Heimskringla - 21.04.1894, Blaðsíða 2
2
HEIMSKRINGLA 21. APRÍL 1894.
Heiiuáriugla
komr át á Laugardögum.
The Heimskringla Ptg. & Publ.Co.
útgefendr. [Publishers.]
Verð blaðsins í Canada og Banda-
ríkjunum :
12 mánuSi $2,50 fyrirframborg. $2,00
6 ---- $1,50 ---- — $1,00
3 $0,80; --- — $0,50
Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem
eigi verða uppteknar, og endrsendir
þær eigi nema frímerki fyrir endr-
sendiog fylgi. Ritstjórinn svarar eng-
um brófum ritstjórn viðkomandi, nema
i blaðinu. Nafnlausum bréfum er
enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar-
ar iiöfundi uudir merki eða bókstöf-
um, ef höf. tiltekr slíkt merki.
Uppsögnógild að lögam, nemakaup-
andi sé alveg skuldlaus við blaíið.
Ritsjóri (Editor):
EGGERT JÓHANNSSON.
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
J. W. FINNEY
kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst.
Peningar sendist í P.O. Money Or-
(ler, Registered Letter eða Express
Money Order. Banka-ávísanir á aðra
banka, en í Winnipeg, eru að eins
teknar með afiföllum.
653 Pacific Ave.
(McWiIliam Str.)
The Voters Lists.
The compilation, printing and re-
visions of voters lists, forms no in-
significant tax on the public. According
to a Government report the Dominion
voters lists have cost the country
something over $1.300.000 since 1886.
A goodly sum this, surely, and yet
another large amount must be expended
before the lists are brought up to
date, in case of a general election —
a possibility not at all remote, according
to hints thrown out by the minister
of finance.
We have no data at hand to show
how much the different Provincial vot-
ors lists have cost during the same
period. Is it unreasonable to suppose
that they — all combined — have con-
sluned a million dollars since 1886?
We think not. The total number of
provincial voters is certainly not less
than the number of voters on the Dom-
inion lists. The cost of gathering the
names and the revisions, should be
about equal whether it is for the Dom-
inion or the provincial lists. While
as far as printing the lists is con-
cerned, the Dominion lists ought to be
cheaper, if anything, being printed in
the Government printing buréau, while
the provincial lists as a rule are made
to furnish pap for partisan printing
houses. Taking all this into conside-
ration we believe we are rather und-
er tlian .above the mark, in assuming
tne total amount to be $1.000.000. Here,
then, we have a total tax of $2.300.000,
or very nearly 50 cents per capita for
the Dominion.
While the air is charged with tariff
and tax-reform propositions, an ob-
noxious, antiquated tax like this ought
not to pass unnoticed. It should be
swept away.
Current Ontario legislation is mak-
ing some sweeping changes in the mode
of registration, changes that will un-
questionably reduce the cost of voters
lists. But, for all, these reforms are
but half measures. What the country
wants is the abolition of the present
cnmbersome and expensive system.
Why not make one set of voters
lists do for all elections, muncipal, pro-
vincial and Dominion elections ? There
is no good reason why this could not
be done. The muncipal lists are made
up every year ; hence they could always
be ready for either provincial or Dom-
inion elections. As the laws are now,
there is a large number of men quali-
fied to vote at provincial elections,
and not quab'fied muncipal or Domin-
ion electors. These differences make
one set of lists an utter impossibility
but these differences could easily be
overcome, by making the qualification
uniform. To protect the municipalitíes
two classes of electors might be shown
on the lists, property electors and re-
presentative electors. The lat^ter would
have the right only to vote for re-
presentatives, wliether to the municipal
council, the provincial legislature, or
to the Dominion parliament. Property
electors, in addition to this universal
right, would have the sole riglit to vote
on financial questions in the munici-
pality, such as bonuses, borrowing
money etc.
Not only would a simplified system
like this reduce the cost of producing
voters lists to the minimum, but would
also go far towards preventing political
hucksters crowding the lists with re-
peaters or persons long since deceased.
