Heimskringla - 08.09.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.09.1894, Blaðsíða 2
9 HEIMSKRINGLA 8. SEPTEMBER 1894. Ileiuiskriugía komr út ú Laugardögum. f íe HeimskrÍDgla Ttg. & PdM. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 máuu'M *2,50 fyrirframborg. |2,00 6 ---- $1,50 ------ — *1,00 3 ---- $0,80; ----- — $0,50 Ititstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi neina frímerki fyrir endr- sending íylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brdfuin ritstjórn viðkomaudi, nema í blaðinu. Nalnlausum bréfmn er enginn gaumr gelinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir inerki eða bókstöf- um, ef böf. tiltek. «iík» merki. Uppsögnógild að lögam, uema kaup- audi sé alveg skuldlaus við blaliið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Órder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. G53 Pacific Ave. (McWilliam Str.) Wilfred Laurier. Það var merkisdagur meir en að nafninu mánudagurinn 3. Sept- ember þ. á. hér í Winnipeg. Fyrst og fremst var það verkmannadagur- inn, sem lögin gera ráð fyrir að lialdinn sé hátíðlegur 1. September, en sem hér var frestað til mánudags, af því fyrsta dag mánaðarins bar upj) á iaugardag. í öðru lagi var hinn nafntogaði mælskumaður og þingskörungur Wilfred Laurier, sem fyrir löngu liefir verið nefndur-‘silfurtunga, for- ingi “liberal”-flokksins í Canada, væntanlegur hingað um hádegisbil- með aukalestinni frá Rat Portage. Eftir að hafa horft á prósessíuna og hlustað á glymjandi hornamúsik, þustu allir sem máttu á C. P. R. stöð ina um kl. 12, til þess að sjá keisara allra líberala í Canada. Inni í vagn stöðinni og umhverfia hana er stíiðu- rúm fyrir allmargar þúsundir, en færri komust þó á það svæði en vildu. Allir biðu rólegir, þó þröngt væri og kvörtuðu vonum fremur minna þegar auglýst var, að lestin kæmi ekki fyrr en 50 mínútum seinna en ákveðið var. Hornblás- endaflokkur var og í þyrpingunni og stytti hann mönnum stundir. Um síðir gekk lestin í garð og von bráð- ar sáu menn, að út um afturdymar á aftasta vagninum (prívat vagni, sem C. P. R. er svo liberal að ljá liberal- höfðingjanum án nokkurs endar- gjalds annars en vona um liberal- þingmála undirtektir, þegar á þaif að halda) gægðist plpuhattur mikill og gljáandi og fylgdi þar með mað- ur Njál-rakaður í mógrárri, nærskor- inni yfirhöfn. Það var Laurier með holdi og blóði og laust þá upp miklu fagnaðarópi, en hornblásendurnir blésu sigursöng á lúðra sfna. Var svo Laurier ásamt föruneyti sínu færður gegnum mannþröngina og inn í biðsal kvenna á vagnstöðinni og fylgdu allir á eftir, sem bolmagn höfðu til að brjótast áfram. Þar á- varpaði Lauricr mannþröngina nokkrum orðum. Var síðan ekið mcð hann og konu hans að íbúðar- húsi herra J. A. Iíichards á Notre Dame Ave., er hafði þennan mcrka landsmann sinn fyrir heiðursgest á meðan hann dvaldi í bænum. Samkvæmt fyrirætlun áttu ræð- úr að byrja kl. 8 um kvöldið, en kl. 7 eða fyrr var hvcrt sæti í skauta- húsinu (og þau voru 3000) upptekið, og- er kl. var 8 munu um 4000 manns hata verið innan veggja húss ins og þyrping úti fyrir hverjum glugga og dyrum, en mörg hundruð urðu frá að hverfa, komust hvergi nærri aðalinnganginum. Á mínút- unni 8 gekk Laurier í salinn og byrjuðu þá ræður. Fvrstur talaði Isaac Campbcll, fundarstjóri, þá Jos. Martin, þá Chas. Ilyman, frá London Ont.. þá William Mulock frá Toron to, þá Laurier, þá D. C. Fraser frá New Glasgow, Nova Scotia, og að síðustu James Sutherland frá Wood- stock í Ontario. Allir biðu mcð óþreyju eftir, að hinn nafntogaði ræðuskörungur byrj- aði, og flúðu margir úr