Heimskringla - 08.12.1894, Síða 1
se
«Tg
'9
ÍQjt
VIII. AR.
WINNIPEG, MAN., 8. DESEMBER 1894.
NR. 49.
WJNNIPEG
Business College.
Verið yiðbúin að nota ykknr kveld-
skólann, sem haldinn verður í sam-
bandi við Winnipeg Business College
og Shorthand-skólann, 482 Main Str.
Þar verður kennt, þeim sem vilja,
ensku-lestur, réttritun, málfræði, reikn-
ingur og skript. — Skólinn byrjar
snemma i Nóvember.
Viðvikjandi kennsluskilmálum snú-
ið ykkur bréflega eða munnlega til
kentiaranna.
C. A. Fleming & Co.
HEIMSKRINGLA
Printing & Publishing Co.
heldur ársfund sínn á skrifstofu
blaðsirs, corner Ross Ave. & Nena St.,
laugardagskveldið 29. þ. m., kl. 8.
Þar verða þá framlagðir rcikn-
ingar félagsins, kosnir menn í stjórn-
arnefnd þess fyrir komandi ár og
annað það fyrir tekið er nauðsyn
kann til að bera.
AVinnipeg, 7. Dec. 1894.
TíIE IlKR. PRTG. &. PUBL. Co.
J. W. l'TNNEY,
forseti.
FRETTIR.
DAOBÖK.
LAUGARDAG, 1. DES.
Síðustu fregnir að austan segja Ja-
paníta í undirbúningi að hefja hergöngu
sína til Peking. Er þar búist við stór-
orrustu nú á hverjum degi, hinni skæð-
ustu, er þeir enn hafa liáð, [en ekki efað
að Japanítar beri sigur úr býtum.—Nú
eru Japan blöðin farin að flytja ný
landabréf, með Kínaveldi sundurliðuðu,
sem eiga að vera almennt viðurkennd
rétt að 10 árum liðnum, árið 1901,
Skifta þeir veldinu þannig, að Japan
heíir í hlut 10 stórhéruð og eyna For-
mosa ; til málamynda er Korea sýnd
sem sérstakt ríki; Bretar hafa 5 héruð,
Þjóðverjar 2 og eyna Hainan, og Frakk
ar 8.
Nýr telegraph-þráður var í gær
fullgerður frá Chicago til San Francis-
co; eign ''Commercial Cable” félags-
ins,
Lávarður Charles Stanley Monk,
lézt í Lundúnum í gær 75 ára gamall.
Hann var landstjóri í Canada frá 1881
til 1808.
I gær lézt og í Lundúnum Sir Char-
les Newton, nafnfrægur fornfræðingur,
er útvegaði brezka safninu mikið af
merkum munurn úr rústum í Litlu-
Asíu og Miðjarðarhafseyjunum. Hann
var 79 ára gamall.
MÁNUDAG, 3. DES.
John Burns, fulltrúi verkmannafé-
laga á Englandi á þingi Breta, kom til
New York í gær. Ætlar hann að ferð-
ast um og flytja fyrirlestra; —• er mögu
legt að hann fáist til Winnipeg, þó ekki
sé það enn víst.
250 000 Kínverjar eiga að standa
fyrir . Japönwm á göngu þeirra til Pe-
king.
I gær var vígður telephone-þráður,
er nú samtengir Berlín og Vínarborg.
Þeir keisararnir töluðust við.
VKITT
HÆSTU VERDLAUK A HBIMSSÝNINGUNNI
IÐ BEZT TILBUNA.
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
Illræðisverk halda áfram í Armeníu
enn, en ekki í jafnstórum stíl og þá er
fyrst fréttist. Sagt er að af þeim leiði,
að Bretar styðji liússa til að taka Ar-
meniu af Tyrkjum, móti því loforði að
Rússar styðji Englendinga í þeirra
egyfska máli.
ÞRIÐJUDAG, 4, DES.
