Heimskringla - 15.09.1894, Page 1

Heimskringla - 15.09.1894, Page 1
VTII. ÁR. NR. 37. & iei WINNIPEG, MAN., 15. SEPTEMBER 1894. FRETTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG a SEPT. Louis Philippe Albert, greifi af Paris og hinn ókrýndi konungur royalist- anna á Frakklandi, lézt í dag að Stowe House, heimili sínu í Lundúnum, 5G ára gamall. Hann þjónaði í innan- ríkisstríði Bandaríkja og þótti ötull liðsmaður. Hann ferðaðist um Banda- ríkin og Canada 1890 og var stór- mannlega fagnað hvervetna. Frakkar eru um það að gefa út ný Panamaskurðar-hlutabréf upp á 56 miljónir franka. Er hugmyndin að taka til starfa við þann mikla skurð aftur. Fimtán fiskimenn drukknuðu af smábátum fyrir ströndum Finnlands í gærkveldi, skamt frá bænum Helsingja- foss. Alls voru þar úti í þyrpingu 83 fiskimenn er stormurinn skall á. Af þeim komust 18 á sundi til kletta- skers eins og dóu þar 7 úr kulda og vosbúð. Alls fórust því 22 menn. Sambandsstjórnartekjurnar á síðasl. fjárhagsári voru alls $86,236,753, en gjöldin $37,393,373. Tekjuhalli því $1,156- 520. Tekjuhallinn stafar af tollgjalda- lækkun svo nam $1J milj. Við lok fjárhagsársins var ríkisskuldin $246,- 163,920, eða $1,483,948 meiri en á sama tíma í fyrra. Bandaríkjastjórn kveðst aldrei hafa boðið Canadamönnum $425,000 í skaða- bætur fyrir vinnutafir og tjón í Behr- ingssundi á fyrri árum. Sjómálastjóri Canada heldur fram hinu gagnstæða. MÁNUDAG 10. SEPT. Rannsókn fjárglæframála i sam- bandi við Northern Pacific brautina, er staðið hefir yfir síðan fyrri part síðastL vetur, er nú lokið. Er Thomas F. Oakes sýknaður, en allri skuldinni skelt á Henry Viilard. Mörgum virð- ist úrskurður þessi öfugur við það, sem ætti að vera. Eftir langvarandi þurviðri féll regn og snjór í Colorado á laugardagskveld- ið. Kom þá regnið niður í þeim stór- straumum, að á 25 minútum féllu 56 þumlungar af vatni. Irski þingmálafiokkurinn er marg- skiftur mjög sem stendur vegna ýmsra innbyrðisóeirða. Eru líkur miklar til að Justin McCarthy víki úr stjórn hans þegar kjörtimabil hans er liðið, en að Timothy Healy nái stjórntaumunum. og verður þá einhvern tíma róstusamt á flokksfundum, ef annar eins hrani kemst að. — Upprunalega var deila þessi bygð á áskorunum um fjárfram- lög til flokksins, er sendar voru Glad- stones-sinnum á Englandi engu síður en öðrum mönnum. Healy segir alveg óþolandi að Þyggja styrk af þeim. Þegar síðast fréttist af Kína-Japan stríðinu voru aðalherdeildir beggja þjóða andspænis hvor amnari, en ófær á (Imjin-áin) féll á milli þeirra og náðu þær því ekki til að berjast. Samdæg- urs segir hraðskeyti frá Shanghai til Kaupmannahafnar að béðar þjóðir séu nú að semja um vopnahlé. Skógareldurinn á svæðinu milli Duluth og St. Paul heldur áfram enn °8 eru mörg smáþorp sögð í hættu. AUs liafa nú fundist um 500 lík þeirra manna, er fórust í eldbaðinu mikla um daginn. — Samskotin til hjálpar hinu nauðstadda fólki eru orðin $15— 20 þúsund. VEITT HÆSTU VBRÐLAUN A HEIMSSÝNINQUNNI IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óhofl efni. 40 ára reynzlu. ÞRIÐJUDAG 11. SEPT. Almennar kosningar tfl ríkisþings og Congress, fóru í gær fram í rikinu Maine, og fór sem fyrrum, að repú- blikar unnu sigur. Af 151 ríkisþing- mönnum náðu þeir að sögn 127 og governorinn var endurkosinn með 37,000 atkv.mun, Congressmennirnir allir (4) voru endurkosnir og eru allir repúblík- ar: Thos. B. Reed, Nelson Dingley, Seth L. Millikin, Chas. A. Boutelle. Þrjú stór verkstæðisfélög í Montreal eru grunuð um tollsvik, er nemi um $50,000 að minsta kosti. Hafa þau verið beðin að framleggja alla sína vörumiða og verðlism frá Norðurálfu- kaupmönnum um siðastl. 