Heimskringla - 21.04.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.04.1894, Blaðsíða 4
HETMSKRINSLA 21. APRÍL 1894. 4 í rakarabúð Winnipeg. Miss Jónína Eyólfsdóttir á bréf frá fslandi, nieð mynd innan i, á skrifstofn Hkr. Rauðá var íslaus orðin undan bæn- um og í grend við hann mánudaginn 1G. þ. m. “ísafold”, "Fjallkonan”, “Norður- Ijósið” og “Stefnir” komu ekki til Hkr. með síðustu póstferð, hvernig sem því er varið. Hr. Gisli M. Blöndal kom norðan úr N.-íslandi á laugardaginn ,var eftir nokkura mán. dvöl við íslendingafljót. Herra Bogi Eyford og Jón Guð- mundsson frá Pembina komu snögga ferð til bæjarins fj-rri part vikunnar. Fóru heim aftur á miðvikud. Hr. Jörundur Ólafsson fór í vik- unni vestur í Qu’Appelle-dal og dvelur þar á iandi sinu frameftir sumrinu. Pósthús hans er Dongola, Assa. “Fjárstjórn íslands” heitir ritling- ur litill á íslenzku, er Eirikur Magnús- son M. A., í Cambridge á Englandi, hef ir nýlega gefið út. Ritið er prentað í Cambridge. Hr. Lárus Guðmundsson, er um síðastl. 2—3 ár hefir verið í Duluth og Norður-Dakota á víxl, er nú alfluttur hingað til bæjarins aftur. Kom með famihu sína í vikunni er leið. Hr. Baldvin Helgason. er um síð- astl. 2 ár hefir dvahð vestur á Kyrra- hafsströnd og í Okanogan-dalnum í Klettafjöhunum, kom til bæjarins að vestan, frá Vernon, B. C., á þriðjudags- kveldið. Er alkominn hingað austur. Huttakendur í hinu nýja blaðfjT- irtæki Mr. Jóns Ólafssonar : Mr. V. Thorsteinsson Húsavík 82.00 “ Þorst. Sigfússon “ “4.00 “ Stefán Peterson Minneapohs “8.00 E. Gíslaso.v. 601 Ross Ave. Winnipeg. Sigurður Guðbrandsson Félsted frá Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dala- sýslu, óskar að fá að vita hvar son- ur sinn Guðbrandur Félsted er niður kominn. Utanáskrift hans er 18th Ave. South, Fort Rogue, Winnipeg, Man. Suddaveður og rigningar hafa geng- ið síðan fyrir miðjan mán. Stórrign- ing síðari hluta miðvikudagsins og fram á fimtudagsmorgun, og breyttist þá regnið i snjóbleytu-hríð á norðan með ofsaveðri, er hélzt allan daginn, sum- ardaginn fyrsta. Eg hefi meðtekið myndasafn Heimskringlu sem ég hér með þakka. Mjndirnar eru fallegar og mikið betri n ég hafði búizt við. Dewdney, Alta., 11 Apríl 1894. G. Goodman. Kosning J. A. Davidsons, fylkis- þingm. fjrir Beautiful Plains kjör- dæmið, var dæmd ógild 17. þ. m. Var sannað að umboðsmaður David- sons hafði gefið einum kjósanda 818.00. Davidson var formaður Greenway- andstæðinganna á siðasta þingi. Eftir langsamt dauða mók er nú á ný talað um að hagnýta vatnskraft Assiniboine-árinnar. Félag eitt hefir boðið bæjarstjórninni að taka það verk að sér, ef bærinn afsali sér sin- um rétti og kaupi af sér 400 hestöfl af vatnskrafti, m. m. Fyrirlestur um “Hugmjmdir um helvíti fyrrum og nú” flytur hr. Sig- urður Jónasson í Unity HaU í kvöld. Bjrjar kl. 8. Aðgangur 15 cent. Eins og kunnugt er, er hr. Jónasson sér- lega fróður maður og þvi óhætt að búast við fróðlegum fyrirlestri. Gerið j-kkur að skyldu að sækja fjrirlest- urinn. Hr. Þorsteinn Antoníusson úr Ar- gj le-nýlendu var hér á ferð ásamt konu sinni um síðustu helgi. Hann biður menn að leiðrétta prentvillu í grein hans um Melita-nýlenduna, er birtist i 10. nr. Hkr. Prentvillan er í þessum orðum : “Ég vil taka til dæmis, þegar eftir