Of cours the difficulty of keeping
municipal voters lists the clean and
coirect records, they now generally are,
would be somewhat enhanced, by the
addition of hundreds of names, but it
would never amount to one tenth the
difiBculty encountered in the periodical
making upp of provincial • and Dom-
inion lists. The ultra partisans, who
now expend untold amounts in con-
nection with the registration of voters
would find the game worth less than
the weapons required were they obliged
to undergo such expenditure every
twelve months.
Reform in this direction. however,
can scarsely be expected to spring from
the politicians; certainly not from such
type of politicians as at present occupy
the Government benches in Manitoba,
being, as they are, the authors of that
most disgraceful party instrument, the
provincial registration act as now in
force. No, if this reform is to come
at all, it must spring from the source
of all true reform — the people.
óþarfur tollur.
Kjörskrámar eru óþarfur tollur
og hann ekki neitt dvergvaxinn. Að
minnsta kosti erhannsvo stórvaxinn,
að það er, óréttlátt að líta ekki við
honum, þegar verið er að hamra á
öllum öðrum tollum. Reikningar
framlagðir á Ottawa-þingi sýna að
sambandskjörskrárnar hafa sopið upp
nokkuð yfir $1.300.000 á síðastl. 7
árum (frá 1886) og eru þó, eins og
þær nú standa, ónýtar í almennum
kosningum. Ef þing skyldi verða
rofið í sumar má búast við að $2—300,-
000 útheimtist til að gera þær svo
úr garði að brúklegar verði. Á 8
árum mundu þær þá kosta um $lj
milj. Þetta eru sambandskjörskrám-
ar einungis. Hvað kjörskrár allra
fylkjanna hafa kostað á sama tíma-
bili , er enginn afturkominn til að
segja. Upplýsing um það mundi ekki
fást nema með sórstökum rekstri á
þingi. En þegar á alt er litið mun
ekki láta fjarri að áætla samlagðan
kostnað þeirra $1 milj. Setji maður
svo, hafa sambands og fylkja kjör-
skrárnar kostað að minsta kosti $21
milj. siðan 1886, eða um 50 cents á
nef hvert í ríkinu.
Þessu fé öllu er er ástæðulaust
kastað á glæður — og miklu meira til,
í þessu sambandi. Ofangreindar tölur
sýna einungis hinn beina, opinbera
kostnað kjörskránna. Hvað mikill
kostnaðurinn er óbeinlínis veit enginn
nema þeir sem láta peningana af
hendi í leynilega þjónustu stjórnflokk-
anna. Að sá kostnaður skifti hundr-
uðum þúsunda dollars dettur engum
í hug að efa, sem litið hefir eftir
hvernig unnið er þegar verið er að
smala mönnum á kjörskrárnar. Að
meta allan kostnað kjörskránna $3
milj. á síðustu 7 árunum, mun alls
ekki um of.
Þó ekki væri á neitt annað litið
en þennan óþarfa mokstur peninganna
þá sýnir hann þörf á breytingu. En
peningarnir sem í þennan óþarfa fer,
eru í raun réttri minsta tjónið, sem
af núverandi fyrirkomulagi leiðir. Sið-
ferðisspillingin, í pólitísfcum skilningi,
sem svo mjög er ástæða til að kvarta
um, á ekki lítinn part af rót sinni
að rekja til flokkakappsins að hauga
nöfnum á kjörskrá. án tillits til þess
hvert maðrinn, sem nafnið á, er í
tölu lifenda eða ekki, eða hvert hann
er í landinu eða suður í Afríku.
