Heimskringla - 14.07.1894, Síða 2

Heimskringla - 14.07.1894, Síða 2
9 HEIMSKRINGLA 14. JÚLÍ 1894. Heiuiskriiigla komr út á Laugardöguni. Tne HeimskrÍDgla Ptg. & Publ.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánu-Si $2,50 fyrirframborg. $2,00 ö ---- $1,50 ------ — $1,00 0 ---- $0,80; ----- — $0,50 Ritstjórinn geyrnir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- senditig fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brCfuin ritstjórn viðkomandi, nema í biaðinu. Nafniausuin brófum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfuudi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum, nema kaup- andi só alveg skuldlaus við blaSið. Ritsjóri (Editor) : EGGERT JÓHANNSSON. Rádsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í IVinnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Pullman-stríðið. Þetta víðtæka og á augnablikinu að virðist- svaðaiegasta vinnustríð, sem yfir Ameríku hefir dunið til þessa, bendir greinilega á, að stórmikil bylting sé í nánd, eða, ef ekki það, að bráðlega hljóti að koma mikilfengleg breyting á löggjöfina, svo að bygt verði fyrir endurtekning annars eins atvinnu- stríðs og nú stendur yfir. Það virðist eitthvað meira en lít- ið bogið við fyrirkomulagið þegar alt landið líður óhagræði, ómetanlegt tjón og enda sult, vegna þess, að nokkrir vinnumenn á einu verkstæði verða ó- sáttir við húsbónda sinri, og réttlátt virðist það enganveginn. Aftur á hinn bóginn er það gild vörn verkamanna, að eins og fyrirkomulagið nú er, geti þeir ekki náð rétti sínum með öðru móti en þessu, með allsherjarsamtök- um, kúgun og ofbeldi. Hvað uppruna þessa stríðs snertir þá eru vitanlega margar sögur um hann. Á verksmiðju George M. Pull- mans unnu þegar bezt lét 5.800, en í vor t,3<X> manns. Pullman á bæinn, sam- nefndan, og alt sem í honum er, ó- beinlíms ef ekki iieinlínís, því þar búa ekki aðrir en vinnufólk Pullmans. Hans frásögn um uppruna striðsins er, að síðastliðið haust hafi hann kall- að vinnumenn sína alla á fund og sagt þeim, að vegna óársins hlyti hann að lækka kaup þeirra um tíma, og gerði ráð fyrir þeirri kauplækkun um 6 mán- uði. Að þeim 8 mánuðum liðnum var verzlunardeyfðin sú sama, ef ekki meiri. Hélt liann þá annan fund og sagði þeim, að ef þeir vildu halda áfram að vinna, þá skyldi hann leyfa það, en með þessu niðursetta kaupi. Kvaðst þó jafnframt hafa gefið þeim í skyn, að tap sitt á hverjum mánuði væri 820,000, enda þótt þeir ynnu fyrir þetta lága kaup. Hann segir og, að fiestir menn sinir hafi látið í ljósi löngun sína að ganga að þessu boði, er, að um sama leyti hafi meðal þeirra verið stofnuð deild af járnbrautarþjóna- félaginu “American Railway Union,’’ og að þetta félag hafi síðan boðið vinnustöðvunina og heimtað nefnd til að skera úr þrætunni milli sin og sinna manna. Þessu boði neitar Pullman jafnharðan. Verkameni^rnir aftur á móti sýna fram á, að sé engin ástæða til að láta nefnd manna rannsaka málið og dæma í því, þá mættí Pullman vera sama þó hann leyfði það, og að hann með þessari þverúð viðurkenni óbeinlínis að sökin sé hjá sér. Frá upprunanum segja þeir á þann hátt, að um leið og hann lækkaði