Heimskringla - 28.07.1894, Síða 3
HEIMSKBINGLA 28. JÚLÍ 1894.
3
ar þernur og hún vill og lifa í unaði og
sælu til æfiloka. Ætli þaö sé munur en
að búa í fátækt út í sveit, eða erfiða i
vistum mánuð eftir mánuð ®g ár eftir
ár ? Hann heitir henni eiginorði, hún
trúir honum, gefur honum hjarta sitt,
og treystir honum í sakleysi og einfeldni
sinni, en þegar minnst varir er hsnn. ef
til vill, horfinn—horfinn fyrir fullt og
alt og hún situr eftir með sorg og
gremju. Það sé fjarri mér að leggja
þungan dóm á stúlkuna ; hún var sak-
laus og þekti ekki heiminn, og hélt að
allir væru eins hreinlyndir og góðir og
hún sjálf, en það var menntunar- og
reynsluleysið, sem var undirrótin að
óláni hennar. Nokkur dæmi lík þessu
mætti koma með úr bæjarlífi Vestur-ís-
lendinga. Þeir hafa fundið, og finna en
til þessa meins, en þeir vilja aldrei minn
ast á það opinberlega, því kaunin eru
svo sár.
Margar íslenzkar stúlkur hafa giftst
hérlendum mönnum, og þó nokkur slík
hjónabönd hafi farið illa, þá hafa fjölda-
mikg farið prýðilega. Iteyndar er það
eitthvað óviðfeldið þegar hjónin skilja
ekki bæði sama tungumál, og mörg ís-
lenzk stúlka hefir þó gifst hérlendum
manni, án þess að geta talað óbjagaða
setningu á ensku. Margur mundí ætla
að maður sá, sem gengur að eiga út-
lenda stráku, ómentaða í alla staði og
afar-illa að sér í þjóðmálinu. væri af
lægri stigum, og að slíkt hjónaband
munni fara illa, en það er nú samt ekki
æfinlega þannig í þessu landi.
Hjónaskilnaður er ekki ótíður með-
al Vestur-íslendinga. Og ekki þykja
það sérlegar óvenju fréttir, þó það heyr
ist að maður hafi strokið frá konu og
börnum, eða þó kona hafi hlaupið burt
frá manninum sínum, eða þó þessi mað-
ur hafi brugðið 'sér í næsta ríkimeð
konu náungans.
Þá er að minnast á stúlkuna mína—
ja, eiginiega á ég enga stúlku núná rétt
í svipinn, en ég var að nokkru leytí trú-
lofaður í vetur. Jæja, samt verð ég að
segja þér eitthvað um stúlkuna mína
eem var. Það er annars nógu hlægilegt
ævintýri. Eg sá Istúlkuna mína fyrst
á “boyðingshúsi”, sem ég liélt til á.
Hún kom þangað oft á kvöldin tá að
finna húsmóður mína. því ég kallaði
konu gestgjafans liúsmóður mína, og
svo þurfti náttúrlega æfinlega einhver
að fylgja henni heim til sín, því hún var
svo makalaust hrædd að vera ein á ferð
þegar dimmt var orðið. Og atvikin
höguðu því svo einhvern veginn þannig,
að ég fylgdi henni heim til sín þrisvar
eða fjórum sinnum. Mér leizt strax
vel á stúlkuna, því hún er mjög mynd.
arleg, ung og kát og fylgir tízkunni út
• yztu æsar, og það á nú kanske við
mína sál. Svo fór hún alt í einu til
Nýja íslands í vetur og ég á eftir, — ja,
þvfiíkt hringsól! F.g leitaði þar að
henni eins og saumnál i þrjár vikur.
Svo fann ég hana af einhverri tilviljun.
Og þegar hún fór til Winnijæg i vor,
hélt ég endilcga að við værum trúlofuð.
Ég fer náttúrlega ekki að skýra þér frá
öllum smáatvikum, sem lágu að þessari
trúlofun, því hvað skyldi þig varða um
það ? Þú verður að eins að halda þræð
inum. Svo kom ég hingað til borgar-
innar mánuði síðar en hún; og það
fyrsta, sem ég geri, er, að finna stúlk-
una mína. Hún var ofboð kurteis,
eins og allar vestur-íslenzkar .stúlkur
eru—skelfilegiJ til frásagnar—stúlkan
mín, sem var eldheit ástin sjálf i Nýja
Islandi, já, hún var nú eftir einn ein-
asta mánuð orðin köld—köld eins og ís !
