Heimskringla - 30.06.1894, Blaðsíða 1
NR. 26.
vm. ár.
WINNIPEG, MAN., 30. JtJNl 1894.
LÍFSÁBYRGÐARFKLAG.
Aðalból - - 'VVinnipeg - - Hanitoba.
J. H. BROOK FORSTÖSUM AÐUR.
Uppborgaður höfuðstóll.... $ 140.014.22
Varasjóður................ S 54.720.00
Lífsábyrgð í gildi við lok
fyrsta ársins........... §2.268.000
Lífsábyrgð veitt raeð hvaða helzt
nýmóðins fyrirkomulagi sem vill.
Kaupið ábyrgð í Tiie Great Wbst
og tryggið yður á þann veg þann
hagnað, er háir vextir af peningum fé-
lagsins veita.
Þctta fjclag drcgur ckki Jie burt úr
tylkinu.
K. S. Thordarson - - agent.
457 Main Str., Winnfpeg.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 23. JÚNÍ
Stórkostlegt námaslys átti sér stað
í dag í Glamorganshire í Wales á Eng-
landi. Kviknaði í kolastufi í einni kola
námunni og á augnablikinu sprakk alt
í loft upp. Létu þar lífið 251 maður.
Gufubátur sökk á New York höfn í
dag og drukknuðu þar 37 menn.
í Chicago eru nii taldir 1 562 706 í-
búar. Er það vöxtur sem nemur 124,-
786 manns á síðastl. 2 árum.
Kaþólskir byskupar í Quebec hafa
að sögn allir ákveðið að heimta, að
menntamálastjórnin í því fylki veiti
engum óprpfgeugntpn manni leyíi til að
kenna á alþýðuskólum..
Uppskera er byrjuð í suður-Banda-
rikjum.
87 J millíóna virði af gulli fór til Evr-
ópu frá New York í vikunni.
Hveiti hækkaði í verði svo nam 2J
centi á bush. i vikunni.
Áætlað er, að 250 000 manns, sem
að undanförnu hafa tekið þátt í verk-
stöðvunum, hafi í þessari viku tekið til
starfa aftur.—Dó eru enn stórsveitir
námamanna, er þverneita að ganga að
gerðum samningum námafélagsstjór-
anna. .
Kyrð er komin á í Morokko. M u-
ley Ismael, bróðir soldánsins látna þótt
ist standa næstur 'erfðum, en sonur
Hassans tók embættið, Abdul Azizi að
nafni. Hefir nú karl sæzt við bróðurson
sinn ogsvarið honum hoUustueið, en ó-
eirðarsamt er enn 1 ríkinu, það svo, að
strangur vörðut er hafður um öll hús
Evrópumanna, til að vernda þá.
MÁNUDAG, 25. JÚNÍ.
Forseti Frakklands myrtur.
Á sunnudagskveldið kl. 9,15 var
forseti lýðveldisins franska myrtur i
vagni mitt i mannþröng mikilli i borg-
inni Lyons á Suður-Frakk’landi. For-
setinn hafði brugðið sér til Lyons til að
vigja iðnaðar og listaverka sýning. er
þar stendur yfir, Þegair hann var
myrtur, kom hann frá borðhaldi undir
forstöðu kaupmannafélagsins og var á
leiðinni til leikhúss í borginni, þar sem
skemtanir áttu að fara fram honum til
heiðurs. Þegar hann var nýsezturí
vagninn, tróð ungur maður sér gegn
um manngarðinn og hélt á pappírs-
stranga, og hélt forsetinn og allir við-
staddir að maðurinn væri með bænar-
skrá eða eitthvað þvílíkt, svo vegur
hans var ekki hindraður. Þegar hann
kom að vagninum, hljóp hann upp á
þrepið og í sama vetfangi þreif hann
stinghníf úr pappírsbögglinum og stakk
honum i brjóst forsetans vinstramegin
nokkuð fyrir ofan beltisstað og hljóp
hnífurinn að hjöltum inn í líkamann.
