Heimskringla - 03.11.1894, Side 1

Heimskringla - 03.11.1894, Side 1
vm. ár. WINNIPEG, MAN., 3. NÓVEMBER 1894. NR. 44 WINNIPEG Business College. Verið viðbúin að nota ykkur kveld- skólann, sem haldinn verður í sam- bandi við Winnipeg Business College og Shorthand-skólann, 482 Main Str. Þar verður kennt, þeim sem vilja, ensku-lestur, réttritun, málfræði, reikn- ingur og skript. — Skólinn byrjar snemma í Nóvember. Viðvíkjandi kennsluskilmálum snú- ið ykkur bréflega eða munnlega til kennaranna. C. A. Fleming & Co. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGAB.DAG, 27. OKT. Þýzlcalands-kanslarinn, Von Cap- rive, segir af sér embættinu, svo gerir ográðaneytis-forsetinn Eulenberg greifi. Stafar þetta að sögn af óvináttu mifli þessara manna. Timburverzlunar-félag í Vancouver hefir tekið að sér að selja námufélagi einn í Afríku 100 miljónir feta af sög- uðu timbri á ýmsri stærð og flytja það til Afríku á ákveðnu tímabili. Bandaríkjastjórn leitar eftir sarnn- ingi við Evrópuþjóðir, sérstaklega ítali og Iiússa. um samvinnu i þá átt að hindra útflutning til Bandaríkja að því er snertir glæpamenn og skálka. MÁNUDAG, 29. OKt. Þýzkalands-kanslari er orðinn prinz Von Hohenloe—Schillingfurst, sem ver- ið hefir governor í Alsass-Lothringen. Þjóðverjar fyrirbjoða innflutning lifandi nautpenings frá Bandaríkjum vegna ótta við sóttnæma veiki, sem nefnd er Texas-fever. Jarðhristingur varð fjölda manns að bana og olli stórmiklu tjóni á eignum manna i Argentina á laugardaginn var. Sagt að eitt þorp, San Juan De La Frantera, hafi lagzt í rústir. Gamalt hótel (West Street Hotel) nið- ur við bryggjur í Saattle, Wasli., brann aðfarnótt laugardagsins og fórust þar 12 menn i eldinum. ÞRIÐJUDAG. 30. OKT. Síðari fregnir frá Argentine segja. að jarðskjálftinn á laugardaginn var hafi orðið að minnsta kosti 2000 manns að bana, en að eignatjónið sé ómetan- legt, að fjölda mörg þorp sé til hálfs eyðflögð og að um 20,000 manns séu húsviltir, Sannfrétt er að Japanítar tólcu kastala mikinn af Kinverjum 28. f. m. Af hvorum flokki féllu urn eða yfir 200 manns, en Kinverjar í kastalanum, 16000 alls, flýðu. Ekki hefir D. B. Hifl, governors- efnið í New York, onn þá fengið moö- mæli Clevelands forseta, en búinn er hann að fá þau frá Stevenson varafor- seta. Thomas F. Bayard, ráðherra Bandaríkja á Englandi, er í kynnisför i Banda-iíkjunum og vinnur kappsamlega fyrir demokrata. MIÐVIKUDAG, 31. OKT. Honore Mcrcier, fyrrverandi stjórn- arformaður í Quebec, lézt í Montreal að morgni liins 30. Okt., eftir langvarandi sjúkdóms-þjáningur, 54 ára gamall ; fæddur 15. OKT. ísp}. VEITT HÆSTU VBKÐLAUN A HEIMSsÝNINGUNNI Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óhofl efni. 40 ára reynzlu. Nú á hverri stundu er búist við andláti Rússakeisara. Hafði blóðspít- ing í aflan gærdag. Ráðaneyti Spánar-stjórnar sagði af sét í gær. 7 menn týndn lífi við húsbruna í New York i gær. Um liádaginn i gær rændu nokkrir menn $6000 virði af gullstássi og gim- steinum úr búð í Chicago. Fregn frá Shanghai segir. að keis aiafrúin í ICína hafi ráðið sér bana, af því keisarinn fann að við hana og lagði hendur á hana. Snjór mikill féll í Nebraska í gær ; snjóaði mest-allan daginn. Eftir útlitinu að dæma, verður Tammany-flokkurinn undir í viðureign- inni í New York, að þvi er bæjarstjórn- ar kosningar snertir, FIMTUDAG 1. NOVEMBER Farþegjaskip, er gekk á milli Ástra líu og Nýja Sjálands, fórst á skeri þar á milli á sunnudaginn var og týndust þar 112 manns; aðeins örfáir menn kom- ust af. Rússakeisari er lifandi enn, eptir síðustu fregnum frá Grikklandi, en að- fram kominn.