Komist nafnið á skrána er æfinlega
hægt að finna nokkra auðnuleysingja
svo siðferðisblinda, að þeir sjá ekki
nema réttmætt verk að leika þessa
fjarverandi eða dauðu menn, þegar
rifleg daglaun eru í boði. Samkvæmt
viðtekinni hefð er réttlátt að hegna
þeim, sem slíka glæpi drýgja, en þó
er spursmálslaust réttlátara að nema
burt freistinguna, ef það stendur í
valdi manns. í þessu efni virðist það
vera í valdi manns að nema hana
burt, að minsta kosti að draga úr
afli hennar.
Það sýnist engin ástæða vera að
hafa meira en eina kjörskrá, sveita-
kjörskrána. Til þess útheimtist að
eins sú lagabreyting, að allir hafi
jafnan rétt til að kjósa fulltrúa;
hvert heldur þeir fulltrúar eiga að
mæta á sveita-fundi, á fylkisþingi eða
sambandsþingi. Væri þetta fyrir-
komulag lögleitt stöðvaðist algerlega
útstraumur peninganna í kjörskrár-
smíði fyrir fylkis og sambandsstjórnir.
Jafnfraint væri þá unnið svig á freist-
ingunni til að hlaða skrána með ólög-
mætum nöfnum, af þeirri ástæðu, ef
ekki annars vegna, að kostnaður við
það yrði ókljúfandi, þar kjörskráin
er endurrituð á hverju ári. Sveita-
kjörskráin hefur og það gildi, að hún
er ætíð tilþúin, æfinlega ný og fersk,
en það er mikilsvert atriði, eða svo
mun þeim mörgu þykja, er ekki geta
hagnýtt atkvæðisrétt sinn af því
gamlar kjörskrár eru brúkaðar við
þessa eða hina kosninguna.
Endurbót i þessa átt er ekki síð-
ur nauðsýnleg, en margar aðrar bæt-
ur. sem um er beðið. Því virðist
ekki nema sanngjarnt að heimta þetta
af fulltrúum vorum á sambands og
fylkisþingi. Og það má reiða síg á
að þessi umbót kemur ekki nema um
hana sé beðið. Það er ekki hagur
pólitískra skuggasveina að sleppa haldi
á kjörskrármálinu og því ekki að
vænta að tillaga þess efnis komi frá
þeim ótilkvöddum.
Er fyrirkomulctg'ið rangt ?
Nær þjóðkjörin stjórn tilgangi
sinum? Eru vonir aldarinnar hugar-
burður einn ?
Þessar spurningar framsetti Au-
beron Herbert nýlega í The New
Review, og svar hans upp á þær er
alls ekki hughreystandi. Hann segir
að einn maður geti ómögulega í raun
réttri komið fram sem fuUtrúi margra
manna, og að samningur margra
raanna um að láta einn mann mæta
fyrir sína hönd sé skaðvænn aí því
einstakfings viljinn með því hljóði að
hverfa í vilja heildarinnar. Þetta
hvarf einstaklingsins telur hann stór-
an skaða fyrir þjóðina og ósamkvæmt
sannri lýðstjórnar hugmynd, “Með
núverandi stjórnarfjTÍrkomulagi voru,”
segir hann, “hverfa þannig fjórir menn
af hverjum fimm, og er það réttmæt
hegning fyrir að hafa búið til tvenna
skó einungis fyrir alla þjóðina, og
ákveðið svo, að allir verði að láta
aðrahvora passa sér.” Á þennan hátt
er þjóðin vanin á að sníða sér vöxt
eftir stakki, en ekki stakk eftir vexti.
Þjóðin hefir með, öðrum orðum. lagt
alla stund á að laga sig eftir stjórn-
arfyrirkomjflaginu, í stað þess að laga
fyrirkomulagið eftir sér og sinum
skoðunum. Stjómvél sú, er fulltrú-
arnir mynda, ræður öllu, en einstakl-
ingarnir engu, en við þvi verður ekki
gert meðan þetta fyrirkomulag er ó-
breytt. Að breyting er nauðsynleg
eru jafnvel pólitísku mennirnir sjálfir,
er bezt bera úr býtum með núver-
andi fyrirkomulagi, farnir að viður-
kenna.
