Heimskringla - 08.09.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.09.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 8. SEPTEMBER 1894. Borgið Heimskringlu. Þegar auglýst var í vetur er leið, að kaupendur Heimskringlu hér í landi fengju árgang blaðsins sendan til vina sinna á íslandi fjTÍr $1, þá var það tilskilið að borgunin fyrir blaðið heim þyrfti að fylgja pöntun þess. En svo margir œsktu eftir gjaldfresti ákveð- inn tíma að nauðsynlegt þótti að veita hann. Sá frestur er nú löngu liðinn og margir eiga enn eftir að borga fyrir sín heimsendu blöð, þó út sé komnir meir en tveir þriðju hlutar árgangsins. Það eru þvi vinsamleg tilmæli stjórnarnefndar prentfélagsins að menn láti ekki lengur dragast að senda borgunina, heldur bregði nú við og sendi hana undireins. Til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning og villu, óskar nefndin og, að borguninni fylgi greinilega ritað nafn og heimili þess mannsá Islandi, sem blaðið fær. Þó sérstaklega sé skorað á menn að senda tafarlaust borgun fyrir heimsend blöð, vonar nefndin og óskar að menn almennt kappkosti að senda nú sem fyrst borgun fyrir blaðið. sem hver og einn fær heim til sin. Hverjum einum er auðsætt hvað hann skuldar, því reikningurinn fylgir hverju blaði. Til þess að sjá hvernig hann stendur á bók- um félagsins, þarf kaupandinn ekki annað en líta á addressumiðann, sem límdu r er á hvert blað. Hann sýnir Ijóslega til hvers mánaðar og árs að blaðið er borgað. Lítið á þennan miða nú. V erkmannadagurinn fyrsti í Winnipeg reyndist stórmannleg- asti hátíðisdagurinn á árinu. Klukkan 10 f. h. var prósessian hafin og stóð gangan yfir tll kl. 12. Var hún nokkuð yfir J kl. stundar að fara fram hjá gefn- um stað, og var eflaust hin breytileg- asta og tilkomumesta er sézt hefir hér í bænum. Auk göngunnar sjálfrar var prósessían í sjálfu sér jðnaðarsýning því hestar drógu skrautbúna vagna með aUskonar iðnaðartækjum á. A einum vagninum t. d. lúðu menn járn og höfðu eld á arni, eins og I smiðju, vélasmiðir ráku saman gufukatla, tré- smiðir hefluðu, söguðu og negldu, menn negldu rimla á húsveggi, kvennfólk saumaði á saumavélar og prentarar settu stýl, prentuðu fréttablað lítið, er þeir nefndu Typographer og dreifðu því út meðal mannfjöldans glóðvolgu úr pressunni. Áhorfendafjöldi með fram gönguleiðinni var meiri en hér hefir sézt nokkurn tíma siðan hermennirnir komu heim eftir Riels-uppreistina. Að göng- unni lokinni voru fiuttar ræður á gras- fleti nærri Aðalstrætinu norðarlega. Ræður fluttu þeir W. J. Hodgkins, for- seti í Trade and Labor Council, Taylor bæjarráðsoddviti, Rev. Mr. W. G. Hen- derson, prestur Zions-safnaðarins (Met- hodisti), og Mr. Wm. Small. Veðrið var hvergi nærri skemtilegt um daginn, logn og þoka um morguninn og alt til hádegis, gerði þá þéttan skúr. Eftir hádegið og fram á kvöld var rosaveður með smáskúrum. Þrátt fyrir þetta söfnuðust saman nær 4000 manns í sýn- ingagarðinum og skemtu sér vel. Til leigu mörg ný og góð herbergi í Broadway House bæði fyrir fjöl- skyldur og lausafólk. Brunnur er við húsið með ágætu vatni. Komið og skoðið, kallið inn hjá T. Finkelstein 153 — 155 Main Str. Winnipeg. Kennsla var hafin í alýðuskólum bæjarins á þriðjudaginn var. Hr. Sveinn Thomasson brá sér til Nýja-íslands núna í vikunni. Séra Björn B. Jónsson fór alfar- inn af stað