—Níhilistar á Rússlandi hafa sent út umburðarbréf þar sem þeir fagna yfir þjáningum hans og því, að honum er ekki ætlað lif. Rigningar miklar oð flóð á Fraklc- iandi, sérstaklega í norðurhluta ríkisins, hafavaldið stórtjóni. Keisari Kínlands er orðinn óður af því hve Kínverjum gengur flla í orust- um sínum við Japaníta. Kveðst ekk- ert skilja í því, að ekki séhtegt að hund- píska dvergþjóðina—Japaníta. Hefir liann nú kallað saman á fund alla sína æðstu ráðgjafa og lierstjóra, til að rannsaka þetta mál. Þess var getið um daginn, að Knútr Nelson væri illa staddur að því er snertir tillögur lians um lundveiting til Great Northern-fél. Nú hefir hann viðrkent að hann hafi farið rangt í því máli og er nú talið vist að hann nái ekki endurkosning. ÍSLANDS-FRÉTTIR. Eftir Fjallkonunni. Reykjavík, 12. Sept. Diinn 29. ágúst Hjdlmar Jónsson bóndi í Þingnesi í Borgarfirði eftir 3 vikna legu í sullaveiki. Hann var einn af merkustu bændum þar um slóðir. fjörugur og gestrisinn og fram- kvæmdamaður mikill. Hafði nýlega reist vandað timburhús lianda sér til íbúðar. Sigríður Guttormsdóttir ekkja Vig- fúsar prófasts Sigurðssonar á Sauða- nesi (f 1889) lézt í júnímánuði úr in- fluenza. Ilún var orðin háöldruð og þótti merk kona f sinni röð. Þau séra Vigfús áttu engiu börn, enn ólu upp að meira eða minna leyti fjölda fósturbarna. Akurcyri, í ágúst: Framfarir hafa orðið talsverðar hór í seinni tíð í liúsa- byggingum, einkum á Oddeyri. Nú eru þar tún nokkur og nokkrar kýr. Kostar nýmjólkurpotturinn 10 au. og munar það nær helming við mjólkur- verðið í Iivik. — Smjör fæst á 50 au. og það gott. — Þeir er reka verzlun eru 12. Uafnarlryggjan nýja er um 100 álnir á lengd og 18 álnir á breidd með sporbrautum tveimur, og ber því ægis- hjálm yfir höfuðstaöarins bryggju; liggja frá henni sporvagnabrautir um bæinn inn í pakkhús kaupmanna; stólpar með dragreipum eru á bryggju- sporði til að hefja vörur upp og niður. Kvennabökin þjást ekki hór með kola- bagga né aðrar vörur.” 20. Sept. Fjdrsala. Eins og auglýst er í þessu blaði og áður hefir verið aug- lýst í þvi, er nú stofnað til nýrrar fjárvorzlunar í haust viö Skotland, og er það að þakka milligöngu lir. Sig- fúsar Eynnindssonar, Hinn skozki fjárkaupmaður, Fr. Franz, mun nú vera fyrir norðau að kaupa fó, enn hr. Sigfús Eymundsson kaupir í um- boöi hans hér sunnanlands, einkum í Borgarfirði og í Arnessýslu, ef nægi- lega margt fó fæst þar. Fyrir norðan (í Húnavatnssýslu) býðst meira fó en fjárkaupmaðurinn að líkindum getur veitt viðtöku, einkum a£ því að ekki er hægt að fá skip til að sækja þá viðbót í tæka tíð, og kernur þar að meini sem' oftar fréttaþráðarleysið. Siyrktnrsjóðir ekkna og harna sjó- manna her á landi eiga von á góðri viðbót bráðum af þeim 