Heimskringla - 08.12.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.12.1894, Blaðsíða 4
4 KETMfiKRTNftLA 8. DESEMHER 1894 Hefir verið ágætur mánuður fyrir okkur í Blue Store. MEÐ BLÁSTJÖRNU MERKINU. 434 MAIN STR. — SEM ER HIN — Odyrasía íaiasolubud i Winnipeg. Síðan 1. Nóaember höfum við selt meira af buxum en á undanförnum þrem mánuðum, og kemur það af því að við seljum alt fyrir hálfvirði. Þeir sem rengja það, ættu að koma og sjá það sjálfir. Þetta er sýnishorn Wirmipeg. Hr. Guðjón S. Storm, efnabóndi úr Argyle.Hheilsaði upp á oss á laug- ardaginn var. Á morgun flytur séra Ilafsteinn Pétursson guðsþjónustu í fyrsta sinm í kyrkju Tjaldbúðarsafnaðar. Dr. Halldórsson Park River, N. Dak., hefir gefið Garðarkyrkju ljónmndi fallega altaristöflu, um göOO virði. Múrari að nafni William Sutter fyrirfór sér hér í bænum á laugardag- inn var. Hafði lengi verið heilsulaus. Hr. Á. Friðriksson fór vestur til Glenboro á mánudaginn var. Enn vantar mikið á að hann sé búinn að ná sér eftir hina löngu legu í haust. Óskast til kaups nokkur eintök af 42. nr. Hkr., VIII. árg., útkomið 20. Okt. þ. á. 8núið yður til ráðsmanns blaðsins, E. Ólafssonar. Hús brann á Mountain, N. Dak., fyrir skömmu, eign hr. Haralds Thor- lákssonar. Er tjón eigandaris metið um $200, eftir því er Dakotablöð segja. Þar inisti og Elis Thorvaldsson u;n $100 virði af munum. C. R. Wilkes er hættur viðjsókn- ina vim mayors-embættið, enda auð- vitað að útnefning hans hefir verið glens og ekki annað. J. B. Hender- son í 6. deild hefir líka gefist upp. Séra M. J. Skaptason fór af stað til N.-ísl. á mánudaginn var og verð- ur burtu fram undir jólin. Næstu tvo sunnudaga verður þessvegna ekki em- bættað í Unítara-kyrkjunni. Dominion kjörskrárnar nýju verða yfirskoðaðar 10. Janúar næstk. og næstu daga á <eftir, svo lengi sem nokkur gefur sig fram. Það er nauð- synlegt að ísl. gefi þessu gaum. Gáið að auglýsingunni með yfir- skrift “Ward 3,” sem stendur á öðr- um stað í blaðinu. Mr. O’Donohue er gamall verzlunarmaður í þessum bæ, roskinn og ráðinn og mundi vel fall- inn i skólastjórn. “Free Press” er ritað frá Baldur 1. Des., að blóðeitrun sé hlaupin í skurðinn á hendi Hernits Christopher- Jonar. er um var getið í fregnbréfi að vestan í síðasta blaði. Óttast menn því að líf hans sé í hættu. Það varð ekki af að séra Hafst. Pétursson færi vestur til Argyle um daginn eins og sagt varíHkr.. Rétt áður en hann ætlaði af stað kom bréf til hans, er gaf til kynna, að hann þyrfti ekki nauðsynlega aö-korna. Utnefning bæjarráðsmanna fór fram á þriðjudaginn var, Fyrir May- ors-embættið eru í kjöri : Thos. Gil- roy, Alex. McMicken, C. R. Wilkes.— Fyrir meðráðendur eru í kjöri : I I. og II. deild Albert E. Richards og ísrael M. Ross, eru þegar kosnir, því enginn sækir á móti þeim; í III. deild: Jas. McDairmid, John Arbuthnnot, L. Mc- Means, Stuart McDonald, W, F. Mc- Creary ; í IV. deild : George Craig og W. A. Charlesworth'; í V. deild : J. G. Sproule; J. D. McDonald, William J. Ross; í VI. deild : Archibald J. Bann- nerman og James B. Henderson. í skólastjórn voru kosnir mótsækj- endalausÉ D. W. Bole, Frcd. C.Wade, Dr. E. Bonson, eftir upptaldri röð í I., II. og IV. deild, í hinum deildunum eru í kjöri : í III., JohnF. Fowler, John O’Donolioo; í V. JamesStuart, Duncan Siuclair, Samuel J. Peutland , í IV.: James Dobson, John K. fetrac- chan. _______________ Jóh. kaupm. Sigurðsson að Hnaus- um lieilsaði upp á oss a fimtudaginn. Einmunatíð alla þessa viku. Á fimtudaginn