Heimskringla - 30.06.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.06.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 30. JTJNI 1894. L/EKNAR HINA VERSltl SYKI. Vinir yðar og nábúar hafa brúkað }3að. Paines Celery Compound er hið eina áreiðanlega með- al við hinum ýmsu sjúk- dómurn í Canada. , Já, sjúklingur, Paines Celery Com- pouncl getur bætt þér að fullu veikindi þín, hversu hættuleg og langvarandi sem þau annars kunna að vera; og vinir þegar læknar yðar og meðul þeirra hafa ekki getað ráðið bót á meinsemdum yðar þá fullvissum vér yður um, að þetta á- gæta meðal getur gert það. Eigendur þessa ágæta meðals, Paines Celery Compound, hafa fengið vitnis- Vmrði frá hinum ýmsu mönnum, sem fengið hafa bót á meinum sínum með brúkun þessa meðals, og eftir það að læknar og lyf þeirra höfðu reynst árang- urslaus. Þessir vitnisburðir eru til sýn- is hjá eigendum þessa ágæta meðals, ' Leyfið oss að gefa yður þá einlægu aðvörun, að eiða ekki hinum dýrmæta tíma yðar o'g peningum fj-rir þau lyf, sem engann lækningakraft hafa í sér fólginn, heldur farið rakleiðis til lyfsala yðar og biðjið um eina flösku af Paines Celery Compound, og þessi eina flaska mun sannfæra yður um hinn mikla lækniskraft, sem í því lyfi felst. Winnipeg. Mr. B. L. Baldtvinson kom heim aftur úr Nýja íslands ferð sinni á tímtudaginn. Hr. sveitaroddviti St. Sigurðsson, að Hnausum, Nýja íslandi, kom til bæjarins á laugardaginn var og dvaldi hér til þriðjudagskvölds. Herra Jörundur Ólafsson kom í vikunni vestan úr Qu’Appelle-dal. Segir hann þar vellíðan manna og uppskeru- útlit með bezta móti. Á mánudagskvöldið leyfði bæjar- stjórnin að tnka alla liestavagna af stræta sporvegunum. Voru þeir svo teknir af á þriðjudaginn. Tvær stúlkur drukknuðu í Rauðá, skammt fyrir neðan bæinn, fyrra föstudagskvöld; voru að baða sig. Annað hkið barst 11 mílur áður en það fannst. Hér um daginn rauk ‘'Tribune” til og ságði svikið efni notað við brúargerð yfir Assiniboine-ána, suð- vestarlega í bænum. Vottorð um það efni sýna þá sögu, eins og margt annað er “Tribune” segir, hæfulausa. ísl. bændur norðan frá “mjódd ’ á Manitobavatni hafa verið í bænum undanfarna daga. Q Hallgrímur Davíðsson, frá Brandon, lózt hér í bænum á sjúkrahúsinu á þriðjudagskveldiö úr magatæringu, !ií> ára gamall. Japaniskir leikendur, 14 að tölu, sýna íþróttir sínar í Fort Garry Park hér í bænum á mánudagskveldið kom- ur. Aðgangur '2öcts- Ritstj. Lögb. hr. E. Hjörleifsson fór suður til Dakota um síðustu helgi á kyrkjuþingið. og dvelur þar um hálf- an mánuð. í fjárveru hans annast hr. Sig. Jónasson um útgáfu Lögb. Skemtiferð fyrir alla, undir fsrustu St. Andrews félagsins, til Rat Portage á mánudaginn kemur (Dominion day) kl. 7.30 f. h. Fargjald fram og aftur 82. Hr. Sigurður Bárðarson biður oss að geta þess, að ekki só til neins fyrir menn að vitja hans framar í því skyni. að fá meðul eða læknisráð, þar er ltQcna félagið hefir bannað honum að gefa út meðul. Á þriðjudaginn var fór Suðaustur- brautarnefndin á fund fylkisstjórnar- innar og talaði við hana um það mál. Stjórnin lofaði að hugsa um málið og sagði