Forsetinn hneig út af i ómegin, en morð
inginn var gripinn. F orsetinn lifði 31
kl. stund eftir að hann fékk lagið—til
kl. 12,40 á mánudagsnóttina—, Bana-
maður hans er einn úr flokki stjórneyð-
enda (Anarkista), er ítalskur að ætt,
heitir Cesare Giovanne Santo og er
tæpra 22 ára gamall.
Hinn litni forseti hét fullu nafni
Marie Fiancois Sadi Carnot, og var
tæpra 57 ára gamall, fæddur í Ágúst
1837. Á unga aldri nam hann mæling-
frseði °S stundaði mælinga-atvinnu
longi frameftir. 1870 (i Janúar) tók
hann alimikinn þátt í vörn nokkurs
hluta Parísar, og. eftir að styrjöldinni
var lokið sama árið náði hann þing-
kosningu fyrir Cote d’ Or kjördæmið.
Var það í fyrsta skifti að hann sat á
þingi og gerðist strax öruggur liðsmað-
ur lýðveldis-sinna. Árið 1886 tók hann
að sér fjármálastjórnina í Brissons-
ráðaneytinu ag liélt því áfram eftir að
Freycinet tók að sér formennsku ráða-
neytisinsí Jan. 1887. Á því ári, 2. Des.
þegar Grevy foi'seti hafði sagt af sér,
var hann kosinn forseti.
Dómsmáladeild leyndarráðsins brezka
hefir lofað að taka til álita i annað
skifti skólamál Manitoba-fylkis; er það
fyrir bæn kaþólskra. Búist er við að
málið verði tekið fyrir í Nóvember í
haust.
Einn hursanl'gur ríKiserfingi cr
enn kominn til söguunar á Englandi.
Þau ungu hjónin, George hertogi af
York, sonur prinzins af Wal js og prinz-
essa “May” eignuðust stóran og efni-
legan son seint á laugardagskveldið.
Flokkur Bandarfkjamanna lagði af
stað í gær frá Halifax, Nova Scotia, á
leið norður í því skvni að bjarga Peary
norðurfara, sem þeir óttast að sé illa
staddur einliveisstaðar á Grænlands-
jöklum.
"General” Kelly, formaður Coxey-
sinna í Missouri og Nebraska, situr nú
í varðhaldi í St. Louis. Er kærður fyr-
ir að vera atvinnulaus og allslaus flæk-
ingur.
ÞRIÐJUDAG. 26. JÚNÍ.
Frakkar í Iieild sinni og P.vrisar-bú-
ar sérstaklega eru eins og æðisgcngnir
af samblandaði sorg og hefndargirni.
Upphlaup urðu á ýmsum stöðum í Par
is í gær og liafði lögreglan fult í fangi
að verja Ttali og aðra erlenda fbúa borg-
arinnar. Eignir þcirra, búðir o. þ. h.,
gat hún ekki varið; á þess konar eignir
var hvervptna ráðizt og þær eyðilagðar,
enda þótt eigendörnir hefðu lilýtt hinni
almennu ósk borgarstjórnarinnar og
lokað verzlununuin.
Síðari fregnir frá Lyons segja, að
morðinginn lieiti réttu nafni San Hue-
roniijio Cesario, að hann sc að eins 19
ára gamall, sé bakari, iðinn og sparneyt
inn, lesi mikið og só orðfár, nema þegar
talað er um anarkista, þá sé hann orð-
hvass þcim til varnar. Hann átti
heima í Cette, þorpi við Lyons-flóa.
nokkuð fyrir vestan Marseillois, þangað
til á laugardagskveldið. Þá reiddist
hann við húsbónda sinn, fékk laun sín
borguð, fór á fund unnusm sinnar og
sagði henni, að hún mundi aldrei«.já sig
aftur. Svo tók hann sér far til Lyons
og kom þangað á sunnudagskveldið kl.