prísundinni undir eins og hann settist niður. Martin þekkja flestir Manitoba-menn og vita að hann hefir stóran munn og stálbryddann, en sjaldan hefir hon- um farizt jafnófimlega að flytja stutta ræðu eins og í þetta skifti. Hyman og Mulock eru fráleitt meira en mcðalmenn hvað mælsku snertir og sumt af því sem þcir sfigðu ber vott um, að þeir séu betur kjömir til að amstrast í lireppapólitík heima í Ontario, heldur en að ræða um alrík- ismál. Við ræður þeirra var þó tve nnt gott, fyrst það, að við saman burðinn varð Laurier enn stærri og mælskari en ella, og annað það, að þær voru stuttar, samkvæmt ósk fundarstjóra, sem vorkenndi fjöldan- um, konum sem körlum, er stóð, þó ekki væri pláss til að standa. Að lyktum stóð Laurier upp og héldu þá allir niðri í sér andanum á meðan þeir máttu, eftir að fagnaðar- ópið var um garð gengið. Jafn- snemma Laurier stóð upp 15 ára stúlka, gekk upp á ræðupallinn og færði lionum vönd mikinn úr ilmrík- um blómum. í launaskyni rak hann henni rembingskoss, en gat þess um leið, að það væri ekki siður sinn að kyssa eldri stúlkur en 14 ára, enda var kona hans viðstödd. Var þetta atvik efni í nýtt fagnaðaróp og hlát- ur; hlógu þá allir er gátu það fyrir vatni, er spratt upp í munni þeirra. Svo byrjaði Laurier ræðu sína og talaði klukkustund. Mælskur er hann að vísu vel, þurfti aldrei að hugsa sig um og aldrei að endurtaka eða tyggja upp aftur, og áherzlu- réttari ensku talar hann en nokkur annar frans-canadiskur maður, sem vér höfum heyrt, en hóflaus gífur- mæli eru það, að kalla hann einn málsnjallasta manninn í ríkinu eða á meginlandinu. í þessari ræðu að minnsta kosti sýndi hann engin til- þrif, er komast i hálfkvisti við tilþrif samlanda hans J. A. Chapleau’s, né hcldur tók hann í nokkru fram mælsku sambandsstjórnarformanns- ins Sir John Thompsons. En verið getur að hann hafi ekki gcrt alt scm hann gat, að hann hafi hugsað meira um efnið en um orðaval í þessari fyrstu ræðu sinni hér vestra. Efni ræðunnar var Ijós vottur icss, að hann er að búa menn undir kosningar. Það var í fáum orðum sami sálmurinn, sem allir “libcral” sannkristnir mcnn syngja við öll slík tækifæri, það, að sambands- stjómin sé óalandi og ófcrjandi, en að liberal-flokkurinn einn hafi vald á öllu réttlæti og öllum gæðum. Þeg- ar hann kæmist að völdum kvaðst hann skyldi sýna mönnum hve mikl- ar umbætur mætti gera, hve mikið lækka gjöldin o. s. frv. Vínsölu- banni kvaðst hann statt og stöðugt lofa, ef hann næði stjórntaumun- um, samkvæmt framkomnum vilja almennings. Á skólamáiið í Mani- toba minntist hann og. Kvaðst við- búinn að segja Manitoba-mönnum, a ð skólalöggjöf þeirra gæti ekki stað ist, ef sannað yrði að lög þau þrengdu kaþólskum mönnum til að senda börn sín á protestanta skóla, skóla þar sem guðfræði væri kennd. Um það kvaðst hann hafa tvær ólík- ar sagnir. Kaþólikar segðu sér, að böm sín væm skyld til að ganga á protestanta skóla, en Greenway- stjómin þverneitaði því. Hér væri því um það að gera að sanna hver hefði rétt, hver segði satt. Laurier er fríður maður sýnum, svipurinn hreinn og viðmótið þægi- legt. Ilann er hár maður vexti, rétt vaxinn og fremur grannur. Hann er nú kominn yfir fimmtugt og er hárið dökkt,en orðið dálítið hæruskot ið. Kona hans er lág vexti og gild og alt ófríðari og ellilegri en hann. Það er hvorttveggja að Wilfred Laurier átti og á skilið að honum sé sómi sýndur og innilega fagnað, þeg ar hann í fyrsta skifti heiðrar Vest- urlandið með komu sinni, enda var honum veitt hvorttveggja í eins rík- um mæli og Winnipeg-menn gátu úti látið þtigar hann um daginn kom. Andstæðingar hans í