Heimskringla - 28.07.1894, Page 1

Heimskringla - 28.07.1894, Page 1
I VIII. ÁR. WINNIPEG, MAN., 28. JÚLl 1894. NR. 30. Islendingadagurinn 2. AUGUST 1894. Porseti: Mr. Árni Frumksson. Garðnrinn qpimður kl. 9 árdegis. Forseti setur sarafcomuna k]. 10 árdegis. KI. 10 árd. til kl. 1 síðd. LEIKIR: HlaO' : I. Stúlkur innan 6 ára...50 yds. '2. Drengir innan 6 ára..50 yds. •3. Stúlkur 6—8 ára.......75 yds. 4. Drengir 6—8 -ára.....75 yds. 5. Stúlkur 8—12 ára.....75 yds. 0. Drengir 8—12 ára.....75 yds. 7. Stúlkur 12—16 ára.....100 yds. 8. Drengir 12—16 ára.....100 yds. 9. Ógiftar konur yfir 16 ára 100 yds. 10. Ógiftir kaiflsn. yfir 16 ára 150 yds. II. Giptar konur.........100 yds. 12. Kvœntir menn.........150 yds. 13. Konur (giftar sem ógiftar) 100 yds. •14. Karlar (giftir sem ógiftir) 200 yds. 15. Allir karJar........hálf míla 16. Allir karlar...........1 míla 17. Islendingadags-nefndin 150 yds. Kappkeyrsla .’.............1 míla Kappreið...................1 míla. Stökk fyrir alla: 1. Langstökk. 2. Hástökk. 3. Hástökk jafnfætis. 4. Hopp-stig-stökk. Kl. 2—5 síðd. Ræður og kvfeði : 1. ÍSLAKD : Kvæði [Kristinn Stefánsson.] Ræða [W. H. Paulson.] 2. CAXADA : Kvæði [Einar Hjörleifsson.] Ræða [Friðjón Friðriksson.] 3. ÍSLEND. í VESTURHEIMI : Kvæði [Gestur heit. Pálsson.] Ræða [B. L. Baldwinsson.] Alment málfrelsi. Margr.addaður söngur, m(irg lug sungin. Kl. 5—7. Glímur. Aflraun á kaðli. Kl. 7 : dans. Hjóðfærasláttur af og til allan dagönn. í flokknum eru flestir ís- lendingar, og samanstendur hann af' 12 imönnum. Svo er til ætlazt, að samkom- umni verði ekki slitið fyrr en kl. 11 *ð kveldinu. En forseti getur slitið henni hvenær sem honum þykir við «iga ettir kl. 9. Fyrstu og önnur verðlaum verða veitt fyrir alla leiki og íþróttir nema að eins ein fyrir aflraunina. Margt af verðlaununum eru vanfeðir og mjög eigulegir munir. En mcð því að nefndin hefir ekki til fniHs lokið starfi sfnu, þegar þetta er .prentað, eru verðlaunin ekki birt í dag, en verða tilgreind á prentuðum pró- grömmum, sem útbýtt verður við innganginn. í kappkeyrslu og kappreið fá ekki að taka þátt nema Islendingar og ekki nema þeir séu með liestasem Islendingar sjálfir eiga. Kestar hér- lendra manna, er fsl. keyra á degi hvoruni fá sem sé ekki aðgang. Aðgangurinn að garðmusn er 15 cts. fyrir fullorðna; 10’Cts. fyrir börn 0—12 ára; yngri börn óbeypis. Aðgangseyrir til leikja og íþrótta verður engin fyrir böm innan 16 ára, né fyrir kvennfólk. Aðgangs- eyrir fyrir mílu og hálfmíluhlaup 25 ets. fyrir aflraun á kaðli 20 cts. fyrir kappkeyrslu og kappreið 50 cts., og fyrir aðra leiki og íþróttir karl- manua 15 ets. Verkfallið. Verkmannaforsetlnn Debs situr nú i fangelsi í Chicago, og hefir sent út á- skorun til almennings að banna nú auð- mönnum, einkum Pullman, athæfi þeirra og okur með því, að taka nú aldrei piáss í Pullman svefnvagni, heit- ir hann á alla góða drengi að ganga í lið með verkmönnum og láta Pullman vagna fara tóma leiðar sinnar, hvar sem þeir fara um norður-Ameríku. Skotinn kleukur. f Shrievesport, La. var það borið á klerk einn Platt að nafni, að