Eg er maður. sem er fljótur að hitna og
eins fljótur að kólna aftur. Og þú get-
ur ímyndað þér, hvernig þessi saga fór
á endanum—fór vitaskuld undur-vel. í
gærkveldi var ég á ferð eftir Aðalstræt-
inu og gekk við hliðina á yndislegri
stúlku, sem ég kynntist ofurlítið í Nýja
Islandi; ja, hverjum skyldi ég mæta
nema stúlkunni minni, sem var, og
hver gekk við hlið liennar? Maður í
rauðum klæðum, með spora á hælum,
og húfuna utan í vanganum—það er
pilturinn hennar, sem nú er.
Ef þú vilt ganga i augun á stúlk-
unni minni, sem var, og hennar líkum,
verðurðu að vera fallegur í vexti, með
breiðar herðar og mikla vöðva ; en það
getur þú verið með þvi, að láta sauma
púða undir fóðrið ;á fötunum þínum.
Þú verður að hafa tinnusvart hár og
fallegt og mikið svart yfirvararskegg
Það getur þú sömuleiðis veitt þér með
þvi, að béra lit í hár þitt og skegg
Hörundsbjartur máttu til með að vera,
með nettar og hvítar hendur ; .en það
getur þú .verið með því að vinna ekki
útivinnu, og éta með köflum dálítið af
hreinu mjöl-lími úr korni, eða eitthvað
þesskonar. Fylgdu tízkunni ;• hafðu
eitthvað i vösunum til að hringla í, og
hafðu æfinlega nóg til að setja út á
þennan eða hinn, Jog þessa eða hina.
Blessaður vertu! Þú trúlofast fimm-
tíu sinnum á ári, ef þú bara fylgir þess
ari “forskrift”. En viljir þú nú kvong-
ast, máttu ckki Játa trúlofunarlíf þitt
vara lengur en einn til þrjá mánuði—
það er svo hætt við að dúfan þín fljúgi.
• En mundu nú eftir þvi, að þó fólk-
ið segi að mikil brögð séu að hviklyndi
í ástum meðal Yestur-íslendinga, þá
er einnig á meðal þeirra fjöldi af pilt-
um og stúlkuin, sem er stöðugt og
tryggfast í ástum.
Þinn,
Bessi.
NOKKUR ORÐ TIL G. G..
ÁRNES P. O.
Herra Gunnar Gíslason hefir í Hkr.
9. Júní siðastl. skrifað greinarstúf og
spyr hann mig að, hvort ég haldi að
Guðvarður Hannesson hafi lengi lifað á
þurrum kartöflum og fiski. Það er nú
að segja Gunnári, að ég hefi aldrei sagt
að menn hér lifðu á þurrum kartöflum
og fiski, því ég veit ekki ’til, að kartöfl-
ur séu þurkaðar svo mikið að þær geti
heitið þurrmeti, sama er að segja með
fiskinn, að hann er saltaður og síðan
soðinn eins og kartöflurnar áður en
hann er borðaður, svo hvorugt er hægt
að kalla þurrt. enda eru það orð Gunn-
ars, en ekki mín, en ef hann á við það,
að Guðvarður borði smjör með fiski og
kartöflum, þá veit Gunnar dável að
menn gera það ekki almennt liér, því
það er étið hvað með öðru, nefnil. fisk-
urinn og kartöflurnar ; og þó Guðvarð-
ur hafi 4 kýr, þá sýnir Gunnar að hann
hefir ekki mikið af smjöri, þó hann hafi
selt smjör fyrir 10 dollara eitt ár af tíu
árum, sem hann er búinn að vera hér
og hefir hann þó selt alt það smjör, ,sem
hann liefir getað, en oft brúkað lítið af
því sjálfur. En með fiskinn er það að
segja, að Guðvarður hefir hfað mikið af
honum, eins og flestir gera, sem við
vatnið búa, og þykir engin niðurlæging
því eins og útlit er fyrir að Gunnari
þyki það, munu fáir af bændum rétt i
kringmn Gunnar veiða meiri fisk árlega
eftir fólksfjölda 'en Guðvarður, enda
mundi hann oft hafa verið svangur
fyrstu árin hér, hefði hann ekki haft
fisk og kartöflur, þó hann æti ekki við
því smjör sjálfur, hefir Gunnar sagt 7að
Guðvarður brúkar mikið af kartöflum,
því hann hefir lítið selt af þeim; sömu-
leiðis hefir hann að eins veitt fisk til
heimilisþarfa. Reyndar veit ég að Gunn
ar segir kartöflurnar vel miklar, því
Guðvarður hefir stundum fengið fyrir
neðan 70bush., en það gerir nú ekkert
til, Gunnar hefir sagt of mikið fyrri.