pólitlskum skilningi fögnuðu honum eins inni lega og samvinnumenn lians, eins og þeim líka bar, því mannkostir hans, hans miklu gáfur og hans háa staða krefjast þess, að hann sé virtur og metinn. Það er líka óhætt að segja, að aldrei hefir jafnfjölmennur né jafn kyrrlátur pólitískur fundur verið haldinn f Winnipeg. Fjöldamargir af merkustu og öflugustu meðhalds- mönnum Conservative-flokksins voru á þeim fundi og heyrðu hlífðarlaus- ar ádeilur á flokk sinn frá upphafi til enda, en enginn mælti orð eða rask- aði í nokkru ró fundarins, og hefir slíkt aldrei fyrr átt sér stað í þessum bæ. Er það ef til vill Ijós vottur þess, hve almennt Laurier er met- inn. f þessari ferð sinnj er vonandi að hann læri þann mikilvæga sann- leika, að Vesturlandið útheimtir margt miklu fremur en niðurfærslu tollanna. Það er vonandi að honum lærist hve skammsýnir og óréttlátir hans lautenantar hafa vcrið, þegar þeir um undanfarin ár hafamcð oddi og egg andæft kröfum þessa lands- hluta um fjárveiting eða styrk í ein- hverri mynd, hve lítið þeir hafa gert úr Vesturlandinu og hve mikla ó- sannsögli þeir hafa flutt þegar þeir liafa sagt það drepandi byrði á herð- um austurfylkjanna. í ræðu sinni reyndi hann auðvitað—og það ann- ars gerðu þeir allir sem töluðu, eins og þar væri viðkvæmt hrúður—að bera á móti, að slik skoðun hefði við rök að styðjast. Til allrar óham- ingju er þingtíðinda samsafn undan- farinna ára honum og þeim ekki samdóma. Hann gerði og lítilshátt- ar tilraun að liera blak af hægrihand armanni sínum og fyrirhuguðum fjármálastjóra, Sir Richard Cart- wright, manninum sem í pólitískum skilningi er óefað svartasti negrinn í hvítum ham, sem óhamingja Canada hefir nokkru sinni slegið lausum á leikvelli stjórnmálamanna. Það var eðlilegt og sjálfsagt að hann reyndi að verja fiokkinn,en að fara að verja Sir Richard, það var alt meira, því það hefir aldrci frá upphafi verið efi á því, að sá maður hefir komið fram sem heiptrækinn fjandi Vesturlands- ins, ef ekki, eins og stundum hefir virzt, lieiptrækinn þjóðljandi Cana- da i heild sinni. Það sýnist og að það hafi Lauriar verið vel kunnugt og þess vegna ekki viljað hafa þann náunga með sér í vcsturförina. Hefði það ekki vakað fyrir honum og þeim sem förinni ráða, að riddara þeim mundi illa fagnað vestra, hefðu þcir að líkum ekki látið liann sitja heima, því hvorki skortir hann stæltan munn eða pólitiska slægvizku. Og þegar hugmyndin er að leggja und- ir sig alt Vesturlandið, þá sýnist lík- legt að höfð mundi meðferðis önnur eins kylfa og Sir Richard er álitinn, ef maðurinn væri álitinn vinsæll og meðmæltur Vesturlandinu. Lögbergi leiðist að heyra talað um Suðausturbraut- ina. Það leiðist Greenway líka og fátt meira. Fyrsta skilyrðið fyrir þvi, að Hkr. hætti um stund að tala um það mál, cr það, að Lögberg segi rétt frá, að minsta kosti einstöku atriðum. Það segir síðast að C. P. R. hafi “fært timburfiutningsgjaldið niður álíka mikið cins og Súðausturbrautar- mennimír” hafi ætlað að færa það niður. Sannleikurinn er, að þcir fé- lagar ætluðu að færa niður verðið um $4.00 þúsundið. Svo kom tollaf- námið til sögunnar og féll þá verðið um $2.00. Þá buðu þeir að selja borðviðinn $2.00 minna en gangverð í liænum á ákveðnum árafjölda, án tillits til þess hvað gangverðið væri, hvort heldur 20, 15 eða 10 dollara þúsundið. Þann mismun verðsins ætluðu þeir að vinna upp með sölu úrgangs þess frá mylnunum, sem í Rat Portage verður að engu, enda ber kunnugum mönnum saman um, að sá úrgangur sé miklu meiri en tveggja dollara virði á hverjum þús- und fetum. C. P- R- færði flutnings- gjaldið niður svo