nefndina velkomua að finna sig aftur, ef hún hefði einhverja nýja til- lögu fram að bera. Ekki okkar Albaki. í síðasta bl. Lögbergs er þess getið, eins og í mörgum liérlendum blöðum, að Canadiska söngkonan nafnfræga, Madame Albani, só látin í París. Söngkona sú, er lést í París á sunnu- daginn, var ítölsk, og hét All>oni, en ekki Albani. Mrs. J. E. Peterson flytur á morg- un ræðu í Únítarahúsinu kl. 7 e. h. Þar eð hún flytur alfarin héðan úr bænum í næstu viku, verður þetta skilnaðar- kveðja til safnaðarmanna og annara vina hennar hér. — Að aflokinni mossu verður svo flutt ávarp til Mrs. Peterson frá söfnuðinum, og væri vel til fallið, að vinir hennar og þeir, sem að einhverju hafa getað virt starf hennar hér, fjöl- menntu þangað og notuðu þetta síðasta tækifæri til að votta henni virðing sina og þakklæti. Hr. Nikulás Össurarson kom til bæjarins á laugardaginn neðan frá Nýja íslandi til að sækja konu sína. Hann hefir að undanförnu búið hér bænum, en hefir nú tekið land og byggt bráðabyrgðar liús, í Árnes- bygðinni norðarlega, um 2 mílur fyrir norðan Arnes pósthúsið. Fremur lízt honum vel á líðan manna í Árnes- bygðinni og geðjast vel að því fólki er hann hefir haft kynni af. I sumar verður hann á bújörð sinni, en í vetur komandi gerir liann ráð fyrir að taka sína gömlu atvinnu, sem vöruhúss- maöur hjá stórkaupaverzlun hér í bænum. Monseigneur Alexander Antonius Tache, erkibiskup rómversk-kaþólsku- kyrkjunnar, yfir Manitoba og Norð- vesturlandinu, lézt fyrra föstudags- morgun í erkibiskupssetrinu í St. Boni- face, úr steinsótt, er lengi hafði þjáð hann. Hann skorti rryínuö á 71 árs aldur — var fæddur 23. júlí 1823, í þorpinu Riviere du Loup, fyrir aust- borgina Quebec. Hann var ættstór maður og er ættbálkur hans allur í Canada. frá því 1739 að forfaðir hans Jean Tache að nafni flutti til Quebec frá Frakklandi. Mikilhæfur maður var hann og árið 1869 gerði hann til- raun að semja við uppreistarsegginn Louis Riel, er þá hélt Fort Garry, fyrir hönd Canadastjórnar en misjafn- ar sögur ganga um það, hvernig hann leysti það verk af hendi. Hvernig sóm það kann að hafa verið, þá varð ekkert af samningum, eins og kunn- ugt er, svo að stjórnin mátti senda herflokk vestur undir forustu Wols- ley lávarðar, sem nú er, sumarið 1870. Hinn látni erkibiskup kom fyrst til St. Boniface síðla sumars 1845 og hefir þar átt bústað síðan, Hann var mikill vin alls Norðvesturlands- ins, og virtur var hann mjög af öll- um sem þekktu hann, þó ekki hefðu þeir sömu trúarskoðanir og hann. Útför hans fór fram á miðvikudag- inn og var hin veglegasta. Var þar saman kominn hiskupa fjöldi mikill úr öllum áttum, úr Bandarikjum og Canada. Lík hans var lagt í líkhellir undir dómkyrkjunni í St. Boniface. TJtanáskrift til Jóns ritstjóra Ólafs- tonar er nú : “NoiíIjE.N’” OFFICE, 415 Milwaukee Ave. Chicago, 111. Hr. St. Oddleifsson, frá Icelandic River, kom til bæjarins á laugardag- í þeim erindum að útvega markað fyrir borðvið bróður sins, er sökum peningaleysis gengur illa að selja í Selkirk. Gufubátur þeirra Mikleyinga, “Ida,” flytur viðinn frá mylnunni til Sellcirk, en