6, 3 stundum áður en hann framdi
morðið. Hann er kaldur og kæringar-
laus og kveðst hafa veriðbúinn að hugsa
sér alla aðferðina við að vinna á forset-
anum. Því til sönnunar fannst á hon-
um uppdráttur af leið þeirri, er forset-
inn átti að fara u«n í Lyons, og á þeirri
leið hafði morðinginn merkt með sér-
stökum merkjum álítlegustu staðina til
að gera áhlattpið. Af þessu er ráðið, að
hanmhafi gert sér upp reiðina við hús-
bónda sinn í Cette í þeim tilganri ,ein-
um að losna og komast til Lyons, til
að vinna sitt ákveðna verk, að ráða
Carnot forseta af dögum.
MIDVIKUDAG 27. JÚNÍ.
Almennar fylkisþingskosningar fóru
fram í Ontario i gærtlag og var gamli
stjórnskörungurinn Mowat endurkos-
ínn. Hans flokkur er og enn í meirijj
hluta, 8vo karl hefir taumhaldið um 4
ára tíma enn. Er það i 6. skiftið að
hann og lians flokkur hefir verið end-
urkosinn. Að þvj er séð verður, urðu
kosningaiirslitin þessi : Kosning náðu
50 liberals, 29 conservativés, 13 bænda-
liðar, og 2 ful'ltrúar prótestanta-varð-
félagsins. Þó segja sumir, að nokkrh-
óháðir menn sé taldir í flokki Mowats
og þess vegna sé atkvæðamagn hans
á þingi eins víst æði tæpt. Fyrver-
andi ráðlierra opinberra starfa, í Mo-
wats ráðaneytinu, náði ekki kosningu
og ekki heldur þingforseti hans fyi-
verandi, Hon. Thomas Ballantyne.
Fjármálaráðlierrann, Richard Harcouvt
var hætt kominn, var kosinn með 52
atkv. mun, í stað 424 við kosningarn-
ar 1890. Við síðustu kosningar sóttu
engir á móti forvígismönnum flokk-
anna, en nú var gengið hart fram að
ríða báða úr söðli. Úr.-Iitin urðu, að
atkvæðamunur Mowats (Sir Oliver) i
Oxford-kjördæmi varð 400, en atkv.-
munur Merediths (W. R.) í London
135. I Algoma-kjördæminu (fiá Port
Arthur til austur lamiamæra Mani-
toba) varð .Tames Conmee undir, fj7lg-
ismaður Mowats, en ltosinn var and-
vígismaður lians, James M. Savage,
bæjarráðsoddviti í Rat Portage, með
100 atkv. mun. — Við þessar kosning-
ar voru í kjöri 215 þingmanna-efni,
er þannig skiptust í flokka : 83 liber-
als, 60 conservatives, 48 bændaliðar.
og 24, er skiftast milli verkamanna,
bindindismanna og prótestanta-varð-
félagsins.
Horfur eru sagðar á, að Kínverj-
um og Jöpum lendi saman í orustu
þegar minst varir og sagt að leikvöll-
urinn verði á Kóreuskaganum, þar
sem alt er f uppnámi. Báðir stjórn-
ir hafa sent herflokka þangað. Stríð
milli þessara þjóða hefir altaf vofað
yfir síðan 1879 að U. S. Grant, fyrver-
andi Bandarik.a forseti, á ferð sinni
umhverfis hnöttinn, stilti til friðar, en
báðar þjóðir hafa til þessa látið sína
leiðandi menn stjórna gerðum sínum
í þessu cfni. Kínverjar senda her-
flokka sína til Kórea undir því yfir-
skyni, að bala niður innbyrðis styrj-
öldina, en .Tapar senda sína hermcnn
þangað undir því yfirskyni, að vernda
lif og eig nr Janani ikra ítúa á Skag-
anum, og sem þar eru margir.
“Svartidauðinn” í Kína æðir um
enn, eftir sfðustu fregnum að dæma.
Flóð í ám og vötnum höfðu og gert
stórskaða í Kína og var vatnavöxt-
urinn að aukast, er síðustu skip fóru
að austan, um 10. þ. m.
í Luridúnum eru um það fullgerð-
ir samningar um fjársöfnun til skijia-
flutnings-brautarinnar, sem hálfgerð er
eða meir, yfir eiðið milli Fundy-flóa
og Lawrence-flóa. Fó það, sem nú er 1
verið að safna, verður að sögn nægi-
legt til þess að fullýera ferautina.
