Heimskringla - 13.10.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.10.1894, Blaðsíða 4
4 Winnipeg. Sérlega “spennandi” saga byrjar í næsta blaði.________________ Eptir prógramminu að clæma verð- ur Unitara-samkoman ágæt. Lesið auglýsinguna. ____________ Mr. Friðriksson er nú á greinileg- um batavegi. - Mr. Pétursson er og á batavegi þó hægt fari enn. Hr. Sigurður Jónsson frá Hallson, N. Dak., heilsaði upp á oss núna 1 vikunni 03 segir góða Hðan í sveit sinni. A. F. Reykdal og Guðrún Björns- dóttir Skaptason voru gefin í hjóna- band af séra Jóni Bjarnasyni á þriðju- daginn 9. Þ- m. Samdægurs fóru brúðhjónin i skemtiferð til Dakota. Á mánudaginn var lézt að heimili sínu á Elgin Ave. hér í bænum Jónatan Jakobsson, eftir langan sjúkdóm. Jarð- arför hans fór fram á míðvikudaginn frá fyrstu lútersku kyrkjunni. Herra Magnús Tait, hóndi i Argyle- nýlendu, heilsaði upp á oss núna í vik- „nni. Kvillasamt segir hann í nýlend- unni og í Glenboro gengur taugaveiki allskæð. Vatn er þar vont og er því um kennt, því á hverju hausti gerir þessi veiki vart við sig í þorpinu. Ritstjóraskiftiá Nor’-Wester áttu séi; stað núna í vikunni og kom öllum á óvart. EMr. W. F. Luxton kunngerði það á miðvikudagskvöldið, að með þeirrí útgáfu blaðsins enduðu sín afskifti af því blaði. Um ástæður getur hann alls ekki. Hr. Stephan Eyjólfsson, þing- mannsefni Independent flokksins í N. Dak., heilsaði upp á oss um síðustu helgi. Er hann vongóður um sigurjí 2. kjördæmi Pembina Counties, þvi enginn annar íslendingur er í vali tU þingmennsku. Repúblíkar hafa engan umsækjanda í 2. kjördeild til neðri málstofunnar, svo orustan verður á milli .'1 Independents” og demókrata. Tiltal varð um daginn að Stigur Thor- valdsson sækti fyrir hönd repúblíka, en af því varð ekki. Flestir nemendur á alþýðuskólum bæjarins í síðastl. September voru 4567, Áeinum skóla voru fiestir nemendur 685. Eftirfylgjandi skýrsla sýnir nem- endafjöldann í September á síðastl. 10 árum og má af því merkja vöxt bæjar- ins:— 1885 2501; 1886 2760; 1887 2970; 1888 8003; 1889 2994; 1890 3279; 1891 3592; 1892 3663; 1593 4059; 1894 4567. Hr. Lárus Guðmundssou er ný- kominn vestan úr Argyle-nýlendu og segir nú fullgerðann, að öðru en brúnni veginn yfir flóann milli Glenboro og ísl. byggðarinnar, sem Jón Juhus hefir verið að byggja í sumar. Um síðustu helgi átti að afráða um skurð- gröptinn frá Oak Creek austur í Cypress River og hafði Jón Julius góða von með að ná í forstöðu þess verks. Sambandsstjórnin hefir ákveðið að vinna í félagi með C. P. R. félaginu að stofnun smjör og ostagerðarskóla á ýmsum stöðum hér vestra. Innan fárra daga er von á próf. Robertson, formanni þeirrar deildar landbunaðar- ins á fyrirmyndar búinu í Ottawa, til að ákveða hvar skólamir skulu vera. Einn þessi skóli að minnsta kosti verður í Manitoba, líklega helzt í suðvesturhluta fylkisins. Kvennfólk gerii- mest af því. Einn «f liinum bezt þektu og æfð- ustu auglýsendum |á þessu meginlandi staðhæfir, að kvennfólk kaupi 85% af öllu því sem brúkað er almennt í heimahúsum. Þetta bendir á að þær hafa betra vit á gæðum og gagni þeirra hluta, sem brúkaðir eru í heimahusum. heldur en karlmenn. Kvennfólk sér langtum fljótara;en kurlmenn gallana, sem