Alþýða neyðir einstaklinginn til
að gerast fulltrúi hennar, verk sem
hann ekki getur leyst af hendi. Vél
sú sem hann svo gerist partur af,
býr svo til lög og neyðir alþýðu til
að hlýða þeim, meir að segja neyðir
hana til að skoða löggjöfina henn.ar
eigin verk, þar fufitrúar hennar eru
höfundarnir. Á þennan hátt er það,
að þessir fulltrúar láta alþýðu leika
að veldisspýrunni, en sem, þegar alt
kemur til alls, er óslítandi úr hönd-
um fulltrúanna.
I lok ritgerðinnar lætur hann í
ljósi að núverandi fyrirkomulag sé
sprottið af nokkurskonar pólitískri
influenzu-sýki, er þjóðin muni sjá og
þar afleiðandi leita eftir breytingum,
undir eins og sýkin fer að réna.
•
Með fáum orðum, fyr í ritgerð-
inni, hefir hann bent á hvað honum
virðist betra fyrirkomulag, en það er
að almenn atkvæðagreiðsla komi í
stað fulltrúa þings. Hann fer ekkert
frekar út í það mál, segir aðeins að
í þá átt muni ganga næsta stór-
hreifingin, í lýðsstjórnar löndum.
Sú tillaga er alls ekki ný. Þeirri
hugmynd hefir að nokkru leyti verið
framfylgt hér i Canada nú nýlega,
þar sem alþýða hefir verið látin
segja, á almennum kjörþingum, hvert
hún vildi að vínsölubann yrði lögleitt,
eða ekki. Sú tilraun hefir sýnt að
vínsölubannið vill meiri hluti þeirra,
er fram hafa komið á kjörþingunum,
en svo sýnir atkvæða fjöldinn jafn-
framt, að mikið vantar til að meiri-
hluti allra kjósenda hafi sagt já við
banninu. Það má vel vera að fjöld-
inn hafi ekki álitið máfið nógu þýð-
ingar mikið þar sem ekki var um að
gera að fella eða samþykkja fyrirfram
tilbúin lög um það efni. Það getur
líka verið, að mörgum hafi verið alveg
sama hvað upp varð eða niður á því
máfi, og þvi ekki lagt neitt kapp á
að mæta á kjörfundi. En nú er
mjög hætt við að það yrðu æði mörg
þau máfin, sem æði mörgum af kjós-
endum þættu sér ýmist óviðkomandi,
eða sem þeim væri sama um, enda
þótt kunnugt væri að atkvæðin væru
nauðsynleg til yð staðfesta eitthvert
frumvarp til laga, eða synja þvi stað-
festingar. Þó sleppt sé allri efasemi
um dómgreind kjósenda alment til
að gera úrskurð í flóknum stjórn-
málum, þá virðist samt ástæða til
að ætla að illa gengi að fá alla til
að greiða atkvæði, eftir áhuga manna
að dæma nú, þá sjaldan þeim gefst
tækifæri til að segja hvert þeir vilji
eða vilji ekki einhverja sérstaka lög-
gjöf.
Það er fika hægra að tala um
alþýðudóm í öllum stjórnmálum, held-
ur en að framkvæma nokkuð veru-
legt í þá áttina. Það sem staðið
hefir fjTÍr upphafsmönnum þess máls
er úrlausn spurningarinnar : hvernig
verður þessu til leiðar komið svo að
alþýðu dómurinn verði ekki kostbær-
ari og ekki vandræðameiri viðeignar
en þingin eru nú ? Þessari spurningu
hefir Mr. Herbert heldur okki treyst
sér til að svara og því gerir hann
ekki minstu tilraun til að svara sinni
eigin spurningu . “hver eru þá meðul-
in ?” á annan veg, en að segja lík-
legt að alþýðudómur muni koma í
stað nú verandi stjórnarfyrirkomu-
lags.
Járnbrautirnar í Canada.
