Heimskringla


Heimskringla - 22.09.1894, Qupperneq 1

Heimskringla - 22.09.1894, Qupperneq 1
íieimskr! ng”ia. Vm ÁR. WINNIPEG, MAN., 22. SEPTEMBER 1894. NR. 38. FRETTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG, 15. SEPT. Professor Van Helmholtz, nafnfræg- ur vísindamaður og kennari við Berlin- ar háskólann á Þýzkalandi, er nýlátinn, 73 ára gamall. Sögufól. í Ontario vill að efnt sé til stórmikillar Dominion-eögu og iðnaðar- sýningar í Toronto sumarið 1897 í minn ingu þess, að þá verða liðin 400 ár frá því þeir John og Sebastian Cabot fundu Canada. Er ákveðið að hæjar, fylkis, og Dominion stjórnirnar allar leggist á eitt með að fá þessu framgengt. í New York “Herald” er prentað bréf frá Japan, er segir, að brezkt her- skip hafi komið í veg fyrir !að Japanítar gætu tekið kastalann Wei-Hai-wei Japaniskur floti hafði komizt inn á höfnina í náttmyrkri, en brezkt herskip sá til ferðanna og lét þegar ríða af skot, eins og er venja herskipa, þegar þau lieilsa hvert öðru, þó óvanalegt þyki eins og þarna stóð á. Varðliðið í kast- alanum heyrði skotið, kveikti þegar á rafmagntljósunum, og sáust þá skip ó- vinanna, er þegar flúðu. Þetta á að hafa verið aðfaranótt 11. Ágúst. MÁNUDAG, 17, SEPT. Alaska-landamæramælingin i sum- ar hefir sýnt, að fjallið mikla St. Elias, á norður Kyrrahafsströndinni, er innan Canadarikis. Mælingamennirnir segja fjallið nokkuð yfir 18000 feta hátt, eða yfir 1000 fetum hærra en ætlað var. Nýfundnalands-governorinn segír, að yrðu eyjarskeggjar neyddir til að kjósa, mundu þeir fyrr kjósa inngöngu í Bandaríkin en Canada. — I Canada mun og margur maður, sem ekki syrgði þó svo færi, því að öllum líkum hefði Canada stórtjón afinnlimun eyjar- iunarí Canada-sambandið. Stór-aukin gjöld, en Utlar tekjur. Peary-norðurfararnir komu til St. Johns á Nýfundnalandi í gær. Sjálfur varð Peary eftir nyrðra og 2 .nenn með honum, í því skyni að kanna og mæia strendur Fálkafjarðar. norðarlega A vesturströnd Grænlands. Snemma í Marz hóf Peary gönguna norður um jöklana frá vetursetustaðnum og komst hann 219 milur áleiðis, en þar varð hann að snúa aftur. Hæsta jökulbung- an, er þeir komu á á þeirri göngu, var hafin 5,600 fet yfir sjávarmál. A þeirri leið sátu þeir einu sinni hríðteptir í 4 daga. Var vindhraðinn að jafnaði um 48 mílur á klukkustundinni og frostið 45—60 stig fyrir neðan zero. Frusu þá margir af dráttarhundum þeirra í hel, aðrir gáfust upp og mennirnir þoldu ekki gönguna og kuldann. Þess vegna sneri hann aftur. Peary hefir í hug að halda áfram norðurgöngu aftur næsta sumar. Sagt er að skógareldurinni í Michi- gan, sem nú er sagður slokknaður, hafi alls eyðilagt um 700 milj. feta af furu °g öðruin timburtegundum. Eitthvað ai Því má kanske nota, ef höggvið er í vetur komandi. Einn prinsinn af Bourbone-ættinni, Francois Mario, hefir helgað sér erfða- réttinn til keisarastólsins franska, að greifanum af Paris liðnum. Fyrir það tiltæki fær hann 2 mánaða fangelsi. ÞRIÐJUDAG 18. SEPT. Orustu