Heimskringla - 15.09.1894, Page 2
9
HEIMSKRINGLA 15. SEPTEMBER 1894.
Ueímskringla
komr út á Laugardögum.
í áð Heimskrin^la Ptg. & PbM. Co.
útgefendr. [Publish'ðrs.]
Tíitstjórinn geymir ekki greinar, sem
eigi verða uppteknar, og endrsendir
þær eigi nenia frímerki fyrir endr-
sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng-
nm brúfum ritstjórn viðkomandi, nema
i blaðinu. Nafnlausum bréfum er
enginn gaumr gefinn. Bn ritstj. svar-
ar höfundi undir merki eða bókstöf-
uin, ef h('if. tiltek. merki.
Uppsögnógild að lögjin,nema kaup-
andi sé alveg skuldlaus við blatslð.
Ritsjóri (Editor):
EGGERT JÓHANNSSON.
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
J. W. FINNEY
653 Pacific Ave.
(McWilliam Str.)
Alþýðumenntun.
Það era horfur íi að námsgrein-
um í alþýðuskúlum verðL breytt áður
en langir tímar líða, að minnsta
kosti hér í Manitoba. Þeir menn eru
alt af að fjölga, sem halda því fram,
að fækka þurfi þeim námsgreinum,
sem nú eru kenndar í alþýðuskólum,
nema burtu alla efstu bekkina og
með þeim náttúrlega þyngstu náms-
greinarnar. Þeir vilja með öðram
orðum ekki að hið opinbera borgi
fyrir nema einfoldu námsgreinarnar
og undirstöðuatriðin til æðri mennt-
unar, en vilja að þeir menn, sem
æðri menntun vilja veita börnum sín
um borgi fyrir þá menntun sjálfir.
Fvrirkomulagið alt, eins og það
er nú, er álitið að hnogi hug náms-
manna að bæjunum, en burt frá
landbúnaðinum, að skólamir búi til
hópa af lögmönnum og læknum og
vísinda-stúdentum eða iðnaðarmönn-
um, og að hinn langi námstími geri
menn illa færa til að takast strit-
vinnu 1 fang að loknum námstíman-
um, auk þess sem margra ára lær-
dómur venjulega gerir fjöldann of
stórhuga til þess að vilja vinna al-
menna vinnu, þó líkamskraftarnir
væru nógir til þess.
Þessi skoðun virðist vera eitt af
kvæmi harðærisins, sem yfir Ame-
ríku hefir dunið í nærri 2 ár. Að
minnsta kosti gægðist þessi skoðun
ekki aimennt út fyrri en í fyrrasum-
ar, þó hún, ef til vill, hafi verið til
löngu áður. í fyrra, þcgar ekkert
var til að vinna, þegar þúsundir
manna gengu allslausir og biðjandi
um göturnar í stórborgum Banda-
ríkja, þá fóra einstöku menn að láta
til sín heyra í þá átt, að eitthvað
væri bogið við aðsóknina til bæjanna,
vöxt þein’a,en hnignun úthéraðanna.
Umræðumar urðu smámsaman út-
breiddari og opinberari og vora hvað
mestar þar sem mest kvað að at-
vinnuleysinu. Hér bar ekki svo
mjög á slíkum umræðum fyrr en í
vor er leið, því atvinnuleysisaldan
svall ekki í algleymingi yfir þennan
landshluta fyrri en þá. Afþessu má
máskeætla, að mikið af slíku
umtali sé ekki annað en æðruorð, er
klingja meðan þetta óvanalega harð-
æri varir, en sem liverfi svo með því
í djúp glevmskunnar.
