarsparum. Höf- uðstóll allra járubrautafélaga var þá $872 156 475. Fimtudag 29. Marz. Repubhkar í Minnesota hafa aðal- fund í Minneapolis í sýninga-skálanum stóra í dag. Komu þar saman 8,000 manns í gærkveldi til að hlusta á Ohio-Governórinn Wm. McKinley. Óvanaleg kuldatið hefir gengíð hvervetna eystra og syðra alla þessa viku. % Kaþólsku biskuparnir í Quebec hafa sent ávarp til presta sinna í tilefni af skólamálinu. í því tileinka þeir kaþólskum mönnum rétt til að uppfræða börn sín eins og þeim þyki hentast fyrir trúflokkinn. Réttindi þessi byggja þeir á aldri kyrkjunnar í Ameríku og tilraunum hennar að útbreiða mentun. Frumvarp um að lögleiða gerðir nefndarinnar í Behringssunds-málinu verðr lagt fyrir þing Breta í dag. 360 kassar fuhir af Dynamile fundust í gær í húskjallara í sjó- staðnum Vigo á Spáni. Lundúnablöðin Times og Westminit- er Gazelte láta vel yfir toll-lækkun- inni í Canada. og sjá að hún hafi góðar afleiðingar. Það kom fram í dag, er lengi hafði verið búizt við. Cleveland for- seti synjaði Bland-silfrlögunum stað- festingar. Gerir nú Bland ráð fyrir að draga saman lið sitt og ónýta gerðir forsetans, en til þess þarf hann § atkvæðanna í neðri deild, en það er 80 atkv. fleira en hann hafði, er frumvarpið var samþykt í fyrstu, Hann býst ekki við að “umvenda” neinum þeirra er þá voru á móti honum, en væntir eftir liðsafla úr flokki þeirra 56 þingm. er ekki voru við, er atkv. greiðslan fór fram. AUir aðrir enu hann ijálfr segja ó- hugsandi að yfistíga neitun forset- ans. Nærri því $106 milj. í guUi voru í fóhirzlu Bandaríkja í lok síðustu viku. Kuldakastið siðasta hefir gert stórtjón suðrundan, eyðilagt tóbak og fína ávexti og enda korntegundir, i Illinois, Indiana, Missouri, Kentucky og jafnvel í ríkjum lengra suðr í landinu. Foriugi Brazilíu uppreistarmanna, Da Garna, er í Buenos Ayres í Arg- entinu, en fær ekki landgöngu leyfða, fyrir aðgerðir Peixctos forseta í Braz- ihu. —Verkstæðaeigendr i austurfylkj- unum eru margir hverjir óðir og ærir síðan ut kom tollbreytingafrumvarp Fosters. Þeir sem búa til girðingavír láta mest til sín heyra. —Hveiti hækkaði í vorði svo nemur 3 cents á Chicago-markaðnum í gær. — Kaupmanna-samkundan í St. Jóhns, New Brunswick, andæfir því að sambandsstjórnin veiti Huddard-fólag- inu $750,000 styrk á ári til að koma upp hraðskreiðri gufuskipa-línu milli Eng- lands og Canada. Það eru.fáir mánuð- ir síðan þessir sömu menn mæltu fast með þessari fjárveiting, en þá höfðu þeir von um að St. Johns yrði hafnstað- urinn á vetrum, en nú er Halifax út- valinn hafnstaöur ; þess.vegiia “breyt- ist nú hljóið í strokknum”. FRÁ LÖNDUM. Ur bréfi frá I’arli River, 20 Marz ’94. ..........landi vor, Dr. Kristján Jónsson í Clinton, Iowa, er af forseta Bandaríkjanna skipaðr “United States Examining Surgeon” í Clinton county. Spanisii Fork, 19. Marz. (Frá fréttaritara vorum). Það er hvorki mikið eða merki- legt sem til tíðinda gerist hjá oss Utah-búum nú á þessum dögum. Tíininn hðr áfram í nokkurskonar logni og bhðviðris mollu, án stór slisa; eða neinna sérlegra nýunga. Það skifti um tíðarfarið með bjTjun þessa