hann hefði borið út óhróður um stúlku eina i sðfnuði sínum , en hann vildi reyna að skella sökinni á annan mann, Perdue að nafni. Ætlaði þegar að slá i hart milli þeirra, en þó urðu þær Jyktir á, að þeir skjddu mætast seinna niður með á einni. Þegar þangað kom var örðugt um sættir, gripu menn þá til vopna og tóku aðskjótast á;höfðu báðir flokk er noklc- urn. En er skotin hófust, tók klerk- ur, til fótanna og hljóp á ána, sendi þá einhver honum kúlu og molaði höfuð hans; frændi hans einn var og skotinn í bakið og fleiri urðu þar særðir. Kína og Japan. Útlit er fyrir að Kinverjwm og Japðnum lendi saman í ófriði. Vilja hvorirtveggja ráða á Kóreuskaganum og hefir einlægt verið að smá-grynna á því góða. Kínverjar hafa bannað herskipum Japana að -taka hafnir á Kóreu, en hinir gefa sig lítt að. Ný- lega er sagt, að Kínverjar hafi sent herlið út á Kóreu. 24. Júlí er það ritað í Shanghai, að flokkur Kóreu- manna hafi ráðist á Japana, en þeir barið þá af höndum sér. Svo er sagt að Japanskt herskip hafi ráðið á flutn- ingaskip mikið, er Kínverjar áttu, og sökt því. Yfir höfuð eru miklar dylgj- ur með mönnum þar eystra. Japans- búar eru vaskir og framgjarnir og hafa á seinni tímum gefið sig mjög við mentun og siðum Norðurálfubúa og Ameríkumanna, en Kinverjar eru þybnir fyrir og þykjast of gamlir til þess, að láta undan slíkum smásvein- um sem Japansbúum. Japansbúar voru 1880 um 33 miljónir að tölu, en Kínverjar eru nær 400 miljónir; þó er tvísýnt hvernig íer, sá er vaskleika- munur. Ný uppitundning. Fyrir nokkru síðan tóku menn upp á því í Þýzkalandi að hreifa vagna með “benzine-motor.” Höfðu benzine-olíu fyrir hre.yfingarafl og keyrðu þannig smávagna 16 mílur á vanalegum vegum á klukkustund- inni. í Lundúnum var og farið að hafa rafmagnsvagna' með nýrri gerð. Rafmagnsvél var höfð í sætinu í fjórhjóluðum léttivagni, snéri hún hjólunum og þaut svo vagninn áfram á flugaferð þótt enginn væri hestur- inn, fór hann á vanalegum strætum án þess að þurfa járnteina til að ganga á. Þegar fréttin um hina nýja “gas-motors” barst hingað frá Þýzka- land nýlega urðu inenn svo óðir og uppvægir og sendu konsúl Banda- rikjanna á ÞýzkaJlandi ótal fyrir- spurnir um gerð þeirra og notkun. Segir hann, að mesm séu óðum að endurbæta þá og muni hreifingarafl þetta fljótt koma í stað rafmagns og hestadráttar, því að það sé svo miklu ódýrara. En hér í AVinnipeg eru rafmagsfélögin búin að fá einka leyfi til þess að snuða menn og er ekki ólíklegt, að þau vilji sitja sem iengst að krásinni ein, eins og klerk- urinn að grautartrogims forðum. Hveiti. Vikuna sem leið hefir hveiti lækkað í werði um 5 centshér i bænum, og staf- ar það af innfluttu hveiti og svo fyrir- taks uppskeru á fastalandinu, einkum Rúsdandi. Sagt er, að byrjað muni verða að slá hveiti sumstaðar í vestur- hluta fylkisins ínæstu viku. Feódleg fregn um Ísland. “Veslings þjakaða ísland er farið að láta til sín heyra. Það |eru tvö stór- atriði fefst á skrá á sessari einmana eyju : sjálfstjórn ogalgjör þjóðflutning- ur til Manitoba. Báðum málefnum þokar áfram eftir vonum, og það er mjög