Þá segir Gunnar, að Guðvarður hafi selt
6 gripi þennan árstíma fyrir $30 hvern
til jafnaðar, en þetta eru allir þeir grip-
ir, sem hann hefir selt síðan hann kom
liingað og verða það $18 á ári, og þegar
hann er búinn að borga af því til sveit-
ar, frá 6—10 dofl. á ári hverju og kaupa
6 sekki af hveiti, þá munu menn sjá afT
ekki verður mikið eftir af þeim pening-
um til að kaupa aðrar nauðsynjar, sem
sem ekki er hægt án að vera. Nei,
Gunnar minn, grein þín sýnir einmitt
það, að Guðvarður liefir ekki úr miklu
að spila. því þetta munu vera allir þeir
peningar, sem hann hefir fengið siðan
hann kom hingað, þvi fyrir smjör-ögn-
ina hefir hann ekki fengið þá og ekki þó
hann hafi lagt einhverja ögn af kjöti til
kaupmanna. En fyrir sérstaka iðju-
semi og sparsemi þeirra hjóna munu
þau komast af með þeim betri hér í
bygð, því þau hafa, sem maður segir, í
sig og á, en meira ekki, en aftur eru
það nokkrir hér, sem maður getur ekki
sagt það um. Gunnar segir, að bezt
fari að sýna báðar hliðar, en það hefir
hann ekki gert, fremur enn ég. En sá
er munur á okkur, að ég hefi ekki skrif-
aðannað en það, sem var satt, um þessa
nýlendu, þar sem Gunnar hefir skrifað
svo mikið bull, að flesta hefir undrað
að nokkur maður skyldi láta annað eins
sjást eftir sig. Eg geri mér enga rellu
út af því, hvort Gunnar, getur mín til
ills eða góðs. gildir einu hverju meginn
karlinn er, en samt vil ég ekki skifta
mínum orðstýr fyrir hans ; ekki skil ég
heldur í því, að bændunum í kring um
Gunnar þyki mikil upphefð í þvi, að
hann riti mikið um þá, þeir munu gera
alt sem þeir geta til þess að sjá fyrir sér
og sínum, og í síðustu lög munu þeir
leggja fyrir sig atvinnu Gunnars. Ef
Gunnar ætlar að halda áfram við mig
eins og hann hefir byrjað, er hann sjálf-
ráður, en ég vil ráðleggja lionum að
eigna mór ekki það sem ég hefi aldrei
sagt, því þar mun hann fá fyrir sitt.
Árnes P. O., 3. Júlí, 1894.
Guxxlaugur Hei.gason.
ÞAKKARÁVARP.
Eins og mörgum er kunnugt var
sonur minn, Gísli Konráðsson, veikur af
lungna-tæringu næstl. 4 ár, og sem,
þrátt Ifyrir allar lækna tilraunir og
mikla meðalabrúkun, varð dauðamein
hans, 10. þ. m.
Það erekki tilgangur minn með lín"
um þessum, að lýsa þjáningum hans né
lifsreynslu minni þennan erfiða tíma,
heldur er'það innilegt þakklæti mitt til
hinna mörgu mannvina, sem réttu mér
hjálparhönd meðan ég bar hina þungu
byrði mótlætisins. Endurminningin
fylgir mér, en byrðinni er af létt, að því
leyti, að nú er sonur minn genginn til
sinnar eilífu hvíldar, og þarf ekki minn-
ar aðhjúkrunar við, og mannvinirnir
komast heldur ekki lengur að, til að
sýna honum göfulyndi sitt, því andinn
er floginn í himininn hátt og hrópar til
vinanna sinna : Nú er ég heilbrygður,
nú hefi ég mátt, og nú get ég farið að
vinna.