nemur $1 á þúsund fetum. Það var alt og sumt. Hvern- ig heilvita menn fara að álíta þá nið- urfærslu og boð Suðausturbr.fél., eitt og það sama það er nokkuð sem erfitt er að skilju. Um Rainy Lake brautina, sem ver- ið er að byggja austan frá Port Arth- ur, höfum vér það eitt að scgja, að eftir því sem framast er kunnugt, hcfir ekki rammasti fjandmaður 01- ivcr Mowats minna traust á honum cn Lögb. og Greenwayingar í þessu máli. Þeir vita ósköp vel að því fé- lagi hefir hann veitt $3000 fyrir hverja mílu brautarinnar sem bygð er, þeir vita að hún er bygð meir en miðja vegu til Skógavatns, þeir vita, að fyrirætlaö takmark hennar að vestan er líainy River dalurinn og Skógavatnsströndin eystri og þeir vita að Mowat veitir sama styrkinn framvegis fyrir hverja mflu sem enn er eftir að byggja, en samt segja þeir enga minstu trygging fyrlr, að sú braut nokkru sinni fáist. Sir Oliver getur af þessu séð, að liann er ekki metinn á marga fiska sem árciðanleg- heita maður hjá þeim Greenway-lib- erölum. Hkr. hefir aldrei látið í Ijósi, að Greenway ætti að veita $10,000 á míluna til Dauphin-brautarinnar. Hún hafir heldur aldrei talið þá braut ónauðsynlega. Þvert á móti hefir hún álitið hana nauðsynlega, gerir iað enn og mun gera það framvegis, en nauðsynlegasta þó ef hún er lögð um brautarlausa flákann norðvestur að Manitobavatni og yfir það um stokkinn (The Narrows). Tribune mælti mcð að enginn styrkur væri veittur þeirri braut. Þeiiri skoðun andæfði Hkr. og vildi að styrkurinn væri veittur, en ekki -$10.(XXI á míl- una, heldur $1750, eins og stjómin hafði gert að reglu að veita þangað til Northern Pacific kom til sögunnar og vildi byggja braut til Lake Daup- hin. Meiri en Edison ? Nikola Tesla er nú viðurkennd- ur einn mesti núlifandi rafmagns- fræðingur, ef ekki sá mesti. Ilann er 37 ára gamall og er fæddur í hér- aði því er Lika heitir í Serbiu. Hann býr í New Yorkog er viðurkenndur fyrirrennari allra rafmagnsfræðinga, sem þar era saman komnir. Það sem hann nú þreytir við og sem tekur upp mestan tfma hans og hugsun er að framleiða Jjós af titr- ingi loftsins. Hanu sem sé heldur því fram, að sólarljósið sé til orðið af titringi loftsins á þeim 94 millí- ónum mílna, er aðskilja sólina og jörðina. Jafnbjart Ijós vill hann að menn geti framleitt úr gufuhvolfinu umhverfis jörðina, svo að aldrei verði sólskins þurð, hvorki á nótt né á þokudegi. Hvað langt áleiðis hann er kominn með þessa uppfinding er ekki gott að segja, en eitthvað tals- vert virðist hann kominn f þá áttina. Það er hvorttveggja að mörgum mundi of vaxið að skilja vinnuað- fcrð hans, enda sýnir hann ekki né segir hvaða meðul hann brúkar eða hvernig hann vinnur. Hann sýnir það eitt, að liann tekur langa gler. stöng í hönd sér, sveiflar henni og framleiðir innanskamms yfirgengi- lega skæra birtu. Þessum lcik hcld ur hann áfram þangað til hann sjálf- virðist nppljómaður eins og sól, þangað til Ijósstraumur sýnist standa út úr hverri svitaholu frá hvirfli til ilja og út af hverju hans höfuðliári. Hann segir lítt mögulegt að skýra svo nauðsynlegan lofttitring að mcnn almcnnt skilji hvað það er sem úthcimtist. Því almennt viðhafi menn ekki þær töluraðir, sem nauð- synlegar scu við slíkar rannsóknir. Þá einu skiljanlegu upplýsingu get- ur hann gefið, að til þess að fram- leiða sólarljósbirtu þyrfti lofttitring- urinn að nema fimm hundruð millí- ónum millíóna (500,000,000,000,000) á hverri sekúndu. Þetta segir liann sé titringshraðinn á loftinu milli sól- arinnar og jarðarinnnar og þessi titr- ingur á það að vera, sem framleiðir sólarljósið. Til þess því að fram- leiða