Að undanteknum Bandaríkjunum
(sem eru svo langt á undan öllum öðr-
um löndum hvað mílnafjölda járnbrauta
snertir, að samanburður er ómöguleg-
ur) er nú Canada, þótt fólksfátt riki sé,
ið 6. að því er járnbrauta milna fjölda
snertir.
Byrjunin var smávægileg og líkast
að enginn, sem viðstaddur var í Júní
1836, er vígð var fyrsta járnbrautin í
Canada (16 mílna langur spotti á milli
þorpanna La Prairie og St. Johns í
Quebec) hafi ímyndað sér hana fjTÍr-
rennara þess járnbrautavefs, sem nú
læsir sig um gjörvalt rikið. Á fyrsta
áratugnum, frá 1836, stóð járnbrauta-
bygging í Canada alveg í stað, en á hin-
um öðrum, frá 1846 til 1856, voru bygð-
ar 1280 mílur. Sambandsárið (1867)
voru í Canada alls 2258 milur af járn-
brautum, og 12 árum siðar (1879) voru
þær orðnar 6,484. Síðan hefir mílna-
fjöldinn vaxið óðum; er nú( í des. 1893)
orðinn 15,320, þó ekki séu í daglegu
brúki nema 15,020 mílur enn.
Á síðastl. ári fluttu öll þessi járn-
brautafélög samtals 13,618,027 farþegja.
Af þeim misstu 11 lífið og 55 meiddust.
Af þeim 11 farþegjum, er mættu slys-
dauða, voru 3, er létu lífið í járnbraut-
arslysi, 2 féllu út af vögnum á ferð, en
hinir 6 létu lífið fyrir það ýmist að
stökkva af lestinni eða á hana meðan
ferð var á henni. Vöruflutningar fé-
laganna á árinu voru samtals 22,003,-
599 tons, en það er 186,334 tons minna
en árið 1892. I*il allra þessara flutn-
inga útheimtust 1,954 gufuvagnar og
samtals 57,227 fólks, póst og vöruvagn-
ar. Af þessum vögnum voru 161 svefn
og snæðings vagnar, 977 fyrsta pláss og
664 annars pláss fólksvagnar.
Tekjur allra félaganna á árinu voru
$52,042,397, Viðhalds og vinnukostn-
aður .var samtals $36,616,033. Tekjur
framyfir tilkostnað$15,426,864, er geng-
ur til vaxtagreiðslu af höfuðstól félag-
anna, sem er $872,156,475.
Af canadisku járnbrautunum eru
samtals 1385 mílur eign sambandsstjórn
arinnar, Inter-Colonial-brautin og grein
ar út af henni alls 1174 milur og 211
mílur á Prince Edward Island. Þessar
brautir hafa aldrei getað borgað sig
sjálfar, þangað til núverandi ráðherra
járnbrautamála tók við. Með narningi
tókst hanum að ná inn $37,607 meir en
tilkostnaður nam á Inter-Colonialbraut-
inni, en á eyjarbrautinni var tekjuhalla
vaninn honum of sterkur. Þar var
tekjuhalli síðastl. ár, er nam $63,731.
Allur var þvi tekjuhalli stjórnarbraut-
anna á árinu $26,124.
Estrup á burt.
í norskum blöðum í Bandaríkjun-
um er skýrt frá, þó ógreinilega, að fjár-
lög Dana hafi að lyktum, eftir 9 ára(?)
langa þrætu, verið samþykt, og að þá
hafi Estrup sagt af sér. Hafði hann
fyrirlöngu lofað að þoka fyrir einhverj-
um öðrum undir eins og því takmarki
væri náð. Eftir fregnum þessum að
dæma hefir karl staðið við loforð sín og
sannast þá á honum málshátturinn;
“Engum er alls varnað”.