kaupið, heimtuðu þeir að hann lækkaði húsaleiguna, því, sem ■sagt, hann á öll húsin í bænum, og hvert eitt þeirra að líkum margbúið að borga sig. Þessu neitaði Pullman, en til þess að lækka eitthvað annað meira en dag og mánaðarkaupið, rauk hann til og lækkaði vöxtu af pening- um þeirra, er afgangs höfðu og lögðu í sparisjóð — sjóð, sem Pullman nátt- úrlega á líka, eða sem hann stofnaði' fvrir menn sína og er ábyrgðarmað- ttr fyrir. Þetta er hlið verkamannaá málinu, að Pullman Iækkaði kaup og vöxtu af sparisjóðsinnleggi þeirra, en neitaði að lina húsaleiguna. Afleiðing- in er, að allur fjöldi verkamanna hans getur með lierkjum dregið fram lífið. Það hvatti og félagið, A. R. U., til að hefja stríð á hendur Pullman, að hann hefir aldrei viljað leyfa lestaþjónum á járnbrautum að sitja í sínum dýrmætu vögnum. Þeir hafa, að sjálfsögðu, mátt hirða þá og ábyrgjast að þeir séu ætíð hreinir, en ekki saurga þá með því að staðnæmast í þeim á tóm- stundum sínum. Fyrir þessa skuld voru lestaþjónarnir flestir fúsir til að taka þátt í orustunni, að gjalda auð- valdi þessum “rauðan belg fyrir gráan,” með þvi að neita að snerta þá lest, sem hefði Pulman-vagn meðferðis. Lestaþjónarnir virðast hafa góða ástæðu til að vera óánægðir, því Pull- man hefir lélegan rétt til að skipa fólki í stéttir. En þessa ástæðu sína gerir A. R. U. félagið sjálft að engu, þar sem það einnig tekst í fang að skipa mönnum í stéttir. Það eru sem sé ekki margar vikur síðan það félag þverneitaði, með atkvæðagreiðslu, að taka í félagið járnbrautarþjóna af blökkumanna-ætt. Nú er að líkum engin sú járnbrautarlest í landinu, sem ekki hefir einn eða fleiri svertingja f}rrir þjóna, og í suðurríkjunumeru lestamenn víða fleiri svartir en hvitir. Þessi neitun félagsins er ekkert annað en stéttaskifting og hún miklu skaðlegri en sú, er Pullman gerir. Hann neit- ar lestarþjónum um sæti i sínum vagni, um þvottaskál, handklæði og því um likt, en félagið neitar upplýstum með- borgurum sínum um jafnrétti, um þann allsherjar rétt, að leita sér hverrar heiðarlegrar atvinnu, sem um er að gera. Þvi þessi neitun fólagsins þýð- ir ekkert annnð en útbolun allra af svertingjaætt frá lestavinnu. Hvernig sem þetta yfirstandandi stríð kann að enda, þá 'liggur fyrir að breyta löggjöfinni svo, að annað eins og þetta geti ekki komið fyrir aftur. Great Northern vinnustríðið i vor vakti þingmenn í ^Vashington til umhugsunar í þessu efni. Og árang- urinn er sá, að nú er fyrir því þingi frumvarp til laga, er fer fram á að öll járnbrautarfélög skuli skyld til að leggja öll þrætumál í gerð innan á- kveðins tíma, sem upp kunna að koma milli þeirra og vinnumannanna. Geri þau það ekki, taka dómstólarnir mál- ið til yfirvegunar og endilegs úrskurð- ar/ Nú sýnir þetta yfirstandandi stríð, að þau fyrirhuguðu lög eru allskostar ónóg. Ef þau eiga að koma að haldi, verða þau að grípa yfir öll verksmiðju- fólög og enda einstaklinga, sem vinnu veita. Þvi eins og nú er ástatt, eru það ekki járnbrautarfélög, sem upp- hafinu valda, heldur þeim óviðkom- andi einstaklingar. Hefðu þau lög verið til, sem knúð hefðu Pullman til að leggja málið í gerð innan tveggja eða þriggja