líklegt að það nái fyllingu sinni jafnsnemma. Hin nýja stjórnarskrá verður að líkindum lögleidd um það leyti, sem allir verða farnir úr landi og engum verður að stjórna”. (Pall Mall Gvzette). DAGBÓK. LAUGARDAG, 21. JÚLÍ. í .dag var ákveðið á Dominion-þingi, að yfirslcoðun Dominion-kjörskránna skyldi byrja 1. September næstkomandi og vera afstaðin 28. Febrúar í vetur. Gullþurð í fjárhirzlu Bandaríkja hefir sjaldan verið eins mikil og í dag. Þar voru bara til $61 millíón gulls í stað 100 millíóna, samkvæmt lögunum. A þingi Frakka var samþykkt í gær, að framvegis skyldi kviðdómur ekki gera út um anarkista mál, heldur skulu dómararnir einir ráða úrslitum. MÁNUDAG, 23. JÚLÍ. ítalskt gufuskip fórzt i Svartahafi fyrir skömmu og týndust þar 140 manns. Dominion-þingi var slitið kl. 3. e. h. í dag, Áreiðanlegar fregnir segja, að jarð- skjálftarnir á Balkanskaga um undan- farinn tima, hafi orðið um 1000 manns að bana. Governorinn í Suður-Carolina aug- lýsir, að 1. Ágúst byrji hann að láta selja áfengisdrykki samkvæmt ríkislög- unum nýju, þrátt fyrir að þau hafa verið dæmd ómerk. ÞRIÐJUDAG 24. JÚLÍ. Kinverjum og Japanitum lenti saman í sjó-orustu í smáum stíl i dag. Kinverjar biðu ósigur og sökk skip þeirra. Á sunnudaginn lá við bardaga i kyrkju i þorpi í grend við Chicago. Presturinn varði mál verkalýðsins með sérstöku tilliti til Pullman-stríðs- ins. Ríkismaðurinn var viðstaddur, stóð UPP °ít svaraði prestinum og leit um tíma út fyrir upphlaup. 25 smá íbúðarhús brunnu með öllu innanstokks í Montreal í dag. Eigna- tjónið alls um $85,000. Maður sá í Toronto. William Kelly að nafni, er þreytt hefir við að koma sporvagnaferðum á á sunnu- dögum ók með fólk sitt í einum slíkum vagni til kyrkju á sunnudag- inn. Lögregluþjónarnir tóku hann fastan, en létu hann lausan er þeir vissu að hann var á ferð til kyrkj- unnar með fólk sitt og noklfra kunn- ingja. Nú heimtar hann $20,000 skaðabætur að bænum. MIÐVIKUDAG 25. JÚLÍ. Sambandsstjórnin hefir ákveðið að senda nefnd manna til Manitoba og vesturlandssins til að rannsaka kær- una um hóflaust vöruflutningsgjald á járnbrautum. Anarkdsta-lögin eru aðal-málið á þingi Frakka. í gær var komið að grein þeirri. er fyrirbýður að opinbera i blöðum framburð anarkista eða annara fyrir rétti í anarkista málum. Út af því ákvæði risu deilur miklar og talaði einn stjórnarsinni svo illa til frétta- blaða, að fnegnritarnir á sínum sérstaka palli gerðu óhljóð. Var þá sá pallur ruddur og ritararnir með valdi reknir út úr salnura. Köstuðu* þeir þá hlut- kesti um hver þeirra skyldi skora þing- mann þennan á hólm. og hlaut Jean Drault það, rifcari frá sósíalista blaðinu La Libue Parale. FIMTUDAG, 26. JÚLÍ. E. V. Debs og ráðanautar hans 3 foringjum A, R. U- fél. var hleypt úr fangelsi í gær, eftir að hver um sig hafði lagt fram $9 500 ábyrgð á ný. Mál þetta kemur fyrir {rétt 5. Septem- næstk. Enskt seglskip fórzt nýlega með allri skipshöfn á Kyrrahafi, nálægt ströndum Kínlands. Rússneskur anarkisti var í gær handtekinn í Chicago. Var að brjóta glugga á ibúðarhúsi Pullmans, en ekki liafði hann kastað öðru en steinum, er hann var tekinn. FÖSTUDAG 27. JÚLÍ. Shanghai (Kína) fregn segir Kín- verja hafa formlega sagt Japanítum stríð á hendur. Japanítar halda uú Korea-konunginum í fangelsi. 