54. [congress Bandaríkjanna ltom
saman í Washington í gær. Avarp
Clevelands forseta var orðmargt að
venju, enda efnismikil ritgerð. I því
bað itann þingið um meiri toll-lækkun
og fullt afnám tolls á kolum og járni.
Bankalögum öllum og fyrirkomulagi
vill hann að sé breytt, að miklu leyti
samkvæmt fundarsamþyktum á banka-
stjóra-ársþingi í Baltimore í síðastl.
Ágúst. Viðskifti Bandaríkja við aðrar
þjóðir væru ekki eins þægileg nú og í
fyrra. Tekjuhalli á síðastl. fjárhagsári
var alls 869,803,280,58. í póststjórnar-
deildinni var tekjuhallinn nærri §9J
milj. Kröfum ráðherranna um að
auka heraflann og herbúning bæði á sjó
og landi er forsetinn samþykkur. Ails-
herjar heilsuumsjónarnefnd villhann að
só stofnuð tafarlaust, er ekki hafi annað
á hendi en að verja landið fyrir drepsótt
um,—Á árinu seldi stjórnin (og gaf)
nærri 104 milj. ckrur af landi. Tekj-
urnar fyrir það voru $24 milj. rúmléga.
Fram sagði hann komið, að ekki hefði
verið vanþörf á eftirliti i eftirlauna-
deildinni, því nú væri sannað að stór-
kostleg eftirlaunasvik liefðu verið höfð
í fratnmi. Fyrir þetta nákvæma eftir-
lit hefði stjórnin rýrt eftirlauna-gjöldin
ytir 25 milj. dollars á árinu.
.Tarlinn af Jersej', sendiherra Brcta
á nýlendnaþinginu í Ottawa í sumar,
hefir nú afhent stjórninni fundarskýrslu
sína. Er sagt hann só samþykkur þvi,
er \ iðtekið var á þinginu og mælir með
fjárframlögum til bæði Iluddarts-lín-
unnar fyrirhuguðu og til hafþráðar-
lagningar milli Canada og Ástralíu.
Vetur er gengin í garð í norður-
hluta Ivínlands, segir fregn til Lund-
úna, og er því bætt við, að Japanítar
megi hraða sér, ef þeir ætli að herja á
Peking á þessu ári, því innan skamms
verði þeir að hætta sókninni sökum
vetrarkuidans.—Frá Yokohama er sagt
að Japanítar muni ekki slíta ófriðnum,
nema Kínv. greiði þeim að minnsta
kosti 300 milj. dollars í skaðabætur.
$50milj. skuldabréf Bandarikja eru
öll seld, og fókk stjórnin fyrir þau alls
$50,409,425,50. Afgjaldið er 5%.
MIÐVIKUDAG, 5, DES.
I gær lagði fjármálastjóri Banda-
ríkja ársskýrslu sína fyrir congress. I
henni gerir hann ráð fyrir 20 milj.tekju-
halla á yfirstandandi fjárhagsári. Hann
mælir með að miunkuð sé selveiðin við
Pribyloff-oyjar í Bæringssundi og fer
fram á, að stjórn Bandaríkja sé gert
hægra fyrir með að taka peninga til
láns og að hún ekki sé einskorðuð við
að gjalda ákvoðna vöxtu af lánsfé.
I gær veitti congress $75,000 til að
kaupa 30^0 ekrur af landi á sviðinu þar
sem hin mikla Shilo-orusta var háð í
innanríkisstríðinu. Á að helga þjóð-
inni þann blett, sem skemtistað.
í tilefni af því að Japanítar gerðu
sendimann utanríkisdeildarinnar í
stjórn Kínaveldis afturrækan, þegar
hann kom til að biðja um frið, hefir nú
stjórn Japaníta formlega tilkynnt Kína
stjórn, að sendimönnum hennar verði
ekki veitt viðtal nema þeir komi að
boði Kínlands keisara sjálfs. Jafniramt
eru Kínar minntir á, að það séu Kíti-
ar, en ekki Japanitar, sem biðja um frið.