mikla háðu Kinar óg Jap- anítar 16. þ. m., segir hraðskeyti frá Tokio, og tóku Japanítar kastala mikinn (Hwan-Ju) af Kínverjum. Féllu þar að sögn um 16,000 Kínverjar, en ekki nema örfáir menn, um 30 (?) af Japanítum; um 270 særðust. Undir- eins og ICínverjar sáu sitt óvænna lögðu þeir á flótta nema fylking ein tilheyrandi Li Hung Chang hernum. Sú fylking stóð fast fyrir þar til ekki stóð einn maður eftir. Bismark gamla var gerð stórmann- leg heimsókn á sunnudaginn. Margar þúsundir manna úr nágranna héruð- unum komu heim til hans og fluttu honum skrautritað fagnaðarávarp. 3000 samæfðir söngmenn sungu: “Varð- liðið við Rín,” eða “Sem duni þrum- ur.” Við það tækifæri flutti karl til- komumikla ræðu, er endaði með á- skorun til allra sannra þjóðvina að vinna af alefli að eining hinna ýmsu þjóðflokka, er mynda keisaraveldið. Þess var getið í síðasta blaði að herskipa sýning og æfing sjóhersins hefði farið fram undanfarna daga við strendur Þýzkalands á Eystrasalti. Flestar járnbrautir i ríkinu fluttu farþegja þangað fyrir helming venju- legs gjalds eða minna, að hoði keis- arans. Er nú uppkomið að alt þetta var pólitískt bragð. A siðasta ríkis- þingi var felt tillaga um að veita stjórninni 4J milj. marka til flota- búnings og umbóta. Nú ætlar stjórnin að sögn að biðja um 10 milj. marka á næsta þingi og i því skyni að greiða veg þess frumvarps til samþykkta, bjó keisarinn út þessa mikilfenglegu sýningu. Fundurinn stóri til að ræða um dýpkun vatnsvega, frá Stórvötnunum til Lawrence-flóa, var settur í gær í Toronto, Ontario. Þar mæta fjölda margir mikilsháttar menn frá Banda- ríkjum. MIÐVIKUDAG, 19. SEPT. Greinilegri fréttir af orustu Kína og Japanita eru nú fengnar og sýna þær, að í ©rustunni féllu yfir 2000 Kín- verjar, en um eða yfir 14,5000 voru um- kringdir og handteknir. Hvað marga Kínverja Japanítar hafa hertekiðalls er ómögulegt að segja, en fregnirnar segja að á hverjum degi komi til meginher- stöðva Japaníta stærri og smærri flokk- ar af handteknum Kínverjum. Fang- arnir eru allir fluttir til Japan. Nýlega hefir JBandaríkjastjórn tek- ið fast canadiskt selveiðaskip í grend við Beringssund, af því það hafði með- ferðis óleyfileg vopn, Nú hefir sjóflota- stjóri Canada úrskurðað að samkvæmt Parisar-samningnum hafi Bandaríkja- stjórn ekki vald til þessa, að hún geti þvíað eins tekið skipið að það brúki ó- leyfileg vopn. Repúblíkar kjósa Levi P. Morton, fyrverandi varaforseta Bandaríkja, tilað sækja um governors-emhættið í New York í haust. Ekki verður af því, að þeir Oumet eða Tupperr komi hingað vestur fyrst um sinn. Veikindi á heimilinu hindr- uðu Tupper þegar til kom. Hraðfrétt frá Shanghai í Kina segir altalað, að búið só að svipta Li Hung Chang öllum völdum. FIMTUDAG, 20. SEPT. Sjóorustu háðu Kinverjar og Japan- ítar á höfn þeirri við Kórea, er Port Arthur lieitir, 17. þ. m. Er sagt að 5 skip Kínverja og 3 skip Japaníta hafi verið eyðilögð. Mannfallið er sagt 1500 af Kinverjum og 1000 af