jafnskært Ijós hér á jörðu, út- heimtist vél, er orsakað geti jafntíð- an lofttitring á hverri sekúndu. Þessa vél kveðst Tesla vera búinn að smíða og hugsa sér alt að einhverju á- kveðnu stigi. Meira segir hann svo ekki. Rafmagnsfræðingar álíta, að hans merkasta uppfinding sé raf- magnsvélin. Hún framleiðir rafur- afiið með því, að láta járnvír snúast í grend við segulstein. Þcss stærri sem segulsteinninn er, þcss fleiri snúninga fer vírinn, og þess grófari sem vírinn er, þess meira framleiðist af rafurmagninu. Fyrir hendingu tók hann einu sinni eftir því, að lít- ill lilutur úr járni snerist uin sjálfan sig í grend við stoininn. Á þeim grundvelli smíðaði hann'svo þcssa rafurframleiðsluvél, sem hann vonar að með tímanum megi nota til að framleiða rafmagnstrauma úr afli Nia garafossins og lciða langar lciðir burtu. Slðarmeir segist hann vonast eft ir að geta skýrt reikningslega, hvað rafmagn sé og hvernig því só varið að menn geti framleitt það með þess um ýmsu vélum. Vitaskuld viður- kennir hann, að það hvorttveggja sé nokkuð, sem engum tvcimur raf- magnsfræðingum eða vísindamönn- um komi saman um. Mr. Tesla kveðst og sannfærður um að sá tími sé í nánd, að menn sendi fréttir um víða veröld án frctta þráða þeirra, sem nú útheimtast til þess, og án nokkurra efna í þeirra stað. Hann hefir líka varið miklum tíma til að hugsa um það atriði raf- magnsfræðinnar. Alaska-landamærin. Það er kostnaðarsamt að fá mæld og fastákveðin landamerkin milli Alaska-skaga Bandaríkjanna og Ca- nada. Tveir flokkar landmælinga- manna og nokkrir stjömufræðingar, mcð hcilan herskara af vinnumönn- um, skógarhöggsmönnum og niönn- um, sem kunna að meðhöndla báta jafnt í stórsjó og á óálitlegum straum- vötnum, vinna að þessari mæling 702 Jafet í föður-leit. Það lá nærri að ég svaraði honum í bræði, en ég stilti mig og svaraði með hógværð : “Verið vissir um það, kæri herra hershöfðingi, að sonur yðar er ætíð tilbúinn að sýna skyldu- rækni þeim sem skyldurækni ber. En afsakið mig. Ég sé að þessi fundur hefir æst geð yð- ar svo, að þér hafið gleymt þeirri hugsunar- semi sem kurteisin heimtar. Með yðar leyfi ætla ég því að taka mér stól og getum við þá okkur þægilegar haldið áfram samtalinu. Ég vona þér séuð betri í fætinum.” Þetta alt sagði ég í blíðum rómi og með sérstakri kurteisi, færði svo stól að borðinu og settist á hann. Eins og ég hafði búist við, gerði þetta tiltæki mitt karl fokvondan. “Ef þetta er sýnishorn af auðsveipni yð- ar og virðing sem þér berið fyrir foreldrun- um, vona ég að sjá ekki meira af slíku,” sagði hann. “Þeim sem skyldurækni ber ! segið þér, og hverjum ber að auðsýna skyldurækni ef ekki hðfundi tilveru yðar ?” Og um leið barði hann hnefanum svo fast í borðið, að blekið spýttist marga þumlunga upp úr byttunni og sletti út •öll skjölin er lágu á borðinu. “Eins og þér segið, kæri faðir, er það al- veg rétt, að hlýðni er skyldug hðfundi tilveru vorrar, því ef ég man rétt, segir boðorðið : ‘Heiðra skaltu föður þinn og móður.’ En jafnframt, ef ég má koma með athugsemd, vil ég spyrja, hvort ekki þurfi áður að koma Jafet í föður-leit. 707 Reiði föður míns hafði nú sefast svo, að hann hlustaði á orð min og sá, hve afar-heimsku- leg fyrirætlun hans var. En að sama skapi og reiði hans sefaðist jókst kvölin i veika fæt- inum. Hann hafði meitt hann stórvægilega, er hann stóð á fætur, og þrútnaði hann nú óðum af bólgunni, en hann þoldi ekki við og emjaði af sársaukanum. “Get ég nokkuð hjálpað yður, kæri faðir ?” “Hringið klukkunni, herra !” "Það er þarflaust að biðja um aðstoðar- mann meðan ég er hér, herra hershöfðingi,” svaraði