alveg frostlaust og rigndi ögn um daginn. Frostlaust að heita á föstudagsnóttina og er það enn (há- degi á föstudag), en þoka og andvari á norðan. Nokkrar ungar stúlkur eru að efna til skemtisamkomu til arðs fyrsta lút. söfnuðinum, er haldin verður í Northwest Hall 15. þ.m. Nákvæmari auglýsing síðar. Unitara-samkoman á fimtudags- kveldið var fjölmenn vel, salurinn alveg troðfallur. í söngflokkinn bættust, eftir að prógrammið var prentað, þeir herrar stud. mod. Ólafur Björnsson og Erlind- ur Erlindsson. Northern Fnrifie lestagangi hefir verið breytt. St. Paul lestin fer nú aí stað héðan kl. 12,15 e. h. og kemur að sunnan kl. 3,15 e. h. Brandon lestin fer frá Morris kl. 1.50-og kemur þaðan kl. 1.10 e. h. Portage La Prairie lestin fer hóðan kl. 4 e. h. og kemur ’kl. 12.40 e. li. Þrír meðlimir Dominion-ráðaneyt- isins komu til bæjarins á mánudaginn var. Sir C. H. Tupper, sjómálastjóri, Hon. Clark Wallace og Hon. F. Wood. Þcir tveir síðartöldu fara austur aftur í dag að loknu erindi sínu hér, áhrær- andi tollbúðarflutuing, afgreiðslu toll- aðs varnings o. fl. og um stigbreyting á hveiti o. fl, I gærkveldi höfðu þeir al- mennan fund á 'Bijou leikhúsinu.—Sir Charles fór viðstöðulaust vestur aðhafi, en(stendur hér við á austurleið, 18. til 20. þ. m. Þessu blaði fylgir mánaðarritið Öldin eftir langt uppihald. Þessi drátt ur á útkomunni stafaði af veikindum Magnúsar prentara Péturssonar og ó- möguleikanum að fá mann i hans s<,að. Flutningur prentsmiðjunnar 'og stækk- un hennar hefir og stuðlað að drættin- um í seinni tið. En nú er alt komið í samt lag aftur og vonum vér að fram- vegis standi ekki á útksmu Aldarinn- ar, og tilraun verður gerð til að “ná upp” svo fljótt sem verður þeim tveim- ur blöðúm, sem enn eru eftir óútkomin og sem sjálfsagt verða óútkomin um áramótin. Undir þessum kringum- stæðum vonum vér að kaupendur af- saki dráttinn. Kvef í höfðinu. — Nasal Balm linar það undireins; læknar á stuttum tíma. Bregzt aldrei. (1 Tilkynning. Þar [eð ég næstliðið sumar var kaupamaður norður í Fljótsbyrgð, en einhver góðviljaður náungi hefir borið það út, að ég væri trúlofaður stúlku þar, þá lýsi ég yfir þvi, að það eru ó- sannindi. Jafnframt skora ég á þann herra, að færa sönnur á mál sitt, eða að öðrum kosti að standa sem ósann- indamaðnr frammi fyrrir öllum lýð. Arnes P. O., Man., 25. Nóv. 1894. Magnus Jónsson. Tolltekjur dominionstjórnarinnar i Winnipeg tollumdæminu voru í síðastl. Nóvember $78,488, eða nærri $16,000 minni en i Nóv. í fyrra. Fór að ráði vinar síns. Mr. Thomas Adams sf.gir fra hinum HEILLASÖiIU AFLEIÐINGUM. Hann þjáðis af ákafri gigt. Mundi iiafa lagt altí sölurnar fyrir bata. — Hvernig hann komst til ’heilsu. Tekið eftir Brantford Courier. Fáorðri lýsing á bata Mr. Thomas Adams frá St. George, verður sjálfsagt vel tekið af mörgum líðandi meðlimum mannfélagsins, og sórstaklega af þeim sem geta hagnýtt sér reynslu hans. Mr. Adams er steinsmiður og býr hér um bil eina mílu frá St. George. Sem stendur er hann við vinnu í “Patten Mills” og er ajþektur og vel metinn þar í grend- inni. Til þess að fá sem nánastar upp- lýsingar um bata hans, var fregnrití frá Courier sendur til að finna hann að máli og hitti hann Mr, Adams við vinnu í millunum. Mr. Adams er um 35 ára að aldri, hraustur og sterltlegur, og fáum mundi detta í hug að hann hefði nokk- urn tíma verið lieilsutæpur. Þegar hann var spurður um veikindi sín, sagði hann með ánægju eftirfylgjandi sögu : “Við vinnu mína fyrir þremur árum