Japanitum. Annars eru fregnirnar ógreinilegar mjög, en eftir því er Lundúna-blöðin segja, hefir þessi sjóorusta verið ein hin mikilfenglegasta, er háð hefir verið með nútíðar vopnum herskipa. Á vatnsvega- bóta fundinum í Tor- onto í gær var samþykkt, að stofna alls- herjar félag til að halda því máli á lofti. Á félagið að samanstunda af sérstökum deildum í hverju fylki og hverju einu ríki í norður og norðvestur Bandaríkj- um. Formenn aðalfélagsins voru kosn- ir, svo og forsetar fyrir hverja fylkis og ríkis deild. Það var og samþykkt, að ekki mætti skipafarvegurinn vera grynnri en svo, að 21 feta vatnsdýpi væri í honum. Enn fremur, að Canada og Bandaríkja stjórnir skipi sameigin- lega nefnd til að rannsaka málið, gera áætlun um kostnað o. s. frv. Sambandsstjórnin hefir vísað til hæsta réttar úrskurðar þrætunni um það, hvort sambandsstjórnin eða fylkis- stjórnirnar eiga ráð yfir ám og vötnum í rikinu. Lagaákvæðin um það efni þykja óljós, og heimtaði Sir Oliver Mowat að dómstólarnir gerðu endilegan úrskurð. Félagið, sem hefir í hyggju að grafa skipgengan skuröyfir Ontario, frá To- ronto til Collingwood við Huron-vatn, hefir nú uppfyllt allar skyldur, er fylk- isstjórnin lagði þvi á herðar, og vill nú fá leyfi Toronto-bæjarráðsins til að taka til starfa. FÖSTUDAG 21. SEPT. Landstjóri og frú Aberdeen fóru af stað frá Montreal áleiðis til Winnipeg á fimtudagskvöldið. 7 sendimenn frá “Columbiu-safninu” mikla, sem á að verða, i Chicago. eru að fara af stað í 2 ára ferð um flest lönd heimsins til að leita að afbrygðismunum af öflum hugsanlegum tegundum og kaupa fyrir safnið. Yatnsvegahótafundinum í Toronto var slitið í gær, en forstöðumenn alD- herjarfél., sem á að halda málinu á lofti, sitja þar nokkra daga og semja stjórnar- skrá o. s. frv. fyrir tilvonandi félag. Einn af yfirmönnum Bandaríkja sjó- flotans sagði, að sín stjórnardeild viður- kendi að vatnsve-'ir frá stórvötnunum að hafinu þyrftu innan skamms að taka umbótum. Ferðavagninn og járnbrautin. ‘•Éo er nauðbeyrður til nð fara til brejarins, sem er þrjátiu mílur í burtu frá beimili mínu, og velja tim tvö far- gögn, annað gamaldacs flutningsvagn með öllum sínum óþregindum, og iiitt hrað-kreið gufnlest. Eg sá að með því að taka dagverð á leiðinni kostar ferða- vagninn mig eins mikið, otr far með júrnbrautinni og þar sð nuki verð ég lieilan dag á le'ðinni. Ef ég tek lestina komst ég aila leið á einum klukkutíma. Það er ómögulegt að ég þurli að hugsa mig um lengi um hvort fargagnið ég á að brúka. Það er og eins þegar ég á að kaupa lit til heimabrúks, ég kaupi þann lltinn sem litar fijótast og bezt og það verður undantefcningarlaust Diamond litur. Ég ltefi séð svo marga óekta liti aö ég er nú farin að liafavit a að lofa öðrum sem ekki þekkj ”Dia- mond lit að kaupa þá í minn stað. frA löndum. RESTON, MAN., 8. SEPT. 1894. Ég hefi svifið á vængjum vindanna vestur um land og finn mér skylt að ssnda Hkr. fáein orð úr þeirri átt.