Þó sýnist samt að eitthvað sé
þetta meira en laushugsuð æðruorð,
þegar roskinn og ráðinn dómari neit
ar að vera lengur í einni æðriskóla-
stjóm, af þeirri orsök einni, að fyrir-
komulagið sé rangt. Þetta gerði
dómari einn í Stratford í Ontario nú
nýlega. Hann sagði sig úr stjórnar-
ráði æðraskólastofnunarinnar þar í
bænum og bar það fyrir, að fyrir-
komulagið væri rangt, að skólamir
byggju menn undir stöðu, sem um-
sækjandafjölda vegna væri ekki
lengur fáanleg. Fyrir slíka ment-
un ætti almenningur ekki að borga,
heldur einstaklingurinn, sem vildi
afla sér hennar, eða aðstandendur
hans. Hann segir enn fremur : “Ef
vort vandaða og mikilfenglega skóla
fyrirkomulag væri nauðsynlegt skil-
yrði fyrir því, að menn kæmust á-
fram og tækju framföram í lífinu, þá
væri öðru máli að gegna.En nú hefir
reynslan sýnt, að æðri menntunin öll
hnegist að því að gera menn óhæfa
til líkamlegrar vinnu, þeirrar vinnu,
sem ekki verður skilin frá jarðyrkju-
störfum. Afleiðingin af þessu kenslu-
fyrirkomulagi er því sú, að allir
lceppa um þau störf, er útheimta and
lega en’ ekki líkamlega áreynslu.
Búja.iðirnar standa í stað, eða leggj-
ast í eyði, því unglingamir, sem þær
ættu að yrkja, flýja í hópum til bæj-
anna til þess að iljóta eða sökkva I
fjöldanum, er biður Um vinnu þar
sem vitinu og lærdóminum verður
beitt án þess að þreyta líkamann.
Fyrir fáum árum fannst ekki mennt-
aður maður í flokki þeirra, er vér
nefnum umfarendur. En nu er svo
komið, að fjöldi hámenntaðra manna
fylla flokk þeirra auðnuleysingja,
400 000 talsins, er heimilislausir og
allslausir flaltka aftur og fram um
Bandaríkin. Þeirra lærdómur hefir
óneitanlega gert þá óhæfa til að
vinna með höndunum, og því era
þeir nú í þessu sorglega ástandi”.
Það er naumast hugsandi,að harðær-
iskvörtunin ein ráði hugsun og gerð-
um manns, er gengur eins hreinlega
að verki eins og þessi maðnr.
En hvað sem nú því líður, hvort
sem rýi'ð verður að noldcru' leyti eða
engu sú kennsla, er hið opinbera
borgar, þá era samt allar horfur á að
námsgreinum í alþýðuskólum verði
innan skamms breytt. Akuryrkja
eða jarðyrkjukennsla verður án efa
ein námsgreinin á alþýðuskólum hér
í Manitoba áður langt líður. Kenslu
málastjórnin hefir haft það mál til
atliugunar í alt sumar og hefir áreið-
anlega lcomizt að þeirri niðurstöðu,
að það sé heppilegt. Nú á síðasta
fundi fékk hún greinilega ritgerð
um það efni frá prófessor Henry
Tanner, akurvrlcjukennara og próf-
dómara í jarðyrkjufræði í æðriskól-
um á Bretlandseyjum. Lýsir hann
þar allri kennsluaðferðinni á Eng-
landi og hvaða misskilningi sú náms
grein var undii’orpin þegar fyrst var
'talað um að innleiða hana í slcólum
á Ei.ghmdi fyrir eitthvað 20 árum.
‘•Það var gerð mín skylda”, segir
liann, “að gera skiijanlegt hvað
námsgreinin þýddi, og ég gerði það
ineð því að nefna hana. “Þessi vís-
i ndalegu sannindi, er reynsla bænd-
anna hefir kennt oss. Það er kunn-
ugt, að um síðastl. 50 ár hafa bænd-
urnirog vísindamennirnir verið tveir
andvígir flokkar. Vísindamennirnir
hafa fárast yfir vanþekking bænd-
anna og bændur hafa bent á vitleys-
ur hjá vísindamönnunum. Eg veit
eklci citt dæmi til þess, að greindur
bóndi hafi ekki um síðir borið sigur-
inn úr býtum í þeirri viðureign.
Greindur jarðyrlcjumaður hlýtur að
verða nákunnur störfum náttúrunnar
og hún erætíð viss með að lciðrétta
hann, ef hann fer rangt, en launa
honum, ef liann gerir rétt. Það er
þess vegna eklcert undarlegt, þó
reynsla bóndans smámsaman sýni
honum dýrmæt sannleikskora, Þessa
revnslu þurfa vísindamennirnir að
viðurkenna, og það er skylda þeirra
gagnvart almenningi að tína sann-
leilcskom þessi úr ruslinu og sameina
þau í eina nytsama, aðgengilega
heild”.