Það væri réttast að auglýsa nöfn
allra þeirra, sem hafa.-gefið mér bæði
peninga og annað og á ýmsan Ihátt hafa
sýnt mór velvild og hluttekningu í raun
um mínum, en af því það tæki upp mik-
ið rúm í blaðinu, og svo er annað, að ég
veit að mér var gefið af mannkærleika,
en "kærleikurinn er ekki raupsamur”,
slepþi ég því að nafngreina livern ein-
stakann1 en set hér upphæðina á pening
um þeim, sem heiðursmennirnir Ketiþ
Valgarðsson og Jónas .1. Daníelsson
gengust fyrir að skotið var saman
handa mér og sem þeir skilvíslega af-
hentu mér ásamt nafn-alistagefendanna.
Það var samtals $19,50, og gefendurnir
fullir 60 að tölu, og margir af þeim fá-
tækir.
Enn fremur liafa margir gefið mór
úr eigin hendi, og nokkrir af þeim höfðu
áður gefið til samskotanna, en á meðal
hinna heiðruðu gefenda get ég ekki stilt
mig um að nefna heiðurshjónin Kristján
Jónsson og Elínborgu Stefánsdóttir,
sem gáfu mér 4 mánaða húsaleigu, og
sem með sinni alkunnu mannúð sýndu
mér og syni mínum sál. hina mestu vel-
vild í orði og verki, meðan við dvöldum
í húsi þeirra. Svo eru og önnur hjón,
sem mér er skylt að nefna, Kristján
Kristjánsson og'Guðrúnu Guðjónsdótt-
ir, sem gáfu mér egg og mjólk langan
tíma og mikið annað.
Allar þessar gjafir og mannelsku-
verk sýna ljóslega, að kærleikurinn er
góðgjarn. Og svo bið ég hinn algóða
sem öll góð og fullkomin gjöf kemur frá,
að launa velgjðrðamönnum mínum,
þessum trúu þjónum kærleikans, með
sinni eilífu blessun.
Winnipeg, 19. Júlí, 1891.
Rósa Jóhannesdóttir.
“The Novel Shoe Store”
G75 Main Str.
---- Sami staðurinn, þar sem Paulson & Co. verzluðu áður. -
Karla og kvenna skór og stígvél, koffort og töskur. Alt mjög vel vandað og
með lægsta verði. Komið og skoðið vörurnar og spyrjið um prisana.
T. J. Tillett, eigandi.
SUNNANFARI.
Sunnanfara í vestrheimi eru: W. H.
Paulson, 618 ElginAve.,Winnipeg;Sigfus
Bergmann, Garðar, N. D.; G. S. Sigurðs-
son Minneota, Minn., og G. M. Thomp-
8on, Gimli Man. Hr. W. H. Paulson er
aðaíútsölumaðr blaðsins í Canada og
kefir einn útsölu á því í Winnipeg.
Verð 1 dollar.
Derby Plug reylctóbak er æíinlega happakaup.
Dominion ofCanada.
N
ORTHERN PACIFIG
RAILROAD.
TIME CARD.—Taking effect Wedces-
day June 29, 1894.
200,000,000 ekra
í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir
landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og
meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef
vel er umbúið.
í inu frjásama helti
í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis-
liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrleudi, engi og beiti-
landi—inn víðáttumesti fláki í heimi af lxtt bygðu landi.
MAlmndmaland.
Guli, silfr, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma
landi; eldiviðr því tryggr um allan aldr.
Jdrnhraut frá liafi til hafs.
Canada-Kyrraliafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial-
brautirnar mvnda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Ca-
nada til Kyrrahafs. Sii braut liggr um miðlilut frjósama beltisins eftir því endi
löngu og um liina hrikalegu, tignarlegu fiallaklasa, norðr og ver n
og um in nafnfrægu Klettaljöll Vestrheims.
# Heilnœmt ofts.
Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame-
ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrog sumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stað-
viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu.
Samhandsstjórnin i Canada
gefr hverjum karlmanni yfirl8 áragömlum oghveTjum kvennmanni, sem heflr
fyrir familíu að sjá,
16 0 ekrur af Inndi
alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogvrk
það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis
jarðar og sjálfstæðr í efnalegu tilliti.
i Islemkar uýlendur
í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöðum.