6 ár. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari heim- sótti Königsberg í norður Þýzkalandi nú nýlega og hafði keisarafrúna með sér, því til mikils átti að vinna. Var fyrirætlanin að sætta með þessari heim- sókn aðalsmennina stóru í því héraði, er um undanfarinn tíma hafa verið keisaranum mjög andvígir. En er til kom, var enginn þeirra höfðingja við- staddur, er mestur slægurinn var í, og sem keisarinn bjóst við að finna. I samsæti honum til heiðurs flutti hann ræðu, sem fær misjafnan dóm hjá blöð- unum. Mintist hann þar á andóf að- alsmannanna og lét í ljósi að það væri ósæmilegt. Síðan hefir hann verið við heræfingar þar í grehdinni, er halda áfram til 14. þ.m. Enda þær með sjó- flota-æfing mikilli. I lienni taka þátt 52 skip og nær 10,000 ílotaliðsmenn. Fregnir frá Kina-Japan stríðinu bárust til Vietoria, B. C., i gær í Jap- aniskum og Kínverskum fréttablöðum. Á þeim er að heyra að enginn efi sé á því, að Rússar séu potturinn og pannan í þessu máli, að þeir hafi tek- ið saman ráð sín með Kínverjum og að því búnu eggjað Japaníta til að hefja óeirðirnar á Kóreu-skaga, en að þeir (Rússar) leggist svo á sveif Kín- verja með öllum sínum þunga.—Sömu blöð segja og að hermenn Kina á skag- anum biði sult mikinn og vosbúð vegna sífeldra rigninga og vatnavaNta. Voru er síðast fréttist neyddir til að slátra hestum riddaraliðsins til að nærast á. Japanítar hafa að sögn keypt gufu- skipið Mogul. eitt af þremur Kyrra- hafslínuskipum Northern Pacific fél., er ganga milli Austurlanda og Tacoma, Ætla þeir að brúka skipið til her- og vista-flutninga. , Hinn nýlátni greifi af París lætur eftir sig eignir métnar á $20 milj., er skiftast mifli 6 barna hans. MIÐVIKUDAG 12. SEPT. Prins Kousachuff, aðalformaður Síberíubrautarinnar rússnesku, er á austurleið yfir Canada og er aðal-verk- fræðingur hans.Englendingur, með hon- um. Eru þeir nú á heimleið því vetur er kominn í Síberíu og brautarlegging hætt. Síðastl. sumar unnu að braut- argerðinni 8000 fangelsislimir og 1000 Kínverjar. Hinir fyrtöldu náttúrlega vinna kauplaust, en kaup Kínverja er sem svarar 12 cents á dag. Brautin er nú fullger 300 mílur upp frá Kyrra- hafinu, frá Vladivastock. Septemberútgáfan af uppskeruá- ætlun Bandaríkjastjórnar er út komin og segir að hveitiuppskeran í Minne- sota sé 15%, i Suður-Dakota 60% og í Norður-Dakota 26% minni en í meðalári. Hraðskeyti til Montreal frá Lundún- um segir að þar sé verið að reyna að safna peningum til að byggja fyrir 2 nýjar járnbrautir í Vestur-Canada, frá Calgary til Churchill við Hudson-flóa, og frá Battleford til Buffalovatns, austur frá Edmonton. Hraðskeyti frá Tokio, keisarasetr- inu i Japan, til Lundúna segir, að 26. Ágúst síðastl. liafi verið fullgerður samn ingur um varnar og sóknar samband Japamta og Kórea-búa. Fyrsta grein samningsins segir hugipyndina með samningnum vera þá, að útvega Koreu algert sjálfstæði og að efla sameiginlega Jiagsmuni þess ríkis og keisaravoldis Japaníta. í annari greininni skuld- binda Japanítar sigtil að hjálpa Kóreu- mönnum til að verja sig fyrir Kín- verjum og til að gera álilaup á herstöðv- ar þeirra og reka þá útyfir landamærin. Síðan samningurinn var gerður, hafa Japanftar boðið Kóreu-mönnum að skera hár sitt (Kóreumenn bera sömu hárflóttuna og Kínveriar) til merkis um að þeir hlýði samningnum, en fæstir lilýða skipuninni.