til Minneota, Minn.. á miðvikudaginn var. Á mánuda'ginn kemur verður tek- ið til vinnu við að steinleggja Alex- ander, Pacific og Rupert Ave. Hr. Thomas Björnsson frá Geysir í Nýja íslandi, kom til bæjarins á þriðju- daginn og fór heimleiðis degi síðar. Hr. Nikulás Össurarson kom frá Nýja íslandi með konu sína á þriðju- daginn og dvelur hér 1 vetur komandi. Utanáskrift hans er 444 Alexander Ave. Húsbúnaðarsalarnir Scott & Leslie hafa slitið félagsskap. Leslie hefir keypt húsbúnaðarverzlun Hays & Co. og byrjar þar verzlun undir nafninu : Leslie Bro’s. Samkvæmt ferðaáætluninni nýju fara C. P. R. fólkslestirnar á 12 klst. skemmri tíma en áður yfir meginlandið, frá Vancouwer til Montreal. Frá Winni- peg til Montreal (1440 mílur) fara menn nú á 54 klukkustundum. Bæjarstjórnin hefir veitt formann- inum leyfi til að fara, eða senda ann- an í sinn stað, til að mæta á þingi því í Toronto, er sett verður 17. þ. m. til að ræða um dípkun vatnsfar- vega frá Lawrenceflóa og vestur til Port Arthur. •'Tjaldbúðarsöfnuður” heitir nýr lúterskur söfnuður, er séra Hafsteinn Pétursson myndaði hér { bænum á laugardagskveldið var. í safnaðarnefnd voru kosnir : Ólafur Ólafsson, Halldór Halldórsson, Guðjón Jónsson, Sigurður Hermansson, Stefán Þórðarson og tU vara Jóhann Pálsson. Laurier hélt áfram ferð sinni vest- ur á þriðjudaginn var. Um morgun- inn fluttu St. Boniface-búar honum fagnaðar-ávarp. Nefnd kaþólika fór og á fund hans þá, og skýrði fyrir hon- um vandræðamál sitt, skólamálið. Kvaðst hann þar hafa fengið mikils- verðar upplýsingar, en engu ákveðnu vildi hann lofa áhrærandi meðhöndlun þess máls. Á bæjarráðsfundi á þriðjudags- kveldið var samþykkt að veita stræt- isbrautafélaginu leyfi um 6 vikna tíma til að renna fólksvögnum yfir Aðal- strætisbrúna á Assiniboine. Lengra leyfi fékkst ekki fyr en sýnt er hvert aðrir umfarendur biða óhag af þvi. Á þeim fundi færðist og bæjarstjórn- in einu hænufeti n»r þvi, að ná samn- ingi við Wheallers-félagið áhrærandi notkun Assiniboine vatnsaflsins. En langt er frá að það sé útkljáð. Samkvæmt skýrslu herra B. L. Baldwinssonar eru nú í Gimlisveit (Nýja íslandi) 806 landnemar (272), í- búar alls 1557 (1410), ekrur plægðar 2706 (474), nautgripir alls 3186 (2769), sauðkindur 4172 (2268), alifuglar 2076 (1051), verð bygginga og annara um- bóta $166,280 ($143,167), eignir alls $268,289 ($221,515). Tölurnar innan sviga sýna íólksfjölda o. s. frv. árið 1892, þegar hann ferðaðist um bygðina og safnaði fjárhagsskýrslu næst á imd- an þeirri f sumar. Af samanburðinum sjá menn að talsverðar framfarir hafa átt sér stað í sveitinni á þessum tveim árum. En “betur má ef duga skal.” Talsvert regn hefir fallið nú í síðastl. 2 daga og útlitið rigningalegt. Má því vænta að slokkni bæði slóttu og skógar- eldar hér vestra. Úr bréfi úr Árnesbygð, Nýja Is- landi, dags. 29. Ágúst: — “Hita og þurka tíð hefir haldizt að undanförnu ; 70—80 og enda 88 stiga hiti i skugga.— Hér hefir verið sífeld reykjarmóða und- anfarnar 2 vikur af skógareldum. Eld- urinn hefir verið skammt fyrir sunnan nýlenduna, og nú er sagður kviknaður eldur nálægt þeim stöðvum, er Gestur Oddleifsson var að skógarhöggi í vetur er leið. Regn féll mikið aðfaranótt 28. þ. m., en ekki hefir en frézt hvort það reyndist nóg til að slökkva eldinn.