Hann skýrir og frá því, hvemig
kennsla þessi gangi, hvort börnin
vilji læra þá námsgrein og hvort
kennararnir komist yfir að veita til-
sögn í henni aulc alls annare. Ná-
kvæm rannsókn sýndi honum að
námsgreininni var tekið opnum örm-
um nálega allstaðar, og einn skóla-
kennarinn sagði honum, að ekki
þyrfti hann annað, ef leti var í böm-
unum, en að lofa þeim klukkustund-
ar tilsögn í jarðyrkjufræði, þá rykju
þau öll upp til handa og fóta og
kepptust við að koma af lexíum sín-
um. Reynslan hefði og sýnt, að
jarðyrlcjufræðin hefði verið nálega
eina námsgreinin, er foreldrar flestra
bamanna hefðu getað rætt um með
nokkurri greind við börnin, er að
sínu leyti hefði liaft ákjósanlegustu
áhrif á löngun bama til að nema
þessá fræðigrein. Afleiðingin hefði
orðið sú, að á tiltölulega stuttum
tíma hefðu fullorðnir menn í sveit-
um úti verið farnir að framsetja þýð-
ingarmiklar spurningar áhrærandi
hitt og þetta, er jarðyrkju snerti.
Þeir fullorðnu voru nefnilega að læra
af börnunum, af samtali við þau ut-
an skóla.
Ef til vill styrkir þetta bréf
Tanners kennslumálastjómina í þeirri
trú, að eitthvert gagn mætti verða
af samskonar námi hér. í landshluta
eins og þeim, er vér byggjum, þar
sem jarðyrkja í einhverri mynd verð
ur alt af aðal-atvinnuvegur, er auð
sætt að slík kennsla er nauðsynleg,
nauðsynlegri enda en Algebra og
Eucldts Geometry fyrir allan þorra
manna. Spurnsmálið er, hvernig
slílcri kennslu verður hagað svo að
gagn verði að, enda þótt unglingur-
inn eigi elcki lcost á að fullnuma sig
á reglulegum jarðvrlcjuskólum, sem
væntanlega koma upp hér vestra
með tíð og tíma.
Nýja gufuskipa-línan
sem James Huddart frá Ástralíu er
að reyna að stofna, til feiða mílli
Englands og Canada, mætir allmik-
illi mótspyrnu, einkum frá þeim A1
lan-bræðrum og félögum. Um lang-
an tíma hafa þeir James Huddart og
James og Alexander Allan skrifast
á um þetta mál í Timcs. Ganga öll
bréf þeirra Allan-félaga út á að sýna,
að fyrirætlun Huddarts sé ómöguleg
af því, hve ferðmikil skip séu undir-
orpin mikilli hættu af ísjökum í
grend við Nýfundnaland og í Belle
Isle sundi. Svo sýna þeir fram á,”að
Huddart skorti alla nægilega þekk
ingu á Atlantshatt, höfnum í Canada
o. s. frv. til að ræða um þetta mál og
standa fyrir stóru félagi eins og
þessu. Segja og að í fyrstu hafi
hann farið á fund þeirra og æskt eft-
ir samvinnu, en er hann hafi ekki
fengið hana, hafi liann beðið þá að
vera afskiftalausa, en rcyna elcki að
spilla fyrir sér.
Huddart aftur á móti sýnir
fram á og tilfærir rök að því, að skip
geta alt af gengið fulla ferð á þeim
stöðvum, ’er Allan óttast, ncma ef
niðamyrkursþoka kemur á, og hún
getur allstaðar komið og hindrað
gang. Hann sýnir og að eklci er né
getur verið hættara við árekstri
jaka, þóferðinsé'25 mílur, heldur
en ef hún er að eins 14—17 mílur
kl.stundu. Segir líka, að um þessi
hættusvið sé ekki að tala ncma að
sumrinu, því á vetrum fari skip hans
langt fyrir sunnan Nýfundnaland
beint frá Englandi til Halifax, sem
hann segir að verði vetraretöðin.