— Ég fór vestur til Argyle um síðastliðin mánaðamót. Þar er allgott ár eftir því sem nú er um heim vorn. Uppskera reynist í meðallagi. frá 15—20 bush. af ekrunni til jafnaðar, þar sem ég kom, en það var suður frá Glenboro til Cy- pres River. Hveitiverð 41 cents fyrir nr. 1 hard, því stigi náði mestalt hveiti þar. Þegar vestar dróg var lakara; um Melita lélegt, vestur við Alameda aftur gott. Hér í Melita nýlendunni er hveiti útlit gott og yfir höfuð una landar hér vel hag sinum. Nautgripir gera hér miklu betra gagn en í Nýja Islandi. Heyskapur nægur, nóg vatn, en skort- ur á flugum og eldivið. Estavan-kolin ó- dýr, en ekki ómögulegt að ná til skóg- ar. Betri markaður en í Nýja Islandi er enn. S. B. Benediktsson. ÍSLANDS-FRÉTTIR. Eftir Stefnir. Akureyri, 19. Júli 1894. Undir Arnarfelli 11. Júli, Meistari Stefnir! Þú baðst mig að senda þér linu við og við i sumar og segja þér frá för minni, En hvað á að skrifa? Ég hefi nú líka annað að gera en skrifa kunn- ingjunum, þvi Lér er margt að sjá. ArnaTfell hið mikla gnæfir hátt upp úr suðausturrönd Hofsjökuls ; er fellið eiginlega þriskipt og fellur skriðjökufl niður eystra skarðið. Miðhnjúkurinn er hæstur og keilumyndaður að austan að sjá. Beggja vegna við fellið falla stórar sauddrifnar skriðjökulbungur fram á sandana, svo allmikið vik mynd ast í jökulinn um fellið. Fram undan því eru flatir sandar niður að Þjórsá. Feflshlíðin er brött ogmóbergsklungur efstí brúninni. Og hver skyldi svo ætla, að þessi bratta hlíð væri algræn meir en upp til miðs, og frá hinum ið- grænu niðurhlíðum teygja og sumstað- ar breiðir gróðurgeirar .alveg upp undir brún. Aðalgróðurinn er víðir, sem klæðir hin sléttu hlíðahöll með þéttof- inni, dálítið flekkóttri gróðurbreiðu, en allar dældir og lautir líkjast fremur ræktuðum blómreit en fjállalautum inn við jökla. Þar ern flest hin helztu skrautgresi lands vors samankomin og keppa hvert við annað að fegurð og frá- bærum þroska. Útsýniö úr hlíðinni er stórfenglegt. Á söndunum fram undir fellinu myndast smáriðað straumanet af hinum ótölulegu jökulkvíslum, sem belja livervetna undan jökulröndunum báðumegin og mestur er vatnsægurinn fram undan miðju fellinu.—Við komum hingað kl. 9 í gærkveldi eftir 12 tíma ferð frá Laugalandi yfir hið auðasta og gróðursnauðasta land, sem ég hefi aug- um litið, þar sem ekkert líf bærist og ekkert hljóðheyrist, nema goluþyturinn yfir hinar gráu melauðnir.—Hér verð ég að hætta. Ég hefi skrifað þetta í mesta flýti, eins og sjá má, á koforts- loki meðan verið v r að leggja á.—Ég held nú niður í Hreppa.—Við Knifá 12. Júlí. Á tæpum 6 tímum höfum við far íð yfir 15 jökulkvislar, sam falla í Þjórs- á, og sumar allillar. Þó gekk alt slysa- laust. Hér kveður Júflus Hallgríms- son, sem hingað til hefir veitt mér á- gæta leiðsögn og verið mór til skemmt- nnar, o ; snýr áleiðis norður á öræfi.— í guðs friði.