20,000 krónum, sem ungur danskur maður, Lotso að nafni, gaf að sér látnum ekkjum og börnum íslenzkra sjómanna. Hann gaf einnig jafnmikið fé til Færeyja. — Hér á laudi munu slikir sjóðir vera 3 eða 4. IloUenskur konsúll hér á landi er orðinn W. Christensen verzlunarstjóri hér í bænum. Veitt prestakall. Staður í Grinda- vík séra Brynjólfi Gunnarssyni. Kosn- ing varð ólögmæt. Ileyskapur virðist hafa orðið í fullu meðallagi víðast um land. Grasvöxtur aflgóður, bæði á túnum og engjum, enn þurkar nokkuð stopulir. Þó hefir nýting <orðið allgóð viðast. Adalítið er nú hér við Faxaflóa, og yfirleitt hefir verið litið um afla seinni part sumarsins. —‘Þilskipaaflinn hefir líka orðið fremur rýr; um hann mun koma skýrsla síðar. Bókmcnntalegt hallœri má segja að nú só hér é landi og hafi verið síð- ustu árin. Mjög fátt kemur út af bókum. sem vert sé um að tala. Bóka- útgeíendur þora varla að gefa út kver, því öll bóksala gengur stirðlega. Þá er heldur ekki við að búast, að blöð- in séu íull og feit. 2. Okt. Svo segja búfræðingarnir, að ef það tekst sem nú þykir fullvíst, ;:ð veita vatni úr Þjórsá yfir Skeið og Flóa, muni grasvövtur á engjum í þeim héruðum verða margfalt meiri en nú er, og er þar ekki um neina smáræðis hagsmuni að ræða, þar sem 6 hreppar eiga hlut að. Kostnaðurinn verður að vísu mikill, enn það hlýtur að bera margfaldan ávöxt, ©g verður þá Árnessýsla, langblómlegasta hór- aðið á landinu. Ekkert hérað á land- inu er jafngrösugt sem Árnessýsla, og hvergi er slíkt flæmi af engium scm i Flóanum. Ef grasvöxtur á þessu svæði ykist, þótt ekki væri nema um helming. væri það þegar stórkostleg framför. — Það er reynsla fyrir, að jökulvatn er ágætt til vatnsveitinga, og þarf því ekki að efa, að va+ns- veiting af jökulvatni yfir Flóann mundi gera mikið gagn. Enn athuga- vert væri, hvort ekki mundi fult eins ráðlegt að veita vatninu úr Hvítá sem úr Þjórsá, og yröi þaö að allra dómi miklu minni kostnaöur, en að eins eru meiri vonir að stærra svæði gæti notið vatnsveitingar úr Þjórsá. fshús í Reykjamk o. fl. Þess hefir áður verið getið í þessu blaði, að hr. Tryggvi Gunnars-son bankastjóri mundi gangast fyrir því að koma hér upp íshúsi til að geyma í ís, sem hafa skyldi til að flytja í fisk til útlauda og til að geyma í síld til beitu o. s. frv. Þetta er mjög nytsamt f.yrirtæki, og hefir orðið það ágengt. að félag er verið að stofna til að koma hús- inu upp og jafaframt til að gera til- raunir til að veiða heilagfiski, kola og skötu með sömu aðferð og nú er al- mennt favið að tíðka evlendis og út- vega hingað fiskimenn, sem vanir eru þeim veiðiskap. Með þessu móti ætti að geta komizt á gufuskipaferðir til Englands til að flytja fiskinn. Hor er því um mikið framfaramál að ræða, sem vonandi er að almennt veröi vel tekið- Það er gert ráð fyrirf að kostnaðurinn til að byggja klaka- húsið muni verða alt að 8000 kr., og ætlar landsba-nkinn að sögn að leggja fram alt að helmingi þeirrar upp- hæðar. Ætti því að ganga greitt að fá hinn hluta fjársins; og er nú stofnað hlutafélag í þvi skyni. Sér- staklega er vonandi, að kaupmenn styrki þetta fyrirtæki. Holdsveikisspítala tvo vill Stefnir stofna hér á landi, og er