Á síðasta Dominton-þingi var
samþykkt að veita Huddart $750000
á ári um 10 ár úr ríkissjóði, svo
framarlega sem skip hans gengju
minn3t 22 mílur á kl.stund, og svo
framarlega sem liann yrði búinn að
stofna öflugt félag til þessa ekki
seinna en í Maí 1895. Allan-félagið
andæfði þessu frumvarpi og félck
mörg blöð í Austur-Canada í lið mcð,
en öll sú barsmíð reyndist þýðingar-
laus. Þcss vegna leggur það sig nú
fram með að spilla fyrir Huddart og
gera honum ómögulegt að koma fé-
laginu á fót.
Mótspyrna þeirra er mjög eðli-
leg. Þeir eiga skipastól mikinn, en
flest skip þeirra era tiltölulega göm-
ul og ekki bygð með það marlcmið
fyrir augum að fara sem flestar mil-
ur á sem fæstum klulckustundum.
Ef þess vegna Iluddart liefir sitt mál
fram, þá minnkar stórvægilega að-
sóknin að þeim Allans og eign þeirra
fellur að því skapi I verði. Þeir
verða því neyddir til að koma upp
ferðmeiri farþegjaskipum, en um-
hverfa þeim flestum, sem það nú á,
í vöraflutningsskip.
í seinni tíð hefir Huddart feng-
ið ýmsa málsmetandi menn á Eng-
landi I lið með sér og eru því horfur
á að hann liafi sitt mál fram, þrátt
fyrir andmæli Allan-bræðra og fé-
lagsmanna. Meðal þeirra, er nú síð-
ast hafa lagt orð í belg með Hudd-
art, er Brassey lávarður, sem á bú-
garð mikinn í Vestur-Canada.
ir aðra í hjáverkum sínum. Glad-
stono heíir ritað um liundrað ólík
efni á sínum frístundum og stúdérað
allar mögulegar fræðigreinar. Sal-
isbury lávarður hefir eklci ritað milc-
ið á seinni áram, þó sú list sé honum
lagin síðan hann á fyrri árum,
meðan liann var fátækur, var einn
;if merkuýtu og skörpustu riturunum
í “Saturday Review”. En liann er
vísindastúdent og starfsmaður mikill
I efnafræði. Efnisblöndunarvinnu-
stofa hans er svo stór og vel út búin,
að hún er viðurkend ein fullkomn-
asta slík stofnun sem til er og eins
manns eign. í þeirri vinnustofu sit-
ur hann að efnablöndun á öllum sín-
um frístundum og þar kann hann að
sögn bezt við sig, í stað þcss sem
Gladstone kann bezt við sig úti í
skógi að fella tré.
Salisbury lávarður hefir rétt ný-
lega verið kjörinn forseti hins brezka
vísindafélags, er þykir meir en smá-
ræðis heiðursstaða. Ársfundur fé-
lagsins var í ár settur í Oxford 8.
Ágúst, og tók Salisbury þá við for-
setaembættinu. Um kvöldið flutti
hann innsetningarræðu slna og þótti
mikið til hennar koma. Efni henn-
arvar: “Oráðnar gátur”, gátur,sem
vísindamennimir hafa enn ekki getað
leyst. Þó ræðan væri eingöngu um
vísindaleg efni, var hún færð I svo
alþýðlegan búning að hún er öllum
gkiljanleg. Það eru frumefnin, sem
hann talaði um og sagði óráðnar gát
ur, og sem hann bjóst við að um all-
ann aldur yrðu óráðnar gátur. Hann
sagði það mætti virðast ótrúlegt, en
satt væri það, að nú við lok 19. ald-
arinnar væru enn óráðnar allar vorar
frumefnagátur, 65 sundurleit efni.
Það væri engum manni enn unnt að
gizka á og því síður að sýna með
með nokkrum rökum hvemig þessi
framefni hefðu orðið til. Hverju
scm menn tryðu um uppruna al-
heimstilverunnar, væri jafnóskiljan-
legt hvaðan frumefnin hefðu komið
og hvernig þau drógust saman.