ég. “Ég get litið eftir yður sem lækn- ir og ef þér viljið leyfa mér það, skal ég skjótt eyða þjáningunni. Fóturinn hefir bólgnað vegna áreynslunnar og þarf þvi að losa um umbúð- irnar.” Hann svaraði engu, en andlit hans bar vott um kvölina. Ég fór þá til hans og los- aði umbúðirnar er undir eins linaði verkinn. Svo bjó ég um fótinn á ný Secundum art- em* og viðhafði alla mina handlægni og lip- urð. Tók ég svo af kommóðunni áburð og vætti umbúðirnar og var þá þjáningin innan skamms hjáliðin. “Væri yður ekki gott að sofna svolitið?” sagði ég. “Ef þér viljið það, skal ég með ánægju sitja inni um stund og líta eftir yður.” Karl var örmagna eftir bæði reiðin a og þjáninguna og svaraði mér engu, en hann hallaði sér út af á sófanum og innan skamms *) Samkvæmt reglum. 706 Jafet í föður-leit. yrði ég neyddur til að kæra yður fyrir sama tilverknað, svo að þér einnig yrðuð að mæta i Bowstræti. Hafið þér nokkru sinni mætt fyrir Bowstrætis-dómara, hershöfðingi ?” Þessu svaraði karl ekki, svo ég hélt áfram : “Hugs- ið yður og hve óþægilegt það væri þegar dóm- arinn léti yður sverja, að saga yðar væri sönn. Hvað yrðuð þér að finna yður til? Það, að þér hefðuð kvongast er þér voruð unglingur, og þegar þér svo urðuð þess vísari, að konan var eignalaus, þá hefðuð þér yfirgefið hana og strax á öðrum degi eftir giftinguna. Það, að þér, hinn heiðursverði De Benyon, liðsforing1 í hernum, hefðuð skilið son yðar nýfæddan eftir við dyrnar á munaðarleysingjastofnun, að þér hefðuð siðar haft fundi með konu yðar, þá gifta öðrum manni, og að þér þannig vær- uð sekur f að hafa hilmað yfir glæp hennar. Ég segi fundi, þvi þér töluðuð við hana og hún bað yður að fregna eftir mér. Ég er góð- fús og get þess vegna einskis til, en aðrir gera það ekki. Svo, eftir að hún er dáin komið þér til Englands og leitið sonar yðar. Hann finst og sannanir fást nægar fyrir skyldleik- anum, og hvað svo ? Ekki einungis látið þér vera að taka í hönd hans, að almennri kurt- eisis-reglu, heldur reynið þér að reka hann úr húsum og gefið hann á vald lögreglunnar. Svo verðið þér náttúrlega að segja fyrir hvaða sakir. Máske þér vilduð gera svo vel að svara þeirri spurningu, því satt sagt hefi ég ekki hugmynd um það svar.” Jafet í föður-leit. 703 skyldur þar á móti, skyldur, sem föðurnum ber að uppfylla ?” “Hvernig á að skilja þessi ósvífnislegu orð, herra minn ?” spurði karl. “Eg bið um afsökun, kæri faðir, ég hefi máske rangt fyrir mér, og ef svo, beygi ég mig fj*rir yðar æðri dómgreind. En mér virð- ist að það, að láta mig í körfu og hengja mig við dyr útburðarspítalans, og skilja mér eftir að eins 50 pund mér til viðurhalds og ment- unar til þess ég er 24 ára gamall, þetta virð- ist mér ekki innibinda allar skyldur foreldris gagnvart barni sfnu. Ef þér álítið það, er ég hræddur um að heimurinn, ekki síður en ég, reynist yður ekki samdóma. Ekki svo að skilja, að ég ætli mér að frambera nokkra klögun, þvf ég er sannfærður um, að nú, þeg- ar kringumstæðurnar hafa gert yður það inn- anhandar, hafið þér ásett yður að bæta fyrir það. sem þér svo lengi létuð mig vera alls- lausan að spila upp á mínar eigin spítur.” “Þér eruð sannfærður um þetta, er svo ? Jæja, ég skal þá segja yður fyrirætlan mína, en hún er sú, að reka yður út og skipa yður að láta mig aldrei sjá yður framar.” “Af þvi ég er sannfærður um það, kæri faðir, að þetta er að eins spaug, eða ef til vill þraut lögð fyrir mig, til að reyna hvort ég er sannur De Benyon, þá ætla ég að þókn- ast yður með því, að hlýða ekki þessari spaugi- legu skipan."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.