sannarlega þörf á því, þar sem holdsveiki er hér fremur algeng að tiltölu, og virðist vera að fara í vöxt á seinui árum, eftir því sem hinn danski læknir Dr. Ehlers. sem kom hingað í sumar í þeim er- indum að rannsaka holdsveikina, skýr- ir frá. Ferð hans hingað mun hafa þann árangur, að vekja meiri eftir- tekt á þessum hryllilega sjúkdómi þótt rannsóknir lians sé yfir höfuð lítils- verðar. Meira er það vert, að liann hefir í hyggju að safna samskotum erlendis til holdsveikis-spitala hór á landi, og greti það orðið hvöt fyrir þjóð og þing að kovna því máli á rekspöl. Dr. Þorvaldur Thoroddsen kom heim úr rannsóknarferð sinni austanlands með gufuskipinu “Egiil." Hafði hann farið um Austur-Skaftafeflssýslu og Suður-Múlasýslu og meiri hlut Norður- Stórkostlegur afslattur! Betra verd en adrir geta bodid. Um nokkrar næstkomandi vikur fást vetrarföt og yíirkafnir með óheyrilega lágu verði í búð WALSH’S 515 og 517 Main Str. BUXUR. — Um 1,700 ALLS. — 200 af þeim verða seldar á 95 cents. Á meðal þeirra eru buxnr úr kanadisku vaðmáli Union vaðmáli (til slits) og Ameríkönsku Worsted. sem uppruna- lega átti að seljast fyrir $1,50. 300 góðar vaðmálsbuxur á $1,50 upprunaverð $2.<J0. 350 enskar od kanadiskar Hair Line buxur, og úrvals vaðmálsbuxur fyrir $2.70 vanaverð $4,00. Og enn 500 buxur úr skozku vað- máli og West of England-buxum á $2,95 og $3.50. Vanaverð $5.00 og $6.00. I DAG. *^3 KARLMANNA ALFATNAÐIR. — UM 1,100 ALLS. — Um 100 gamlir vaðmálsfatnaðir verða seldir á $3.00. Um 125 alullar fatnaðir úr 'kana- disku vaðmáli ýmsu tagi fyrir $5.85. Upprunaverð $7.50 til $10,00. Um 285 vandaðir fatnaðir úr cana- disku vaðrnáli á $5.75 en kostaði upp- runalega helmingi meira. Um 500 fatnaðir úr skozku vaðmáfl og Worsted af beztu gerð fyrir $8.5 0 $10.50 og $11.50. DRENGJA FATNAÐIR. — Stórkostlegt upplag. — Nærri 3.000 “Sailor suits” fjTÍr drengi á 95 cts. til $1.75. Vaðmálsföt $1.50 til $3,50. Worsted föt $2.75 og yfir. Velvet föt. Sergeföt. Jerseyföt, og um 100 fatnaðir af ýmsu tairi $2. Upprunaverð frá $3.00 til $5.00. Stuttbuxur 40, 50 og 75 cents. Reefers $2.00 $2.50 og $3.00. Yfírhafnir með slagi eða hettu á l$2.50, $.300, $4.00 og $5.00. YFIRHAFNIR Slikio upplag til að velja úr. Heitar og góðar yfirhafnir verða seldar fyrir lítílræði ÁGÆTAR VETRARÆFIRHAFNIR úr ensku “Rolling Nap” með kraga og belti og af beztu gerð, verða seldar fyrir að eins 87,50. Mikið upp- lag af vatnsbeldum Melissa kápum. 515 & 517 Main Str., ptnt City Hall. Múlasýslu, og jafnframt rannsakað mikinn hlut hálendisins upp af þess- um sýslum. — í Aústurhorni fann hann fágæta grjóttegund, “gabbró,” sem er ágæt til bygginga og likist uokkuð “granit.” Árhók Fornleifafélagsins er nú kom- in út og eru í henni smáritgeröir' eftir Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi um rannsóknir hans á sögustöðnm í Árnessýslu, Skaftafeflssýslu og Rang- irvaflasýslu 1893, um grafletur á leg- steinum í Skálholti, Bræðratungu og Húsafelli og Grettisbæli í Sökkólfsdal. Skagafjarðarsýslu, 14. Sept. 