Hraðfregn frá Shanghai í Kína
til Lunditna, segir að Japanskir Iier-
menn séu búnir að vinna höfuðborg-
ina á Kóreuskaganum, hafi tekið við
stjórn hennar og að konungurinn sé
undir þeirra vernd.
Fregn frá Lundúnum segir að
minsta kosti 310 manns hafi látið lif-
ið við námaslysið ua daginn í Wales.
Rafmagnsfræðingurinn mikli, Tliom-
as A. Edjson, meiddist að sögn all-
mikið nú nýlega, en var haldið leyndu
nokkia daga. Hafði dottiö aftur á
bak úr stól, er hann sat á, en af því
liann er þungur mjög, þoldi hann eltki
vel byltuna. Þó er mælt, að hann
muni ná sér aftur eftir nokkra daga.
Anarkistar hvervetna l.ita mikið
af afreksverki Cesarios á Fraltklaiidi.
Um gjörvalla borgina Lissabon í Portri-
gal hafa þeir fest mip stórar auglýs-
ingar, er segja : “Ravachid, Vaillant
og Henri hefir verið liefnt. Armleggur
Santo’.s hefir uppfylt kröfur róttlætis-
ins.” — í New York átti frcgmiti einn
tal viö Johann Most, hinn alræmda
anarkista, er sagði, “að það svín,”
(forseti Frakklands) “Iieföi átt að vera
stuuginn fyrir löngq íáðan,” og að
Rússakeisari yrði næsta “svínið.”
I gær varð nokkuö róstusamt á
þingi Frakka. Átti að ákveða með at-
kvæðum, hverjir yrðu í kjöri sem
forsetaefni, í Versölum í dag. Sósía-
listar og aðrir byltingamenn gerðu svo
mikla háreysti og gauragang, að einsk-
is manns mál heyrðist. Lauk svo að
þingsetu var frestað, og laust þá í bar-
daga og stóðu áflogin fjórðung stund-
ar. Nokkru síðar liéldu 200 rejrúblik-
anar sérstakan fund, létu í Ijósi sorg
sína yfir róstunurn, og skeltu skuld-
inni á sósíalista. — Á aukafundi síðar
var svo gengið til atkvæða um for-
setaefni, og fékk Casimir-Perier 114,
Lkupuy 15, Brisson 6, de Freycinet 4
atkv., 3 aðrir 2 atkv. hver og einn
1 atkv. — Casimir-Perier er þingfor-
sertinn og Dupuy, er næstur homutn
gengur, þó langt á eftir, er stjórnar-
formaðurinm.
Frá Rússlandi iberast sðgur um all-
.tíðar tílraunir að ráða keisarann af dö^-
um. Nú nýlega ætlaði liann að ferðast
með járrrbi'au.t, en varð að hætta við,
því á einuim stað fannst gröf undir
brautinni nveð sprengiefnum í. Síðan
liefir og fundizt sprengivél f einum
kjallaranuin undir vetrarhöllinni.
Tveír hjólreiöarmenn ;frá Winnipeg
komu til St. Paul, Minnesota, i gær.
Höfðu komið á hjólunum alla leið og
fylgt eftir Nortbern Pacific-sporinu—
um 470 mílur.
Canada-menn vilja eklci aðerfðafjár
skatturinn, sem stjórn Breta er að
leggja á eignir breskra þegna, er látast
á Englandi, nái fil nýlendanna brezku.
Sir Cliarles Tupper er efstur á skrá und-
irritaðri af öllum fulltrúum nýlendanna
i Lundúnum, er fer fram á, að eignir
brezkra þegna í nýlendunum, er litast
kunna á Englandi sé undanþegnir þess-
um ligum.
FIMTUDAG, 28. JÚNÍ.
N ýl ‘ndua-þingið var sett 'I dag í
Ottawa í efri deíldar þitigsalnum. Þeir,
sem mæta og sæti eiga á þingi þessu,
eru :
Fyrir liönd Bretá, jailian af Jersey;
Fyrir hönd Canada, Hon. George E.
