Heimskringla - 21.04.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.04.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR. NR. 16. WINNIPEG, MAN., 21. APRÍL 1894. LÍFSÁB YRG ÐABFÉLAG. Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba. J. H. BROCK FORSTÖBUMAÐUR. Uppborgaður höfuðstóll.....$ 100.000 Varasjóður................. S 54.200 Lífsábyrgð í gildi við lok fyrsta ársins.......... $2.208.000 Lífsábyrgð veitt með hvaða helzt nýmóðins fyrirkomulagi sem vill. Kaupið ábyrgð í The Great West og tryggið yður á þann veg þann hagnað, er háir vextir af peningum fé- lagsins veita. Þetta, fjelay dregur ekki Jje burt úr fylkiuu. verja í Afríku. * Segir svo, að þýsku hermennirnir og yfirmennirnir skalperi svertingjana og jafnvel flái þá lifandi. Meðferð kvenna er þar óhæf til frá- sagna. Innbyrðis stríð steudur yfir á Samoa-eyjunum. 2000 fulltrúar bænda koma saman á fundi í Rómaborg til að ræða um þarfir bænda, er akuryrkju stunda. Er tilgangurinn að sögn að biðja stjórn- ina að hækka tollinn á aðfluttum korntegundum. Sagt er að nokkrir efrideildar- þingmenn f Washington séu með þvi að göngumönnum Coxey’s sé veitt á- heyrn og máli þeirra gefinn gaumur. Háskólakennari, Jesse Macy, í Grinnell, Iowa, situr við að semja stjórnarskrá fyrir væntanlega lýðveld- ið Hawaii. Bráðabyrgðarstjórnin á evjunum bað hann þess. K. S. Thördarson - - agent. 457 Main Str., Winnipeg. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG 14. APR. Samkvæmt skipun formanna fé- lagsins eiga allir námamenn i Banda- ríkjunum að leggja niður verk í kveld (21. Apr.) og taka ekki til vinnu aft- ur fyr en kaupið verður hækkað, sam- kvæmt væntanlegum kröfum. 28 ný herskip hefir stjórn Breta trygt sér með því, að borga eigend- unum umsamda upphæð á ári hverju, til þess skipin sé tilbúin fyrir vopna- búning hvenær sem á þarf að halda. Skip C. P. R. félagsins á Kyrrahafi eru í þessum hóp. Páfinn vill sameina kaþólsku deild- irnar báðar, Grísk- og Rómversk-ka- þólsku. Hefir nú í undirbúningi ávarp mikið til sinna trúföstu meðhjálpara, þar sem liann biður þá að vinna að þessu velferðarmáh af öllum kröftum. Commercial Cable-félagið er bjTjað að leggja nýan þráð (þann þriðja sem það það á) yfir Attlantshaf. Frumvarp til nýrra kosningarlaga á Englandi var lagt fyrirBreska þing- ið í gær. Samkvæmt því fjölga kjós- endur svo nemur 700.000. í því er og ákveðið að allar almennar kosningar fari fram á einum degi. David Dudley Field, nafntogaður lögfræðingur í New York, lézt úr lungnabólgu í gær, 89 ára gamall. Hann var eldri bróðir Cyrus Fields, er fyrstur fann upp á að leggja málþráð yfir Atlantshaf. Framvegis eiga allir þingforsetar hvort heldur á sambands eða fylkis- þingi, titilinn “Honorable” alla sína æfi, svo framarlega sem þeir hafa gegnt forsetastarfinu í 3 ár. Bandaríkjastjórn hefir skipað erind- rekum sínum á Þýzkalandi að rann- saka grandgæfilega, hvort rétt sé, að í)ar séu nú unnin klæði, er byssuskot vinni ekki á, og ef þau séu til, þá úr hvaða efni gerð o. s. frv. AUir vinnumenn Great Northern félagsins á þeirri deild brautarinnar, er Montana Central heitir, hættu vinnu > gærkveldi og heimta hærra kaup,— Síðan hefir vinnustöðvanin út breiðst Þangað til allir flutningar eru bann- aðir á Great Nortliern brautinni- Þykir mögulegt að vinnumönnum Northern Pacific félagsins