kunna að vera á þeim hlutum, er þær brúka á heimilum sínum. Það er af þessum ástæðum að Diamond Dye er orðinu eins viðurkendur og hann er orð- inn. Hann hefir verið brúkaður ár eft- ir ár og aldrei brugðist; hann er ætíð eins óyggjandi, eins og það, að nótt kemur á eftir degi. Ýmsir reyna að búa til eftirstælingur af honum, en það reynist árangurslaust. Taugaveikin'I heldur áfram að út breiðast í bænum og kenna læknarnir brunnum bæjarins um og hafa látið loka nokkrum þeirra.. Þeir skora á fólk almennt að drekka ekki vatn, nema það hafi fyrst verið soðið. Enn- fremur aáða þeir mönnum til að kaupa ekki' mjölk að öðrum en”þeim, sem leyfi hafa til að selja hana, því .kýr þeirra manna á dýralaéknir bæjarins að ábyrgjastj að Jséu heilbrigðar. Á V A R P. Þeir, sem tóku þátt í jarðarför manns míns sálaða, Jónatans Jakobs. sonar, og veittu mér bæði huggun og heiður, þakka ég innilega eins og líka alla (.hluttekning með sjúkdómsbyrði hans. SlGÞRÚÐUR ÓLAFSBÓTTIR, Winnipeg.Ill. Október 1894. Cand.JJ phil. Sigurður Jónasen lézt á St. Boniface spítalanum hinn 6. þ. m., nálægt fimtugur að aldri. Banamein hans var mein nokkurt í hálsinum. Hann var sonurjÞórðar Jónassonar há- yfirdómara í Reykjavík, og var bróðir hins góðkunna læknis Dr. J. Jónassens í Reykjavík.“Hann kom til Ameríku fyrir 9 árum síðan og hafðist við í Win- nipeg alloftast. Hann mun hafa verið með málfróðustu íslendingum og minni hafði hann sérlega gott. Síðastl. vor kvæntist hann Kristínu Eggertz, er lifir mann’sinn. Útför hans fór fram frá Únítarakyrkjunni hér í bænum á þriðjudaginn. íslenzka verkmannafélagið hefir ákveðið að halda Tombólu og skemtisamkomu föstudagskveldið 19. þ. m. í Félagshúsinu á Elgin Ave.— Inngangur25 cents (fylgir^l dráttur).— Á samkomunni verða ágæt ræðuhöld. hljóðfærasláttur, dans o. fl. Byrjar kl. 8 e. m. — í sambandi við þetta skorum vér á alla þá, sem eru í íslenzka verk- mannafélaginu, að mæta á reglulegum fundi félagsins í kvöld í Félagshúsinu. Samkomunefndin, i umboði félagsins. FRÁ LÖNDUM. GARÐÁR. N. D., 4. OKT, 1894. Herra ritstj. Héðan úr Garðarbygð er fátt sögu- legt að frétta. Þresking er nú öll um garð gengin og menn eru rétt í þann veginn að komast i samt lag aftur eftir æðið og umbrotin, sem henni eru vana- legalsamfara. Uppskeran hefir reynzt heldur rýr með pörtum, en þó allvíða í meðallagi og þar yfir.—Einn hóndi, Benedikt Jóhannesson á Garðar, fékk af 12 ekrum af landi sinu 33 bush. af ekrunni, og er það vist hæst hér um pláss. Hveitiverðið hefir verið hér i hausj- 42 cents nr. 1 hard, og það ég til veit hefir alt hveiti, sem selt hefir verið hér, náð því verði. Kanpgjald við þresking hefir verið HEIMSKRINGLA 13. OKTÓBER 1894. venju fremur lágt 1 haust ; almennast $1,50 á dag, og þar eð þresking hefir staðið yfir að eins 4—5 vikur aö með- töldum nokkrum dögum, sem litið hefir orðið unnið sökum hvassviðra, þá má óhætt segja að flestir verkamenn séu með heldur létta vasa. Fregn sú, sem Hkr. hefir eftir A. B. Olson frá Mountain um bruna á þreskivél Einars Melsteds, er ekki ná- kvæmlega rétt, því svo er að heyra sem vélin hafi brunnið til ösku, en það var ekkert Hkt þvi. Að vísu kviknaði í strái í kringum hana, en eldurinn varð slökktur 'fljótlega