Kinverjar eru nú að sögn að draga sam-
an sérstakan herflokk með 100,000
manna, er eingöngu á að vera undir
stjórn Evrópuherforingja, flestir þeirra
þýzkir. Margir þeirra eru komnir
austur nú og teknir til starfa við liðs-
söfnuð og æfingar.
5 menn biðu bana og um 40 meidd-
ust í gser í Hull í Quebec (gengt Otta-
wa), af því að eldur ko.mt að 80 pund-
um dynamite og sprengdi í loft upp.
10 eða 12 hús brotnuðu.
FÖSTUDAG, 6. DES.
Ríkisþing Þjóðverja var sett í gær
og ílutti Vilhjálmur keisari sjálfur á-
varpið, sem var stutt og laggott.
Gamli De Lcsscps, Kinn heimsfrægi
vcrkfræðiugur, liggur að sögn fyrir
dauðanum.
Toll-stríð Bandaríkja og Þýzka-
lands varð umræðuefni í congress í gær.
Þjóðvorjar sogja Bandaríkjustjórn hafa
rofið vcgzlunarsamning við sig mcð tolli
á sykri, cn Bandaríkjastjórn neitar því.
í prívat bréfi frá Armcniu til manns
á Englandi stendur, að íbviar 23 þorpa
hafi verið kúgaðir til að taka Moha-
meds trú. Enn fremur að soldáninn
hafi sent hermönnum þeim, er ódæðis-
verkin unnu, heiðursgjafir fýrir frammi
stöðuna.
FÖSTUDAG, 7. DES.
' Lestarán var framið í Texas í gær
á Texas Pacific járnbrautinni, Ræn-
ingarnir náðu í peningum og óslengn
gulli um $140,000.
Efri deild franska þingtins sam-
þykkti í gær fjárveitinguna (6 milj.
franka), sem um var beðið til að herja á
Mad igaskar-búa. Einir 3menn voru á
móti.
Hlaupafregn að austan segir að
Dominion-kosningarnar muni fara fram
í Marzmánuði næstkom., að Sir John
Thompson segi af sér, en taki við emb-
ætti í leyndarráöi Breta og fái lá-
varðstitil, og að gamli Sir Charles
Tupper muui taka við sejórnarfor-
menskunni í stað Thomsons.
manna að biðja alla um atkvæði fyrir
sjálfan sig og segist ætla að verða með-
ráðamaður fyrir “deild no. 3”; svo mörg
eru hans orð.—Pétur Bjarnason he.fir
að sögn hugsað að sækja á móti hon-
um um meðráðeudasætið og er óliætt að
segja að hann fái tvo þriðju af öllum at-
kvæðum í deildinni, enda er Petur
Bjarnason greindur og velviljaður mað-
ur og honum treystandi til að gera það
bezta sem liann getur.
T(3MSTIINDIR,
eða “I ledige Timer” lieitir nýtt mán-
aðarrit, er “Norden” prentfélagið í
Chicago er byrjað að gefa út, en rit-
stjóri þess er Jón Ólafsson.
Ritið er í lítið eitt stærra broti
en Öldin, er 16 siður að stærð, í kápu
og kostar 50 cts. um árið. I fyrsta
blaðipu (Nóvember) eru tvær stuttar
sögur, eftir Alphonse Daudet og August
Wolff, ritdómur um Olivcr Wendell
Holmes, eftir Oscar Gundersen, bók-
mentastefnan nýja, eftir —hr., ‘hring-
sjá,’ eftír ritstjórann, auk fjölda af
ýmiskonar fræðigreinum. Af þessu er
auðsætt, að fyrsta blaðið er mjög efn-
isríkt og má af því ráða, að árgang-
urinn verði vel 50 centa virði.
Ef einhverjir dönskulæsir Islend-
ingar hér vestra vilja kaupa þetta rit,
mega þeir, ef þeir vilja, senda ráðs-
manni Hkr. peningana og utanáskrift
sína, og verður þeim þá komið til
skila. Annars er beinast að senda á-
skriftina til Jóns ritstj. Ólafssonar
415 Milwaukee Ave.
Chicago, 111.
Ljótt um piparmeyjarnar.