verði einnig skipað að leggja niður verk. — Forstöðunefnd hins sameinaða félags járnbrautar- manna I Norður-Ameriku (Canada meðtalið) ræður þessu verkfalli. MÁNUDAG 16. APR. ÞRIÐJUDAG 17. APR. I ársskýrslu sinni gerir fjármála- stjóri Breta ráð fyrir að öll gjöld stjórnarinnar á næsta fjárhagsári verði $177 milj., en tekjurnar $24 milj. minni. Gerir hann því ráð fyrir að hækka tekjuslcattinn um 1 penny á hverju pundi sterl., en þó eru undanþágur svo útbúnar, að skatthækkunarinnar gætir ekki fyr en tekjurnar eru meiri en 500 pd. st. á ári. Erfðaf járskattur verður einnig aukinn, og fer smáhækk- andi eftir auðmagninu; verður minst 1% (á erfðafé Sem ekki er jTfir $2.500 að upphæð) en 8% hæzt (á $5 milj. eða þar yfir). Toll á áfengisdrykkjum öllum á og að' hækka. Itíkisþing þjóðverja hefirnumiðúr gildi lög sem bönnuðu Jesúítum að- setur í Þýzkalandi. Nýlátinn er í Ottawa Dr. Tache. bróðir erkibiskupsins í St. Boniface, Man., 74 ára gamall. Þriðja í röðinni að tekjumagni, í Canada, er pósthúsið í Winnipeg, segja skýrslur sambandsstjórnarinnar. Tor- onto pósthúsið er tekjuhæst, tekjur þess á árinu alls $394,168,41, þá Mon- treal, tekjurnar $342,874,67, þá Winni- peg, tekjurnar $93,211,56. í fyrra var Winnipeg 4. í röðinni. Ástralíu-stjórn ákveður að lána bændum peninga, sem liggia á spari- bönkum í ábjTgð stjórnarinnar, gegn 5% afgjaldi. Gerir stjórnin þetta af því peningastofnanir allar í Ástralíu heimta svo óhóflega vöxtu, er sérstaklega til- finnanlegt er nú í harðærinu. Bólusóttin er að sögn að útbreið- ast í Chicago. Bæjarstjórnin bj'rjaði í dag að rannsaka hvert einasta hús í þeim hluta borgarinnar er sóttin kom upp i, í því skyni að fregna fjTÍr vissu, hvað útbreidd sýkin er. Manitoba f jdkis-þingtnál blönduðust inn i ræður á sambandsþinginu í Ottawa í gærkveldi. Var það ræða á fylkis- þinginu í vetur, eftir James Fisher, sem siterað var í. En ræða Fishers gekk út á að sjTna að Marteinn krummi, núverapdi fulltrúi Winnipegmanna á sambandsþinginu, hefði hafið skóla- málsdeiluna, eftir að hafa lofað þvi hátíðlega í nafni "liberal”-flokksins, að ekkert skjldi luej'ft við skólafyrir- komulaginu. Ráðagerð sambandsstjórnarinnar, að leggja 10% toll á te þegar það er leypt annarstaðar en i löndum sem það er rajttað í, er óþoltkasæl mjög á Englandi, og er likast að fjTÍrhug- uðu fyrirkomulagi verði breytt. MIÐVIKUDAG, 18. APRÍL. Rússar vilja ekki fækka hermönn- unum, segir fregn frá Parísarborg. Að fengnu leyfi Austurríkiskeisara og íta- líukonungs haföi Vilhjálmur Þýzka- lands keisari ritað Rússakeisara og ósk- að eftir að hann kallaði saman stór- veldafund til að ræða um og gera ráð- stafanir til að fækka hermöunum al- Brasilíu-uppreistin er enduð ; svo ^Sja hraðskeyti frá Brasilíu, en greini- legar fregnir eru enn ckki komnar. Segir sagan, að Mello aðmíráll hafi gengið af skipum sínum og með hon- um 1500 hermenn, á föstudags-morgun, og gefið sig á Vald stjórnarinnar í Uruguay. Þess má geta, að jafnframt koma aðrar fréttir að sunnan, er segja alt þetta einber ósannindi. Nýtt ráðaneyti hefir tekið við taumhaldinu í Nýfundnalandi. For- maður þess er Augustus Frederick Goodridge. Þingsetu verður frestað til þess útkljáð eru málin gegn með- limum fj’rverandi stjórnarráðs. Fregnir frá Þýzkalandi lýsa voða- meðferð á svertingjum i landeign þjóð- mennt og