Foster fjérmálastjóii, og Hou. McKen-
zio Bowell;
Fyrir New South Wal .'S Hon. H. W.
Sutton;
Fyrir Victoria Sir HenryWrixon
dómsmálastjóriJHon. Simon Frazer, og
Hon. H. H. Fitzgcrald ;
Fyrir Queensland Sir E. Fcrrest og
Hon. A. J. Thyno dómsmál istjóii ;
Fyrir Soúth-Australi 1 Hon. E. Pul-
ford ;
Fyrir New Zealand Hon. Alfred Lee
S;ni h ;
Fyrir Tasmania E. N. G. Brac’don ;
Fyrir Suður-Afriku Sir J. B. De
Villiers háyfirdómari, Sir Cl.arl ;s Mill.
og Hon. C. Hofmeyer.
Casimír-Perier, fyrverandi þinufor-
seti Frakka, var í gær kjörinn forseti
Frakklands. Um 880 þingmenn mættu
í Versölum á liádegi, og við fyrstu at-
kvæðagreiðsln lilaut Perier 451 atkv,
Var það látið gilda. Róstusamt varð
einnig á þeim fundi og ollu því sósía-
listar. Lagði einn þeirra á vaðið með
því, aðheimta aö enginn for-eti yröi
kosinn, og undireins tóku sósíalistar
hvervetna í salnum aö hrópa: “Lifi
stjórnarbyltingin”.
Mál forseta-moröingjans í Lyons
verður tekið fyrir á mánudaginn 23.
Júlí næstk.
Þrír anarkistar voru höndlaðir í
þinghúsinu i Rómabon: í gær, og fund-
ust á þeim skýrteini fyrir ákvörðun
þeii ra að sprengja húsið nieð sprengi-
kéilum.
Stjórn Breta hefir breytt frumvarpi
sínu um erfðafjárskattinn svo, að
Canadamenn eru ánægðir.
Víðtæ.k verkstöðvun á járnbrant-
um hófst í gær og í nótt er leið kl.
12, að boði járnhrautarþjóna-stórfélags-
ins. Það félag heíir átt í erjum við
Pulnian nika, eiganda samnefnds bæj-
ar og járnlirau.tarvagna-verksmiðjunnar
miklu. Félagið heimtaði, að hann léti
nefnd manna gera út um þrætuhans
við verkamenn sína, en hann neitaöi.
Á fundi félagsformannanna í vikunni
sem leið, var ákveðið að banna öllum
meðlimum félagsins i Bandaríkjum,
Canada og Mexico, að snerta hendi á
þeirri vagnlest, er liefði með sér nokk-
urn Pulman-vagn. Skyldiþessi ákvörð-
un ganga í gildi á þriðjudaginn var
á hádegi, ef liann ekki gengi aö samn-
ingunum. Á þriðjudaginn var honum
aftur gefinn sólarhrings frestur, cg
enn neitaði hann. Strax eftir hádegi á
miðvikudaginn liættu menn almennt
vinnu við 2 eða fleiti brautir í Chicago,
og um kvöldið útgekk það boð til allra
þjóna á Nortliern Pacific lirautinni, að
þcir skyldu liætta vinnu á miðnætti að-
faranótt timtudagsins.
Fellibylur og steypiregn gerði stór-
tjón í Minnesota og Suður-Dakota í
gær.
Haglstormur, um míla á breidd,
gorði skaða mikinn á nokkru svæði í
Vestur-Manitoba, í gær.
Japaniskum manni var i gær neitað
um þcgnréttindi í Bandaríkjum, fyrir
rétti í Boston. Ástæða dómarans var
að hann væri ekki hvitur maður.
FÖSTUDAG, 29. JÚNÍ.
Fregnir frá Lundúnum tilkynna
Canada-mönnum, að framvegis verði
gripaverðinum breytt svo, að Canada-
menn standi jafnt að vigi og Banda-
rikjamenu með gripasöluna ; mega selja
gripina á sama markaði og Bandaríkja-
menn.
Lik tveggja manna fundust i gær í
Mattawan-ánni i grend þeirri, er járn-
brautarslysið átti sér stað um daginn.