—Máske meira seinna. ST. STEFáNSSON. Vopnafirði 7. Júfl. Herskipið “Diana” flutti hingað 3 flskiskútur, 2 enskar og 1 norska, sem höfðu gert sig sekar í ólögmætum fiski- veiðum. Hver skútan greíddi 216 kr. í sekt og keypti Örum & Wulffs-verzlun fisk af þeim til borgunar sektarinnar... Hr. Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum, sem í sumar ætlar að ferðast um Skaptafeflssýslur til grasa- fræðislegra rannsókna, lagði af stað frá Möðruvöllum 6. þ. m. fram Eyjafjörð með tveimur fylgdarmönnum. Annan þeirra, Júlíus Hallgrímsson bónda á Munkaþverá, fékk hann til fyledar suð- ur yfir fjöllin. Hann er af núlifandi Eyfirðingum allra manna kunnugastur fjallaleiðum suður og austur af Eyja- firði. Hinn 8. lögðu þeir upp frá Tjörn- um í Eyjafirði sgður hinn forna Eyfirð- ingaveg að Jökulsá og áðu þar til næsta dags. Fengu þeir hina verstu færð á Vatnahjafla, en betri er sunnar dró. Daginn eftir liéldu þeir austur og upp að Laugafelli og áðu þar einnig til næsta dags. Eru þar laugar og allgott gras fram með laugunum, en var þó enn ekki fullsprottið. Daginn eftir, þ. 10., héldu þeir frá Laugafelli suður með Hofsjökli og á hiun gamla Arnarfells- veg til Arnarfells. Fengu þeir alla leið hið bezta veður og fjallabjart, 2. Ágúst. Tíðarfar er hið indælasta sem hugs ast getur. Meðan á túnaslættinum stóð, 'voru ofurlitlar vætur, en siðan gerði hagstæða þurka, sem enn haldast. Hiti hefir oft verið ákaflega mikill. Töðufall verður yfir höfuð í betra lagi, nema af þurrum hólatúnum, sem brunnu í þurkunum í Júní. Blautar engjar munu vera í bezta Iagi sprottnar. Garðrækt fltur út fyrir að muni verða ágætlega góð i sumar. Uppsigling í Lagarfljótsós. Þann 29. Jiiní hcppnaðist hinum ötula sjó- garpi O. Wathne að sigla á gufubát inn um Lagarfljótsós og upp fljótið alla leið að Steinboganum. Dró hann á dragferju með flóði og fjöru inn um ós- inn 100 smálestir í 4 ferðum, og er þar þó harður straumur, einkum með út- fallinu. Mun það ætlun Wathnes, að koma á með tímanum gufubátsferðum eftir öllu fljótinu alt upp í Fljótsdal. Heppnist það, verður Fjótsdalshérað ó- efað bezta hérað á öllu landinu. Eftir Þ.TÓÐVIL.TANUM UNGA. ísafirði, 6. Júlí 1894. Lík Petersens, verzlunarmannsins við “Exportforretninguna” á Flateyri, sem hvarf þaðan í vetur, sbr. 12. nr. Þjóðv. unga þ. á., fannst 11. f. m. á Klofningsdal; hefir hann auðsjáanlega hrapað, með því að annar fóturinn var brotinn, og höfuðið mjög skaddað; skammt frá honum fannst og dauð tóa, sem hann hefir skotið. Stórt óhagræði hefir verið hér vestra að þerrisleysinu, sem heita iná, að hald- izt hafi að staðaldri í frekan mánuð ; 2. þ. m. glaðnaði að visu vel til, eu það er líka sá eini góði þerrisdagur, sem kom- ið hefir langa lengi, svo að bæði kaup- menn og aðrir eru í mestu vandræðum með fisk sinn, ef ekki réttist úr vonum bráðar. 