rýra herkostnað. Rússakeis- ari hafði neitað að gera þetta. Bæjarstjórnarkosningar með ný- móðins fyrirkomulagi fóru fram í St. Johns í New Brunswick í gær og þótti vel ganga. Gamalli venju var breytt að því leyti, að allir kjóseudur bæjarins kusn meðráðendurna, eins og oddvit- ann. Hingað til hefir þar eius og ann- ars scað ir verið sú venja, að hver deild út af fyrir sig hefir kosið sinn meðráð- anda, en allir bæjarmenn kosið oddvita einungis. Maður oinn, Charles Sullivan að nafni, í Windsor, Ont., hefir að sögn fundið upp á lagi til að búa til bienni' vúisflöskur, sem verða ónýtar um leið og þær eru tæmdar,—Ekki hafa menn peninga upp úr því að selja gyðingum tómar flöskur, eftir að þessir gallagrip- ir lcomast á gang. Henrj’ Caibot Lodge, Senator frá Massachusetts, vill fií þeirri tillögu skot ið inn í tolllagafrumvarp Bandaríkja- stjórnar, að tvöfalda tollinn á tolluðum varningi frá Englandi og öllum land- eignum Breta, og leggja 30% toll a allan varning aðfluttann frá þeim löndum, en sem nú er ótollaður, og halda þessum tolli þangað til England samþykkir allsherjar samning um silfurpeniuga sláttu. Foringi Ný-Englands deildar iðn- aðarhersins (Coxey’s göngumanns), hef- ir eent bænarskrá til þjóðþingsins í Washinliton, og er stjórnin þar beðin að gefa ábýlisjarðir og verkstæði, þar sem atvinnulaust fólk geti ætíð framveg is fengið verkefni sér og sínum til lífs- viðurhalds ; að nema úr gildi rentuber- andi skuldabríf og gefa þau ekki út framaa ; að gefa öllum atvinnulausum mönnum atvinnu nú þegar við akbrauta gerð víðsvegar um landið ; að gera all- ar járnbrautir, hraðfréttaþræði og all- ar málm- og koianámur að þjóðeign ; að sjá til að alt land, sem nú er ónotað sé gefið þeim sem vilja yrkja það, og, að setja nefnd til að rannsaka, hvort ekki s<5 tiltækilegt að gera að þjóðeign in stóru verzlunar- og verkstæðafélög, er vinna sainan í því augnamiði að halda uppi vöruverðinu. $890,652 virði af bókum var flutt til Canada frá úfiöndum á síðastliðnu ári. Á $686,106 virði af þeim hvíldi 15% toll- ur, á $13,130,15% og að auki 124% rit- lnuna tollur, á $157,788 5% tollur, en $31,628 virði af bókunum var tollfrítt. Gjaldþrotalögin, sem getið var um um daginn, verða að sögn ekki lögð fyrir fulltrúadeild þingsins í þetta skifti. Verða einungis rædd og þeim breytt að þörfum í efri deildinni. Að pví búnu verður fruinvarpið prentað og eiutök send öllum verzlunarstjórnum í landinu, svo þeim gefist kostur á að at- huga þið til hlýtar áður en annað þing kemur saman. FIMTUDAG, 19. MARZ. Merkiskona, madam Marie Therese Joniaux i Antverp í Belgíu, var í gær tekin föst og kærð fyrir að hafa ráðið 3 ættingjum sínum bana með eitri, til þess að ná lifsábjTgð þeirra. Meginhluti þorpsins Huntsville i Ont. eyðilagðist af eldi í gær. Eigna- tjón $120,000. 500 þýzkir verkamenn gerðu upp- hlaup í Detroit, Mich., í gær. Tveir menn biðu bana og 5 eða 6 særðust. Or- sökin var sú, að verkfræðingur bæjar- stjórnarinnar fann upp á að borga verk mðnnum ákveðua upphæð fyrir hvert tenings-“yard” af jörð, er þeir losuðu, í stað ákveðinna daglauna. Pólverjar hættu þá vinnu, en aðrir menn voru teknir, og á þá réðust Pólverjar. Samkvæmt beiðni félagsins hafa dómstólar alríkisstjórnarinnar fyrirboð- ið fyrverandi þjónum Great Northern félagsins, að snerta eignir þess í því skjmi að