Canadiskt blað eitt segir svo :
Það, að Merkurius er morgunstjarna
meðan Virgo er á lofti, veit á það að
allar piparmeyjar verða óðar og upp-
vægar þotta ár. Vérerum sannfærðir
um, að ekki að eins piparmeyjar heldur
einnig konur og mæður í Canada brúka
meira af Diamond Dyes þetta ár heldur
en áður, af því allir eru nú vissir um
að þeir taka fram öllurn öðrum litarefn-
um, sem seld eru. Diainond litir eru alt
af brúkaðir eftir að einu sinni er búið
að reyna þá.
FRÁ LÖNDUM.
Kafii úr bréfi frá Fljótsbygð og
Mikley 29. Nóv.:“Nú er fylkisstjórnin
farin að senda út loforð til ýmsra
manna um peninga til veganna víðs-
vegar í nýlendunni og að þeir megi
fara að láta vinna fyrir þeim nú þeg-
ar. Síðan fá þeir bréf jafnharðan frá
einhverjum ekta frjálslyndum (!) þess
efnis, að nú megi þeir til að leggja
fram sína itrustu krafta og koma Jó-
hannesi Magnússyni í Oddvitasætið
áður en það verður gefið upp fyrir
almenning að Jiessum peningum liafi
verið lofað, siðan á verkfræðingur
stjórnarinnai að koma bráðlega. Það
vita allir vel í hvaða tilgangi hann
kemur, einmitt um þessar mundir.
Honum mun verða líkt ágengt og um
haustið þegar hann kom með þing-
mann okkar. Þá hafði “Kolur” kút-
inn og fjörgaði margan mann, samt
sem áður kom ekki neinum til hugar
að láta þvílíkt skerða sannfæringu
sína, heldur sannfærðust um, að Jietta
væri partiskur djöflagangur. Það
haust liafði Stephan Sigurðsson tvo
þriðju af öllum atkvæðum í sveitinni;
það sýnir það, að kúturinn og þeirra
brellur hafa ekki haft tilætluð áhrif,
Stephan Sigurðsson er búinn að
að fá loforð fyrir bryggju að, Giml
og sem sönnun upp á það að liann
sé búinn að “garfa” í því alt sem
hægt er í bráð — er sú, að Guðni
Thorsteinsson mun ekki fá svar upp
á sína bænaskrá, sem er sérstök fram-
hleypni i þessu máli, á móti betri
vitund, það væri réttast af öllu að
taka eftir þessu, því það er eitt af
þvi sem tímalengdin sannar.
Aumingja Þorvaldur Þórarinsson
er nú íarinn að hlaupa um á milli
Ur bréfi frá Gimli, Man., dags. 29.
Nóv.:—.......“Það er nú í tvö ár búið
að reyna það, að alþýða vill ekki Jóh.
Magnússon fyrir oddvita, hvaða brögð-
um seni beitt hefir verið. Nú fyrir 3
mámiðíim tóku fylgifiskar hans það ráð,
að fá alla ósjálfstæða menn til að skrifa
undir áskorun til hans, að reyna sig
einusinni enn. Þá sem stcfnufastir eru
og nokkuð kveður að, gátu' þessir
smalar ekki fengið og verða þeir onn
sem fyrri mcð St. Sigurðssyni.
Hyað vinsældir St. S. snertiV, sem
fregnriti Lögbergs á Gimli talar um,
þá er sorglegt að vita hvað hann heggur
þar nærri sjálfum sér. Vinsældir Stef-
áns aukast í þessu nágrenni, en álit
fregnritans rýrnar óðum.
Á.fundi, sem haldinn var á Gimli
27. þ. m. til að ræða um bryggjumálið,
las Guðni Thorsteinson uþp bænarskrá
til Ottawastjórnarinnar og gat þess um
leið, að liann hefði sjálfur samið liana
og að fullkomlegleiki hennar væri svo
mikill að þar mætti ekki breyta einum
staf. En það virtist fundarmönnum
að af henni mundi illt standa, en ekki
gott, því hún var sannkallaö hueyksli,
svo ruddaleg var hún og orðill”.