—Til Washington kom og skeyti í gær frá Tokio, er gotur um staðfesting þýðingarmikils samnings; má því ætla að fregnin sé sönn. Skeyti frá Shanghai í Kína segir al ar líkur til, að Li Hung Chang verði sviptur völdum sínum, vegna samsæris gegn honum. Er það fundið til að hon- um farist herstjórnin illa í þessu stríði. Aldraður maður féll útbyrðis af skipi, er lá við bryggjurnar í Montreal, fyrir nærri hálfum mánuði. Var hann álitinn týndur, enda fanst lik rétt á eft- ir í fljótinu, er álitið var að væri hans. En eftir 10 daga kom hann upp á bryggjurnar. Hafði allan þennan tíma verið að villast undir þeim, og var nær dauda en lífi, er hann fannst. FIMTUDAG, 13. SEPT. Minnesota-bændur liafa unnið fræg- an sigur yfir járnbrautarfélögunum, að því er flutningsgjald snertir. Járn- brautaumsjónarnefnd ríkisins hefir kom ið brautarfél. til að lækka flutningsgjald á aflri kornvöru innan ríkisins svo nem- ur nærri 10%. Bændur höfðu beðið um niðurfærslu, er nam S3J%. Bandaríkjastjórn hefir hafið saka- mál gegn governornum og ráðaneyti í Mississippe ríkinu, fyrir að hafa gefið út sérstök skuldabréf, er gilda sem lög- eyrir í ríkinu. Ríkið gaf út $200,000 af þessum peningum vegna peningaskorts- ins í sumar. Peningar þessir eru sagðir eptirstæling þjóðbanka seðilpeninga, og er nú ríkisstjórnin kærð fjTÍr ritfölsun. Málið er hafið í þeim tilgangi að fá úr- skurð um það, hvort hin sérstöku riki hafi vald til að gefa út peninga, er gildi sem lögeyrir innan þeirra landamæra. Þrír canadiskir menn hafa gefið ríflega til nauðstadda fólksins, er varð fyrir eldsvoðanum í Minnesota. Lord Mount Stephen (Sir George Stephen) gaf 5000 Sir Donald A. Smith 1000 doflars og R. B. Angus 500 doliara. Capt. Frietch, er lagði á Atlantshaf 5. Ágúst frá New York í 30 feta löng- um bát og einsamall, kom til Queens- town á írlandi í gær. FÖSTUDAG, 14. SEFT. Von er sögð til að á ný verði tekið til við skipaflutningsbrautina yfir eiðið mifli Lawrence og Fundy-flóa. Félag i Lundúnum er tilbúið að leggja fram nauðsynlegn upphæð til að fullgera brautina, ef sambandsstjórnin vill lengja tímann til að fuflgera hana á 2 árum frá síðastl. Júlí. Snjór féll sumstaðar í Alberta og suður um Montana i gær. Skógareldur æðir um Michigan og er búinn að eyðileggja um 400 millíónir feta af standand: furu. $600,000 kostar að dýpka (um 4 fet) Lachine skipaskurðinn meðfram Lawr- ence-fljótinu, rétt fyrir ofan Montreal. Hinn nafnkunni sagnritari Eng- londinga, James Anthony Froude, ligg- ur þungt haldinn og er ekki talið líf. Hann er 76 ára gamall. Falsaðir brófpeningar í 5 og 10 dofl- ars stærð, eru á gangi í Bandaríkjum. Fimm doll. seðillin er ávísun á "Fifth National Bank. Cincinnati, Ohio,” -‘A,” 1882, en tiu doll. seðilb'nn er ávisun á silfur i féhirzlu Bandaríkja, 1886, “A.” Járnbrauta og siglingamálið. Eftir Ísafold. Rvík 22. ágúst. Þriðja umræðan um það mál í gær i neðri deild varð engu ósnarpari en hinar, og ærið löng, 6—7 stundir. Ýmsar breytingar tillögur voru samþ. með 