Hver sem verður eftirmaður Est-
rups getur hann ekki orðið meiri stjórn
frelsis-fjandi en hann hefir reynzt. Því
mun burtför hans úr ráðaneytinu vera
sannur gleðiboðskapur fyrir alla alþýðu
Dana, og sú mun einnig raunin á Is-
landi, þó fitil ástæða muni til að vona,
að eftirmaður hans hvetji konung mjög
til að staðfesta stjórnarskrána.
Estrup hefir verið dugnaðarmaður,
því verður ekki neitað, eu dugnaður
hans hefir mestur verið í öfuga átt við
stefnu tímans, og þvi er burtför hans
úr ráðaneytinu gleðiefni fyrir afia nema
örfáa einvaldslynda konung-sinna.
Eftir fregnum þessum að dæma er
Estrup sá eini af ráðgjöfunum, er sagt
hefir af sér.
Vikingur,
skip Norðmanna, er frægur varð í sum-
ar er leið fyrir siglinguna vestur yfir
hafið, fær að fikindum að enda æfina í
Columbiu-Safninu (Columbian Mvseum) í
Chicago. Að því hafa líka Norðmenn í
Chicago unnið og munu því fagna
þeirri frétt, að stórþingið í Noregi neit-
aði að gefa Bandarikjastjórn skipið.
Skipstjórinn á Víkingi, Magnus Ander-
son, lét sem sé leggja fyrir stórþingið
frumvarp til laga þess efnis, að stjórnin
in í Noregi skyldi verja 12000 krónum
til að kaupa Víking og,gefa hann svo á
þjóðsafnið (Smithsonian Institute) í Was-
hington. Þetta frumvarp var rætt, en
felt með atkvæðagreiðslu, þó atkvæða-
munur væri lítill.
Norðmennallirhér í landi vilja hafa
Víking mitt á meðal sín í norðvestur-
hluta Bandaríkjanna og eiga þeir nú
hægrimönnum í Noregi að þakka, að sú
ósk þeirra væntanlega getur ræzt, þvi
vinstrimenn flestir vildu gefa skipið
þjóðsafninu í Washington.
Kossutb.
Fráfall mikilmennisins, sem hefir
beint heiminum braut. er að sínu leyti
eins ámóta sviplegt, eins og skiptapi á
útsænum. Louis Kossuth var mikil-
menni með fornaldarinnar sniði. Hin-
ir andlegu hæfilegleikar hans voru frá-
bærir og stóðu sem næst því að sam-
rýmast hugsjónum Grikkja á fullkomn-
un þeirra. Málsnildin var mikil, bún-
ingur hugsananna tígulegur og fagur,
fikt og hinna fornu ræðusKörunga, sem
hann tók sér til fyrirmyndar. Hann
dó í útlegð, níutíu og tveggja ára að
aldri, og mesta verk hans sem gerðist
fyrir 45 árum, má heita fallið í
gleymsku ; en hann hóf heiminn á æðra
stig. en máske örfa stig, en hann hóf
hann samt til meðvuundar um réttindi
sín, og honum eiga nútimaþjóðirnar
mikið af frelsi sínu að þakka.
Louis Kossuth hafði til að bera
marga þá hæfilegleika, sem einkenna
ágætismenn og námsgáfa hans gat tek-
ið á móti alfri þeirri þekkingn, sem
bókfræði og reynsla gátu veitt. Sem
fræðimaður, stjórnfræðingur, ritstjóri.
leiðtogi lýðsins og flokksforingi á þingi
verðskuldar hann almennt lof, og með-
an hann var landstjóri og alræðismaður
é Ungverjalandi sýndi hann skarp-
skygni sína í því að mynda flokka úr
sundurlausum molum, að afla fjár í
hina tómu fjárhirzlu, að eggja ung-
versku þjóðina til framkvæmda og að
koma á fót vopnuðum her, til mót-
spyrnu við hið austurríska Ikeisaravald,
her, sem aldrei bugaðist fyr en liðsfor-
inginn Görgie sveikst undan merkjum
og Rússar skárust í leikinn með vopn-
uðu liði. Þá fyrst, sigraður og svikinn,
flúði Kossuth úr landi og leitaði sér
hælis hjá Tyrkjanum.