og við að slökkva, brann Einar nokkuð á annari hendi, en Bkki svo að hann yrði frá verkum, en vélin brann ekki meir en svo, að Einar byrjaði aftur að degi liðnum, og lauk við vinnu þá er hann hafði fyrir velina. Úrbréfifrá Hnausa P. O., Nýja ísL, dags. 4. Okt.: “Heilsufar manna er almennt gott, og óttinn við “Fljóts- pestina” um garð genginn. Fiskiafli hér í Breiðuvík er mjög tregur enn sem komið er. Verzlun öll óvanalega dauf. Skólakennsla er byrjuð fyrir nokkru í Baldurskóla og er J. M. Bjarnason kennari. Heldur hann áfram kennslu hér til 1. Desember og aftur frá 15. Febr úar til Maí-loka. 1 millitiðinni, frá 1. Des. til 16. Febr., kennir hann á Geysir skóla í efri Fljótsbygð, því skólahérað- inu Baldur hefir nú vérið skift; heldur eystri hlutinn upprunalega nafninu. en vestri hlutinn, hið nýja liérað, heitir “Geysir”. Merkilegt sjúkdómstilfelli. HVERNIG MAÐUR EINN í BRANT- FORD VAR ORÐINNÁSIGKOMIN Læknum kom ekki saman um hvað að honum gengi. hann veslaðist upp og gat ekki hreyft sig. Leið ó- bærilegar þjáningar. Eptir “Brantford Exposition”. Fyrir nokkrum mánuðum flutti blaðið Exposition merkilega sögu unr það hvernig Mrs. Avary á Pleasant Ridge hafði komizt til heilsu eptir langvinnar þrautir, og nú getum vér sagt aðra sögu sem hefir valdið enn miklu eða jafnvel meira umtali síðan í Janúar síðastl. heldur enn hin fyrri. Frásagan er af Mr. William G. Wood- cock enskum manni frá Kent á Eng- landi, sem kom hingað fyrir ellefu árum og býr nú að 189 Murry Str. Brantford, og sem hefir þegar þetta er skrifað náð sér algerlega eftir þungbærar þjáningar. Mr. Woodd- cock, er bakari og hefir unnið hjá Mr. Donaldson fíðan hann kom þang- að fyrir tveimur árum. Fregnriti áð- urnefnds blaðs fann hann að máli ný- lega til þess að fá nákvæmar fréttir af bata hans, og sagði hann þá eptir- farandi sögu: “Ég kom til þessa bæjar”fyrir tveim árum síðan, og vunn hjá Mr. Donaldson. í síðastl. Janúar hefði ég 1 heilt ár að undanförnu verið lasinn en þó getað verið við vinnu, en um það leyti var ég alveg orðinn frá. Sjúkdómseinkennin voru í fyrstunni óstyrkur í knjánum og fótum, en síð- ar einnig í mjöðmunum og lærunum Ég fékk ráðleggingar hjá ýmsum læknum, sem sögðu að ég hefði of- tekið mig á einhverju, og aptur öðr- um sem héldu að ég hefði fyrir illa meðferð á mér gert mig móttækileg- an fyrir nálega alla sjúkdóma. Þó að þeim kæmi ekki saman um sjúk- inn þá ráðlögðu þeir þó allir að vef ja fæturnar alla leið frá knjánum. Ég gerði það, en það stoðaði ekkert og ég varð svo óstyrkur að ég gat ekki gengið um húsið. Þrautirnar voru svo miklar, og eini vegurinn til að lina þær, var að láta fæturna liggja máttlausa. Ég var sendur á spítalann, og farið með mic þar semjtaugaveikis- sjúkling en þó ég sé ekki aíveg viss um það, þá held ég mér sé óhætt að segja að ég hafi aldrei haft tauga- veiki. Eg var þar í fjortán daga og var svo sendur þaðan aptur, þann- ig á mig kominn að ég gat hvorki étið eða sofið, og leið óbærilegar kvalir. Þannig var ég milli heims og helju þangað til í Jan. 1894 að ég fór að brúka Dr. Williams Pink Pills. Ég sendi til lyfsölubúðar Mr. Baceelor’s og keypti 6 öskjur af pillum um þetta leyti var ég svo að ég gat ekki stað- ið á fótunum, ek