var svo sem J af óteknum heimihs- réttarlöndum” o. s. frv. Þar á að standa : þegar eftir var svo sem $ o. s. frv. Hr. Sveinn Thorvaldsson, skóla- kennari á Gimh síðastl. vetur, kom til bæjarins siðastl. laugardag og heldur nú áfram námi sínu á æðri skólanum (Collegiate Institute). Gat hann þess, að skólaumsjónarmaður (School In- spector) mentamálastjórnarinnar hefði nýlega farið um N. ísl. og gefið kennur- unum flestum góðan vit.nisburð. Hafði sagt N. ísl. skólana standa framar en nokkra aðra útlendingaskola í f j’lkinu. Hann fann það eitt að, að kenslutími í flestum eða öllum skólum væri of stutt- ur. , Til byggingaverkmanna. Á fundi íslenzka Byggingamanna- félagsins, sem haldinp var sið- astl. mánudagskveld til að ræða um ástand þess, var samþykt að halda félaginu áfram til maí-loka n. k., en undir breyttum lögvim og reglum frá því er hefir verið. Sýni félagsmenn á þessu tímabili jafnstöðugt og ítrekað skeytingarleysi sem að undanfornu roeð að sækja fundi og borga tillög sín verður félagið tafarlaust uppleyst eða sameinað öðru félagi. Verði funda- höld í góðu lagi þenna tiltekna tíma heldur félagið spursmálslaust áfram. Við höldum hér eftir skrá yfir alla þá menn sem . mæta á fundum, til þess að geta vitað upp .á hár hverjir það eru sem vilja halda félaginu áfram og hverjir ekki. Næsti fundur verður haldinn nœstkomandi mánu- dagskveld (23. þ. m.) á Verkmanna- fél.-húsinu. Byrjar kl. 8. e. h. Jóh. Bjarnason, Kolbeinn Thordarson, (forseti.) (ritari.) Bessa-bréf. (eftir J. Magnús Bjarnason). FoRMáLI. Sökum þess að Vestur-íslendingar hafa jafnan gaman af að lesa það, sem skrifað er um þá, og sömuleiðis vegna þess, að Bessi var—og er ef til vill enn —sjálfstæður í hugsunum sínum.heyrði engum sérstökum flokki til, og skýrði frá því, er hann sá og hejrði, blátt á- fram og hlutdrægnislaust; og með því lika, að hann sjálfur hefir ánægju af að sjá sín eigin ritverk á prenti, þá tek ég mér nú bessa-leyfi og birti Bessa-bréf.— J. M. B. I. BRÉF. Kæri vinur:— Ég ritaði þér síðast frá Quebec og gat um alt, sem gerðist á leiðinni yfir hafið, nefnilega glaumnum og galsanum í okkur unga fólkinu og sömuleiðis glimunum og aflraunum við þá irsku og hollenzku \m. fl. o. fl. Og vissulega mintist ég líka á stúlkuna með griska nefið (ég vissi aldrei hverrar þjóðar hún var), og heitu kossana, sem hún og—já, ég vil ekki ryfja það upp aftur, þvi endurminningin um þesskon- ar er æfinlega svo óþægileg. Það var samt ekki galsinn í okkur á leiðinni frá Quebec til Winnipeg—Drottinn minn ! Það var eins og maður væri i spönskum stígvélum í vögnunum, því þrengslin voru svo mikil, og ég hefði vafalaust kastað mér út um gluggann (og náttúr- lega hálsbrotið mig) hefði ekki svo ljóm- andi falleg stúlka verið sessunautur minn. Af einhverri tflviljun hafði ég “Vonir” Einars Hjörleifsonar ivið hend- ina og las fyrri partinn upp aftur og aftur alla leiðina vestur. Ég greindi hvert eínasta orð og sundurliðaði hverja einustu setningu, daginn út og daginn inn, og ég varð nauðugur að viðurkenna allan sannleikann, sem innifelst í þessu litla riti, og ég rak mig óbeinlínis á virkileikann i ýmsum atriðum síðari partsins, þegar ég hafði verið 5 mínút- ur á innflytjendahúsinu—því miður ! Þó enginn eða fáir af samferðafólki mínu hefði