Lestarstjórinn á lest þeirri, er brotnaði,
segir það ekki vera lik mauna tilheyr-
andi Lstinni.
Járnbrautarslys á C. P. R. átti sér
stað á mánudaginn var vestur í Kletta-
fjöllum. Biðu 2 menn bana og 9 meidd-
ust.
Fellibylurinn i Minnesota og Suður
Dakota í fyrradag varð 10 m..nns að
bana og meiddi um 20 manns.
Verkstöðvun á Bandaríkjajárn-
brautum er óðum að að aukast og
innibindur nú nálega allar brautir vest-
an Mississippi.
Lík Carnots forseta verður jarð-
sungið á sunnudagiun keinur.
Dcrby er viðurkent besta
plötureyktóbakið sem til er
5, 10 og 20 cts. plötur.
FRÁ LÖNDUM.
MINNEOTA, MINN„ 16. JÚNÍ 1894.
(Frá fréttaritara Hkr.
Tiðarfar. Þurviðri og hitar liafa
gengið hér nú alllengi og voru í þann
veginu að gera stórskaða á ökrum og
engi; hál-mdir akrar voru farnir að
brenna og grasvöxtur lítill. en nú höf-
um við fengið þétta og góða regnskúri.
Giftingar. Nýgift eru hér Benja-
min Þorgríinsson frá Hámundarstöð-
um i Vognafirði og Sigurbjörg Vil-
hjálmsdóttir frá Strandhöfn i sömu
svcit. Einnig cru gift Gísli P. Sig-
biörnsson frá Nýjabæ á Hólsi’jöllum og
Jakobína Sigbjörnsdóttir frá Egilsstöð-
um í Vopnafirði.
Pnstamú', Fyrir Vesturhj-gðar og
Minneotasöfnuði eru kosnir til að mæta
á jkyrHjuþingi í prestamálinu hér að
sunnan. Árni Sigval lason, G. S. Sig-
urðsson og C;ir. G. Scram (til vara).
Vinna er lítil nú um stundir; marg-
ir lausamenn vinnulausir, en þeim, er
vinnu hafa, borgað jlægra kaup en
nokkru sinni áður.
Orða-belimriim.
O
Sameiginlegleiki sálurlífsins.
Eftir Dr. Paul Carus.
Þýtt af Winnipegger.
Eðli afls sálarhfs, vitsmuna, alC
eins og geðshræringar, byggist á sam-
eig ilegleikanu m. Engin hugmynda-
vöxtur fyrir lengri tíma er mögulegur,
án samneytis við aðra. Það er fram-
setning hugsananna sín á milli og inn-
byrðisdómur þeirra, er framleiðir and-
legar fiamfarir og það lilýleika hlut-
takandi hjar.a, sem tendrar líkar til-
finningar lijá öðrum.
Með sérhverri setningu, sem þú tal-
ar við aöra, miðlar þú parti af sálu
þinni til þeirra, og sein i sálum þeirra
kunna að falla sem fræ. Sum kunna
að falla utan við veginn og verða upp
etinn af fugluin loftsins : önnur kunna
að falla á klett , þar sem þau hafa
ekki nægan jarðveg. Sum kunna að
falla á meöal þyrna og linnn kæfi þau.
Samt sem áður m An þó sum af þeim
falla í góða jörð; og orðin taka sér
rætur og vaxa og færa fram sum hundr
aðfaldann, sum sextugfaldan, sum þrí-
tugfaldann ávöxt.
Vér getum borið saman mannkær-
leikann jvið kóral-plöntu; hinir ein-
stöku kórallar eru sin á meðal tengdir
saman með göngum i greinum þeim er
þeir vaxa af. Ekki einn einasti getur
náð viðgangi án þess að miðla ná-
búa sínum gnægð farsældar sinnar.
Aðal -mismunurinn er, að sameiginlog-
leiki sálarlífsins cr miklu nánari og
samrýmdari, og hinn hugsandi maður
er miðlar sínum andlegu fjársjóðum,
missir ekkert við það, eins og gjafari
hinna líkamlegu hluta, hann græðir
heldur, þvi andleg eign verður því þýð-
ingarmeiri, því meira sern henni er út-
hlutað; þess alinennari sem hún er,
liess máttugri verður hún.