síðan, varð ég fyrir svo miklu hnjaski, að óg fékk upp úr þvi ákafa vöðvagigt. sem hélt mér við húsið í þrjár vikur og þjáð- ist ég á þeim tíma óbærilega. Eg var svo slæmur að ég gat ekki lagst niður, heldur varð óg að fleygja mér ofanirúm ið. Þegar ég þurfti að standa á fætur, varð óg að velta mér á grúfu til þess að geta reist mig upp. Eg hefði alt fyrir hjálp. Mór datt fyrst í hug að fá góðan læknir, og það gerði ég, en það virtist koma fyrir ekkert. Eftir að hafa komið til mín nokkrum sinnum, fór hann sjálf- krafa og sagðist ekkert geta gert til að hjálpa mér. Um þetta leyti lagði kunn- ingi minn að mér að reyna Dr. Williams Pink Pills, og á endanum lét ég undan og afróð að reyna þær, og eftir mjög stuttan tíma var mér töluvert farið að batna, og gat staulast við hækjur fram og aftur um húsið. Eg hélt áfram að brúka pillurnar og batnaði mér af þeim algcrlega á stuttum tíma, og síðan hefi ég ekki kent neins meins. Nú hefi ég enga tilkenning í útlimunum né stirð- leika í liðamötunum. Eg get.fariö á fæt- ur snemma á morgnana, og tekið þegar til vinnu án nokkurra óþæginda. Eg hefi trú á Pink Pills og mæli með þeim einlæglega. Eg held þær séu góðar til að hreinsa blóðið hvenær sem er, og ef ég skyldi verða lasinn, þá mundi ég grípa til Pink Pills áður en en ég sendi eftir lækni.” Þegar aðrir eins vitnisburðir og þess- ir fást viðvíkjandi hinum framúrskar- andi verkunum þessara pilla, þá er það ekki að furða þó mikið seljist af þeim, og að þær hafi almennings hylli. Dr. Williams Pink Pills hafa í sér þau efni, sem nauðsynleg eru til að bæta blóðið og styrkja veiklaðar taugar. Þær eru éyggjandi við riðu, limafallssýki, mjaðmagikt, taugagikt og gikt, liöfuð- verk og afleiðingum af influenza, hjart- veiki og öllum sjúkdómum sem korna af skemdu blóði, svo sem kirtlaveiki og út- brotum. Þær eru einnig óbrigðular við heim sjúkdómum sem eru einkennilegir fyrir kvenfólk, svo sem óreglulegar tíðir Fyrir karlmenn eru þær ómissandi við of mikilli líkamlegri eða andlegri á- reynslu, og ofþreytu af öllu tagi. Dr. Wílliams Pink Pills eru tilbún- ar af Dr. Williams Medicine Co.. Brock- will, Ont., og Schenectady, N. Y., og eru seldar í öskjum (aldrei lausar í tylfta eða hundraðavís) á 50 ct. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öll- um lyfsölum eöa með pósti frá Dr. Will- iams Medicine Co. frá báðum liinum o'f- angreindu stöðum. Varið ykkur á eft- irstælingum, sem seldar eru í tylfta eða hundraðatali. Til kjóscnda - í - W ard Four. Undirskrifaður bjður ykkur vin- samlegast að veita sér fylgiog greiða atkvæði mcð sér við bæjarfulltrúa- kosningarnar 18. Desember. Góð og hagsýn bæjarstjórn er hans mark og mið. GEORGE CRAIG. Til kjósenda -1 - Ward 4. Ég er í kjðri til bæjarstjórnar og vonast eftir fylgi yðar og at- kvæðum 18. Desember. Greiðið at- kvæði mcð manninum sem stýður réttindi verkamanna. Yðar einlægur V\A. A. CHARLESWORTH. TIL KJÓSENDA í ÞRIÐJU KJÖRDEILD. Með því að ég hefl verið tilnefnd- ur sem bæjarfulltrúi þessarar kjör- deildar fyrir 1895 og 1896, þá leyfi ég mér að sækja eftir atkvæðum yð- ar. Auk þess sem ég vísa til þess orðs, er af mér fór sem bæjarfulltrúa árin 1883 og 1884, ætia ég bráðlega að boða til funda í kjördeildinni og skýra frá mínu prógrammi. Fyrst um sinn bið ég yður að Lofa engu um atkvæði yðar, þangað til öll fulltrúa- efnin hafa fengið tækifæri til að láta til sín heyra. Eg ætla að finna svo marga ykkar, sem mér verður unnt, fyrir kosningardaginn. W". F. McCreary. Fundarboð. Islenzkir kjósendur halda fund hjá Mr. Guðjón Johnson, á horninu á Toronto Str. og Sargant Ave., í kveld kl. 8 og eru allir íslenzkir kjósendur þar velkomnir. Jlr. McCreary heldur þar tölu um fyrirliggjandi bæjarstjórnarmál, og gerir þar grein fyrir stefnu þeinú er hann mundi taka, ef hann yrði kosinn. W. F. McCreary. Ward 3. — KJÓSIÐ — Jolm O’Donolme í SKÓLASTJÓRN FYRIR WARD 3, Góðar vaðmálsbuxur............