likar vonir og Ólafur, aum- inginn, þá höfðu allir einhverskonar vonir, og allar sérlega glæsilegar; óg einn gerði mér engar vonir, nema að eins um það, að fá að rétta úr mér þeg- ar til AVinnipeg kæmi. Og ég var líka einn af þeim fáu, sem algerlega komust hjá vonbrigði. Til að gefa þér ofurlitla hugmjTid um vonir sumra, skal ég geta þess, að einn gamall bóndi, sem með okkur var, hafði þá hugmynd, að öll tré í Ameríku bæru einn eða annan mjög svo ljúffeng- an ávöxt og hugsaði sér því að safna góðum vetrarforða strax og hann væri sezeur að í Manitoba, og kvaðst ekki ætla að vera í félagi við nokkurn lifandi mann. í stuttu málli: hann vonaði að geta hfað það, sem eftir var æfinnar í allri þeirri jarðnesku sælu, sem nokkur gamall og margþjáður búhöldur getur notið, að lifa hér um bil alveg fyrir- hafnarlausu lifi—lifa á trjánum ! Ein stúlkan hafði áformað, að fara snemma á fætur hvern morgun og tína kaffi- baunír í skóginum á Gimli fyrir “litla skattinn”. Og það var hennar sterka von, að hún þyrfti ekki að senda í kaup stadinn um hverja einustu helgi eftir kaffibaunum—var það munur en heima, í horhreppnum hennar á íslandi! Svo var það einn fjósamaðurinn, sem undir eins ætlaði að fara að vinua—vinna f búð við eitthvað óvandað—og ætlaði ekki úr þeirri "forþénustu’ að fara fyrr en hann ætti þúsund “krónur” á bank- anum ; þá var að hvíla sig og lifa á rentunum—það var þó glæsileg von! Allir ungu mennirnir ætluðu endilega að verða ríkir og sumir að fara svo heim aftur og leggja járnbraut cftir sveitinni sem þeir höfðu alizt upp í, svo fátæklingarnir þyrftu ekki alt af að ganga og draga; ætluðu að muna eftir þvi, að þeir voru sjálfir einu sinni ásköp fátækir og sárfættir. Ungu stúlkurnar voru vissar um, að þær mundu eignast silkikjóla—og kanske h'ka madömu-tit- il, en—hafðu—það—ekki—hátt! Þú heldur, ef til vih, að [ég sé að spauga, en það er nú samt ekki. Mér væri jafnvel óhætt að segja, að margur unghngur. og einstaka fullorðinn mað- ur líka, bjóst við að geta tínt upp gull á götunum, eða að minsta kosti grafið það upp í stórum stykkjum hér og þar. En fáir munu hafa búizt við. að þeir þyrftu að vinna luirt, og allir voru viss- ir um, að ættingjar þeirra í Ameríku væru rikir—vellríkir og í miklu áliti, gætu talað enskuna eins og sitt móður- mál—ja, það held ég—og börnin þeirra voru bezt að sér i skólanum. Ég er nú ekki búinn að vera hér nema rv'iman mánuð, og þó hefi ég þegar orðið var við, að margar þessar vonir og fullviss- ur hafa verið ærið svikular, eins og við var að búast, því þær voru svo margar bygðar á vitlausum hugmyndum og rangri eftirtekt fákunnandi fólks. En mér dettur ekki í hug að álasa því minstu ögn. Við komum hingað seint í fyrra mánuði. Fjöldi Winnipeg-íslendinga var við innflytjandahúsið þegar þangað kom, sumir til að taka á móti vinum og vandamönnum, og aðrir til að stara á okkur og—ja, ég vil ekki segja það. Við vorum nú kennske eitthvað skræl- ingalegri en þeir. Við vorum stirðir og niðurdregnir eftir þetta langa hreyfing- arleysi og vorum alt annað en áhtlegir ; og það var ekki frítt við, að við yrðum feimnir og niðurlútir. fyrir hinu hálf- stolta augnaráði þessa skrautklædda manngrúa. Augnaráð, segi ég, það er eitthvað ónotalegt og þreytandi við það, að láta margt