Sérhver andleg gjöf er vinníngur.
Það er að varpa eign sinni á sálarlíf
annara. Það er rýmkun liugsana vorra
og gróðursetning þeirra í annarleg-
ann jarðveg; andlegur vöxtur útyfir
hin þröngu takmörk einstaklings til-
veru vorrar inn í aðrar sáhr ; það er
endurbygging og viðreisn vorrar eigin
sálar, eða parta hennar í sálum ann-
ara. Það er einskonar innbyrðis flutn-
incur andans. vÖérhver samræða er
skifting sálnanna sín á milli. Það má
eigi búast vio djúpsæum hugsunum
lijá mönnum þeiin, seui í andlegu til-
hti eru útslitnir og ónytsamir. En
þeir sem ríkir eru af andlegum fjár-
sjóðum munu ekki eins og nirflar
geyma þá að eins fyrir sjálfa sig, þvi
apgnægð hjartans mælir munnurinn,
og andlegir fjársjóðir eyðast ekki, þó af
þeim sé iniðlað. Þeir eru ekki tapaðir,
he^dur komnir á vexti og munu mavg-
faldast og þannig gefa af sér mikinn
andlegan arð, enda þótt arðurinn sé
ekki poningalegur ábati fyrir sjálfa
oss. .
Góðar og göfugar hugsanir, fræð-
andi sannindi, hlý orð af góðri rót og
hluttekning niun framkvæma mikla
hluti. En slæm orð eiga líka afl. Stakt
lunclarfar mun heyra og hafna slæmum
orðum, en veiklulegt skapl.vndi mun
eitrast af þeim. Sakir hinna þýðinga
mikl 1 afleii’inga hverrar ræðu ber oss
að vega hvert orð áður en talað er.
Fyrir sérlivert ónytjuorð talað af mönn
um, segir Kiistur : skulu þeir reikning
standa á dómsdcgi. Og dagur dóms-
ins á sér jafnan stað. Dagur dómsins
er sá tími, þegar sérhver athöfn fram-
leiðir sinar náttúrlegu afleiðingar.
Schiller segir : “Sagan er þjóðanna
dómari”, og saga hvers manns er hans
líf og koinandi forlög. Og auk þessara
forlaga í lifanda lífi er dagur dómsins
blessun sú, er siðar meir mun fylgja
sérhverri góðri athöfn, og bðlvun sú er
hver ill athöfn mun vissulega hafa í för
með sér.
Hver er svo auvirðilegnr að honum
standi á sama, hverjar kunni að Verða
afleiðingar lífs hans, þá ’hann er horfin
héðan. Hverer svo kærnlaus, að hann
eigi hirði neitt um, hvort að afleiðingar
lífs hans muni reynast bölvun eða eigi
fyrir mannlegleikann. Vér ættum að
hugleiða, hveriiig afkomendur vorir
dæma verk vor þegar vér erum farnir
héðan, og hvað vér mundum hugsa um
sjálfa oss, þegar vér i liinni rósömu
hvild grafarinnar hvorki búumst við
peisónulegum hagnaði eða óhagnaði.
Vér ættum að skoða frá andlegu
framfara sjónarmiði framtíð mannleg-
leikans, sú skoðun ætti að vera ein moð-
al hinna sterkustu, hvata um ákvæði
gjörða vorra.
Sameiginlegleiki sálarlífsins er ekkf
bundin við kynslóð þá sem nú er;
hann grípur e'ns mikið inn í liið liðna
eins og framtíðina. Sú mannlegleik-
ans kynslóð, sem nú er uppi, er á sinn
liátt eins og núlegt líf kórallanna, sem
myndast liafa og livíla nú á starfi fyrri
kynslóða. Forfeður kórallanna sem nú
eru, lifðu á grvnningum í hafinu, þar
sem sólin vermdi Vatnið og brimið sá
þeim fyrir nægri fæðu og þegar sjávar-
botninn þar, sem þeir höfðu tekið sér
bólfestu síðarmeir, smám saman seig
dýpra og dýpra við byltingar, er fram
komu á jarðskorpunni, hygðu þeir
hærra og hrerra og tókst þannig að
haldast við nærri yfirborðinu. Greinar
þær sem eru dýpst niðri í hinu kalda
vatni, eru nú dauðar ; samt sem áður
mynda þær fastan grundvöll kóral-lífs-
ins fyrir ofan, þar sem sólin skín og
brimstraumarnir leika til og frá.