14—15 atkv., ein sú helzta (um gufuskipin) þó að eins með tólf, að viðhöfðu nafnakalli. Loks var málið í heild sinni, frumvarpið alt í einu lagi, samþykkt til fullnaðar í neðri deild i gærkveldi með 12 atkv. gegn 10, og afgreitt til efri deildar Þessir 10, er atkvæði greiddu i móti frv., voru : Guðl. Guðmundssou, Bened. Sveinsson, Björn Sigfússon, Guðjón Guðlaugsson, Jón Jónsson, þm. Austur Skaptf., Jón Jónsson, þm. Eyf., Sighvatur Árnason, Tryggvi Gunnars- son. Þórhallur Bjarnason og Þorlákur Guðmundsson. Niðurlagsgreinar frumvarpsins, er hafa inni að halda aðalkjarna þess og mestar urðu umræður um, eru nú þannig látandi, eins og neðri deild hefir frá þeim gengið : 42. gr. Landsjóður Islands skal greiða “Hinu islenzka siglinga og járn- brautarfélagi” : 1. 50,000 krónur á ári,J síðasta sinn árið 1925, með því skilyrði að það byggi stál- eða járnbraut frá Reykjavík að minnsta kosti austur að Þjórsá, og láti lestir, er flutt geti farþegja og vörur, ganga eftir járnbrautinni að minsta kosti sex sinnum á viku, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. nóvember ár hvert og hina mánuði ársins eins oft og við verður komið sökum snjóa. Árgjald þetta greiðist þannig: Jafnskjótt og brautinni er komið austur í byggð í Árnessýslu austanfjalls og lestaferð hafin á henni, skal lands- stjórnin greiða félaginu árlega upphæð, er standi í sama hlutfalli við nefndar 50,000 kr., sem lengd hinnar lögðu brautar við alla hina fyrirhuguðu brautarlengd alt austur að Þjórsá. En þegar brautin er fuflger þangað, greið- ist hið tiltekna árgjald. Öll skal braut- in fuflgerð og ferðir hafnar á henni áður en sjö ár eru liðin frá því að lög þessi öðlast gildi, ella hefir félagið fyrirgert réttindum þeim, sem lög þessi heimila því. Sama er ef reglulegar lestaferðir leggjast niður á brautinni eftir þann tíma. , Ef járnbraut félagsins tekst af á köflum af völdum náttúrunnar eða brýr á henni bila, skal félagið svo fljótt sem unnt er bæta hið skemmda, og skal það einskis í missa af árgjaldi sínu, þó lestir geti eigi gengið reglulega eða teppist um stund fyrir þessar orsakir. 2. 50,000 krónur á ári hin næstu tuttugu ár eftir að lög þessi öðlast gildi með þvi skilyrði: a) að íélagið láti gufuskip, sem sé eigi minna enn 800 gross tons ensk, hafi að minnsta kosti rúm fyrir 40 far- þegja á 1. plássi og 30 farþegja á 2. plássi, og geti gengið að minnsta kosti 12 euskar mílur á klukkustund, fara 2 ferðir á milli Liverpool eða annarar hafnar á Englandi eða Skotlandi, og Rvikr, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. október ár hvert, og milli sömu hafna að minnsta kosti eina ferð á mánuði á tímabilinu frá 15. október til 15. apríl ár hvert; og b) að félagið láti gufuskip, sem ekki sé minna en 400 gross tons ensk, hafi að minnsta kosti 20 farþegjarúm á 1. plássi oe 50 á 2. plássi, sé yfir- byggt og geti gengið að minnsta kosti 10 enskar mílur á klukkustund, ganga stöðugt frá Reykjavík kringum strend- ur Islands eða meðfram læim, þegar ís ekki liamlar, á tímabilinu frá 15. febr. til 15. nóvember ár hvert. Alþingi á- kveður viðkomustaði strandferðaskips- ins, en fólagið ræður að öðru leyti ferða- áætlun þess. Aukist samgöngu og 'flutningaþörfin svo mjög fram með ströndum landsins, að þetta eina skip eigi þykir nægja, getur landsstjórnin að 10 árum liðnum áskilið, að