11 kina- herskip eru nú á leið til Koreu en hermennirnir er þau flytja hafa ekki annað vopna en boga og örfar. Á Washington-þingi er í gerð lög, er banna útlendingi að vinna nokkra vinnu innan Bandaríkja fyrr en eftir 6 mán. dvöl í landinu. Ef lögin eru brot- in, varðar það S100 útlátum eða 90 daga fangol-i. Ekki hafa þessi lögver- ið samþykkt enn. ISLANDSFRÉTTIR. Eftir “Þjóðólfi.” Nýkoanir alþingnmenn (auk þeirra sem áður var getið) : í Eyjafjarðarsýslu : Klemens Jónsson, sýslum., Jón Jónsson í Jdúla. í Strandasýslu : Guðjón Guðlaugsson. í Dalasýslu : Séra Jens Pálsson. í Austur-Skaptafellss.: Jón Jónsson próf. á Stafafelli. í Vestur-Skaftafellss. : Guðl. Guðmundsson sýslumaður. í Suður-Þingeyjars. : Pétur Jónsson á Gautlöndum. í Skagafjarðarsýslu : Ólafur Briem, Jón Jacobsson. í Húnavatnssýslu : Þorleifur Jónsson, Björn Sigfússon. í Snæfellsnessýslu : séra Eiríkr Gíslason á Staðarstað. í ísafjarðarsýslu : séra Sigurður Stefánsson. Skúli Thoroddsen sýslum. í Barðastrandarsýslu : Sigurður Jensson prófastur. í Norður-Þingejjars. : Benedikt Sveinsson sýslum. í Norður-Múlasýslu : Einar Jónsson próf. á Kyrkjubæ, Jón Jónsson í Bakkagerði. í Suður-Múlasýslu : Sigurður Gunnarsson prófastur, Guttormur Vigfússon búfræð. 15. Júní. Prentkomiing er um garð gengin í Glaumbæjarprestakalli og hlaut séra Hallgrímur Thorlacius á Ríp kosningu með 28 atkvæðum. EmbiManeitingar. Forstöðumanns- embættið við prestaskólann er veitt docent Þórhalli Bjarnasyni. Kennaraembættið við læknaskól- ann er veitt Guðmundi Magnússyni, héraðslækiii í Skagafirði. (Niðurlag á 4. bls.) Orða-belgrinn. Landneminn. vestur í “frjóseminnar landi.” (Sbr. “Landneminn i borginni” og “Landneminn í frumskógunum,” þrent- að í Lögbergi). Nú hef ég á vestur-vengi verið síðan reit ég hinst; sumri eytt hjá svinnu mengi, sorgir þó mig nagi inst. Kendi’ ég opt á kulda og vosi, kærleiks yl ég sjaldan fann, en samt fyrir einu brosi alt mitt líf til skaða brann. En sorgir þó ég beri’ í barmi byrgja mun ég þær í kveld; bezt er nú að hyggja’ af harmi, hita sér við lífsins eld. Um vesturlandsins frjósemd flugu ' fregnir, sem mér gerðu tjón, agentarnir upp þeim lugu ýmsum til að glepja sjón. Eins og, vinur, eg þér sagði, óslökkvandi var mín þrá, vestur því ég leiðir lagði, lands í skekil vildi ná. En þegar kom ég þangað vestur þreyttur, beið mín vobrigð ný, á flestu öðru en fátækt brestur fann ég var í landi því. Fann þar grasbrest, gróðurleysi, gnauða vind um kalin börð; akra gráa, örgnauð hreisi; úldið vatn og granna hjörð. Hátt er reistur frelsis fáni “Frjóseminnar landi” á, bændur samt þar lifa’ á láni lánardrotnum sinum hjá. Þarna festi’ eg ekkert yndi, eins og nærri geta má, því síður ég fagra findi framtíð sliku hrjósti á. • Um það land ég ei má skrifa Alt þó gerla’ eg viti’ um það, agentarnir eiga að lifa einir til að rita’ um það. Vonsvikinn með vængi brotna vék ég þessum stöðvum