mánaðar, og hafa síðan verið hlákur og blíðviðri. Snjór er allur upptekin af láglendi, og jörðin nærri þur. Sáning er nú rétt að byrja. Ekki rætist neitt fram úr með atvinnuna; hver skarar nú eld að sinni köku upp á þann máta sem best gegnir. I inum stærri bæum hér, t. d, Salt Lake City og Ogden, eru vandræðin af atvinnuskortinum kvað mest, og hafa bæarstjórnirnar þar sett upp hin svo kölluðu súpuhús (soup houses) til að halda lífinu í fátækum og atvinnulausum verkalýð. Hér í vorri borg, er ástandið þeim mun betra, aö vér höfum en komist af án þessara súpuhúsa; ekki svo að skilja, að hér sé ekki nóg af fátækum, og átvinnulausum, heldr að það er nokkuð meiri jöfnuðr í efna- legu tilliti hjá oss en sumum með- bræðra vorra. Á meðal landa vorra hér, ber einnig mjög lítið til tíðinda; oss líður öllum bærilega, og lifum í góðri von um að tímar fari að skána; þó aldrei verði fyrri en 1896. . E. H. ,T. Chicago, 15. Febr. 1894. Föstudaginn 9. þ. m. burtkallað- (ist af hjartaslagi Hernit Jónsson> Hann var á leið til vinnu sinnar, og lítinn spöl frá heimili sínu gekk hann inn til að taka kveldverð, en á meðan hann var að borða hné hann örendur af stólnum. Hernit sál. var sonr Jóns Jónssonar, fyrrum bónda á Vaði i Að- alreykjadal í Þingeyjarsýslu. Árið 1873 fluttist Hernit sál til Ameríku, og hin síðust liðin 13 ár dvaldi hann hér í Chicago, allan þann tíma til dauðadags vann hann sem nætrvörðr fyrir Chicago-Pacific Elevator Comp- any. Hern'it sál. var vel liðinn af öllum sem við hann kyntust; geðprýði hans og viðmót við hvern mann var annálsverð; hann var ástrikr faðir, trúfastr vinr, kyggr þjónn, hjálpsamr og hjartagóðr við alla þurfandi; það vóru margir sem til hans leituðu þegar þeim lá á hjálp, og lét hann engan synjandi frá sér fara; hans er mikið saknað af okkar fámenna hóp Islendinga hór í Chicago. Jarðarför Hernits sál fór fram 12. þ. m. undir umsjón Pétrs sonar hans, frá heim- ili Jónasar Johnsons, hvar hinn fram- liðni hafði verið til heimilis í hin síðastliðnu 12 ár. Lögberg og heima blöðin eru vin- samlegast beðin að taka þetta til meðferðar. Atfis. Að grein þessi, sem var send Hkr. í f. m. birtist svona seint, er að kenna vangá minni, að hand- ritið misfórst af slysi og varð því að skrifa eftir henni aftr. J. Ó. ORÐABELGRINN. HeimsKringla og Öldin. Herra ritstjóri. — Eg hefi verið að hugleiða “Ritstjóra-spjallið” í síðasta nr. Aldarinnar, í þeim tilgangi vitan- lega, að láta obinberlega í ljósi skoð- un mína því máli viðvíkjandi, sem þar er verið að ræða. Ég gerði mér það ómak að líta yfir innihald þeirra sex númera, sem út eru komin af Öldinni, til þess að spurningin og svarið yrði sem ljósast fyrir mér, og komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég mundi heldr kjósa að fá Hkr. tvisvar í viku, eins og áðr var, en að hún kæmi ekki nema einu sinni, jafnvel þó Ölðin fylgdi með eins og í kaupbætir. Ekki svo að skilja, að ég hafi nokkuð út á Öldina eða innihald liennar að setja, heldr hitt, að mér fanst það engu likara en "þrosk- un niðr á við,” er Hkr. hætti að koma út tvisvar í viku. Ég var farinn að byggja nokkurs konar