Þeirra stœrst er NYJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á
vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja Islandi, i 30—25 mílna fjarlægð
er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðmn þessum nýlendum er .mikið af ó-
numdu landi, og báðar þessar nýlemlr liggja nær höfwðstað fyikisins, en nokkr
hinna. ARGYI.E-NYLENDAN er 110 mílur snðvestr frá Winnipeg; ÞING-
VALLA-NÝLENDAN, 260 mílur norðvestr frá AVinnipeg; QU’APPELLE-NÝ-
LENDAN um 20 milur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBEItTA-NÝLEND-
AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í
síðas.t töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygöu, ágætu akr- og beitilandi.
Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að
skrifa um það:
THOMAS BEHNETT
DOMINION GOVT IMMICRATION ACENT,
Eða 13. L. Baldwinson, Isl. umhoðsm.
Winnipeg, - - - - Canada.
MAIN LINE.
North B’und STATIONS. South Bound
6 Sö wi . co £ ° , 1—1 St. Paul Ex. No.l07Daily. St. Paul Ex.,^ No.108 Daily. Freight No. 154 Daily j
1.20p) 4.00p .. Winnipeg.. 11.30a 5.30a
1.05p 2.49 p ♦Portage Junc 11.42a 5.47a
12.42p 2.35p * St.Norbert.. 11.55a 6.07a
12.22a 2.23p *. Cartier.... 12.08p 6.25a
11.54a 2.05p *. St. Agathe.. I2.24p 6.51a
11 31 a 1.57p *Union Point. 12.33p 7.02a
11.07a 1.46p *Silver Plains 12.43p 7.19a
10.31a 1 29p .. .Morris.... l.OOp 7.45a
10.03a 1.15p .. .St. Jean... l.lBp 8.25a
9.23a 12.53p . .Letellier ... 1.34p 9.18a
8 OOn 12.30pi,. Emerson .. 1.55p 10.15a
7.00a 12.15p . .Pembina. .. 2.05p 11.15a
ll.Oáp 8.S0a Grand Forks.. 5.45p 8.25p
1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. 9.25p 1.25p
3.45p Duluth 7 25a
8.30p Minneapolis 6.20a
8.00p ... St. Paul... 7.00a
10 30p ... Chicago .. 9.35p
MORRIS-BRANDON BRANCH.
East Bound W. Bound.
Freight Mon.Wed.Fr. Passenger Tu.Thur.Sat. STATIONS. Passenger Mon.Wed.Fr Freight Tus.Thur.Sat.
í.aopi
7.50p
6.5«p
5.49p
5.23p
4.39p
3 58p
3.14p
2.51p
2,l5p
1.47p
1.19p
12.5 7 p
12.27p
11.57a
11.12a
10.87a
10.13a
9.49a
9.39a
9.05a
8.28a
7.50a
3.00pl
12 55p
12.32p
12.07a
11.50a
11.3Sa
11.24a
U.02a
10 50a
10.33a
10.18a
lO.Ola
9 53a
9 38a
9.24a
9.07a
8.45a
8.29a
8.22a
8.14a
8.00a
7.43a
7.25a
. .Winnipeg . ,|11.30a| 5.30]
.. .Morris
* Lowe Farm
*... Myrtle...
... Roland....
* Rosebank..
. Miami....
* Deerwood..
* Altamont ..
. .Somerset...
*Swan Lake..
* Ind. Springs
♦Mariapolis ..
* Greenway ..
... Baldur....
. .Belmont....
*.. Hilton....
*.. Ashdown..
W awanesa..
* Elliotts
Ronnthwaite
♦Martinville..
Brandon...
1.35p
2.00p
2.28p
2.39p
2.58p
3.13p
3.36p
3.49p
4.08p
4.23p
4.38p
4.50p
5.07p
5.22p
5.45p
6 04p
6 21p
6.29p
6.40p
6.53p
7.11p
7.30p
8.00a
8.44a
9.31a
9.50a
10.23a
10.54a
11.44a
12.10p
12.51p
1.22p
1.54p
2.18p
2.52p
3.25p
4 15p
4.53p
5.23p
5.47p
6.04p
6.37p
7.18p
8.00p
West-bound passenger trains stop
Baldur for meals.