félagið láti tvö minni skip halda uppi læssum ferðum í stað hins ofannefnda strand- ferðaskips. Yerði landsstjórnin og fél- agið eigi á eitt sátt um það, hvort eitt strandferðaskip nægi flutnings- þörfinni, skal málið lagt í gerð og gevðarmenn kvaddir á sama liátt og gert er ráð fyrir í 9. gr. Áður en hvert reclulegt alþing kemur saman í fyrsta skifti fyrir al- þingi 1895 skal félagið setja þá trygg- ingu, er landsstjórnin álitur næcja fyr- ir þvi, að strandferðunum verði hald- ið uppi á fjárhagstímabili því, sem þá fer í hönd. Ef skip félagsins laskast, stranda eða farast, sknl fólagið, svo fljótt sem unnt er, gera að þeim, eða útvega önnur i þeirra stað, en einskis skal það missa af árgjaldi sínu fyrir þær tafir, sem leiða af slikum slysum, ó- bliðu náttúrunnar eða ís. Ofangreint árgjald til járnbrauta og skipaforða skal sctja útgjaldameg- in á fjárlögum íslands. Félagið liefir rótt til að velja um og ákveða, hvort peningar þeir, er það kann að eiga heimting á úr landsjóði íslands samkvæmt lögum þessum, greiðist því sjálfu einu sinni eða tvisvar á ári, eða borgist eftir ráð- stöfuu þess tvisvar á ári sem vextir af hlutabréfum eða skuldabréfum fel- agsins. 43. gr. Fimmtán árum eftir að lög þessi öðlast gildi, og hvenær sem er eftir þann tima, hefir stjórn íslands rétt til að kaupa járnbrautir og skip félagssins og önnur flutningatæki, hvort er hún vill fyrir þá upphæð, sem hvað um sig kostaði upprunalega, eða eftir mati gjörðarmanna, er kvaddir séu samkvæmt ákvæðum 9. gr. Þó skal félaginu gefinn eins árs fyrirvari nm kanpin. Borgunina má greiða með skuldabréfum upp á lnndssjóð fslands, er gefi 5% i vöxtu á ári. Skuldabréf þeSsi skulu innleyst að fullu, áður en 30 ár séu liðin frá því kaupin voru gerð, en þó er landstjórninni heimilt að innleysa þau öll, eða svo mikið af þeim, er lienni sýnist, livenær sem er á þessu 30 ára bili. 44. gr. Ef félagið hefir eigi byrjað að leggja hina áslcildu járnbraut, áður en 3 ár sóu liðin, frá því lög jx’ssi öðlast gildi, hefir félagið fyrirgjört öllum rétt- indum sínum, og eru þá þessi lög úr gildi fallin. Islands-fréttir. Eftir Þjódólfi. Reykjavík, 10. Ágúst 1894. Stjórnarskrdrmálið var til 1. umræðu i neðri deild 7. þ. m., og hélt Benedikt Sveinsson langa inngangsræðu fyrir málinu, sagði, að vér hefðum réttlætið og sannleikann okkar megin, en það hefði stjórnin ekki, og því gætum vér haldið öruggir áfram sömu stefnunni o. s. frv. Þá tók Tryggvi Gunnarsson til máls og fór óvægilegum orðum um mál- ið, sagði, að það væri alls ekkert áhuga- mál þjóðarinnar, kvaðst hafa heyrnar- pipu, eins og læknarnir, svo að hann gæti heyrt andardrátt málsins út um alt land, og sá andardráttur lýsti því að málið væri í dauðateygjunum, Það væri að veslast upp úr tæringu(!!). Hið eina meðal, er honum þótti viðlit að reyna, var það að fá stjórnina til að leggja sin tilboð fyrir þingið. Var svo að heyra á ræðu hans, sem þá væri öllu borgið. Það er líka ósköp trúlegt, að svo yrði, hitt þó heldur. Að hugsa sér að stjórnin að fyrra bragði geri nokkru sinni nokkur tilboð í þessu máli, er nokkurn veginn séu viðunandi, það er sannarlega of mikið traust, eftir því sem hún hefir hingað til kömið fram i málinu. Ýmsir meðhaldsmeun Tr. á þingi munu gjarnan hafa óskað, að liann hefði ekkert talað að þessu sinni, eða þá hagað orðum sinum öðruvísi, en