'lTíðin er hin ákjósanlegasta; að eins gerði hret síðast í fyrra mánuði og snjóaði þá í fjöll og lítilfjörlega snjóaði í fjöll nú fyrir 4 dögum. Flestir eru nú að bætta heyskap- heyaíli er nú með betra móti og or það mest að þakka hagstæðri heyskapartíð. Gras varð að sönnu í betra meðallagi á harölendi, enn það spratt seint. — Gagnsmuriir af húpeningi munu hafa oröið í góðu meðallagi; ekki er vist að geldfé verði neitt vænt í haust; það er enn óreynt, því fjallcöngur eru að eins að byrja. — Bezti fiskiafU hefir verið hér í att suinar og nóg síld. — Fjdrtökuverð er nú ákveðið hjá kaupmönnum á Sauðárkrók og er þannig : að fyrir puridið í þeim skrokk- um, sem vega frá 28 til 3-4 punda, verða gefnir 12 aurar, fyrir pundið í þeim sem vega frá 34 til 40 punda 14 aurar, fyrir pundið í þeim sem vega frá 40 pundum til 46 16 au., fyrir pundið í þeim som vega yfir 46 pd. 18 aura. Kjósarsýslu í sept. “Aftur er veðr- ið orðið svo rosalega regnsamt, að alt ætlar sundur að drafna af bleytu. — lleyslcapur hættir nú alment. Hefir orðið í lakara meðallagi í sumar hér um sveitir hjá fleiri hlut bænda. — Nú eru réttir að byrja. Óvenjulega hefir geldfé gongið úr fjalli til sveita í sumar. Skaftafellssýslu (Mýrdal) 25. Sept. “Tiðarjarið í sumar hefir vorið eitt- hvert hið bezta og bliðasta, sem isienn muna. nlt af sifeld logn, enn framan af slættinum nijög þurkalítið, enn þó rigningarlitið, svo taða fór lítið í rýrnun, enn seinni part sumarsins einhvor ákjósanlegasta tíð. Heyskapur hjá bændum er því í bezta lagi. Uppskera úr kátgörðum er í betra meðallagi, Ilcilhrigði manna er núna sem stendur góð, enn veikindi þó að stinga sér niður á ýmsum bæjum í sumar. Enginn liefir naínkendur dáið.” Maður hvarf af Sauðárkróki seint í ágúst, Steinn Jónsson að nafni, og hefir ekki fundizt. Líklegast þykir, að liann hafi lagzt í fjöru og flætt. Hann hafði verið drukkinn. SMÁVEGIS. Jdrnbrauttr heimsins eru nú alls yfir 370,000 enskar milur að lengd og hafa að samiögðu ^iostað yfir þrjátiu þúsund miljónir dollars, Allar þessar brautir hafa verið bygðar, allir þess ir peningar lagðir fram á síðastl. 65árum, því fyrir 1829 var ekki til svo mikið sem ein mila af járnhraut. Það virðist vera og er vandfarið með járnbrautar- lestir, því ekki þarf nema lausa skrúfu, Iausan nagla eða brostinn tein, at- hugalausan varðmann við brau tamót o. s. frv., til að kollsteypa lestinni og meiða eða drepa raenn í tugatali og eyðileggja eiguir þúsunda dollars virði. Þrátt fyrir aö þessi mikilfenglega stofn- un er svona viðkvæm, sýna þó árs- skýrslurnar að það er undra hættulítið að fleygjast með járnhrautum yfir gil og gljúíur og um fjöll og firnindi. Séu skýrslur allra járnbrauta í heimi fyrir ávið 1893 teknar til yflrlits, sózt að járnbrautaslysin eru ekki fleiri nó mannskæðari en svo, að við þau liafa meiðst og látið lífið að eins 1 maður af liverri 1J milj. íbúa að meðaltali í þeim löndum, sem jámbrautir eiga. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma í sömu löndum fóllu fyrir morð- vopnum aö meðaltali 4 menn af hverri 1 milj. íbúa. 100 dra gamlir voru silfurdollars- peningar Bandarikja 15. Oktober 1891. Hin fyrsta úlgáfa af þeim var fuflgerð 15. Okt. 1791 i peningamótunarliúsi stjórnarinnar í Philadelphia samkvæmt lögum frá 1785. er leyfðu útgáfu slíkra peninga. Bankafélagið “The Bank of Maryland” kom fyrst fram mað beiðni um mótun silfur-dollaranna. Var það 18. Júlí 1794 að bankinn sendi $80,715 virði af frönskum silfurpeningum á pen ingainótunaihúsið og bað að þeim yrði nmtiverft í silfurdollara. Af lieirri upp- liæð voru fullgeröir að eins 1858 silfur- dollarar hinn 15,Okt. um haustið. Granlenzkur siður er það, að grafa lifandi liund með barni sem deyr. Séu Grænlendingar spurðir livernig standi á þessu.n sið, svara þeir því einu, að hundar rati allstaðar. Einn af hinum heiðnu fu fltrúum á trúboðsþinginu í Ciiicago sagði í ræðu sinni: “Lærðu að hugsa hindurvitna- og hlutdrægnislaust; elskaöu afla menn talaðu eins og sannfæring þín bíður þér, án minnsta ótta við nokkurn mann ; vertu hreinn í oröum og athöfn- um og hið fagra sólarljós sannleikans verður þá þin eign. Ef guðfræðin, af nokkurri tegund, stendur í vegi þínum að leita sannleikans, þá legðu hana til síðu. Berztu einhuga og vinn þú sjálf- ur að þinni sáluhjálp með iðni og orku og ávextir af þvi sem heilagt er verða þínir”. Ný kvrkja. Á þeim tíma sem trúhragða þingið stóð yfir í Chicago í fyrra haust, flaug fyrir sú fregn að það mundi eiga að stofnsetja nýja kyrkju, með þeirri stefnuskrá sem gerði út um annaðhvort af þessum tveimur: Öll trúbrögð eru sönn — eða, öll trúbrögð eru meira eða minna ósönn. Á þeim tíma var þessi fregn almennt álitin markleysa; en blaðið “New York Tribune” sýnir nú að fregnin var áreiðanleg. Fyrir hér um bil 3 mánuðum var umburðarbróf til almennings gefið út af þessum guð- frceðingum: Dr. H. W. Thornas presti alþýðu kyrkjunnar í Chicago; Dr. W. S. Crowe “universalista”-presti (þeir trúa á frelsara og sáluhjálp allra mann'a) frá Newark N. J; Dr. Em?t G. Hirsoh, Rahbí Gyðinga-trúar og og Rev. Jenkins Lloid Jones, vel þekktum Únítara presti. Umhurðar- bréfið boöar til nýrrar þingsetu til þess að sameina og grundvafla ul- þjóðakyrkjn. Þingið kom saman, og eftir langar og stilltar umræður leiddi af því, að trúarjátningarlaus kyrkja verður stofnsett í Cliicago innan fárra daga. Rev. Jones skýrir frá tilgangi og stofnun þessarar hreyfingar með þessum orðum: “Látum oss búa til þann grundvöll, á hverjum engin af hinum eldri trúbrögðum getur náð neinu öndvegi. Á hinni breiðu flöt alþjóða-mannástarinnar eigum vér að byggja musteri alþjóðatrúarinnar, helgað og tileiknað hinuru rannsakandi og leitandi anda framfaranna, ti‘ þjónustu alþjóðlogs bróðernis og kæi- leika, til frjálsrar verzlunar menntun- ar og visinda — en ekki til girðingar trúarjátnlnganna, hræsni og skynhelgi kyrkna og stétta flokkanna. Vér treystum því að hið frjálsa, hreina og máttuga framsóknarafl sem liggur í öflum þeim trúíiokkum, sem komið hafa þessari hreyfing af stað — hafi einnig í tór nógan lífskrapt fyrir Jiessa áformuðu, frjálsu alþjóöakyrkju tfl jafnréttis, framfava og bróðurástar kyrkju — þar sem trúbragða ofsókn- ir, hatur og heiftrækni verða algerlega óþekktar og ómögulegar — vegna þess. að' andi rannsóknarinnar, sjálfstæðisins og eigiu ábjTgðar í öflum hugsunar- gangi — verður liið sláandi lijarta þess- arar kyrkju um aflan hinn víðlenda heim.” (The Literary Digest.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.