fólk horfa á sig í fleiri klukkustundir í innflj’tjandahúsi, það er að segja, ef maður er emigranti, —því það er reglulega kveljandi, að vera emigranti frá íslandi, — þú mátt sitja, standa og ganga, hvar sem vilt, en þú getur ekki komist undan því að mörg hundruð augu bhni á þig og 'yfir- vegi þig frá hvirfli til ;ilja, Hvert sem pú litur, eru augu, sem horfa á þig—og engin vægð, þvi þeir vægja ekki feimn- inni í þessu landi. En, góðurinn minn, það er ekki eingöngu andlitið á þér, sem þessi mörgu augu eru að virðu fyr- ir sér, nei/ þau eru ekki að skygnast inn í sál þína og grenslast eftir gáfum þínum og eðliseinkunn, heldur eru það fötin þín, ferðarykið, limaburðurinn og vaxtarlagið, sem þessi óumflýjanlegn augu hvílast á. Margt af þessu blessaða íslenzka fólki i Winnipeg er löngu búið að gleyma því, eða þykist vera búið að glej’ma þvi, að það var einu sinn i okk- ar sporum—að það var einu sinni á sömu íslenzku skónum og í sðmu ís- lenzku vaðmálsfötunum, það er að segja í samskonar fötum með samskonar skó og búfur og trefla og ferðaryk. Sumir ungir Vestur-íslendingar litu tilokkar eins og við værum þeim alveg ókendur þjóðflokkur ; þeir voru flestir vel búnir, og peningar (ef til vill hnappar) hringl- uðu í vösum þeirra, sem átti að gefa okkur aumingjunum hugmynd um, að þeir væru dálítið innundir hjá honum “almáttuga dollar”. Voru piltar, sem sögðu “sex”. Nokkrir horfðu á okkur að eins með öðru auganu og brostu eitt- hvað svo makalaust einkennilega út í annað munnvikið og töluðu ensku sin á mílli, svo ég hefði hugsað þá enskugæð- inga, hefðu þeir þó ekki endrum og sinnum hreytt fram íslenzku orði við þá af okkur, sem höfðum hug til að segja : “Eruð þér íslendingur?” Stúlk- urnar voru búnar eins og við hefðum getað ímj'ndað okkur að kóngadætur væru til fara á tilhdögum. Og ilm- vatnið, sem Winnipeg-stúlkurnar okk- ar dre.vpa á sig, angaði um alt emi- grantahúsið, og blandaðist svo ónota- lega saman við svækju-lyktina af okkur að þú hefðir orðið veikur, hefðirðu bara verið þar. Einmitt þessa dagana er ég að komast að því, að margt af þessu skrautklædda fólki með drembnissvipn- um er i raun og veru bæði óupplýst og fátækt. Sj'nd væri að segja, að iha væri tekið móti okkur af fólki yfir höfuð. Eftir fáeinar klukkustundir var alt samferðafólk mitt komið til vina og vandamanna víðsvegar am borgina. AUir áttu vini og allir lentu í veizlu— jafnvel ég komst í veizlu, ég, sem eng- an ættingja eða vin átti í Ameríku. En veistu hvað? Mér hugkvæmdist að ganga á tal við einn unga herrann, sem stóð skamt frá mér á innflytjandahús- inu og horfði á mig með öðru auganu. “Hann skal, svei mér, horfa á míg með báðum augum”, hugsaði ég. Eg gekk VEITT HÆSTU VERÐLAÚN A HEIMSSÝNINGUNN 'DEl’ BAKIN6 P0WDH1 IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. M. A. Nicastros fáið þið ykkur betr rakaða fyrirílOc. en annarstaðar í bænum. Hárskurð- ur 25c. fyrir fullorðna, 15c. fjrir ung- linga. Tóbak og vindlar til sölu. 337 Main Str. Næstu dyr við O’Connors Hotel. því til hans og rétti honum hendina og sagði: “Sælir verið þér ; eða eruð þér ekki Islendingur ? ” • “0/ how do you do f Það er það, sem ég er”. Til allrar hamingju gat séra Björn troðíð svo mikihi ensku inni höfuðið á mér í fyrra, að ég skildi þennan