skemma þær. Að þessu boði fengnu sendi félagið 2 fólkslestir af stað í gær, frá St. Paul; skyldi önnur þeirra fara vestr að Kyrrahafí. Tveir gufu- vagnar voru settir fj-rir hvora lest og velbúinn varðmannaflokkur fylgdi hvorri. Bandaríkjastjórn hefir skipað varð- mannaflokk til að verja göngumönnum Coxej-’s aðgang að vellinum umhverfis þinghúsið og garðinum umhverfis for- setahúsið. Fimtán mílna breið ísspöng á Sup- erior-vatninu. fram af og á höfninni i Port Arthur, fyrirbyggir skipagöngur þangað enn. Hudson Bay járnbrautarfélaginu eru óðum að græðast meðmælismenn á sambandspingi. Von er sögð til þess að Manitoba & Northwestern járnbrautin verði lengd í snmar. Þingm. allir frá Manitoba og Norðvesturhéruðunum sýndu stjórnarformanninum fram á þörfina um framlenging brautarinnar, og tók hann vel í að eitthvað yrði gert í því efui áður en þingi lýkur. Tennyson á að fá einkennilegan minnisvarða á Wight-ej'junni. Það á að byggja vita mikinn á tanga á eynni og nefna hann Tennyson-vita. Ljós það á að sjást frá öllum aðal- skipaloiðum fyrir suðurenda Englands. Sambandsstjórnin hefir ákveðið að auka fjárveitinguna til Norðvestur- fj'lkjanna. Enn fi'emur hefir hún gefið héraðastjórninni lej-fi til að fjölga kjördæmunum, svo að framvegis sitji 31 þingm. á héraða þinginu, í stað 26 nú. I dag er mikið um dýrðir í Cobourg á Þýzkalandi; er þar vorið að vigja í hjónaband stórhertogann af Hesse og Victoriu prinséssu af Cobourg, sonar- dóttur Victoriu Englands-drottningar (dóttur Alfreds prinz, fyTverandi her- togi af Eninaborg, en nú af Cobourg). Alt ensk-þýzka keisara og konunga frændfólkið er þar saman komið. FÖSTUDAG. 20. APRÍL. Vegna partískunnar í Canada biðja núkaþólskir byskupar í Canada Eng- landsstjórn að taka Manitoba skólamál- ið til meðferðar. Áreiðanlegar fregnir segja Brazilíu- uppreistinni lokið. Melloer i Argantínu. Great Northern formenn og þjónar hafa fund í-St. Paul á morgun (laugard.). ÍSLANDSFRÉTTIR. (Eftir Austra). verið þar alla æfi ; var Guðmundur heilsulasinn altaf og var hjá systkinum §ínum Katrínu sál. og Eiríki bónda þar, sem einn lifir nú eftir sj'skina sinna. Katrín sál. var ráðskona hjá Eiríki bróður sínum allan hans búskap; voru þau bæði ógipt og barnlaus, en. höfðu tekið til fósturs og alið upp fjölda barna, bæði skyld og vandalaus, svo þess munu engin dæmi hér um slóðir, að á einu heimili hafi verið alin upp jafn mörg fósturbörn, enda munu flestir foreldrar sem til þekktu, og þurftu að fá börnum sínum fóstur, hafa kosið fremur að eiga þau undir handleiðslu þeirra sj-skina en flestra annara. Er þessa því hér getið, af þvi þessháttar hjálpsemi virðist nú að verða nokkuð fágæt, og eins og “að falla úr móð”.... Sömu nóttina, sem Katrín andað- ist, andaðist þar líka Málfríður Sigfús- dóttir, systur- og fósturdóttir þeirra syskinanna, kona Sigfúsar Eiríkssonar er þar býr.... SejTðisfirði 2. Marz. verið með séra N. S. Þ fyrirfarandi ár, en hálfu meiri er hún nú. Enn í þrógun þeirrar óánregju á séra B. B. J. engan þátt, hann var liér af- skiftalaus af öllu prestamála þrasi> sem sízt best á því, að hann var ófáanlegur til að le-a eða segja neitt úr bréfi frá séra Níelsi er hann (B. B. J.) fékk dagana áður en hann fór; (það hefir hlotið að vera heldur svartnættislegt bvéf?) séra B. B. J- kvaðst vona að menn tækju Niels prest í sátt við sig