— Heyskapur hefir gengið ágætlega í sumar. Þeir, sem kynnu að vita hvar Bjðrn Guðmundsson frá West Selkirk er niður kominn, geri svo vel látiföður kans vita það. Faðir Björns er Guðmundur Kristjánsson í West Selkirk, Man. 4. Sept. 1894. Undirskrifaður hefir til sölu greiða- söluáhöld öll í bezta lagi og með mjög vægu verði; einnig 2 kýr og 40 hænsni. Húsaleigu skilmálar góðir. Þeir, sem sæta vilja kaupum þessum, snúi sér til undirskrifaðs fyrir 15. Sept. næstk. ÞOIKÍEIR SÍMON’ARSON. 63 Notre Dame Ave. Orða-belgrinn. Bessa-bréf. Eftir J. M. Bjarnason. VII. bréf. Winnipeg, Ágúst, 189—. Kæri vínur: — Þú segir f bréfi þínu, að eftir vestanblöðunum að dæma muni hér ekki vera um neitt eins tfð- rætt, sem pólitík og trúarbrögð. Það er satt, að þetta tvent er ætíð efst á dagskrá Vestur-íslendinga. En að mínu áliti er pólitík þessa lands nokk- uð það sem íslendingar bera yfir höfuð minnst skynbragð á; og trúbrögðin það, sem þeir ættu allra sízt að þrefa um, þ\d reynslan hefir sýnt það, að þvi lengur og þvímeira sem þeir þrátta opinberlega um trúarefni, þvi meir veikjast kraftar þeirra og þeir eiga erf- iðara með að halda hér saman sem þjóð- flokkur, og að standa samhliða í bar- áttunni—baráttunni fyrir björtum fram tfðarhorfum hinnar yngri kynslóðar. Eins og flestir íslendinga, þekki ég mjög svolitíð út í pólitikina í Canadaog )>ó enn minna þólitík Bandarikjanna. Eg veit þó, að hér eru tveir sterkir póli- tískir flokkar—en það vita eklci allir, þvi hér eru til menn, sem ekki vita einusinni hvað pólitík þýðir. Jæja, tveir eru hér þessir flokkar, eins og i flestum löndum, þar sem nokkur póli- tík á heima. En eins og þú veizt, heita þessir flokkar ekki í neinum tveim ríkj- um sama nafni. Hér er annar flokkur- inn nefndur •‘Conservative”-flokkur (nafnið er myndað af con og tervo). ís- lendingar þýða það ýmist “afturhalds- flokk” eða (sem er algengast) “íhalds- flokk”. Hinn flokkurinn kallast “Li- beral”, sem Islendingar nefna “frjáls- lynda” flokkinn. í þessu landi skiftast íslendingar í þessa flokka, en þeir eru þó margfalt fleiri, sem fylgja frjáls- lynda flokknum. En, sem sagt, eru þeir harla fáir meðal Vestur-íslend. inga, sem geta gert hinn minsta grein- armun milli þessarra flokka. að þvi er stefnu þeirra í pólitísku tilliti snertir, sem ekki er heldur von. þar er mjög fáir af þeim geta svo mikið sem lesið hérlend dagblöð. Þrátt fyrir það þykj ast margir vera stálslegnir f pólitík landsins og berja það fram blákalt, !er þeir þekkja ekki meira enn “manninn f tunglinu". Alt, sem fjöldinn af Vest- ur-íslendingum veit er þetta : að ann- ar pólitíski flokkurinu í landinu er kallaður frjálslyndur, en hinn aftur- haldandi, eða íhaldandi. Og eftir því hvort þetta eða hitt nafnið fellur þeim betur f geð, þeim flokknum fylgja þeir vitaskuld almennt. Flestir vilja auðvit að vera frjálslyndir, en færri halda f, og þvf síður halda aftur, endamun “aftur- halds”-nafnið til orðið fyrir löngun póli- tiskra vitringa að búa til vestur-íslenzka Grýlu. Eg heyrði einu sinni tvo ræðutrarpa þrátta um það, hvorum flokknum að ís lendingar ættu að fylgja: og ástæðurn ar voru mjög svo léttvægar, sem þeír færðu fram máli sínu vil styrktar. “Það er svo sem auðvitað mál”, sagði annar þeirra, “að allir Islending- ættu að vóta fyrir kanidat frjálslynda flokksins Sá flokkur verður að kom- ast að, af því hann er frjálslyndur og prógram