ICELANDIC RIVER, 28. NÓV.
Herra ritstj, Hkr.
Veturinn er nú genginn í garð með
frosti og fannkomu, þó er frost enn milt
annað slagið venju fremur, en grípur
skarpt til frostanna á milli.
Heilbrigði manna heldur góð, þó
kvarta sumir um kvef. Sagt er að
mislingar gangi í Geysir-bygð, en greini
lega he.fi óg eigi um það frótt.
,-M%Pótur Bjaruason læknir kvað
ætla að bjóða sig fram til mcðráðanda
sveitarstjórnarinnar. Móti honum
sækir Mr. Thorv. Thorarinson.
Sú frétt hefir borizt liingað með
Mr. Gunnstcini Eyjólfssyni, að mark-
aðsverð á gripakjöti sé nú2—8 cent pd.
í Winnipeg. Þykja það ill tíðindi,
enda ótrúleg, af því sérstaklega, að
kaupmeim bjóöa nú 2—8 cent fyrir
pd. hér norðurfrá. Nokkrir bændur
hór við Fljótið hafa bundizt samtökum
í því augnamiði, að flytja sjálfir kjöt
sitt til markaðar, í von um að geta
fengið liærra verð fyrir það með því
móti, enhérbýðzt.—Hkr. gerði kaup-
endum sínurn hór greiða með því að
fl.vtjá þeim vikulega markaðsverðið í
Winnipeg á vörum þeim, í það minnsta,
sem er aðalútsöluvara bænda liér.
Síðastl. laugardagskvöld liéidu Sig-
urðsson Bros. viðskiftavinum sínum
rikmannlegt heimboð að heimili sinu,
Bræðrahöfn. Og allir ljuka upp einum
munni um, sem þar voru (um 40
manns), að það liafi verið eitt það allra
skemtilegasta sainlcvæmi. scm þeir hafi
setið, austan og vestan liafs. Það er
nefnilega venja þeirra brreðra aö halda
viðskiftamönnum sínum eina til tvær
slíkar samkomur árlega.
Fregnriti.
Yfirhafnir!
Aldrei fyr, síðan Winnipegbær bygð-
ist, hafa verið á boðstólum á ein-
um stað, jafn-ágætar birgðir af
yfirhöfnum eins og vér höfum nú
í hinni stækkuðu fatabúð vorri.
Þar getur hver maður fengið það sem
hann vantar, hvort sem hann er
bankari, vígslari. verzlunarma? ur eða
erviðismaður. Þau eru úr Rjórtkinni,
Melton, Freize, Tweed eða grávöru.
alt selt fyrir
50 cts. af dollarnum.
Yngri og eldri fara allir jafnánægðir.
Yér höfum firn af smekklegustu
barnafötum ; þau eru síð og góð
fyrir drengina. Sterkt efni, sem
þolir slit.
Skating Reefers eða Pea Jackets.
úr Navy. Beaver eða Serge af öll-
um stærðum. Drengja yfirhafnir
með hettum og kraga og með eða
án hálfbeltis. Enginn sem yill spara
en þófá góð föt. lætur hjáliða að
heimsækja Walsh’s Big Clothing
House áður en hann kaupir.
Skinnhufur, sjaldgœft fœri.
Vér keyptum í gær af stórri skinnverksmiðju,
ljómandi byrgðir af skinnhúfum af vissu verði.
Þar á meðal vóru húfur úr :
Bestu Persnesku larabskinni Sh LÍTIÐ MEIRA EN
Beztu Bjórskinni • iH HELMING
Gráu lambskinni H-H -4-í YANA
Bezta Otur og Selskinni <3 VERÐS.
]\runio eftir staðnum — hin alkunna búð fyrir fólkið
Walsh’s
mikla fatasolubud.
515 og 517 Main Str. gegnt City Hall.
ÁRNES P. 0„ MAN., 27. NÓV. 1891.