loftkastala í fyrra um Hkr., og gerði ég þar á- ætlun um, að eftir að hún hefði kom- ið út tvisvar í viku í tvö Ar, mundi hún byrja að koma út þrisvar í viku og um aldamótin var ég hér um bil sannfærðr um, að hún mundi verða orðin dagblað á stærð við Winnipeg Free Press, að minsta kosti, og má- ske heldur ekkert dýrari en nú. Ég býst við að einhverjir kunni að spyrja, á hverja ég byggi það, að vilja lieldr hafa Hkn tvisvar í viku, en einu sinni með Öldinni mánaðar- lega, úr því ég hefi ekkert sérstaklega út á Öldina að setja ; og skal óg reyna að skýra það með fám orðum. Ég gengi þá—ef Hkr. kæmi út tvis- var á viku—út frá því sem vissu, að það yrði meira rúm í blaðinu fyrir al- mennar fróttir; en almennar fréttir er einmitt það sem flestum mun líka bezt í hverju blaði, Ég veit að það er næst- um óumflýjanlegt að hafa töluvert af auglýsingum, og fyrir þær yrði þá og einnig meira pláss ; og svo koma þá fræðislegar ritgerðir, svo sem eins og um búskap og fleira þessliáttar, sem bæði gæti verið nytsamlegt og skemti- legt, og að síðustu sögur og kvæði m. fl. Fyrir alt þetta yrði meira rúm tvisvar í viku, en einu sinni, því noitar vist enginn, og þar af leiðandi álykta ég, að lesendur Hkr. fengju meira les- mál í þeim fjórum aukablöðum, sem þá kæmu út mánaðarlega, eu þeir hafa nú í Hkr. og Öldinni til samans. Þetta er nú mín skoðun á þessu máli, og fyrir þetta kysi ég heldr að Hkr. væri stækkuð og að hún um leið flytti okkur það mesta, sem að Öldinni er ætlað að færa okkur; því ekki vil ég missa “Sögu herlæknisins”, og kvæðin hans gamla kunningja míns, St. G. S. og máske fleira. En hvað því viðvíkur, að hinn heiðraði ritstjóri þykist varla fær um svo mikið verk, eins og að koma Hkr. út tvisvar á viku, svo í nokkru lagi fari, læt ég óumtalað. Eg stend samt vitanlega i þeirri meiningu, að hann sé ekki einasta vel fær um það, heldur miklu meira. Og nú slæ ég botninn í. Spanish Fork, 8. Marz 1894. fe. H. J. Athug-asemd. Lögberg 28. Október 1894, nr. 84, flytur lesendum sínum grein með fyr- irsögninni: Landa-skoðun. Grein þessi er að mörgu leyti góð, en eins og fleir- um samskonar greinum, er henni á- bótavant. Það hefir sem sé alveg gleymzt að geta um galla á því svæði, sem lýsingin er af. Ég hefi því hugsað mér að fara um það nokkrum orðum. Ritstjóri Lögbergs dregur þá álykt- un út úr greininni, að hér séu ekki fen né forræði, afbragðs slægjuland, góðr vegr og góðr markaðr. Þetta er nú alt saman gott og bless- að. En “sínum augum litur liver á silfrið”. I greininni er ekki skýrt tekið fram, að hér sé blautt og lágt land, en það er heldr ekki sagt, að hér sé hátt land og þurt, enda hefði slíkt verið rangt, því hér eru fen og forræði og þau svo iU, að ekki er hægt að komast ofan að vatninu nema að vaða, og sum- staðar, semþyrfti báta, ef maðr ætti að geta notað vatnið um sumar-tímann. Eru það einkum Tp.16, 17 og 19 í 9. röð, er hafa þennan ókost. Hvergi í þessum townships er hægt að byggja á vatns- bakkanum, bæði vegna þess hvað bleyt- an er mikil, og svo er bakkinn hvergi svo breiðr. Það mun óvíða vera hægt að byggja nær vatni en { úr mílu, en