Guðfræðingum öllum þykir sjálf
sagt mest varið í niðurstöðu þá, er
hann komst að í ræðunni, en það er,
að vísindamennirnir séu óðum að
komast að þeirri—að hans áliti
einu réttu—niðurstöðu, að alheimstil-
veran sé til orðin samkvæmt áformi
einhverrar æðstu stjórnandi veru, er
öllu ráði I rílci náttúrunnar.
upp úr blaðinu Knights of Labor Jour-
nal og er útdráttur af þeim fyrirlestri,
sem Wallace P. Groom hélt I New York
fyrir noklcrum árum síðan. Þegar $1
er lánaður út og leigan lögð við innstæð
una ár livert, þá koinumst vér að þeirri
niðurstöðu, að dollarinn upp á neðanrit
aða procent í 100 ár vex eða belgist upp
I þá hér neðarsettu upphæð :
$1 í 100 ár meðl% leigu verður
Starfsmenn miklir
eru þeir margir brezku stjórnarfor-
mennirnir. Það mætti ætla að menn
I þeirra stöðu þyrftu að beita öllu
sínu hugsunarafli í stjómmálaáttina
og gætu þess vegna ekki gefið sig
mikið við þungum, flóknum málum,
er stefna í öfuga átt. Séretaklega
virðist það líklegt að þvl er snertir
stjórnarformann Breta, er þurfa
—auk aðal-ríkisins—sí-felt að hafa
í huga löggjöf hinna mörgu
brezku nýlendna og hugsa
um þeirra hag. Einn fram af öðrum
hafa þó hinir brezku stjómarfoimenn
fengizt við og unnið ýms stórvirki
mitt í þeirra stjómmálastörfum. Á
meðan Derby lávarður var stjórnar-
formaður, hvíldi hann huga sinn við
stjómarstörf með því, að snúa Hó-
mer úr frummálinu á ensku. Bea-
consfield ritaði eina skáldsöguna eft-
Orða-belgrinn.
[Öllum, sem sómasamlega rita, er
velkomið að “leggja orð I belg;” en nafn-
greina verðr hver höf. sig við ritstj.,
þótt ekki vilji nafngreina sig I blaðinu.
Engin áfeflis-ummæli um einstaka menn
verða tekin nema með fullu nafni undir
Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun-
umþeim, sem korna fram í þessumbálki]
1 I
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
Herra ritstjóri!
Meðfylgjandi ritgerð óska ég að fái
rúm í Hkr., sökutn þess hún snertir
margt það, sem nú er á dagskrá þessa
lands, sér í lagi auðvaldið og okurrent-
urnar ; hún sýnir svo að segja áþreif-
anlegahvað vextir af fó vinna inn auð-
kýfingunum, en útarma fátæka lántak-
endur, svo lánveitingin verður mörgum
manni til “bölvunar”, en ekki “blessun-
ar”, sem Jón Ólafsson á Brú (fornkunn-
ingi minn) segir afdráttarlaust í 25 tbl.
Lögb. þ. á., þar sem hann var að rita á
móti “Samtali Jóns ogBjarna”, eða því
sem þar er sagt um lántöku (er ég ætla
á gildum rökum bygt). Nú, vegna þess,
að mér finst þetta málefni svo mjög
varðandi okkur bændurna, að við ætt-
um ekki að láta vort eftir liggja í að
skoða það rækilega út I æsar, þá vildi
óg með þessari þýðingartilraun minni á
eftirfarandi grein leggja þar með “orð
í belg”; meðal annars ,til að sýna hvern-
ig höfundur hennar lítur á lánveitingar,
eins og þær eru hér í Norður-Ameríku
úr garði gerðar.
Með virðingu,
Monntaln, 25. Ágúst 1894.
VlGFÚS SlGURÐSSON.
Auðvalds-djöfullinn.
Eftir Oli E. Hagen.
Leiga af peningum, hvort heldur
mikil eða lítil, er okur, eins konar rang-
læti, sem hefir hrópað I himininn um
margar þúsundir ára; það ranglæti, er
jafnvel hinir kristnu auðmenn hafa
haldið við líði í lif og blóð, þrátt fyrir
forboð ‘biflíunnar. En áður en ég fer
lengra út í það mál, vil ég hér með gefa
mönnum lítið eittíhugunarefni, með dá-
lítilli reikningstöflu eða dæmi, sem sýn-
ir, hvernig léiga af peninsrum vex og
margfaldast, og hvernig þetta stærsta
af öllu ranglæti nagar um veslings
skuldunautinn. Tafla þessi er tekin
$2,75
2% “ “ 7,25
8% “ “ 19,25
4% “■ “ 50,50
5% " “ 131,50
6% “ “ 340,00
7% " “ 808,00
8% “ " 2303.00
9% “ “ 5543,00
10% “ “ 18090,00
12% “ ’, 84674,00
15% “ “ ' 1174405,00
18% “ “ 15145007,00
24% “ “ 2551799404,00
Einn dollar í 100 ár með 24 pct.
leigu og vaxtaleigu vöxtum verður:
tvö þúsund fimm hundruð fimmtíu og
ein millíón, sjöhundruð níutíu og níu
þúsund, fjögur hundruð og fjórir doll-
arar!