Það er orðið langt liðið síðan ég
hripaði línu og margt borið við á því
tímabili. Tíðin hefir verið indæl og
aldrei frosthærra en 10—20 stig fyrir
ofan zero. fyrr en að morgni hins 18.
þ. m., 10 f. n. zero, og þann 19. 20 f. n.,
svo dró úr frosti og gerði nokkurn snjó
svo nú er komið sleðafæri, en ,áður var
ekki nema gráttí rót. Vatnið er nú vel
lagt, því stillingar hafa verið síðan
frostin komu og eru sumir farnir að
leggja net og afla dálítið af smáfiski.—
Hoilbrygöi er allstaðar hér i Arnesbygð,
en veikindi hafa verið talsverð á nokla-
um bæjum í Efri-Fljótsbygð og hafa 3
börn dáið. stúlka á 10. ári, Sigriður aö
nafni, mjögefnileg, dóttir Antoniusar
Jónssonar á Krossi, og 2 börn Þor-
steins Borgfjörðs. Sagt er að það sé
mislingar og hafi Guðrún Jónsdóttir
frá Fögruvöllum flutt þá ofan að frá
Winnipeg, því hún lagðist rétt eftir að
hún kom heim. I>að er atðvitað ekk
viljaverk, en blessaðar stúlkurnar okk-
ar sækja oft fleira til höfuðstaðarins en
dollara. Veikin er nú í rénun og von-
andi að hún taki sig ekki upp aftur að
nýju, ef nægileg varúð er við höfð.—
Verzlun er fremur að lifna og nokkuð
af vörum í Bræðrahöfn. En verð er
lágt; bezta nantakjöt 3 cents pd. og
sauðakjöt 4 cent, og drcgur það seint
saman til skuldalúkningar og fyrir
vetrarforða. En alt fer einhvernveg-
inn.—Nú er farið að bryddaá gamla
kosningastríðinu þogar líður að jóla-
föstunni, eins og vant er, og er það ó-
viðfeldið aö hngsa um livað hugir
manna og skoðanir eru tvískiftar, þar
sem líkt stendur á og liér í Nýja íslandi
því þó hór sé margur góður drengur og
vel viti borinn og í mörgu á framfara-
vegi, þá finst mér að fæstum þurfi að
blandast hugur um það að þeir Bræðra-
hafiiar-bræður, Stefán og Jóhannes
kaupmenn, eru langt á undan Öllum
íbúum þessarar nýlendu í dugnaði og
framför og eru svo búnir að sýna það
að livcr sem vill láta þá njóta sannmæl-
is getur ckki neitað því að þetta er satt.
Kg hcfi heyrt suma segja : “Þeir eru
fcjálfum sér beztir”. Látum það gott
heita. En sá sem stundar gagn sitt
með sóma og ráðvendni, gefur öðrum
gott dæmi að breyta eftir. En bræður
þessir hafaekki einasta stundað sitt
gagn, heldur gefið mörgum atvinnu,
bæði sumar og vetur, Þeir liafa aukið
hagsæld manna fremur en nokkur ann.