vegna grynninga kemst hann ekki með “barðann,” sem við- urinn er fluttur á, til Winnipeg. Verður Stefán því að kaupa flutning að C. P. R. fél., er notar einveldið og setur honum, eins og öðrum, Sl.75 fyrir hver 1,000 frá Winnipeg til Sel- kirk — 23 mílur. I. O. F. Stúkan ísafold, heldur fund á venjul. stað og tíma næsta þriðjud.kveld. Ýmsir nýjir meðlimir verða teknir inn á funjinum. Félagsmenn allir eru beðnir að mæta, og um fram alla muni að borga bæði það sem þeir skulda nú og eins Júlímánaðargjöld sín. Fundarboð. íslenzka verkamannafélagið heldur kjörfund sinn laugard. 30. þ. m.; er því hér með skorað á alla þá sem eru í félaginu, að mæta á félagshúsinu kl. 8 e. h., tóðan dag. Winnipeg, 29. Júni 1894. Benedikt Frímann (forseti). Til þess að rýma ögn til í búð minni, ætla ég um örfda daga einung- is að selja fyrir 5 cts. sirz það, er að undan- förnu hefir kostað 5, 5J, 6, 6J, 7, 74, 8, 8| og 9 cents yrd., og fyrir lO e(s. sirz, sem kostar 10,10£, 11, llj, 12, 12J, 13, 13J, 14, cents yrd. Öll sirz, sem áður kóstuðu ýfir 14 c. kost nú 124c. í dag að eins er 20% afsláttur af öll- um drengjafötum. Guðm. Johnson. Suðvestur horn Ross Ave. og Isabell St. Hvar fæst best kjöt raeð lægsta verði? Þessari spurningu verður svarað best með því að fara í kjötbúð John Anderson & Co. VORIÐ 1894. THE Blue Store merki: Bla stjarna. 434 Mam Str. I/Vinnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni scm leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkurn tíma hefir sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þiiu eni. Þið getið ekki trúað því nema því-'að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið og skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá íða að heimsíckja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET. A. Chevrier. Fáið ykkur SMJÖR-IvOLLUR } Eddy’s. Ástralíu sendimennir á nýlendna þingið í Ottawa komu til bæjarins á laugardaginn og dvöldu til sunnudags. Var þeim haldin veizla mikil í Hotel Manitoha. Sendimennirnir eru 6, Sir Henry Wrixon, Hon. Simon Frazer, Hon. H. H. Fitzgerald, Hon. F. B. Sutton, Hon. A. Lee Smith, Hon. A. J. Thyne. Konur þeirra og börn eru með þeim, svo að alls eru í hópnum um eða yfir 20 manns. Við höfum ákaflega mik- ið af nýju kjöti sem víð seljum við mjög lágu verði, lægra verði en hægt er að kaupa það fyrir annarstaðar í þess- um bæ. Steik og bestu tegund af súpukjöti seljum við fyrir 4—5 cents pundið, roast * fyrir 6—7 cents eftir gæðum. Æfinlega nægar birgð- ir og lægsta verð. E. B. Eddys annaðhvort “indurated” eða tré- smérkollur. — Iíinar ódýrustu og beztu á markaðinum. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJ ÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJ ÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. Skrifið eftir prísum fáið sýnishorn hjá TEES & PERSSE Winnipeg, Jlan. Ef föt þín vanta fagran blæ mjög forn og slitin orðin, þá litaðu þau í Diamond Dye mörg dæmir hringastorðin. Ef þessi vísa og þessi grein er send til Wells & Richardson Co. í Montreal, ásamt 25 cts. í peningum eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familiu-blað “Our Home” sent til sin í heilt ár; sömuleiðis bók með myndum sem heit. ir “How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 16 únsur af besta bleki. £'egið í htaða blaði þer sdud þetta. Alexander Logan, fjwverandi bæj- arráðsformaður hér, varð bráðdauður í húsi sínu á laugardaginn um há- dfegi. Kom inn heitur og drakk teig af ísköldu vatni. Stundu síðar kallaði dóttir hans á hann til miðdagsverð- ar, en þá lá hann örendur á legu- bekknum. Hann var fæddur 5. nóv- ember 1841, á bújörð föður síns, er nú liggur vestur um miðbik bæjar- ins, og er strætið Logan Ave. kennt við hann eða föður hans. Hann lætur eftir sig konu og 8 börn, flest upp- komin. Sökum þess að kjötbirgðir vorar eru mjög miklar og hitarnir svo miklir, þá höfum við ákveðið að selja það svona ákaflega óclýrt nm nokkra claga, til þess að minka kjötbirgðir vorar. Komið sem fyrst til að ná í þessi kjörkaup. 270 PORTAGE AYE. - - - - TELEPHONE 169. JOHN ANDERSON & CO. KAIJPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR........ Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. * Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. . . . Hjá w. BLACKADAR, IRON WAREHOUSE. 131 Higqik Str.- 614 Jafet í föður-leit. LXVI. KAPÍTULI. [Eg hitti Tímóteusl. Eitthvað mánuði síðar bar svo til, að ég heyrði sjómann á einum fseti og með byrði af kveðlingum, er hann var að selja, syngja með grátþrunginni rödd: “Hvað er þér til miska þó angnn vot ég þerri ? Sjá. augnatárin ss’ðlun veita méi”. Blessaðir verið þ"r, virðulegi herra, kastið þér koparskildingi að s’esalings Jack, er missti fót- inn í þjónustu ríkisins. Þökk fyrir velborni herra”. Og hann hélt áfram : “Um harm sinn að ræða er heimska léttúð verri; enhaon, sem eugum líknar—ég kenni’í brjóst um hann. Vor formaður sagði, því sízt vildi’ ég gleyms, aðsnnnan dug má þekkja frá uppgerðnm kjuik. “Lækkið stórseglið eitt augnablik.J æruverði herra, cg róttið reiðal msum kugg, eftir áfóll í or- ustam, hjilparhö. d. ‘ í orustum reynist hann æðandi lj úi ’, lengi liti liinn ærnverði herra : ‘•I orustum reynist hann æðandi ljór.; að uppfyhti skvldn, að nppfyliri skyldu. Jafet í föður-leit. 619 sjálfur á hvern þann hátt er bezt gengur. F.g skal hjálpa yður, veslingur, að svo ir.iklu leyti, sem ég get, svo þér skuluð ekki gráta”. Svo fór ég heim aftur, tók saman öll skjöl yðar og inn- siglaði þau. Eg vissi að húsið varð ég að láta laust innan farra daga. Fór ég því og seldi hús- búnaðinn og úerði á svo gott verðseméggat klæðnað yðar og aðra eigulega muni, er þér skilduð eftir. Ég seldi þannig slt nema skrúð- gripahirzluna og pístólurnar, sem majór Carbon- nell liafði átt, cg sem ég hugði að þér kynnuð. máske að vilja eiga—einhverntima”. “Hvaðgóður þér voruð, Tímóteus, að liugsa þannig um mig. Mér þykir sannarlega vænt um að geta átt þá muni—en hvað á ég þó að gera með pístólur og silfurhirzlur fyrir skrúðgripi ? Ég má ekki hafa.slíka hluti, en samt þakka ég þér fyrir”. “Fyrir munina alla, er (g seldi, fékk ég 430 pund, aðfrádregnum öllum kostnaði”. “Það þykir mér vænt um að heyra, vegna yðar, Tímóteus, en