Undir eins og Kossuth var flúinn
til Tyrklands krafðist Austurríki þess,
að hann og félagar hans yrðu framseld-
ir sem glæpamenn, er gerthefðu á hluta
Austurríkis, en Tyrkjasoldán svaraði
því einu, að gestrisni við útlendinga
væri eitt af ákvæðum Muhamedisku
trúarjátningarinnar, og að það væn
gagnstætt lögum og venjum Tyrkja að
framselja gest sinn í hendur óvina
hans. Og kröfunni um framsölu Kos-
suths var þannig neitað. Russar
studdu kröfu Austurrlkis, en Banda-
ríkin og England voru á máli Tyrkja-
soldáns og var Kossuth þannig óhult-
ur.
Eáum ménuðum síðar veittu Banda
ríkin honum vernd á herskipi, sem
þingið sendi eingöngu í þeim erindum,
og sem flutti hann til Englands.
Á Englandi átti Kossuth hvervetna
hinar l>eztu viðtökum að fagna, ekki
einungis vegnahluttöku fólksins í raun-
um hans sem útlaga, og málefni því, er
hann barðist fyrir, lieldur og vegna
hinnar miklu málsnildar hans. Hann
hafði eins mikið vald yfir enskri tungu
eins og hinir frægustu ræðumenn Eng-
lands, og sumar af ræðum hans standa
nú sem fyrirmynd enskrar ritsnildar.
Hið frábæra var, að hann lærði
málið kennaralaust, meðan hann var í
fangelsi, með leikrit Shakespeare’s sem
lestrarbók, og enska málfræði og orða-
'bók sér til hjálpar; og svo rækilega
hafði hann drukkið í sig líf lærimeistara
síns, að margar af ræðum hans bera
með sér meíra eða minna af þeirri
tign og lipurð, sem svo víða kemur fyr-
ir hjá Shakespeare. í Bandaríkjunum
urðu þessir miklu liæfilegleikar hans
honum að eins til gremju, þar eð með-
al annars af þeim leiddi það, að þingið
tók til baka tillöguna um að þjóðin
(þingið) veitti honum opinbera móttöku
sem gesti sínum.
í ávarpi sínu til Bandaríkjanna,
skrifuðu í Braussa, Litlu Asíu, 27
Marz 1850, sagði Kossuth, að meðal
annars hafi tilgangur sinn með stjórn-
arbyltingunum verið sá, “að sérhver
borgari Ungverjalands, án tillits til
tungu og trúarbragða, fengi frelsi og
jafnrétti, og að allar stéttir nytu sömu
verndar og varðveizlu laganna”.
Það var þetta, sem var mergurinn
í ræðum Kossuths á Englandi og í
Bandaríkjunum. og þar var þetta,
frelsið, réttindi alla til að hafa jafn-
rétti undir vernd laganna, sem kom í
bága við betri stéttirnar í Bandarikj-
unum, því einmitt um þetta leyti stóð
þræWbáldsöldin sem hæst, og liinir
leiðandi flokkar höfðu ekki kjark til að
brjóta bága við þann ófögnuð, og það
var aðalástæðan fyrir að Koouth var
ekki boðinn velkominn í þjóðarinnar
nafni.
Þegar baráttan fyrir frelsi landa
hans stóð stóð sem hæst og þegar hann
var í útlegð sinni á Tyrklandi, voru
hugir Bandaríkjamanna með lionum,
og það voru þéir að vísu ávalt, jafnvel
þó hann hafi, ef til vill, dáið í þeirri
trú að svo hafi ekki verið. Það sýndu
þeir, meðal annars, með því að gera
honum tilboð um að koma vestur yfir
haf sem heiðursgesti þjóðarinnar, sem
hann og þáði með þökkum, þó að af'
leiðingarnar af því tilræðí yrðu aðrar
en til var ætlast. Þegar hann kom til
New York yar honum að visu vel fagn-
að af almenningi, en þingið neyddist til
að draga sig í hlé, því þrælahaldið hróp
aði, að sá sem mælti fyrir frelsi og jafn-
rétti skyldi ekki vera gestur þjóðarinn-
ar—og það sigraði.