hann gerði. Engir aðrir tóku til máls i þetta skipti, og var málinu vísað til 2. umr. með öllum atkv. Við aðra umr. málsins í gær var frumv. i einstökum greinum samþykkt orðalaust, oftast með 20—21 samhljóða atkv., því að Tryggvi sat jafnan sem fastast í sæti sínu og Guðlaugur Guðmundsson alloft, einkum við 1- kafla frumvarpsins. Björn Sigfússon sat einnig stundum og Jón í Múla greiddi ekki atkvæði með 53. og 55. gr. frumvarpsins. Málinu var því næst vísað til 3. umr. með öllum at- kvæðum. Bann gegn innflutningi alls áfengis, sölu þess og tilbúning, vilja þeirláta lögleiða Einar Jónsson, Sigurður Gunn- arsson, Jens Pálsson og Eiríkur Gísla- son. Skagaflrði 24. Júlí.....Grasvöxt- ur er með bezta móti bæði á túni og engjum, og nýting til þessa góð, en mjög óvíða eru menn ennbúnir að hirða tún sín. Túnasléttun varð talsvcrð i vor vegna hinnar góðu tíðar.sem byrjaði svo snemma, þó kippti veikin mikið úr. Það má annars sjá talsverðar framfarir nú á fám árum, hvað túnasléttun snert- ir og vatnsveitingar á engi, og má þakka það landssjóðsstyrknum og bún- aðarskólum. Verzlun er fremur dauf, lágt verð á ull; hvít vorull á 60 au. pd., haustufl hidt 50 a. hvorttveggja þvegin, en getur einnig lágt verð á útlendri nauðsynja- vöru sérstaklega á rúg 7 a. pd. Skuld- ir i kaups*að erUvist miklar, menn t,aka óhlifið út og vinnufólks-hald er orðið bændum ærið dýrkeypt, þegár verðið á búsafurðunum er svo lágt. Tóskapar- vinna á vetrum er mjög að minnka, og þess vegna sækja menn það, sem til fatnaðar þarf í búðirnar. Heyrt hefi ég að Sigurður bóndi Ólafsson á Helbilandi sé hættur við að útvega tóvinnuvélarn- ar, og er illt, ef það nauðsynjamál og framfaramál skyldi stranda þar við. Fiskiafli hefir verið ágætur hér við fjörðinn síðan seint í Júnímán. Fiskur er hér allur lagður blautur inn í verzl- anirnar og er harðfiskur því næstum ó- fáanleg vara. Barnapróf voru haldin í vor, eins og að undanförnu; námsgreinar: lestur, kver, biblíusögur, skrift réttritun og reikningur. Eg stend í þeirri meiningu að uppfræðing ungmenna sé, að minsta kosti á Norðurlandi, mjög ábótavantog þyrfti alvarlega að takast til íhugunar. Það dugar ekki fremur aö láta foreldr- ana bera alla ábjTgð og kostnað fjrir því; þjóðfélagið verður í heild sinni að leggja sinn ríflega skerf til þess og eftir- litið þj-rfti að vera miklu nákvæmara og betra, hvcrnig almenna stj-rknum er varið. Iíúnai'alnsitýdu, 30. Júlí. Hej-skap- urinn gengur fremur vel, en það eru engin tíðindi, þótt hann gangi slj'sa- laust j-firleitt. Þurkar af skornum skamti. Afli hefir verið ágætur í flóan- um síðan hann kom snemma í Júní, en þar á móti laxafli mjög Htill, sem hefir talsverða þýöingu fj-rir þetta hérað. UUarverð hjá kaupmönnum 60 a. hvít og 40—45 a. fjTÍr misl. Aflmargir liafa látið ull í pöntun, sem naumast getur álitizt heþpilegt, með því öll líkindi eru til, að eigi fáist jafnhátt fjrir hana í því, sem hjá kaupmönnum. Hrossa- sala allmikil til Vidalins og JCnudsens á Sauðárkrók, sem hefir gefið allvel fyrir og gert sér far um að fá góð hross. Ddmn er á Hjaltastað í Norður- múlasýslu Björn Oddsson, faðir prests- ins þar, séra Magnúsar Bjarnarsonar. Hann dó úr influenza 30. Júní þ. á. nál. 83 ára gamall. 17. Ágúst. KenndraembmUið við firestaskólann er veitt cand. theol. Jóni Helgasyni. EmbœtMpróf á prestaskólanum luku 9.