sólarhringa, þá hefði mik- ið verið unnið. Ekki einungis hefði þá vinnulaunatapið verið fyrirbygt, og hvað það kann að vera mikið orðið, er lítt mögulegt að geta á, en líklega óhætt að segja það $.) milj. á sólar- hring, heldur einnig alt það tjón er leiðir af viðskiftabanninu og stöðvun vöruflutninga og það tjón er lítt met- andi til verðs, svo margbrotið er það og margvíslegar afleiðingar þess. Með því hefði og verið fj-rirbygður mögu- legleikinn að framleiða þá skugga- mynd, er kringumstæðurnar nú hafa gert. Sú skuggamynd er hergarður 8tjómarinnar umhverfis æðisgengna, allslausa vinnuleitendur, sem langvar- andi örbyrgð og neyð, samfara van- þekking og misskilning á orðinu frelsi, er smámsaman að umhverfa í stjórn- eyðendur. C. P. R. flutningsverðið. Það er hvorttveggja, að undan því hefir verið klagað og það að gagni, enda virðist nú ástæða tilað ætla, að Domi- nion -stjórnin ætli að taka það mál tfl athugunar. Mr.W. W. McDonáld, þing- maður fyrir austur-Assiniboia, bar það mál fram i þinginu 5. þ. m. Sagði flutningsgjaldið.er félagið heimtaði hver vetna í Vestur-Canada væri óþolandi hátt, og heimtaði að stjórnin tæki það til athugunar. Stjórnarformaðurinn, Sir John Thompson. tók lipurlega og stillilega í málið, eins og honum er tamt og lofaði fylgi sínu og því, að málið skyldi rannsakað. Lengra er ekki kom ið onn, en hvor helzt sem árangurinn kann að verða, dettur líklega fáum í hug að efa, að rannsókn verði hafin, því alt til þessa geturenginn með sönnu sagt, að Sir John Thompson sé gjarn á að rjúfa loforð sín. Merkilegt er það að þingskörungur- inn (!) og frelsishetjan (!) Joseph Mar- tin, eini maðurinn frá Manitoba á Do- minion-þinginu, sem réttilega getur heitið fulltrúi Vesturlandsins (!) sá eini, sem hugsar um velferð þess—að því er öll Gi'eenway-málgögnin segja og sem Grcenway-ingar á fundum sínum segja —, merkilogt er það, að þessi framúr- skarandi skepna skyldi ekki flytja þetta mál. En það gerði hann ekki, lagði það eitt til þess, að rannsókn væri þýð- ingarlaus. Allan þingtímann hefir hann setið án þess einu sinni að upp- ljúka sínum munni, til þess að hefja máls á þessu stórmáli alls vesturlands- ins. Af því er hann sannarlega eins saklaus eins og óboriö barn. Hann hef- ir klagað yfir, að Governor Mclntosh í Regina vestra sé óþolandi pólitiskur í ræðum sínum.sérstaklega í einni ákveð- inni, af því hann hafi í henni varað menn við húmbúgistum. I þeirri snild- ar(!) þingræðu sinni gekk hann að visu inn á, að sjálfur hefði hann gert það sama og ekki álitið pólitik viðkomandi, en að hann hefði ástæðu til að ímynda sér, að Governorinn hefði með þessari viuvörun verið að sneiða Joseph Mar- tin, hann hefði með öðrum orðum átt við að Joseph Martin væri húmbúgisti. Þingheimur allur gerði góðan róm að röð unni og hló bæði hátt og lengi, að hans eigin flokksmítanum meðtöldum. I ann- að skifti klagaði hann yfir því, að tveir embættismenn Dominion-stjórnarinnar búsettir nú i Calgary, en landeigendur í Winnipeg og þess vegna á kjörskrá bæ- arins, komu til Winnipeg síðastl. vetur og greiddu atkvæði. Af þvi hann kafði grun á að þessir menn hefðu ekki kosið Joseph Martin, þótti