$1.50 Áferöarfínar Worsted buxur $6.50 virði..............$3.50 Drengjabuxur..................$1.00 Hvorsdagsfatnaðir af ýmsum litum $9.50 virði........$6.00 Vönduð föt $15.00 virði bezta tilboð í Winnipeg.... ...$8.00 Hér með læt ég landa mína vita, að ég er fluttr frá Cavalier til Hamilton og er reiðubúinn til að selja ykkur greiða þegar þið komið hingað, móti borgun út í hönd. Eg er eins vel undirbúinn að mæta ykkur nú eins og ég hefi verið nokkurn tíma áður. Með virðingu. RUNÓLFUR SIGURÐSSON. THE HLTB 484 MAIN STR. Stórt upplag af — FATNAÐI — keypt inn fyrir 50 cents á dollarnum verðurselt með afarlágu verði. Munið eftir staðnum- 484 MAIN STR. S. A. Ripstein EIOANDI. Mr. Jósep Skaftason vinnur í búðinni. af fataverðinu : Falleg Navy Blue föt úr írsku Serge $18.00 virði......$12.00 Ágætar yfirhafnir...........$ 5.50 Loðkragar úr ýmsuin grá- vörutegundum.....$ 2.00 og yfir Gáið að! Coon yfirhafnir $22.50 og yfir íslendingar! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. Til rentu eru hcrbergi á Broadway House, bæði fyrir fjölskildu og lausafólk, mjögþægi- leg fyrir veturinn. Þess skal getið að brunnur er við húsið með ágætu vatni. Komið Oþ skoðið herbergin og spyrjið um leiguskilmála hjá T. í'inkelídcin, Broadway House. Ég sendi varning til allra staða í landin. Athugið vel hvers þið þarfnist fyrir jólin og nýjáriö. Sparið peninga. Að spara pening., er sama sem að innvinna sér peninga. Kaupið vindla og vín í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt City Hall--513 Main Str. • ISAK JÓNSSON 744 Ross Ave. Tekur að sér allskonar smíðar, svo sem húsmuni, húsabyggingar, viðgerðir o. fl. Alt verður að seljast. — Komið sem fyrst. Munið að jiessi tilboð eru frá — — — — -— 434 Ntain Street. A. Chevrier. Bústaðar-skifti. 66 Valdimar munkur. ið. Strax í annari atlöga miðaði greifinn sverð- inu á hjartastað Rúriks og var nú of reiðnr til að lara í felur með þá fyrirætlun. Rúrik hljóp til hliðar undan laginu, rciddi sverð sitt liátt og hjó á sverð greifans nálægt hjöltum og fylgdi með svo miklu afii, að sverð greifans féll til jarðar í molum, en indverzka sverðið var ó- skemt í hendi Rúriks. ‘•Hitt sverðið, liitt sverðið undireins!” öskr- aði greifinn alveg óður. “Eruð þér ærður, Konráð ?’, sögðu þeir Ur- zen og læknirinn báðir í senn. •‘Ærður ? Reiður er ég víst og verð reiður .' Hvar er sverðið?” svaraði greifinn og fleygði handfangi hins brotna sverðs. “Viljið þér ekki hlusta á orð mín eina”— lengra komst læknirinn ekki. “Burt, buri; með ykkur, segi ég. Á ég má- ske að gefast upp fyrir það að eitt sverð brotn- aði, sverð-ónýti, sem sveik mig þegar mest lá á? Fá mér hitt!” “Sveik yður, Konráð?” sagði læknirinn háðs lega. “Guðkomitil! Hefði hundraðasti lilut- inn af höggi þessu komið á höfuð yðar, þá hefði það ekki setiö á herðum yðar nú !” En greifinn var óviðráðanlegur. I æðinu, sem á lionum var, gat hann ekki greint það sem allir viðstaddir sáu, að þvi að eins braut Rúrik sverðið, að liaun vildi forða lífi greifans í eitt skiftið enn, því honum var innanhandar að höggva greifann eins og sverðið. Valdimar munkur. 