Það er eigi svo sjaldgæft að menn
heyri minnst á fólk sem lifi af pening-
um sínum, en að lifa af leigum peninga
sinna er sama sem að lifa á annara
sveita. Það er veslings skuldarinn sem
hlýtur að fæða bæði sjálfan sig og pen-
ingamanninn. Þegar vér lesum um
konunga og þjóðhöfðingja austurlanda,
sem I gullnum burðarstólum láta þegna
sína og undirmenn beia sig landshorn-
anna á milli, þá brosum vér I kamp og
kimum að allri heimskunni og hógóm-
skapnum þar eystra og aumkum ves-
lings þjónana og þegnana fyrir það að
þeir skuli vera þannig slíkar undirlægj
ur þessara harðstjóra sinna, að þeir
þurfi að bera þá frá einum landsendan-
um til annars. En vér gerum einmitt
hið sama. Þegar vér borgum peninga-
mönnum vorum leigu af peningum
þeirra svo að vér ekki að eins fæðum og
klæðum þá, lieldur einnig berum vér þá
á höndum innan um alt landið með súr-
um sveita og þrælbjúgu baki berum vér
þá á vorum eigiu hönduin undir allskon-
ar vöntun alt um kring í landinu. Að
vísu ekki að Austurlanda harðstjórar
hálfviltu siðvenju, heldur að háttum sið-
aðra manna, látum vér þá ferðast um
laudið í svefnvögnunum með reglu-
bundnum járnbrautarferðum og skemti
ferðir þeirra til annara heimsálfa og um
þær þvert og endilangt. Vér kostum
þá á baðstöðunum svo þeir geti styrkt
síg við heilsubrunnana, hjálpum þeim á
alríkisþingið (Congress) og ríkjaþingin
(Legislaturerne), svo þeir geti haft þar
áhrif á og borið mútur á þingmenn og
fulltrúa vora. Þeir gefa stórfé til
kyrkna, byggja sér glæsileg stórhýsi.
Vór borgum þeim með lám'eitingunum
alla þessa dýrð. Hinn undirolcaði skuld
umbundni lýður, er etur brauð sitt í
sveita síns andlitis, ber alla Jiessa við-
höfn og humbug alt um kring. Áður
en vér förum að skopast að hinum þræl-
vöndu, áður en vér förum að skopast að
hinum þrælhundnu austurlanda burðar-
mönnum, ættum vér að stinga hend-
inni I vorn eigin barm og rannsaka,
hvort vér ekki einnig erum einskonar
þrælar eða drögumst óafvitandi með þá
þrælvendi, sem vér fyrst ættum að sópa
burtu frá vorum eigin dyrum.
Setjum nú svo, að maður fái lánaða
81000 með 20 pct. vöxtum. Skuldabréf-
ið er iritað á lítinn pappírsskika og
geymdur I skrifborði lánveitanda. Eft-
ir eitt ár hefir þessi brófmiði ávaxtast
um $200, eða aukið sig á undarlegan
hátt, má segja á grimmlega óróttvísan
hátt, hefir þessi dauði hlutur unnið $200
á einu ári. Til þess á sama tíma að ná
upp sömu upphæð, hlýtur sterkur, dug’
legur verkmaður að vinna baki brotnu,
hann verður að erviða frá þvl árla að
morgni og fram á nótt í hita og kulda,
já, hvernig sem veður er í heilt ár, til
að innvinna eins milcið, eða réttara sagt
vega upp á móti þessum litla pappírs-
skika, sem liggar ískrifborði auðmanns-
ins, er á stendur ritað $1000 með vöxt-
um 20%, er hann ávaxtast á sama tíma
Er þetta réttlæti ? Höfum vér rétti-
lega eða nógu grandgæfílega grundað
það?