eftir hér um bil viku hætti ég við umbúðirnar sem ég hafði brúkað og eftir tvær vikur gat ég gengið fullum fetum þegar ég var búinn úr þessum sex öskjum, gat ég farið að vinna, og hafði beztu heilsu, Á laugardaginn var vann ég hið mesta dagsverk sem ég hefi nokkru sinni gert úti á landi. Þegar ég vigtað1 mig fyrir viku síðan var ég 163 pd. en þegar ég kem írá spítalanum var ég'^að eins 100 pd. svo það er auð. skilið hvaða áhrif píllurnar hafa haft á'Ýing”7~Saga Mr. Woodcock er stað. fest af konu hans sem var viðstödd þegar hann hafði hana, og ef utlitið er nokkur sönnun þá er enginn efi á því að Mr. Woodcock hefir beztu heilsu, og getur unnið hvað sem fyrir kemur. Hann er líka sannfærður um að það er að eins Pink Pills að þakka að hann losaðist við hinn slæma sjúk- dóm sinn. Dr. Williams Pink Pills eru óyggj- andi meðal við öllum sjúkkómum sem stafa af slæmu blóði og veikluðu taugakerfi, svo sem gigt, taugagigt hmafallssýki, riðu, höfuðverk, tauga- veiklun og afleiðingu hennar, eftir- stöðvum af influenza, og kvefi, sömu- leiðis kirtlaveiki, langvarandi útbrot- um o. s. frv. Pink Pills gera útlitið fallegt og eru bezta meðal við sjúk- dómum sem eru einkennilegir fyrir karlmenn sem hafa ofþreytt sig á and- legri eða hkamlegri vinnu, eru þær ó- missandi. Pihurnar eru búnar til af Dr. Williams Medicine Co., Brockvihe, Ont. og Schonectady N. Ý. og eru seldar, í öskjum með merki félagsins á fyrir 50 cents asltjan eða sex öskjur fyrir $2.50. Þær fást hjá öhum lyfsölum og með pósti ef peningar eru sendir. Arinbjörn S. Bardal Selur hkkistur og annast um útfarir. Ahur útbúnaður sá bezti. Opið dag og nótt. 629 Elgjn Ave. íslendingar ! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. R. C. Howden, M. D. Útakritaður af McGill Tidskólanum. Skrifstofa 562 Main Str.... .... Heimili 209 Donald Str. Skrifstofutími frá kl. 9 árd. th kl. 6 Biðd. — Gefur sig einkum við kvenBsjákdóraum. ----- . i- -- TÍLBUINN FATNADUR / — I — The Blue Store Nr. 434 Main Street. Merki: Blá Stjarna. Þareð vér hiifum nýlega fengið miklar byrgðir af til- búnum fbtum, úr bezta efni, og með nýjasta sniðí, sem vcrður að seljast tafarlaust án tillits til verðs — þá bjóðum vér öllum að koma og velja hvað þeim sýnist. Gáið að BUXUM SEM ERU MERKTAR $1,50 YIÐ BÚÐARDYRNAR. Gáið að VERÐINU Á KLÆÐNAÐINUM I BÚÐARG LUGGUNUM. Vér beiðumst þess að eins að þér komið og sannfærið yður um það sem vér segjum. MUNIÐ EPTIR Blue Store. Merki: Bla stjarna. jk. ejdEVF^IE^. Landar í Selkirk. Hversvegna Ef þið þurfið málaflutningsmanns við, þá reynið John OReilly, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa f Dagg-Block, SELKIRK, MAN. hest er og hagkvæmast að taka LÍFSÁBIRGÐ í TIic öreat West Life. i. Það hefir aðalstöðvar sínar hér og ahar tekjur verða ávaxtaðar í Norð- vesturlandinu. II. Ábirgðin verður ódýrari af því hér er hægt að fá hærri vexti af pen- ingum heldur en lífsábirgðarfélög ann- arstaðar geta fengið. III. Skilmálarnir eru frjálslegri og hagfeldari fyrir þá sem tryggja líf sitt heldur en hjá nokkru öðru lífs- ábirgðarfélagi. IV. Fyrirkomulag þessa félags er bvggt á reynslu margra hfsábyrgðar- felaga til samans og alt það tekið upp sem reynst hefir vel. V. Hinar svo kölluðu Cahatiral Se- curity Policy (sem veita auðvelda lán- skilmála) eru að eins gefnar út af því félagi, og eru hentugri fyrir almenning en nokkuð annað, sem f boðí hefir verið, VI. . Ábyrgð fyrir tíu, fimtán og tutt- ugu ára tímabil og heimild til að lengja og st.vtta tímann, án þess að fá nýtt læknisvottorð fást fyrir lægsta verð. J. H. Brock, aðalforstöðumadur. 