—14. þ. m.: Ásmundr Gíslason með 1. eink. 49 st. Helgi Hjálmarsson — 2. — 85 - Einn stúdentinn (utan skóla) stóðst ekki prófið. Fyrirlestur um samgöngumál hélt hr. Sigtryggur Jónasson frá Winnipeg hér í bænum 11. þ. m., og var gerður góður rómur að. Talaði hann einkum um„ hvert gagn fsland gæti haft af auknum samgöngufærum, þ. e. gufu- skipum og járnbrautum í sambandi við frumv. það, er borið hefir verið upp á þinginu. Kyrkjuffjald. Nefndin, er skipuð var í mál þetta í efri deild (Haflgrimur Sveinsson, Sigurður Stefánsson, Jón Jakobsson, Jón Jónsson og Kristján Jónsson) aðhyllist frumv.að mestu leyti óbreytt, nema að því leyti, að skyldu- vinna að kj-rkjum og kj-rkjugörðum haldist og að gjaldið (50 a. af hverjum fermdum manni) skuli ákveðið fjrir 5 ár í senn og sóknarnefndir hafa tillögu- rétt um það. Bann gegn sölu áfengis o. s. frv. Um það mál urðu allharðar umræður við 1- umr. í neðri deild, en svo björg- uðu flutningsmenn því frá íalli við 2. umr. með því að koma því í nefnd, og verður það tæplega borið ugp aftur á þingi. Afnám gjafsókna embættismanna. Frumv. um það hafa þeir Guðjón Guð- laugsson og Skúli Thoroddsen borið fram. Landshöfðingi mælti allmjög á móti þessu við 1. umr. og sömuleiðis Jón Jensson, en svo var þvi dembt í nefnd við 2. umr. og mun það á þann hátt svæft á þessu þingi. Þilskipa áhyryðarsjóður. Benedikt Sveinsson og Guðl. Guðmundsson vilja láta neðri deild skora á stjórnina að leggja fyrir alþingi 1895 frurav. til laga um stofnun almenns ábj-rgðarfélags fyr ir íiskiveiðaþilskip á íslandi þannig, að landssjóður leggi fram hæfilegan stjrk til stofnunar félagsins og viðhalds þess fyrst um sinn, en að öðru lej'ti sé félag- ið byggt á innbyrðis ábj-rgð. Súltvamir. Einar Jónsson hefir borið upp frumvarp um varnir gegn út- breiðslu næmra sjúkdóma á Islandi. Skal lögreglustjóri gefa út samgöngu- bann með ráði læknis og gera aðrar nauðsj-nlegar ráðstafanir til að hepta útbreiðslu sýkinnar. Botnvvrpuvciðar. Frumv. um bann gegn þeim liefir verið samþykkt í neðri deild með þeim braj-tingum samkvæmt tifl. nefndariunar, að lægra takmark sektarinnar er fært úr 200 kr. upp í 1000 kr., og að fiskiveiðaskip í landhelgi með botnvörpu innanborðs, þótt eigi sé að veiðum, greiði 200—2000 kr. sekt í lands sjóð. Síldartollur. Tryggvi Gunnarsson Sigurður Gunnarsson og Jón í Múla bera upp þingsályktunartillögu um, að alþingi skori á ráðherra íslands, að hann leitist við að fá þvi framgengt við stjórn Rússlands að sem vægust kjör fáist að þvi er snertir innflutningstoll af íslenzkri síld, sem fiutt er beina leið frá íslandi eða Danmörku til Rússfands Fimmtíu ára alþingis \afmali. Bene- dikt Sveinsson hefir borið upp þingsál,- till. um, að neðri deild alþingis skipi nefnd til að ihuga og gera tillögur um það, á hvern hátt þjóð og þing skuli minnast þess árið 1895, að hið endur- reista alþingi íslendinga þá er orðið 50 ára gamalt. I !gær var kosin 5 manna nefnd í þetta mál: Benedikt Sveinsson,Trj-ggvi Gunnarsson, Þórhallur Bjarnason, Ólaf ur Briem og SkúliThoroddsen. Iláskavp. Þeir Tryggvi Gunnars- son og Jón Jensson bera fram þingsá- lyktunartillögu um það, að stjórnin semji við stjórn Frakklands um, að landssjóður fái keypt hiu frakknesku fiskimannahús (“frönsku húsin”) liér4 bænum. (Niðurl. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.