20. Júfl. Stöðugir óþurkar héldust hér vestra fram í miðjan þ. m., svo að til stórra vandræða horfði með fiskiverkunina; en 16. þ. m. breyttist til þurrviðra, svo að almenningur mun nú yfir höfuð langt kominn að þurka fisk sinn. Fiskverðið er enn eigi ákveðið hér á ísafirði, og er mælt, að kaupmenn bíði hingaðkomu Björns kaupmanns Sig- urðssonar í Flatey, sem er væntanlegur hvern daginn úr þessu. Eftir fréttum þeim, sem borizt hafa með “Skírnir” um horfur á fiskisölu í útlöndum, munu kaupmenn ekki hafa ástæðu til að setja fiskverðið lægra, en það var hér í fyrra sumar. Fjrrir skömmu er látinn Sveinn bóndi Magnússon á Hákonarstöðum í Jökuldal eystra og var hann í merk- ari bændaröð þar um sveitir. 30. Júfl. í Arnarfirði hefir til Skamms tima verið mok-afli á kúfisksbeitu, sem víða fæst þar i firðinun fðu þeir feðgar Mattías á Baulhúsum og Ásgeir á Álfta mýri t. d. fengið annar 11. þus., en hinn 10 þús. fiskjar, á bát, frá hvíta- sunnu til Júlí-byrjunar. 11. þ. m. andaðist að Þernuvík í Ögurhreppi Guðrún Sturludóttir, kona Jóns Jóhannessonar, sem lengi hefir búið í Þernuvík; hún var 65 ára að aldri, væn kona og vel látin. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. Jafet i föður-leit. 727 Nei. Kg er rétt heim kominn úr kynnis- fðr til systra minna i Westmoreland og hefi engin bréf fengið frá honum.” “Ég hefi, herra minn, um siðir yfir sigri að fagna, að þy{ er snertir föðurleit mína, vitleysis leitina, sem þér nefnduð það. Faðir minn er hinn heiðursverði hershöfðingi De Benyon, er nýlega er heim kominn frá Ind- landi.” “Þar sem hann er vel^kynntur ‘fyrir þjón- ustu sína”,- bætti lávarðurinn við. “Ég óska yður til hamingju af öllu hjarta, Mr. DeBenyon. Þegar þér neituðuð þeim styrk, er ég bauð og fóruð á burt svo skyndilega, datt mér naumast í hug, að ég mundi sjá yður aftur. Mér þykir því meir en vænt um að sjá yður aftur kominn og það í svona góðum kringumstæðum. Hefir faðir yðar fjölskyldu?” “Engan nema mig, herra minn. Móðir mín dó á Indlandi”. ‘ ‘Þá þykist ég vita, eftir þvi sem mér er kunnugt um eignir hans, að nú sé alveg óhætt að kynna yður efnamönnum sem ungan ríkis- mann. Leyfíð mér að minnsta kosti að hjálpa föður yðar til að koma yður á fastan fót í yðar rétta þjóðfélagskerfi. Hvar er faðir yðar ?” “Sem stendur er hann á Adelphe-hótelinu og liggur i rúminu fyrir meiðsli, er hann fékk a slysi. En ég vona að hann komist á flakk innan fárra daga”. “Viljið þér flytja lionum heillaóskir mínar 730 Jafet i föður-leit. ég hefi ekki séð gegn um hana og lengra út, hefi ég álitið mig vísdómsfulla þegar ég var það skki”. “Hún er fiekkótt, veröldin, kæra Súsanna, en ekki neitt sérlega vond. Það er i henni mikið af góðu, eins vist og mikið ení henni af illu. Flokkurinn, sem þú tilheyrir, sneiðir hjá henni, eins og liann getur, þekkir hana ekki, en sýnir henni óréttlæti. Ég get sagt þér það satt og í allri einlægni, að meðan ég var í lieading kynnt- ist ég mörgum í þínum flokki, sem ekki verð- skulduðu að tilheyra lionum. Það sem á vant- aði, að þeir breyttu rétt við meðbræður sína, bættu þeir upp með ytra látbragði og hræsni. Trúðu mér, Súsanna, aðá meðal þeirra, sem nú fara fram hjá okkur, eru mart’ir menn guðhrædd ir og góðir, gjafinildir og eðallyndir, samvizku- samir