aftur, enn eftir því sem atkvæði safnaðanna féllu í vetur, eru engar líkur til að eining verði hér eftir, milli prests og þeirra, og það sýnist að vera frjálsum samboðið, að sýna það þrek að standa við úrskurð atkvæðisins. Manndauði: Ný dáin er í Marshall Elizabet, dóttir Sigurjóns Svanlaugs- sonar og Elizabe'ar Guðmundsdóttur frá Arnórsstöðum á Jökuldal, Norðvir- Múlasýslu; dauðamein : eftirstöðvar af barnsburði, (barnið lifir.) Fyrir rúmu ári síðan, giftist hún Jóni Jósefssjmi, frá Strandhöfn í Vopnafirði. Hún var gáfuð og góð kona. Sevðisfirði, 18. Janúar 1894. Hinni íslenzku þjóð hefir loks hlotn- ast sú gæfa ! að fá hér á stofn sett ar- gantínskt vísikonsúlat, og mun þar með vera bætt úr hinni megnu eftirþrá! þjóðar vorrar á að homast í nánara sam band við hið góðfræga ! argentinska lýð veldi og er vonandi að hinum tíðu sam- göngum! og margvíslegu! viðskiftum Islendinga og Argentina sé hér með borgið! Vísikonsúllinn er horra lj’fsali Ernst á Seyðisfirði. Slj's. Milli jóla og nýárs vildi það voðalega slj's til, að unglingspiltur, sem ætjaði að skjóta rjúpur í Egilsstaða skógi, skaut sig voðaskoti til bana. Pilturinn hét Einar Sveinn, sonur Jóns bónda Guðmundssonar í Ekkjufellsseli. 3. Febrúar. Snjóflóð féll hér nokkuð um Fjarðar- öldu 31. f. m. um það bil er snjóflóðið mikla féll j-fir, gamla hótel-grunninn og út í sjó fj'rir utan Glasgow, en ekki gerði það neitt mein mönnum eða skepn um, enda var það miklu minna en hið fyrra, frá 1885, og tók sig vist upp nokkru neðar í f jallinu. Þetta snjóflóð tók skúr, sem stóð þar sem hótelið hafði staðið, braut hann og flutti viðina úí í'sjó. 1. Marz. Bréf úr Kyrkjubæjarsókn, 3. Góudag. Hann er nú liðinn “þessi blessaður Þeriú”. Tíðarfarið hefir verið snjó- komusamt og óstilt mjög, en annar gestur en voðalegri heimsótti þó Hór- aðið með þorrabj'rjun. Það var Influ- enzan. Hún hefir orðið hér Isannkölluð drepsótt. Það standa rúm 20 lík uppi hér í sókn nú. Að hún varð hér svo mannskæð kom eflaust meðfram af því, að tíðin breyttist snögglega um leið og veikiri kom ; var því loft í húsum kald- ara og ójafnara en ella og margir þurftu að fara vesalir út í veður við gripahirð- ingar, og snerist því veikin á mörgum upp í lungna- eða brjósthimnubólgu og varð þeim þannig að bana. Víða var ekki hægt að þjóna gripum, þvi allir köstuðnst niður í einu. Það á margur um sárt að binda, eftir þenna mánuð og á mörgu heimili hefir orðið tilfinnanlegt skarð fj-rir skildi. Má fyrst telja á Torfastöðum í Jökulsárhlið, þar andaðist Rannveig Jónsdóttir (bónda Vigfússonar frá Gunnhildargerði), kona Jóns snikkara Jónssonar bónda þar. Hún var eflaust ein hin mesta og bezta kona hér um slóðir og mun kjark hennar og þreki til sálar og líkhama lengi viðbrugðið af þeim er þekktu Ihana. Hún var skör- ugleg og stillileg í framgöngu, trygg og vinföst, glaðljTnd og gestrisin. Hún ávann sér því ástsæld og virðing allra sem þekktu hana. Á sama bæ andaðist h'ka Jón Snorrason frá Dagverðargerði. Hann var ungur maður og liinn efnilegasti og var organisti f Kyrkjubæjarkj-rkju og hafði verið barnakennari hér i sókn nokkur undanfarin ár og áunnið sér ást og virðing allra þeirra er liann kjmntist fyrir staka siðprýði, lipurmennsku og samvizkusemi í stöðu sinni. I Brekkuseli f Tungu andaðist bónd inn þar, Arngrímur Eiriksson, fátækur