frá, kumlaður með krafta þrotna, kom svo Nýja ísland að sjá. Nýja ísland á nægt af sonum nautn sem finna i lífsins þrótt. Bygðin öll er björt af konum, bygðin hlýtur liefjast skjótt. Nú er ég hjá Sigurðssonum, safna nýjum lífsins þrótt ég er allur vakinn vonum veit hér kemur járnbraut skjótt. Nýja ísland á nýta drengi, nútíð þess á seiga rót; Nýja ísland lifi lengi, líf þess blasir framtíð mót. 20. Marz 1893. J. Runólfsson. Til rangeygra ritdómara. Þér sjáið bækling — setjið þegar rétt, Með sökudólginn bundinn grindur við; A vogskál yðar setning hver er sett, Og sérhvert orð er slitið lið frá lið ; Og dauft það finst og létt, sem drafnar- Því dramb er lóðið yðar metum á, [hjóm, En fyrirlitning ritar rangan dóm, Því rökum hrundið er með þjósti frá. Það dómsorð hrífur, hrokafult og kalt, Því hrís er penninn, blekið yðar salt. Þér þvoið hendur, þerrið sveitta brá, og þykist hafa unnið skyldu-verk; En veslingar, sem vit hjá yður fá, Viðurkenna að yðar hönd sé sterk. Svo syngja þeir í sama tón og þér, Unz sálir þeirra verða að báli og ís ; En margur þeirra blekslettu þó ber Á baki, eftir yðar snarpa hrís, En sleppum því, — þér agið yðar börn. Svo ei um of þau verði brekagjörn. Ég veit að yðar sjónarhæð er há, Og harla margt er fyrir yður bert; En margt er og, sem yðar augu ei sjá, sem ef til vill—þó smátt—er mikilsvert En meinið er þér metið það ei neins,. Sem myndast fyrir utan yðar svið ; Þér segið : “Þetta er ekkTtil,” og eins Að oröi kveður yðar fylgilið. Þér optimistar málið sjálfir svart, En segið alt í heiminum sé bjart. Segið mér : hví rífið þér hvert rit, Sem rithöfundar ungir hafa skráð V Eða, er þá ei í öðru vit, En yðar verkum?— hitt skal vera smáð. Eða, óttist þér, að æskumansins sál Aukist þrek, ef hnekki ei hún fær, Og komi síðar fram með meira mál, og máske stigi á yðar eigin tær ? Eða, veldur bræði blandið gys, Sem brennur alt til mannlegs helvítis ? J. Magnús Bjahnason. Brot úr kvæði um kvennfélagið að Akra, N. Dak. 4. Júli 1894. Nú kvennfélagið frjálst á frelsisdag, það fagran dregur að sér manna-skara, með ræður, söng og hljómfrítt hornaslag að hressa og fræða þess er heiðurs-vara. Það má sjá að hingað vífa val vent hefir margt frá ættarjarðar strönd- með ást og trú og skíran sinnu-sal [um, og sæmd og þrekið bæði í lund og hönd- um. Það má sjá í bjarkar blómgum lund með bjartan svip að hér vex prýði svanna, gegn livarmaljós með ljúfust gáfna pund mörg ljómar sálin fús til góðverkanna. Það má sjá að fljóða hönd er hög þá heim til komum þeirra frjálsu ranna ; þar gestrisnin með bros og bræðralög og blóm kærleikans gleður hugi manna. Bið ég guð að blessa kvennfélag og blómum gæfu strá þess fjörs á voga, alt svo snúist í þvi heilla hag og heiðurskranz það beri æfinlega. Svo lifi mentin, lofuð ætíð mjög. og lifi alt sem framför veitir sanna, og lifi þjóðiu, lifi kvennfélög, og lifi ást og trú á frelsið manna. Sv. SÍMONARSON. VF.ITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI’ •2E51^- BÁMIN6 tmm IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. FRÉTTIR. England. Nýlega hefir komið til