hans er, að létta byrðinni á okkur veslings bændunum, og svo ligg. ur hann ekki á almennings fé eins og ormur á gulli. Hvað stendur ekki f Lögb.? Drottinn minn ! hvernig er þeim mönnum varið, sem ekki vilja vera frjálslyndir, sem ekki vilja vóta fyrir frjálslynda flokkinn ? Nú, þeir hljóta að vera steinblindir!” “Nei, með þeim flokki get ég ekkj vótað”, sagði hinn stjórnarvitringurinn, “ég vóta aldrei fyrir þann flokk, sem- setur ríkið í stórskuldir. Það þarf ekki lengra að leita en til Heimskringlu til sjá hvorumegin íslendingar eiga að vera Ég gef lítið fyrir þesskonar frjálslyndi, að setja heilt rfki á sveitina. Nei, nei, það er um að gera, að vera með íhalds- flokknum—að halda í, maður á að halda í !” Þetta er nú dálitið sýnishorn af fá- fræði Vestur-íslendinga í pólitfk þessa lands. Auðvitað eru hér nokkrir, en ekki margir, sem töluvert þekkja inn í stjórnmál landsins og þeir eru vanalega kallaðir “hinir leiðandi menn”. Það hefir oft verið sagt, að íslend- ingar væru almennt ekki fastir á trú sinni; enda hefir það bezt sannast síðan þeir komu til Ameríku. Þvi þrátt fyrir það, þó að alþýða á Islandi væri að mörgu leyti vel upp frædd í kristin- dómi sfnum—að minnsta kosti að þvi leyti, að böm voru heima látin læra ó- sköpin öll af kristnum fræðum utanbók ar—, þá hefir fjöldi Islendinga horfið frá sinni barnatrú eftir að þeir komu hingað. Og nú eftir ein 20 ár eru hreint ekki fleiri en K af öllum íslendingum f Ameríku, sem hægt er að kalla Lúters- trúar. Hér í landi eru nú nokkrir af íslendingum, sem aðhyllast Presbytera- kenninguna, töluvert margir eru Únit- arar, en, ef til vill, tiltölulega flestir, er standa miðja vega milli únítara og lút- erana. Þá eru nokkrir þeirra meðal Mormóna, til eru og íslenzkir Baptistar, og Methodistar ; og enn eru og fáeinir Spiritualistarog menn, er trúakenning um Swedenborgs. Og enn aðrir, sem ekki fylgja neinum trúflokkum, svo sem Agnostics og menn, sem aðhyllast fyrir- lestra Ingersolls. Munu nú þeir, sem hér er um að ræða, hafa verið sterkir í barnatrú sinni áður en hingað kom ? Ég hefi heyrt suma segja, að það séu mest þeir, sem dálitla menntun hafa fengið, sem helzt yfirgæfu hér barnatrú sina; en ég álit, að slíkt eigi sér engu siður stað meðal hinna, sem minnsta hafa þekking og styzt eru á veg komnir f menningarlegu tilliti. Eftir þvf hefi ég og tekið, að hinir óupplýstari Imeðal þeirra, sem horfið hafa frá lútersku kyrkjunni, hafa aðhylst kenningar Pres* bytera og annara samskonar trúfl., en hinir, sem fylgja únítarismus og Inger- soll, eru mestmegnis af hinum svo köll- uðu “hugsandi mönnum”. Þetta getur nú, ef til vill, verið rangt, en þó munu flestir hafa tekið eftir hinu sama. En hér eru margir—ótrúlega marg- ir—meðal Vestur-íslendinga, bæði Únf- tarar og Lúterstrúarmenn og sömuleið- is í hinum flokkunum lika, sem ekki munu almennilega geta gert greín fyrir sínum eigin trúbrögðum. Þeir,’ menn eru til, sem fylgja Únítörum, af því þeir lialda að þeir verði þá að teljast með “hugsandi mönnum”—mönnum, er þeir halda að séu að ryðja braut til menningar og frjálsra trúskoðana, eða af þvi, að þeir eru hræddir við viss at- riði i kenningum lútersku kjTkjunnar, en halda þó dauðahaldi í máttarstólpa þeirrar kyrkju. Aftur eru menn, sem segjast vera lúterskir, og trúa þó í "hjarta sínu” ekki öllu, sem kjrkjan