fjölskyldumaður, en drengur góður og vinsæll. Hann lætur eftir sig ekkju og 7 börn, flest ung. Þar dó líka Jónas Jónsson húsmaður, svo þar var engínn karlmaður lifandi eftir á heimilinu nema nýfermdur drengur. Eitt af þeim heimilum, sem mest hefir misst, eru Vífilsstaðir í Tungu. Þar dóu syskinin Guðmundur Eiríks- son og Katrín Eiríksdóttir. Þau höfðu Tíðarfar er enn óstöðugt og hríða- samt og snjókoma mikil, svo óvíða er jörð góð nema á upphéraði. Síld og fiskur er enn sagður á Suð- urfjörðunum, en það hefir ekki verið hægt að stunda róðra fj'rir gæftaleysi og veikindum. Hér í Seyðisfirði hefir enn orðið vart við síld af og til. Það mun vera málstunna síldar, en ekki “strokkurinn”, er kaupmenn hafa gefið hór 3 kr. fyrir. Manndauðinn. Eftir því sem vér höfum getað næst komizt, þá var mann fallið fj'rir influenza-veikinni í eftir- töldum héruðum nýskeð^orðið þetta : í Kyrkjubæjarsókn 26. I Ássókn.............. 8. I Valþjófsstaðasókn 5. I Vallanessókn.... 5. í Hallormsstaðasókn 1. í Eiðasókn............ 6. í Hjaltastaðasókn 3. í Seyðisfirði.... 5. í Mjóafirði...... 4. í Norðfirði...... 6. í Rej'ðarfirði... 8. í Fáskrúðsfirði... 5. Lengra að er ekki enn þá tilspurt, en lausafrétt er komin um það, að in- fluenzan hafi tekið fólk mjög geyst í Austur-Skaftafellssýslu, eftir skipkom- una á Papós, en póstur er enn ókominn að sunnan. Auk þeirra, er áður er getið hér í blaðinu, eru þessir merkastir af hinum látnu, er vér höfum tilspurt: Bjarni Stefánsson, er lengi var hreppstjóri og sáttasemjari í Norðfirði, og bjó leugst þar á Ormsstöðum. Auðunn Hansson í Stóru-Breiðuvík í Rej'ðarfirði. Anna Jónsdóttir, móðir Jóns hreppstjóra Þorsteinssonar í Gilsártegi í Eiðaþing- há, Guðfinna Oddsdóttir, kona Sigfús- ar bónda Oddssohar i Meðalnesi í Fell- um og Hinrik bóndi Hinriksson á Dal- húsum. FRÁ LöNDUM. Úr biiéfi FRá Chicago dags. 16.Apríi.: “Okkur líður þolanlega, en samt man ég ekki eftir öðru eins hörm- ungar ári, hvað atvinnu snertir, eins og þessu. Það er líka lítið útlit fyrir að ástandið batni, meðan ráðherrarn- ir í Washington gera ekki meiri rögg af sér en komið er. Frú Magnússon er sem stendur i Cincinnatti, Ohio, hjá fólki Reeve’s sál., Islands vinar, sem þar býr. En bráðum mun dvöl liennar hér megin hafsins lokið.” MINNEOTA,*MINN., 16. April 1894. Frá fréttaritara Hkr. Annir: Hveiti og hafra sáðning er nú búin hér hjá almenningi. Tíðarfar er enn, sem áður hið á- kjósanlegasta. Veikindi hafa verið inikil í Minn- eota nú í vetur, sem sagt er að sé La grippe. Vigfús Andrésson heúr legið rnjög þungt lialdinn nú í all- langan tíma, en er nú á batavegi. Verzlun: Landvara í lágu verði smjör 8—10 ceuts, egg 7 cents, liveiti heldur að stíga, hefir komist yfir 50 cents. Prestainál: Nú er síra Björn B. Jónsson farinn héðan og báðu hann allir velfara og víst flestir heilann aftur koma; með lipurð sinni, vann liann sér hér almennings hylli, sem prestur og “prívat" maður. Enn óvíst er að hann komi liingað aftur. Hann kvaðst ekki geta ráðið sig hér, sem prestur meðan allir söfnuðurnir hefðu ekki sagt upp þjónustu Níelsar prests. Mikil hefir óánægja nianiia hér . Tindastóll, Assa, 9. Apríl, Herra ritstj. Hkr, Næst því að óska þér til lukku við ritstjórn Heimskringlu, votta ég herra Jóni Ólafssyni beztu þakkir fjTrir alt, sem hann hefir ritað í Hkr og Oldina. Hvort sem það