Móttakan, sem Kossuth fékk í New
York, var að vísu mikilfengleg, en hon-
um gat ekki annað en fallið þungt, að
þingið skyldi neita að að taka á móti
sér sem gesti þjóðarinn»r, eftir að Imfa
formlega gert fionum heimboð; enda
sagði hann í samtali við fulltrúa nokkra
frá Philadelphia :
“Eg verð að viðurkenna, að mér
hefir af hendi lýðsins hér í New York
verið veitt svo gott atlæti, að ég mætti
vera ánægður, en ég álit mig boðinn til
þessa lands af þinginu í nafni þjóðar-
innar, og hefði ég vitað að þingið myndi
neita mér um opinbera móttöku sem
gesti sínum, hefði mér ekki dottið i hug
að ég væri velkominn gestur ; því frem-
ur, sem forsetinn—sem formlega hafði
lagt fyrir þingið fyrirspurn um það,
hvaða viðbúnað skyldi við hafa til að
taka á móti manninum, sem hann hafði
sent eftir |á herskipi til Litlu-Asíu—
snérist í flokk með þeim, sem vegna
hræðslu við mótspyrnu þrælahaldend-
anna komu því tU leiðar, að þingið
skarst úr leik”.
Kossuth var prívatlega gerður kunn-
ugur efri málstofu þingsins sem merkur
útlendingur, eða með áþekkum orðum,
en samt með því skilyrði. að hann segði
ekkert þegar honum yrði boðið til sæt-
is, og sama var gert í neðri málstofunni
Til afsökunar fyrir þessa meðferð var
honum haldin stórveizla undir forustu
forseta efri málstofunnar, En hverf-
lyndi þingsins særði Kossuth því sári,
sem aldrei greri til fulls meðan liann
lifði. En þrælahaldið var ósveiganlegt
á þeim dögum, og það hafði sitt fram.
Kossuth lifði nogu lengi til eð sjá
þá viðburði, sem hann svo drjúgum
haföi tekið þátt i, fyrnast og víkja 'fyrir
öðrum stórkostlegri, svo sem umbrot-
unum á ítaliu, ósigri Austurríkis-
manna fyrir Frökkum og siðar fyrir
Þjóðverjum, og hið allra-merkasta : af‘
nám þrælahaldsins i Ameríku. Ef
hefndin hefði verið honum áuægjuefni,
hefði þessi atvik átt að falla honum vel
í f?eð, því i útlegð hans sýndi Austur-
ríki honum aldrei neina vælvild, jafnvel
•þó að hann, vegna göfugmennsku sinn-
ar, hefði verið vægur víð Austurríki og
keisaraættina þegar háskinn vofði yfir.
I bréfi til Bandaríkjamanna skrifar
Kossuth á þessa leið um vanþakklæti
Austurríkis við sig.
“Fyrir guðs náð hélt ég í hendi
mér forlögum liinnar ríkjandi keisara-
ættar í Austurríki fy rir tveimur árum
síðan. Ef ég hefði verið metnaðargjarn
eða ef ég hefði vitað'að hið fiáráða hyski
væri eins gjörspilt eins og það síðar-
meir reyndist að vera ; hefði hið skjálf-
andi hásæti þeirra hrunið yfir þessa
krýndu svikara að boði mínu, og þeir
hefðu hrakist eins og lauf fyrir vindi,
hælislausir útlagar með ekkert í eigu
sinni, nema endurminninguna um var-
mennsku sína, og hina keisaralegu tign,
sem þeir hefðu átt að hafa misst fyrir
löngu vegna lasta sínna.
Mannást Kossuts náði langt út yfir