og í fyllsta máta ráðvandir. En félags- skapurinn, sem þeir tilheyra, heimtar, að þeir eyði peningum sínum í óþarfa, svo að fátækir menn fái atvinnu og peninga. Láttu þess vegna ytri búninginn, sem engin áhrif hefir, ekki villa fyrir þér sjónir í framtíðinni”. “Þú hefir nú þegar komið mér til að breyta skoðunum mínum, svo hefir og yðar glaðlegi vin- ur, Mr. Masterton, sem hefir komið til okkar tvisvar síðan við komum til Lundúna. En er ekki kominn tími til að snúa heimleiðis, Jafet?” “Jú, það er Aliðnara dagsins en ég hugsaði”, svaraði ég, er ég leit á klukkuna, “og er ég Jafet í föður-leit. 731 liræddur um að föður mínum fari að leiðast eftir mór. Við skulum halda heim”. Á heimleiðinni hölluðum við okkur upp að vagndýnunum og hittist þá svo á< að hönd mín snerti hönd Súsönnu. Eg gat ekki að því gert, að ég tók utanum liönd hennar og—hún dró hana ekki til baka. Lesarinn getur ímyndað sér hvað ég hugsaði, en ekki get ég gefið minnstu hugmynd um hugrenningar Súsönnu. En þann- ig hélt ég hendinni þangað til við þurftum úr vagninum fyrir dyrum Cophagusar. Ég fylgdi henni inn og voru þá hjónin úti. “Þetta er vel gert, Súsanna, og er ég þér inni- lega þakklátur fyrir. Aldrei hefi ég verið eins á- nægður eins og þessa litlu stund, sem þú sazt hjá mér í vagninum”. “Ég hefi notið bæði ánægju og upplýsingar, .Tafet, svo það er mitt að flytja þakkarorð. \ eiztu hvað flaug um hug minn einu sinni?” "Nei, segðu mór það”. “Þegar þú fyrst komst á meðal okkar, var það ég sem leiðbeindi þér, þó ofdirfskufult væri af mér, og þú hlustaðir á mig. Nú er þetta alt umhverft, síðan við erum flutt í nýjan heim. Nú er það þú, sem leiðbeinir og ég sem hlusta og hlýði”. “Vegna þess, Súsanna, að þegar við fyrst sáumst, var óg á vilflstigum og haíði lítið hugsað um alvarlega hluti. Þá varst þú vel kjörin til nð leiðbeina mér. Nú erum við mitt í straumi heimsins, og í þeim heimi er ég kunn- 726 Jafet í föður-leit. LXXVI. KAP. [Ég endurnýja gömul vinabönd — Og bið um ný ástabönd — Neyðist til að á- minna föður minn aftur — Hann tekur tilsögn minni með tillilýði- legri hlýðni.] Daginn eftir ók ég til aðseturstaðar Wind- ermears lávárðar. Hann var heima og gaf ég þjóninum mitt rétta nafn, Mr. De. Benyon. Var það í fyrsta skifti að ég brúkaði það nafn. Þegar ég gekk í salinn, var lávarðurinn ein- samall og var sem hann kannaðist ekki við nfig, Því hann að eíns hneigði sig og vísaði mér með hendinni að taka sæti. “Eg hefi, herra minn, pefið yður mitt rétta nafn,” sagði ég þá, “en þnð litur út eins og þér þekkið mig ekki. Skal ég þvi nefna nafn mitt sem fyrrum var, í þeirri von að þér kann- ist við mig. Ég var Jafet Newland.” “Kæri Mr. Newland,” sagði lávarðurinn. “Ég verð að biðja yður að fyrirgefa mér. En það er svo langt orðið síðan við sáumst, og ég liafði enga von um að sjá yður aftur. “F.g hélt, herra minn, að Mr. Masterton hcfði skýrt yður frá því sem gerst hefir.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.