herra. “Með leyfi; hvað heiti þér ?” spurði ég. Hann sagði mér nafn sitt ofur kurt eislega, en því miður hefi ég gleymt því —það var svo ólíkt öhum þeim islenzku nöfnum. sem ég hefi hejrt. Hann spurði mig samt ekki að heiti,. því hon- um hefir víst ekki þótt áríðandi að vita það—þó svo fallegt nafn 1 “Eigi þér heima hérna í borginni? ” spurði ég. “ Yes”, var svarið. “Þekkið þér mann, sem heitir Jóel Jóelsson. Hérna er utanáskðiftin til hans, eins og hún var í fyrra—httu á”, og ég sýndi honum miðan með utaná- skriftinni. Honum gekk illa að lesa, því skrift- in var eftir Jóel sjálfan, en eins 'og þú manst skrifaði hann aldrei vel, og þó öllu ver eftir að hann kom til Ameríku —hér er alt undir flýtinum kómið' “ Well, I dont know”, sagði liann eftir litla stund, "ég veit af engum manni með þvi nafni á nr ... Jemima Street, en ég veit af manni með því nafni, sem lifir á Ross Street”. “Er það einhleypur maður?” “ Yes, hann á enga familíu, en borð- ar sig sjálfur ; hann vinnur í Wholesale á Princess Street við að drim team— hann er ansans-ári smart maður”. “Hvernig get ég fundið hann ?” “ Wett, hann verður heima um sup- per- tímann”. “En er langt heim til hans?” “0/t, yes, en ég get sagt þér veginn : fyrst skaltu ganga beint upp á Main Street og ganga svo suður til Gi.y Ilall, farðu svo upp Market Street og taktu svo Princess Street norður til Opera Ilouse og strætið sem rennur þar vestur er Ross Street, svo finnurðu númerið vel. X’að er bezt fyrir þig, of eourse1 að fá þér einhvern Erpress-man til að gefa þér ride þangað rétt fyrir supper-inn ; hann C/tarye-ar þér bara 25 cent”. “Það er víst ekki dýrt”, sagði ég hróðugur af að komast að meiningunni. “ You betitain'l". sagði hann og fór sína leið. Ég gat ekki stilt mig um að brosa, að þessum unga herra. og þó gramdist mér mjög, að hann skyldi segja mér ó- kunnugum svona ósvífnislega til vegar; en ég fyrirgaf honum það nokkrum dög. um siðar, þegar ég komst að þvi, að Winnipeg-íslendingar álíta það sjálf- sagt, að alhr—framandi sem aðrir— þekki Aðalstrætið og bæjarhöllína og leikhúsið. Nokkru síðar rak ég mig á Gvend. sem einu sinni var smali hjá föður þín- um—ja, þú hefðir hugsað að það væui sýslumaðurinn, eða einhver hár embætt ismaður, en það var enginn annar en Gvendur. og heitir nú Sam. Smith Esq. og er. að sögn, dável efnaður. Hann þekti mig fyrr en ég hann, eins og þú getur nærri. En ósköp er að hejra hann tala íslenzku. Hann vildi reyna að sýnast kurteis, og þéraði mig því, en það varð annars IilægUeg lokleysa úr því öllu saman, því hann þéraði mig að eins í nefnifahi, þannig: “Komi þér blessaður og sæll, þá eruð þér kominn til Winnipeg; gékk þér ferðin vel ? Hvernig hzt þér á þig þér? Ætli þér að stoppa hér í bænum ? Líð- ur folkinu þínu vel ? Komi þér heim mcð mér, ég lifí í sama húsi og Jóel og við borðum okkur sjálfir. Þér er vel- komið að vera hjá okkur, meðan þér fáið þér ekki pláss” o. s. frv. Ég fór heim með honum. Jóel tók vel móti mér. Hann er sá sami Jóel og hann var fjrir jtíu árum. Hann varði deginum eftir til að sýna mér jborgina. Mér hzt ekki svo iha á mig hér. Borg- in er stór, ekki eldri, [en slétturnar fjrir vestan hana eru leiðinlega tilbreytinga- lausar. I næsta bréfi segi ég þér meira um sjálfan mig og aðra. Bið