honum þetta rangindi meir en í meðallagi og gerði það að þingmáli. Stórmál og þýðingar- mikil fyrir þjóðina, eins og þessi fyrr- greindu, hefir hann bisað við með meiri og minni iðjusemi alt af síðan hann kom til Ottawa. En smáræði eins og það, hvort létt verður gjaldbyrði Vestur- byggja með því, að lækka járnbrauta vöruflutningsgjald, það er nokkuð sem langt er fyrir neðan hans voldugu sál! Tammany-valdið. Allar horfur þykja á, að taldir séu dagar Tammany-flokksins nafntogaða í New York. Það er uppihaldslítil hríð af ákærum, sem á þeim flokki dynur alt frá því ífyrra, að Dr. Parkhurst hóf sókn sína gegn lögreglunni í New York og fyrir þeim ákærum virðist flokkur- inn verjulaus. Annað það, sem benda þykir á að veldi flokksins sé að þrotum komið, er það, að formaður hans (Ric- hard Croker), sem er lifið og sálin í þess- um félagsskap, er óbeinlíuis, ef ekki beinlínis, flúinn úr landi. Undir eins í vor þegar hann sá að efri deildar þing- nefndin i Albany (á ríkisþinginu) ætlaði að gera alvöru úr þvi að rannsaka kær- urnar, sagði hann af sér formennsku flokksins og tók sér far til Evrópu í því skyni að dvelja þar og í Egyptalandi og austurlöndum í óákveðnum stöðum um óákveðin tíma, Það leit Svo út, og það var líka almennt álitið, að hann hefði ekki viljað mæta sem vitni fyrir neinum liérlendum rannsóknarrétti og hefði svo flúið þegar víst var að óveðrið ætlaði að skella á. > Svo Ijótt hefir sumt af því verið, er opinbert hefir orðið fyrir þessum rann- sóknarrétti efri deildarinnar, að um það hefir verið farið þeim orðum, að ljótara hefði ekki getað mætt auga manns eða eyra.þó hliðum helvítis hefði verið slegið opnum. Forstöðumenn spilahúsa og vændiskvennahúsa hafa verið kúgaðir til sagna, einn eftir annan ásamt fleir- um mönnum og konum tilheyrandi þeim húsum. Upp úr öllu þessu fólki hefir það verið teigt um siðir, þó margt af því hafi látið það uppi ýmist nauðugt eða óafvitandi, að á hverju ári sé það kúgað til að borga svo og svo mikið mútufé til lögreglunnar, til þess hún haldi hlífiskildi j’fir húsum þess og lofi þeim að halda áfram í þeim hlutum borgarinnar, sem lögin fyrirbjóða. Bækur einnar slíkrar konu sýndu, að á tæpu.n 5 árum hafði hún þannigverið kúguð til að borga lögreglunni alt að $5000. Jafnframt komst upp, að til þess að hafa sem mest fé út úr þessu fólki, var sem oftast skift um lögreglu fyrirliða í hyerri einni deild bæjarins. En í hvort skifti sem nýr deildarstjóri tók við, lét hann það boð út ganga, að þessi stofnunin og hin yrði tafarlaust opinberuð og ej'ðilögð. Þessi boð fluttu heimulegirerindrekar, sem fult umboð höfðu til að taka á móti þacnar-fénu og áöveða hvað mikið það skjddi vera, en það var í einu minnst S50 og mest $500, Jafnótt og þetta og þessu líkt kemst upp, bj'rjar rirnman milli málafærslu- manna, sem þar eru fj’rir hönd Tam- manj’’s og lögreglunnar, Tammany gerir sitt sárasta til að sanna að þetta fé sé ekki iinnheimt fj’rir þann flokk. Lögreglan aftur leitast við að sanna, að alt sé þetta tekjur Tammanj’-flokksins og sýnir meðal annars fram á, sínu máli til stuðnings, að enginn maður komist í lögregluliðið í New York nema hann hafi