kennir, og aðhyllist óafvitandi ýms at- riði, sem Únítarar fylgja fram. Svo ern og ýmsir, sem alt af eru á sífeldu reiki í þessum efnum, sem standa með þessum trúflokki í ár og með hinum næsta árið og koma svo, ef til vill, að lokum f þann söfnuð, sem þeir fyrst heyrðu til, eftir að hafa breytt seglun- um nokkrum sinnum. Ég þckki mann, sem var ötull Lúterstrúarmaður þegar hann kom hér fyrst, svo aðhyltist hann Únítara, varð síðan andatrúarmaður, og nú les hann Ingersolls fyrirlestra ein göngu—hver veit nema hann eigi eftir að hallast að sinni barnatrú enn. Ann- an mann þekki ég, sem aðhj-llast mjög únftarismus, en sagði mér, að hann þó væri alveg eins kristinn og þegar hann var á Islandi—hann trúði bara ekki hegníng eftir dauðann. Hér hittast lika menn, sem ekki þykjast trúa á neitt nema sjálfan sig, sem fara gálausum orðum um það, sem aðrir halda heilagt, en það hefir borið við, að þessháttar menn hafa ákallað æðri hjálp, þegar þeir hafa verið í hættu staddir. Þér þykir vestanblöðin okkar nokk- uð bíturyrt; en það er einmitt kostur á þeim en ekki galli. Þvi hærra sem þau gjalla, því lengra hejrist til þeirra og þvf meira kveður að þeim. Hér er lika prentfrelsi á háu stigi, og þeim þvf óhætt að vera skorinorð. Og þó Vestur-íslendingar séu margir hæg- fara í innsta eðli sínu (ég á hér ekki við hina yngri), þá kunna þeir aldrei við sig í logninu; þeir vilja storm, grenjandi, suðandi storm. Og þegar blöðin þeirra fara f hár saman, þá glotta þeir við tönn, sem sýnir, að þá er þeim kátt — það er fornmannaglott- ið. Það er ekkert að marka þótt ein- staka veimiltíta sé við og við að skrækja og bera sig upp með það með harma- tölum fyrir bræðrum sfnum á íslandi að blöðin hérna láti illa og að það þurfi endilega að sýna þeim “Eirik meistara.” Taktu ekki neitt mark á þess konar, góðurinn minn. En blöð- in hérna minna mig æfinlega á fornu biskupastólana á gamla íslandi. Þar voru tveir biskupar, hér eru tveir rit- stjórar (ég á við vikublöðin). Og eins og hinir fornu biskupastólar skiftu íslenzku þjóðinni i tvo helminga, eins skifta hin tvö islenzku vikublöð í Ame- ríku Vestur-íslendingum milli sín, og ráða að miklu lej’ti lögum og lofum hjá öllum þorra þeirra, — eru í stuttu máli 'aðal líffæri vesturfslenzka þjóð- lifsins. Þegar vel er athugað sézt glögg- lega, að Vestur-íslendingar eru að deil- ast í tvo flokka, sem smátt og smátt fjarlægjast hvor annan meir og meir. Annar þessara flokka kaupir “Heims- kringlu” og “Dagsbrún” og fylgja frí- hj-ggjendum og Únitörum. Hinn flokk- urinn kaupir “Lögberg” og “Samein- inguna,” og er lúterstrúar. Enn þá sem komið er, eru hér miklar undan- tekningar, en þrátt fj’rir það er þetta þungamiðjan báðu megin. Ég hefi komið á skrifstofur beggja íslenzku fréttablaðanna hérna. Ritstjórarnir eru mjög svo alúðlegir og kurteisir menn; en eins og allir ritstjórar, eru þeir æfinlega f önnum, og þegar þeir hafa spurt þig frétta — hafirðu ann- ars fréttir að segja — þá sérða það jafnan á alúðlega og skynsamlega and- litinu á þeim, að þeir þurfa endilega að halda áfram að skrifa — “skrifa til þess að lifa.” Annar ritstjóranna blandar mál sitt, í viðtali, of mikið naeð ensku, en hinum hættir við að taka til latínunnar. Það eina sem ég get sagt þér af sjálfum mér í þetta skifti, er bærileg líðan, ásamt því, að ég er nú í þann veginn að gerast mjólkursali. Ég sé að hér stunda margir landar mínir þá atvinnu, og hejri sagt, að þeir hinir sömu hafi náðuga daga og nóga pen- inga. Ég ætla að bj’rja með þrjár beljur og tvo brúsa og sjá svo hvern- ig gengur. Þinn Bessi. Landar í Selkirk. , Ef þið þurfið málaflutningsmanns vid, þá reiynið John 01161117, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa f Dagg-Block, SELKIRK, MAN. íslendingar ! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. $200 verdlaun. Undirritaður lofar að borga ofan- nefnda upphæð hverjum þeim, sem leggur fram ábyrgðarbréf (policy) út- gefið af Mutual Reserve Fund Life Association, í hverju félagið ábjrgist, að ábyrgðarbréfið skuli halda sér við sjálft eða borgast, út, er tilgreind ársgjöld þess hafa goldin verið í 15 (fimtán) ár. Hin sömu verðlaun verða greidd hverjum þeim, sem leggur fram skrif- að skjal undirritað af þeim embætt- ismönnum félagsins; er til þess hafa mjmdugleika, og sýni_ skial það, að lfin sömu kjör fáist hjá felaginu með rví, að borgar ábyrgðargjöld til þess 15 ár; enn verða hin sömu verð- laun goldin þeim, sem leggia fram álíka skjal, í hverju félagið lofar, að takmarka tölu borgunar ára á- byrgðargjaldsins —, eða lofar því, að við upprunalega ábyrgðargjald, þegar ábjTgðin var tekin. verði aldrei hækk- að. J. H. Brock, Aðalforstöðumaður Great West lífsábjrgðarfélagsins. 457 MAIN STR. WINNIPEG. K. S. Thordarson, agent. 694 Jafet f föðnr-leit. vottur um dramb 7 Látið þér það afskiftalaust Það meðal hefir áhrif á sínum tíma og ég skal ábyrgjast afleiðingarnar. Hún verður ekki 1 kvekarabúningnum til lengdar. En nndra- verð væri fegurð hennar ef hún klæddi sig eins og aðrir gera. Mér finst ég sjái hana í anda ganga inn i danssal í öllu sínu skrúði.” “Af hverj’u dragið þér þá ályktun að hún muni yfirgefa flokk sinn ?” spurði ég. “Eg segi ekki að hún geri það. Ég vildi ekki óska að hún gerði það né heldur vildi ég óska að þér gerðuð það, Jafet Kvekara- trúarjátning hefir að geyma sína fegurð og sína fullkomnun. Það sem þarf að breytast, er klæðaburðurinn og seremóníurnar á fundum, sem hvorttveggja er'heimskulegt. Athugið að Miss Temple heflr verið alín upp meðal kvek- ara, að vegna sérgæðingsháttar flokksins, hefir hún aldrei aéð annað guðsþjónustuform og aldrei heyrt andæft neinu af því ef henni hefir verið kent. En lútum hana einu sinni eða tvisvar koma í ríkiskyrkjuna, hlust á hina ljómardi tóna og heyra lærðan prest prédika. Látum einhvern koma henni til að gera þetta og sem ekki getur á neinn veg kallast rangt, og látum hana svo í friði á eftir hugsa um hvorttveggja og bera saman, og ég þori að segja að hún sér og viðurkennir mismuninn. Samanburðurinn sýnir henni hve mikið rugl það er sem sumir í hennar félagi segja, þeg- ar þeir þykjnst 'vera innblásnir, sýnir henni, Jafet i föður-lelt. 699 svo að endarnir komu saman undir hökunni. Þessi umgjörð andlitsins, öll snjóhvft, gaf hon- um í heildinni talsverða líking Bengal Tígris- dýrs, af því hörundsliturinn var svo dökkur. “Hershöfðingi De Benyon,” sagði Mr. Master- ton og leiddi mig að stöðusviði um tvö skref fyrir utan borðið, “ég hefi þá ánægju að gera yður kunnugan syni yðar, Jafet.” Faðir minn rétti ekki út hendina til að fagna mér, en festi á mér drembilátu augun sín gráu og virti mig fyrir sér um stund og snéri sér svo að forstöðumönnum