71 arlega hafið þér ekkert að óttast. Þér voruð engin sök i þessu. Yðar sök er ekki meiri en ef þér liefðuð stungið sverðinu í lijartað á villi- dýri. sem þér þurltuð að verjast”. "En égkom ekki við lijartað”, svaraði Rú- rik, “ég var varkár í því efni. Eg liefði lieldur kosið að slá hann á liöfuðið með flötu sverðinu, en ég óttaðist að höfaðkúpan brotnaði”. •‘Hann er ekki dauður enn”, sagði læknir- inn í þessum svifnm. “Það hefir að eins liðið yfir hann, og er það að kenna bæði blóðmissi og hans óstjórnlegu geðshræringu”. “En haldið þér að hann deyi ?” spurði Rú- rik og kraup niður við liliðina á greifanum. “Það er ómögulegt að segja enn”, svaraði læknirinn og þerrði um leið blóðið, er streymdí úr sárinu. •‘Því ekki að kanna sárið undir eins?” spnrði munkurinn. “Einmitt nú er hentugast að gera það á meðan engin bólga er hlaupin í það. Og á meðan hanu er meðvitundarlaus finnur hann ekki til sársaukans”, Læknirinn viðurkendi að þetta var satt og rétt eg tók því til að kanna sárið, en ltúrik at- hugaði hverja hreyfingu gaumgæfilega. “Ég he'd sárið sé ekki banvænt”, sagði læknirinn, er könnuninni var lokið. “Sverðs- oddurinn hefir gengið gegnum lungun hægra- megin, en ekki skorið sundur .nema smáæðar. Með góðri hjúkrun held ég að hanu komi til”. “Guði sé lof !” sagði þá Rúrik. 70 Valdimar munkur. átti kost á. Tilraun gerði hann og aðforðast holsár, en á minnaen augnabliks l.ingri stund er ekki hægt að gera margt í einu. Hann lagði því sverðinu fram og hinn egglivsssi, skæri málmur gekk á hol í skrokk lieimskingjans. I sömu svipan kippti hann því að sér aftur og etuddi hlóði roðnum oddinum á gólfið og lýsti svipur hans því greinilega, hvað mikið lionum fóilzt um þetta. Greifinn reiddi sverð sitt til at- lögu um leið og hann fékk lagið, en missti af stefnunni og hjó út í loftið, og í sömu svipan varð liandleggur lians aflvana. Hann féll mátt- laus niður með siðunni og sverðið féll á gólfið, en sjálfur hné greifinn meðvitundarlaus í út- breiddan faðm Urzens. VI. KAP, Frammi fyrir keisaranum. “Er liann dauður?” spurði Rúrik og hljóp til síns fallna fjandmanns. “Biðið við, sonur góðurl” sagði þá svart- munkurinn og tók um handlegg Rúriks. •‘Sann— Valdimar munkur. 67 •'A, hver er hér?” kallaði Alarik upp, er hann í þessu sá mami ganga inn um skáladyrnar, Komumaðurinn var Vaidimar munkur. “Hvað er nú ? Hvað viljið þér hingað?” spurði Urzen, er liinn stutti og digri munkur vaggaði inn gólíið. “Eg heyrði sverða glam, sonur, þegar ég reið lijá og kom svo inn til að vita hvað um væri að vera. Sannarlega má þjónn heilagrar guðs kyrkju vera nærstaddur þar sem dauðastríð or liáð ?” “Já,” svaraði greifinn, “yður er vel komið að vera, en afskiftalaus verðið þér að vera. Sverðið nú,—hvar er það ?” * Urzen kom nú með það, þó nauðugur væri, en áður en haim sleppti því, bað liann greifann að athuga hvað liann væri að gera. Það væri heppilegra. “Haltu þér saman, lieimskingi!” var svar greifans, er þegar greip sveiðið og bjóst til að berjast. Alt til þessa liafði Rúrik ekkert sagt, en nú gat hann ekki [stilt sig. “Ilerra greifi!” sagði hann í svo vnldsmann- legum róm, að greifinn liætti við að bregða sverð inu. “Ég má til með að tala fáein orð. Þér liafið kveikt illyndi, liafið skorað mig á hólm. Ég er alls óhræddnr vi* dauðarn þegar skyklan kallar, en eins og liér stendur á vil ég eltki deyja, né hcldur vil ég taka annars mauns líf á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.