meðmæli Tamany-formanna. Þrátt fj-rir alt þetta, sem uppvist var orðið þegar rikisþineinu var frest- að, neitaði Governorinn i New York að staðfesta lög, er samþj’kkt voru og sem fóru fram á að auka innbyrðisrétt allra stærstu borganna í ríkinn, i því skyni, að bæjarstjórnar gætu betur ráð- ið við vaudræðamál eins og þetta. Alt þetta styrkir hcndur nefndar- innar, sem’í sumar situr við að endur- rita stjórnarskrá ríkisins, i þeirri von, að fá sínar breytingar samþykktar á næsta ríkisþingi. Meðal annars heimt- ar sú nefnd að New York borg fái full- komið sjálfsforræði, þannig, að New York borgin þurfi engalöggjöf að sækja til New York ríkis, að því er snertir bæjarmái. Með því móti, og þvi ein- ungis, þj’kir nefndinni von til, að New York geti hrundið af sér pólitiskum ill- hvelum, eins og þessum Tammany- flokki. Kínverja-þrætan. I sínu ágæta fregnbréfi, er birtist i síðasta blaði, lýsir herra Asgeir J. Lín- dal í Victoria því greiniloga, hvaða vandræðamenn Kinverjar eru. En ekki erum vér honum samdóma í því, að það sé stórvægilegt “kjaptshögg fjTÍr Cana- da”, að stjórn Breta vill að haldið sé á- fram að ráða Kínverja til vinnu við víg- girðingarnar á Vancouver-eynni. Hefðu þingmenn British Columbia gert þetta Kinverja-mál að sérstöku þingmáli 1 Ottawa og hefðu þeir svo fengið Domi- nion-stjórnina eða nokkra af meðlimum hennar á sitt band, og ef þetta mál hefði þannig útbúið verið lagt fjrir stjórn Breta, þá var heldur ástæða til nð álita þetta svar frá Englandi “kjapts högg”. Nú, British Columbia-menn eiga 8 fulltrúa á Dominion-þingi, 5 í neðri deild og 3 í efri deild. En eftir því er séð verður af fregnbréfinu, hefir að eins einn þeirra, Col. Edward G. Prior, minnst á þetta mál. Hvað voru hinir 7 að gera ? Hvað vildu þeir að gert væri í þessu máli ? Þegar að eins einn af átta fulltrúum alþýðu vék á þetta mál, ‘þá var naumast að búazt við öðrum undirtektum, en þeim sem bréf þetta fékk. Það vantar svo mikið á fað áttundi hluti sé meiri hluti, að stjórnin hlaut að virða þaðað engu, en hugsa heldur um þann vilja meirihlut- ans, sem æfinlega er vís, að fá öll opin- ber verk unnin fyrir svo lágt verð sem fengist getur. Það líður að því í British Columbia, eins og hvervetna sunnar á KjTrahafs- ströndinni, að Kínverja-málið verður flokksspurnsmálið fremur en nokkuð annað. Hvort sem hinum ýmsu flokk- um hvítra manna á ströndinni kemur að öðru lej'ti saman eða ekki, þá er þetta mál þeirra sameiginlegt velferðar- mál. Þess vegna þurfa þeir að láta sér koma saman um það, að kjósa engan þann mann til þingsetu, hvorki á fylkis eða Dominion þing, sem ekki hefir ein- lægan vilja til að takmarka innflutning Kínverja og taka fyrir yfirgang þeirra, sem nú eru landfastir orðnir. Þetta hef- ir reynzt eina meinabótin annars staðar á ströndinni og sama verður raunin í British Columbia. En það er auðvitað komið undir íbúum Jress fjlkis sjálfum, hvort þau medul verða viðhöfð eða ekki. WINNIPEG INDUSTRIAL SÝNINGIN fer fram í sumar frá 23. tH 28. July. Verðlaun framboðin alls — $ 15,000 — Sýnismunum verður veitt móttaka til 12. Júlí. Verðlaunaskrá fær hver ókej-pis, sem æskir þess. Upplýsingar sýniuguna