að hehsa kunningjunum—vonast eftir brefi áður langr líður. í>inn Bessi. Góðverk fólagsins. Hvernig Ancient Order of Forest- ERS BJARGABI LÍÐANDI MEDLIM. Hinar átakanlegu raunir Mr. Isaks Briggs frá London. — Var veik- ur í fjögur ár. — Stúkan sem hann tilheyrði kom honum til hjálpar eftir að læknarnir voru orðnir uppgefnir. — Nú er hann kominn á fætur aftur. Tekið eftir London Free Pross. Hús Mr. Isaks Briggs No. 501 Charlotte Str. hér f borginni, er eitt af laglegustu heimilum meðal verka- manna í London. Framundan húsínu eru gangar með ræktuðum trjám á mihi og með- fram hliðum hússins og að baki til er rimlagirðing þakin flækjugresi. Útsýnið er fallegt; skógar og.e’ngjar eru sjáanlegar frá húsinu, og í stuttu máli er þar einskis vant sem útheimt- ist til hressingar fyrir sjúklinginn. Það var þá heldur ekki að undra þó Mr. Briggs væri glaðr í bragði. En sagan sem hér fer á eftir sýnir að það var ekki eingöngu hinni fögru náttúru og hinu hagkvæma heimili að þakka að gleðin og vonin skín út úr honum; enginn maður í hans sporum mundi hafa ástæðu til ann- ars. Sagan er mjög eftirtektaverð og margir af vinum hans geta borið vitni um að hún er í alla staði á- reiðanleg. Mr. Briggs hefir verið í rúminu í fjögur ár, og síðan hann fór fyrst að finna til lasleiksins og brúka lækn- is aðstoð eru átta ár. Það var árið 1885 að hann fann fyrst til verkjanna og sárindanna sem voru undanfari veikinda hans. Hann lét lækna skoða sig, og fékk að vita að lifrin var í ólagi; nýrun voru einnig farin að veikjast og meltingarleysi orðið til- finnanlegt. Þrátt fyrir þetta var hann á fótum og stundaði störf sín eftir föngum í fjögur ár en þá hnignaði honum alt í einu svo að hann varð ekki sjálfbjarga. Mr. Briggs var um þetta leyti á fimmtugsaldri, og hafði auðsjáanlega verið hraustbyggður mað- ur, og farið vel með sig. En nú urðu liðamót hans alt í einu svo stjrð að útlimir hans voru með engu móti sveigjanlegir og hann var eins ósjálf- bjarga eins og barn. Það var leitað til ýmsra lækna, sem allir þóttust geta bætt honum, og stundum leit út fj'rir að lionum ætlaði að skána, en það var að eins um stundarsakir, og afleiðingarnar af því að honum sló alt af niður annaðslagið voru þær að liann varð á skömmum tíma matt- farin og vonlaus. Dagarnir voru fjTÍr honum langir og dauflegír þar sem hann lá í rúminu með hina sorglegu tilhugsun að dauðinn væri það eina sem gæti linað þjáningarnar Fjöl- skylda hans var nú farin að hafa litla trú á læknana. Það var búið að rej'na suma af hinum beztu lækn- í borginni þó það kæmi að engu liði. Margskonar einkaleyfis-meðul voru reynd, en það fór alt á sömu leið, og um jólaleytið kom frétt, sem raunar flestir bjuggust við, um að Mr. Briggs væri rétt kominn í dauðan. Honum var alt af að förlast þangað til kom fram á vorið, og á hverri stundu bjuggust menn við að hann hrykki upp af. Stúkan Forest City A. O. F., sem Mr. Briggs heyrir til, reyndist nú ein- mitt þegar mest var þörfin, bjargvætt- ur hans. MERKI: BLÁ STJARNA. A Á meðan hann lá höfðu félagsbræð- ur hans séð honum fyrir öllu sem hann þurfti og nákvæmlega gætt hans, og enginn var meira áfram um að honum batnaði en þeir. Eitt kveld var rætt um það á fundi, hvað gera skyldi, og var seinast samþykt að fá handa hon- um Pink