Ef að kóraldýrin gætu hugsað og
talað, þætti mér ekki ólíklegt að hinn
hfandi ættstofn á yfirborðinu mundi
þykja litið koma til kóraldýranna í liinu
kalda djúpi á sjávarljotninnni. Að
minnsta kosti gerir hin mannlega kyn-
slóð það oft. Þeir sem finna til nauð-
syn framfara, sem óska að mannleg-
leikinn haldi áfram upp á við og hærra
er liætt við að taka ekki eítir veröleik-
um forfeðra þeirra ; þoir taka eftir því
aðhugmyndir fyrri kynslóða eru úrelt-
ar og eiga ekki lengur við nútimann.
Þannig brennimerkja þeir gamlar skoð-
ariir um lijátrú og gleyma, aö skoðanir
núverandi kynslóða liafa náð þroska
sínum frá hinum fyrri og að þeir standa
á verkum forfcðra þeirra. Það virðist
að vísu svo um hin dauðu kóraldýr í
hinu kalda dimma djúpi að þau hefðu
hlotið að verða óhæfileg til lifs um ald-
ur og æfi ; samt var sú tíð, að gnægð
lífs var á lieimkynni kórallanna, og
einnig var sú tíð, að það sem er hjá-
trú nú í dag var sör.n vísindi og sönn.
trúarbrðgð, enda þótt þau séu nú köld
og dauð.
Hvar er nú hið liðna kóralla líf?
Hefir það liðið undir lok? Það hefir
ekki liðið undir lok, heldur haldið á-
fram og áframhald þess er hið núver-
andi kórall líf. Þannig hefir eigi mann
lcgleiki fyrri kynslóða liðið undir lok,
líf mannlegleikans hefir haldið Afram,
og sjá, það er í sérhverjum af oss.
Vér getum álasað forfeðrum vorum fyr-
ir misskilning, en livenær sem vér á-
lösuin Jieiin, álösum vér sjálfum oss.
Oss fýsir að vera einstaklingar og
stærum oss af því að vér séum fyllilega
frumlegir. Goetlie útlistar i smákvæði
einu, að h:n.misinundi einkenni skap-
lyndis síns sé komin frá foreldrum
hans og forfeðrum. Þeir nUir saman.
mynduðu skaplyndi hans.
Það er hégómi að hugsa, að vér sé-
um eitthvað af sjálfum oss. Með hé-
góma myndum vér sjálfsþótta, er bind-
ur sérstakt gildi við sjálfi oss. Það er
uppblástur sjálfsálfts einhvers þess,
sem er röng ímyndun um að vera ein-
staklegt og frumlegt. Þetta dramb er
ávalt lilægilegt, af því að sjálfsálitið
er f sjálfu sér ekki neitt; það ei
.að eins vatnsbóla, og sjálfsþóttinn er
því sannkallaður liégómi, sem bendir A
tómleik. Vor andlega tilvera er arf-
tekning. Vér erum “sögusögn”, eins
og Goetlie segir í öðru smákvæði, þar
sem hann lýsir hégóma-gortinu, því, að
losast við sögusögnina.
I sjálfum oss er ekki neitt nema
það. sem vér eigum mannl'egleikantun
að þakka, þvi alt sáhulíf byggist á
sameiginlegleikanum. Vér getum ekki
algerlega komist undan hinum illu af-
leiðingum hans, ekki heldur getum vér
algerlega fyrirgert blessun haus, og
blessun hans er meiri en bölvun lmns.
Derby plötu-reyktóbak er
hið geðfeldasta og þiegi-
legasta tóbak fíiaolegt.