áhrærandi gefur J. K. STRACIIAN, forstöðumaður og gjaldkeri. Orða-bclgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábjrgð á skoðun- umþeim, sem koma fram'í þessumbálki]. Herra ritstjóri Hkh. — í 16. tbl. Hkk. þ, á. stendur fréttagrein héðan frá Alberta, rituð af póstafgreiðslumanni herra Jóhanni Bjarnarsj’ni. Með þvi að grein þessi flj-tur dálitlar missagnir, sem líklega eru sprottnar annaðhvort af vangá eða þá af því, að höf. hefir flækzt í hugsunarvillu og ekki skilið sjálfan sig þá óska ég að þér viljið gjöra svo vel, að Ijá eftirfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Einkum er það ein afar-löng inn- skostsetning hjá blessuðum póstmeistar- anum, sem að miklu lej'ti fer á snið við sannleikann eins og hún að hinu leyt- inu, er mjög óíslenzkulega framsett; hún er þannig : “og heyrði ég engan finna neitt að honum, enda tel ég sjálf- sagt, að mönnum hafi farið fram siðan á íslendingadeginum síðastl, sumar, enda var maðurinn, sem setti mest út á sönginn og færði okkur þá fregn í blöð- unum, að honum hefði verið mjög á- bótavant, ekki brúkaður núna fyrir for- söngvara eins og þá”. Eftir þessari setningu á það að bafa verið einn og sami maðurinn, sem ritaði i blöðin um Islendingaduginn, semhald- in var hér síöastl. sumar og stýrði þá söngnum. Með því, að mór vitanlega, hefir enginn ritað í blöðin um Islend- ingadaginn (5. Ágúst f. á.) nema ég, þá verður ekki betur séð, en þessi umrædda setning eigi við mig og engan annan. Aðéghafi verið maðurinn, sem setti mest út á sönginn á Islendingadeginum og sagt í blöðunum, að honum liafi ver- ið “mjög ábótavant”, skal ég ekki þrátta mikið um, ég þarf þess ekki; einungis skal ég benda mönnum á að lesa fréttagrein mína í Hkk. nr. 48 síð- astl. ár; ummæli mín í henni eru þann- ig : "Eg heyrði auðvitað að ýmsir voru ekki sem bezt ánægðir með sönginn ; mér kemur ekki til liugar, að neita því, að sönguriun hefði þurft að vera betri og fullkomnari, en tvent er að athuga við þetta” o. s. frv. Þetta er nú alt, sem ég hefi ritað um sönginn þann áminnsta dag, en hvergi ritað, að lionum liafi verið “mjög ábótavant”, eins og J. B. lej’fir sér að tilfæra. Einnig er það ranghermt, “að sá sem ritaði f blöðiri—nefnflega ég^-, hafi verið forsöngvariun á Islendinga- deginum—5. Ágúst—þótt ég syngi með lítillega, þá stýrðu aðrir færari menn söngnum, enda mun fáum, sem til heyrðu, blandast hugur um það, nema J. B., sem á því augnabliki virðist ekki hafa heyrandi heyrt né sjáandi séð. Hitt sýnist ekki svo undarlegt, þótt þeir menn, sem stýrðu söngnum 5. Á- gúst i fyrra. væru nú ekki brúkaðir fyr ir forsöngvara á skemtisamkomunni 7. Apríl, með því hvorugur þeirra var þar staddur; enda þurfti engan ákveðin for mann fyrir söng í það sinn ; mér vitan- lega var enginn söngur á dagskrá, hver söng það sem honum bezt líkaði, án þess að neinni reglu væri fylgt í því efni. Þannig er nú þessi innskotssetning hjá J. B. öldungis ástæðulaus, eins og hún er bæði óþörf og ófimleg, þegar hún er skoðuð í sambandi við undanfarin orð. En það er eklcert tiltökumál, þótt hugsana og setninga villur komi fyrir endur og sinnum hjá ómenntuðum mönnum, hitt er