Minneapolis Times, eitt okur-liffær-
ið, sem fleiri blöð vor, varð fyrir
skömmu svo ógætið að segja frá því, að
það séu 3000 ‘Mortgages’ (veðskuldabréf
er komi á hvert County til jafnaðar í
Bandaríkjunum, og að órækar sannanir
væru til fyrir því, að af mörgum af
þessum pantsetningarnótum væru rent-
an 40% árlega. 40%! $400 verður þá
rentan af $1000 á einu ári. Það þarf
tveggja manna vinnu um árið til að
vega upp á móti því. Er það þá furða,
þó menn verði hart uppi með að geta
staðið I skilum ? Samt væri nú I þessu
tilfelli vel yfir að láta, ef eyðileggingar
eldurinn geyrsaði eigi að nema úr einni*
átt, en menn standa milli tveggja e^a
jafnvel margra elda; menn lenda í gjald
þroti, reisa ekki rönd við slíkri kúgun,
og þá koma málsóknir og þvingunar-
uppboð, þar sem panturinn er látin fara
fyrir lítilræði. Þannig vissi ég til þess
nýlega, að vænni og góðri mjólkurkú
var sleppt fyrir 87 og gott hesta par
(Team) látið fara á $75. O, jæja, vér
erum einskonar konunga-berar; já, vér
erum ekki lengra komnir enn þá. Þó
vona ég að sá tími muni koma, að öll
renta verði numin burtu úr ríki tilver-
unnar, og maður geti þá fengið $100 lán-
aða á sama hátt sem við nú fáum lóðan
jarðhóf eða spaða um stundarsakir hjá
nábúanum. Ég hefi lesið ævintýrið um
það, hvernig djöfullinn fann upp brenni
vínið. Peningarontan lilýtur að vera
af sömu rótum runnin, eða með öðrum
orðum, uppfundin af hinum sama.
Mr. Donnelly* hefir sem kunnugter
verið hinn merkasti leiðandi maður fyr-
ir því, að setja niður peningarentuna á
síðasta ríkisþingi (1891) Minnesota. Og
fyrir það hefir hann fremur en nokkur
annar fengið auðmanna og blaða hatur
og ofsóknir I fullum mæli. Einn af
hinum œðri auðkýfingum sem lána pen-
inga, fór fyrir nokkru síðan suður til
St. Paul, til að vinna á móti uppástungu
er þar var borin upp um afnám á okur-
rentum.
Heim kominn aftur úr þeirri St.
Paul ferð sinni hafði þessi okurkarl
vor ekki borið Donnefly sem bezt sög-
una og kallað hann herfilegasta mann.
“Þar I St. Paul”, sagði hann, “er Don-
nelly kallaður öllum illum nöfnum, já
enda fríþenkjari og Sócíalisti ; af sliku
má ráða hver maður hann er. Hræði-
legt er að vita til þess, að ríkisþingið
sjálft skyldi útata sig með því að líða
þar vantrúarmann og Sócialista”. Var
þess þá ekki að vænta, að hinn kristi-
legi okurkarl hristi rikiðaf fótum sér og
hryfinn af helgri vandlæting og gremju,
flýtti sér heim aftur. “Fríþenkjari og
Socialist”. Hvað lengi halda þessir
skinhelgu hræsnarar að þeir hafi svo og
svo mikið upp úr heimsku mannanna,
menntunarleysi, hjátrú og hindurvitn-
um. Hversu lengi hyggja þeir sér muni
takast að hræða fólk með þessari grýlu?
Ætli alþýðan sé ekki allareiðu komin
svo langt, að hún sér það bæði af sög-
unni og daglegri eftirtekt, að slík svo
barnaleg blindskot hitta ekki. Sókrates
hinn ágætasti og alvörugefnasti sann-
leiks leitandi maður, sem sagan getur
um, var kærður fyrir það að vera frí-
hykgjandi og dæmdur til dauða. Já,
sjálfur höfundur vorrar kristnu trúar,
timburmannsonurinn frá Nazaret, var
ekki einungis sakfeldur fyrir hið sama,
lieldur einnig um goðgá eða guðlast og
liengdur á Rrossinn. Jóhann IIuss var
brendur fyrir það, að hann ley’fði sór að
efast um nolckrar trúarsetningar páf-
ans. Sagan er rík af svona dæmum.