orða á Eng- landi að gera stýflugarð í sundið milli norðausturhonnsins írlandi og Mull á Cantire á Skotlandi, til þess að nota straum í sundinu til rafmagns fram- leiðslu. Breiddin á sundinu er 15 mil- ur og dýpið frá 2—300 fet. Straum- hraðinn er um 6—8 mílur á kl.st., og bygginga-efnið, sem þyríti til að stýfla með sundið, er 5 hundr. milj. tenings- .yards. Vatnið, sem streymir gegn um sundið á degi hverjum, er alt að 150 tengsmílur, og kostnaðurinn við að beita því til rafmagnsframleiðslu, er girkað á að verði $100,000,000, hér um bil sama og Manchester skipa- skurðurinn, sem lokíð var við í vetur. Það hefir verið sýnt fram á, að með þessu móti ma framleíða alt það raf- magn, sem England, Skotland og ír- land þyrfti við verksmíðjur sínar, til lýsingar í borgum og á þjjóðvegum til hitunar og hvers annars, sem rafur- magn mundi verða notað til. Kolin sem óðum ganga nú til þurðar á Eng- landi, mundu ekki verða notuð að neinum mun nema á gufuskípum. 0g bærinn losnaði við þann óþverra 0g óþægindi, sem af mikilli kolabrúkun leiðir, þar eð búast má við því, að áður en langt liður, verði rafmagn brúkað við matreiðslu og til hitunar í íbúðarhúsum. Það eru ýmsir örðugleikar á að framkvæma þetta þrekvirki, en þó ekki svo stórir að þeir séu frágangs- sök. Þaö er að eins einn hægur á hugsjóninni, og hann er sá, að það, að stífla straum i sundinu, kynni að valda breyting á tíðarfari á bresku eyjunum, sem yrði til meiri skaða en alíur hagurinn við rafmagns-fram- • leiðsluna. Það er haft eftir hvalfangurum sem nýlega eru komnir frá Spitz- bergen að Wellmans heimskautsfar- arnir muni allir hafa farist. Er sagt aðjskipið sem flutti þá norður að ienum frá Norvegi hafi verið gamalt og illa útbúið og engin af þeim sem i för- inni voru hafi haft neina reymilu i beimsskautssiglingu. Þeir halda og.að skip Nansens hafi brotnað í ís þar n\Tðra, en ekki eru til neinar áneið- alegur fréttir um það. Kóleran. í Pétursborg á Rússlandi geysar kóleran óðum og stafar það af hitanuoa. Nýtega brauzt hún út í herbúðunuua við Krasnoi—Salo, 18 milum fyrir sunia1 an Pétursborg. Þegar sýktust af henni 1000 manns og bætast 200 við með degi hverjum, og deyr annarhvor maður. Þáæðir plagan “svarti dauði” yfir Kínaveldi og drepur menn hrönnum saman. Eru menn svo hræddir við hana, að menn flýja alt hvað fætur toga þar sem vart verður við hana. Þegar hún kom upp í Hong-Kong, borg einni mikilli í Kina, flúði þaðan 400 000 manns, en hvert sem flúið ere ltir plág an og gefur ekki grið. Sóttvarnir eru þar litlar og læknar ónýtir. MaRÍU LÍKNESKl. Þegar jarðskjálftarnir gengu í Aþ- enuborg í vetur sem leið, var þar stúlka ein,sem trosaðist með líkneski af Mariu mey um göturnar og sagði hún, að likn- eskjan greti fögrum tárum yfir væntan- legri eyðileggingu Aþénuborgar, enda gé.tu menn ekki betur séð, en að tárin hryndu af augum mjTidarinnar. JEn svo fóru lögregluþjónarnir að skoða þetta, og fundu þá svamp aftan í hnakk anum á líkneskjunni, og þegar stúlkan þrýsti á svampinn fór hin heilaga María að skala.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.