PORTAGE LA PRAIRE BRANCH.
East Bound W. Bound
Mixed Mixed
No. 144 STATIONS. No. 143
Monday Monda
Wed , Fri. Wed., Fri.
11.55 a.m. .. Winnipeg.. 2.00 a.m.
11.42 a.m. *Port Junction 4.15 a.m.
ll.lOa.m. *St. Charles.. 4.40 a.m.
11.00 a.m. * Headingly.. 4.46 a.m.
10.30 a.m. * White Plains 5.10 a.m.
9 32 a.m. *.. Eustace... 5.55 a.m.
9.05 a.m. *.. Oakville.. 6.25 a.m.
8.20 a.m. Port. la Prairie 7 30a.m.
Stations marked —*— have no agent.
Freight must be prepaid.
Numbers 107 and 108 have through
Pullman Vestibuled Drawing Room Sleep
ing Cars between Winnipeg, St. Paul and
Minneapolis. Also Palace Dining Cars.
Close connection at Chicago with eastern
lines. Connection at Winnipeg Junction
with trains to and from tho Paciflc coats
For rates and full information con-
cerning conuection with other lines, etc.,
apply to any agent of the company, or
CHAS. S. FEE, II. SWINFORD
G.P.&.T.A., St.Paul. Gen. Agt., Wpg.
H. J BELCH, Ticket Acent,
486 Maiu Str., Winnipeg.
948 Jafet í föður-leit. ’
leyti minn eigip herra,” svaraði ég. “Ef faðir
minn heimtar að ég verði hjá honum, má 6g
þá ekki til með að hlýða ? En sem steudur
get ég ekkert um þetta sagt. Eg skal skrifa
ykkur. Tímóteus getur gengt mínum störfum í—”
par kom haft á tungu mína — ég treysti
mér ekki við orðið “búð.” í fyrsta skifti síð-
an ég kom inn, leit Súsanna framan í mig
og það alvarlega, cn sagði ekki neitt. Mr. og
Mrs. Cophagus, sem ef til vill voru að tala
um þessa breytingu, gengu ] þessu burt úr
stofunni, í þeim tilgangi máske, að gefa mér
tækifrcri að segja við Súsönnu það sem mér
bjó í bijóstl. En ofan á var erindi þeirra að
líta eftir ferðatósku minni. "Súsanna,” sagði
ég þá, “þú virðist ekki samgleðjast meö mér.”
“Trúðu mér, Jafet Newland,” svaraði lnin,
“að ég gleðst sannarlega af ðlln, er aukið get-
ur ánægju þína,. En ég get ekki annað en
óttast, að þessi raun verði meira en þú þolir
svo að þú fallir. Jafnvel nú get ég greint, að
hugur þinn er æstur af nýum vonum og stseri-
lætið vaknað.”
“Ef ég er rangur, verður þú að fyrirgefa
mér, Súsanna. Þú veizt, að mitt eina mark-
mið er, að flnna föður minn. Þegar ég befi
nú fuila ástæðu tii að vona, að sú ósk mín
sé uppfylt, getur þú þá orðið bissa eða láð
mér, ef ég sýni löngun til að falla í faðm
hans ?”
“Nei, þvert á móti met ég slíka sonar-
Jafet í föður-leit. 649
lega tilfinning, Jafet, en spyr þitt eigið hjarta,
hvort það sé eina tillinningin, sem nú ædr seð
þitt. Vonast þú ekkl eitir, að faðir þinn sé
af tignum ættum og í hárri stöðu ? Býzt þú
ekki við að geta aflur fylt flokk hins gjálifa
heims, sem þú heflr yfirgefið, en sem þig
langar í enn ? Lítur þú ekki nú undir eins
með fyrirlitning á stöðu þína hér? Og meira
til: Langar þig ekki til að kasta af þér
þessum einfalda búningi og ekki búningnum
einungis, lieldur einnig að kasta frá þér þeim
flokki, er þú á neyðartímanum gekkst í ? Spyr
þú hjarta þitt að þessu og svara síðan, ef
þér sýnist. Þó bið ég þig ekki aö svara, því
8annleikurinn yrði þér skerandi, en iýgi veizt
þvi að ég þoli með engu móti.”