viðast mun vera 1A míla frá hússtæðum ofan að vatni. Slægjur mundu nægar í þessum Townsh., ef ekki vantaði beiti- land, en það vantar hér algerlega og er slíkt slæmur ókostr. Auðvitað ber ekki mikið á honum, á meðan bygðin er lítil; en strax sem þéttist og gripir fjölga, verður hér ólifandi. Nú þegar er slíkt farið að koma í ljós. Þetta væri nú sök sér, ef ekki væri um annað landspláss að gera, en þessa örmjóu. spildu með fram vatninu ; en eftir kunn ugra manna sögusögn eru hór nóg önnur lönd, en auðvitað lengra frá vatni. _ Þessi lönd eru í Tp. 16, 17, 18 og 19, í 10. röð. Þar er sagt að sé á- gættland, bæði til kvikfjárræktar og akrvrkju. Að þessi lönd eru ekki tek- ín fyrir löngu, kemur til af því, að skógur er þar míkill og lækja-farvegir margir, sem þarf að brúa, og hafa menn nú i 2 ár verið að biðja stjórnina um fé til að geta fengið þar þjóðveg í gegn. Nú er sá styrkr fenginn og á nú brautin að byggjast í sumar. Eg skal nú ekki fullyrða neitt um gæði þessa pláss, en sé það eins og sagt er, ættu íslendingar ekki að ganga fram hjá því. Eitt má fullvrða, að landið er þess virði að það sé skoðað og það ætti að gerast sem fyrst, því inn- lendir menn álíta þetta gott pláss. Ekki ætti að vera nein frágangssök að stunda þaðan veiði ; menn hafa farið lengri leið en 8—12 rnílur til að sækja sér björg. Hér er þá að ræða um tvö pláss, annað á s'jálfri vatnsströndinni, hitt 8—12 milur frá vatni. Með fram vatn- inu er lágt land o,g blautt og sumstaðar litlar slægjur. I hinum staðnum er sagt að sé hátt og gott land. Væri nú ekki reynandi að sameina þessi svæði. Það auðvitað hefir kostnað í för með sér, en það ætti að borga sig, því allr sá kostnaðr er af þessu hlytist er, að höggva brautir í gegn um skóginn. Sumsstaðar mundu brautir þessar verða nokkuð langar—á að gezka 5 mílur, aftr yrðu þær mikið styttri sumstaðar. En setjum nú svo, að bændr treystu sér ekki til að gera þetta sjálfir, múndi fylkisstjórnin ekki fáanleg til að hlaupa undir bagga með þeim ? Að minsta kosti er það álit margra, að henni væri miklu nær að stvrkja eft- ir megni hingað komna fjölskvldumenn, en að vera að senda ár eftir ár óþarfa agenta heim til Islands og moka í þá peningum. Eg læt hér staðar numið og vona, að ritstjóri Heimskringlu gjöri svo vel og ljái þessum linum rúm í sinu heiðr- aða blaði. Westbourne, Man., 21. Marz. I. O. FUNDARBOÐ. Næsta þriðjudagsk veld (3. Apríl) er Akveðið af íslenzka verkmannafélaginu að fundur vetði haldinn á Félagshúsinu á Jemima Str. Eru því hér með allir meðlimir íslenzka verkamannafélagsins beðnir að mæta á fundinum, Þar næst skorum vér á alla íslenzka daglauna- menn hér í bænum, sem engu verk- mannafélagi tilheyra,að sækja fundinn ; það er áríðandi að menn geri það, þar sem málefni, er snertir réttindi hvers einasta erviðismanns hér í Winnipeg, verðr lagt fyrir fundinn. Fundurinn byrjar kl. 8 e. h., og þeir sem sækj hann eru vinsamlega beðnir að koma fundarstaðinn fjTÍr þann tíma. Winnipeg, 31. Marz 1894. í umboði framkvæmdarnefndarinnar, Benidict Frímansson forseti. J0. go

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.