hefir verið um fræðandi opinber mál eða persónulegt þras, þykir okkur “græningjunum” hann fjölhæfur og pennafær blaðamaður, og kvíðum nú fyrir “þroskun Hkr. gömlu niður á við” í staðin fjTÍr upp á við. * Fréttir héðan úr bygð eru Shitar og blíður isíðastl. viku—30—60 fj'rir ofan zero á Farh. um miðjan dag í skugga, suma daga—. Ekki urðum við hér var- ir við hríðarkast það, sem blöðin geta um að gengið hafi yfir Manitoba, Da- kota, Minnesota og Wisconsin á föstu- daginn langa. Að sönnu gerði þurra- kulda með norðaustan nepju á aðfara- nótt laugardagsins, er hélzt á laugar- daginn, en á páskadag var allra mild- asta veður. 29. Marz gerði hér tölu- verða rigningu, sem er heldur óvana- legt, en fremur varð Jhún endaslepp og endaði með bleytuhríð og frosti. Isinn er nú að leysa af Red Deer-ánni, er hef- ir orðið illfær fyrir hesta síðastl. viku. Sjöunda Apríl var leikin sjónar- leikur eftir St. G. Stephanson í hinu nýja skólahúsi, sem bygt hefir verið á landi, er hann hefir sezt að á, og var það vigt með þessari samkomu. Þar voru flestir bygðarbúar saman komnir, og þótti leikendunum takast vel, og sumum ágætlega vel, einkum þeim er léku amtmanr.inn og drykkju-prestinn, enda hafa þeir æft leikaralist öðrum fremur, af þeim sem hór eru. Skemmt- anir byrjuðu kl. 9 síðdegis og stóðu jTfir fram á albjartan dag næsta morgun. Fj'rst var leikið leikrit það, sem áður er nefnt; þar næst þáttur úr “Skugga- Sveini”. Mr. Stephanson talaði nokkur orð fyrir og eftir leikina. Þar næst brá unga fólkið sér í dans, en við það kom í ljós, að ekki J af samkomugestunum kunni þá list, svo þessir fáu, sem það kunnu, fengu áreiðanlega að æfa sig þá * nótt.—Þar næst fóru fram veitingar, kaffi með alls konar smábrauði, sem nöfnum tjáir að nefna, og heitir drykk- ir; litið eitt af vinanda var þar til smekkbætis og upplífgunar, en ekki svo að nokkur sæist ölvaður. Þessu næst flutti St. G. Stephanson ljómandi fallegt ástakvæði til íslands, og, eftir minni þekkingu á skáldskap, eitt hans bezta kvæði. J. J. Húnfjörð færði húsbjTggingarnefndinni þakkará- varp fjrir framtakssemi og dugnað, og um leið áminningarræðu til foreldranna um að láta nú börn sín nota þetta skóla hús, til þess sem er mest áríðandi, sem er menning og menntun hinnar ungu uppvaxandi kynslóðar. Síðan var á víxl sungið hljóðfæralaust,(og hejrði ég engan finna neitt að honum, enda tel ég sjálfsagt að mönnum hafi farið fram sið an á íslendingadaginn síðastl. sumar, enda var maðurinn, sem setti mest út á söngin og færði okkur þá fregn í blöð- unum, að honum hefði verið “mjög á- bótavant, ekki brúkaður núna fyrir fyrir forsöngvara eins og þá), eða dans- að og spilað á fíólin, lesin upp kvæði og töluð nokkur orð þeim til útskýringar, og skildu menn glaðir og ánægðir og kunna leikendunum og þeim sem skemtu, en sérstaklega forstöðunefnd- lnni, beztu þakkir, ásamt gáfumannin- um og skáldinu .Stephanson, sem var eiginlega hfið og sálin í því öllu saman. Hús það, er ég hefi getið um hér að framan, er bygt af samskotafé b\Tgð- armanna og er tilgangurinn sá, að hafa það með tímanum fjTrir skólahús. Stærð þess er 18X26, úr köntuðum trjá- bolum með borðviðar og spónþaki. Frágangur á því er snotur innra og ytra, en ekki er það fullgjört enn. Jóhann Björnsson. *) Thanks. Ritstj. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.