Ég viðurkendi með sjálfum mér að hún
sagði satt, og vildi ekki neita því. “Súsanna”
sagði ég og settist lijá henni. “Það er ekki
auðgert að umbreytast á stuttri stuud. Ég
hefl dvalið í heirni tízkunnar um mörg ár,
en þér liefi ég ekki verið samtíða tvö ár.
Ég vil ekki neita að þær tilfinniogar, sem þú
lýstir, séu kviknaðar í brjósti mínu, en ég
ætla að reyna að halda þeim í skefjum, þín
vegna að minnsta kosti. Súsanna vil ég revna
að halda þeim í skeljum, því ég met þína
skoðun meira en alls heimsins þú liefir vald
til að gera við mig eins og þér sýnist. Viltu
beita þvi valdi?
“Sú trú er veik, Jafet,” svaraði Súsanna,
652 Jafet í föður-leit.
að fleygja mér niður frammi fyrir henni, segja
henni af ást rninni og hætta allri liugsun
um að leita föður míns fyrr en eftir að við
værum gift, þegar hún alt í einu stóð á
fætur og gekk skyndilega út úr stofunni.
“Hún elskar mig þá, guði sé lof!” hugsaði
ég. “Ég skal ekki fara strax, en tala heldur
við hana fyrst.” Settist ég þá niður yfirKom-
inn af geðshræring. Ég hafði blaíið i liend-
inni og varð litið á auglýsinguna aftur. Min
forna löngun vaknaði á ný, svo ég luigSi.ði
um ekkert nema föður minn og rauk út og
burt.
Innan hálfrar stundar hafði ég kvatt
Tímóteus og yfirgefið Reading. Hvernig ég
komst til Lundilna, að því er snertir vitneskju
um, hvað fram við inlg kom á leiðinci og
hvað lengi ég var á leiðinni, það get ég ekki
sagt, svo var geðshræring mín mikil og marg-
vísleg. Ég get naumast lýst því ástandi, er
ég var í. Hugurinn var á ilugaferð, sífeldri
hringferð, frá föður mínunr til væntanlegs
fnudar, til Súsönnu, burtfarar minnar fra
Reading, táranna er liún lielti út og — til
endalausra loftkastala gerðar. Þegar vagninn
staðuæmdist í Lundúnum sat ég kyr í sæti
eftir að aðrir voru farnir, því ég vissi ekki
lxvar ég var, þangað til ökumaðurinn spurði
mig, hvort andinn væri ekki kominn yfir mig,
svo að óg gæti stigið úr vagninum. Þár rankaði
mig við því hvar ég var, stökk oían og kallaði tll
Jafet í föður-leit. 645
og íinnur þá það, sem hann svo lengi liefir
leitað að. Skvldi hann sjálfur sjá þe-sa aug-
iýsing, er hann beðinn að rita undir eins saro-
kvæmt ofangreindri utanáskrift og segja alt
um liagi sína. Skyldi einhver sjá þessa aug-
lýsing og geta gefið einhverjar upplýsingar
um fyrgreindan J. N., fær hann það riflega
launað.” ,
Ég lxneig niðnr á stólinn. “Guð rninn
góður ! Þetta getur ekki verið misskilningur
—‘og finnur þá þaö, sem hann svo lengi liefir
leitað að.’ Tímóteus, kæri Tímóteus, um síð-
ir hefi ég þá fundið fóður minn.”
“Það skyldi ég sannarloga ætla, kæri Ja-
fet, og ég vona það reynist enginu misskiln-
ingur,” svaraði Timm.
“Nei, svo illa vil jég ekki ætla þá, Tímó-
teus, að þeir dragi mig á tálar.”
“Þó er það greinilegt, að Masterton er
eitthvað við þetta riðinn,” sagði Timm.
“Hvaða ástæða er til að hugsa það ?”
“Iívers vegna ella skyldi auglýsingin ein-
mitt birtast í Reading-blaði ? Hann liefir ang-
sýnilega tekið eftir póstmerkiuu á bréfinu frá
mér.”
Þessu svari til skýringar verð ég að geta
þess, að Timni halði lofað Mastertoa að láta
haun vita, ef hann findi mfg. Stuttu eltir að
hunu kom bað liann mig um leyfi til að senda
freguina. Ég leyfði það með því skilyrði, að
hann segði það eitt um mig, að mér liði vel