hnej’kslanlegra, þegar menn eru svo skeytingarlausir eða van- vita, að rita ekki lítilfjörlega frétta- grein, án þess að auka þær með mis- sögnum að meira og minna leyti; það sýnist eiga bezt við, að segja blátt á- fram frá því sem við ber, satt og hlut- drægnislaust, enda þótt fréttapistlarnir verði þá dálítið orðfærri. myndu lesend- urnir vilja skifta því með ánægju. Að endingu vil ég í bróðerni ráð- leggja aldavin minum J. B., að rita sem sjaldnast í blöðin, og þá þegar hann gjörir það, að liafa það sem stytzt, og sem minnst af því “slúður og bull”. Tindastóll P. O., 25. Júní 189'. JÓNAS J. HÚN’FJÖKO. Um jafnaðar-félag’. Herra ritstjóri. í 17. nr. yðar heiðraða blaðs er mjög vel rituð grein, eftir Mr. G. A. Dal- mann, "um jafnaðarfélag”. Höf. hefir sérstaklega smiið máli sínu til landa vorra í Winnipeg og Nýja íslandi, hvort ekki væri mögulegt fyrir þá, að mj’nda einingarfélag, sem stefndi í sömu átt og felag það, er hann getur um að hafi mj’ndast fyrir skömmu í Olatha, Kansas. F.g hefi búizt við, að einhver yrði tiLaðrita um þetta mál í íslenzku blöðunum, enliefi enn ekki orð- ið var við það. Með linum þessum dettur mér ekki i hug að benda á neitt, sem verulegft geti heitið að hrinda máli þessu áfram, allra sízt hér í Winnipeg. Á þessum tíma sýnast mér torfærurnar vera svo miklar, að þær vefjast sem margfaldur hergarður kring um okkur, og þess vegna mögulegleiki engin til þess að við getum verið framleiðendur að vinnu félagsbræðra okkar. En með því að jafna yfir torfærurnar.slétta vcg- inn er ekki hægt að segja, hvað fram gæti komið. En hvað er það þá, sem við ættum að gjöra, til að reyna að lj’fta okkur á hærra menningar stig meðal samborgara okkar. Okkur er bráð nauðsynlegt að fræðast vel um hag fræði, verkfræði og félagsfræði. Við höfum marga unga eg efnilega menn, sem ekki eru ófærari til að fræðast um þessar námsgreinar, en samtíðabræður vorir af öðrum þjóðfélögum. Frá þess- um fræðilindum þurfum við að drekka til þess að geta nokkurn tíma orðið framleiðendur að verkþörfum oklcar' Hvað félagsskapinn snertir, þá höfum við verkmannafélög fyrir framan okkur og eins og önnur samkj’nja félög,er það- verkþiggjandi. Það er óþarft liér að fara að geta um þá baráttu, sem þessir flokkar eiga í við vinnuveitendur víðs- vegar um hinn menntaða heim ; frétta, blöð, sem við náum til og getum lesið- fræða okkur um það. Til þess að sýna að við séum menn, sem gætum staðið í félagi, sem hefði hærra marksvið, en sækjast eftir hörðustu og lökustu vinnu, þá þurfum við að sýna það i verkinu. með því að styðja að öllum skynsamleg- um framkvæmdum í verkmannafélög- um, leita okkur upplýsingar lijá bræðr- um okkar, sem lengra eru komnir á leið. Ef við sjáum veg, er geti fært okk- ur á hærra stig, skyldum við athuga hann, fara fet fyrir fet þar til stigið væri fullkomíð spor til framfara. Við þurfum vandlega að gá að lífsnauðsyn- legum þörfum okkar, vinna saman það lítið við getum gjört sem bræður, af- leggja allan oddborgaraskap, tvídrægni, tortrj’gni og öfundsýki, þá hefi ég von um að verkmannafélög geti orðið fram- leiðandi að lífsþörfum sínum. Hjá Ný-íslendingum sýnist tæki- færið fj'rir