Ef nokkur vogar að hafa eitthvað á
móti hláturslegum eða ómannlegum
fyndingum og óróttlæti, þá er liann
þegar kærður og kallaður fríþenkjari og
Sócialisti. Svo hefir það verið og er enn
í dag. Moð þessu skjóta undirokarar
þjóðanna máli sínu undir hinn auðvirði-
legasta dómstól hégilju og hindurvitna,
sem fólk er svo fallið fyrir I því trúfræð
islega. Millíónir af dollurum liafa verið
notaðir til að planta og viðhalda þessari
sorglegu og ógæfu ollandi hégylju, og
þar með ætíd talið það víst, að nær
kæra lik hinni ofangreindu væri liafin
móti einhverjum, mundi lýðurinn óðara
hrópa : Krossfestu, krossfestu! Hvað
lengi skal þessi hugsunarlausi fordæm-
ingar dómur og blindi trúarofsi verða
notað fyrir meðal til að halda fólki í
undirokun og þrældómi ? Er nú ekki
heldur von um að tímar hugsunarleys—
ins séu þegar á enda; og að tíð alvar-
legra hugsana og skynsamlegra skoð-
ana og rannsóknar sannleikans taki við.
Slíkt kemur nú með sanni sagt eigi ,of
snemma.
Vegna þess að mór sjálfum hefir
verið borið á brýn að ég væri vantrúar
maður og Socialist, gríp ég hér með
tækifærið með að svara þeirri ákæru
með því, að sýna hvor málsparturinn
standi þar á hiblíulegum grundvelli,
hvort heldur frjálshy-ggjendur eða okur-
hræsnarar. Ég sagði að okur væri ó-
réttur, sem hrópað hefði I himininn um
þúsundir ára. Það er satt. Því á dög-
um Moses sjáum vér, að lög hafa verið
samin og skráð gegn okri. í 2. Móses
bók 22, kap. 25. v. stendur: “Ef þú
lánar þeninga íólki mínu, þeim fátæka,
sem hjá þér er, þá skaltu ekki vera við
hann eins og okurkarl; þú skalt ekki
taka leigu af honum”. í 3. bók Móses
25, kap. 36.—37. v. stendur : “Þú
skalt ekki fá honum fé þitt á okurleigu,
eða hjálpa honum um matvæli með
okri”. 5. Mósesb. 23. kap. 19. v.: “Þú
skalt ekki taka okurleigu af löndum
þínum, hvorki fyrir peninga, mat né
aðra hluti þá sem út má okra”. Samt,
þráttfyrir þettamargendurtekna bann
finnum vér þó í Nehemiabókar 5. kap.
að Nehemia, sem var landstjóri í Judea
hér um bil 1000 árum síðar, að auð-
mennirnir á þeim tíma voru álíka og
og þeir eru nú á dögum. Þeir tróðu lög
og rétt undir fótum sér og höfðu svælt
undir sig I yeð fyrir skuldum, akra,
hús og víngarða skuldunauta sinna.
“Og Þar varð óp mikið meðal fólksins”.
En Nehemias var góður og samvizku-
samur landsstjóri og lokkaði auðkýf-
ingana með góðu að gefa aftur renturn-
ar og pantinn, hætta öllu okri og eftir-
láta bræðrum sínum tilbaka aftur eign-
>r og óðul. Gera vorir landsstjórar
Þetta? Ætli það þættu ekki “firn mik-
il”. ef þeir einhvern góðan veðurdag
tækju slíkt upp, að feta I fótspor Nehe-
miusar með annað eins. Auðkýfing-
anna og hinna orþódoxu rétttrúnaðar
manna trú er, að þjóna guði, en flá
menn. Frjálshyggjenda og Socialista
trú er, að hjálpa meðbræðrum sínum
frá undirokun og niðurlægingu, en
vinna fyrir frelsi og jafnrétti og bræðra
lagi á jörðunni. Eða með öðrum orð-
um : Frjálshyggenda og Socialista trú
er, að þóna mannfélaginu. Og ég trúi
að þeir standi föstum fótum á biblíuleg-
um grundvelli, því Kristur segir:
*) Stjórnmálagarpur í Minnesota.
Þýð.