457 MAIN STR. WINNIPEG K. S. Thord*rson, agent. — « — mér til hjálpar. Hún rétti hvolpfnum löðrung svo hann hrökklaðigt aptur með mér. I sömu svipan lét ég skotið ríða úr bys«unni oð beiö örvæntingarfuhur eptir árangrinum. Það var ekki lengi að biöa. Skotdynkurinn sameinað- ist ógurlegu orgi kettunnar, er reie npp i apturfótunum og féh aamstundis steindauð viö hliðina á mér. Hvolparnir ærðust af ótta, en þó tóku þeir von bráðar til við mig aptur. Þá gaf ég þeím þéttingshögg á hausinn með byssuskeptinu, svo þeir flúðu um síðir, sátu grafkyrrir í sandinum og stðrðu á míg, stein- hissa, á þessum snöggu umskiptum. É u var of veiklaður til þess að hreyfa mig strax svo ég sat kvr og hafði nú kettuna fyrir herðadýnu. Nú hið fyrst* fór ég að finna til í öxhnni, er kyaldí mig svo að annara meiðsk. minna gætti ekki. Prátt fyrir sársaukann var ég samt hinn hressasti í anda, svo að mér fannst jafnvel sólskinið bjartara en nokkru sinni áður. Ég hafði legið þannig hálfa kiukkustund, eða svo, þegar þjónn minn kom, er rakið hafði slóð dýrsins. Hafði hann heitið sjálfum sér því að gera aunaðtveggja, frelsa mig eða hefna mín rækilaga, áður en hann festi svefn og án nokkurrar aðkomandi hjálpar. Ein- hvernveginn komst ég með hans hjálp heim í herbúðirnar, en er þar kom var ég rænulaus af hitasótt, og úr því roti raknaði ég ekki fvrr en eptir mnrga daga og á fætur komst é'g ekki fyrr en eptir þrjá mánuði. Þegar ég raknaði við- var. kettufeldunnn gulröndótti, breiddur yfir legubekkinn minn, en hvólpana hafði þjónn minn handsamad og selt til uppeldis í Benares. Siðan ég lenti þannig í klær tigris-kett- unuar get ég aldrei horít á kött leika við mús. Egin reynslan hefir kennt méraðkenna i brjósti um veslings músina!” — 8 — Ég var einmitt að barma mér yfir því með ejálfam mér ad hafa komið til iudlands of seint til að hafa hönd í bagga moð að flæma varga þá burtu, þegar mér var varpaö flðtum í sandinn með einhverjum heljarþunga er kom aptan á mig, að mér virtist. Mér fannst aias og höfuð mitt hefði verið ausið annaðhvort ísköldu eða sjóðandi vatni, og á sama augnabliki missti ég alla meðvitund, en þó ekki nema ðrstutta stund. Þegar ég opnaði augun aptur grúfði and- lit mitt niður í sandinn. Ég var hálfruglaður, mundi ekki hvar ég var né hvernig ástóð og gerði því tilraun til að rísa á fætur, Undir- eins og ég hreyfði mig lagðist segilega stór löpp ofan á mig og velti mér við, svo að ég lá nú á bakið og urðu þá íyrst fyrir sjón minni hin gulgrænu, glóandi angu Tigris-dýrs. Óttinn ylírbugaði mig samt ekki. Satt að segja, eptir því sem ég man bezt, hafði ég aðeins óljósa hugsun um að ekki væri að forðast forlögin. Ég man hka eptir því, að mér virtist fremur ánægju en grimmdarsvipur á dýrinu. Ég veit ekki hvað lengi ég lá þannig hugsunarlaus og starði í augu dýrsins. Um síðir hreyfði ég mig í því skyni að setjast