þó jafnfrsmt leiðinlegt, því að dæma eftir kringumstæðum yðar nú, liefir fé pað komið yður að litlum notum”. “Afþví ég reyndi ekki t,ð nota það, Jafet Hvað gat ég gert við alla þá psninga? Eg tók þá tilMr. Mastertons ásamt skjölum yðar inn- sigluðum, skrúðgripahirzúmni og pístólunum. Hann geymir þetta þangað til þér gangið eftir því. Hann tók mér vel og bauð að gera þetta og hitt fyrir mig, en ^g liafði ásett mér að 618 Jafet £ föður-leit. um búning, og mæta yðnr svo. Guð blessi . vður, Jafet.” Háifri stund síðar kom aðstoðarmaðnr minn; bað ég hann þá gæta buðarinnar, því ég byrfti að fara burt stundarkorn. Gekk ég svo á á-- kveðinn fnndarstað og hafði skamma stund beðið, er Tímóteus kom. Hafði hann þá kast- að sjómannabúningnnm og var á nokkuð snjáðum, en sem kalla mátti snyrtimanna klæðum. Eftir fyrstu kveðjnna bað (g hann strax að leysa ofan af skjóðunni og segja mér hvað á dagatia hefði drifið, frá því ég skildi við hnnn í Lundúnum. Þér getið ckki hugrað yðar tilflnningar mínar, þegar ég sá á miðanum frá yður, að þér höfðuð yfirgefið mig. Ég hafði tekið eftir ógleöi yðar nm uudanfarinn tíma og var þar af leiðandi ó- kátur, eins og þér, þó ég ekki gæti greint ástæð- ur til þess. Ég hafði ekki hugmynd um pen- ingatap vð ir fyrri en ég fékk bréf yðar, og mér fannst yður f.irast ver við mig, að fara undir þeinr kringumstæðum, heldur en ef þér liefðuð liaft nóga peninga og yður liðið vel. Ég vissi að þýðingarlaust var að leita að yður og íór því til Mr. Mastertons_ til þess að fá ráðlegging hans um það, hvað gera skyldi. Iiann hafði fengið bréf j’ðar og virtist mér hann ergilegnr j'fir því. “Ilann fer heimskulega að”, sagði hann, “en það er ekkert hægt að gera. Hann er vitstola og það er lians eina afsökun. Þér hljótið að gera eins og hann segir, býzt ég við, og hjálpa vður Jafet í fðður-leit. 615 “Kaupið einn bæklinginn, stúlka mín, svo þér getið sungið við unnustan yðar, þegar þér sitjið í kjöltu lians, í kvöld kyrðinni — “að uppfyltri skyldu—friðsamasta lamb”. Það eru, að minni byggjn, fáir, sem ekki kenna í brjóst um enska sjómenn, sérstak- lega eí þeir hafa mist limi eða skaðast í þjónustu hins opinbera. Ég hefi ætíð með- líðun með þeim og þegar ég hej’rði þennan vesaling á einum fæti söngla þessi kveðlings- hrot — langt frá nokkru lagi og ekki ineð sér- lega fagurri söngrödd, drög ég út borðskúíL una og tók út nokkuð af koparskildingum til að gefa honum. Undir eins og bann kom auga á mig benti ég honum að ganga nær og kom liann inu í lniðina. “Hérna, kunn- lnk>>” sagði ég. “Þó ég sé friðsamur maður sjalfur, liel ég meðlíðnn með þeim, sem liafa liðið í stríði,” og rétti honum skildinga^ia. “Þess óska ég að þröng þekkið þér aldrei, æruverði herra,” sagði sjómaðuritm; “heilsu- leysis kasti óslui ég og eftir í núgreuni yðar, svo lyfsalan gangi b?tur.” “Jiei, vinur, það er ekki góð ósk,” svar- aði ég. “Sjómaðurinn starblíndi nú á mig, eius og væri liaun alveg hissa, þvi þangað til ég talaði liiifði iiann ekai veitt mér sérstaka eftirtekt. “Á hvað eruð þ'r að horfa?” spurði ég.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.