ar samtimamaður hér í nýlendunni, því
þeir hafa bæði góðann vilja og mátt til
þess að farsæla aðra um leið og þeir
stunda sitt gagn; en enginn niaður
getur lifað svo, að öllum líki, En ég
veit ekki betur en þeir einir lasti þá
bræður, sem aldrei ná með tánum þar
sem þeir hafa hælana.—Stefán hefir nú
verið oddviti Gimli-sveitar í 2 ár, cins
og menn vita, og er nú sem fyrr annar
sem menn ætla að kjósa framvegis, Jó-
hannes Magnússon hins vegar. Það er
v’st að Jóhanncs er góður drengur og
vel að sér. En að hann liafi þann
framsóknarkjark, sem á þarf að halda
við oddvitastörf, efast ég um og fleirf-
Hann erreyndur að því, Enn þegar
Stefáni er slept, mun Jóh. standa næst
að mörgu leyti. En fyrst Stefán enn
gefur kost á sér, þá er það auðréðin
gáta, að við höfum eklcinokkurn mann
á móti honum. Hann hefir sýnt það i
orði og verki þcssi 2 ár, að hann vill
hag nýlendunnar í hvívetna. Það hefir
verið vani sveitarráðsins að gefa odd-
vita $50 í aukaþóknun, og þetta gerði
sveitarnefndin í fyrravetur líka, en odd
viti þakkaði með fögrum orðum gjöfina
og lýsti þvi jafnframt yfir, að hann
gæfi þessa peninga aftur til að kaupa
járnskáp, til að gej-ma í peninga og
skjöl sveitarinnar, sem áður átti ekki
neina hirzlu, og um leið kaus nefndin
oddvita til að útvega skápinn. Er hann
nú kominn að Gimli, vel útbúinn að
vitni þeirra, er séð hafa : hann kost-
aði í innkaupi $90, og varð oddviti að
gefa “nótu” upp á sína peninga fj’rir
því sem eftir stóð af verðinu—Toronto
Safo Works, 453 Main Str., Winnipeg,
sem seldi skápinn.—Var ekki þetta
höfðingleg gjöf, samfara veglj-ndi við
ýlenduna ? En þó hefir oddviti okkar,
St. Sigurðsson, gert annað meira, sem
verður öldum og óbornum til hags og
heilla fremur nokkru öðru, að frátekn-
um vegunum í Nýja íslandi. Hann
hefir fengið loforð Dominion-stjórnar-
innar fyrir bryggju á Hnausum. Þetta
einsamalt nægir til að mæla fram með
því, sem ég hefi áður sagt um Stefán,
að við við eigum nú eklci hans líka að
framkvæmd og fylgi. Það þarf ekki
að eyöa mörgum orðum um það hér,
hvað nýlendubúar hafa mikið reynt til
að fá bryggju í höfuðstaðnum Gimli, en
ekki fengið. Það er því deginum ljós-
ara í hvað miklum metum Stefán er, og
erður betur, ef hann situr við stýrið
eitt árið enn' sem ég vona að verði.—
Það er munur á kostnaði við Hnausa-
br.yggjima eða á Gimli. Undan Bræðra
höfn eru 600 fet frá landi um 12 feta
dýpi, en að Gimli 1200 fet fram aðsama
dýpi, svo að þar verður meira en helm-
ingi dýpra að brj’ggju, og mundu lítið
hrökkva $2500 til byggingar á Gimli,
en að Hnausum getur hún komið að
fullu gagni á næsta sumri, og þegar
ein brj’ggja er komin og það um mið-
bik nýlendunnar, þá má eiga vist, að
önnur fæst bráðum að Gimli. Ég ætla
ekki að fjölyrða þetta meir, en vona að
allir góðir drengir nýlcndunnar taki
liöndum saman og kjósi einhuga okkar
mesta mann, Stefán, fyrir oddvita
næsta ár, svo hann geti framhaldið
svo vel byrjuðu verki og bætt við fram-
haldi á brj’ggjusmiðum Nýja fslands,
því sagt er að stjórnin hafi lofað honum
þvi, að brj’ggja skyldi koma að Gimli
næst þessari. Um aðrar kosniugar tala
ég litið. Það riður mikið á að í nefnd-
inni sitji valdir menn, og ég hefði álitið
Jóhannes Magnússon vcl hæfann fyTÍr •
meðráðamann. Benedikt Arason er-
góöu* drengur og gætinn, cins og Lög-
bergs-ritsrinn segir, en full-rifleg tók
hann skrifaralaunin til í fj’rra, ef satt
er Öaö herra Guðni hefði fengizt fyrir
minna. Stefán Eiríksson álít ég sér-
staklega vel hæfann fyrir meðráðs-
mann, livað sem fréttaritarinn skrum-
ar um hann. En það lýsi ég tilhæfu-
laust, aðvinsæld oddvita hafi minkað i
seinni tið, nema ef það er hjá þcim
nafnleysingja sem ritar, en hanu verð-
ur þó aldrei oddviti eða meðráðamaður,
heldur bara Skuggasveinn.
Gunnau Gíslason.