munaðar- leysingjastofnunarinnar. “Er þetta msðurinn, herrar mínir,” sagði hann, “sem þér tókuð við þegar hann var barn og óluð upp undir nafninu Jafet Newland 7” Þeir sögðu svo vera, að ég væri sami mað- urinn, að þeir hefðu ráðið mig til Mr. Copha- gusar og að þeir hefðu séð mig oft síðan ég hefði yfirgefið stofnunina. „ • •• - “Er þetta sá Jafet Newland, sem þér tók- uð við af þessum herrum, og sem. þér svo kenduð iðn yðar 7” spurði þá karl Cophagus. “Já og sannarlega— segi ég satt vera— skarp- ur piltur—góður drengur—ogsvo framvegis.” “Ég tek ekki gildan neinn kvekarafram- burð. Viljið þér vinna eið að þessu, herra minn 7” “Já,” svaraði Cophagus og gleymdi kvek- araformulunum, “Vinna eið—kom með biblíu— kyssa bók — og svo framvegis.” 69$ Jafet í föður-leit. inn á sófanum, en hækjurnar vorn reistar upp við vegginn rétt hjá. Við hvorn enda sófans voru reistar háar stangir og á hverri stöng sat ljómandi fallegur Suður-Ameríku gaukur* en næst gaukunum stóðu tveir ÍDdverskir þjón- ar í þjóöbúningi sínum með hendurnar kross- lagðar á brjóstinu. Framundan föður mínum var borð, en framan við borðið stóð Indversk reykpípa miail á gólfinu. Var hún ger af sllfri og var völundarsmíð Pipuleggurinn var, höggormslíki og gekk undir borðið og svo nærri sófanum, að munnstykkið og gormurinn var rétt við hönd fóður mins. öðru megin í herberginu sátu forstöðumenn munaðarleys- ingjastofnunarinnar, en hinsvegar, ámótiþeim, Mr. Cophagus í kvekarabúningnum og bjá' honum auður stóll, er Mr. Masterton hafði sétið á áður en ég kom inn. Ég virti föður minn fyrir mér og sá að hann var tröll aö vexti, á að geta 6 fet og 3 til 4 þumlungar á hæð, og gildur að því skapi og var þó ekki feitur maður. Iiann var herðabreiður og vöðva- mikill og gizkaði ég á að hann mnndi vega 220 til 250 pund. Höfuðstór var hann vel og var andlitið að sama skapi stórskorið. Ilör- undslitur hans var gulmórauður og hárið snjó- hvitt. Vangaskegg hafði hann mikið og sítt *) Gauk-tegund þessi er nefnd “Macaw.” Er það stór fugl og skrautlegur mjög, af sama ættatofni og páfagaukar. Þýð. Jafet í föðnr-leit. 695 að ytii búningnr og serimöníur félags hennar eru ófullkomnar og bjákátlegar, enda þótt trú- arjátningin og breytni margra bræðranna og systranna sé ef tii vill betur samkvæm sönn- nm kristindómi, en breytni annara trúarflokka Ég treysti Iiennar góðu gáfum til að sjá og dæma rétt.” “Þér gleðjiö mig stórlega með þessnm orð- um,” sagöi ég. “Já, álit mitt á henni er þannig, og sanni framtiöin *ð ég get rétt til, fari grámórautt ef ég geri hana ekkl að erfingja mínum.” “Ilvaða álit hafiö þér þá á Mrs. Cophagus?” “Ég álít að í hjarta sínu sé hún ekki fremur kvekari en ég er. Htn er góölynd, kat og fjörujj; og mundi ekki hika við að prýða biining sinn með fjöðrum og gullstássi og það strax á morgun.” “Og ég má fullvissa yður «m,” sagði ég, að Mr. Cophagus þriir alt af nærskornu, bláu bsðmullargarns-buxurnar og Hessnesku stíg- vélin.” “Þá er hann heimskur, en samt þykir mér vænt um þá frétt, því hiín færir mér hugmynd, er ég skal reyna að Iiagnýta síöar. í augnablikinu ber okkur að hugsa um tilvon- andi fund yðar og föður yðar.” Við náðum til Lundúna fyrir miðdagsverð er Masterton haföi skipuð að hafa tilbúinn í herbergjum sinum. Snæddum við þar saman,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.