jafnaðarfélagshugmynd vera svo nærri þeim, að ekki þurfi nema að taka saman höndum til að lyfta því á stað. Þeir hafa líka marga góða drengi til að vinna að því, en hvenær þeir losna úr hinum andlegalæðing, er hindr ar þá frá að byrja, er ekki gott að sogja. Eg er nú orðin fjölorðari um þetta, en ég ætlaði, og veit lika, að það eru margir færari af löndum til að rita um þetta mál og leiða huga manna til um- hugsunar að þarflegum fyrirtækjum. Ef þér, herra ritstjóri, þekkið til jafnað- arfélaga, sem stefna í sömu átt og fé- lag það sem Mr. G . A. Dalmann getur um. væri það ekki gagnlegt fyrir les- endur blaðs yðar, að fræðast um undir- stöðuatriði og framgang þeirra, ef blað yðar flytti fregnir um það, eða hvar menn gætu fengið upplýsingar um þau fél. með sem minstri fvrh’hðfrr, t B. Bessa-bréf. (Eftir J. Magnús Bjaknason. V. bréf. Nýja ísland, Maí 189 — Kæri vinur: — Þú segir í bréfi þínu, að ég sé eins og vindurinn, sem enginn veit hvaðan kemur eða hvert fer. Blessaður, láttu engan hejra svo léttvæga og vitlausa líking. Veiztu ekki að veðurfræðin er komin á hærra stig en svo, að menn viti ekki livaðan golan kemur og hvert hún fer ? Segðu heldur að ég sé eins og Ameríkumaður- inn, sein enginn veit með vissu hvaðan komur eða hvert ætlar. Hann er eins og hunangsflugan, er sézt sem snöggvast á blómið til að sjúga úr því hunangið, og er svo farin að leita að öðru blómi. Rithöfundur einn í Norð- urálfunni líkir Ameríkumanninum við vísundinn, sem rís upp að morgni við rætur Klettafjallanna og er að kvöldi á beit hundrað mílur út á sléttunni.Hvort sem þetta er nú rétt líking eða ekki, þá er það þó satt, aö Ameríkumaðurinn (og Vestur-íslendingurinn er Ameríku- maður) er alt af á ferðinni, alt af að leita aö betra landi, að auðnuveginum, að gæfunni og “bjartri framtíð”. Hann lætur aldrei hugfallast. Hann rejmir aftur og aftur, os eljar frá morgni til kvölds, alt af að hugsa um að græða peninga—dollara — þúsundir dollara— millíónir—margar millíónir. Ameríka er ekki heimkj’nni letingja : þar verða allir að vinna á einhvern hátt. Þar er alt á flugi og ferð—á flugi og ferð eftir dollurum og centum, því dollararnir og centin hreyfa alt—gera kraftaverk— færa Ifjöll. Engin hvild, ekki augna- bliks ró, fyrr en komið !er f gröfina, þar sem loksins leitin endar—að líkindum— og samkeppnin hættir, og allir eru jafn- jngjar, því allir koma þangað tómhent- ir frá þessu mikla spilaborði mannlífs- ins. Síðan ég skrifaði þér seinast, liefi ég verið eins og býflugan, eins og vís- undurinn, eins ogsannur Vestur-íslend- ingur, aldrei í sama stað, alt af að leita : stundum að stúlkunni minni, og^stund- um að einhverju til að éta. Eg hefi verið fjósamaður á einum staðnum og og skógarhöggsmaður á öðrum. Ég hefi verið við fískiveiðar norður á nesj- um, sem kallað er. F.g hefi reynt alla þá sálar- og líkams þreytu, sem því er samfara, að fylgjast með uxa-sleðum— það er “kalt verk og karlmannlegt”—, vilji inaður á annað borð vægja uxa- hnútunum, sem sumir slá sér til hita. Og ég hefi líka setið réttum beinum á hunda-skíðum og ferðast þannig sextíu milur á dag.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.