upp og sá eg þá, að ég enn hafðý margskota riftil minn í hondinni. Á meöan ég var að horfa á vopn þetta, með óljósri hugmynd um að eitthvað ætti ég nú sjálfsagt að geta gert með það, þreif dýrið í vinstri öxl mína, lypti mér upp og bar mig út í runnana, og dró ég rifíihnn mcð mér, þó ég enn væri ekki búinn að átta mig á hvernig ætti að brúka hann. Svo var ég allur doíinn að ég fann ekki neict til sársauka undan tönnum dýrsins og þó voru átök þess svo mikil, að axlarbeinið molnaði. Eptir að hafa borið mig þannig ná- lægt hálfa mílu vegar sleppti dýrið mér og — 2 — hisea á þvi af því ég hafði sönnur fyrir að karl var engin gunga og hafði um dagana ó- skelkaður litið inn í eldspúandi op inargrar byssu; spurði ég Itann því hvarnig því væii varið. “Sérðu þetta'?” spurði hann og benti á örið. Já. ég sá það þá og haíöi séð það áð- ur, og kinkaði ég kolli til sannindamerkis nm að ég sæi það. Byrjaði karl þá sögu wna á þeesa lsiö: “Einusinni þegar ég var á Indlandi gekk ég ásamt innlendum þjóni mínum út á fleejur fram með Ganges-fljótinu, til að litast eptir einhverju er mætti veröa byssu miuni og skot- færum að bráð. Hiti var mikill og fór ég hægt og með hvíldum. Á einum áfangastaðn- um hafði ég gleymt eldspítnadósum mínum og sendi ég því þjón minn til að leita þeirra. Var ég þvi einn eptir á þessum þögula, leið- inlega stað. Grasiö var hátt og hér og þar voru þéttir bambus-reyr runnar og einstöku hávaxin Tamarisk-tré. Ekkert var að heyra nema endur og sinnum skræk páfagauks i einhverjum trjátoppinum, eða krunk í hröfn- um, er sveimuðu aptur og frara. Ég var alls- kostar óhræddur og skygndist því lítið inn i runnana umhverfls, því ég átti enga von á tigrisdýrum. Flesjan var svo tiltölulega nærri hermanna stöðinni, að öll tígrisdýr voru sogö flæmd burtu af þessum stöðvum og það fyrir löngu síðan. Jafet í föður-leit. 785 vei zln og fékk ég honem þá í hendnr eignarbréf fyrir búðinni og því sem í henni var; í Roading reknr hann nú mikla ng arð»ama lyfjaverzlnn. Hann hefir enn ekki fnndið móðar aína, on hann hefir ftiHdið elsknTerða eiginkoun, o* »egir hánn það »é »ér eins gott, ef ekki betr», en þó móðir lians vieri komln til h»ns. Ekki mega menn hnge* að ég hafi gleymt hinnm góðn störfnm Kathlínar. Húa giptiet Comy og var þeim gefln sneið af landeign Fletn til ábúðar gegn svo lágn afgjaldi, »ð þan innan fárra ára gátn keypt bújörðina. Og nndireins og Corny komzt í góðar aringnm»tæð»r, hætti hann öllnm ómm, en gerðist örnggnr liðsmaðnr stjórn- arinnar. * Ég bý nú í sama húsi og faðir minn, »em hegðar sér fnrðu vel. Er það sjaldan að hatin reiðist oftar en tvísvnr í viku og köllum við það yfirnáttúrlegt. Þegar ég rita þessar linnr er hann með tvö barnnbörn sín. Mrs. Cophagus er gift lífvarðarflokksforingja, og að því er tízkuna snertir má segja, að hún sé a hiesta stigi. Ég býzt við að lesarsnn langi til að vita hvort kona mín heldur enn við sinn einfalda, sérlega bún- ing og þess vegoa ætla ég að endurtaka samtal okkar í gærkveldi, þegar hún kom inn til mín albúin til að faraá danssamkomn hjá Mrs. Har- court de Ciare. “Segðn mér nú, De Benyon”, sagði hún * hvort þír þvkir þetta ekki fallagur kjóll?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.