Pills til reynslu, þar eð ýmsir vissu til að þær hefðu oft heppnast vel. Honum voru því útvegaðar tólf öskjur af pillum, og þrátt fyrir það þó lækn- irinn, sem stundaði hann, segði honum að þær dygðu að eins viö limafallssýki, hélt hann fast við að vilja rej'na þær. Hann fór nú þegar að brúka pill- urnar og við það brá undir eins til bata, Hann varð hressari og þjáningaminni og allur líkami hans sýndist vera að fá nýtt líf rétt eins og náttúran á vordegi. með nýjum styrk koma nýjar vonir, og sjúklingurinn var nú þegar farin að skoða Pink Pills sem bjargvætt sinn. Hann brúkaði þær iðulega, sex pillur að jafnaði á dag. Eftir mánnð gat hann farið á fætur og það.var stórmik. ið glcðiefni fyrir hann. Að eins þeir, sem hafa neyðst til að halda við riimið um langan tima, liafa huginynd um, hvað það er huggandi að geta farið á fætur og hreyfasig nm hús- ið. Síðan hefir Mr. Briggs verið á fót- um á hverjum degi; haun brúkar að visu hækjur, en honum fer alt af batn- andi. Nú er hann orðinn svo góður á höndunum, að hann getur nú borðað með hníf og gafli, og liðamótin eru alt af að verða liðugri og liðugri. Sjúkl- ingnum til mikillar gleði minkuðu einn ig þjáningarnar og æðarnar, sem mátti segja að væru orðnar uppþurrar eru nú heilbrigðar að sjá. Mr. Briggs hefir að eins brúkað tuttugu öskjur af pillum, sem kosta 810. Það er víst áreiðanlega lágt verð í samanburði við aðra meðala reikninga. Mr, E, W. Boyle lyfsali að 652 Dundas Str., sem einnig er skrifari Court Forester stúkunnar, gaf vitnis- burð í þessu máli og staðfesti hann alt sem Mr. Briggs sagði. Hann sagðist hafa selt ósköpin öll af þessum meðul- um og engin önnur meðul seljast í lík- ingu við þær. Dr. Williams Pink Pills bæta blóðið og stvrkja taugarnar; þær lækna einnig gigt' taugagigt, limafailssýki, riðu, höf uðverk, taugaveiklun og afleiðingar hennar, sömuleiðis influenza og sjúk- dóma sem stafa af skemdu blóði, t. d. kirtlaveiki, langvarandi vitbrot. Pink Pill8 gera litlitið hraustlegt, og eru ó- yggjandi við sjúkdómum, sem eru eink anlegafyrir kvennfólk. Við of mikilli andlegri eða líkamlegri áreynslu eða ó- hófi af hvaða tagi sem er eru þær einn ig óbrigðular. Munið eftir að Dr. William’s Pink Pills eru aldrei seldar í stórslöttum eða í tylftatali eða hundraðatali, og hver sem býður til sölu meðal með öðrum skilj’rðum op gefur út að þau sé Pink Pills, er svikari. sem allir ættu að Rneiða hjá. Biðjið um Dr. William’s Pink Pills handa þeim sem eru fölir og þreytulegir. Dr. Williams Pink Pills fást lijá öllum lyfsölum eða beint frá Dr. Will- iam’s Medicine Co. fyrir 50 cts. askj- an, eða sex öskjur fyrir 82.50. Hið lága verð á pillum þessuin gerir lækn- ingatilraunir tiltölulega auðveldar í samanburði við önnur meðul og lækn- isdóma. 434 MAIN STREET. Chevrier. VORIÐ 1894. Blue Store Merki: Bla stjarna. 434 Main Str. hVinnipeg. Nýkomið inn, siðan í vikunni sem leið, hið stærsta upphtg af búnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkurn ia hefir sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið tið ekki trúað þvi nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. >mið og skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. IAtið ekki hjá líða að heimsækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.